Tíminn - 23.03.1939, Síða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
23. árg'.
« acssí .. , ‘v..-■ ' j - v
Reykjavík, fimmtudagmn 23. marz 1939
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h. f.
Símar 3948 og 3720.
35. blatf
Nýr tekjustoín íyrír bæja
og sveitaiélög
Vörusöluskattur á smásöluverzlanír
varnirnar sem bezt. Hér á myndinni sést loftvarnarbyssa, sem komið hefir
veriö fyrir að húsabaki við eina fjölförnustu götuna í London. Maðurinn,
sem stendur fremst á myndinni, heldur á einu skeytinu, sem notað er
til að skjóta óvinaflugvélarnar niður.
Næstu mánuði verður stríðs-
hættan mest, segir Churchill
Tíminn hefir áður getið
nokkurra tillagna frá nefnd
þeirri, sem atvinnumála-
ráðherra fól að athuga fjár-
hagsmál sveita- og bæja-
félaga. En auk þeirra lagði
hún til að bæja- og sveita-
félögunum yrði tryggður
nýr tekjustofn, þar sem sýnt
væri að núverandi tekju-
stofnar þeirra væru ónógir.
Formaður nefndarinnar, Karl
Kristjánsson oddviti í Húsavík,
hefir skýrt Tímanum frá þessari
tillögu á eftirfarandi leið:
— Nefndin hafði tækifæri til
að athuga fjárhagsáætlanir
nokkurra bæja- og sveitafé-
laga á yfirstandandi ári. Var
hjá flestum tekjuhalli, enda þótt
dregið væri mikið úr útgjöldum
og gert ráð fyrir miklum styrk
úr jöfnunarsjóði og talsverðu
atvinnubótafé frá ríkinu, án til-
Aðalfundur Byggíng
arsamvínnufélags
Reykjavíkur
Aðalfundur var haldinn í
Byggingarsamvinnufél. Reykja-
víkur síðastliðinn mánudag.
Formaður félagsins, Guðlaug-
ur Rósinkranz, gerði grein fyrir
starfi félagsstjórnarinnar á síð-
astliðnu ári. Sagði hann að
ætlun sjórnarinnar hefði ver-
ið að reyna að fá lán til áfram-
haldandi bygginga. Von hefði
verið um að fá lán í Stockhólmi,
en hefði strandað á því, að ekki
fékkst ríkisábyrgð og heldur
ekki nein trygging fyrir yfir-
færslu á vöxtum og afborgunum
af láninu, þótt það hefði feng-
izt án ríkisábyrgðar. Aðalstarfið
hefði því orðið, að innheimta
ýmsar lausaskuldir, sem úti-
standandi hefðu verið hjá fé-
Igasmönnum vegna bygging-
anna og hefði það gengið vel.
Fyrir það fé, sem inn hefir
heimzt og eftir er af því erlenda
láni, sem félagið tók í upphafi
til bygginganna, er nú ákveðið
að byggja í sumar tvö tveggja í-
búða hús. Verið er að gera fulln-
aðarteikningu af þessum húsum
og verða þau boðin út til bygg-
inga á næstunni. Áætlað kostn-
aðarverð þessara íbúða, sem
verða 4 herbergi, eldhús og bað,
er 17,5—18 þús. kr. Miklu fleiri
sóttu um þessar íbúðir en gátu
fengið, enda eru nú 218 manns
í félaginu, en íbúðir hafa ekki
fengið nema um 50. Þá skýrði
formaður frá því að gerðar
hefðu verið tilraunir til þess að
fá fé til bygginganna innan-
lands en alveg árangurslaust.
Nokkur óánægja kom fram á
fundinum út af því að ekki hafði
fengizt ríkisábyrgð eða yfir-
færsluloforð og starfsemi fé-
lagsins þannig sama og alveg
stöðvuð.
Þá fór fram stjórnarkosning.
Úr stjórninni áttu að ganga Sig-
fús Jónsson trésmíðameistari
og Stefán Jóh. Stefánsson. Stef-
án Jóh. Stefánsson baðst undan
endurkosningu. í stjórn voru
kosnir: Sigfús Jónsson (endur-
kosinn) og Steingrímur Guð-
mundsson prentsmiðjustjóri í
stað Stefáns. Fyrir voru í stjórn-
inni Guðl. Rósinkranz (form.),
Elías Halldórsson (gjaldkeri)
og Runólfur Sigurðsson (ritari).
