Tíminn - 30.03.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 30.03.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRABINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 23. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 30. marz 1939 38. blatt y Vesturíör Jónasar Jónssonar Ummælí tveggja merkraVestur-Islendínga ViSsjár milli Pólverja og ÞjóSverja fara nú vaxandi. Þykir líklegt að Þjóöverjar muni fyr en varir leggja Danzig undir sig og gera jafnframt kröfu til þess að Pólverjar afhendi þeim ýms héruð, sem áður tilheyrðu Þýzkalandi. Danzig, sem er aðalútflutningshöfn Pólverja, var aðskilin frá Þýzkalandi <eftir heimsstyrjöldina og látin fá sjálfstjórn undir umsjón Þjóðabandalagsins. Myndin er frá höfninni þar. Víkur Chamberlain? í blöðum og bréfum frá íslendingum í Vesturheimi kemur það glögglega fram, að þeir telja vesturför Jón- asar Jónssonar síðastliðið sumar mjög þýðingarmikla fyrir þjóðræknisstarfið vest- an hafsins. í nýkominni Heimskringlu birtist m. a. ræða, sem Árni Egg- ertsson flutti á fundi ungra ís- lendinga í Winnipeg 21. febrúar síðastliðinn. Víkur hann þar að vesturför Jónasar Jónssonar og getur þess sérstaklega hversu ríka áherzlu hann hafi lagt á það við öll möguleg tækifæri, að íslendingar vestan hafsins efldu sem mest hin þjóðernis- legu samtök sín, jafnhliða því, sem þeir kappkostuðu að halda þeim orðstír, sem þeir hefðu þegar getið sér. Þá hefði hann lagt megináherzlu á það, að þeir þyrftu að vera vel samtaka, ef þeir ætluðu að ná þessu marki. „Ég fullyrði“, segir Árni síð- an, „að heimsókn hr. Jónasar Jónssonar frá Hriflu hefir gert meira til að sameina aftur for- ystumenn íslendinga í Kanada en nokkur annar einstakur at- burður seinasta áratuginn." í sama blaði birtist einnig ræða, sem Jón J. Bíldfell flutti á þingi Þjóðræknisfélagsins 23. febrúar síðastliðinn. Minnist hann einnig á heimsókn Jónas- ar Jónssonar og segir m. a.: íslandsmyndm, sem sýnd verður á heimssýningunní í New-York Ferðafélag íslands hafði í gærkvöldi frumsýningu á ís- landsmynd Dam kapteins í stærsta samkomusal bæjarins og var hann fullskipaður. Höfðu þó margir, sem ætluðu að sjá myndina, orðið frá að hverfa. Áður en myndin var sýnd fluttu Geir Zoega vegamála- stjóri, Skúli Guðmundsson at- vinnumálaráðherra og Fontenay sendiherra Dana stuttar ræður. Gunnar Pálsson söng nokkur lög og hljómsveit spilaði. Eins og kunnugt er, var mynd þessi tekin hér á landi síðast- liðið sumar og hefir verið sýnd við mikla aðsókn í Kaupmanna- höfn. Mun afráðið að sýna hana á íslandsdeild heimssýningar- innar í New York. — Margt í myndini er ljómandi fallegt. — Annað má deila um hvort á- vinningur er að sýnt sé víða um lönd. Höfundinum hættir við að hyllast til, eins og ýmsum út- lendingum öðrum, að sýna það, sem miður fer eða afkáralegt má teljast. Má sem dæmi um lakari hliðina nefna hve hey- hlöðurnar og fleiri hús eru lé- leg og búningur fólksins leiðin- legur. Einu sinni er kvenmaður sýndur á hestbaki og er þá til þess valin illa búin og kreppt gömul kona í söðli. Þá er ein- hver mesta smekkleysan, þegar kvenmaður í pilsum er sýndur vera að draga fé í réttum og þegar hún dregur fullorðna kind eftir réttinni, hefir hún hana á milli fóta sér. Mun