Tíminn - 30.03.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1939, Blaðsíða 4
154 TÍMIM, fimmtndaginn 30, marz 1939 38. blað MOLAR Um fátt eru nú meiri getgátur en það, hvert sé nœsta mark- mið Hitlers og hvaða ríki hann œtli næst að leggja undir yfir- ráð Þýzkalands. í þessu sambandi rifjar enska blaðið News Chronicle það ný- lega upp, að þegar tékkneska lögreglan framkvœmdi húsrann- sókn á bœkistöðvum Henleins- flokksins i Prag síðastliðið vor, fann hún meðal annars lista yf- ir fyrirhugaða landvinninga Þjóðverja. Hann hljóðaði á þessa leið: Vorið 1938: Austurríki Haustið 1938: Tékkoslovakia Vorið 1939: Ungverjaland Haustið 1939: Pólland Vorið 1940: Júgoslavía Haustið 1940: Rúmenia, Búl- garia Vorið 1941: Frakkland, Sviss, Luxemberg, Holland, Belgia, Danmörk. Haustið 1941: Ukraina. Þannig átti að halda áfram og vorið 1948 var gert ráð fyrir þvi að öll Evrópa og Litla-Asía lyti yfirráðum Þjóðverja. * * * Árið 1930 voru búsettir í Bandarikjunum 1,265,054 inn- innflytjendur frá Norðurlönd- um. Skiptust þeir þannig: Svíar 595,250, Norðmenn 347,852, Dan- ir 179,474 og Finnar 142,478. ís- lendingar hafa ekki verið taldir sérstaklega. íbúar Bandaríkj- anna sem eru af norskum œtt- um, eru vitanlega miklu fleiri, því margir þeirra eru fœddir vestra. Samvinna fer nú stöðugt vaxandi meðal hinna norrœnu þjóðarbrota vestan hafsins og leggja ýmsir íslendingar þar góðan skerf til þeirra starfsemi. * * * / byrjun þessa mánaðar skýrði „Daily Telegraph“ frá því, að síðan um áramót hefðu 12 menn verið dœmdir til dauða i Þýzka- landi fyrir njósnir. * * * Vinsœldir sjónvarpsins fara stöðugt vaxandi i Englandi, enda eru Englendingar komnir allra þjóða lengst á því sviði. Viku- lega eru nú seld í Englandi um 500 sjónvarpstœki. * * * Meðal ameriskra auðkýfinaa er nú háð einskonar samkeppni um það, hver geti haldið veizlur með sérkennilegustum hœtti. Eins og nú standa sakir er prent- smiðjueigandi einn í New York talinn methafinn. Gestirnir voru látnir sitja á hestbaki meðan veizlan stóð yfir. Til þess að gera þetta enn áhrifameira höfðu hestarnir verið látnir drekka áfengi áður en veizlan hófst og voru þeir því talsvert ókyrrir. Gestunum var vitanlega veitt áfengi eftir óskum og segir sag- an, að þeir hafi flestir verið margfallnir af baki, þegar veizl- unni lauk. Annar auðkýfingur hélt ný- lega veizlu i stórum sal, þar sem tamin Ijón gengu um meðal veizlugestanna. tR BÆNUM Jón Ólafsson, togarinn nýi, sem Alliance hefir keypt hingað í stað Hannesar ráðherra, kom hingað í gærmorgun. Var hann fjóra sólarhringa á leiðinni frá Eng- landi. Skipið er mjög fallegt útlits og búið nýtízku tækjum, miðunarstöð og dýptarmæli. Það er 423 smálestir og því nokkru minna en Hannes ráðherra. Smávegis óhapp vildi til, þegar skipið var að leggjast að bryggju. Rakst það á hafnarbakkann og varð hann fyrir lítilsháttar skemmdum og plata sprakk á stafni skipsins. Verkfall trésmiða gegn múrarameistarafélaginu hófst í gærmorgun. Er vinna því stöðvuð við flestar byggingar í bænum. Sáttasemj- ari hefir málið til meðferðar og hefir hann átt viðræður við stjórnir hlutað- eigandi félaga, en engar sættir hafa þó tekizt. Sundmót verður háð í kvöld í Sundhöllinni og hefst það klukkan 8.30. Fer það fram á vegum Olympíunefndar íslands og í því skyni að afla fjár til væntanlegr- ar þátttöku íslendinga í Olympíu- leikjunum í Helsingfors að ári. Á sund- mótinu verður keppt í 50 metra sundi karla, frjáls aðferð, 100 metra bringu- sundi kvenna og 100 metra bringusundi karla. Ennfremur mun Jónas Halldórs- son þreyta 800 metra sund við fjóra ágæta sundmenn, er synda 200 metra hver. Loks