Tíminn - 30.03.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.03.1939, Blaðsíða 2
152 TÍMIM, flmmtndagiim 30. marz 1939 38. blað „Sovét“-stjópiiIm á atviiimivcgimiim 'gímtnrt Fimtudaginn 30. marz Á hættutímum Eitt af þjóðskáldum íslend- inga kvað fyrir nokkrum tug- um ára: „Eitt er landið ægi girt yzt á Ránar slóðum, fyrir löngu lítils virt, langt frá öðrum þjóðum. Um þess kjör og aldarfar aðrir hægt sér láta. Sykki það í myrkan mar, myndu fáir gráta.“ Það er 19. aldar maðurinn, sem talar í þessu dapurlega ljóði. Síðan hefir ísland eignazt marga vini fyrst og fremst í nágrannalöndunum og raunar víðsvegar um heiminn, og at- hygli hefir verið vakin á landi og þjóð miklu meiri en áður var. Einstaklingar í ýmsum löndum myndu hafa hug á því að rétta íslendingum hj álparhönd, ef þjóöin væri stödd í neyð. í höfuðatriðum er þó staða íslands í veröldinni ennþá á- þekk því, sem skáldið lýsir. Meðal alls þorra almennings í hinum stóra heimi má ísland ennþá heita óþekkt land og ís- lenzka þjóðin þó enn fremur. Engin önnur þjóð skilur hina íslenzku tungu. Sumt af þeirri fræðslu, sem út er breidd um ís- land, er jafnvel þannig, að betra væri án að vera. Er skammt _að minnast erindis, sem ungur ís- lendingur, er lengi hefir dvalizt erlendis, nýlega flutti í útvarp- ið um það efni. Hagsmunir hinna stóru þjóða af viðskiptum við ísland, eru ekki miklir. Það má fyllilega viðurkenna það með skáldinu, að þó að ísland sykki í sjó einhvern næstu daga og þjóðin, sem þetta land byggir, hyrfi af yfirborði jarðar, myndi það ekki til lengdar valda miklu umróti eða áhyggjum í veröld- inni. Ef stórskipið Queen Mary færist á Atlantshafinu, myndi það sennilega vekja fullt svo mikla athygli meðal stórþjóð- anna. Yfir heimi vorra daga drottna tvö meginöfl, auðvald og her- vald. Við íslendingar eigum hvorugt þetta vald. En hvenær sem þessum reginöflum verald- ar lýstur saman í styrjöld, er ísland í hættu.' ísland er of veikt og valdalítið, til þess að geta gert sér von um það á slík- um tímum að eiga volduga vini, sem eitthvað verulegt vilji á sig leggja til þess, að íslenzka þjóð- in þoli ekki neyð eða líði undir lok. Og þótt einhverjir hefðu vilja á slíku, hafa flestir nóg með sig, þegar heildarleikurinn er hafinn. En þótt ísland geti ekki reitt sig á liðsemd í neyð frá hinum stóru löndum, getur því hinsveg- ar verið hættu von úr þeirri átt. Togstreita herveldanna um hrá- efni og hernaðaraðstöðu, getur vissulega orðið til þess að beina augum þeirra hingað norður, ekki sízt ef athygli er vakin á landinu í sambandi við þá tog- streitu. Margt bendir ótvíræðlega í þá átt, að óveður styrjaldarinnar sé þegar í nánd. Það getur dreg- izt nokkrar vikur, nokkra mán- uði, kannske 1—2 ár, að þetta óveður brjótist út. En það get- ur líka verið, að ekki líði nema fáir dagar þangað til fallbyss- urnar þruma á meginlandinu og tundurdufl og kafbátar byrja að loka siglingaleiðum. Friðurinn hangir á veikum þræði, og sá þráður getur slitnað, hvenær sem vera skal. En þó að svo fari, er engin ástæða fyrir íslendinga að ör- vænta um sinn hag. Það er að vísu valt að treysta á aðstoð annara þjóða, þegar svo er kom- ið. Þjóðin verður að treysta á sjálfa sig. En henni er heldur enginn vorkunn að vera sjálfri sér nóg, ef vilji og manndómur er til. Margt getur hér orðið á annan veg en æskilegt væri, ef til slíkra tíðinda dregur. En séu menn samhentir um að nota og sætta sig við þau úrræði, sem fyrir hendi eru, er áreiðanlega hægt að komast langt á eigin