Tíminn - 01.04.1939, Side 3

Tíminn - 01.04.1939, Side 3
39. Mað TÍMIM, langardagiiui 1. april 1939 157 ÍÞRÓTTIR tþróttakennsla í skólum. Tíminn hefir áður birt nokkra kafla úr frv. því til íþróttalaga, sem nú liggur fyrir þinginu. Sá kaflinn, sem fjallar um íþróttir í skólum, hljóðar á þessa leiö’: „í öllum skólum landsins skulu íþróttir iðkaðar eftir því, sem mælt er fyrir i lögum þess- um, eða reglugerðum, er ráð- herra setur samkvæmt þeim. Barnaskólum í kaupstöðum eða kauptúnum með 500 íbúum eða fleiri, svo og öllum æðri skólum, skal séð fyrir hæfu hús- næði með heitu og köldu baði og nauðsynlegum áhöldum til fimleikakennslu, og er hvort- tveggja háð úrskurði íþrótta- fulltrúa. í barnaskólum í sveit- um og kauptúnum með færri en 500 íbúum skal temja nemend- um þær fimleikaæfingar, sem við verður komið í húsnæði skól- anna, enda sé eigi völ á öðru húsnæði betra. Allir fastir barnaskólar og æðri skólar skulu hafa til umráða hæfilegt land- svæði eða leikvang til þess að iðka knattleiki og útiíþróttir. Öll börn á landinu skulu læra sund, nema þau séu óhæf til þess, að dómi skólalæknis. Höf- uðáherzlu skal leggja á að kenna bringu- og baksund og helztu aðferðir við björgunarsund og endurlífgun úr drukknunará- ástandi. Skal hver nemandi hafa lokið þessu námi fyrir 14 ára aldur og hafa leyst af hendi ákveðnar raunir í sundi og björgun, samkvæmt reglugerð, sem ráðherra setur. Þar, sem sundlaugar eru svo nærri skólum, að sundiðkunum verði við komið samhliða öðru námi, skal ætla þeim tíma á stundaskrá skólanna. Að öðrum kosti skal kenna sund með ár- legum námskeiðum, og skal hver nemandi eiga kost á hálfsmán- aðar kennslu a. rn. k. Þar, sem sækja skal langt til slíkra sund- námskeiða, skal ríkissjóður taka þátt í ferðakostnaði nemenda, eftir reglum, sem ráðherra set- ur. í öðrum skólum en barna- skólum skulu nemendur iðka sund, nema þeir teljist til þess óhæfir, að dómi skólalæknis, enda eigi þeir kost á sund- kennslu og aðgang að sundlaug. Að loknu námi i skólanum skulu nemendur leysa af hendi próf- raunir, er miðaðar séu við aldur þeirra og þroska. Ráðherra set- ur nánari ákvæði um próf- raunir þessar. í öllum skólum skal leggja á- herzlu á það, að nemendur fái tækifæri til að stunda útiíþrótt- B Æ K U R Saga Þorlákshafnar. SíðastliðiÖ ár gaf Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli út litla bók, er hafði inni að halda ýmsar endurminningar frá Þor- lákshöfn sem, svo kunnugt, var að fornu fari helzta og fiskisæl- asta veiðistöðin við suðurströnd- ina. Var þar sagt frá ýmsum atburðum, er gerzt höfðu þar, einkum á tveim síðustu áratug- um síðustu aldar og hinum fyrstu árum tuttugustu aldar. Nú nýlega hefir komið út ann- að bindi af þessu riti Sigurðar, og er þar mest byggt á endur- minningum Jóns fyrrum hrepp- stjóra að Hlíðarenda, en hann Þorlákshafnarformaður um langa hrið og sægarpur mikill og glæsilegur. Illa hefði mátt telja farið, ef frásagnir þær, er geymdar eru í þessum ritum tveim, hefðu í gleymsku fallið. Þær eru áreið- anlega góð lesning þeim, sem lít- ið þekkja til sjósóknar, og þá sízt með þeim hætti, er var fyrir nokkrum