Tíminn - 01.04.1939, Blaðsíða 2
156
TtMlM, langardaginn 1. apríl 1939
39. blað
Hlutariltg:erd
Greinargcrdín fyrir fromvarpinu
um hlutarútgerdaríéiög
<§4mmn
Laugardaginn 1. apríl
Um þjóðstjórn o. il.
Þótt ekki sé enn búið að
mynda hina marguntöluðu þjóð-
stjórn, eru árásirnar á hana
fyrir löngu byrjaðar í blöðum
kommúnista. En þar, sem þjóð-
stjórnin er ekki ennþá til og
hefir þá vitanlega ekkert starf-
að, eru árásarefnin eins og gef-
ur að skilja nokkuð af handa-
hófi. Og dálítil áhætta gæti það
verið fyrir þá, sem standa að
þessari ádeiluframleiðslu á
þjóðstjórnina, ef hún svo þegar
til kæmi gerði eitt og annað allt
öðruvísi en ádeilumennirnir nú
gera ráð fyrir. Væri þá óneitan-
lega talsvert erfiði til einkskis
unnið.
Það getur kannske hljómað
nokkuð trúlega í eyrum sumra
manna, að þjóðstjórnin, ef til
kemur, sé mynduð til að breiða
yfir „svindl“ stórútgerðarmanna
og kúga verkamannastéttina í
landinu. En þeir, sem hlýða á
slíkar sögur eða lesa um það
feitletraðar trúboðsgreinar í
Þjóðviljanum, ættu samt að
skoða vel huga sinn áður en þeir
gleyþa það með öllu hrátt, sem
þar er fram reitt.
Þegar nánar er að gætt, er það
ekki beinlínis líklegt, að verið sé
að breiða yfir „svindl“ stórút-
gerðarfyrirtækja eða ívilna
„svindlurum", á sama tíma sem
settur er inn í Landsbankann
ungur og afburða duglegur
bankastjóri, sem allir viður-
kenna fyrir hæfileika og skör-
ungsskap og á sama tíma sem
verið er að setja hin skuldug-
ustu fyrirtæki undir nýja stjórn
og undirbúa eðlilegt uppgjör
þeirra. Þetta væru a. m. k. ákaf-
lega einkennilegar aðferðir til
að ívilna þessum fyrirtækjum
eða breiða yfir „svindl“ hjá
þeim. Enda væri það mála sann-
ast, að ef þjóðstjórnin væri
mynduð með einhverja slíka yf-
irbreiðslu fyrir augum eða hefði
hana í huga, þá ætti hún vissu-
léga harðan dóm skilið og myndi
líka fá, og það án alls tilverkn-
aðar frá kommúnistum í land-
inu.
En hver er þá sú kúgun verka-
mannastéttarinnar, sem geipað
er um, að þjóðstjórnin myndi
framkvæma? Þar mun fyrst og
fremst vera átt við ráðagerðir
þær um gengislækkun, sem uppi
hafa verið. Því er haldið fram,
að gengislækkun myndi þýða
tilsvarandi tekjurýrnun hjá
verkamönnum og afturför í
kjörum þeirra. En því fer mjög
fjarri, að þetta sé rétt. í fyrsta
lagi kæmi gengislækkunin a. m.
k. fyrst í stað, aðeins fram á
verði erlendra lífsnauðsynja.
í öðru lagi hefir ætíð verið ráð
fyrir því gert, að verkamönn-
um yrði að einhverju leyti bætt
upp hækkun framfærslukostn-
aðarins, þegar séð yrði, hver
hann reyndist. í þriðja lagi —
og það er stærsta atriðið — eru
það einmitt nú aðalrökin fyrir
réttmæti ' gengislækkunar, að
hún myndi verða til þess að
lengja atvinnutíma flestra
verkamanna, sem ekki hafa
fasta ársvinnu og skapa atvinnu
handa mönnum. sem nú eru at-
vinnulausir.
Það er ákaflega heimskuleg
skoðun, að kauphæðin ein,
tímakaupið, vikukaupið eða
mánaðarkaupið, skipti öllu máli
fyrir verkamanninn. Einmitt á
síðustu tímum hefir það kom-
ið greinilega í ljós um allan
heim, að höfuðhættan fyrir
verkamanninn er sú, að hann
geti enga 'vinnu fengið eða þá
svo stopula, að hún nægi ekki
til lífsframfæris. Háir kaup-
taxtar eru honum þá lítils virði.