Endurskoðandi félagsins er
Helgi Lárusson.
skilins framlags á móti. Er því
sýnt, að mörg bæja- og sveita-
félög vantar tekjustofna til þess
að geta staðið undir lögboðnum
skyldum.
Ræddi nefndin þessi efni all-
mikið og virtist þar fátt til úr-
ræða.
Samdi þó nefndin frumvarp
til laga um heimild fyrir bæja-
og sveitastjórnir til að ákveða
með reglugerð, er atvinnumála-
ráöherra staðfestir, að allar
smásöluverzlanir í bæjar- eða
sveitarfélaginu greiði allt að
2% af vörusölu sinni í viðkom-
andi bæja- og sveitasjóði, auk
venjulegs útsvars. Skattur þessi
reiknist af útsöluverði vörunnar.
Renni hann til þeirra bæja- eða
sveitafélaga, sem kaupandi er
búsettur í, nema, ef hann er ekki
meira samtals úr sveitarfélagi
en 50 kr. Af óreikningsfærðum
viðskiptum renni skatturinn í
bæjar- eða sveitarsjóð verzlun-
arstaðarins.
Undanþegnar skattinum séu
allar innlendar landbúnaðar-
og sjávarafurðir.
í greinargerð segir meðal ann-
ars: „Útsvör og aðrir beinir
skattar, sem bæja- og sveita-
félögin leggja á gjaldendur
sína, virðast á mörgum stöðum
naumast geta hækkað úr þessu,
nema árferði og aflabrögð
breytist til stórra bóta, en á það
getur enginn treyst. Séu þessir
beinu skattar hækkaðir, inn-
heimtast þeir ekki svo, að við-
unanlegt sé.
Sú mikla hjálp, sem jöfnun-
arsjóður bæja og sveitafélaga
veitir, hefir alls ekki reynzt full-
nægjandi. Fjárhagur bæja og
sveitafélaga er víða orðinn svo
örðugur, vegna sívaxandi út-
gjalda, að bráðnauðsynlegar
framkvæmdir er ekki hægt að
gera vegna féleysis, og ekki er
hægt að standa straum af
greiðslum vaxta og afborgana,
né inna af höndum daglegar
greiðsluþarfir. í nokkrum bæja-
(Framh. á 4. síðu)
Þorsteinn Helgason bóndi í Stóra-
Holti í Fljótum, skrifar Tímanum: —
Fljótin eru fögur sveit, er skiptast í
tvo aðaldali, sem daglega eru nefndir
Austur-Fljót og Vestur-Fljót. Eru tvö
vötn í hvorum dal, Hópsvatn og Flóka-
dalsvatn í Vestur-Fljótum, en Mikla-
vatn og Gautsstaðavatn í Austur-
Fljótum. Fljótin eru tvö hreppsfélög,
Haganeshreppur í Vestur-Fljótum og
Holtshreppur í Austur-Fljótum. Eru
rúm þrjátíu býli í hvorum hreppi og
jaröhiti á sex býlum í hvoru byggðar-
lagi. Fjöllin eru víða grasigróin upp
undir brúnir á þessum slóðum, og
sumstaðar alveg upp á brúnir. í Aust-
ur-Fljótum er grösugt mjög, en snjó-
þungt á vetrum, en snjóléttara og
undirlendi minna í vestri byggðinni.
Starlendi mikið er fram af Mikla-
vatni og í Stíflu, fram af Gautsstaða-
vatni. Talsvert er af silungi í öllum
vötnum og æðarvarp við Hópsvatn
og Miklavatn. Fyrir röskum áratug
voru engir vegir í Fljótum og allar
aðfluttar vörur voru reiddar á klökk-
um úr Haganesvík og Siglufirði, sem
eru verzlunarstaðir Fljótamanna. Voru
lestaferðir erfiðar, því fen og keldur
voru viða á leiðinni, og hætt við í-
hlaupum. Nú er þetta óðum að færast
í betra horf, þótt enn skorti mikið á
um góðar samgöngur. Sérstaklega er
áríðandi að veginum til Siglufjarðar
verði hraðað. Eins og nú stendur, er
erfitt að koma afurðum til Siglufjarð-
ar, vegna bryggjuleysis í Haganesvík
Útlendmgar
fá engin
flugréttindí
á Islandi
Umræðum lokið við
íulltrúa „Luíthansa"
Umræður þær, sem farið hafa
fram, svo og umtal í nokkrum 1||
blöðum útaf komu þýzkra |||
manna til viðræðna um hugs-
anlegt reglubundið flug milli ís-
lands og Þýzkalands, gefa ríkis-
stjórninni tilefni til þess að
skýra frá því, er hér fer á eftir:
Fyrir rúmri viku síðan barst
ríkisstjórninni fregn frá þýzka
ræðismanninum hér, um að
nefnd manna frá þýzka flug-
félaginu „Deutsche Lufthansa“
myndi koma hingað til Reykja-
víkur þann 19. þ. m. (þ. e. með
„Dronning Alexandrine") til
þess að undirbúa reglubundnar
flugferðir milli íslands og
Þýzkalands á komandi sumri.
