Tíminn - 30.03.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.03.1939, Blaðsíða 3
38. blað TÍMIM, fimmtadagiim 30. marz 1939 153 ANN ÁLL Afmæli. Guðmundur Jónsson bóndi að Miðfelli í Þingvallasveit átti sjö- tugsafmæli 25. marz. Guðmund- ur er af góðu bændafólki kom- inn, sonur Sigurlaugar Péturs- dóttur og Jóns Ottesen bónda að Ingunnarstöðum í Brynjudal, sonar Odds Péturs Ottesen bónda að Ytra-Hólmi. — Guð- mundur hóf búskap að Galtar- holti í Skilmannahreppi, en fluttist þaðan að Skorhaga í Brynjudal og bjó þar alllengi. Þaðan fór hann austur yfir fjall að Miðfelli. Guðmundur er gift- ur Ásu Þorkelsdóttur frá Þyrli. Hafa þau eignazt sextán börn og eru þrettán þeirra á lífi, hið mesta dugnaðarfólk. Heimsóttu flest börnin og tengdabörnin Guðmund á afmælisdaginn. Dánardægur. Guffmundur Daníelsson bóndi á Svignaskarði andaðist 27. marz og var hjartaslag banamein hans. Guðmundur bjó í 36 ár að Svignaskarði. Var hann hinn umsvifamesti bóndi og mjög mörgum kunnur. Guðfinna Jensdóttir, ekkja sr. Björns Jónssonar prófasts að Miklabæ, andaðist 12. októ- ber síðastliðinn að heimili sínu, Sólheimum í Blönduhlíð. Hún var 76 ára að aldri, er hún lézt, fædd 6. apríl 1862. Þau hjón, sr. Björn og frú Guðfinna, eignuðust 11 börn, efnileg í bezta lagi, 7 dætur og 4 sonu. Eru þau öll á lífi, nema ein dóttir, er dó uppkomin. — Tveir synir þeirra eru prestar: sr. Guðbrandur próf. á Hofsósi, og sr. Bergur, prestur í Stafholti. Frú Guðfinna var hin mæt- asta kona, og gagnmerk á marga lund. — Þau hjón bjuggu um langt skeið stórbúi á Miklabæ, við allgóð efni. Hitt bar þó frá, hversu auðug frú Guðfinna var þeirra gæða, er eigi eru af þess- um heimi. Hún var fyrst og fremst móffirin. Og ekki aðeins sinna eigin barria, — allir í prestakallinu vóru hennar börn. Glöggvari lýsing verður vart af henni gefin í einni setningu, né heldur sannari. Ásamt með manni sínum mót- aði frú Guðfinna Miklabæjar- heimilið, þar sem hún dvaldi allt sumar æfinnar og fram á haust, með þeim hætti, að þangað litu allir upp, þeir er til þekktu, með ást og einlægri virðingu. — Síðustu árin dvaldi hún í Sól- heimum, hjá börnum sínum tveim og tengdadóttur, umvafin ástúð þeirra og umhyggju. G. M. Kristjana Stefánsdóttir hús- freyja að Austurgörðum í Kelduhverfi andaðist á mjög skjótan og óvæntan hátt 1. desember síðastliðinn, aðeins 42 ára að aldri. Banamein hennar var óvenju skæð lungna- bólga. Hún var gift Þórarni Har- aldssyni bónda þar og áttu þau fjögur börn, sem öll eru enn ung. Faðir hennar var Stefán Erlendsson, Gottskálkssonar al- þingismanns, en móðir Margrét Þórarinsdóttir frá Ólafsgerði, sem lézt háöldruð í haust er leið, var hún náfrænka Jóns Sveins- sonar munks og rithöfundar. Kristjana var, sem hún átti kyn til, hin mesta atgerfiskona. Heimili þeirra Þórarins og henn- ar hafði hafizt og risið af litl- um efnum, en af mikilli bjart- sýni, samtakamætti og dugn- aði, var þar sífellt sótt fram til meiri vaxtar og velgengni. Kristjana var sem fædd til þess að veita heimili forstöðu. Hún fór með ágætum vel með verðmæti þau, sem runnu um hendur hennar, en var jafn- framt höfðingleg og veitul við gesti, sem að garði bar. Hún mun um margt hafa verið ein hin myndarlegasta húsfreyja þessa héraðs af yngri kynslóð, byggði af litlum efnum, en mikl- um smekk upp hið ágætasta heimili, þar sem hverjum þótti dvöl ljúf. Sem móðir sinna kornungu, vaxandi barna hygg ég þó að hún hafi verið stærst. Hún hugsaði mikið um hvernig hún mætti sem bezt uppfylla skyldur