Tíminn - 29.04.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.04.1939, Blaðsíða 2
194 TlmNfl, langardagiim 29. apríl. 1939 49. blaH Laugurdaginn 29. apr. Verð á útgerðar- vörum Á Alþingi kom nýlega fram tillaga um það, að síldarverk- smiðjur ríkisins á Siglufirði skyldu hafa fyrirliggjandi olíu- birgðir til að selja útgerðar- mönnum um síldveiðitímann með sanngjörnu verði. Var gert ráð fyrir, að verksmiðjurnar kæmu sér upp olíugeymi í þessu skyni. Þetta er mjög merkilegt mál, og er þess fastlega að vænta, að ráðherra útvegsmálanna, sem jafnfram er yfirmaður verk- smiðjanna, veiti því allan þann stuðning, sem í hans valdi stendur. Um þetta þarf að hefj- ast handa strax í sumar, og sú tilraun á að verða byrjun á alls- herjar baráttu fyrir því að út- vega útgerðarvörur íyrir sann- virði. Tíminn hefir árum saman hvatt útgerðarmenn til að mynda samtök um innkaup sín á helztu nauðsynjum til útgerð- arinnar og gera sig óháða hringum þeim og stórverzlunum, sem aðallega hafa grætt á þess- um vörum. í Vestmannaeyjum hefir fyrir nokkru hafizt góð viðleitni í þessa átt. En hið póli- tíska samstarf margra útgerð- armanna við kaupsýslustéttina hefir vafalaust dregið eitthvað úr framtaki útgerðarinnar í þessa átt. Þar við bætist svo, að margir útgerðarmenn hafa síð- ustu árin verið lamaðir af skuld- um og stöðugt átt undir högg að sækja að afla sér nauðsynleg- asta rekstursfjár til að komast á sjóinn (a. m. k. smáútgerðin), og dregur slikt vitanlega úr kjarki manna til að hefja nýja baráttu í sjálfstæðisátt. En á nýafstöðnum fundi Sölusambands ísl. fiskframleið- enda bar útgerðarmaður einn af Suðurnesjum fram tillögu um, að sölusambandið beitti sér fyrir því að hafizt yrði handa í þess- um málum. Það eru gengislögin nýju, sem hér virðast hafa vak- ið menn til nýrrar umhugsun- ar og nýrra athafna. Lækkun krónunnar þýðir það, að hvert skippund fiskjar hækkar í verði um nál. 22% frá því sem ann- ars hefði verið. En hve mikið af þessari verðhækkun lendir raunverulega hjá útgerðinin? Því verður ekki svaraö nákvæm- lega. Fyrir allstóran hluta af aflanum þarf útgerðin að kaupa erlendar vörur, kol, salt, olíu og veiðarfæri. Hvernig er verzl- unin með þessar vörur? Undir því er mikið komið. Það er vitanlega mikils um vert fyrir útgerðarmanninn, að fiskurinn hækki í verði. En eins og verkamaöurinn má ekki líta eingöngu á kauptaxtann, má útgerðarmaðurinn heldur ekki líta eingöngu á fiskverðið. Verzlunin með útgerðarvörurn- ar hefir mjög mikil áhrif á það hvaða þýðingu raunverulega fiskverðið hefir fyrlT útgerðar- manninn. Nú munu menn segja sem svo: Auðvitað hækkar innkaupsverð útgerðarvaranna um leið og krónan fellur. Það er eðlilegt, og við því er ekkert að segja. En útgerðarmaðurinn þarf að minnsta kosti að vera á verði um, að varan hækki ekki í verði meira en sem svarar gengis- breytingunni. Og enn eitt í við- bót: Til þess eru fullar líkur, að verzlun með útgerðarvörur hafi verið rekin með það miklum á- bata á undanförnum árum, að hún væri þess vel umkomin að taka á sig eitthvað af gengis- fallinu. Ef svo reyndist, fá út- gerðarmenn í sinn vasa einnig nokkuð af verðhækkuninni á þeim hluta aflans, sem fer til þess að borga útgerðarvörur. En það er áreiðanlegt, að hagur útgerðarmanna í þessu efni verður ekki tryggður nema með opinberum ráðstöfunum, eins og rætt er um í sambandi við síldarverksmiðjurnar eða — sem æskilegast er — öflugum samtökum útgerðarmanna sjálfra. — Má vera, að einhverj- ir ráðleggi þeim fremur að eiga frið við hringana og heildsal- ana. En sá friður er of dýru verði keyptur. Þorbergur Fyrir rúmlega þrjátíu árum voru heitustu