Var þess getið í bréfi þýzka ræð-
ismannsins, að í áformi sínu
styddist þýzka flugfélagið við
vilyrði, er gefin hafi verið fé-
laginu í sambandi við uppgjör
Flugfélags íslands h.f. árið 1931
um rétt því til handa til að
halda uppi flugferðum yfir eða
til íslands fram til 1. apríl 1940.
Við athugun ríkisstjórnarinn-
ar á málavöxtum þeim, er hér
koma til greina, varð það ljóst
að um misskilning væri að ræða
af hálfu „Deutsche Lufthansa"
um hvað fælist í þeim rétti, er
flugfélagið gæti gert tilkall til
samkvæmt fyrnefndu vilyrði.
Má nú telja það ljóst, að af
hálfu „Deutsche Lufthansa"
hefir verið talið að annað erlent
félag hefði lagalegan rétt til að
halda uppi flugfeTðum til ís-
lands, en þar eð ekki er um neitt
slíkt að ræða, er brottu. fallinn
sá grundvöllur, sem þýzka flug-
félagið studdi rétt sinn á.
Var þýzka ræðismanninum
tafarlaust eftir móttöku erindis
(Framh. á 4. síðu)
og vegleysu yfir Siglufjarðarskarð. En
á Siglufirði er góður markaður fyrir
búsafurðir, einkum á sumrin. Frá
Haganesvík er nú fært bifreiðum að
Ketilási, suöaustan við Miklavatn, og
búið að undirbyggja veg að Stífluhól-
um. Einnig er búið að leggja brautar-
stúfa yfir mestu foröðin frá Ketilási
út að Hraunum. Er nú farið að nota
mest kerrur og vagna til flutninga
innan sveitar.
t t t
Aðfaranótt þriðjudagsins síðastliðins
gerði hvassviðri af suðvestri við suður-
ströndina og olli það miklu veiðarfæra-
tapi hjá Vestmannaeyjabátum. Tapað-
ist mikið af netum alveg og önnur
skemmdust stórlega og ónýttust jafn-
vel alveg. Er þetta með stórfelldasta
veiðarfæratjóni, sem Vestmannaeying-
ar hafa orðið fyrir í seinni tíð.
t t t
Þrír þingmenn i efri deild, Þorsteinn
Þorsteinsson, Bernharð Stefánsson og
Jónas Jónsson, flytja frv. um breyt-
ingu á skipun útvarpsráðs. Það er nú
skipað siö mönnum, þrem kosnum af
Alþingi, þremur kosnum af útvarps-
notendum og einum skipuðum af
kennslumálaráðherra. Samkvæmt frv.
verður það skipað fimm mönnum, öll-
um kosnrnn af Alþingi. Með þessari
fækkun og afnámi útvarpsnotenda-
kosningarinnar, sparast um 5000 kr. á
ári. Kjörtímabil núverandi útvarpsráðs
rennur út í vetur, en kosningu þess
verður frestað þangað til séð verður
Undanfarna daga hafa enskir
stjórnmálamenn og sendiherrar
Englands erlendis átt mjög ann-
ríkt. Hafa þeir unnið að því, að
skapa nánari samvinnu milli
þeirra ríkja, sem vilja hindra
frekari yfirgang Þýzkalands. Er
talið að þessum málaleitun-
um þeirra hafi hvarvetna verið
vel tekið.