fara fram sýningar á sund- knattleik og dýfingum, og taka bæði konur og karlar þátt í dýfingunum. Sundknattleiksliðin eru úr kappliðum Ármanns og sundfélagsins Ægis. Hin hvítu skip heitir nýútkomin ljóðabók eftir Guð- mund Böðvarsson. (Sjá auglýsingu hér í blaðinu í dag.) Ný neðanmálssaga byrjar í blaðinu í dag. Er hún eftir enska skáldkonu, Lettice Ulpha Cooper, listrænan smásagnahöfund. Saga þessi er örstutt. Framsóknarmenn í Reykjavík eru minntir á fundinn í Kaupþings- salnum í kvöld. Jónas Jónsson hefur umræður um samvinnu lýðræðisflokk- anna. Sænsk-íslenzka félagið heldur aðalfund sinn í Oddfellow- húsinu í kvöld. Félagar mega taka með sér gesti. Barnavernd Líknar verður opnuð aftur á morgun, föstu- dag. Fiskimjöl til manneldis. í dag verða á boðstólum í Hress- ingarskálanum ýmsir réttir úr hinu nýja fiskimjöli. Geta menn fengið þar þessa rétti með sama verði og matur er venjulega seldur fyrir i skálanum. Verður um allmarga rétti að velja. Réttir þessir eru tilbúnir af matsveini, er starfar á vegum h/f. Fiskur, er framleiðir fiskimjölið. Fundur Framsóknarfélagsins hefst kl. 8% í kvöld. Mætið vel og stundvíslega! Gestir í bænum. Frú Sigurlína Sigurjónsdóttir, Nes- kaupstað í Norðfirði, Jóhann Guðjóns- son í Bolungavík. Ungir Framsóknarm. (Framh. af 3. síðu) stjórn S. U. F. áður en þeir fara aftur úr bænum og helzt sem fyrst eftir að þeir koma til bæj- arins. Er jafnan hægt að hitta einhvern úr stjórn S. U. F. á skrifstofum Tímans frá kl. 11— 12 fyrir hádegi og 1—5 eftir há- degi alla virka daga. Heimsfrægur skída- garpur í heimsókn (Framli. af 3. síðu) tíma var nothæf stökkbraut fullbúin. Birgir Ruud hafði ekki aðeins stjórnað verkinu, heldur unnið ötullega að snjómokstrin- um. Stökkkeppnin fór fram. Og klikkt út með hinu ótrúlega en glæsilega heljarstökki — á skíð- um! Kvöldveizla á Hótel Borg. Hinir miklu salir troðfullir af ungu, fallegu fólki! Úrslitum skíðamótsins lýst og verðlaunum úthlutað. Birgir Ruud er fagnað og þakkað. En svo skeður það sem minnir á „stíl“ íslendingasagnanna. Birgir Ruud gaf Jóni Þor- steinssyni stökkskíðin sín. Minnir þetta á þegar norrænn höfðingsskapur til forna gaf vopn úr hendi sér. Og enn er stígandi í „stíln- um“, Birgir Ruud afhendir litla siglfirzka drengnum gönguskíð- in sin! Birgir Ruud hefir víða farið og hvarvetna verið vel fagnað. En hitt er ekki vitað, að hann hafi nokkurntíma gefið skíðin sín. En vandi er þá nokkur við að taka, og er þess að vænta, að rosknir menn og ráðnir, ekki síður en æska landsins sjálf minnist þessara gjafa frá einum hinum glæsilegasta íþrótta- manni veraldar og þessir aðilar leggist á eitt um að reynast gjafarinnar maklegir. G. M. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig • Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT Islandsmyndín (Fravih. af 1. síðu) myndin af Laxfossi í Borgar- firði, þar sem laxarnir voru að stökkva hver af öðrum í foss- inn, en áttu mjög örðuga upp- göngu. Síðastliðið haust var þessi foss í Norðurá sprengdur og búnir til í hann stallar og raufir, svo ef teknar verða myndir þaðan næsta sumar, er líklegt að þá sjáist löxunum tak- ast betur stökkin. Skemmtanir Ferðafélagsins eru venjulega góðar og hafa á sér menningarbrag. En þessi í gærkvöldi var ein af þeim beztu og sérkennilegustu. Ferðafélag íslands er eitt af meiri menningarfélögum lands- ins. M. a. starfs síns gefur það út á hverju ári árbók, sem í eru hinar vönduðustu héraðslýsing- ar með fjölda ágætra mynda. Ársgjald til félagsins er aðeins 5 krónur eða 100 kr. í eitt skipti fyrir öll. Það er alls ekki meira en fyrir árbókinni, sem hver fé- lagsmaður fær