slíkt sjald- gæft hér á landi, en virðist vera sýnt til þess að gefa hugmynd um, hve íslenzka kvenfólkið sé grófgert. Mynd þessi er langt frá þvi að vera nokkur heildarmynd af landi og þjóð. En hún er yfir- leitt skír og lifandi. Sildveið- arnar eru sýndar mjög vel, og sumar landslagsmyndir eru dá- samlega fallegar. Langmestan fögnuð vakti þó (Framh. á 4. síðu) „Eftir að Þjóðræknisfélagið var stofnað og menn fóru að kynnast hvorir öðrum austan hafsins og vestan, fór þetta að breytast dálítið. (Þ. e. deyfðin yfir sambandi Austur- og Vest- ur-íslendinga). Mætir menn, sem að heiman komu, flestir að einhverju leyti á vegum Þjóð- ræknisfélagsins, báru vinarorð á milli útflutta fólksins og heimaþj óðarinnar, og skildu líka að starf Vestur-íslendinga var engan veginn þýðingarlaust fyrir þjóðina heima. Heimförin 1930 gerði líka mikið til þess að kynna frændurna að nýju, en skýrast og skilmerkilegast hefir alþingismaður Jónas Jónsson, sem hér var á ferð síðastliðið sumar, túlkað mál og afstöðu Vestur-íslendinga“. Sýna ummæli þessara tveggja merku Vestur-íslendinga, að þeir álíta heimsókn Jónasar Jónssonar hafa verið þýðingar- mikla fyrir þjóðræknisstarfið vestra og má þó vænta þess, að árangur hennar sé enn ekki nema að litlu leyti kominn í ljós. Verður klukkunni flýtt yíír sumar- mánuðina? Þrír þingmenn, Jóhann Jós- efsson, Finnur Jónsson og Páll Zophóníasson, flytja í samein- uðu þingi eftirfarandi þingsá- lyktun um ákvörðun sérstaks tímareiknings: Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að neyta heimildar laga nr. 8 16. febr. 1917 til þess að ákveða með reglugerð, að klukkan verði færð fram um eina stund frá svonefndum ís- lenzkum meðaltíma og verði 1 klukkustund og 28 mínútum á undan miðtíma Reykjavíkur á timabilinu frá 2. sunnudegi í apríl til 1. sunnudags í október. í greinargerð tillögunnar seg- (Framh. á 4. síðu) Við Krísuvíkurveginn vinna nú um fimmtíu manns, tuttugu og fimm að austanverðu og tuttugu og fimm að vestan, og hefir svo verið lengst af í vetur. Þó var hœtt vinnu um tíma í vetur við hann að vestanverðu, þegar veður voru verst og óhagstæðust. Að vestan er nú vegurinn fullgerður frá Reykjanesbraut í Vatnsskarð. Er nú verið að vinna í Vatnsskarði og aðal- fyllingu að mestu lokið, en eftir að ganga frá vegarköntunum og ofaní- burði. Sömuleiðis er verið að undirbúa vegargerðina suður að svonefndri Blesaflöt, nokkuð norðan við Kleifar- vatn. Frá enda þess hluta vegarins, sem væntanlega verður lokið á þessu ári, er vel fært bifreiðum að sumri til alla leið að Kleifarvatni. Verður síðan byrjað að leggja veginn meðfram Kleifarvatni. Að austan var vegurinn lagður suður Ölfusið síðastliðið sumar og er nú verið að vinna í hrauninu norðan við Vindheima, móts við Grímslæk. Kemst vegurinn væntanlega að Vindheimum í sumar. t t t í Hólaskóla hafa í vetur verið 44 piltar og varð að neita nokkrum pilt- um um skólavist á þessum vetri, vegna þrengsla. Skólapiltarnir eru víðsvegar að af landinu, þó flestir af Norður- landi. Eru Eyfirðingar fjölmennastir, 12 alls, Skagfirðingar 11, Þingeyingar 6, Rangæingar 3, Árnesingar 2, Húnvetn- ingar 2, ísfirðingar 2, Borgfirðingur 1, Dalamaður 1, Barðstrendingur 1, Sigl- Þegar fyrst var rætt um inn- limun