Tíminn - 28.03.1939, Side 3

Tíminn - 28.03.1939, Side 3
37. blað 149 TÍMINN, þriðjndaglim 28. marz 1939 ÍÞRÓTTIR Skíðamótið í Hveradölum. Skíðamótinu í Hveradölum lauk á sunnudaginn með stökk- keppni og hafði það þá staðið yfir í þrjá daga. Tvo fyrri dag- ana, föstudag og laugardag, var veður unaðsfagurt, sólskin og heiðrikja, en á sunnudaginn var hellirigning og með naum- indum að orðið gæti af stökk- keppninni. Á föstudaginn fór fram keppni í 18 km. skíðagöngu. Var snjór mjög lítill, svo að til baga var, og fór skíðafærið versnandi, er á daginn leið vegna sólbráðar. Keppendur í göngunni voru 36 fTá sex félögum, 10 frá Skíðafé- lagi Siglufjarðar, 8 frá Skíða- borg á Siglufirði, 5 frá Einherj- um á ísafirði, 1 frá U. M. F. Ár- mann í Skutulsfirði, 7 frá K. R. og 5 frá Glímufélaginu Ármann. Skíðaborg vann sigur í keppn- inni, næst var Skíðafélag Siglu- fjarðar og Einherjar á ísafirði hinir þriðju. Af einstökum keppendum náði Magnús Kristjánsson (Ein- herjar) beztum tíma, gekk 18 km. á 1 klst. 13 mín. 8 sek. Guð- mundur Guðmundsson (Skíða- félag Siglufjarðar) var 1. 14.47, Jóhann Sölvason (Skíðaborg) 1.18.26, Gísli Kristjánsson, bróð- ir Magnúsar (Einherjar) 1.18.57 og Jónas Ásgeirsson (Skíðaborg) 1.19.14. Á laugardag fór fram keppni í svigi og hélzt þá enn sama blíðviðri og fyrr, en skuggalega bliku tók að draga á loft, er á daginn leið. Svigbrautin var í fjallinu rétt ofan við skíðaskál- ann og var hún 450 metra löng. Keppendur voru alls 34 frá sjö félögum, Einherjum, Skíðafé- lagi Siglufj arðar, K. R., í. R., Ármanni, Skíðaborg og Knatt- spyrnufélagi Akureyrar. K. R. bar sigur úr býtum, Skíðafélag Siglufjarðar var annað, og Glímufélagið Ármann hið þriðj a, Hver keppandi fór tvær um- ferðir og samanlagður tími fimm hinna hlutskörpustu, sem hér segir: Jón Þorsteinsson (Skíðafélag Siglufjarðar) 1.33,5, Jónas Ásgeirsson (Skíðaborg) 1.38,4, Magnús Kristjánsson (Einherjar) 1.46,3, Alfred Jóns- son (Skíðaborg) 1,46,3 og Björg- vin Júníusson (K. A.) 1.47,5. Beztum tíma í annari umferð náði Jónas Ásgeirsson og rann hann brautina á 46,2 sek. og Al- fred Jónsson á 46,3 sek. Á sunnudag fór fram stökk- keppnin. Urðu eigi tök á að nota stökkpallinn, sem til þess hafði verið ætlaður, vegna leys- ingar, og var gerður annar pall- B Æ K U R TÍMARIT. Fjórði árgangur Búfræðings- ins er nýkominn út, nú sem árs- rit „Hólamannafélags“ og „Hvanneyrings“. Er ritið prent- að á góðan pappír og snoturt að öllum frágangi. Félögin tvö, Hólamannafélag og Hvanneyringur, hafa nú sameinazt um útgáfu ritsins og hafa þau það á hendi sitt árið hvort. Að þessu sinni sjá Hóla- menn um útgáfuna. Eru í ritinu margar góðar greinar, sem lúta að búnaði, og yrði of langt að telja þær upp. Fjalla þær um ræktun ýmissa nytjajurta, garðjurta og græn- metis, rabarbara og fleira, hirð- ingu véla og verkfæra, tamn- ingu dráttarhsta, um plægingar og jarðvinnslu, húsabyggingar, fóðrun búpenings og margt fleira. Auk þessa eru ýmsir frásagn- arþættir frá Hólum, skóla- skýrslur frá báðum bændaskól- unum o. s. frv. ur skammt frá og var notazt við hann. Keppendur voru alls 15, þar af aðeins einn Reykvíkingur, hitt allt Siglfirðingar. Beztum árangri náði Jón Þorsteinsson (Skíðafélag Siglufjarðar), fékk 222 stig og stökk 26 og 27 m., Jónas Ásgeirsson (Skíðaborg) 