Tíminn - 01.04.1939, Qupperneq 4
158
TÍMIMV. langar<laglim 1. apríl 1939
39. blað
IsÆOXjJLI?/
Francisco Franco, sem nú er
orðinn einrœðisherra Spánar, er
rúmlega hálffimmtugur að aldri.
Franco er kominn af miðstétt-
arfólki. Faðir hans var birgða-
vörður i þjónustu flotans. Seytj-
án ára gamall hóf Franco nám
sitt á herforingjaskóla. Eftir að
hafa lokið námi við góðan orð-
stir, fór Franco til Marokko og
starfaði í spanska hernum þar.
Vann hann sér þar skjótt mikið
frœgðarorð fyrir hugrekki og
herkœnsku. Má m. a. marka það
á því, að hann hlaut majorstitil
tœplega 23 ára gamall og er það
nœstum einsdœmi að menn á
þeim aldri nái þeirri virðingar-
stöðu.
Franco sœrðist oft í orrustum
á þessum árum og einu sinni
mjög hœttulega.
Á þessum árum byrjuðu Spán-
verjar að skipuleggja í Marokko
hinar svonefndu utlendingaher-
sveitir. Voru í þeim œfintýra-
menn víðsvegar úr heiminum.
Það féll í hlut Francos að vera
einn aðalstjórnandi þessara nýju
hersveita, sem bráðlega þóttu
kjarni spanska hersins í Marok-
ko. Jafnframt vann Franco að
því að koma upp sérstökum
Márahersveitum. Hann gat sér
miklar vinsœldir meðal þessara
framandi hermanna, enda hafa
þeir veitt honum örugga fylgd
í borgarastyrjöldinni.
Nokkru eftir að Primo de Ri-
vera varð einrœðisherra Spánar,
sœmdi hann Franco hershöfð-
ingjatitli og gerði hann að for-
stöðumanni hernaðarháskólans
í Saragossa. Hefir enginn maður
fyrr né síðar í spanska hernurn
hlotið hershöfðingjatitil jafn-
ungur og Franco.
Árið 1929 kom ný stjórn til
valda á Spáni og lokaði hún
skólanum, sem Franco veitti for-
stöðu. Dvaldi hann þá um skeið
í Þýzkalandi og Frakklandi og
kynnti sér hernaðarvísindi. Er
hann talinn manna víðlesnastur
og fróðastur í þeim efnum.
Þegar vinstri flokkarnir töp-
uðu í kosningunum 1933 og hœgri
menn komust til valda, var Fran-
co skipaður formaður herfor-
ingjaráðsins. Þegar Georg VI.
Bretakonungur var jarðsunginn,
mœtti hann við þá athöfn, sem
fulltrúi spanska ríkisins.
Veturinn 1936 unnu vinstri
flokkarnir kosningasigur. Hin
nýja stjórn vék Franco úr stöðu
hans, en þorði þó ekki, vegna
vinsœlda hans, að gera hann
burtrœkan með öllu. Hann var
því sendur til kanarisku eyjanna
og skipaður yfirmaður hersins
þar. Það hindraði hann samt
ekki í því, að taka þátt í undir-
búningi uppreistarinnar og jafn-
skjótt og hún hófst, flaug hann
þaðan til Marokko, þar sem út-
lendinga- og Márahersveitirnar
gengu strax í lið með hinum
gamla foringja sínum.
Upphaflega átti Franco ekki
að vera leiðtogi uppreistar-
manna. Forustan var ætluð San-
jurio hershófðingja. Hann var
landflótta í Portugal, en flaug
þaðan samtímis og Franco frá
kanarisku eyjunum. Á leiðinni
ÚR BÆNUM
Aðalfundur Ferðafélag^ins
var haldinn að Hótel Borg í fyrra-
kvöld. Forseti félagsins, Geir G. Zo-
éga vegamálastjóri, gerði grein fyrir
starfi þess síðastliðið ár. Hafa sæluhús-
byggingarnar verið helztu framkvæmd-
irnar. Var lokið byggingu sæluhúss í
Kerlingarfjöllum og byggt og að mestu
gengið frá upphituðu sæluhúsi á
Hveravöllum. Þrjátíu og þrjár skemmti
ferðir voru farnar á vegum félagsins
á árinu og þátttakendur í þeim voru
nær 1300. Félagsmenn eru nú um
2500. Stjórnarkosning fór fram og voru
endurkosnir Geir G. Zoéga forseti og
Steinþór Sigurðsson varaforseti og
meðstjórnendur Pálmi Hannesson, Jón
Eyþórsson og Guðmundur Einarsson
frá Miðdal. Auk þess voru kosnir í
stjórnina Lárus Ottesen kaupmaður
og Gísli Gestsson bankamaður í stað
Rannveigar Tómasdóttur og Axels
Kaaber.