Það er því höfuðatriði nú fyrir
verkamennina, að hægt sé að
efla atvinnulífið þannig, að
vinnan verði meiri en hún .nú
er, jafnvel þótt kaupmáttur
hverrar krónu yrði eitthvað
minni vegna gengislækkunar
eða hliðstæðra ráðstafana. Og
vel skyldu daglaunamenn og
sjómenn landsins gæta að því,
að vera ekki hafðir að leiksoppi
af hinu betur setta fastlaunaða
fólki (á skrifstofum og víðar),
sem dylur sína eigin óánægju
með því að tala um, að verka-
menn séu hart leiknir.
Tíminn hefir fyrir nokkru
getið frumvarps þess til laga um
hlutarútgerðarfélög, sem flutt
er af þremur Framsóknarmönn-
um í neðri deild. Fylgir því ítar-
leg greinargerð. Þar sem hér er
um mjög merkílegt mál að ræða,
þykir rétt að birta greinargerð-
ina í heilu lagi, en áður hafa
nokkur atriði hennar verið laus-
lega rakin hér í blaðinu.
Er hún á þessa leið:
„Það má öllum vera ljóst, að
þar sem sjávarútvegurinn er
annar aðalatvinnuvegur þjóðar-
innar, er það mjög þýðingar-
mikið, að þeim atvinnuvegi sé
fundið það rekstrarfyrirkomulag,
sem bezt hentar. Er þess mikil
þörf, að finna þann starfsgrund-
völl, sem veitir þeim mönnum,
sem að útgerðinni vinna, mesta
tryggingu fyrir réttlátum starfs-
launum, og þeim stofnunum, er
lána fé til sjávarútvegsins, mest
fjárhagslegt öryggi.
Sjávarútvegurinn er nú að
mestu rekinn af einstökum
mönnum, samlagsfélögum fárra
einstaklinga eða hlutafélögum.
Þó hafa á síðasta áratug verið
stofnuð nokkur fiskveiðasam-
Fyrir þeim, sem undanfarið
hafa beitt sér fyrir myndun
þjóðstjórnar, hefir það vakað að
gera stórt og myndarlegt átak
til að auka framleiðsluna og
atvinnuna í landinu, svo að um
munaði. Þeir hafa álitið að um
þetta ættu sem allra flestir að
taka höndum saman, til að eyða
misskilningi og tortryggni í
þessu efni. En það eru líka önn-
ur og eigi síður alvarleg við-
fangsefni, sem nú gera mynd-
un þjóðstjórnar æskilega. Sam-
bandsmálið bíður úrlausnar og
um það þarf þjóðin að vera sam-
taka. Og á meginlandi Norður-
álfunnar er ný stórstyrjöld yf-
irvofandi.
Sanngjörnum og greindum
mönnum getur ekki dulizt það,
að ef nokkurntíma er ástæða til
að mynda þjóðstjórn og vera
samtaka, þá er sú ástæða fyrir
hendi einmitt nú. Hitt er svo
annað mál, hvort þessi öryggis-
ráðstöfun reynist möguleg. Bæði
Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð-
isflokkurinn virðast eiga þar við
mikla örðugleika að stríða.
En hvort sem þjóðstjórn verð-
ur eða ekki, ættu menn að fara
varlega í að taka mark á ádeil-
um og ásökunum, sem fram eru
bornar algerlega út í loftið og
við engin rök hafa að styðjast.
Fyrir nokkrum dögum var
óttast að næsta markmið Hit-
lers væri að ná Rúmeníu undír
þýzk yfirráð. Þessi hætta virð-
ist nú liðin hjá í bili, sökum hins
nýja verzlunarsamnings milli
ríkjanna, sem er Þjóðverjum
mjög hagstæður.
En Hitler er samt ekki af baki
dottinn. í stað Rúmeníu hefir
hann nú beint hug sínum að
Danzig og Póllandi. Þaðan bú-
ast menn nú daglega við stór-
tíðindum.