210.8 stig, stökk 24,5 m. og 24,5 m., Helgi Sveinsson (Skíðaborg) 209.8 stig og stökk 25 og 24 m„ Stefán Þórarinsson (Skíðafélag Siglufjarðar) 209,7 stig og stökk 25,5 og 26 m. og Þorkell Benó- nýsson (Skíðafélag Siglufjarö- ar) 206,3 og stökk 24 og 25. m. Birger Ruud, norski skíða- kappinn, var við skíðaskálann alan tímann, sem mótið stóð yfir. Hann vígði svigbrautina á laugardaginn. Fór hann tvær umferðir og var tíminn tekinn í seinna skiptið og var hann þá 39,1 sek. Á sunnudaginn sýndi hann skíðastökk og stökk 32,5 m., en lengra stökk leyfði stökkpallur- in ekki. Auk þess stökk hann tvívegis heljarstökk á skíðunum. í gærkvöldi var samsæti haldið að Hótel Borg. Var Birger Ruud þar afhent til minningar um hingaðkomu sína fagur bik- ar frá ríkisstjórninni, útskorið víkingaskip frá ' Skíðafélaginu og áletraður skjöldur frá í- þróttasambandinu. Þessum gjöfum svaraði Birger Ruud með því að afhenda sem gjöf frá norska skíðasamband- inu bikar, er féll í skaut bezta skíðamanni mótsins, en það var Jónas Ásgeirsson. Ennfremur hafði Birger Ruud gefið Jóni í norðvestur, stutt frá túninu, er melkollur hár. Úr honum fauk möl — hellulöguð — 160 m. veg yfir túnið, svo að hreinsa varð það með rekum og skóflum. Víða fundust steinar allt að eitt kílógr. að þyngd, og hraðinn og krafturinn var svo mikill, að mölin hjó ótal göt á bárujárnið, sem þak og veggir kirkjunnar eru klæddir með. Á þessu sézt gleggst, hve þessi stormur var kraftmikill. — Kirkjuhurðin fauk upp, og stormurinn braut gat á þakið á kirkjunni. Auð- vitað brotnuðu úr kirkjunni flestar rúðurnar. Kirkjan stend- ur 8 metra suðvestur frá íbúð- arhúsinu í Húsavík. Daginn eftir og næstu daga var tíð þurr og ekki köld. Það var lán, undir þessum kringum- stæðum, því margt þurfti að gera þar, sem svona stóð á, fólk, gripir, búslóð og matbjörg að mestu húslaust. Þarna fauk, í viðbót við það, sem áður er sagt, tvær hlöður, sem rúmuðu 350 til 400 hesta af hey, 50 hestar af höðu, 10 af út- heyi, fjárhús er tók 120 fjár, partur af sjóhúsþaki, þetta allt frá Húsavík, sjóhús frá Dal- landsparti 7,50X375 m. port- byggt, og járnið af hálfu þakinu á íbúðarhúsinu á Hólshúsum, þriðja bænum í víkinni, svo og hluti af fjárhúsþaki þar. Á þess- um bæjum þremur er aðal elds- neytið svörður, hann fauk að mestu leyti. Einn bærinn, Dal- land skemdist ekki svo teljandi sé. Sá bær er nokkuð. afskekktur, lengra inn I víkurdalnum en hinir bæirnir. Það fyrsta, sem gert var, þeg- ar veðrið lægði, var að ná í kýrnar sem voru í skúrnum austan við húsið, og áður er sagt frá að fokið hafi; jafnframt þurfti að leita uppi föt, en sumt af þeim hafði fokið á sjó út. Húsgögn og aðrir múnir brotn- uðu nær undantekningarlaust, og matur spilltist. . Hreppsnefndin í Borgarfjarð- arhreppi, hefir látið meta þetta tjón, og sagt er að það sé lágt metið á 10 þúsund krónur. Nú er búið að endurreisa bæ- inn í Húsavík. Hann er byggð- ur úr steinsteypu með valma- þaki úr timbri og járni. Fjár- húsið er reist og önnur hlaðan, svo og 100 kinda hús í stað skúr- anna er voru við íbúðarhúsið, þar var fjárgeymsla. Þrátt fyrir allt, sem búið er að starfa til endurbóta í Húsavík í ár, er eðlilega margt ógert enn, sem gera á á komandi sumri. Staddur í Húsavík 5. marz 1939 Halldór Pálsson. ACT A- BÆKURNAR eru alltaf beztar