Enn er óvist í hvaða formi
þessi samtök verða, en senni-
lega verður fyrsta skrefið að
gefa út sameiginlega yfirlýsingu.
fyrir um afdrif þessa frumvarps. í
útvarpsráði eiga nú sæti: Pálmi Hann-
esson rektor, Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur, Árni Friðriksson fiskifræðingur
(kosnir af útvarpsnotendum), Sigurður
Baldvinsson póstmeistari, Valtýr Stef-
ánsson ritstjóri og Pétur Guðmundsson
fjölritari (kosnir af Alþingi) og Sigfús
Sigurhjartarson kennari, sem var
skipaður af Haraldi Guðmundssyni.
t t t
Kvenfélagið í Borgarhreppi í Mýra-
sýslu gekkst í lok síðasta mánaðar
fyrir Borghreppingamóti, sem haldið
var að Brennistöðum. Hófst það með
sameiginlegri kaffidrykkju og lögðu
félagskonur til kaffi og kökur og var
óspart veitt. Að kaffidrykkjunni lok-
inni, skemmti fólkið sér við söng, dans
og spil fram undir morgun. — Kven-
félagið hefir á síðari árum fært út
kvíarnar. Á hinum fyrstu árum hafði
það einkum með höndum líknar- og
mannúðarstarfsemi. Nú orðið á félagið
bæði spunavél og prjónavél, sem allar
félagskonur nota endurgjaldslaust, eft-
ir settum reglum. Er þetta til mikilla
hagsbóta fyrir mörg heimili í hreppn-
um. Ennfremur hefir félagið haldið
nokkur námskeið, þar sem kennt hefir
verið prjón, fatasaumur og fleira. —
Nqkkra síðastliðna vetur hefir kven-
félagið haldið, ásamt ungmennafélag-
inu Borg, sameiginlega jólatrésskemmt-
un fyrir böm í sveitinni og aðstand-
endur þeirra. í vetur fékkst ekkert
(Framh. á 4. síðu)
Komið hefir til tals að kveðja
saman ráðstefnu þessara ríkja,
en frá því hefir verið horfið i
bili, þar sem ástandið er álitið
svo uggvænlegt, að ekki sé þor-
andi fyrir helztu stjórnmála-
mennina að fara neitt að heim-
an. Er þó ekki ósennilegt, að
slík ráðstefna verði kvödd sam-
an, ef útlitið yrði friðsamlegra
aftur.
Rikin, sem sennilega munu
undirrita yfirlýsinguna, auk
Englands, eru Frakkland, Pól-
land, Rúmenía, Jugoslavía og
Rússland. Þau lönd, sem gera
sér vonir um að geta orðið hlut-
laus í næstu styrjöld, eins og
Norðurlönd, Sviss, Holland og
Belgía, munu ekki taka þátt í
þessum viðræðum að svo stöddu.
Bandaríkin munu heldur ekki
gerast þátttakandi í þessum
samtökum, en hinsvegar má
telja vafalaust, að þau myndu
styðja þau eftir megni, án
beinnar íhlutunar þó, ef til ó-
friðar kæmi.
Á viðræðum þeim, sem fram
hafa farið seinustu daga, má
glöggt marka, að menn óttast
helzt, að Þjóðverjar geri árás á
Rúmeníu til að ná hinum miklu
olíunámum og landbúnaðar-
framleiðslu þar undir yfirráð
sín. Hafa þeir líka nýlega kraf-
izt viðtækra hlunninda af rúm-
ensku stjórninni, en fengið að
mestu leyti afsvar. Búast menn
jafnvel miklu frekar við slíkri á-
rás nú en §íðar. í grein, sem
Churchill hefir skrifað nýlega,
segir hann að næstu mánuðirn-
ir geti orðið hættulegasti tím-
inn fyrir heimsfriðinn í fram-
tíðinni. Ástæðan til þess sé sú,
að þegar eitthvert ríki hafi kom-
izt fram úr öðrum I vígbúnaði,
telji það heppilegast að hefja
styrjöldina, en draga það ekki
þangað til að keppinautarnir
séu orðnir jafnokar þess.
