Tíminn - 13.04.1939, Qupperneq 4

Tíminn - 13.04.1939, Qupperneq 4
172 l'ÍMKN, fimmtudaglim 13, apríl 1939 43. blafí MOLAR Zogu Albaníukonungur, sem ítalir hafa nú rekiö frá völdum, er 44 ára gamall. Zogu er komin af einni helztu aðalsmannaœtt landsins. Hann hóf snemma afskipti af stjórn- málum og var orðinn forsœtis- ráðherra áður en hann náði þrí- tugsaldri. Árið 1924 var gerð uppreisn gegn honum og hann sœrður á þingfundi. Hann varð að flýja land í bili, en Jugoslavar hjálpuðu honum aftur til valda. Forseti var hann kjörinn 1925 og 1928 lét hann útnefna sig til konungs. Hann brást fljótt trausti Jugoslava, en leitaði eftir vináttu ítala, sem veittu honum mikið lánsfé og fengu í stað þess margvisleg hlunnindi. Zogu konungur þurfti líka á miklu fé að halda, þvl að hann var athafnamaður mikill og vildi láta þjóð slna semja sig að hátt- um hinna menntaðri Evrópu- þjóða. Hann beitti sér fyrir ýms- um verklegum framkvœmdum og vann að útrýmingu ýmissa gamallra múhameðiskra siða, llkt og Mustafa Kemal í Tyrk- landi, en meginþorri Albana er Múhameðstrúar. Það var þvi langt frá að Zogu konungur nyti vinsœlda allra þegna sinna. Tvívegis hefir verið gerð tilraun til þess l Vínarborg að ráða hann af dögum. í annað skiptið var skotið á hann í bíl mörgum skotum. Hann slapp sjálfur heill af húfi, en bilstjóri hans sœrðist til ólífis. Zogu er duglegur starfsmaður og byrjaði jafnan vinnu sina kl. 7 á morgnana. Það hefir aukið talsvert á frœgð Zogu, einkum erlendis, að hann á sex systur og eru flestar þeirra fagrar álitum. Þœr eru enn ógiftar. Hann var vanur að drekka með þeim te daglega og er talið að þœr hafi haft mikil áhrif á ýmsar stjórnarfram- kvœmdir hans. Þegar þœr ferð- uðust saman erlendis vakti það jafnan mikið umtal i blöðum hlutaðeigandi landa og kepptust þau við, að birta myndir af þeim. Voru þessi ferðalög þeirra þvl talin mikil auglýsing fyrir land- ið. * * * Geraldina Apponyi Albaníu- drottning er 22 ára gömul. Hún giftist Zogu fyrir rúmu ári síðan. Hún er komin af háttsettum ungverskum greifaœttum, en skyldmenni hennar misstu eigur sinar í heimsstyrjöldinni. Þegar hún kynntist systrum Zogu, vann hún fyrir sér á bókasafni í Búdapest. Þeir komu henni í kynni við bróður sinn, sem varð ástfanginn við fyrstu sýn og biðlaði til hennar skömmu seinna. Vandamenn hennar settu sig gegn ráðahagnum, þvl spáð hafði verið fyrir henni, að hún œtti eftir að verða drottning og lenda þess vegna í mikilli ó- hamingju. Hún lét það samt ekki aftra sér. Spádómurinn virðist nú kominn fram, þar sem hún hefir orðið að flýja land með manni sinum og þriggja daga gömlum syni þeirra. tJIi BÆXUM Kvenflokkurinn úr K. R., sem fór utan og sýndi á fimleíkamótinu í Kaupmannahöfn, hlaut frábærlega góðar móttökur. Hélt hann aukasýningu síðasta dag mótsins. Samkvæmt áskonm var ákveðið, að flokkurinn færi til Málmeyjar og sýndi þar í dag. Trúlofanir. Nýlega hafa opinberað trúloíun sína: Ungfrú Málfríður Magnúsdóttir frá Sauðárkróki og Ólafur Símonarson lög- regluþjónn í Reykjavík. Ungfrú Sólveig Vilhjálmsdóttir í Torfunesi í Köldu- kinn og Hám. Jónasson