áratugum. Vel er það, að minningu og frásögnum um hugdirfð, elju og atorku hinna gömlu sjósóknara sé á lofti ir, eftir því sem fært þykir og staðhættir eru til. Ennfremur skulu piltar í öllum skólum eiga kost á tilsögn í íslenzkri glímu. Nemendum þeim, sem að dómi skólalæknis eru eigi færir um að taka þátt í hinum almennu í- þróttaiðkunum skólanna, skal séð fyrir líkamsæfingum við þeirra hæfi, eftir því sem fært þykir. Ráðherra setur að öðru leyti, eftir tillögum íþróttafull- trúa og' íþróttanefndar, ákvæði um tilhögun og stundafjölda fimleikakennslu og annarra í- þróttaiðkana í skólum. Skólanemendum er óheimilt að stunda íþróttaæfingar í fé- lögum utan skólanna þann tíma árs, sem skólar starfa, nema með leyfi skólastjóra. í öllum barnaskólum og öðr- um almennum skólum skal fara fram kennsla í heilsufræði. Leggja skal séx-staka áherzlu á heilsuvernd, gildi iþrótta og skaðsemi eiturnautna. Háskólastúdentar skulu eiga kost á íþróttakennslu og í- þróttaiðkunum, eftir nánari á- kvæðum, sem ráðherra setur. Fræðslumálastjórninni er heimilt að láta, gera íþrótta- merki fyrir skóla, samkvæmt reglugerð, er kennslumálaráðu- neytið setur um þau efni. Merk- in skulu allir skólanemendur eiga kost á að fá fyrir lágt verð, er þeir hafa unnið tilskilið af- rek og náð tilskilinni leikni. haldið, og þeirra heilbrigðu og þróttmiklu lífsviðhorf túlkuð. Því viðhorfi lýsir höfundur bókarinnar, bæði vel og fagur- lega, er hann i niðurlagsorðum sínum beinir því heilræði og þeirri ósk til allra, er í Þorláks- höfn starfa á komandi árum, að þeir muni ávallt „það, sem var og er aldagömul reynsla, sem aldrei fyrnist, en ávallt er ný og sígild, þetta: að guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur". Búnaður Grænlendinga. Sigurður Sigurðsson fynver- andi búnaðarmálastjóri ferðað- ist svo sem kunnugt til Græn- lands 1937. Að þeirri för afstað- inni ritaði hann alllanga grein í danska tímaritið Tidskrift för Landökonomi um búnað í Græn- landi og hefir sú ritgerð nú ver- ið gefið út sérprentuð á dönsku. Ritlingur sá hefst á stuttorðri landfræðilegri lýsingu Græn- lands. Er jafnframt lýst land- námi íslendinga þar. Hann rek- ur alinákvæmlega hinar fyrstu tiiraunir um búnað á Grænlandi eftir að það kemur aftur út úr myrkri miðaldanna og dregur fram þau skilyrði, sem nú eru þar fyrir hendi til búreksturs og jarðyrkju, lýsir veðurfari, gróðri, samgönguháttum, og fólksfjölda. Síðar í ritgerðinni er gerð nán- ari grein fyrir búnaði og bún- aðarháttum, skýrt Jrá þeim árangri, er náðst hefir, og varp- að Ijósi yfir þá erfiðleika, sem við er að etja. Svo sem kunnugt er bústofn- inn grænlenzki, sauðfé og hest- ar, íslenzkt að uppruna að lang- mestu leyti. Sauðfjárræktin í Grænlandi fer einnig að nokkru leyti undir umsjá íslenzks manns, Sigurðar Stefánssonar, ættaðs úr Grímsnesi, sem á sín- um tíma var fenginn til þess að hafa þau störf með höndum. Ritlingi Sigurðar SigurÖssonar fylgja allmargar góðar myndir af híbýlum, landslagi, heyskap og fleiru á „Grænlands grund“. TIl auglýsenda! Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýs- inga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þaer þessvegna í Tímanum — TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Reykj avík. K n attspyrnnmótiii verða sem hér segir á komandi sumri: 3. fl. mótið hefst 14. maí (vormót) drengir undir 16 ára 2. fl. mótið hefst 18 maí (vormót) drengir undir 19 ára Reykjavíkurmótið hefst 25. maí, kept um Reykjavíkurhornið. 1. fl. mótið hefst samtímis, svo sem við verður komið (áður B-mót), kept um Glæsisbikarinn. 4. fl. mótið hefst 5. júlí, drengir undir 13 ára, kept verður einu sinni í viku þar til mótinu er lokið. íslandsmótið hefst 26. júlí, kept um ísiandsbikarinn. 1. fl. landsmót hefst samtímis svo sem viö verður komið, kept um Vikings- bikarinn, áður B-lið. 2. fl. mótið hefst 17. ágúst, drengir undir 19 ára, haustmót. 3. fl. mótið hefst 22 ágúst, drengir undir 16 ára, haustmót, tvöföld umferð. Tilkynningar um þáttöku í mótunum skulu komnar til K. R. R. eigi síðar en 14 dögum fyrir hvert mót. Knattspyrnuráð Reykjavíkur. Tilkynníng til húseigenda í Reykjavík. Samkvæmt samningi við Bæjarstjórn Reykja- víkur, dags. 9. marz ’39, yfirtökum-vér bruna- tryggingar á öllum húseignum í Reykjavík frá og með 1. apríl. Gjalddagi iðgjalda er 1. apríl og ber að greiða iðgjöldin innan mánaðar frá gjalddaga. Ið- gjöldunum verður veitt móttaka fyrst um sinn á sama stað og áður, Laugaveg 3 (2. hæð). Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10—12 f. hád. og kl. IV2—3V2 e. hád., nema laugardögum kl. 10—12 f. hád. Brunadeild. Smásöluverd á eftirtöldum tegundum af tóbaki má eigi vera hærra en hér segir: Heller Vírginia Shag . Goldgulden .......... Aromatischer Shag . .. Feinriechender Shag . Blanke Virginia Shag Justmans Lichte Shag Moss Rose ........... í 50 gr. pk. í 50-------- í 50-------- i 50 — — í 50 —• — i 50-------- í 57-------- kr. 1.25 pr. pk. — 1.30-------- — 1.30-------- — 1.35 — — — 1.30-------- — 1.20-------- _ 1.45----------- Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. TÓBAKSEIKASALA RÍKISIAS. E.s. *RATLA“ hleður 25. aprll vörur I HALIFAX beint til Reyk jj avikur. Enn er hægt að tryggjja sér ódýran flutning, ef sainið er strax við Faaberg & Jakobsson. Sími 1550. útrýma hinni pólsku þjóðernis- tilfinningu. Meðal annars fluttu þeir þangað mikið af þýzkum landnemum, sem tóku jarðirnar af Pólverjum og gerðu þá að hálfgerðum þrælum sínum. En þessi mikla undirokun og skipu- lagði áróður Þjóðverja bar minni árangur en til var ætlazt. Mun sú þrautseigja og fast- heldni við þjóðerni sitt, sem Pólverjar sýndu á þessum tím- um, verða talin einn glæsileg- asti þáttur sögu þeirra. Heimsstyrjöldin batt enda á undirokun Pólverja eins og fleiri annarra máttarminni þjóða. Þjóðverjar náðu öllu landinu undir sig á tímabili og hugðust að mynda þar lepp- ríki undir þýzkri vernd likt og Slóvakía er nú. Eiga Pólverjar því eingöngu sigri Breta og Frakka að þakka að þeir endur- heimtu sjálfstæði sitt. Pólska ríkið er nú Pólland n æ s t u m helmingi í dag. minna en það var f y r i r skiptinguna 1772. Næstum allt það land, sem Pólverjar hafa ekki endurheimt aftur, liggur undir Rússa. Hefir því jafnan verið grunt á því góða milli Rússa og