ókeypis. Ferðafélagið hefir nú reist þrjú sæluhús á fögrum stöðum til fjalla. Og reisir fleiri hús strax og kraftar leyfa. Félagið stuðlar mjög að ferðum fólks um landið, með hópferðum á fagra og einkennilega staði, kynnir landið í ræðu og ritum — og myndum. Það hjálpar til að opna íslendingum ísland — að gefa þeim sjálfum sitt eigið land og kenna þeim að njóta þess, sem fögur og einkennileg náttúra landsins hefir að bjóða börnum sínum. í kvöld heldur Ferðafélag ís- lands aðalfund sinn að Hótel Borg. Það á marga starfsfúsa og óeigingjarna forgöngu- og fé- lagsmenn. Eigum við ekki, al- mennir félagar — og nýir félag- ar — að sýna þeim og þessum góða félagsskap hlýhuga okkar og þakklæti með því að fylla Borgina stundvíslega í kvöld? V. G. Víkur Chamberlain? (Framh. af 1. síðu) innlimun Tékkóslóvakíu sé nú nær eingöngu farið eftir vilja hans. Milli hans og Edens er mikil vinátta og er talið að Hali- fax sé fylgjandi þjóðstjórnartil- lögu Edens og vilji fá hann, Duff Cooper og Churchill í stjórnina. Margir telja að Halifax lá- varður myndi íyrir margra hluta sakir vera manna heppilegastur til stjórnarforustu. Hann er lag- inn samningamaður, en þó manna fastastur fyrir, þegar svo ber undir. En sá galli er á að- stöðu hans, að hann á sæti í lá- varðadeildinni og getur því ekki orðið þingmaður, nema brotnar séu gamlar formsreglur. En það þykir ótiltækilegt í Englandi, að forsætisráðherrann sé ekkiþing- ur. — Samkvæmt seinustu fregnum hafa nú Eden, Duff Cooper, Churchill og um þrjátíu íhalds- þingmenn aðrir, sent Chamber- lain áskorun um að gangast fyr- ir myndun þjóðstjórnar, sem njóti svo mikils trausts meðal þjóðarinnar, að hún fái fullt vald yfir iðnaði, auðlindum og mannafla landsins og geti því beitt sameinuðum öllum styrk- leika Bretlands gegn yfirgangi einræðisríkjanna, ef þörf krefur. Við vorum á Funchalflóanum; ég hallaði mér út yfir borðstokkinn. Þá sá ég Ellen Crane í fyrsta skipti. Það var snemma morguns; við vorum að bíða eftir árdegisteinu. Við höfðum verið úti á opnu Atlantshafinu, þegar við geng- um til svefns kvöldið áður, en vöknuðum aftur inni í flóanum, í skjóli sólbjartra hæða ó- kunnrar eyjar, lukt fangi grænna hlíðanna beggja vegna fjarðarins. Hér virtist helzt vera fljótandi markaðsstaður. Allir, sem komið höfðu um borð í skipið, höfðu eitthvað til sölu. Nakin börn stungu sér í sjóinn og léku þar íþróttir sínar fyrir fáeina aura, og vörpulegir karl- menn buðu útsaum, sjöl og ýmsa muni úr kóral til kaups. Þeir voru mjúkir í hreyfingum og um dökk, uppleit andlit, flökti áfjátt og ísmeygi- legt bros. Lítill vélbátur brunaði út að skipinu, á milli hrörlegra árakæna. í skutnum lá far- angur og samvafið ferðateppi. í barkanum sat stúlka í gráum sumarfrakka með grábrúnan hatt á höfði. Bakið, beint og spengilegt, sneri að mér. Ég gaf henni nánari gætur, þegar hún kom upp skipsstigann. Hún var mjög föl yfirlitum og bar gleraugu. Ég minntist þess nú, að skipstjórinn hafði getið þess, að einn eða tveir farþegar myndu bætast í hópinn í Madeira. Verður klukkunni Slýtl (Framh. af 1. síðu) ir: „Tillaga þessi er flutt í því skyni, að gefa mönnum kost á að njóta betur sólar heldur en almennt er nú, með þeim tíma- reikningi, er tíðkast hér á landi. Mun almennur áhugi fyrir þessu, og hafa raddir komið fram um það í flestum blöðum landsins. Flutningsmenn hafa snúið sér til póst- og simamálastjóra og fengið hjá honum upplýsingar þær um búmannsklukku í öðrum löndum er hér fara á eftir: „í ýmsum löndum, einkum þar sem lengd dags og nætur er mjög misjöfn, þykir hentugt að færa almennan starfstíma. til, þannig að hann byrji nokkru fyrr að