alþingiskosning- ar á íslandi, sem háðar hafa verið í tíð núlifandi manna. ís- lendingar voru þá spurðir að því, hvort þeir vildu sætta sig við að vera frjálst land í Danaveldi. Þetta vildu íslendingar ekki. Með yfirglæfandi meirahluta lýsti þjóðin yfir, að hún vildi að vísu vera frjáls, en hún vildi ekki vera í veldi ninnar erlendr- ar þjóðar. íslendingar vildu sjálfir skapa veldi sitt í sínu eigin landi. Við þessar kosningar bauð sig fram til þings í Austur-Skafta- fellssýslu mikill myndarbóndi, Þorleifur Jónsson í Hólum. Hann náði kosningu í það sinn, og jafnan síðan meðan hann gaf kost á sér til þingmennsku. Hann varð í nýjum sið Skaft- fellingagoði, vitur maður og til- lögugóður um öll mál, þar sem hans atkvæðis var leitað. Skaft- fellingar sóttu „heim að Hólum“ um aldarfjórðung ráð og for- ustu til hins vlnsæla héraðs- höfðingja. Eftir átökin um kjördæma- málið 1934 lét Þorleifur Jónsson af þingmennsku, án þess að á- stæða væri til vegna aldurs eða heilsubilunar. En honum mun hafa fundizt að nú byrjaði nýtt tímabil með nýju viðhorfi. Og Þorleifi 1 Hólum mun hafa fundizt, að þetta nýja tímabil mætti gjarnan hefjast með þátttöku nýrra manna i lands- málabaráttunni. Þorbergur sonur hans náði þá kosningu I Austur-Skaftafells- sýslu, og hélt velli i baráttu síð- ari ára, þar til nú i sumar leið, að hann tók sjúkdóm þann, er varð hans banamein nú fyrir nokSrum dögum. Þorbergur Þorleifsson erfði vinsældir og tiltrú föður hans. Hann eTfði líka það skapferli, sem mikið reynir á í landsmál- um. Hann var gæddur brenn- andi áhuga fyrir landsmála- starfinu. Hann bjó ógiftur í föð- urgarði alla stund, og lét sér nægja að vinna fyrir heimilið, héraðið og landíð. Það er sagt, að íslendingar séu alveg óvenjulega pólitiskir menn. En i þeim efnum var Þorbergur i fremstu röð um ein- lægan og óeigingjarnan áhuga. Hann tók í sjálfstæðismálun- um út á við sömu afstöðu og faðir hans. Honum fullpægði þar ekkert minna en að ísland væri alveg frjálst, og í engu bundið af yfirdrottnun erlendra manna. Heima fyrir beitti hann sér fyrir hverskonar framförum í héraði, þar sem hann mátti veita lið. í hans stuttu þing- Þorleífsson mannstíð var gerð myndarleg byrjun að hafnarumbót í Horna- firði; hlaðinn varnarveggur fyr- ir háskalega jökulkvísl, sem stefndi á eina blómlegustu byggðina í sýslunni. Fyrir hans atbeina var haldið áfram símalagningum, vega- og brúa- gerðum með mikilli atorku. í þingmannstíð þeirra frænda, Þorleifs og Þorbergs, hefir hér- að, sem var algerlega án um- bóta í samgöngumálum, nú fengið aðstöðu í þeim efnum í fremstu röð, eftir því sem ger- ist um dreifbýli á íslandi. Þorbergur Þorleifsson var ekki eingöngu einhuga I frelsismál- um landsins og um umbótamál héraðsins og bændastéttarinn- ar. Hann unni auk þess öðrum verðmætum, sem sumir atorku- menn í þjóðfélaginu láta sér fátt um finnast. Meðan Þor- bergur í Hólum sat á þingi, var hann heitastur stuðningsmað- ur þeirra manna, sem vinna að skáldskap, listum og víslndum hér á landi. Hlaut hann stund- um ámæli samstarfsmanna fyr- lr að vilja meir en flestir menn aðrir láta þjóðfélagið sinna þeim verðmætum, sem mölur og ryð fá ekki grandað. En í þessum efnum var Þor- bergur Þorleifsson sannur son- ur hinna íslenzku byggða. Því að það, sem einkennir líf þjóð- arinnar alla stund frá land- námsöld, er hinn tvöfaldi á- hugi fólksins. Jöfnum höndum við baráttuna fyrir daglegu brauði, hafa íslendingar unnað bókmenntum og listum. Hneigð þjóðarinnar í þessa átt hefir verið svo sterk, að þegar ekki var annars kostur, skapaði þjóðar- sálin á persónulegan hátt þjóð- vísur, þjóðsögur og æfintýri. Fyrir