Tíminn - 23.03.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.03.1939, Blaðsíða 4
142 TÍMMN, finimtnclagiim 23. marz 1939 35. blað „SUltfJ¥Aéé er bezta Ijósaolíau. Hún er hrein og tær og veitir BEZTA BIRTU. Olíuverzlun Islands h.í. (Sölufélag fyrir Ang’lo-Iranian Oil Co. Ltd.). "GAMLA BÍÓ" BROADWAY MELODY 1938 Bráðskemtileg og skraut- leg amerísk dans- og söngvamynd. — Aðalhlut- verkin leika: ROBERT TAYLOR og ELEANOR POWELL UPPREISIVB\ I PESHAWAR (The Drum) Stórfengleg og íburðar- mikil kvikmynd frá United Artists er gerist í Indlandi. Aðalhlutv. leika: Roger Livesey, Valerie Hobson og indverski drengurinn Sabu Öll myndin er tekin í eðli- legum litum. Aukamynd: HÆNSNA RUMBA Það tilkynnist viiium og aÖstandend- um að faðir okkar og tengdafaðir Jón dannehrogsmaður Jónsson á Hafsteinsstöðum, andaðist a«V heimili sínu 20. þ. mán. Börn og tengdabörn. I Börn fá ekki aðgang. — { Nýkomið sérlega mikið úrval af Karlmanoafataeinum og káputauum Einnig allar tegundir og litir af lopa. V erksmið j uútsalan Gefjun — Iðunn Aðalstræti. 25 ára aimælismót Skíðaiélags Reykjavíkur og THULE-MÓTIÐ 1939 hefst í H\eradölum föstudaginn 24. marz kl. 1 e. h. með 18 kilómetra kappgöngu. Laugardaginn 25. marz fer fram svigkeppni (slalom) og byrjar kl. 1 e. h. Sunnudaginn 26. marz fer fram keppni í stökki kl. 1 e. h. Hinn heimsfrægi skíðakappi, BIRGER RUUD, mun opna svighrautina á laugardaginn og hina nýju stökkbraut á sunnudaginn. Farmiðar seldir hjá L. H. Miiller fyrir félagsmenn daginn fyrir hverja keppni, frá kl. 1 til 5, en frá kl. 5 til 6 til utanfélagsmanna, eftir því sem farkostur leyfir. Aðgöngumerki að mótunum á föstudag og laugardag kosta kr. 1.00, og á sunnudaginn kr. 2.00. Skíðafélag Reykjavíkur. O O O o O »♦♦♦♦♦< Hanvetningafélagið. NkemmtikYöld Hótel Borg þriðjudaginn 28. marz kl. 8,30 stundvísl. Aðgöngum. á kr. 1,50 seldir í Manchester og Brynju. Stjórnin. MOLAR Þessa dagana er mest rœtt um striðsundirbúning i Evrópu og ýmsar stórfelldar ráðstafanir í sambandi við hann. En sem bet- ur fer, er þó einnig hugsað um fleiri mikilvœgar fyrirœtlanir, sem jafnframt eru líklegri til annars og gifturíkari árangurs. Meðal slíkra fyrjrœtlana má nefna þrjá skipaskurði, sem eru í undirbúningi. Tvo þeirra hafa Þjóðverjar á prjónunum. Annar þeirra á að tengja saman Oder og Dóná og mynda á þann hátt nýja siglingaleið milli Eystra- saltsins og Svartahafsins. Skurð- ur þessi liggur aðallega um Ték- koslóvakíu. Hinn skurðurinn á að tengja saman Rín og Dóná og verður þá hœgt að fara fljóta- leiðina milli Norðursjávarins og Svartahafsins. Þriðji skipaskurðurinn er und- irbúinn af Rúmenum og Pólverj- um í sameiningu. Hann mun tengja saman Weichsel og Pruth og mynda þannig nýja siglinga- leð milli Eystrasaltsins og Svartahafsins. Er þessi skurður talinn mjög þýðingarmikill fyrir Pólverja, sem fá þá stórum greiðari aðgang að Svartahaf- inu, og verða ekki eins háðir að- flutningum um Eystrasalt. Allir þessir skipaskurðir verða til þess að gera þungavöruflutn- inga á þessum slóðum miklu auðveldari og ódýrari en þeir eru nú. * * * 7 sambandi við þetta má nefna eina framkvœmd enn, sem ný- lega hefir náðzt samkomulag um milli Rúmena og Jugoslava. Hún er sú, að byggður verðí á nœst- unni breiður bilvegur, sem ligg- ur þvert yfir Jugoslaviu ■ og Rúmeníu eða frá Adriahafinu til Svartahafsíns. Verður hann 1200 km. langur. Er hann talinn mjög þýðingarmikill fyrir sam- göngur og sambúð