frá Sílalæk í Aðaldal. Ungfrú Guðríður Magnús- dóttir símamær í Stykkishólmi og Magnús Sigurðsson verzlunarmaður hjá Kaupfélagi Stykkishólms. Ungfrú Margrét Jóhannesdóttir (Bjömssonar frá Hofstöðum) og Ólafur Bjarnason stud. med. frá Akranesi. Gestir í bænum: Guðjón Sigurðsson á Krossi í Lund- arreykjadal, Grímur Grímsson bóndi á Svarfhóli í Geiradal, Þormóður Eyjólfs- son ræðismaður í Siglufirði, Klemenz Kristjánsson tilraunastjóri á Sámsstöð- um í Fljótshlíð, Jón Þorvarðsson á Suðureyri við Súgandafjörð, Sigurjón Kristjánsson bóndi í Krummshólum, Ólafur Eggertsson í Kvíum í Þverár- hlíð, Þorbjörn Eggertsson í Kvíum. Forsetakjörið og við- reisnin í Frakklandi (Framh. af 1. síðu) dier m. a. ummælt á þessa leið: Sumir menn kalla þrælkunina frelsi, undirokunina frjálst samþykki og tortímingu mann- réttindanna framför. Jafnframt látast þeir vera að bjarga þjóð- unum, þegar þeir eru að steypa þeim í glötun. í nafni Frakk- lands leyfi ég mér að segja, hvað sé hin sanna þjónusta í þágu föðurlandsins og mannréttind- anna. Það er að þvinga menn aldrei undir ok ofmetnaðarins eða kúgunarinnar, en leyfa þeim undir vernd föðurlands- ins að lifa samkvæmt óskum sínum, trúa samkvæmt hjarta sínu og starfa i samræmi við samvizku sína. Það, sem Frakk- land vill, er friður hins frjálsa manns. Þessa hugsjón sína og rétt sinn er Frakkland reiðu- búið til að verja. Frökkum sjálfum er það engin nýjung, en það getur kannske eitthvað frætt þá útlendinga, sem mál mitt heyra, að eining Frakk- lands hefir aldrei verið j afn ein- læg og öflug sem nú. Ef Frakk- land ætti að velja milli styxjald- ar eða vanheiðurs og ófrelsis, myndi það rísa til varnar sem einn maður. „Dettifoss(( fer á föstudagskvöld 14. apríl vestur og norður. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. „Selfoss(( fer væntanlega 17. apríl til Hamborgar og Antwerpen. Indriði Einarsson og pjóðleikhús Islendinga (Framh. af 3. síðu) Indriða Einarssyni. Ár eftir ár heimsótti hann vin sinn Guð- jón Samúelsson, talaði um leik- húsið, athugaði teikninguna, og lét óskir falla um að ná aftur Aladinslampanum, sem svift hafði verið úr höndum hans. En kreppan hélt áfram og varð að sumu leyti erfiðari eftir því sem árin liðu. — En í vetur lét ég þau orð berast til hins ald- urhnigna skálds, að nú yrði hann að gæta vel æsku sinnar og geyma vel lífsþráðinn, því að fjármálaráðherrann hefði nú mikinn hug á að sleppa um næstu áramót tekjum leikhúss- sjóðsins til byggingarinnar. Þá yrði verkinu haldið áfram eins og ekki hefði í skorizt. Nokkru síðar kom Indriði Einarsson í heimsókn til mín upp á þriðju hæð í Sambandshúsinu. Við endurnýjuðum aftur samband okkar frá 1921—22 um málið, en fáum dögum síðar var lífsþráður hans slitinn, án þess að hann hefði náð töfralampanum í annað sinn. VII. Þegar Indriði Einarsson var 85 ára, bárum við Emil Jónsson og Ólafur Thors fram á þingi ályktun um að undirbúa að gera torg framan við Þjóðleikhúsið og kenna það við föður þjóð- leikhússhugmyndarinnar, Ind- riða Einarsson. Alþingi sam- þykki þessa tillögu og skipu- lagsnefnd vinnur nú að því