sjónum samtíðarmanna Þorbergs Þorleifssonar virtist einsætt, að hann myndi að öllu leyti taka við erfð föður síns, og verða í heilan mannsaldur bændafulltrúi héraðs síns í þjóðmálastarfinu, einlægur stuðningsmaður framsóknar- stefnunnar, þjóðlegur á alla lund, jöfnum höndum baráttu- maður fyrir efnalegum og and- legum framförum. Síðastliðið sumar kom Þor- bergur í Hólum til Reykjavíkur og leitaði sjúkrahússvistar. Var gerður á honum holskurður og kom þá í ljós, að hann var hald- inn af krabbameini á háu stigi. Læknarnir lokuðu sárinu, og sögðu sjúklingnum ekki ítarlega frá veikindunum. Sárið greri, en hin innri meinsemd var kvalafull. Enginn af vinum Þor- bergs vildi, eins og þá stóð á, tilkynna honum dauðadóminn. Tíu ár tíl baka 100 ár tram í tímann I. Ég er að enda við að hlusta á útvarpsumræðurnar frá vígslu- hátíð garðyrkjuskólans að Reykjum. Og mér verður hugs- að 10 ár til baka. Fyrir verða fjölmennir mannfundir, þar sem aðalefnið í ræðum manna er að vega að Jónasi Jónssyni fyrir að láta ríkið kaupa Reykjatorfuna í Ölfusi (einar 5 jarðir með nær óteljandi hverum) fyrir um 100 þús. krónur. Og almenningurinn klappaði lof í lófa, þegar fastast var kveðið að ráðleysisbramli þessa ráðherra, sem gerði slíkt glapræði! — Ég var alltaf að hlusta eftir að einhver ræðu- mannanna áðan yrði nú svo drengilegur að minnast fram- sýni og framtaks mannsins, sem varð þess valdandi, að hinn dýrmæti blettur austan við Hellisheiðina var tryggður í framtíðinni til almennings af- nota. Og að þar hefði þá þegar byrjað starfsemi til hjálpar þeim, sem bágast eiga og jarð- hitinn beizlaður þeim til bjarg- ar. Nei, ekki eitt orð frá nokkr- um ræðumanni í þá átt, og var þó m. a. í hópi þeirra, sem létu ljós sitt skína við þessa skóla- vígslu, einn þeirra, er hvað mest „sló sér upp“ fyrir tíu árum síðan á því að úthúða Jónasi Jónssyni fyrir ráðleysið að verja fé ríkissjóðs til þess að kaupa Reykjatorfuna. Það þurfa máske að líða 100 ár tll þess að minnzt verði eins og verðskuldað er, þess, þegar Reykir í Ölfusi ásamt meðfylgj- andi jörðum, var náð úr ein- staklingseign til almennra af- nota. Það þarf máske að bíða þess tíma, þegar heilsuhæli og gistihús framtíðarinnar verða risin upp við hverina í Ölfusinu og fólkið streymir í tugþúsunda- tali utan úr heimi til hressingar sér við heilsubrunnana að Reykjum, líkt og nú gerir það að hressingarhælunum við jarðhit- ann á Nýja-Sjálandi. Það verð- ur máske þegar matjurtaekr- urnar og blómabreiðurnar þekja víðar lendur Reykjatorfunnar og æska landsins hefir sótt þangað líkamsorku og fegrun og vizku anda sínum um hundr- að ár, — þá muni verða á hátíð- um, er fara fram á Reykjatorf- unni við vígslu nýrra framtíðar- stofnana, munað eftir mann- inum, sem mest var skammaður nú fyrir tíu árum síðan. II. Samhliða að hlusta á vígslu- ræðurnar var ég að fara yfir grein um Þingvelli, sem á að koma í riti, er ég hefi umsjón með. Greinin verður lika til þess að hugurinn svífur tíu ár til baka og einnig um 50 km. leið austur frá höfuðstað íslendinga. Aðeins er stefnan nú nokkru norðar. Fyrir um tug ára voru dagleg ónot manna á meðal og háværar raddir á mannfundum yfir því að ætla að fara að Lífsþráin og lifslöngunin er sterk í öllum, en þessar kenndir voru alveg óvenjulega ríkar í brjósti Þorbergs Þorleifssonar. Hann sá ótal verkefni framund- an og hann langaði til að geta beitt kröftum sínum við að leysa þau. Vafalaust hefir Þorberg sjálf- an grunað, hvert kynni að vera eðli sjúkdómsins, þótt ekki væri um það rætt. Honum var kunn- ugt um að maður eldri en hann hafði bjargazt, að því er talið var, úr klóm krabbans sjálfs, með