þær, sem lagðar höfðu verið á herðar hennar þar, hvernig hún gæti orðið þeim bæði vörð- ur og skjól og jafnframt óbrigð- ull leiðtogi. Engum, sem um hugsar, mun dylj ast hvílíkur harmleikur gerðist þarna, er Kristjana var kölluð á brott frá sínu sívök- ula starfi fyrir börn sín og heim- ili. Engin hönd strýkur framar jafn mjúkt um vanga hennar litlu barna, engin augu beina fótum þeirra veg til manndóms og göfgis á jafn hugljúfan hátt sem hennar. En minningin um hana mun þó áfram slá ljóma um hennar kærá heimili. Svipar hennar strá birtu og yl um hugskot þeirra, sem hún lifði fyrir og mun örva til samheldni, til bar- áttu áfram og til þess mesta sigurs, sem nokkur getur unn- ið — sigurs yfir sorginni. Úr æðri veröld mun hún því áfram spinna óbilandi þræði í ham- ingjuvoð þeirra, sem hún unni mest á jörðu hér. P. Þ. Jón Sigurðsson frá Ásmund- arstöðum á Melrakkasléttu and- aðist í Kristneshæli hinn 20. desember síðastliðinn. Jón sál. var aðeins á 25. ald- ursári, fæddur 23. ágúst 1914, að veiðar í Norðuríshafi, loðdýra- veiðar í Grænlandi, auk hinna miklu þorsk- og síldveiðar við strendur heimalandsins. Á síð- ustu áratugum hafa þeir skapað sér nýjan atvinnuveg með loð- dýraræktinni, sem að útflutn- ingsverðmæti gefur af sér 35 miljónir króna. á ári. Er þar vissulega um met að ræða. Þá er kolavinnsla á Spitsbergen ný framleiðslugrein hjá þeim. Nýlega var í Reykjavíkurblaði sagt frá því, að afgreiðslustörf á pósthúsinu hér í Reykjavík hafi ekki þótt nógu fín fyrir Hallgrím Benediktsson eftir að hann hafði gerzt afreksmaður í íslenzkri glímu. Skal eklci um það dæmt hvort orðalagið á um- sögninni er það sem við á. En unga fólkið mætti veita þessari umsögn athygli. Hér er á vissan hátt komið að kjarna málsins. Góður iþróttamaður er að öðru jöfnu tekinn fram yfir jafn- aldrana til vandasamra starfa. Og sé hann ekki aðeins duglegur íþróttamaður, heidur jafnframt glæsilegur — hafi fagran stíl — eins og Hallgrímur Benedikts- son í glímunni, þá fleytir þetta langt. Hallgrímur Benediktsson átti ekki kost menntunar um- fram ýmsa stéttarbræður sína á uppvaxtarárunum. Samt hefir hann um mörg ár verið formað- ur Verzlunarráðs og er það við- urkennt, að þegar á hefir reyrt, þá hefir hann þar haft í framrni „fagran leik“ eins og í glímunni meðan hann var ungur maður. Vissulega er ástæða til að leggja hina mestu áherzlu á líkamsuppeldi æskulýðsins og í- þróttaiðkanir fullorðna fólksins. Eru uppi samráð góðra manna um að koma því til vegar, að iþróttaiðknair verði auknar, og þá m. a. við skólana. Þár sem aðstaða er til, ætti að gera sund og leikfimi að skyldunámsgrein fyrir karla og konur við skólana, og íslenzka glímu einnig að skyldunámsgrein fyrir pilta, og hefðu einkunnagjafir í þessum námsgreinum sama gildi við próf og bóklegar námsgreinar. Auk hins aukna líkamsatgerf- is og hreysti sem af námi þessu leiddi, þjálfuðu þessar náms- greinar nemendurna í því að leggja hart að sjálfum sér, og leiddi þá jafnframt til að menn geröu kröfur til sjálfs sín meir en ella, en það er sú hlið upp- eldisins sem á hverjum tíma ætti a$ leggja hina ríkustu a- herzlu á. Loks er enn ein „íþróttin“ sem merkur skólamaður hefir varp- að fram að gera ætti að sjálf- sagðri námsgrein i öllum fram- haldsskólum. En það er að kenna mönnum að yrkja. Sá sem þetta ritar þekkir mann sem hafði afar ófullkom- ið rímeyra. Þegar þessi maður var kominn yfir tvítugt var hon- um kennt að þekkja höfuðstafi og stuðla. Að fenginni þessari þekkingu, fór hann