Tíminn - 21.03.1939, Side 3

Tíminn - 21.03.1939, Side 3
34. blað TÍMIM, þribjudaginn 21. marz 1939 137 A N N A L L Hjónin í Snjallsteinshöfða, Jón Ólafsson og Jónínu Gunn- arsdóttir, önduðust 19. f. mán. með þriggja klukkutíma milli- bili. Það mun nokkuð sjald- gæft, að hjón andist bæði svo til samstundis, ef eigi er um slys að ræða. Svo var eigi að þessu sinni. Þau veiktust svo að segja á sama tíma af lungna- bólgu, án sýnilegra orsaka. Þau hjón byrjuðu búskap í Bolholti á Rangárvöllum. Sú jörð var þó að mestu eydd af sandfoki og búin að vera í eyði í 9 ár og svo gjörsneydd að mannvirkjum að hella, sem þar var á húsum áður, var burtu flutt, auk viða. — Þar var ekki komið að köldum kofum heldur engum. En svo var einbeitni Jóns mikil, að hann flutti sig þangað sjálft brúðkaupskvöldið og tók til starfa. Var þá auð- vitað hans fyrsta verk að byggja skýli yfir fólk og fénað og mið- aði því verki svo, að mestu með eigin höndum, að innan 5 ára hafði hann komið upp 20 hús- um. En þá komu jarðskjálft- arnir miklu, er felldu allt að grunni. Þau hjón létu ekki bug- ast og endurbyggðu húsin. Að 16 árum liðnum komu enn jarð- skjálftar og felldu húsin að miklu leyti. Og enn var endur- byggt. Þetta þolgæði er því eft- irtektarverðara, að efni voru lít- il frá upphafi: 1 hestur og 500 krónur í peningum, (saman- dregið 10 ára kaup Jóns), ómegð mikil og þeir fáu og litlu gras- blettir, sem eftir voru óblásnir af jörðinni, fóru minnkandi og eigi annað líklegra en að þeir færu þá og þegar í kaf. — En baráttunni lauk með sigri. Eftir 40 ára búskap í Bolholti, 1931, fluttu þau allvel efnum búin að stærstu jörðinni í Bandsveit, Snj allsteinshöfða, og höfðu þau þá alið upp 8 eiginbörn og 1 fósturbarn, sem eru í fremstu röð að líkamlegu atgjörfi og hreysti. Bolholt veitti ekki verk- efni kröftum þeirra, og varð því að leita þeim viðnám annars- staðar. Eins og að líkum lætur voru þau hjón samhent, hagsýn og nægjusöm. Og sambúð, um- gengni og háttprýði á heimili var með þeim ágætum, að fáir þola samanburð. Þau giftu sig á hvítasunnu og má í vissum skilningi segja, að þau hafi ekki lifað þá hátíð til enda, þó liðin sé síðan tæp 48 ár. — En það vannst aldrei tími til „brúð- kaupsferðar." Hún er fyrst nú nýhafin. JB Æ K U R fJtbreiðið T 1 M 4 IV I\ Um Svíþjóð og Svía. Eftir Gustaf Adolf krónprins. Estrid Falberg Brekkan þýddi og gaf út. Verð kr. 3.00 heft. Bók þessi, „Um Svíþjóð og Svía“, er lítil, aðeins 24 síður texti og 56 síður myndir. Textinn er eftir Gustaf Adolf krónprins Svía og er að mestu samhljóða fyrirlestri, sem hann flutti við háskólann í Oxford fyrir nokkr- um árum. Myndirnar eru af sænsku landslagi, atvinnulífi og fóiki og fylgja nokkrar skýring- ar hverri mynd. Myndirnar eru mjög góðar og vel valdar, og gefa ágæta hugmynd um fegurð landsins, glæsileik hinna gömlu bygginga og yfirleitt um hina fáguðu, efnislegu menningu Svía. Gustaf Adolf krónprins er af- bragðs ræðumaður, framsetning hans er þannig, að það er virki- lega tekið eftir því, sem hann hefir að segja og mun öllum, er hlustuðu á hann flytja ræðu á Þingvöllum 1930, minnisstæður