Tékkóslóvakíu í brezka þinginu flutti Anthony Eden snjalla ræðu og hvatti eindreg- ið til þess að mynduð yrði þjóð- stjórn. Aðeins einbeitt og ein- huga framkoma Breta og náin samvinna við aðrar þjóðir, sem hefðu svipaða aðstöðu, væri þess megnug að hindra framvegis yfirgang fasistaríkjanna. Þessi áskorun Eden fékk yfir- leitt góðar undirtektir, enda þykir reynslan hafa sýnt, að stefna hans í utanríkismálum hafi verið rétt. Innan íhalds- flokksins á tillaga Edens orðið mikið fylgi og eins hefir henni verið vel tekið af frjálslynda flokknum. Ein mesta hindrunin fyrir framkvæmd hennar er tal- in sú, að bæði frjálslyndi flokkurinn og socialistar muni neita þátttöku í stjórn, þar sem Chamberlain skipar forsætið. Hinsvegar vilja íhaldsmenn ó- gjarnan varpa honum strax fyr- firðingur 1, Reykvíkingur 1 og 1 úr Suður-Múlasýslu. Kennaralið skólans var hið sama í vetur og síðastliðið ár. t t t Hrognkelsaveiðin virðist ætla að verða í betra lagi hér í grennd við Reykjavík í þetta skipti og að mun skárri heldur en í fyrra og hitteðfyrra, I enda var hún mjög rýr þau ár bæði. Mjög er veiðin þó misjöfn og er margt sem veldur því. Þeir, sem við veiðarnar fást, eru í langflesta lagi að þessu sinni. Hafa margir atvinnulitlir menn, sem kost hafa átt á fleytu til að vitja um á, og getað eignazt hrognkelsanet, orðið til þess að reyna að hafa ofan af fyrir sér á þennan hátt. Hrognkelsa- veiðin hófst um miðjan mánuðinn, en var þó treg í fyrstu, enda hömluðu stormar því að hægt væri að leggja og vitja um. Hefir aðalveiðin verið síð- ustu vikuna. Helztu hrognkelsalagn- irnar hér um slóðir eru suður í Skerja- firði, við Gróttu og utanvert við Ör- firisey. t r r Sænskur karlakór 70 manna, karla- kór K. F. U. M. í Stokkhólmi, er vænt- anlegur hingað í heimsókn í sumar í byrjun ágústmánaðar. Söngflokkur þessi kemur með sænska skemmti- ferðaskipinu Drotningholm og hefir Norræna félagið fengið tilmæli um að taka á móti honum. Drotningholm kemur á komandi sumri til Noregs, íslands,Orkneyjar og Skotlands og mun ir borð, þar sem kosningar geta verið skammt undan, en fráför Chamberlain myndi vafalaust verða flokknum til hnekkis. Annars fer andstaðan gegn Chamberlain einnig harðnandi innan íhaldsflokksins, enda munu þess fá dæmi í sögu brezka heimsveldisins, að forystumaður þess hafi sýnt jafnmikil óhygg- indi í utanríkismálum. Hann hafði áður en hann var forsæt- isráðherra aldrei gefið sig neitt að þeim málum og hefði því ver- ið eðlilegast að hann hefði fylgt ráðum þeirra manna, sem gert höfðu þau að lífsstarfi sínu og höfðu langtum meiri þekkingu og persónulegri reynslu. í þess stað víkur hann þeim til hliðar (Eden, Stanhope, Vansitart), og velur sér fyrir ráðunauta menn, sem aldrei hafa nálægt utan- rikismálum komið, en fengizt hafa eins og hann við iðnrekst- ur og verzlun. Þekktastur af þessum mönnum er Þjóðverja- ráðið að kórinn haldí hér einn sam- söng á meðan skipið stendur við, senni- lega 4. ágúst. t t t Ungmennafélag Holtshrepps í Fljót- um byggði fyrir þrettán árum, árið 1926, samkomuhús á Ketilási. Síðast- liðið sumar var reist þar viðbótar- bygging. Þetta er mikið hús, á fögrum og hentugum stað, rétt við þjóðbraut. Liggja þaðan vegir í þrjár áttir, til