sumri en að vetri. En af því að allur þorri manna bindur lífshætti sína við vissar klukku- stundir og ákvæði um starfs- , tíma manna eru almennt bund- in við sömu ákveðnu klukku- stundirnar allt árið, þá þykir auðveldast að færa starfstím- NÝJA BÍÓ Kraftavcrka- “~“GAMLA BÍÓ- Konungurlnn fyrirskfpaði. maðurinn. Söguleg dönsk kvikmynd tekin af „Dansk Kultur- film“, er lýsir tildrögum til þess er dönsku bændurnir voru leystir úr átthaga- fjötrunum 20. júní 1788. Aðalhlutv. leika: HENRIK MALBERG, CLARA PONTOPPIDAN, EDITH PIO o. fl. (The man who could work miracles). Afburða sérkennileg og athyglisverð kvikmynd frá United Artists. Eftir sam- nefndri sögu enska stór- skáldsins H. G. Wells. Aðalhlutv., kraftaverka- manninn, leikur ROLAND SONNY. Aukamynd Mickey á hálum ís. Litskreytt Mickey Mouse teiknimynd. Norræna félagið -Á-rstL átí ð að Hótcl Borg laugardaginn 1. april kl. 7.30. Borðhald, söngur og ýms önnur skcmmtiatriði — DANS — Meðlimum: Norræna félagsins, Det danske Selskab, Nor- mandslaget, félagsins ,,Svíþjóð“ og Sænska klúbbsins, ásamt gestum þeira, er heimill aðgangur. Aðgöngumiðar hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og í Gleraugnabúðinni á Laugaveg 2. NÝ LJÓÐABÓK: Híxí ±i-vít\a slcip eftir Guðmnnd Böðvarsson er nýkomin á bókamarkaðinn Höfundurinn varð þjóðkunnur með fyrstu Ijóðabók sinni, Kyssti mig sól. Henni var mjög vel tekið af öllum ritdómurum, og hefir hún hlotið almennar vinsældir. Nýja dagbl. sagði m. a.: „Það þarf ekki að lesa margar línur í bókinni til að sjá, að þetta er góð bók.... Höfundurinn er skáld, og kannske meira skáld en þessi fyrsta bók hans vottar....“ Hin hvítu skip munu vafalaust auka vinsældir Guðmundar Böðvarssonar. Bókin er vönduð að frágangi, kostar kr. 5.00 ób., kr. 7.00 innb., félagar í Máli og menningu greiða kr. 4.25 og kr. 6.00. Bókaverzlun Heimskringlu Laugaveg 38. Sími 5055. Saiimavclar, Prjónavélar „ F A F N I S « Barnavagnar, Barnakerrur, Dúkkuvagnar, Þríhjól. Sent gegn póstkröfu. Magnús Þorgeírsson „Pfaff-húsið44, Skólavörðustíg 1. Reykjavík. LYKLAKIPPA tapaðist í gær, sennilega á leiðinni frá íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar niður á hafnarbakka. Á henni eru all- margir smekkláslyklar og nokkr- ir pípulyklar. Finnandi er vin- samlega beðinn að gera aðvart í síma 2353. ann til með því að flýta klukk- unni að sumrinu og halda hnattstöðutíma að vetrinum (sbr. summer time, daylight saving time etc.). Þessi lönd flýttu klukkunni síðastliðið sumar: Bretland og írland, Frakkland, Belgía, Hol- land, Luxembourg, Finnland, Spánn og Portugal, Grikkland, Rúmenía, Bandaríkin og Can- ada í Ameriku. Ennfremur nokkur önnur fjarlæg lönd. Ekki verður séð, að það þurfi að valda neinum sérstökum truflunum að því er snertir rekstur pósts og síma, þótt klukkunni sé flýtt á sumrin. Ef til þess kæmi, væri sennilega hentugt að klukkunni yrði flýtt 2. sunnudag í apríl og seinkað aftur r. sunnudag í október, eins og nú er gert í Bretlandi. Þess skal getið, að íslenzkur tími er 28 mín. á undan réttum hnattstöðutíma í Reykjavík og 4 mín. á eftir hnattstöðutíma á Seyðisfirði, en 1 stundu á eftir Greenwichtíma og 2 stundum á eftir Mið-Evróputíma. Þetta þýðir, að þegar kl. er 12,00 á há- degi (samkv. meðaltíma ís- lands), er rétt klukka (þ. e. hnattstöðuklukka) í Reykjavík Hagkvæm páskakaup Allskonar vörur til hreingerninga. Fjölbreytt úrval af bökunarvörum Nýjung Hveiti í 10 og 20 lbs. poknm, saum- nðmn úr þurrku- efni. Vil kaupa 6—10 kýr. Uppl. í sima 4257. 11,32 og á Seyðisfirði 12,04, í Englandi 13,00 og í Mið-Evrópu 14,00.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.