Tíminn - 29.04.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1d. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h. f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, Inagardagimi 29. apríl 1939 49. blað s Sameignarsjóðir og innstæða K.E.A. eru rúmar 2 millj. kr. Sjóðir og ínneígnír félagsmanna nema 2,3 millj. kr.-- Félagið greiddi Í42 þás. í gjöld til Akureyrarbæjar á síðastliðnu ári Eins og skýrt hefir verið frá áður í blaðinu var aðal- fundur Kaupfélags Eyfirð- inga haldinn í síðastl. viku. Var þar m. a. gefið ítarlegt yfirlit um starfsemi félags- ins á fyrra ári og verður hér skýrt frá nokkrum nið- urstöðutölum. Viðskiptavelta félagsins varð eins og hér segir: Vörusala í verzlun félagsins á Akureyri, Ólafsfirði, Hrísey og Dalvík nam 3,343 þús. kr. Sala kjötbúðar á Akureyri, lyfjabúðar og á fóðurbætisvör- um og miðstöðvarvörum nam 727 þús. kr. Sala á kolum og salti nam 497 þús. kr. Sala mjólkurafurða og eigin verksmiðjuvara innanlands nam • 1,520 þús. kr. Sala sláturfjárafurða (utan kjötbúðar) innanlands nam 210 þús. kr. Sala innlendra vara til út- flutnings nam 2,652 þús. kr. Öll verzlunarvelta félagsins hefir því orðið á árinu um 8,949 þús. kr. Ástæður félagsmanna gagn- vart félaginu bötnuðu talsvert á árinu. í árslok 1938 námu inni- stæður þeirra í stofnsjóði, reikn- ingum og innlánsfé 2,323 þús. kr. en 2,159 þús. kr. árið áður. Skuldir þeirra við félagið námu í árslok 1938 718 þús. kr., en 814 þús. kr. árið áður. Ástæður fé- lagsmanna gagnvart félaginu hafa því batnað um 260 þús. kr. á árinu og í árslok hafa inneign- ir þeirra umfram skuldir numið 1,605 þús. kr. Stofnsjóðurinn nam í árslok 1,339 þús. kr. og hafði aukizt um nær 90 þús. kr. á árinu. Sameignarsjóðir félagsins og innstæða eigin reikninga nam í árslok 2,011 þús. kr. Af þessum sjóðum er varasjóðurinn stærst- ur. Nam hann í árslok 691 þús. kr. og hafði aukizt um rúmlega 80 þús. kr. á árinu. Eigið fé félagsins og félags- manna nam í árslok 85% af veltufé félagsins, en lánsfé og innstæður utanfélagsmanna að- eins 15%. Bókfært verð á fasteignum fé- lagsins i árslok var 1,606 þús. kr. Er búið að afskrifa margar fast- eignir félagsins mjög mikið. Félagsmenn voru í árslok 2987 og hafði þeim fjölgað um 150 á Sama kartöíluverð og voríð 1935 Söluverð Grænmetisverzlunar rikisins á matarkartöflum er nú kr. 13.00, pokinn (50 kg.). Þegar Grænmetisverzlun rík- isins tók til starfa fyrir fjórum árum, 1. maí 1935, var heild- söluverð á matarkartöflum hér í bænum einnig kr. 13.00 pokinn. Á þessum tíma hefir þó tollur á kartöflum hækkað talsvert og gengi íslenzkrar krónu lækkað um rúm 20%. Má fyrst og fremst þakka það Grænmetisverzluninni, að verð- ið er það sama nú og vorið 1935, þrátt fyrir breytingarnar á genginu og tollinum, og má fullyrða, að neytendur myndu ekki búa við jafn hagstætt verð- lag nú, ef hennar hefði ekki notið við. Jakob Frímannsson, sem gegnt heflr forstöðu K. E. A. sl. ár, 1 fjarveru Vilhjálms Þórs, og verður kaupfélagsstjóri í stað hans. árinu. Eftir atvinnu skiptust þeir þannig: Bændur og land- búnaðarfólk 1366, sjómenn og útgerðarmenn 368, verkamenn 660, iðnaðar- og verksmiðjufólk 277, verzlunar- og skrifstofufólk 115, embættismenn 59, ýms störf 14. Fastráðnir starfsmenn voru í árslok 165. Af þeim unnu 57 við iðnað og framleiðslustörf. Fé- lagið starfrækir eigin smjörlík- is- og efnagrð, brauðgerð, beina- verksmiðju, lifrarbræðslur, pylsugerð og ýmsan fleiri iðnað. Auk þess eru verksmiðjurnar „Sjöfn“ og „Freyja" að hálfu eign þess á móti S. í. S. Skip fé- lagsins, „Snæfell", var í förum mestan hluta ársins. Frá andstæðingum kaupfé lagsins hefir stundum komið sú mótbára, að félagið greiddi of lítil gjöld til bæjarins. Hversu ástæðulaust þessi mótbára er má nokkuð marka af því, að félagið og fyrirtæki þess greiddu Akur- eyrarbæ á síðastliðnu ári í ýms gjöld 142 þús. kr. Samþykkt var á fundinum að (Framh. á 4. síðu) Heimssýningin í New York verður opnuð á morgun. Mynd sú, er hér birtist, er tekin úr loftinu og sýnir hina nýlögðu vegi og brautir, sem liggja að og frá sjálfu sýningarsvceðinu. Á miðri myndinni, ofan til, sézt merki heimssýningarinnar, gífurlega stór stálkúla og himingnæfandi turn. Kæða Hitlers Una Þjóðverjar víð neítun Pólverja? Ræðan, sem Hitler flutti í rík- isþinginu í gær og beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu, hefir frekar gert ástandið ugg- vænlegra en dregið úr óttanum við styrjöld á næstunni. Hitler hafði tilkynnt, að ræða hans yrði fyrst og fremst svar við boðskap Roosevelts forseta. En hann tók jafnframt mörg önnur atriði til meðferðar, enda stóð ræðan nokkuð á þriðju klukkustund. í ræðunni vöktu tvö atriði sérstaka athygli: Hitler tilkynnti uppsögn brezk- þýzka flotamálasáttmálans og pólsk-þýzka vináttusamnings- ins. Fyrir þessum ráðstöfunum voru færð þau rök, að samning- arnir hefðu byggzt á gagn- kvæmu trausti, en ráðstafanir Breta og Pólverja hefðu sýnt í seinni tíð, að þeir bæru ekki slíkt traust til Þjóðverja. í brezk-þýzka flotasamningnum, sem gerður var 1935, var ákveð- ið að hlutfallið milli þýzka og enska flotans skyldi vera 35:100. í þýzk-pólska vináttusáttmál- anum, sem gerður var 1934, hétu þessi ríki hvort öðru hlutleysi í næstu 10 ár. Hitler lýsti jafnframt yfir því, að Pólverjar hefðu hafnað kröfu Þjóðverja um innlimun Danzig í þýzka ríkið og bifreiðabraut til Austur-Prússlands í gegnum „pólska hliðið“. Gegn þessu hefðu Þjóðverjar lofað Pólverj- um að viðurkenna núverandi landamerki Póllands og gera ekki vopnaða árás á pólska rík- ið í næstu 25 ár, ef Pólverjar hétu Þjóðverjum hinu sama. Boðskap Roosevelts svaraði Hltler með allmiklum bituryrð- um og vafningum. Hann sagði, að þýzka stjórnin hefði leitað til ýmsra þeirra ríkja, sem talin væru upp í boðskap Roosevelts, og hefðu þau lýst yfir því, að þau teldu sér ekki ógnað af Þjóðverjum. Hann taldi, að ráðstefna margra ríkja væri þýðingarlaus, en Þjóðverjar væru reiðubúnir til að semja við hvert einstakt riki sérstak- .A. KROSSGÖTUM Rússneska langflugið. — Hafnargerð í Dalvík. — Útgerð frá Dalvík. — Afla- leysi