sterku læknislyfi, sem sjúk- lingurinn greip sjálfur til, án fyrirmæla lækna. Það krafta- verk, sem hafði gerzt einu sinni, gat gerzt aftur. Þorbergur hvarf með óupplesinn dauðadóm heim i ættargarðinn. Sjúkdóm- urinn sótti fast á. Lífsvonin var sterk, og Þorbergi Þorleifssyni kom ekki til hugar að hopa undan meðan nokkur lifsvon var. Fram að jólum klæddist hann suma daga, talaði í síma, skrifaði bréf, og sinnti skyldu- störfum sinum, eftír því sem unnt var. Hann bjóst við að geta komið til þings, að minnsta kosti þegar dag tæki að lengja. Þingbræður hans buðu honum að una heima fyrst um sinn. Bentu á, að aðstaðan á þingi væri nokkuð óvenjuleg. Að þessu sinni sakaði minna en stundum endranær, þó að einn þingmað- ur væri burtu um stund. Vordagarnir komu, en ekki með bata eða hvíld, heldur sár- ari raun og þjáningar. Dauða- striðið varaði raunverulega í marga mánuði. Vandamenn Þorbergs vöktu við sæng hans og gáfu honum lyf til að deyfa þjáningarnar. Enga aðra hjálp var lengur unnt að veita. Eftir fáa daga verður Þor- bergur Þorleifsson hulinn mold í hinni fögru, söguríku ætt- byggð sinni. En áhugamál hans munu lifa. Hugsjónir hans um frelsi þjóðarinnar, sæmd henn- ar og menning, munu lifa með an íslendingar búa á íslandi. J. J. leggja nVSur búskap í Þingvalla- sveitinni og friða Þingvelli! Og einn ræðumannanna frá vígslu- hátíðinni á Reykjum hnykkti fast á þeirri „dauðans ekkisen ráðleysu í honum Hriflu-Jón- asi“. En höfundur Þingvalla- greinarinnar opnar einmitt huga manna fyrir því ómetan- lega tjóni. hefði nú dregizt að friða Þingvelli, þar til fjárbeitin var búin að eyðileggja síðustu leifarnar af skóginum í Þing- vallahrauni. Það er varla hægt að fullþakka Jónasi Jónssyni, þessum langmesta vökumanni (ekki innan gæsalappa) íslenzku þjóðarinnar nú nær því um-þrjá áratugi, fyrir að koma því til vegar, að Þingvellir voru frið- lýstir og hætt var að eyðileggja skóginn. Eftir 100 ár verða Þingvellir lengi búnir að vera hjartastað- ur vors kæra lands — friðaður þjóðgarður íslendinga, í þess orðs beztu merkingu. Og þá verður minnzt mannsins, sem mest var skammaður fyrir tíu árum fyrir að hefja sóknina I verndun og fegrun merkasta staðar fósturlandsins. Hitt er annað mál, að ennþá draga of slappar aðgerðir úr hrifningunni og þakklætinu fyr- ir þessari ágætu þjóðgarðshug- mynd. Það er heldur lítið hress- andi fyrir aðdáendur málsins, að ennþá skuli ekki vera tekið almennt á móti innlendum og erlendum gestum á Þingvöllum þannig, að skammlaust megi teljast fyrir íslenzka þjóð. Og það er lítið ánægjulegt, að enn- þá skuli Þingvellir — þegar allt er þar í vor- og sumarblóma — vera eitthvert helzta drykkju- skapar- og draslbælið fyrir lak- ara hluta höfuðstaðarbúanna, þegar þeir fara úr bænum til þess að sýna úthverfuna á sið- menningunni. Á sumardaginn fyrsta 1939. V. G. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tíðindum sæti, sé vel að gætt. Þorkell Jóhanncsson; Þyrnírunnurínn brennandi Fáar þjóðir, sem þó eiga sér nokkra sögu og taldar eru með menningarþjóðum, eru jafn ör- snauðar að sýnilegum minjum um störf kynslóðanna á um- liðnum öldum og vér fslend- ingar. Svo lítil ytri merki ber landið þjóðarinnar, sem þar hefir lifað og starfað, að gegnir mikilli furðu — við fyrstu yfir- sýn a. m. k. í meira en þúsund ár hafa starfsamir menn rækt- að hér jörðina,byggtbæiog guðs- hús, sótt þroska og seiglu í stöð- uga, árvakra baráttu við óblíða náttúru landsins, við áföll og höpp. Þessi barátta kynslóð- anna, sem háð hefir verið á hverju byggðu bóli, fram til heiða og út til andnesja, um mörg hundruð ára, fær manni í senn undrunar og