Pólverja, því auk þessa hafa Rússar rekið öfl- ugan kommúnistiskan áróöur i Póllandi. í seinni tíð hafa þó Rússar gert ýmislegt til að bæta sambúðina og stafar það vafa- laust af ótta við það, að Þjóð- verjar reyni aö vinna sér fylgi Pólverja, ef þeir ættu í styrjöld við Rússa. Flatarmál Póllands er nú 390 þús. ferkm. Árið 1937 var íbúa- talan um 34.2 milj. Síðan 1921 hefir íbúunum fjölgað um 9 milj.. Pólverjar sjálfir eru um 69% af íbúunum. Næst koma Ukra- inumenn, sem eru röskar 4 milj., Gyðingar, sem eru tæpar 3 milj., Rússar, sem eru nokkuð á aðra milj., og Þjóðverjar, sem eru rösklega ein milj. Landbúnaður er aðalatvinnu- vegur þjóðarinnar og byggist hann ýmist á kornyrkju, kvik- fj'árrækt og skógarhöggi. Röskur meirihluti þjóðarinnar lifir á landbúnaði. Á síðari árum hef- ir mikið verið unnið að skipt- ingu stórjarða í smærri býli. Námuvinnsla er mikil. Mest er unnið af kolum og salti. Einnig er unnið talsvert af olíu, járni, blýi og zinki. í borgunum er víða mikill iðnaður. Viðskiptakreppa undanfar- inna ára hefir verið Pólverjum erfið. Einkum hafa viðskiptin við Þýzkaland minnkað, en það var áður helzta viðskiptaland- ið. Nú hefir Bretland tekið þann sess. Meðal annars hefir kreppan dregið úr kolaútflutn- ingnum og orðið þess valdandi, að kolaframleiðslan hefir tals- vert dregizt saman.Frá því sjón- armiði var það því vafasamur fengur fyrir Pólverja að fá hin auðugu kolanámuhéruð, sem Tékkar urðu að afhenda þeim síðastliðið haust. Þrátt fyrir erfiða viðskipta- tíma hafa orðið miklar framfar- ir í Póllandi síðan þjóðin heimti frelsi sitt. Sérstaklega hafa miklar endurbætur verið gerðar í menningarmálunum. Pólverj ar haf a haft Herstyrkur almenna herskyldu Póiverja. síðan þeir endur-. reistu ríki sitt og geta því á skömmum tíma kvatt fjölmennan og sæmilega æfðan her til vopna. í fram- kvæmd hefir herþjónustutíminn verið 18 mánuðir, en auk þess eru menn öðru hvoru kallaðir til æfinga eftir að þeirri þjónustu er lokið. Hinn fasti her landsins á friðartímum er 18 þús. liðsfor- ingjar, 37 þús. undirforingjar og 211 þús. óbreyttir hermenn. Auk þessa eru starfandi ýms frjáls samtök, sem kenna meðlimum sínum varnir gegn loftárásum og önnur slcyld verk. í einu þess- ara félaga eru um 1.5 millj. fé- lagsmenn. íþróttastarfsemi hef- ir mjög eflzt á síðari árum. Hergagnaframleiðslan hefir mjög verið aukin í landinu und- anfarin ár og er nú talið, að framieiðslan á byssum og skot- færum myndi nægja hernum á styrjaldartímum. Hinsvegar full- nægir hin innlenda framleiðsla á skriðdrekum og flugvélum enn ekki þörfum hersins undir slík- um kringumstæðum. Pólverjar hafa verið í varnar- bandalagi við Rúmena um all- langt skeið. Fyrir nokkrum ár- um gengu þeir í hernaðarbanda- lag við Frakka. Flest bendir til, að Pólverjar séu ákveðnir í því, að láta engan landsskika af hendi, án undan- genginna vopnaviðskipta. Og lendi einhverjum tveim þjóðum saman á þann hátt getur þess verið skammt að bíða, að ófrið- urinn nái til allrar Evrópu. Þ. Þ. Hreinar léreftstnskur k au pir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. Annast kaup og sölu verðbréfa. ÞÉR ættuð að reyna kolln og koksið frá Kolaverzlun SigurSfar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. 