spýtur. Undanfarna áratugi hefir löngum verið nokkuð öfgasamt í þjóðmálum íslendinga. Slíkt er Hinir „flokkslausu“ þing- menn á Alþingi, Héðinn Valdi- marsson og kommúnistarnir þrír hafa nú á Alþingi borið fram tvö frumvörp og eina þingsályktun- artillögu, sem Þjóðviljinn telur, að reisa myndi úr rústum allt atvinnulíf hér á landi, ef sam- þykkt yrði. Mætti ætla, að menn, sem slíkt færast í fang, hefðu eitthvað meira en lítið til brunns að bera og að einhver manns- bragur væri á tillögum þessum. Mörgum, sem trú kunna að hafa á því haft, að hinn nýi „social- istaflokkur“ myndi verða djarf- ur til úrræða, mun og koma það nokkuð á óvart, að tillögur þess- ar skuli vera svo síðbúnar og ekki sjá dagsins ljós fyr en sex vikur eru liðnar af þingi. En sannleikurinn mun vera sá, að tillögurnar eru snöggsoðnar í skyndi til þess að ekki skuli líta svo út, sem flokkurinn standi uppi orðlaus og ráðlaus með öllu, þegar ákvarðanir verða teknar um þær tillögur, sem búizt er við frá aðalflokkum þingsins nú næstu daga. En um þessar tillögur H. V. & Co. er það í stuttu máli að segja, sem vænta mátti, að í þeim fel- ast engin bjargráð, sem atvinnu- vegunum geti að haldi komið eins og nú standa sakir. Um eina þeirra, frumvarpið um ríkis- verzlun með útgerðarvörur, má þó segja það, að slíkar tillögur gæti komið að einhverju gagni síðar meir, ef vel tækist. Væri hitt þó ólíkt eðlilegra, að út- gerðarmenn sjálfir hefðu yfir- leitt frjálsan samvinnufélags- skap um innkaup sín, að hætti ýmsra annara landsmanna. En leiðinlegt er það fyrir Héðinn Valdemarsson, að hann skyldi ekki koma í hug að lækka þyrfti verð á olíu, kolum og veiðar- færum, meðan hann sjálfur hafði til þess aðstöðu í þingi að láta að sér kveða. En þegar t. d. um það var rætt fyr meir, að ríkið tæki olíuverzlunina í sínar hendur, lét H. V. sér yfirleitt fremur fátt um finnast og taldi ýmsar bægðir á, svo sem veltu- fjárskort til útlána á olíunni. Önnur tillaga þeirra félaga er eðlilegt hjá vakandi þjóð í venjulegum tímum. En eins og nú standa sakit í- heiminum, mun þjóðinni vera hollast að gera sér grein fyrir því, að hún er lítil og umkomulaus þjóð, ó- þekkt og vinafá, ef á reynir, og verður að hjálpa sér sjálf og treysta á sjálfa sig á tímum hættunnar. Sagnfræðingur hefir nýlega haldið því fram, að skortur á járni til vopnasmíða hafi orðið til þess að íslendingar glötuðu sjálfstæði landsins. Hér verður hinu varpað fram, að uppeldið við hin fjölbreyti- legu stötf landbúnaðar og sjó- sóknar hafi orkað því, að halda við menningu og manndómi með þjóðinni, þrátt fyrir er- lenda undirokun og fátæktina sem af henni leiddi. Þegar atvinnuhættir þessarar sömu þjóðar breytast skyndilega þannig, að 6—7 menn af hverj- um 10 flytjast í þorp og kaup- tún til þess að lifa þar lífinu, þá er hér um gjörbreytingu að ræða og nýsköpun, sem ósagt er hvert leiðir. Hundraðið er ekki í hættunni með fyrsta ættliðinn, nýbyggj- ana, sem fulltíða flytja úr gam- alli og gróinni menningu í hið nýja umhverfi og jafnvel ekki fyrir næsta liðinn. En úr því get- ur farið að vandast málið. Góðir menn skilja þetta og úr þessu er reynt að bæta á margan hátt, og þá m. a. með miklu skólahaldi og sérstaklega mikilli bóklegri fræðslu. Á síðustu árum eru að opn- ast augun fyrir því, að íþróttir séu ekki óverulegt atriði, til um að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um það við Lands- bankann og Útvegsbankann, að skuldug útgerðarfyrirtæki verði gerð upp. Er H. V. þar fallinn frá þeirri gömlu