Siglufjarðar, Haganesvíkur og fram í Fljótin í Stíflu um Lágheiði til Ólafs- fjarðar. Mun þetta hentugur gisti- staður og veitingastaður, þegar góðir bifreiðavegir eru komnir um þessar slóðir. Leikvöllur er norðan við ásinn og góð afstaða til þess að sjá vel yfir leikvanginn. Útsýni er gott yfir Niður- Fljót og Miklavatn. t r r Bændanámskeið eru haldin í Húna- vatnssýslu um þessar mundir, á Blönduósi og Hvamnrstanga. Stendur Blönduóssnámskeiðið yfir núna og eru mættir á því fyrir Búnaðarfélag íslands þeir Halldór Pálsson sauðfjárræktar- ráðunautur, Ragnar Ásgeirsson garð- yrkjuráðunautur og Guðmundur Jóns- son kennari á Hvanneyri. Flytja þeir fyrirlestra á námskeiðinu og leiðbeina mönnum á annan hátt. Á morgun hefst seinna námskeiðið á Hvammstanga og verða fyrirlesarar hinir sömu þar. Námskeið þessi standa yfir í þrjá daga hvort. vinurinn Horace Wilson, sem Chamberlain sendi tvívegis á fund Hitlers í haust. Ásamt þessum mönnum leggur hann grundvöll a5 nýrri utanríkis- málastefnu, sem einkum bygg- ist á þeirri skoðun, að hægt yrði að ná samkomulagi við facista- ríkin með hæfilegum tilslökun- um. Harmsaga þessarar utanrík- ismálastefnu Chamberlain er svo kunn, að óþarft er að rekja hana. En þrátt fyrir, þó honum bærist greinilegar fréttir um óvenjulegan viöbúnað Þjóð- verja í febrúarmánuði síðast- liðnum, skellti hann við þeim skollaeyrunum og lýsti því stöð- ugt yfir, að hann tryði því, að stefna sín myndi heppnast. Um það leyti, sem þýzki herinn var að fara yfir landamæri Tékkó- slóvakíu, var Chamberlain enn það trúaður á árangur stefnu sinnar, að hann hafði í undir- búningi að kalla saman alþjóð- lega ráðstefnu til að ræða um afvopnun! Ef tir innlimun Tékkóslóvakíu hugðist hann enn að halda áfram sömu stefnunni og talaði mjög vægilega í þing- inu um þetta seinasta samn- ingsrof Hitlers. Stór hluti af þingflokki íhaldsmanna óttað- ist að hann myndi verða jafn óákveðinn í afmælisræðu sinni í Birmingham og hótaði því uppreisn gegn stjórninni, ef for- sætisráðherrann tæki ekki á- kveðnari afstöðu. Er þessi hótun talin aðalástæðan til hinna djarfmannlegu ummæla hans í Birmingham. Þótt stefna Chamberlains hafi verið fyrirfram dæmd til þess að misheppnast, þar sem hún byggðist á því, að fasistaforingj - arnir væru allt aðrir en þeir eru, draga andstæðingar Chamber- lains samt ekki í efa, að honum hafi gengið gott eitt til. En þeir ásaka hann fyrir, að hafa gripið fram fyrir hendur sér færafi manna, og hvað, sem mannkost- um hans liði, hafi reynslan samt sýnt að hann sé ekki maður til að veita brezka heimsveldinu forustu á jafn alvarlegum tím- um. Samuel Hoare, sem talinn var líklegastur til að erfa forsætis- ráðherratignina af Chamberlain, hefir fallið í sömu gröfina. Hann hefir stutt utanríkismálastefnu Chamberlains mjög eindregið og fullyrti m. a. eftir Múnchen- sættina, að Tékkóslóvakíu væri nú komið á öruggari grundvöll en hún hefði hvílt á áður. Sá ráðherrann, sem mest orð hefir getið sér í seinni tíð, er Halifax lávarður. Það er talið, að milli hans og Chamberlains hafi oft orðið mikill skoðana- munur að undanförnu og eftir (Framh. á 4. siðu) A víðavangi Kommúnistar eru búnir að flytja eitt ráðstjórnarfrumvarp í viðbót á Alþingi! Er það um „útvegsmálaráð", sem