Árbók Ferðafélagsins
árið 1939 átti að fjalla um Austur-
land og var ráðið, að Benedikt Blöndal
ritaði hana. Hafði hann eigi lokið því
verki, þegar hann varð úti í vetur.
Var þá horfið að því ráði að láta ár-
bókina fjalla að þessu sinni um ís-
lenzka fugla og hefir Magnús Björns-
son náttúrufræðingur verið fenginn til
þess að annast samningu hennar.
Árshátíð
Norræna félagsins verður haldin í
kvöld að Hótel Borg, og hefst með
borðhaldi kl, 7.30.
Sundkeppni
á milli skóla bæjarins fór fram í
Sundhöllinni í gærkvöldi. Var boðsund
háð um bikar, gefinn af stúdentaráði
háskólans. Sigraði háskólinn. Annar
varð Verzlunarskólinn, þriðji iðnskól-
inn, gagnfræðaskólinn í Reykjavík
fjórði og gagnfræðaskóli Reykvíkinga
fimmti. Menntaskólinn var dæmdur úr
leik vegna óhapps. Keppendur voru
alls tuttugu úr hverjum skóla.
Ráðleggingastöð
fyrir barnshafandi konur, er opin
fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði,
klukkan 3—4, í Templarasundi 3.
Bankarnir
verða lokaðir á laugardaginn fyrir
páska.
Danssýning.
Rigmor Hansson danzkennari sýnir
að Hótei Borg á mánudagskvöldið
nýjan tízkudans, sem aldrei hefir sézt
hér áður, og nefnist Park Parade.
Dans þessi var sýndur í London i
fyrsta skipti 8. marz í vetur, eða fyrir
þrem vikum. Dans þessi er saminn
af Miss Adele England, en hún hefir
einnig samið Lambeth Walk og fleiri
slíka dansa.
hrapaði flugvélin og öll áhöfnin
fórst.
Franco er frekar lágur vexti.
Hann er sagður ólíkur Spán-
verjum i lunderni, rólyndur, fá-
mœltur og heldur lítill gleði-
maður. Hann berst lítið á, en
er sagður röskur starfsmaður.
Hann hefir hingað til haft litil
afskipti af auðmönnum og að-
alsmönnum og hyggja ýmsir, að
hann muni ekki stjórna eins
milcið eftir þeirra höfði og þeir
sjálfir óska eftir.
* * *
Á þessu ári eru liðín 70 ár
frá opnun Suez-skurðarins. —
Hann er 101 mílu langur og eru
skipin venjulega í röskar 11 klst.
að fara eftir honum. Lágmarks-
breidd skurðarins er 60 m. Skip,
sem rista dýpra en liy2 m. mega
ekki fara um hann.
Árið 1937 fóru 6637 skip um
skurðinn. Samanlagt var smá-
lestatala þeirra 36.491.332.
H. GUSTAFSSON
forstjóri andaðist í Stokkhólmi síðd. í gær
F. h. vandamanna
Björn G. Björnsson.
Messur á morgun:
í dómkirkjunni kl. 11, Ólafur Ólafs-
son kristniboði, kl. 2, séra Garðar
Svavarsson, barnaguðsþjónusta, kl. 5,
séra Sigurjón Þ. Árnason. — í fríkirkj-
unni kl. 2, séra Árni Sigurð'sson, barna-
guðsþjónusta, kl. 5, Ólafur Ólafsson
kristniboði. — í Skerjafjarðarskóla kl.
10, barnaguðsþjónusta. — í Laugar-
nesskóla kl. 10, barnaguðsþjónusta
Engin síðdegismessa. — í elliheimilinu
kl. 2, barnaguðsþjónusta. — í Betaníu
kl. 3, barnaguðsþjónusta. — í Hafnar-
fjarðarkirkju kl. 11, barnaguðsþjón-
usta. — í fríkirkjunni í Hafnarfirði
kl. 5, Sigurbjörn Á. Gíslason, cand.
theol.