togaranna. — Gróðurhúsin. — Sjómannaljóð. Flugvélln Moskva, sem Rússar sendu til New York í tilefni af opnun heims- sýningarinnar, flaug yfir ísland um há- degi í gær. Hún lagði af stað frá Moskva klukkan 12 í fyrrinótt, flaug yfir Niðarós í Noregi klukkan 7 árdegis og klukkan 9,55 var hún stödd 100 mílur austur af íslandi. Rétt um hádegi, klukkan 12,08 flaug hún yfir Kirkju- bæjarklaustur á Síðu og um fimmtíu mínútum siðar varð hennar vart í Búð- ardal og flaug hún þá vestur yfir Breiðafirði. Litlu siðar var hennar vart i Bildudal. Flaug hún yfir Grænland til Ameríku. 1100 kílómetra frá ákvörð- unarstaðnum, New York, varð hún að nauðlenda og er sögð talsvert lösk- uð. Flugstjóri var Kokkinaki, sá, sem setti met í flugi milli Vla- divostok og Moskva, og er vélin hin sama. Útvarpsstöðln hér útvarpaði lát- laust í gær frá því snemma morguns. til leiðbeiningar fyrir flugmennina, en annars stóðu þeir í stöðugu loftskeyta- sambandi við Moskva. t t t Sigfús Þorleifsson útgerðarmaður í Dalvík við Eyjafjörð var á ferð hér í bænum fyrir fáum dögum. — Tíðinda- maður Tímans náði tali af Sigfúsi og spurði hann frétta úr byggðarlagi hans. — Skýrði Sigfús m. a. frá þessu: — Á síðastliðnu ári var mælt fyrir fyr- irhugaðri hafnargerð í Dalvík og at- hugað um önnur skilyrði fyrir hafnar- gerð. Nú hefir verið fengið lán til hafn- argerðarinnar og loforð um framlag frá ríkinu. Með Súðinni 21. þ. m. komu áhöld og lítið eitt af efni til hafnar- gerðarinnar. Undirbúningur verksins er nú þegar hafinn. í sumar verður síðan unnið að byggingu hafnargarðsins eftír því, sem geta leyfir. t t t Frá Dalvík eru nú gerðir út 11 vél- bátar á þorskveiðar og nokkrir opnir bátar. Sildveiðar verða stundaðar af 5 herpinótafélögum og eru 2 bátar í hverju félagi. Verða þá fleiri bátar á síldveiðum frá Dalvík en nokkru sinni áður. — Hafnleysi hefir mjög hamlað útgerð frá Dalvík og síldarverkun þar á undanförnum árum. Vænta menn nú að úr þessu rætist innan skamms. — Afh er lítill í Dalvík enn sein komið er, enda gæftir slæmar. r t r Saltfiskvertíð togaranna ætlar að verða mjög slæm og ef til vill lélegri en nokkurn tíma áður. Afli á Selvogs- banka hefir brugðizt alveg, og eru nú flestir togararnir djúpt í Faxaflóa, en fiskafli þar afar tregur. Hefir mjög lítið fiskazt siðari hluta aprílmánaðar, en á þeim tíma hafa þó aflabrögð fremur glæðst á undanförnum árum. Ríkis- stjórnin hefir sent þrjá togara í leit að fiskimiðum, en eigi hefir sú leit borið tilætlaðan árangur enn sem kom- ið er. Tryggvi gamli er í slíkri fiskileit fyrir norðan land, en Þórólfur fyrir austan. Hefir hann reynt við Eystra- Horn og Hvalbak, en varla orðið fiskj- ar var. í fyrrakvöld lagði togarinn Gulltoppur af stað til fiskileitar vestur í Grænlandshafi og eru fréttir ekki enn komnar af hans ferðum. t t t Gróðurhúsin eru nú um það bil að taka á sig hlnn fagra og rómantíska sumarblæ, og eru jafnvel búin að því. Tómötunum hefir verið plantað út í gróðurhúsin fyrir nokkru síðan, en til þeirra er sáð 1 litla potta á öndverðum vetri. Rósir standa nú í fullum skrúða