þessi glæsilegi og þróttmikli ræðumaður. Krónprinsinn er ekki aðeins góður ræðumaður, heldur einnig góður rithöfundur, sem hefir lag á að fela mikið efni í fáum orðum, og jafnframt að gera það skemmtilegt. í riti þessu rekur höfundur fyrst sögu Svíþjóðar í stórum dráttum, frá elztu tímum fram á vora daga, hann lýsir atvinnulífi Svía, hin- um geysimiklu framförum, sem orðið hafa á síðari árum á því sviði, skipulagningarhæfileikum þeirra, skapeinkennum, ást þeirra á náttúrunni og þeirri frelsisþrá, sem þeim er í blóð borin. Þótt efnið sé samanþjapp- að, er frásögnin öll lifandi og fléttuð mörgum sláandi dæmum, og er því skemmtileg aflestrar. Rit þetta ætti því að vera vel til þess fallið að vekja áhuga les- enda fyrir Svíþjóð og Svíum, og vekja hjá þeim löngun til þess að lesa meira um það efni. Bók þessi mun vera fyrsta bókin, sem gefin er út á íslenzku um Svíþjóð, og má segja, að vel sé af stað farið, þótt bókin sé ekki stór. Útgefandinn og þýð- andinn, frú Estrid Falberg Brekkan, mun hafa gefið þessa bók út í samráði við félag, sem heitir „Föreningen för svensk- hetens bevarande í utlandet", og vinnur að því að kynna sem bezt Svíþjóð og sænska menn- ingu í öðrum löndum, og hefir frú Brekkan lengi starfað í því félagi. Á frú Brekkan þakkir skilið, fyrir að gefa almenningi, með bók þessari, kost á að kynn- ast þessari glæsilegu frændþjóð okkar. Væntanlega verða þeir margir, sem vilja kynnast því, \ Sýníng á góliteppum í Markaðsskálanum Opín í dag kl. 10—10. — Inngangur 50 aura. Sídasta sinn. Kaupnm íslenzk frímerki ávalt hæsta verði. DRKIK 'IÍM.IH I Lækjarg. 3. Sími 3736. Sigurður Ólason & Egill Sigurgcirsson Málflutningsskrifstoia Austurstræti 3. — Sími 1712. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. c Áustuvstr. ó simi 5h52.0pið KI.11-12oq4.3j Annast kaup og sölu verðbréfa. Kopar keyptur f Landssmiðjunni. Hreinar léreftstuskur k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. hvað krónprins Svia segir um land sitt og þjóð, og hvað mynd- irnar sýna af fegurð þessa lands, sem svo mjög er dáð af flestum, sem þar hafa dvalið. Guðl. Rósinkranz. Landbúnaðamefnd n e ð r i deildar skilaði áliti sínu 6. marz og lagði til að frv. yrði sam- þykkt, með þeirri tareytingu, að allt Strandarland skyldi þegar verða eign kixkjunnar og að lög- in skyldu ganga í gildi 12. maí 1928. í nefndinni voru þeir Lár- us Helgason, formaður, Jörund- ur Brynjólfsson, framsögumað- ur, Jón Ólafsson**), Bernharð Stefánsson og Einar Jónsson, er skrifaði undir með fyrirvara. Sá fyrirvari horfði til þess, að fella niður 4. gr. frv. eða fyrirmælin um að endurreisa Selvogsþing sem sérstakt prestakall. Varð það úr að hún var felld, enda engin sérstök áherzla lögð á það af flutningsmönnum að halda undir trúflokka hnakkrífast um þá einu réttu og sáluhjálplegu trú. Að öðru leyti má vel minna á það, að áheit eru forn og þjóðleg fyrirbrigði með íslendingum. í heiðni var heitið á goðin, svo sem Njörð til sæfara og veiða og Frey til árs og friðar og þá engu síður á Freyju, en hún þótti „ná- kvæmust mönnum til á að heita" og „á hana er gott að heita til