8 Lettice Ulpha Cooper: Hún hallaði sér út yfír borðstokkinn og horfði niður í sjóinn. Hún hélt áfram, þó fremur eins og hún að tala við sjálfa sig heldur en mig. — Þú skilur að svona var það; svona byrjaði það allt. Allt var mér svo ókunnugt, — og ég var svo hrifin af því; ég var svo ánœgð. Þegar ég var var vöknuð á morgnana og lá í rúminu, var ég svo sæl og glöð, að ég gat tæpast dregið andann. Ég hafði aldrei lifað neitt þessu líkt. Mér fannst ég eiga þessa eyju, hafa fundið hana og þekkja hana betur en allir aðrir. Og mér fannst liún þekkja mig. Ég var vön að fara i skemmtigöngur ein míns liðs og skoða fólkið og húsin og jarðargróðurinn. Það voru bara litlu stúlkurnar tvær, Hanna og Tamsína, sem ég þurfti að gæta. Allt, sem ég átti að gera, var að kenna þeim einn eða tvo klukkutíma á morgnana og vera með þær úti síðari hluta dagsins. Við vorum vanar að ganga niður að ströndinni og horfa á margfætlurnar hlaupa um fjörugrjótið. Ég átti þvi marga frjálsa stund. Prú Halliday var mér ákaflega góð. Hún vildi sem oftast taka mig með sér á ýmsa skemmtistaði, er hún sótti, því að þau voru rík hjónin, og hafði græðzt stórfé á styrjaldar- árunum. Ég vildi fara sem sjaldnast. Æ, taktu eftir því, hve mér kom allt annarlega fyrir sjónir, allt öðru vísi en það, sem ég hafði áður þekkt. Ég get ekki sagt, hve mér þótti vænt um það. Stundum stóð ég tímunum saman og virti fyrir mér göturnar, húsin eða trén, sem blómstruðu uppi við veggina. Málarinn 6 einu sinni í dyrunum á viðhafnarsalnum og datt þá í hug, að kannske væri hún nokkrum árum yngri heldur en mér hefði virzt við fyrstu sýn. Án gleraugnanna hefði hún þótt lagleg kona, þó ekki afburða fríð. Hún hafði fallega andlits- drætti. Jarpt hárið var nokkuð sítt og fagurlega liðað. Einhver ferðafélaganna hafði sagt mér, að hún hefði um skeið kennt nokkrum bömum á Madeira og væri nú að fara heim til Englands. Ég held, að það hafi verið á öðrum degi eftir að við fórum frá Las Palmas, að ég spilaði við hana dáiitla stund. Á eftir gengum við fram og aftur um þilfarið. Seinna bar það öðru hverju við, að við skröfuðum um það, er við bar, eink- um á þiljum uppi á morgnana eða i setusalnum á kvöldin. Við vorum báðar einar okkar liðs og hvorug okkar, að ég held, mjög mannblendin. Samtöl okkar snerust mest um almenna hluti. Förin til Madeira hafði verið hin fyrsta sjóferð hennar. Mér fannst stúlkan skemmtileg og íhug- ul, en dálítið barnaleg stundum. Hún var kyn- lega fávis um suma hluti og skorti lífsreynslu eins og svo margar stúlkur úr hennar stétt, er hlotið hafa svipað uppeldi og hún. Það er eins- konar sakleysi, er í senn hrærir mann og gerir manni gramt í geði. Ég kenndi hálft í hvoru í brjósti um hana, meðfram af því að hún var ein. Ég hefi sjaldan orðið jafn hissa og þegar hún tók að segja mér sögu sína. Ég held helzt, að hún hafi þurft að segja þetta einhverjum. Það gerðist kvöldið, sem grímudansleikurinn var haldinn. Hún dansaði ekki og hafði ekki

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.