hjá þeim, er leggja stund á blómarækt. t t t Sjómannadagsráðið efndi í vetur til samkeppni um sjómannaljóð og var skipuð nefnd manna til þess að dæma um ljóð þau, er bærust. Áttu Guð- mundur Finnbogason landsbókavörður, Sigurður Nordal prófessor og Geir Sig- urðsson skipstjóri sæti í hennl. Alls bárust um 42 kvæði, en tvö hlutu verð- laun. Hlaut fyrstu verðlaun kvæði eftir Magnús Stefánsson, en önnur verðlaun kvæði eftir Jón Magnússon. r t t lega, ef það óskaði þess og byði viðunandi kjör. Hann hafnaði þó ekki boðskap Roosevelts.full- komlega og lét að lokum svo ummælt, að báðir hefðu þeir þá ósk innst í hjarta, að friður ríkti meðal mannkynsins. í ræðu sinni lét Hitler sér- staklega falla þung orð í garð Pólverja og Breta, en talaði frekar vingjarnlega um Frakka og endurtók þá yfirlýsingu, að Þjóðverjar viðurkenndu full- komlega þýzk-frönsku landa- mærin. Það, sem nú þykir uggvæn- legast eftir ræðu Hitlers, er sambúð Þjóðverja og Pólverja. Hitler hefir hingað til fengið kröfum sínum framgengt, án þess að honum hafi verið sýnd veruleg mótspyrna. Margir hafa haldið því fram, að hann myndi ekki hafa fylgt þeim fram, ef honum hefði verið sýnd nægi- lega ákveðin mótstaða. Úr því fæst nú skorið, hvort þessir menn hafa rétt fyrir sér. En ó- neitanlega virðist það, að Hitler sjálfur gerir allri þýzku þjóðinni kunnugt um þessa synjun Pól verja, benda til þess, að hann muni ekki láta kröfurnar niður falla, en ætla að sýna fylgis- mönnum sínum enn einu sinni hvers hann sé megnugur. Hefði hann ætlað sér að una við synjun Pólverja, myndi hann tæpast hafa auglýst hana svo ótvírætt. í Póllandi hefir ræðu Hitlers yfirleitt verið svarað á þá leið að Pólverjar gætu ekkl fallizt á kröfur Þjóðverja og þeir myndu ekki, meðan þeir væru sjálf- stætt ríki, þola Þjóðverjum eða öðrum erlendum þjóðum, neitt ofríki né yfirgang. Talið er, að Pólverjar hafi nú um eina milljón manna undir vopnum og hafa fjölmargar varúðarráð- stafanir verið gerðar seinustu vikurnar. InnanlandsdeiluT hafa sama og fallið niður og hafa ýmsir helztu forvígismenn stjórnarandstæðinga boðið stjórninni lið sitt og þau boð verið þegin. Eru þess dæmi, að stjórnmálaforingjar, sem áður voru í útlegð, hafi verið teknir í sátt og hjálpi nú til þess að skapa sem mesta einingu meðal þj óðarinnar. í Bretlandi heldur vígbúnað- urinn áfram með vaxandi hraða og hefir stjórnin nú lagt fyrir þingið frv. um almenna her skyldu og nær hún til manna á aldrinum 18—21 árs aldurs. Frv sætir nokkurri andstöðu frá jafnaðarmönnum og frjálslynda flokknum, en talið er þó víst, að það verði samþykkt í næstu viku. Hefir þessari ráðstöfun verið fagnað í þeim löndum, sem fylgja Bretlandi að málum, en verið mjög illa tekið i þýzkum og ítölskum blöðum. A víðavangi Þegar þjóðstjórnin var mynd- uð var gengið út frá því, að þrír flokkar, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- Dýðuflokkurinn, styddu hana óskiptir og að deilur milli flokk- anna yrðu látnar sem mest nið- ur falla, meðan slíkt samstarf ætti sér stað. * * * Eftir ýmsum