að koma þessu torgi svo fyrir, að það verði bænum til gagns og prýði, og bæti að verulegu leyti úr hinu miður heppilega heim- kynni leikhússins, og kosti þó hvorki bæ eða ríki nokkur telj- anleg útgjöld. Mun þetta torg um ókomnar aldir bera nafn þess bjartsýna Skagfirðings, sem þorði að hugsa stórt og djarft um framtið lands og þjóðar undir hæl Estrups og í erfiðleikum margra ára sam- felldra harðinda. vm. Tímar eru nú svo breyttir, að allir skynsamir menn í landinu sjá, að ekki er við unandi að láta fegursta og mesta hús á landinu standa hálfgert og ó- notað, og það því fremur, sem byggingin myndi geta gefið um 50 þús. kr. í leigu, ef hún væri fullgerð. Mun nú hafizt handa með áframhald verksins næsta ár. Það, sem fyrst mun verða gert er að ljúka við meginsalinn með 800 sætum. Verður hann vænt- anlega notaður sem kvikmynda- hús 4—5 kvöld í viku, en til leiksýninga og söngskemmtana 2—3. — Kvikmyndasýningarnar munu gefa mjög verulegar tekj- ur og yrði þeim og tekjum leik- hússsjóðs bezt varið til að full- gera kjallarann og bjarga þang- að úr bráðum voða Þjóðmenja- safninu, sem nú getur eyðzt af eldi á fáeinum mínútum á efsta lofti Landsbókasafnsins. í hlið- arheTbergjum leikhússins má fyrst um sinn koma fyrir nokkru af listaverkum landsins, (Jppboð. Opinbert uppboð verður hald- ið við Franska spítalann við Lindargötu iaugardaginn 15. þ. m. kl. 1 e. h., og verða þar seld húsgögn, þ. á m. borðstofuhús- gögn, dagstofuhúsgögn, skrif- stofuhúsgögn og svefnherberg- ishúsgögn, orgel, ritvélar, út- varpstæki, bókaskápar og bæk- ur, kæliskápur, fatnaður og skó- tau, ein permanent-vél og hlutabréf í C. T. C. h.f., nafn- verð kr. 2000.00, o. m. fl. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK. og auk þess hafa þar skrifstof- ur, sem nú er goldið fyrir mikið fé í húsum einstakra bæjar- manna. Ég hygg að hinn mikli sýning- arsalur myndi hafa geysimikil menningaráhrif á þjóðina. — Sjálfboðaliðarnir í leiklist myndu í fyrsta sinn fá viðun- anleg skilyrði. Frá Reykjavík myndi smekkur og leikmenning berast út um allt land í hin litlu samkomuhús, þar sem þjóðar- andinn bíður eftir skapandi forstöðu. Fyrra hluta dags mætti nota leikhúsið til að kenna 800 börnum í einu að heyra móður- málið borið rétt fram af hinum snjöllustu mönnum, og til að kenna með myndum og kvik- myndum landafræði, náttúru- fræði og sögu með tífalt minni tilkostnaði en nú er gert. Hið nýja þjóðleikhús á að flytja ínn í líf æskunnar á íslandi stórhug þeirra manna, sem sátu við fætur Jóns Sigurðssonar og hinna eldri kynslóða, sem skapað hafa hið nýja landnám á íslandi. Og þess er mikil þörf. Þriðji hver Íslend- ingur býr nú í Reykjavík. Vegna þeirrar æsku þarf að skapa ný þroskaskilyrði í stað hinna mörgu heilsubrunna, sem urðu eftir í dreifbýli sveitanna. Þjóð- leikhúsið verður á sínum tíma Aladdinslampi í uppeldi kom- andi kynslóða. Indriði Einarsson var svo stórhuga, að ég hygg að honum myndi ekki hafa þótt óviðeig- andi af gömlum samstarfs- mönnum, að halda áfram að dreyma stóra drauma. Mér finnst, að þegar þj óðleikhúsið er fullgert, eigi