Eftir heimsstyrj öld-
Danzig. ina urðu Þjóðverjar
að láta um 46 þús.
ferkm. lands til hins nýstofnaða
pólska ríkis. Næstum allt þetta
land, eða 42 þús. ferkm., hafði
heyrt undir pólska ríkið áður.
Þjóðverjar héldu áfram talsvert
stórum landshluta, sem þeir
fengu við skiptingu Póllands
1772 og 1793.
Auk þessa var hafnarborgin
Danzig aðskilin frá Þýzkalandi
og látin fá sjálfstjórn undir
vernd Þjóðabandalagsins. Var
þessi ráðstöfun byggð á þeirri
forsendu, að Danzig var þá eig-
inlega eina hafnarborg Póllands
og Pólverjar óttuðust afarkosti,
ef hún væri áfram undir stjórn
Þýzkalands. Frá því snemma á
miðöldum og þangað til 1772
hafði borgin líka lengstum
heyrt undir Pólland, en þó
nokkrum sinnum haft fullt
sjálfstæði. Hinsvegar mælti það
gegn aðskilnaðinum, að meiri-
hluti íbúanna var þýzkur, enda
vinnufélög, og í einu bæjarfé-
lagi hefir verið rekin bæjarút-
gerð. Á togurunum hafa skip-
verjar að mestu fast kaup, án
tillits til afkomu útgerðarinnar,
og svo er einnig að nokkru leyti
á smærri skipum, en á mörgum
mótorbátum og öðrum smærri
skipum eru þó skipverjar ráðnir
gegn ákveðnum hluta af afla.
Flest þau fiskveiðasamvinnu-
félög, sem stofnuð hafa verið á
undanförnum árum, munu hafa
orðið til fyrir knýjandi þörf,
vegna þess að útgerðarfyrirtæki
einstakra manna eða hlutafélaga
á viðkomandi stöðum hafa verið
lögð niður, venjulega fyrir þá
sök, að þau voru komin i þrot
fjárhagslega vegna taps á út-
gerðinni. Stofnun samvinnufé-
laganna hefir því verið viðleitni
til að afstýra neyðarástandi á
viðkomandi útgerðarstöðum, og
bæja- og sveitafélög, ásamt
ríkissjóði, hafa í einstöku tilfell-
um tekið á sig ábyrgðir vegna
slíkra fiskveiðasamvinnufélaga.
En yfirleitt munu þessi félög
ekki hafa verið rekin á hreinum
samvinnugrundvelli, þó að nöfn
þeirra bendi til þess. Þau munu
hafa ráðið starfsmenn að nokkru
leyti fyrir fastákveðið kaup, bæði
tl lengri og skemmri tíma, en
aðeins nokkur hluti af starfsliði
þeirra fengið breytilegar launa-
greiðslur eftir rekstrarafkomu
félaganna eða með aflahlut. Fé-
lögin sjálf hafa því orðið fyrir
töpum eins og útgerðarfyrirtæki
einstakra manna eða hlutafé-
laga.
Rekstur bæjarútgerðarinnar
hefir að engu leyti verið frá-
brugðinn einstaklingsrekstri
öðru en því, að ábyrgðin á fyrir-
tækinu hvílir á viðkomandi bæj-
arfélagi.
Frumvarp það um hlutarút-
gerðarfélög, sem hér er fram
borið, er að efni til mjög svipað
frumvarpi til laga um útgerðar-
samvinnufélög, sem flutt var á
Alþingi fyrir tveim árum af
þremur þingmönnum Framsókn-
arflokksins, þeim Bergi Jónssyni,
Gísla Guðmundssyni og Bjarna
Ásgeirssyni, en það frumvarp
náði ekki samþykki á Alþingi.
Ákvæði 7. gr. þessa frumvarps
um sjóðstofnun til að tryggja
þátttakendum í útgerðinni lág-
markstekjur er þó nýmæli.
Með frumvarpi þessu, ef að
lögum verður, er byggður grund-
völlur til að reisa á félagsleg
samtök um fiskveiðar og aðra
starfsemi í sambandi við þær,
með almennri þátttöku þeirra,
höfðu Þjóðverjar óspart reynt
að útrýma þjóðerni Pólverja þar
á árunum 1772—1918.