sólarmerkjum að dæma, virðist þetta ætla að verða á annan veg. Nokkur hluti Sjálfstæðisflokksins, studdur af dagblaðinu Vísi, virðist hafa tekið sig út úr, og gera allt, sem í hans valdi stendur, til þess að skapa örðugleika í samstarfinu. Þegar stjórnarmyndunin var til- kynnt á Alþingi var einn af ,þversum“ mönnum Sjálfstæðis- flokksins látinn flytja sérstaka yfirlýsingu til að gefa til kynna, að þetta flokksbrot gengi með ólund út í samstarfið. Þegar at- kvæðagreiðsla fór fram á þingi um vantraust kommúnista, greiddu sjö Sjálfstæðismenn at- kvæði með fyrirvara. Og allan tímann síðan þjóðstjórnin var mynduð, hefir Vísir haldið uppi stöðugum illindum við Fram- sóknarflokkinn. Jafnframt hefir í blaðinu verið birtur skætingur um þá Sjálfstæðismenn, sem raunverulega fylgja þjóðstjórn- inni, þar sem þeir eru nefndir ,Karakul“-flokkur o. s. frv. Má af þeim marka að stuðningur hinnar „órólegu deildar“ Sjálf- stæðisflokksins við þjóðstjórn- ina sé lítils eða einskis virði. * * * Hinn venjulegi „tónn” í Vísi er sá, að fyrverandi stjórnarflokk- ar hafi „ákallað“ Sjálfstæðis- menn til hjálpar af því að röng stjórnarstefna hafi verið að setja landið á heljarþröm. Um tjórnarstefnurnar má auðvitað lengi deila, enda þótt Tíminn álíti, að ekki sé til þess stund né staður meðan flokkarnir vinna saman. En vitanlega dettur eng- um Framsóknarmanni í hug að innganga Sjálfstæðismanna í ráðuneytið muni þýða betri eða heppilegri stjórnarráðstafanir á nokkurn hátt. Hitt er svo allt annað mál, að myndun þjóð- stjórnar og þar af leiðandi minnkandi flokkadeilur, létta framkvæmd ýmsra þýðingar- mikilla ráðstafana, er gera þarf, t. d. á styrjaldartíma. En ef sum af blöðum þjóðstjórnarflokk- anna halda uppi illdeilum, eigi að síður, eins og Vísir nú, verður gagnið auðvitað minna en ætla mátti. * * * Eitt af þeim „friðmælum“, sem Vísir leggur til samstarfsins, eru ummæli hans um það, að við amningana um stjórnarmynd- un hafi Framsóknarflokkurinn ,étið ofan í sig“ allt, sem hann hafi áður sagt um Sjálfstæðis- menn og stefnur þeirra. En ef nokkur hefir „étið ofan í sig“ í bessum samningum, eru það bersýnilega Sjálfstæðismenn beir, sein að Vísir standa. Þeir voru á móti stjórnarsamvinnu og sóru og sárt við lögðu í út- varpinu, að þeir vildu ekki taka bátt í framkvæmd gengislag- anna. Þeir samþykktu í Varðar- félaginu, þrátt fyrir aðvörun Ólafs Thors, að aldrei skyldi rengið til samvinnu. nema ráð- 'rerra frá Sjálfstæðisflokknum °æri með viðskiptamálin! Árni frá Múla ætti að vara sig á að ,tala um snöru í hengds manns húsi.“ * * * Árni frá Múla er í gær með dylgjur um það, að Framsóknar- menn hafi tafið fyrir því, að lán 'engist til hitaveitu í Rvík. Þetta ir af fullri fávizku mælt, ef ekki gegn betri vitund. Framsóknar- flokkurinn veitti greiðlega heim- ild til ríkisábyrgðar fyrir hita- veituláninu, enda þótt málið væri engan veginn sómasamlega framlagt. Og ríkisstjórnin hefir lafnan veitt allan þann stuðn- ing í því máli, sem óskað hefir (Framh. á 4. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.