fyrirætlan sinni, að láta Alþingi fyrirskipa gjaldþrot þessara fyrirtækja og taka uppgjörið í sínar hendur. Út af fyrir sig virðist nú ekki vera fólgin í því mikil viðreisn fyrir sjávarútveginn að ganga frá gjaldþroti þessara fyrir- tækja, þótt það kunni að vera ill nauðsyn. En hitt mun tillögu- mönnum vera ókunnugt, að í bönkum er nú þegar verið að gera ráðstafanir til þess, að hin skuldugustu fyrirtæki komizt á heilbrigðan grundvöll á þann hátt, sem eðlilegt og framkvæm- anlegt má teljast og að ekki mun verða álitið nauðsynlegt, að biðja kommúnista aðstoðar í því máli. Búmennska H. V. fyrir tveim árum, þegar hann vildi gefa eigendum tiltekins útgerð- arfélags eina miljón króna, til þess að fá að gera það gjald- þrota, mun heldur ekki vera tai- in til eftirbreytni. En höfuð viðreisnar„plan“ þeirra félaga á þó að vera fólgið í svokölluðu „frumvarpi til laga um ráðstafanir til nýrra at- vinnuframkvæmda og nýsköp- unar í atvinnulífi þjóðarinnar". Aðalefni þess er að stofna 15 manna „ráð“ eða „sovét“ eftir austrænni fyrirmynd, til að hafa með höndum „yfirstjórn at- vinnuframkvæmda í landinu-. Flest þau verkefni, sem „ráð“ þetta á að hafa með höndum, hafa áður verið falin Fiskimála- nefnd og néfnd þeirri, sem skip- uð hefir verið til að hafa yfir- stjórn rannsókna á náttúru- og auðlindum landsins.. En Fiski- málanefndina, sem H. V. taldi all nýtilega stofnun meðan hann var þar formaður, virðast þe;r nú vilja leggja niður eða a. m. k. rýja að verkefnum að mestu leyti. Þó er „ráðinu“ sérstak- lega ætlað eitt mjög mikil- vægt(!) verkefni, sem er að „banna viðgerðir erlendis á ís- lenzkum járnskipum", og mun þar mega kenna fingraför járn- smiðafélagsins í Rvík, þar sem kommúnistar stundum hafa ver- ið i meirihluta. Rétt er og að geta þess, að „ráðinu“ er ætlað að „leggja fram hlutafé" til að koma á fót skipasmíðastöðvum, verksmiðj- um og námurekstri. Ekki eiga þó þessi hlutafjárframlög að geta komið til greina nema Al- þingi hafi áður samþykkt, og þess að bæta unglingunum hina töpuðu aðstöðu, sem for- feður þeirra áttu í umhverfi hinnar meira og minna „villtu“ náttúru, við veiðiskap á sjó og landi, smalamennsku, hesta- sóknir, ferðalög, sem ósjaldan voru sameinuð viðureign við meiri og minni torfærur, auk hinna fjölbreytilegu starfa við heyskap, fjárgeymslu og heimil- isstörf utan húss og innan. — Jafnvel' akvegir og brýr skapa á vissan hátt frádrátt á þessu gamla, náttúrlega uppeldi ís- lenzkra byggða, fyrir fólkið sem þar býr nú. En jafnvel þótt skilningurinn á gildi hins líkamlega uppeldis sé í vexti, þá vantar mikið á að við sé hlítandi. Englendingar eru komnir að þeirri niðurstöðu, að heims- styrjöldin hafi unnizt á íþrótta- völlunum við Eatonháskólann. Ólafur Friðriksson hefir í sinni skemmtilega skrifuðu bók, Frá Vestfjörðum til Vestri- byggðar, sem segir frá för Nan- sens á skíðum yfir þveran Grænlandsjökul, leitt ljós rök að því, hversu þetta íþróttaafrek hafði gildi fyrir norsku þjóðina, hversu hún við fregnina varð léttari í spori og beinni í bakið. Hugsið ykkur, heil þjóð. Og lýsir þetta raunar ekki því trausti, sem vænta mætti á „ráðinu“ og starfhæfni þess. Og ekki er með frumvarpi þessu, þó að lögum yrði, „ráðinu“ séð fyrir neinu sérstöku starfsfé til hlutafjárframlaga eða annars, nema styrkjum, sem það kann að hafa veitt og ætlazt er til, að það endurkrefji! Flestir, sem þetta frumvarp lesa, munu sennilega eiga nokk- uð erfitt með að átta sig á þvl, að slík „ráðstjórn“ yfir at- vinnuvegunum, myndi