Síðan Hitler kom til valda í
Þýzkalandi hefir flokkur naz-
ista í Danzig eflzt mikið og ræð-
ur hann nú lögum og lofum á
þingi borgarinnar. Andstæðing-
ar hans hafa verið sviptir flest-
um réttindum. Flokkurinn hefir
notið mikils stuðnings frá
Þýzkalandi. Það hefir stutt
nokkuð að gengi hans, að verzl-
un borgarinnar og siglingum
þangað hefir hrakað mikiö í
seinni tíð, sökum hinnar nýju
hafnarborgar Pólverja, Gdynia.
Þrátt fyrir það myndi inn-
limun Danzig í Þýzkaland geta
haft slæmar afleiðingar fyrir
utanríkisverzlun Pólverja, því
mikill. hluti hennar fer enn um
borgina. Kjör hinna pólsku íbúa
borgarinnar myndi sömuleiðis
versna. Bæði af þessum og sögu-
legum ástæðum munu Pólverjar
því gera sitt ítrasta til að hindra
innlimun Danzig í þýzka ríkið.
M e ð a 1 þess
„Korridorinn“. 1 a n d s, sem
Pólverjar end-
urheimtu frá Þjóðverjum eftir
heimsstyrjöldina, er talsvert
breið landspilda, sem nær alla
leið til sjávar og klýfur Austur-
Prússland frá Þýzkalandi. Þótti
Þjóðverjum það strax harður
kostur, að landi þeirra skyldi
þannig skipt í tvennt, enda þótt
þeim væri tryggðar góðar sam-
göngur á milli.
Til þessarar ráðstöfunar lágu
sem að því starfa. Gert er ráð
fyrir, að allir, sem að útgerðinni
vinna hjá slíkum félögum á sjó
og landi, séu félagsmenn, en þó
gert ráð fyrir, að um undantekn-
ingu geti verið að ræða að því er
snertir ráðningu skipverja um
stundarsakir í forföllum annara.
Ábyrgð félagsmanna á skuld-
bindingum félagsins er takmörk-
uð við 300 krónur. Þá er svo á-
kveð'iö, að allir fastir starfsmenn
félagsins og skipverjar á skipum
þess skuli ráðnir gegn ákveðnum
hluta af afla, en ekki fyrir fast
kaup. Með þessu er að því stefnt,
að allir, sem að útgerðinni vinna
á sjó og landi, sjómenn, verka-
fólk, sem vinnur að verkun afl-
ans í landi, skrifstofumenn,
framkvæmdastjórar og stjórn-
endur, fái vinnu sína greidda
með aflahlut í stað fastra launa.
Er þetta því miklu víðtækara
hlutaskiptafyrirkomulag heldu1-
en áður hefir tíðkazt, þar sem
nú munu það eíngöngu vera sjó-
mennirnir, sem taka aflahlut
fyrir vinnu sína. Verður það að
teljast réttast skipulag í útgerð-
armálunum, að allir, sem í þeirri
atvinnugrein starfa, taki laun
eftir því sem aflast, og verður
það ekki betur tryggt á annan
hátt en þennan. Með þessum
hætti verður það hagur þeirra
allra hlutfallslega jafnt, þegar
vel aflast og verð afurðanna er
hátt, og aftur á móti leggjast
byrðarnar af aflaleysi og lágu
afúrðaverði hlutfallslega jafnt á
alla þátttakendur í útgerðinni,
en ekki aðeins á nokkurn hluta
þeirra, eins og nú tíðkast.
Því hefir verið haldið fram, að
eigi myndi unnt að koma við
hlutaskiptum að því er snertir
þá menn, sem vinna að verkun
og hagnýtingu aflans í landi.
Þetta mun þó auðvelt, ef vilji er
fyrir hendi. Verður að teljast vel
hægt fyrir landverkafólk að taka
þátt í slíkum félagsskap og taka
að sér fiskverkun gegn ákveðn-
um hluta af aflanum í verka-
laun, og yrði sá aflahlutur mis-
munandi stór, eftir því á hvaða
verkunarstigi fiskurinn yrði
seldur.
Fyrirkomulag hlutaskiptanna
á hverri tegund skipa skal á-
kveðið í samþykktum félaganna.