að reyna að búa til vísu. Næstu árin urðu til með þessum hætti nokkrar stök- ur, og ber það við að maður rekst á sumar þeirra enn hjá mönnum sem hafa numið þær. En þessi maður hætti síðar að iðka „íþróttina" og nú heldur hann því fram, að sér væri ill- ^ýkomið: fjölbreytt úrval aS karlmannafataefnum káputauum og dragftarefnum Margar nýjar gerdir. Kaupum tómar flöskur þessa viku til föstudagskvölds. — Flöskunum veitt móttaka í Ný- borg. Verksmiðjuútsalan ÁFENGISVERZLEN RÍKISINS. Gefjun Iðunn Aðalstræti. Tílkynnin Ásmundarstöðum, sonur Sigurð- ar Guðmundssonar frá Grjót- nesi og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur frá Ásmundarstöð- um. Hann var elztur af 8 börnum þeirra, er á legg komust, og hvíldi því snemma á honum forsjá heimilisins, þar sem fað- ir hans var jafnan heilsutæpur, og missti alveg heilsu og starfs- þrek fyrir nálega þremur árum síðan. Jón var því alveg tekinn við búsforráðum með pióður sinni, og virtist vel ætla að farn- ast, því umhyggja hans og hugs- unarsemi, um allt er að bústörf- um laut, mátti einstök teljast, um svo ungan mann, samfara dugnaði og áhuga. Hann bar einnig í brjósti mjög sterka þrá til umbóta í búskap og félagsmálum, og hafði þegar, þótt ungur væri, hlotið sæti í fulltrúaráði Kaupfélags Norður- Þingeyinga. Samvinnustefnan á því hér á bak að sjá mjög glæsi- legum stuðningsmanni, af þeirri kynslóð, sem næst skal það merki bera. Jón hafði búið sig undir lífs- starfið, eftir því sem ástæður hans leyfðu. Han'n var einn vetur við nám á Laugarvatni, og annan á Laugum, og hafði svo í hyggju að fara á bænda- skóla, en heimilisástæðurnar leyfðu ekki að það mark næðist. Hann fór í júní s. 1. vestur að Kristnesi til að fá skorið úr um heilsufar sitt, og við sáum hann ekki framar. Jarðneskar leifar hans voru fluttar hingað heim með Súð- inni 22. janúar þ. á. Ungmenna- félagið „Austri" tók á móti hon- um við bryggju og bar hann í kirkju. Jarðarförin var fjöl- menn og fór fram með prýði. Við samsveitungar Jóns Sig- urðssonar áttum margar vonir við hann tengdar, um afkomu og forráð þessarar sveitar, en þó foreldrar hans og systkini allra mest, þar sem hann var enn einkum þeirra „sverð og skjöldur“, eins og sakir stóðu. En við verðum að sætta okk- kleift að koma saman bögu. Þessi íþrótt, að geta gert vísu, er æfagömul með þjóðinni, og er enn landlæg og furðanlega út- breidd í ýmsum byggðarlögum. Er þessi alþýðukveðskapur eins- konar andleg leikfimi sem ekki heyrir beinlínis undir skáld- skap, en mildar hinsvegar jarð- veginn fyrir góðan skáldskap, eykur á skilning hans, auk þess sem hér er um að ræða merki- legt atriði í málvöndun. Og kannske er hér fólgin ein skýr- ingin á þvi að alþýðumálið hér á landi er hið sama og bókmál- ið. En íþrótt þessi hefir ekki sem skyldi verið inetin í bæjunum, og þessvegna er hugmyndin hin athyglisverðasta og ætti að komast til framkvæmda. Sunnudaginn sem skíðastökk- in áttu að fara fram, var veðrið eins óhagstætt og orðið gat, úr- hellisrigning og rokstormur, en vindstaðan útilokaði að stökkin gætu farið fram á stökkbraut- unum. Reykvíkingar settu ekki fyrir sig veðrið. í þúsundatali sóttu þeir upp að Skíðaskála. Gat nokkuð orðið af skíöastökk- um í slíku veðri? Enginn gat svarað. Hugsast gæti að veörið batnaði. Æðimargir sneru heim- leiðis. Aðeins einn maður var ekki aðgerðalaus. Það var Birgir Ruud. Um morguninn fór hann ásamt konu sinni að leita að stað þar sem skíðastökkunum yrði komið við. Staðurinn fannst. Nú var safnað liði. — Klukkustundum saman var unn- ið að snjómokstri. Á settum (Fravih. á 4. síðu) ur við það sem orðið er, og geyma minningu hans. Láfið er stutt fyrir hvern einstakling, og allir eiga þessa skuld að gjalda. Forsjóninni hefir þóknazt að kalla hann þegar „til meiri starfa Guðs um geim“. Kunnugur. GullSoss fer í kvöld um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Brúarfoss fer væntanlega frá Kaupm.