Hinn stóraukni vigbúnaður
Breta seinustu mánuðina hafi
sýnt Þjóðverjum, að þess myndi
ekki langt að bíða, að Bretar
yrðu þeim langtum sterkari á
sjónum og a. m. k. jafnokar
þeirra í loftinu. Þess vegna teldu
þeír sig betur búna undir styrj-
A víðavangi
Eitt hið ógeðslegasta, sem sést
á prenti um þessar mundir er
hin svokallaða útvarpsgagnrýni
í dagblaðinu Vísi, sem birtist
einu sinni í viku hverri. Upphaf-
lega fékk Vísir Guðbrand Jóns-
son til að skrifa greinar þess-
ar, en endalok hans urðu svip-
leg. Þessum gagnrýnanda varð
lað sem sé á, að skrifa um er-
indi, sem aldrei hafði verið flutt
í útvarpið (en hinsvegar stað-
ið á dagskrá), og varð þetta
fljótlega alkunnugt, sem við
mátti búast. Síðan birtir blaðið
nafnlausar greinar um þetta
efni. En ekkí sýnist sú breyting
vera til neinna bóta. Virðast
greinar þessar aðallega til þess
skrifaðar að ná sér niðri á ein-
um manni, Jóni Eyþórssyni, sem
blaðinu af einhverjum ástæðum
er ákaflega illa við. Svo klaufa-
lega er þetta gert, að tilgang-
urinn er auðsær hverjum með-
almanni.
* * *
Appelsínulæknarnir í Reykja-
vík eru nú önnum kafnir við að
taka aftur opinberlega það, sem
)eir hafa áður sagt um bætiefni
og nauðsyn á innflutningi er-
lendra ávaxta. Bjarni Bjarna-
son lýsti yfir því nýlega, að í út-
varpserindi sínu í vetur hefði
hann ekkert minnst á ávaxta-
innflutning. En erindið sýnir
sig, því að það var prentað orð-
rétt í einu af dagblöðunum.
Jónas Sveinsson afsakar sig með
því, að „prentvillupúkinn" hafi
hlaupið 1 vísindin!
* * *
Margir munu hafa veitt at-
hygli greinum þeim, er Magnús
Torfason fyrrv. sýslumaður ný-
lega hefir ritað í Tímann um
sambandsmálið. Magnús var svo
sem kunnugt er ákveðinn and-
stæðingur sambandslaganna
1918 og greiddi atkvæði gegn
þeim á Alþingi. En aðeins einn
þingmaður, Benedikt Sveinsson,
fylgdi honum þá að málum. M.
T. álítur m. a„ að íslendingar
eigi nú að taka upp á hendur
Dönum hinar gömlu fjárkröfur
frá tíð Jóns Sigurðssonar, og
telur að miljónin, sem háskóla
íslands var greidd 1928, hafi
verið algerlega óviðunandi
greiðsla af Dana hálfu.
* * *
Nokkrir aðrir hafa gerzt til
þess að rita um sambandsmálið
nú í vetur. Ragnar E. Kvaran
leggur til, að sambandinu við
Dani verði haldið sem mest ó-
breyttu, og leggur áherzlu á að
hinn sameiginlegi þegnréttur
íslendinga og Dana sé þýðing-
armikið spor í áttina til nor-
rænnar samvinnu. Ólafur Frið-
riksson hefir ritað grein og and-
mælt þessari kenningu R. E. K.
harðlega. Þá hafa stúdentaráð
háskólans og Stúdentafélag
Reykjavíkur efnt til funda um
fleiri mál. Eins og kunnugt er,
geta íslendingar krafizt endur-
skoðunar sambandslagasamn-
ingsins eftir árslok 1940, og sagt
samningnum upp að fullu eftir
árslok 1943, ef áskilinn þjóðar-
vilji er fyrir hendi.
öld nú heldur en síðar. Heppn-
aðist það að tryggja friðinn
þangað til keppinautar Þjóð-
verja yrði þeim hernaðarlega
sterkari, myndi skapast miklar
líkur fyrir því, að hægt yrði að
jafna deilumálin með sam-
komulagi og koma á varanleg-
um friði.
Á framkomu hinna ráðandi
stjórnmálamanna má sjá, að
þeir bera þenna sama kvíð-
boga og Churchill. Hversu á-
standið er talið alvarlegt, má
m. a. marka á því, að franska
þingið veitti Daladier nær um-
ræðulaust einræðisvald í land-
varnarmálum strax eftir inn-
limun Tékkóslóvakiu 1 Þýzka-
land.
Þjóðverjar virðast hinsvegar
ekki láta hina sterku andúðar-
bylgju, sem innlimun Tékkó-
(Framh. á 4. síðu)
A KROSSGÖTUM
Úr Fljótum. — Vestmannaeyjabátar bíða stórfellt veiðarfæratap. — Frum-
varp um breytingu á skipun útvarpsráðs. — Kvenfélag Borghreppinga og
starfsemi þess.