Skal þar ákveðinn hlutur allra
skipverja, yfirmanna og háseta
og annara starfsmanna, fram-
kvæmdastjóra og skrifstofu-
fólks. Ennfremur hlutur skips-
ins og annara eigna, sem notað-
ar eru við öflun fiskjarins eða
hagnýtingu hans.
í frumvarpinu er ákvæði um
stofnun tryggingarsjóðs, í þeim
tilgangi að tryggja félagsmönn-
um lágmarkstekjur. Á síðustu
árum hefir það farið í vöxt, að
sjómönnum, sem ráðnir eru fyr-
ir aflahlut, hafa verið tryggð
lágmarkslaun yfir útgerðartím-
ann, venjulega allmiklu lægri en
einkum tvær ástæður: Pólverj-
urn var nauðsynlegt að hafa að-
gang að sjó og meginþorri íbú-
anna í þessum landshluta var
pólskur. Má m. a. marka þjóð-
ernislega afstöðu þeirra á því, að
þrátt fyrir öflugar aðgerðir
Þjóðverja til útrýmingar pólsku
þjóðerni, höfðu þeir jafnan kos-
ið Pólverja til að mæta fyrir
sína hönd á ríkisþingi Þýzka-
lands. Að frádregnum árunum
1308—1454 hafði líka þessi
landshluti tilheyrt Póllandi í
næstum 1000 ár.
Landshluti þessi er venju-
lega nefndur „korridorinn"
(gangurinn).
Pólverjar hafa nú reist nýja
hafnarborg, Gdynia, á þessum
stað og gengið að því verki með
fágætum dugnaði. Má nokkuð
ráða, hve stórfelld þessi fram-
kvæmd er, á því, að Gdynia, sem
hafði fyrir tuttugu árum nokk-
ur hundruð íbúa, hefir nú um
120 þús. íbúa. Munu þess ekki
dæmi, að stórborg hafi risið upp
á jafnskömmum tíma og Gdynia,
þegar miðað er við svipuð skil-
yrði.
Þótt Þjóðverjum
Efri-Schlesia. félli illa að missa
þennan lands-
hluta, var þeim þó enn óskap-
feldara að láta Pólverjum eftir
nokkurn hluta Efri-Schlesíu,
sem er á landamærum Þýzka-
lands, Tékkóslóvakíu og Pól-
lands. Að vísu fengu Pólverjar
þar ekki nema um 4000 ferkm.
af landi, en fyrir margra hluta
sakir var þetta einhver auðug-
asti blettur Þýzkalands. Þar
eru einna mestar kolanámur
í Evrópu og margvíslegur stór-
kaup fastlaunaðra sjómanna.
Þó að þessi trygging sé ekki
miðuð við liátt kaup, eru þess
dæmi, að mjög erfitt hefir orðið
fyrir einstaka útvegsmenn að
uppfylla þessar kröfur um lág-
markskaup, þegar illa árar, því
að þá er af engu að taka hjá
útgerðinni. Er þess því mikil
þörf að koma þessum trygging-
um þannig fyrir, að viðráðan-
legt sé fyrir útgerðarfyrirtækin,
en þó nokkurt öryggi um af-
komuna fyrir sjómennina. Er
hér ákveðið, að leggja skuli í
tryggingarsj óðinn á k v e ð i ð
hundraðsgj ald af verðmæti afl-
ans, miðað við verð hans upp úr
skipi, og að bæjar- eða sveitar-
félag, þar sem hlutarútgerðarfé-
lagið á heima, skuli leggja jafn-
háa fjárhæð í sjóðinn á móti til-
lagi félagsins. Þetta ákvæði er
byggt á því, að rekstur útgerð-
arinnar sé svo þýðingarmikill
fyrir viðkomandi bæjar- eða
sveitarfélög, að réttmætt sé að
leggja á þau nokkra kvöð til að
tryggja þeim mönnum, sem að
útgerðinni vinna, lágmarkslaun
fyrir unnið erfiði. Má benda á,
að vafasamt er, að hér yrði um
raunverulega útgjaldaaukningu
að ræða fyrir bæjar- eða sveit-
arfélögin, þar sem þau yrðu
sennilega að veita fé til atvinpu-
bóta eða á annan hátt til
stuðnings atvinnulausum
mönnum, ef útgerðarstarfsemi
félli niður.