á að vera skipað 7 mönnum. * * * Eitt af blöðum Sjálfstæðis- manna í Reykjavík ritar um væntanlega þjóðstjórnarmynd- un á þessa leið 28. marz: „Sjálf- stæðismenn hafa óþrotlega — þó eigi nógsamlega — í ræðu og riti lýst og vítt þá takmarka- lausu spillingu og það glæpsam- lega athæfi, sem Framsókn--- hefir innleitt og iðkað í stjórn- arathöfnum og opinberu lífi síð- an hún komst í valdaaðstöðu. Það er því fullkomið óðs manns æði, ef nokkur Sjálfstæðismaður hygði á samneyti eða samstarf með slikum stórbrotamönnum“. Um þá Sjálfstæðismenn, sem vilja ganga til þjóðstjórnar- myndunar og samstarfs við Framsóknarflokkinn, segir blað- ið: „Með þvílíkum hætti munu þeir fyrirgera trausti og virðingu allra heiðvirðra og rétthugsandi manna í landinu, ata og svívirða sjálfa sig með því að gera sig samseka afbrotamönnum.------ Og þeir gerðu með því annað ógeðslegra; þeir ætu allt ofan í sig — sýndu og sönnuðu í verki, að allt, sem þeir hafa sagt og rit- að um athæfi Framsóknar, er einbert fals og lygi, sprottið af öfund og illgirni fyrir því, að þá hafi skort hæfileika og æru til þess að frernja sjálfir það, sem þeir þykjast hafa verið að víta hina fyrir að fremja.“ * * * Þá eru í greininni eftirfarandi vinsamleg ummæli um Fram- sóknarflokkinn og þjóðhollustu hans: „Ærr er sá maður, sem hyggst að fá heilsteyptan Fram- sóknarmann til að offra fisk- vægi af klíkuhagsmunum Fram- sóknar á altari alþjóðar. — Þjóðin, að minnsta kosti sá hluti hennar, sem sjálfstæðisstefn- unni hefir fylgt, hefir þreifað á og skilið — því þess eru dæmin þúsundföld — að forráðamenn Framsóknar hrækja á sóma, heill og velferð hennar, og jafn- vel tilveru líka, ef þeir telja klíkuhagsmunum sínum með því betur borgið." * * * Varla getur Framsóknar- flokkurinn vænzt þess, að sam- vinna af hálfu þeirra Sjálfstæð- ismanna, er þannig mæla nú undir lok samninga, verði með fullum heilindum, ef til þjóð- stjórnar kemur. Það skal tekið fram, að greinin er undirrituð dulnefninu „Skeggi“, og þykir sumum það benda til þess, að hún sé eftir einn af þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins. En væntanlega er það rangt til getið. * * * Vísir í gær heldur líka áfram orðaskaki sínu í garð Fram- sóknarflokksins og Tímans, og er þó öllum ummæðum þar bet- ur í hóf stillt en í fyrnefndu Sjálfstæðisblaði. En einkenni- legt er það, að Vísir þrætir nú fyrir það, að Sjálfstæðisflokk- urinn sé búinn að samþykkja að ganga til þjóðstjórnarmyndun- ar. Áður var blaðið sjálft búið að segja svo frá, að þetta hefði verið samþykkt í þingflokknum með eins atkvæðismun og í flokksráði með nokkurra at- kvæða meirahluta. Eru ekki þingmenn og flokksráð þeir að- ilar, sem taka eiga slíkar á- kvarðanir fyrir flokkinn? Eða er ritstjóri Vísis úti á þekju í þessu máli? 5-aura frímerki. Vegna skorts á 5-aura almennum frímerkjum, hefir póst- og símamála- stjóri látið yfirprenta blá 35-aura Matthíasar-frímerki með tölunni „5“, og gert þau að 5 aura frímerkjum. A. KHR,OSSC3-ÖTTX:M: Krísuvíkurvegurinn. — Hólaskóli. — Hrognkelsaveiðin við Seltjarnarnes. — Söngkór væntanlegur í heimsókn. — Samkomustaður Fljótamanna á Ket- ilási. — Bændanámskeið í Húnavatnssýslu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.