gera nein veruleg kraftaverk í landinu al- veg á næstunni, jafnvel þótt þriðjungur ráðsins yrði kosinn af „óflokksbundnu landssam- bandi íslenzkra verklýðsfélaga" eins og talað er um í frv. Höf- undarnir segja líka í greinar- gerð, að til þess að hægt sé að framkvæma þá stefnu, sem 1 frv felst, muni þurfa að verða „gagnger straumhvörf í at- vinnumálum, fjármálum og stjórnmálum". Meðan þessi „straumhvörf“ ekki eru fyrir hendi, þýðir þá líklega lítið fyr- ir Alþingi að leggja vinnu 1 þetta merkilega mál! IVýr boðskapur. í seinasta tölublaði Tímans var vakin athygli manna á hin- um nýja boðskap, sem kommún- istar eru teknir að reka í sveit- um landsins. í aðalforystugrein, er birtist í kommúnistablaðinu, sem ætlað er sveitafólkinu, voru þeir ekki taldir vera íslending- ar, sem í kaupstöðum búa. Jafn- framt er því haldið fram, að litlu skipti fyrir þjóðina, hvort fólkið hafi flutt úr sveitinni „til Ameríku eða á malarkamb við sjó“. í báðum tilfellunum sé það glatað. Síðan kemur nýstárleg kenning, sem haldið er að sveitafólkinu í blaði, sem frek- ustu kaupkröfumenn bæjanna senda út á landsbyggðina, til þess að „kristna“ fólkið þar: „Verkamenn og bændur og allir vinnufærir þegnar, verða að vinna kauplaust að bygging- um hvers annars, sem þörfin krefur“. Eftir þessu ætla þeir Arnór og Héðinn að fara að láta bændur fá ókeypis vinnuafl frá verkalýðsfélögunum, þegar þarf að byggja í sveitinni. Máske ætla þeir sjálfir að fara að hræra steypuna eða rista torfið fyrir bændurna! En skyldi verka- mönnum í kaupstöðum, sem hafa kannske hallazt að „Héð- instrú“, ekki þykja dálítið ein- kennilegur þessi nýi boðskapur, að þeir eigi að fara upp í sveit og vinna þar kauplaust. — Og finnst þeim ekki líka svolítið smáskrítilegt, að þessir „vinir“ þeirra skuli vera að fræða sveitafólkið á því, að verka- mennirnir séu ekki íslendingar, af því að þeir búa i kaupstað? H. bendir ekki allt til að norska þjóðin hafi að þessu tilefni rétt úr sér til frambúðar. Þetta var fyrir 1905. Þeirra 1918! Og hvað hefir ekki skeð síðan með þess- ari harðduglegu afreksþjóð. Siglingaþjóð hafa Norðmenn verið frá öndverðu og veiðiþjóð ekki sízt á haíinu. Hjá þeim höfum við lært fiskveiðar og fiskverkun, síldveiðar og síldar- verkun, en hinsvegar hvorki sel- veiðar né hvalveiðar. Enda voru það Norðmenn, en ekki við, sem settu metið í samkeppni þjóð- anna um norðurpólinn og suð- urpólinn. Þeir fundu ísland og byggðu svo að það týndist aldrei aftur. Við fundum Grænland og Ameríku og týndum hvoTu- tveggju. Mundi járnskorturinn vera skýringin? Eða kannske mismunandi gildleiki skógar- trjánna? Gildir einu. En eins og komið er, megum við ekki afsaka okkur með slíku. Heldur ekki megum við láta Norðmenn hljóta skömm af frændseminni. En til þess þurf- um við ekki meira bóknám, heldur meira og betra líkam- legt uppeldi. Ekki endilega menn, sem á skiðum gætu sigr- að Birgi Ruud, heldur hærra meðaltal af hraustu, sterku, öt- ulu, áræðnu æskufólki Sé það svo, að íþróttavellirnir við ensku háskólana hafi valdið úrslitum í heimsstyrjöldinni, þá mættum við, þrátt fyrir yfir- lýst ævarandi hlutleysi, mega draga þá ályktun af þeirri stað- reynd, að íþróttirnar muni hafa gildi fyrir sérhverja þjóð og þá einnig í hinni algengu lífsbar- S. TJ. B1. Vormótin. Undanfarin sumur hafa Fram- sóknarmenn i ýmsum héruðum landsins efnt til sérstakra flokkshátíða, sem yfirleitt hafa heppnazt mjög vel. Verður þeirri starfsemi vafalaust haldið á- fram. Stjórn S. U. F. hefir