og ódýrastar. Biðjið um ókeypis verðskrá. \ Látinn Vatnsnesingfur Ég heyrði nýlega í útvarpinu að Jón læknir Jóhannesson Nor- land frá Hindisvík væri látinn, og hugurinn hvarf óðar rúm 30 ár aftur í tímann vestur á Vatnsnes. Vatnsnesið er í hugum margra aðeins afskekktur út- kjálki og hyggja menn því, að þar búi eins og stundum í slíkum byggðarlögum, óupplýst frum- stætt fólk langt á eftir tíman- um. Reynsla mín varð þó allt önnur, er ég kom þangað ný- vígður prestur haustið 1907, og dvaldi þar um nokkur ár. Þar bjuggu sjálfseignarbændur nær því á hverri jörð, og þar eru margar góðar jarðir og sumum fylgja allmikil hlunnindi, svo sem selveiði, æðarvarp og reki. Útræði var stundum samfara landbúnaði. Jarðirnar á Vatns- nesinu voru tilvaldar til að ala upp fjölhæfa atorku- menn, efnalega sjálfstæða og kjarkmikla, og svo hefir það verið kynslóð fram af kynslóð. Kynslóð sú, sem ég kynntist þar bar glögg einkenni þessa upp- eldis og að hún var af góðu bergi brotin, traust og dugmikil. Menn voru þar margir stórir og sterkir og úrvals sjómenn, enda samgöngur til aðdrátta út á við mest á sjó, um langt skeið til Borðeyrar og Höfðakaupstaðar, en síðan til Blönduóss og Hvammstanga. Þegar ég kom á Vatnsnesið, ungur og öllum ókunnugur, kveið ég leiðindum á hinu af- skekkta útnesi. En ég var svo heppinn að hljóta athvarf á ágætu heimili, Hindisvík, nyrzta bænum á Vatnsnesinu að vest- an. Hjónin, sem þar bjuggu, Jó- hannes Sigurðsson og Helga Björnsdóttir, voru fyrirmyndar- hjón og heimili þeirra í fremstu röð góðra sveitaheimila. Jó- hannes í Vík, sem hann venju- lega var nefndur, var einn af þeim fáu mönnum, sem ég hefi kynnzt, sem allir, er hann þekktu, luku upp einum munni um að væri ágætismaður, er ekki mætti vamm sitt vita. Hann var prúð- menni í framgöngu, skemmtinn, söngvinn og glaðvær, en þó und- ir niðri alvörumaður og hófleg- ur í hverri grein, hygginn, hreinskilinn og ráðhollur, trú- rækinn og öllum velviljaður. Jafnframt var Jóhannes dug- mikill bóndi og jafnvígur til sjós og lands. Stundaði hann um mörg ár sjómennsku sem for- maður og þótti með ágætum farsæll. Svo var og um Sigurð föður Jóhannesar er bjó í Hind- isvík á undan honum. Var hann talinn stórbrotinn maður, ör í lund, mikill vexti og garpur í hvívetna. Sigurður var sonur Þorsteinssyni stökkskíði sín með þeim ummælum, að honum mætti eins vel á þeim farnast og gefandanum sjálfum, en hann hefir lengst stokkið á þeim 83 metra. Eiim kemur öðrnm meiri. Jóns bónda Sigurðssonar í Stöp- um og síðar í Hindisvík. Honum er svo lýst í sögu Natans Ketils- sonar, að hann hafi verið vitur maður, karlmenni að burðum og stilltur vel, eins og lýsti sér í afskiptum hans af morðmálun- um á Illugastöðum. Sigurður fórst á Húnaflóa um 1890. Voru þeir feðgar sinn á hvoru skipi á heimleið frá Blönduósi. Var skip Jóhannesar hraðskreiðara, enda minna( og bar skjótar yfir. Er vestur á’flóann kom, tók að rökkva og missti Jóhannes þá sjónar á skipi föður síns. Þegar skip Sigurðar kom ekki um kvöldið til Víkur, var gert ráð fyrir að það hefði lent í Krossa- nesi, sem er austan á nesinu gegnt Hindisvík, og hefðu skip- verjar gist þar. Þegar fréttist morguninn eftir að svo hefði ekki verið, þótti sýnt um afdrif þeirra. Vissu menn ógerla um tildrög, en þeim sem þekktu kapp