Blindravinafélag íslands
hélt aðalfund sinn í Kaupþingssaln-
um í gærkvöldi. Stjórn félagsins var
öll endurkosin og skipa hana Þorsteinn
Bjarnason, Þórey Þorleifsdóttir, Helgi
Elíasson, Helgi Tryggvason og Guð-
mundur Ragnar Ólafsson úr Grindavík.
Leiðrétting.
X neðanmáli blaðsins í dag hefir í
nokkrum liluta upplagsins fallið niður
ein lína í kaflanum um Efri-Schlesíu.
Á greinin að hljóða þannig: Að vísu
fengu Pólverjar þar ekki nema um
4000 km. af landi, en fyrir margra
hluta sakir var þetta einhver auðug-
asti blettur Þýzkalands. Þar eru o. s.
frv. Það, sem er skáletrað, hefir fallið
niður.
Gestir í bænum:
Guðmundur Stefánsson, bóndi á
Fitjum í Skorradal, Ársæll Jónsson,
bóndi í Eystri-Tungu í Vestur-Land-
evjum, Jóhann Guðjónsson bóndi á
Leirulæk, Bergþór Bergþórsson gest-
gjafi í Borgarnesi.
Furðulegar fregnir
nm Island
(Framh. aj 1. síðu)
lagi er mjög einföld: Þriðja rík-
ið undirbýr á íslandi að koma
fyrir flugstöðvum og kafbáta-
lægjum, sem myndu, ef til stríðs
kæmi, gera því fært að ógna al-
varlega sjóleiðinni og umferð-
inni frá Ameríku til Stóra-
Bretlands og Frakklands. (Let-
urbreyting blaðsins sjálfs)“.
Þó grein þessi sé að nokkru
leyti frábrugðin frásögninni í
Manchester Guardian bendir
niðurlag hennar til, að hún
styðjist við svipaðar heimildir
og þar kemur líka einmitt fram
sama röksemdin og tíðust er í
kommúnistablöðunum hér
heima.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu)
sem enginn hér heima þekkti
deili á, fengi hér einkaleyfi til
málmvinnslu, án nokkurs veru-
legs gjalds eða vitneskju um það,
hvaða auðæfi þjóðin væri raun-
verulega að afhenda útlending-
um til umráða. Loks játa þeir, að
þeir byggi blaðaútgáfu sína fyrst
og fremst á erlendri hjálp. Slík
framkoma bendir vissulega til
þess að kommúnistum finnist
þeir vera ættjarðarlausir og fer
þá jafnframt að skýrast afstað-
an til fleiri mála, sem meira
snertu hag þjóðarinnar inn á
við síðastliðið haust.
Nú hlakka ég til að fá kaffi-
sopa með Freyjukaffibætis-
dufti, því þá veit ég að kaff-
ið hressir míg
Hafið þér athugað það, að
Freyju-kaffibætisduft inni-
heldur ekkert vatn, og er
því 15% ódýrara en kaffi-
bætir í stöngum
REYNIÐ FREYJU-DUFT
PÁSKA-ÚTSALA
hefst laugardagsmorgun á
DÖMUTÖSKUM.
KAUPIÐ V ORTÍZKUNA
fyrir lítið verð.
Útsalan hættir þriðjudagskvöld.
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ.
„Frjáls verzlun44.
Framh. af 2. síðu)
bréfi til ritstjórans, sem birt er
í blaðinu:
„Hversvegna svarar ekki
„Frjáls verzlun“ árásum Jónas-
ar á verzlunarstéttina? Eiga
pólitískir stigamenn að fá að
halda uppi árásum á verzlunar-
stéttina og verzlunarfrelsið?
Menn eins og Jónas, sem með
æfistarfi sínu hafa leitt meira
böl yfir þjóðina en dæmi eru til
áður“. —
6 Lettice Ulpha Cooper:
skipt um klæðnað, en kom þó upp til þess að
horfa á. Við stóðum þarna báðar góða stund
og horfðum á, en svo gengum við niður á neðra
þilfarið og út að öðrum borðstokknum. Það var
kyrrt veður þetta kvöld, til allrar hamingju fyrir
dansfólkið, og við styttum okkur stundir við að
horfa á gárana, sem mynduðust á haffletinum,
þegar skipið plægði sjóinn. Það var ákaflega
dimmt.