skemmtanaskatt- urinn að renna til að byggja veglega dómkirkju á Skóla- vörðuhæðinni. íslenzka þjóðin getur ekki til lengdar sætt sig við að hafa fyrir höfuðkirkju vansmíði frá niðurlægingartið erlendrar kúgunar. Og mér finnst, að þegar háskólabygg- ingunni er lokið, eftir fáein missiri, eigi happdrættisféð að ganga til að reisa nýtt stjórnar- ráð og Alþingishús á þeim merkilega grunni, sem Tryggvi Þórhallsson lét kaupa sumarið 1931 við Lækjargötu í því skyni að á hæðinni austanvert við aðalgötu bæjarins gætu risið meginbyggingar þær, sem eiga að vera heimkynni hinna virðu- legustu stofnana og setja mann- dómssvip á Reykjavík. En mitt í óljósum framtíðar- draumum ber, við líkbörur Indr- iða Einarssonar, að minnast þess bjartsýna og lífsglaða manns, sem með stórhug sínum og dirfsku hratt af stað hreyf- ingu um að byggja veglegasta hús íslands, sem hof fyrir orðs- ins list, sem þjóðin hefir unnað mest í þúsund ár. J. J. tJtbreiðið TlM ANN 18 Lettice Ulhpa Cooper: eitt rétt, að hann hefði aUt, sem hann þarfn- aðist. Og ég vissi, að það var hœgt fyrir hóf- saman mann, að lifa lengi á Madeira fyrir fimm- tán sterlingspund. SkUjanlega lét ég hann ekki vita, hvernlg ég komst yfir þetta. Ég þóttist hafa fengið ávlsun að heiman um nýárið. Hann vildi í fyrstunni ekki taka við því, en ég lagðl þá fastar að honum að gera það. Hann.... Sjáðu, það var stóra málverkið. Hann var aUtaf að hugsa um það. Málarinn 19 að sönnu, og það varð dálítið uppþot út af þessu í gistihúsinu og þjónarnir voru teknir til yfir- heyrslu. En það var altítt, að peningum væri stolið af fólki á heimleiðlnni frá skemmtistöðun- um. Hún hafði troðið seðladyngjunni í tösku sína og þaðan gátu þeir hæglega hafa glatazt á einn eða annan hátt. AUir vissu, hve hirðulaus hún var um peninga. Þetta var ekki alvarlegt mál, þegar frá HalUday átti í hlut. Svo bætti hún við og var hugsi: “GAMLA BÍÓ-*^°~°—<■ Þegar lífið er lcikur. (Mad about Music) Bráðskemmtileg og hríf- andi amerísk söngvakvik- mynd. Aðalhlutv. leikur hin yndislega 16 ára söng- stjarna: DEANNA DURBIN, er allir muna úr söng- myndinni, „100 menn og ein stúlka“. 'NÝJA BÍÓ* Hrói höttur Hrífandi fögur, spennandi og skemmtileg stórmynd frá VARNER BROS. Aðalhlutverkið, Hróa hött, leikur hinn karlmannlegi og djarfi ERROL FLYNN. Öll myndin er tekin í eðll- legum litum. Sýnd í kvöld kl. 6% og 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. Ef yður vantar fallega og sterka §kó- þá kaupíð Iðllllliarskó. Margar gerðlr í öllum stærðum ávallt fyrirliggjandi V erksmið j iuí tsalau, GEFJUN - IÐUNN Aðalstrætl. BARNASUMARGJAFIR s Dúkkur. Bangsar. Bilar. Hundar. Kúlukassar. Kubbar. Boxarar. Fiskasett. Flugvélar. Smíðatól. Sagir. Hamrar. Naglbítar. Nafrar. Skrúfjárn. Blómakönnur. Sparibyssur. Fötur. Rólur. Kaffistell. Húsgögn ýmis konar. Eldhúsáhöld ýmis konar. Þvottabretti. Tau- rullur. Vagnar. Brunabílar. Skip. Kerrur. Dúkkuvagnar. Byssur. Hermenn. Karlar. Hestar. Litakassar. Myndabækur. Lísur. Shirley Temple myndir og