undan- farið haft til athugunar, hvort ekki væri hægt að halda 2—3 daga mót ungra Framsóknar- manna í sambandi við þessar samkomur. Yrði fyrirkomulag þeirra eitthvað á þessa leið: Þátttakendur kæmu til mót- staðarins síðari hluta föstudags. Á föstudagskvöld væri ef til vill hægt að láta flytja 1—2 erindi, sem fjölluðu um stjórnmálavið- horfið í landinu eða einhverja þætti þess. Fyrri hluta laugar- dagsins væri unnið að skóg- græðslu, vegalagningu eða ein- hverju því verki, sem væri til hagræðis og prýðis á staðnum eða nágrenni hans. Á laugar- dagskvöld væri haldin einskonar kvöldvaka, þar sem skiptist á fræðandi efni og skemmtiatriði. Á sunnudaginn yrði síðan haldin héraðshátíð fyrir Framsóknar- menn, með svipuðum hætti og undanfarið. Vormótin yrðu haldin á vegum ungra Framsóknarmanna, en öllum Framsóknarmönnum væri heimill aðgangur. Slík mót myndu án efa verða til mikils gagns. Þau sköpuðu nánari kynningu meðal ungra Framsóknarmanna í héraðinu, veittu talsverða pólitíska fræðslu en yrðu þó jafnframt góð hvíld og tilbreytni frá hinu daglega striti. Þau gætu orðið einn veiga- mikill þáttur þess að skapa bætt og hollara félags- og skemmt- analíf í sveitum landsins. Stjórn S. U. F. hefir þegar rætt um þetta mál við ýmsa forystumenn félaganna úti á landi, og hvarvetna fengið góðar undirtektir. í einu héraði, Vest- ur-ísafjarðarsýslu, var búið að ákveða mót ungra Framsóknar- manna í vor, áður en þessi mála- leitan stjórnarinnar barst þang- að. Er þó örðugra fyrir unga Framsóknarmenn að koma þar saman en víða annars staðar á landinu, þar sem samgöngur eru betri. Nú er kominn sá tími, að nauðsynlegt er orðið að hefja undirbúning slíkra móta heima í héruðunum.Eru það því tilmæli stjórnar S. U. F. til ungra flokks- systkina sinna úti á landi, að þau fari að svipast eftir heppi- legum stöðum fyrir mótin og byrja annan nauðsynlegan und- irbúning. Þar sem ekki er um nægilegt húsrúm að ræða, verð- áttu, þar sem engum hentar að lýsa yfir hlutleysi! Þess vegna vill Tíminn fúslega verja rúmi sínu til þess að ræða þessi mál að nokkru nú, þegar sá viðburður er nýafstaðinn, að hátíðlega hefir verið minnst tuttugu og fimm ára trúboðs- starfs, sem norskur maður hefir rekið hér á landi. Til þess að gera þessa minningarathöfn sem eftirminnilegasta, þá hefir „trúboðinn" fengið samlanda sinn, heimskunnan mann, til þess að sækja okkuT heim og eiga sögulegan þátt i þessari minningarathöfn. Tuttugu og fimm ár eru liðin síðan L. H. Múller beittist fyrir stofnun Skíðafélags Reykjavík- ur. Nokkru færri ár eru síðan þessi sami maður fór á skíðum um hávetur suður yfir þvert há- lendið, ásamt tveimur ungum mönnum, eingöngu til þess að vekja athygli þjóðarinnar á skíðunum, bæði sem samgöngu- og íþróttatæki. En á síðustu ár- unum hefir líka miðað vel í átt- ina. Skíðaíþróttin er á góðum vegi með að verða íslenzk íþrótt! Skíðaskálar, skíðakennarar, skíðanámskeið, skíðabækur, skíðamót — allt eru þetta orðin lifandi orð og ómissandi í mál- inu. Og loks hefir orðið skíða- stökk orðið munntamara en áð- ur við það, að alfrægasti af- reksmaður Norðmanna í þessari skíðaíþrótt, Birger Ruud, heiðr- aði afmælisfagnað Skíðafé- lagsins með því að koma hingað og sýna listir sínar. Er skemmst af því að segja, að öllum þeim, er sáu Birgi Ruud ur að athuga möguleikana fyrir útvegun á tjöldum. Þá* er ó- heppilegt að mörg mót séu sam- tímis, þar sem æskilegt væri að formaður flokksins, ráðherrar eða aðrir af helztu forystumönn- unum gætu mætt á sem flestum