þessara landa. * * * Þegar þýzki herinn réðist inn í Tékkoslóvakíu á dögunum, skiptust íbúarnir þar þannig eftir þjóðflokkum: Tékkar 65.8%, Slóvakar 22.2%, Ruthen- ar 5.3%, Þjóðverjar 3.9%, Ung- verjar 1.0% og Gyðingar 1.3%. Allur fólksfjöldinn var 9.807 þús. * * * Tekjuhœsta kona í heimi árið sem leið, hefir sennilega verið norska skautadísin Sonja Henie. Hún sýndi listir sínar í ýmsum helztu borgum Bandaríkjanna og hlaut ótrúlega mikla aðsókn. Jafnframt lék hún í nokkrum kvikmyndum. Talið er að tekjur hennar hafi numið 4.500 þús. kr. Til samanburðar má geta þess, að árslaun brezka forsætisráð- herrans eru rúm 220 þús. kr. * * * Útlendingar, sem dvalið hafa i Þýzkalandi, kunna margar sögur af þvl, hversu mikið er nú reynt að knýja þýzku þjóðina til að dýrka Hitler eins og guð. Ein sagan er á þessa leið: Á húsmœðraskóla einum lagði kennarinn nýlega eftirfarandi ÚR BÆIVUM Skautafélagið hélt skemmtifund að Hótel Borg í gærkvöldi. Gunnlaugur Claessen flutti erindi um skautahöll. Að því loknu var sýnd skautakvikmynd og síðan dansað. Knattspyrnufélagið Fram heldur skemmtifund fyrir íélaga og gesti þeirra í Oddfellowhúsinu 1 kvöld klukkan 9. M.-A.-kvartettinn syngur í næstsíðasta sinn i Gamla Bíó í kvöld klukkan 7. Fimleikasýning úrvalsflokks kvenna úr K. R., sem er á förum á hátíðafimleikamótið danska, fór fram í Iðnó í gærkvöldi. Stjórn- andi er Benedikt Jakobsson. Húsfyllir var og fögnuðu áheyrendur óspart. Skíðamótið í Hveradölum hefst á rnorgun og verður þá keppt í 18 km. skíðagöngu. Eru keppendur nær 40, frá félögunum í Reykjavík, ísafirði, Skutulfirði, Siglu- firði og Akureyri. Á laugardaginn verð- ur keppt í svigi og í stökkum á sunnu- daginn. Hinn heimsfrægi norski skíða- kappi, Birger Ruud, er kom hingað ásamt konu sinni með Lyru i fyrradag, mun dvelja uppi í Hveradölum meðan skíðamótið stendur yfir og sýna þar listir sínar, meðal annars vígja svig- brautina á laugardaginn. Mjög snjólítið var orðið hér í grennd við Reykjavík, en föl, sem fallið hefir hina síðustu daga, hefir stórum bætt aðstöðu skíða- fólksins. Norski skíðakappinn, Birger Ruud, flytur erindi og sýnir kvikmyndaþætti í Nýja Bíó í kvöld kl. 7. Mun hann tala um skíðaíþróttina og eigin reynslu á því sviði. Guðspekifélagið. Reykjavíkurstúkan heldur fund föstudaginn 24. þ. m. kl. 9. Hólmfríður Árnadóttir flytur erindi. Leikfélag Reykjavíkur. Húrra-krakki verður leikinn í næst- síðasta sinn á morgun. Gestir í bænum: Árni Hafstað bóndl í Vík í Skaga- firði, Björn Pálsson bóndi á Guðlaugs- stöðum í Blöndudal, Siehvatur Davíðs- son á Brekku í Lóni, Sigurður Ólafsson á Eyri í Svínadal, Ragnar Jóhannesson, forstjóri á Siglufirði. spurningu fyrir nemendurna: Hvar á foringinn Adolf Hitler heima? í Berchtesgaden, svaraði ein stúlkan. Kennarinn hristi höf- uðið. í ríkiskanslara bústaðnum í Berlín, sagði þá önnur. Aftur hristi kennarinn höfuðið. í Múnchen, svaraði þá þríðja stúlkan, en þar hefir Hitler einkaíbúð. Enn hristi kennarinn höfuðið. Nú varð löng þögn. Þá reis kennarinn á fœtur og hrópaði einbeittri röddu: Adolf Hitler á heima í hjört- um allra sannra Þjóðverja. Auglýsfng. Til kaups og ábúðar frá næstu far- dögum, ef viðunandi boð fæst, verða tveir fimmtu (%) partar, úr jörðinni Tunghaga í Vallahreppi (útparturinn). Tún er girt og ibúðarhús nýlega byggt. Kauptilboð sendist Helga Finnssyni búanda á Geirúlfsstöðum fyrir 5. maí n. k., og gefur hann allar frekari upp- lýsingar. Um