Því verður tæplega mótmælt
með skynsamlegum rökum, að
rétt sé, að þeir, sem vinna fram-
leiðslustörfin, fái stuðning ann-
arra, sem hafa betri afkomu, ef
einhverjir finnast, þegar illa
árar fyrir framleiðsluna. Að
þesskonar jöfnun á kjörum
manna er stefnt með ákvæði
þessa frumvarps um trygging-
arsjóði, sem séu að hálfu leyti
myndaðir af tillögum annara en
þeírra, sem að framleiðslunni
starfa. En vegna þessarar
greiðsluskyldu bæjar- og sveit-
arfélaga, er svo fyrir mælt, að
bæjar- og sveitarstj órnir skuli
samþykkja reglugerðir um lág-
markslaun, sem greiðist úr
tryggingarsjóði.
Samþykktir félaganna og
reglugerðir um tryggingarsjóði
skulu einnig staðfestar af
stjórnarráðinu. Allar breytingar,
sem gerðar eru á samþykktum
og reglugerðum hlutarútgerðar-
félaga, skulu einnig staðfestar
af sömu aðiljum til þess að öðl-
ast gildi.
Þegar hlutarútgerðarfélag
hættir störfum, skal tryggingar-
sjóður þess ávaxtaður áfram á
nafni viðkomandi bæjar- eða
sveitarfélags, og má eingöngu
verja innstæðu hans til greiðslu
á tillögum í tryggingarsjóði
annara hlutarútgerðarfélaga á
sama stað.
Eitt af því, sem mjög hefir
iðnaður. Af íbúunum, sem voru
um 900 þús., var þriðjungurinn
þýzkumælandi. — í atkvæða-
greiðslu, sem fram fór um það
1921, hvoru landinu íbúarnir
vildu fylgja, veitti Þjóðverjum
betur. Eigi að síður fengu Pól-
verjar þessi héruð.
Það er víst, að fyrst eftir
heimsstyrj öldina þótti Þjóðverj-
um langsamlega verst að missa
það land, sem Pólverjar fengu.
Sérstaklega hörmuðu þeir miss-
ir „korridorsins" og Efri-
Schlesiu. Kom þetta í ljós á
margan hátt. Viðskiptastríð reis
milli landanna á tímabili og
urðu afleiðingarnar þær, að á
árunum 1923—34 minnkuðu við-
skiptin milli þeirra um helming.
Vegna hinna sífelldu erja milli
ríkjanna kom það því mjög á ó-
vart, þegar þau gerðu með sér
vináttusamning,sem gilda skyldi
í 10 ár. Það var 1934. Ýmsir telja
að Hitler hafi átt frumkvæði
samningsins. Árangur hans varð
m. a. sá, að stuðningur Pólverja
við lýðræðisríkin varð ótraust-
ari en áður. Hitler hefir því
hagnazt talsvert á samningnum,
en nú þykist hann tæpast þurfa
þess lengur með og að tími sé
til þess kominn að rifja upp
gamlar væringar.
Saga Pólverja hefir
Raunasaga frá fyrstu tíð verið
Pólverja. hálfgerð r a u n a -
saga. Ef til þess
dregur nú að þeir þurfi að verja
frelsi sitt með vopnum, er það
vissulega engin nýjung í sögu
þeirra.
Fyrstu sagnir um ríki Pólverja
eru um 1000 ára gamlar. Þeir
torveldað efnalitlum mönnum
að koma á fót útgerðarfyrir-
tækj-'um, er það, að erfitt hefir
reynzt að fá nema lítinn hluta
af verði skipanna að láni gegn
veði í þeim vegna þeirrar sjó-
veðshættu, sem á skipunum
hvílir samkvæmt gildandi lög-
um. Með hlutarútgerðarfyrir-
komulaginu er sjóveðshættan
mjög lítil, og ætti því slíkum fé-
lögum að verða miklu auðveld-
ara að fá lán gegn veði í skip-
um heldur en fyrirtækjum, sem
skuldbinda sig til að greiða á-
höfninni fast kaup, sem sjóveðs-
réttur fylgir.