- höfn 31. marz í stað 28. Tll auglýsenda! Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytendanna í land- inu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sinar sem flestum, aug- lýsa þær þess vegna í Tíman- um. — Járniðnaðarpróf veröur haldið í apríl næstkomandi. Þeir, sem óska að ganga undir það, sæki umsóknarbréf til Ásgeirs Sigurðssonar, forstjóra í Landssmiðjunni. Hmáiölnyerð á eftirtöldum tegundum af clgarettum má ekki vera hærra eu hér segir: Capstan Navy Cut Medium .... . .. . í 10 stk. pk. kr. 1.00 pk. Players Navy Cut Medium .... . . . . - 10 — — — 1.00 — Players Navy Cut Medium .... . . . . - 20 —r — — 1.90 —- Gold Flake . . . . - 20 — — — 1.85 — May Blossom . . . . - 20 — — — 1.70 — Elephant . . . . - 10 — — — 0.75 — Commander . . . . - 20 — — — 1.50 — Soussa . . . . - 20 — — — 1.70 — Melachrino . . . . “ 20 — — — 1.70 —- De Reszke turks . . . . ~ 20 — — — 1.70 — De Reszke virginia . . . . - 20 — — — 1.60 — Teofani . . . . - 20 — — — 1.70 — Westminster Turkish A.A . . . . - 20 — — — 1.70 — Derby . . . . - 10 — — — 1.00 — Lucky Strike . .. . - 20 — — — 1.60 — Raleigh . .. . - 20 — — — 1.60 — Lloyd . .. . - 10 — — — 0.70 — --«5» Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. tOrakseiivkasaea RÍKISIIVS. - Kaup og sala - Ellarefni og silki, margar tegundiró BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Beztu kolín BEIR H. ZOEBA Símar: 1964 og 4017. Vinttið ötullega fyrir Tímann. 4 Lettlce Ulpha Cooper: Eftir máltíðlna fórum við í land til þess að njóta þar dagsins. ÞaS var sólskin og mjög heitt í veðri. Við gengum frá bátakvínni, upp strætið milli tvöfaldra trjáraða, þar sem páfa- gaukar í búrum voru hengdir upp og boðnir til sölu, og litlir, brúnir silkiapar léku sér i for- sælunni. Flestir farþeganna fóru I skemmtiför þvert yfir eyna, en ég fór ekki með. Ég kaus fremur að reika upp bæinn. Ég fékk mér hress- ingu á kaffihúsi og síðdegis gekk ég út að San Antonio. Minningin um þennan dag er mér sér- staklega ánægjuleg, minning um sólvakin stræti og hús lauguð í mjúkum litum. Búðir og sýning- argluggar voru yfirfylltir af skrautmunum og skrani og á götunum skröltu uxavagnar 1 hita- mollimni, svipdökkt fólk bar körfur á höfðinu og sólbrennd börn með grunnhyggnisleg, brún augu báðu með útrétta lófa um enska peninga. Þetta eru þær myndir frá Madeira, sem venjulega geymast í huga ferðamannsins. En ég ætla ekki að reyna að rita ferðasögu. Ég nefni þetta aðeins af því, að ég held, að þá sé mér auðveldara að skilja það, sem hún sagði mér. Minningin um allt það nýstárlega, sem bar mér fyrir augu þennan dag, yndi þess og fegurð, er 1 huga mín- um óaðskiljanlega tengt við sögu Ellen Crane. Ég held, að ég hafi ekkert talað við hana, nema þá eitt eða tvö orð af tilviljun, fyrr en við höfðum yfirgefið Kanaríeyjamar. Þar býst ég við, að hún hafi farið í land eins og hinir farþegarnir, þótt ég muni ekki eftir, að ég hafi veitt henni athygli í hópnum. Ég mætti henni LETTICE ULPHA COOPER MÁLARINN JÓN HELGASON ÞÝDDI „TÍMINN" — REYKJAVÍK 193»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.