póstkort. Svippubönd. Kústar. Dátamót. Úr. Undrakíkirar. Vogir. Sprellukallar. Sverð. Kúluspil. Kanínur. Perlupokar. Perlufestar. Töskur. Hárbönd. Nælur. Armbönd. Hringar. Göngustafir. Fuglar. Dúkkuhús. Dúkkurúm. Bréfsefna- kassar. Púslispil. Lúdó. Ferðaspil íslands. Golfspil og ýms önnur spil. Diskar. Bollapör. Könnur. Greiður og speglar. Saumakassar. Trommur. Útvarp. Munnhörpur. . Hringlur. Kassar með ýmsu dóti og ýmislegt fleira fyrir börn. K. Einarsson & Björnsson, Eankastræti 11. Lærið að synda Sundnámskeið í Sundhöllinni hefjast að nýju mánudaginn 17. þessa mánaðar. Sundhöllin býður nú nem- öndum sínum betri kjör en áður. Þátttakendur gefi sig fram á föstudag og laugardag kl. 9—11 f. hád. og kl. 2—4 e. hád. Upplýs- ingar á sömu tímum í síma 4059. Nf bók: DAGINN EFTIR DAUÐANN Lýsing á lífinu fyrir handan. Einar Loftsson sneri úr ensku. Hvað verður um manninn við andlátið? Hvað verður um alla hina mörgu, er kveðja jarðneska tilveru sína ár hvert og hverfa sjónum samborgara sinna út í myrkur grafarinnar? Hvað bíður hins Iátna? Þessum og fleiri spurningum svarar höf. í bók þessari. Er komin í bókaverzlanir og kostar aðeins kr. 2.50. Pólsku kolin Kaup og sala - eru komin Kolasalan s.f. Símar 4514 og 1845. Ullarefnf og silki, (margar tegundir), BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Hann varð að ná aftur heilsu sinni vegna þess. — Það er svo misjafnt. Fimmtán sterlings- Og hann málaði mikið betur á Mac.eira heldur en nokkurs staðar annars staðar. Það mátti gerla heyra, að hún var að afsaka hann. Hún hafði gefið ríkulega og örlátlega, gefið að nokkru leyti heiður sinn og samvizku, en þó ásakaði hún hann í innstu leynum hugans fyrir að hafa tekið við gjöfinni. Það, sem eitt sinn kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Hefði hún átt bræður, er hlotið hefðu svipað uppeldi og skapferli og hún, myndu þeir aldrei hafa teklð á móti peningum frá konu, sem elskaði þá — en þeir elskuðu ekki. Ef til vill geri ég Clare Awdray rangt til. Ef til vill hefir hann haldið þá, að hann elskaði hana. Svo gæti málum hafa verið háttað. Og þá væri ranglátt að dæma til- finningar hans á þessu stigi í ljósl þess, er á eftir fór. — Það, sem ég hafði gert, olli mér ekki sérlega mikils angurs. Ég blygðaðist mín ekkert, þegar ég var með frú Halliday, jafnvel þótt hún væri ákaflega góð við mig. Hún saknaði peninganna'i pund er svo há upphæð fyrir suma, en öðrum þykja það hlægilegir smámunir. Þessi athugasemd var ekki frumleg, en hún var hin eina vöm hennar frá heimspekilegu sjónarmiði. Og hin eina burthvörflun írá hlnni ömurlegu, skapbrigðalausu frásögn. — Þau spurðu mig ekki einu sinni, hvort ég vissi nokkuð um peningana. Engum datt slfkt i hug. Ég brosti, þegar mér varð hugsað um Ellen Crane, eins og hún kom manni fyrir sjónir i ljósi dagsins. Nei. Enginn myndi gnma hana um slíkt. Engum myndi svífa slíkt í hug. Næsta morgun myndi ég frekast trúa því, að mig hefði dreymt þessa frásögu konunnar, sem stóð þarna hjá mér í myrkrinu. — Svo hann hefir verið kyrr, sagði ég. — Já, svaraði hún. Og hann er þar enn — núna. — Hefir hann málað stóru myndina? spurði ég.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.