Sigurðar og metnað, þótti sennilegt, að hann hefði látið hækka seglin, er í sundur dró með þeim feðgum, en skipið ekki þolað áföllin, er skriðurinn óx og var hlaðið mjög. Jóni Jóhannessyni kippti mjög í kyn föður síns og afa, en sennilega þeim enn fjölhæfari og fjölþættari.. Lá honum flest í augum uppi og hafði til að bera óvenjulegt atgerfi til lík- ama og sálar. Hann var hagur mjög og listfengur, hneigður til sönglistar og skáldskapar. Ég heyrði hann oft leika á fiðlu, sem faðir hans átti, og harmon- ium. Á horn kunni hann einnig að leika. Hafði hann lært þetta mest af sjálfum sér. Skáld- hneigð hans var engu síður. Smekkur hans fyrir því, sem gott var í þeirri grein, var ósvikinn og kunni því mikið utan að, en dult fór hann með þessa hæfi- leika sína og lagði litla rækt við þá. Fjölhæfni hans var svo mikil að hann átti erfitt með að á- kveöa, hvað hann skyldi helzt taka fyrir hendur. Eftir að faðir hans dó, datt honum í hug að hætta námi og gerast bóndi í Hindisvík. Á því sviði hefði hann eflaust orðið athafnamikill. Einkum hefði sj ómennskan látið honum vel, þar sem oft þarf að halda á karlmennsku, áræði og snarræði. Hann minnti mig stundum á suma vopnfima kappa fornsagna vorra. Hefði hann lifað á vopnaöldinni, hefði hann eflaust staðið þar framar- lega í flokki. Þó má vera að hann hefði fremur talizt til þeirra, sem meir voru gæddir gjörvileik en giftu og fjellu fyrir örlög fram, svo sem Gunnlaug- ur ormstunga eða Kjartan Ólafsson. Hefði hann orðið sjó- maður þykir mér ekki ósenni- legt, að hann hefði orðið fyrir örlög og aldur fram í hópi þeirra mörgu vösku Vitnsnesinga, sem eins og Sigurður afi hans, hlutu hina votu gröf, stundum ef til vill vegna þess að þeir í ofur- kappi drógu segl við hún eða (Framh. á 4. síðu) Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HtÐIR og SKEVA, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAIJPFÉLAG sitt að koma þessnm vörnm í verð. — SAMUAIVD tSE. SAMVmWÉIAGA selnr TVAUTGRIPA- RtJÐIR, RROSSHÚÐIR, KALFSKUVN, LAMR- SKU\ og SELSKBVN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUIVAR. - AAUT- \ GRIPARÚÐIR, HROSSRÚÐIR og KÁLFSKEVN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unum, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. Bifrellinfieyiir- Viilzljarifieimar. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. Trísmíðafélag Reykjavíkur. heldur fund í Iðnó í dag þriðjudaginn 28. marz, kl. 8 y2 sið degis. — DAGSKRÁ: 1. Rætt um framkvæmd verkfallsins, sem á að hefjast mið vikudaginn 29. þ. m. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. Rókamenn og lestrarfélög! Höfum 300 til 400 góðar og skemmtilegar sögubækur, þýdd- ar og frumsamdar. Langflestar kosta 1—2 kr. Sem dæmi um það, hvað bækur eru ódýrar hér, má benda á, að Vér höfum aldrei selt bókina „Maðurinn með stálhnefana" dýrara en 3 krónur. FORNBÓKASALAN, Laugaveg 18. f eröbréfhbankinrv Vc AustiA*Str. í> sirm 5f)52 .Opiö kl.11-t2o<)1 Jil kaupir kreppulánasjóðs- bréf, veðdeildarbréf og hlutabréf í Eimskipafé- lagi íslands h. f. — Ann- ast allskonar verðbréfa- viðskipti. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kopar keyptur í Landssmiðjunni. Reykjavíkurannáll h.f. Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. Framh. af 2. síðu) Þeir séu til niðurdreps fyrir þjóðina. Þeir eigi að vinna kaup- laust eða kauplítið. Þeir eigi að flytja aftur upp til fjalla. Gott dæmi er um þetta í „Nýju landi“ í gær. Þar segir í aðalgrein blaðsins: „Hvaða vit er svo í því líferni, er viðgengst í kaupstöðum landsins, er verðskuldar þann dóm, að þeir er þar lifa geta ekki fslendingar talizt, þar sem þeir sækja allt sitt framfæri til annara landa, húsayið, kol, olíu, fatnað, matvöru o. m. fl„ en byggja afkomu sína til gjalds á hvikulli báru hafsins, sem er vitlausra manna æði. — — Verkamenn og bændur verða að vinna kauplaust að bygg- ingum hvers annars, sem þörfin krefur.------Sú stefna og það samstarf, sem nú er að hefjast um land allt með „Nýju landi“ að málgagni, er merkasti við- burður ársins“. Já, mikil er trúin á mátt tvö- feldninnar! Öm. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavik. 316 Andreas Poltzer: Hurst grunaði ástæðuna, og hrópaði: — Ég óska yður til hamingju, fyrver- andi fulltrúi Whinstone! Eigum við ekki að skála fyrir því. En burtför yðar verður tilfinnanlegur missir fyrir Scotland Yard .... — Gullhamrar! sagði Whinstone hlæj- andi. — Annars hefir Scotland Yard fengið fullkomna uppbót fyrir mig. Lyft- ið glasinu, Hurst, og drekkið með mér skál Alice Rake. Hún var skipuð fulltrúi í Scotland Yard í gær! * * * Samkvæmið í litla salnum á Ritz-Carl- ton hafði þegar hlustað á nokkrar ræður og þessvegna kom hálfgerður ólundar- svipur á ýmsa, þegar lítil stúlka kringluleit stóð upp og bað um orðið:. — Herrar mínir, frökenar og frúr! Við erum hér saman komin til að gleðj- ast yfir lokum óvenjulegrar sögu. Ég vil lyfta glasi mínu eins og hinir og drekka skál hjónaefnanna og segja: Verið þið alltaf góð hvort við annað, Patrick og Patriciá — og minnist stundum hennar Violet litlu! Patrick og Patricia þökkuðu með inni- legu brosi. En Violet drakk glasið i botn og hlammaði sér svo niður á stólinn. Svo sagði hún í hálfum hljóðum: — Eiginlega hefði ég átt að vera með stóru brillantafestina mína í kvöld .... Patricia 313 á þær við Sagathee. Hann kvað hafa þekkt Indverja, sem með einskonar sefj- un gat gert fólk alveg viljalaust. — Ég trúi því ekki fyrir mitt leyti að þetta sé hægt, og ýmsir læknar, sem ég hefi spurt, neita því afdráttarlaust, að hægt sé að gera þetta við heilbrigt fólk. — Þakka yður fyrir. En þá var annað atriði. Það var sannað, að Duffy hefir sjálfur skrifað bréfið, sem fannst í bréfa- körfu Mellers. En hvemig gat Duffy vit- að, hver gesturinn var, sem kom í hús Kingsley lávarðar og truflaði John Plane þegar hann var þar til þess að stela arin- hillunni, áður en þeir höfðu fengið upp- lýsingar um kvenhanskann, sem þér funduð á skrifstofu lávarðarins? Það er ósennilegt, að John Plane hafi þekkt ungfrú Holm .... — Það kom mjög einföld skýring á þessu, svaraði Whinstone. — Ungfrú Holm hafði ekki tekið eftir því, að auk hanskans missti hún líka annan hlut. Þennan hlut fundum við síðar í leynibú- stað Duffys í Linden Gardens. Það var vasabók, með nafni og heimilisfangi ung- frú Holm. John Plane hafði hirt bókina, er hann flúði og fengið yfirboðara sin- um hana. Síðan skrifaði Duffy bréfið á ritvélina, meðan hann var staddur í húsi lávarðsins sem lögreglumaður .... — Jú, þetta er ofur skiljanlegt, herra

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.