Ég man ekki hvað leiddi talið á þessa braut.
Ég held, að ég hafi látið orð falla á þá leið, að
eftir fimm daga yrðum við komin til Englands.
Hún gaf frá sér hljóð, annaðhvort af hugraun
eða þá aðeins til samþykkis því, er ég hafði
sagt. Ég spurði, hvort hana langaði til að vera
horfin til Madeira aftur.
— Það skiptir mig ekki framar neinu hvar ég
er, svaraði hún hæglátlega.
Ég gat ekki séð framan í hana. En ég hefi
sjaldan heyrt jafn raunalega röddu. Ég svaraði
ekki og hún endurtók orð sín:
— Það skiptir mig engu, hvar ég er. Hví ætti
mér ekki að vera sama? Ekkert skiptir máli fyrir
mig framar.
Ég hafði tvívegis heyrt fólk láta svipuð um-
mæli falla. í bæði skiptin voru það ungar mann-
eskjur, þrungnar sárri örvæntingu. Hún var ekki
örvæntingarfull; hún var heldur ekki mjög ung.
Hún talaði róle'ga, líkt og sá, er teflir fram í hug-
aðri og óhagganlegri staðreynd, eins og ég trúði
þá, og trúi enn, að hún væri að gera. Ég hefði
ekki lagt mikið upp úr slíkum orðum af vörum
Málarinn 7
ástríðuheits unglings, en ég vissi ,að hún flik-
aði þessu ekki í neinu fljótræði.
Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Við vorum
í rauninni ekki nema rétt málkunnugar. Ég
spurði hana í vandræðum mínum, hvort hún
ætti engan að heima, sem hún gæti leitað til.
— Ójú, sagði hún. Föður og móður. Faðir
minn er prestur uppi í sveit, bætti hún við. Ég
hefi aldrei fyrr verið að heiman í langan tíma,
nema eitt ár, sem ég var í skólanum. Það var
fyrir heimsstyrjöldina. Ég er orðin þrjátíu og
fjögurra ára gömul. Ég gat lítið unnið fóstur-
jörðinni til gagns á ófriðarárunum, ég bara
prjónaði og saumaði og því um líkt. Mamma var
alltaf veik um það leyti og ég gat ekki yfir-
gefið hana.
Ég gat séð í hug mér allt hennar líf. Sveitina
og æskuumhverfið, umhyggjusamlegt uppeldi,
látlaust og hreinlegt heimilið, þar sem foreldr-
arnir bjuggu, sem efalaust þótti innilega vænt
um hana. Ég skildi hversvegna hún, þrjátíu og
fjögurra ára gömul, var svo óreynd, næstum
barnaleg. Ég sagði eitthvað á þá leið, að foreldrar
hennar myndu verða glöð yfir heimkomu
hennar.
— Já, svaraði hún.
En svo bætti hún allt í einu við:
— Það var allt svo ókunnuglegt, ólíkt öllu
öðru, þarna á Madeira, fannst mér.
Það hlýtur að hafa verið. Ég bar saman í hug-
anum prestssetrið inni i miðju Englandi og
þessa fögru, sólvermdu, fjarlægu eyju.
Ólafur Thorlaclus
lætur af störfiim.
(Framh. af 1. síðu)
uðstaðinn, enda ekki von að
sveitaþjóðin þekkti einangrun-
arlögmál þéttbýlisins fyrirfram.
En fyrir bragðið væri hann nú
betur undirbúinn umskiptin, að
setjast nú í helgan stein.
Ólafur Thorlacius hefir unnið
mörg og þýðingarmikil störf
fyrir landið við forstöðu lyfja-
deildarinnar og um margt verið
ráðunautur hins opinbera í
þessum málum. En þó mun
honum sjálfum þykja vænst
um það trúnaðarstarfið, þeg-
ar hann tókst á hendur forstöðu
geðveikrahælisins á Kleppi, eins
og þá stóð á. í þeim hörðu á-
tökum naut Ólafur aðstoðar
ungs námsmanns, Kristins Stef-
ánssonar frá Völlum í Svarfað-
ardal, sem nú verður eftirmað-
ur hans, eftir að hafa á hinn
fullkomnasta hátt búið sig und-
ir að taka við hlutskiptinu.