ásta“ eða Lofn, sem var „mild og góð til áheita" og til „manna samganga, kvinna og karla“. í páfasið tíðkuðust mjög áheit bæði á kirkjur og dýrðlinga, svo þar af akaðist saman formikið fjármagn. Varð Strandarklrkja ein til að halda uppi þessum forna og kristilega þjóð- sið og því hvarf til hennar öll sú elska, er höfð var á dýrðlingunum, með fögru Freyju og ljúfu Lofn. **) J. Ól. hafði í æsku róið á Stokks- eyri og síðan sem skútukall skakað á Selvogsgrunni. Honum var því kunn- ugt um að sandfokið rak fiskinn af grunninum í norðangörðum og það mun mest hafa dregið þann merka nytjamann til að fylgja málinu, svo einarðlega sem raun varð á. greininni, sem vitanlega gat ekki komizt til framkvæmda fyr en landið væri sæmilega gróið, en þess engin von fyr en eftir mannsaldur eða svo í fyrsta lagi, að því þá varð séð. Annan sigul: unnu mótblástursmenn Stxandarkirkju ekki og barðist þó Magnús Jónsson, fyrrum docent, gegn málinu af öllum mætti, eftir því er hann sjálfur segir í Prestafélagsritinu 1929 (Kirkjumál á þingi) enda taldi mál þetta stappa nærri fullum ránskap. Var frv. með áðurtöld- um breytingum nefndarinnar samþykkt í neðri deild með 18 atkvæðum gegn 7. í efri deild var málinu vísað til landbúnaðarnefndar þar, en í henni voru þeir Einar Árnason, formaður, Jón Baldvinsson, framsögumaður og Jónas Krist- jánsson. Klofnaði nefndin, þannig að Einar og Jón lögðu til að frv. væri samþykkt ó- breytt en J. Kr. lagði til að frv. væri fellt, meðal annars með þeim ummælum að „þær um- bætur, sem gerðar yrðu í Strandarlandi, kæmu sveitinni til góða en ekki kirkjunni", taldi með öðrum orðum, að kirkjan ætti að standa upp úr eyðimörkinni það sem eftir væri sögu hennar og að ekki gæti komið til mála að leysa hana úr þeim álögum, sem hún hefir ver- ið í síðan handan eftir siðbót. Enginn lagðist þó fastar gegn sandgræðslunni en sjálfur í- haldsfaðirinn. Fórust honum meðal annars þannig orð: „Mér finnst það minna allt of mikið á það athæfi, sem nefnt er í 231. gr. hegningar- laganna, og talið með stórþjófn- aði, að brjóta upp gjafastokk kirkna.“ Er óþarft að lýsa þessu frek- ar — og Dáinn á dóm á sér. Væntum vér að hann hafi fengið góða heimkomu. En það kom fyrir ekki, málið var samþykkt sem lög í efri deild með 8 atkv. gegn öllum 6 íhaldsatkvæðunum. — Bráða- birgðareglur um fjárstjórn Strandarkirkju voru svo settar 10. apríl 1931. Samkvæmt þeim hefir biskup á hendi stjórn kirkjusjóðsins, er ávaxta skal í hinum almenna kirkjusjóði, en kirkjumálaráðuneytið skipar umboðsmann jarðanna undir umsjón sýslumanns og ávísar fé til annarra gjalda en venju- legs kirkjukostnaðar. Með þessu er fengin mun betri trygging fyrir góðri stjórn kirkjufjánna en almennt er um kirkjur og sjálfur biskupinn tilvalinn á- byrgðarmaður þeirra. Að þessu leyti er Strandarkirkja sett skör hærra en aðrar kirkjur landsins, sem verðugt er. Framhald. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT Vinnið ötullega fyrir Tímann. RÍKISÞINGHÚSIÐ í STOKKHÓLMI NÝ BÓK Um Nvíþjóð og' Svía Stutl en etnisríkt ytirlit ytir uppruna sænsku pjóðarinnar og sögulega próun, atvínnuvegi og andlegt lít. Bókin er prýdd 56 heilsíðu- myndum. — Verð kr. 3,00. Hugheilar hjartans þakkir votta ég öllum vinum mínum og kunningjum, bæði fjær og nær, fyrir auðsýnda virðingu og heiður í til- efni af sextugsafmæli mínu Gæfan fylgi ykkur öllum. Ólatur J. Hvanndal. L6GTAK, Eftir kröfu útvarpsstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði, verður lögtak látið fram fara fyrir ógreiddum afnotagjöldum fyrir útvarp hér í lögsagnarumdæminu, fyrir árið 1938, að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík. Grula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. f heildsöln hjá Samband ísl. samvinnuf élaga Sími 1680. 304 Andreas Poltzer: Patricia 301 - Kaup og sala - Ullarefni og silkf, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Simi 2744. heyrið ekkert frá mér þangað til, þá megið þér gjarnan taka til yðar ráða.... * * * Leonid Warren vaknaði við hljóðan umgang. Ósjálfrátt greip hann hægri hendi til litla borðsins, sem stóð við sófann sem hann lá á, alklæddur. En skammbyssan var ekki lengur á sínum stað. Áður en hann gat hreyft sig meira, varð albjart í herberginu. — Upp með hendurnar! hrópaði Alice Rake og miðaði skammbyssunni beint á manninn, sem hafði risið upp við dogg. Þegar hann sá ungu stúlkuna and- spænis sér, gat hann ekki varizt því að reka upp undrunaróp. —Ungfrú Bradford! hrópaði hann forviða. — Hreyfið hvorki legg né lið! var kallað ógnandi til hans. Maðurinn, sem hafði ætlað að setjast upp, þorði ekki annað en að vera i sömu skorðum, því að það var auðsætt á augnaráði stúlkunnar, að hún var boðin og búin til að skjóta, ef á þyrfti að halda. — Ungfrú Bradford! sagði maðurinn aftur hægar. — Nei, ekki ungfrú Bradford, heldur ungfrú Rake, dóttir Rake ofursta í Scot- land Yard, sem þér kannst við, því að þér hafið dauða hans á samvizkunni! Leonid Warren glennti upp augun og Albert Nodon var ávallt bjartsýnn og vongóður um framtíðina. Whinstone fulltrúi kom til þeirra þriggja, en hvorki Estoll né Plane svör- uðu nokkru af því, sem hann spurði þá um. Hann sneri því bráðlega bakinu við þeim. Hann vissi, að það myndi lítið upp úr þeim að hafa, eins og á stóð. Fulltrú- inn þóttist viss um, að þeir vissu ekki hvar foringi þeirra væri niður kominn. Hann gekk meira að segja svo langt, að segja við Alice Rake og Favart, sem höfðu komið með honum í lögreglubifreiðinni, að hann þættist nokkurn veginn viss um, að nánustu „samverkamenn“ bófa- foringjans vissu ekki fyllilega hver hann væri. Það var fleira en eitt, sem mælti með þessu. Smith undirfulltrúi hafði móðgazt, af því að hann var ekki kvadd- ur til álits um þetta. En hann mildaðist, þegar hann heyrði, að Whinstone afsal- aði sér því, að verða með föngunum á Scotland Yard og fól Smith þetta mikla trúnaðarstarf. Whinstone fór úr húsinu ásamt sínum tveimur fylgifiskum á undan Smith und- irfulltrúa. Hann ók á fleygiferð til Lon- don. Það var komið langt fram yfir mið- nætti, þegar þau þrjú komu að húsi einu í Page Street. — Það er áreiðanlegt, að hann er ekki heima, sagði Whinstone. Og við finnum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.