Strandarkirkju (Framh. af 3. síðu) inn ætti að virða það til metn- aðar, að kirkjan græddi og byggði upp landið, að sínu leyti eins og hún til forna byggði upp auðnarlönd og merkur með heiðnum mönnum og stofnaði þar til kirkjuríkja, þaðan er löndin voru kristnuð í allar áttir. Þá er og talið, að móðurkirkj- unni hafi blessazt betur auður- inn en öðrum stofnunum vel flestum, fyrir það, að hún hefir jöfnum höndum fest fé sitt í fasteignum og arðbærum at- vinnutækjum í sambandi við þær. Ætti því ekki að vera nein goðgá þótt ein kirkja íslenzk ætti fasteignir og gæfi með því kirkjustjórninni færi á að sýna stjórnvizku sína í verki, kirkj- unni til dýrðar, og sóknarbörn- unum til blessunar og betrunar, en öðrum landsmönnum til fag- urs fyrirdæmis. Væri heldur eigi með ólík- indum að einhverjum prestanna væri í mun að vita, hversu kirkjuríki í nýjum sið kynni að farnast hér í landi. Og það er trúa mín, að ekki mundi saka þótt klerkastéttin léði landgræðslunni og skóg- græðslunni, þeim hugðarmálun- um, er örðugast eiga uppdráttar, mikilsvert og þakksámlegt fylgi sitt. Gróinn blettur blessun ljær. Næstu mánuðir verður stríðshættan mest (Framh. af 1. síðu) slóvakíu hefir skapað gegn þeim, mikið á sig fá. Nú í vik- unni hafa þeir með hótunum um vopnaða innrás neytt Lit- hauen til að afhenda sér Memel. Að vísu er þar um nær alþýzk- an landshluta að ræða, og myndu því flestar þjóðir hafa gert kröfu um innlimun hans í þeirra sporum. En sú leið, sem þeir hafa farið til að koma kröfu sinni fram, er eigi að síður jafn fordæmanleg og mun líka verða til þess eins að treysta enn bet- ur þau samtök, sem nú eru að skapast gegn þeim. Nýr tekjustofn fyrir bæjar- og sveítarfélög’ (Framh. af 1. síðu) og sveitafélögum er ástandið svo slæmt, að ríkissjóður hefir orðið að hlaupa undir baggann og veita styrk umfram jöfnun- arsjóðstillagið, og í fleiri sveitar- félögum dregur sýnilega til hins sama. Verður því ekki hjá því komist að athuga, hvort ekki er hægt að afla bæja- og sveita- sjóðum tekna með nýju fyrir- komulagi. Hér er lagt til, að heimilað sé að leggja vörusöluskatt á allar smásöluverzlanir til tekna fyrir hlutaðeigandi bæja- og sveita- félög. Getur skatturinn víða orðið mikill styrkur fyrir þau. Hefir hann þá kosti fram yfir hækkuð útsvör, að hægt verður að innheimta hann, og að hann nær jafnt til kaupfélagsverzlun- ar, áfengisverzlunar ríkisins og kaupmanna, en það gera útsvör- in ekki, að því er félagsmanna- viðskiptin í kaupfélögunum snertir. Loks hefir hann þann kost fram yfir styrk frá ríkis- heildinni, að hann er miklu nær því að vera sjálfbjörg." Eitt af því, sem út á hann verður vafalaust sett, er að hann kunni að verða greiddur sveita- eða bæjasjóðum, sem ekki þurfa hann eða vilja nota hann. En til þess að bæta úr því, gerir frumvarpið ráð fyrir, að bæjar- eða sveitarstjórn megi skila honum til viðskiptamanna í réttum hlutfalli við verzlun þeirra á skattgreiðslustaðnum (sbr. skil verzlunararðs í kaup- félagi). Á krossgötmn. (Framh. af 1. síðu' útlent jólatré til þessara hluta, en ekki kom það að sök. Einn ungmenna- félaginn smíðaði gervitré, haglega gert, sem geyma má ár frá ári og bar ekki á öðru en að það gerði sitt gagn. Útlendingar fá engin flugréttindi á Islandi. (Framh. af 1. síðu) hans, skýrt frá þessum málsat- riðum, en eftir komu nefndar- innar frá „Deutsche Lufthansa“ hefir þetta verið skýrt fyrir nefndinni með viðræðum, sem staðfestar hafa