Enn er ótalinn sá kostur við
þetta rekstrarfyrirkomulag, að
með því er komið í veg fyrir, að
reksturinn stöðvist vegna á-
greinings milli útgerðarmanna
og sjómanna um kaup og kjör,
en slíkir árekstrar hafa oft átt
sér stað að undanförnu og vald-
ið þjóðarheildinni miklu fjár-
hagslegu tjóni.
í frumvarpinu er loks ákvæði
um, að félög, sem stofnuð verða
samkvæmt lögunum, skuli und-
anþegin greiðslu tekjuskatts af
varasjóði og tryggingarsjóði og
heimilað að undanþiggja þau
útsvari. Með lögum frá síðasta
Alþingi voru togaraútgerðar-
fyrirtækjum veitt svipuð hlunn-
indi um nokkurra ára skeið, og
virðist ekki ósanngjarnt, að
hlutarútgerðarfélögin n j ó t i
einnig þeirra hlunninda.“
„Frjáls vcrzlun“
Kaupmenn hér í bænum eru
byrjaðir að gefa út nýtt blað,
sem nefnist „Frjáls verzlun“.
Eins og nafnið bendir til mun
blaðið eiga að berjast fyrir af-
námi innflutningshaftanna ög
frjálsum aðflutningi frá út-
löndum.
Eins og vænta má, þar sem
um slíkan málstað er að ræða,
kenni iðulega töluverts ósam-
ræmis í málflutningnum. í sein-
asta tölublaðinu er t. d. mikið
skammast yfir því, að nokkrar
vanskilaskuldir hafa safnazt
hér á undanförnum árum. „Ef
ekkert verður að gert“, segir
blaðið, „halda vanskilaskuld-
irnar áfram að vaxa þangað til
þjóöin fær ekki við þær ráðið“.
Skyldu þessir menn virkilega
halda að söfnun vanskilaskuld-
anna minnkaði, ef höftin yrðu
afnumin? Eru ekki einmitt van-
skilaskuldirnar sönnun þess, að
meðan útflutningurinn ekki
eykst, sökum þess að kaupmenn
og þessháttar legátar standa
gegn kjarabótum handa út-
flutningsframleiðslunni, er
frekar þörf að auka höftin en
draga úr þeim?
Sem dæmi um rithátt blaðsins
má nefna eftirfarandi kafla úr
ÍFramh. á 4. siðu)
hafa jafnan þótt merkileg þjóð
fyrir margra hluta sakir. Bólc-
menntir þeirra eru mjög merki-
legar og á fleiri sviðum hafa
þeir staðið framarlega. Þeir hafa
og þótt góðir hermenn. En inn-
byrðisdeilur og sundurlyndi
hefir venjulega staðið þeim
fyrir þrifum. Á miðöldunum
voru borgarastyrjaldir og upp-
reisnir mjög tíðar. Þessi innri á-
tök gerðu nábúaríkjunum mjög
auðvelt að ráða miklu i landinu
með því að styrkja sér hliðholla
menn til valda. Kom svo að lok-
um, að þeim þótti það ekki
nægilegt, heldur ákváðu að
leggja landið undir yfirráð sín.
Árið 1772 komu Rússar, Þjóð-
verjar og Austurríkismenn sér
saman um að skipta verulegum
hluta af landinu á milli sín. Ár-
ið 1793 framkvæmdu þeir nýja
skiptingu á meginhluta lands-
ins og 1795 voru seinustu leifar
hins pólska ríkis lögð undir er-
lend yfirráð.
Pólverjar reyndu eftir megni
að verja frelsi sitt, en þó ekki
fyrr en það var orðið um seinan
að snúa saman bökum. Á 19.
öldinni gerðu þeir fjölmargar
tilraunir til að brjótast undan
hinu erlenda oki og kom oft til
blóðugra uppreisna, sem hinir
erlendu drottnarar börðu niður
með vægðarlausri harðýðgi.
Á árunum 1772—1918 urðu
Pólverjar að þola alla þá bölv-
un, sem getur fylgt erlendri
undirokun. Bezt voru kjör þeirra
í þeim héruðum, sem heyrðu
undir Austurríki. Hinsvegar voru
þau verst í þeim landshlutum,
sem lágu undir Þýzkaland. Þjóð-
verjar reyndu á allan hátt að
Pélland