þeirra. Stjórn S. U. F. mun reyna að hjálpa til við þennan undirbún- ing eftir megni. Ættu þau félög, eða einstakir flokksmenn, sem vilja koma á slíkum mótum, að snúa sér sem fyrst til hennar. Bókaútgáfa S. U. F. Merkir samtíðarmenn eftir Jónas Jónsson, er Samband ungra Framsóknarmanna gaf út, og út kom í vetur, hefir selzt mjög vel. Þótt upplagið væri ó- venjulega stórt, miðað við það, sem tíðkast um íslenzkar bæk- ur, er það senn á þrotum. Eru innan við hundrað eintök óseld af bókinni. Umboðsmenn, sem útgáían hefir haft í flestum byggðar- lögum, hafa margir greitt mjög vel fyrir sölu bókarinnar, og gert S. U. F. kleift að selja hana við svo vægu verði, sem ákveðið var, án þess að bíða af því fjárhagslegt tap. Flestir þessara umboðsmanna hafa þegar staðið útgáfunni full skil á andvirði þeirra bóka, er þeir hafa selt, og margir áskrifenda urðu til þess að greiða bókina fyrirfram. Nokkrir menn eiga þó enn eftir að gera skil og er það vinsamleg ósk bókaútgáf- unnar, að þeir geri það við fyrsta tækifæri, og helzt af öllu fyrir 1. maí. Ef einhverjir áskrifendur að bókinni hafa orðiö fyrir van- skilum, er áTíðandi að þeir láti um það vita hið bráðasta, svo að hægt sé að bæta úr því. Slík- ar umkvartanir er bezt að árita: Bókaútgáfa S. U. F., pósthólf 961, Reykjavík. Stjórn S. U. F. óskar eftir að fá bréf fTá ungum Framsóknarmönnum úti á landi um möguleika fyrir auk- inn félagsskap meðal ungra Framsóknarmanna í hlutaðeig- andi byggðarlagi og aðstoð, sem til mála gæti komið að S. U. F. gæti veitt. Jafnframt er æski- legt að fá vitneskju um póli- tískt viðhorf manna og þau lands- og héraösmál, sem efst eru á baugi á hverjum stað. Verða ungir Framsóknarmenn að nota bréfaskipti meira en gert. hefir verið til að ræða sjón- armið sín og starfsemi, þar sem erfitt er að ná saman á annan hátt. Bréf til S. U. F. er bezt að árita: S. U. F„ pósthólf 961, Reykjavík. Ungir Framsóknarmenn utan af landi, sem dvelja í bænum lengri eða skemmri tíma, eru beðnir að hafa tal af (Framh. á 4. síðu) hvort heldur þegar hann fór niður svigbrautina eða þegar hann framkvæmdi skíðastökk muni verða þetta ógleymanlegt. Var yfir þessu sá glæsileiki, sú göfgi, sem aðeins á samstöðu við hið listræna, fullkomna. Enda er hér mjórra mundangshófið, en menn hafa enn gert sér grein fyrir. Og enn verður þetta á- hrifarikara og athyglisverðara fyrir það, að mótsögn virðist í fljótu bragði milli líkamsburða og afreka Birgis Ruud. Enda kalla Norðmenn hann „hinn litla, stóra mann!“ í fyrstu at- rennu stökk Birgir 28 m. þegar okkar færustu menn stukku 22 —23 m„ og í síðari umferð 32y2 m. þegar okkar duglegasti mað- ur stökk 27 m. Sömu hlutföll og þó enn meir áberandi votu hvað svigið snerti, fór Birgir Ruud svigbrautina á 39.1 sek, en fljót- asti íslendingurinn var 46.2 sek. Heimsókn Birgis Ruud mætti marka spor í viðhorfinu til í- þróttamála hér heima, Ekki fyr- ir það, aö hann er langfrægasti íþróttagrapur sem hingaö hefir komið, heldur fyrir hitt, að hann vekur til umhugsunar og skiln- ings á því sambandi sem er á milli íþrótta norsku þjóðarinn- ar og afreka hennar á fjölmörg- um sviðum í hinni hörðu sam- keppni þjóðanna, bæði í verk- legum og andlegum efnum, en hjá Norðmönnum ber vetrar- íþróttirnar hæst. Miðað við fólksfjölda eru Norðmenn mesta siglingaþjóð í heimi og einhver ötulasta veiðiþj óðin; þeir stunda hvalveiðar í Suðuríshafi en Sel- GwðbrandurMagnússoni Heímsfræg'ur skíða- gfarpur í heímsókn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.