verið bréflega í dag. Um leið var af ríkisstjórn- arinnar hálfu skýrt frá því, að eins og sakir standa, sé hún staðráðin í því að veita ekki neinu erlendu flugfélagi rétt til að halda uppi flugferðum til ís- lands, og eru þar með niður- fallnar umræðurnar við fulltrúa hins þýzka félags. Er það fyrst og fremst hin mikla óvissa og uggur er nú ríkir í alþjóðamálum, sem hefir ráðið þessari niðurstöðu ríkis- stjórnarinnar og sá ásetningur FATNAÐARVÖRUR. Hattar, húfur, ullarpeysur, sokkar, nærföt, sportsokkar, ullarsokkar fyrir drengi og telpur. Axlabönd, sokkabönd o. m. fl. — Handunnin hattaviðgerð á sama stað, Hafnarstræti 18. Karlmannahattabúðin. hennar að forðast það að nokk- ur aðstöðumunur sé hér á landi um möguleikann til reglubund- ins flugs erlendra þjóða til ís- lands. Þá er þess og vænst, að þess muni ekki verða ýkja langt að bíða, að íslendingar geti sjálfir átt þátt í því að halda uppi slíku flugi, og í því haft nokkra forgöngu á sama hátt og nú er orðið um aðrar sam- göngur við útlönd. Umræðurnar fóru mjög vin- samlega fram. Útbreiðið TfMANN 306 Andreas Poltzer: arlaus á ungu stúlkuna. Hann lét vinstri hendina síga, hægt, svo að síður yrði tekið eftir því. Og til þess að draga at- hygli ungfrú Alice frá því, fór hann að tala. — Þér eruð ekki með öllum mjalla, ungfrú Bradford eða hvað þér heitið. Sjúkt hugmyndaflug hefir skapað skoð- anir sem enginn maður trúir.... — Verið þér ekki að hafa fyrir þessu, Duffy aðalfulltrúi. Ég verð því miður að kalla yður því nafni, þó að enginn hafi borið það heiti jafn óverðugur í Scot- land Yard eins og þér.... Farið yður hægt! Þér eruð afhjúpaðir og samsæris- menn yðar hafa verið teknir fastir. í enska heimsveldinu er ekki nokkur lif- andi sál, sem ekki telur yður hafa unnið til gálgans.... Lengra komst Alice Rake ekki. Það blikaði á skammbyssu í hendi Duffys. Það heyrðist aðeins einn hvellur, enda þótt skotið væri með tveimur byssum. Kúla aðalfulltrúans snerti hár ungu stúlkunnar. í sama augnabliki sá hún, að skammbyssan datt úr hendi hans. Hún hafði hitt hann. En rétt á eftir heyrði hún rödd hans: — Látið yður ekki detta í hug að þér hafið sært mig... . En nábleiki fölvinn, sem lagðist yfir andlit hans, talaði öðru máli. Höfuð Patrícia 307 hans hné aftur á bak ofan á svæfilinn. Svo heyrðist stuna af vörum hans. Alice Rake gekk að honum. Hún tók upp skammbyssuna, sem hann hafði misst. Kuldalega og með harðneskjusvip leit hún á andlit afbrotamannsins. Sími stóð á litla borðinu við hliðina á sófanum. Hún hringdi. * * * Duffy aðalfulltrúi var enn á lífi, þegar hópur manna með Sir William í broddi fylkingar, kom inn í hina skrautlegu íbúð í Linden Gardens. En afskræmdur munnur hans opnaðist ekki til svars. Lögreglulæknirinn, sem var i hópnum, taldi hann af. Sir William stundi. — Mér er þetta alveg óskiljanlegt enn- þá, Whinstone. Aðalfulltrúi Scotland Yard og stórglæpamaður! Ég bið um lausn frá embætti. Að þetta skyldi þurfa að koma fyrir mig! Þessi maður hefir drýgt glæpi sína árum saman, svo að segja fyrir augunum á okkur. .. . Hann var potturinn og pannan í því nær öllum stærstu glæpum síðustu ára, án þess að verkfæri hans hefðu hugmynd um, hver þessi dularfulli maður væri, sem stjórn- aði gerðum þeirra, og hann fengu þeir aldrei að sjá. ... Ég sé í, anda allar fyrir- sagnir gífurtíðindanna á morgun: Hátt- settur embættismaður í leynilögreglunni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.