Á sjötugsafmæli Ólafs buðu
Sunnmýlingar hér í bænum
þeim Búlandsneshjónum, Ólafi
og Ragnhildi Thorlacius til sam-
kvæmis. Kom þar m. a. fram
hinn mikli hlýhugur, sem þessi
lijón eiga í hugum samferða-
manna sinna. G. M.
Y"—“'""‘GAMLA BÍÓ’"—'*—•
| Islands-
| kvikmyndÍE
1 sem Orlogskapteinn Dam
| tók hér í fyrrasumar.
| Sýnd í kvöld kl. 8 og 9.15.
Aðgöngumiðar seldir frá
j kl. 4. (Lækkað verð).
,H* NÝJA BÍÓ-h-~—
j
Kraftaverka- j
iiiaðurinn. j
(The man who could work !
miracles).
Afburða sérkennileg og I
athyglisverð kvikmynd frá j
United Artists. Eftir sam- j
nefndri sögu enska stór- ;
skáldsins H. G. Wells.
Aðalhlutv., kraftaverka- !
manninn, leikur
ROLAND SONNY. j
Aukamynd
Míckey á hálum ís.
Litskreytt Mickey Mouse j
teiknimynd. I
j ;
i j
Jörðin
SKEGGJASTÁÐIR
í Mosfellssveit er
til sölu nú þegar.
J ö r ð i n liggur 20
km. frá Reykjavík.
Nýtt íbúðarhús og
fjós úr steinsteypu.
Laxveiði, sími og
ö n n u r nútíma-
þægindi. — Semjið
við Jón Hjartarson
Kárastíg 9.
Sími 5186.
íbúðarhúsið
Trjáræktarnámskeið
vcrðnr haldið á Hallormsstað í vor. — 4~5
stúlkur geta komíst að. — Umsóknir sendist
skógarverðinum á Hallormsstað fyrir apríllok
L| óðskáld
ténskáld
íslands
Sjómannadagsráðið hefir ákveðið að efna til samkeppni
meðal ljóðskálda og tónskálda um sérstök sjómannaljóð
fyrir daginn með viðeigandi göngulagi (March).
Verður fyrst snúið sér að ljóðskáldunum og veitt
verðlaun fyrir tvö beztu kvæðin sem verðlaunahæf þykja
að mati dómnefndar. Dómnefndin verður skipuð þessum
mönnum: Guðmundi Finnbogasyni landsbókaverði, Sig-
urði Nordal prófessor og Geir Sigurðssyni skipstjóra.
Fyrstu verðlaun verða kr. Í50.00 — hundrað og fimtíu
krónur — önnur verðlaun kr. 50.00 — fimtíu krónur.
Sjómannadagsráðið hefði kosið að ástæður leyfðu að
verðlaunin væri miklu hærri en hér er ákveðið, en væntir
hinsvegar að vimsemd skáldanna til sjómannastéttarinn-
ar hvetji þau heldur til að sinna þessari málaleitan.
Þau skáld sem vilja sinna þessu, sendi kvæði sín til
Sjómannadagsráðsins Ingólfshvoli, Reykjavík fyrir 20.
apríl n.k. Kvæðið og nafn skáldsins verða að vera sitt í
hvoru umslagi auðkendu með sama merki.
Einu skilyrðin eru þau, að ekki séu færri en þrjú er-
indi í kvæði, hvert erindi minst sex ljóðlínur, og að brag-
arhátturinn sé vel fallinn til að semja við göngulag.
Á eftir verður svo leitað til tónskáldanna um lag við
kvæðið.
Stjérn Sjómannadagfsins.
Málverkasýníngu
o p n a r Guðmumlur Einarsson frá Mfödal á
Skólavörðustíg 43 (viniiustofuimi). —— Opið
frá 10 f. h. íil 7 e. h. limgangur kr. 1.00
(skólafólk „ 0,50)
Hangikjötspantanir
fyrír páskana verða að berast oss sem fyrst
Samband ísLsamvinnufélaga
Sími 1080.