ógnar. Svo tíðindasnauð, og afdrifalaus, og þó svo hörð og langvinn: Allt til dauðans. Helztu sýnileg merki hins liðna eru hrundar rústir, gleymd og vallgróin leiði. Sums staðar er ekkert annað til minja um lífið — og dauðann. En miklu víðar heldur barátta lífsins enn áfram, engu vægarl en áður. Hún er jafnvel enn kappsamlegar sótt nú, en yfir- leitt háð með meifa traustl og trú á framtíðina. Það er ein- kennilegt til þess að hugsa, að síðastliðin 20—30 ár skilja á- reiðanlega eftir miklu meiri ytri minjar í starfslífi þjóðar vorrar um komandi tíma en næstu þúsund ár þar á undan hafa leift. Myndi nú loks vera að renna upp sú öld, er lánast að varðveita nokkurn sýnilegan árangur af starfi kynslóðanna, þótt grafirnar gleymist, er verði börnunum styrkur til nýrra dáða, nýrra afreka, tengi hið liðna hinu komanda? Við vitum það ekki, en við vonum að svo verði. Forfeður okkar bjuggu skuldlaust að kalla. Reyndar níddu þeir löngum landið, en náttúrugæði þess voru líka eini höfuðstóllinn, sem þjóðin átti, eini bankinn, og þar var auðvitað lánað eftir föngum. En um það er nú ekki að sakast. Og þykir okkur arfurinn í minna lagi, er sú bót í máli, að við þurfum ekki að óttast neina bakreikninga, neinar kvaðir eða veðbönd. Hann er reyndar miklu meiri en auðvelt sé að gera sér grein fyrir. Skáldið Knut Hamsun kemst svo að orði í sögu sinni um óð- alið — Börn af Tiden: „Alltaf verður mikið eftir á stórri jörð, höfuðbóli, jafnvel þótt ófriður geysi og gangi yfir“. Og þarna fer svo, að arfurinn, grafinn og týndur á ófriðarárum, kemur I leitirnar þegar mest ríður á, þegar allt sýnist þrotið — og bjargar öllu við. Því til er meiri háski fyrir gamalt óðal en hern- aður. Byltingar og umrót tím- ans, mót fornrar og nýrrar ald- ar, eru háskalegri, ef illa tekst að brúa þar á mllli, halda þræð- inum óslitnum, uppistöðunni, þótt nýir þættir tvinnist þar inn í. Þessi háski, þessi mikli vandi er okkur á höndum, kynslóð af- fararíkasta tímabils i sögu þessa lands. En þegar til alls kemur, stendur jafnvel bylt- ingamaðurinn, tlmamótamaður- inn, föstum fótum í fortíðinni, hvort sem hann gerir það sjálf- um sér ljóst eða ekki. Ætternið, uppeldið, tungan — áhrif lands- ins og samfélagsins, er á sér djúpar rætur í fortíð þjóðarinn- ar, hefir mótað innsta eðll hans. í því er arfleifðin fólgin — þetta er arfurinn. Fornt spakmæli segir: Þekktu sjálfan þig. En til þess að þekkja sjálfan sig þarf maður fyrst og fremst að þekkja land sitt, þjóð sína og þjóðmenningu að fornu og nýju. Þess vegna hafa þjóð- irnar jafnan tekið að leggja rækt við sögu sína og fornar minjar ættlands síns, er þeim óx menning og þroski. Þess vegna er það að með menning- arþjóðunum er fátt talið dýr- mætara en menningararfur liðinna kynslóða. Þegar um slíkt er rætt við okkur íslendinga verða fornbókmenntirnar ef til vill efstar á baugi. Kannske líka minning ýmsra ágætra manna, er þjóðin hefir alið, því hverri þjóð, hverri kynslóð er það lífsnauðsyn að eiga sér afbragðsmenn, er hún geti mælt hæð sína, atgerfi sitt við. Því eins og fjöllin eru mæld þar sem þau rísa hæst, svo er þjóðin, kynslóðin mæld og metin eftir hinum beztu mönnum. í þeim rætast draumar kynslóðanna og þaðan eflist æskan að þreki og trú á lífið og eigin mátt sinn. í þeim þekkir hún sjálfa sig og þjóð sína eins og hún á að verða, vill verða og verður ef vel tekst til. En til sannrar þekkingar á sjálfri sér, eins og hún er, snýr hún sér að fortíð þjóðar sinnar, sögunni, og að landinu, sem ól hana. Þjóð vor hefir frá upphafi verið bændaþjóð, þótt nú sé þetta tekið nokkuð að breytast. Til mjög skamms tíma var næst- um því hver einasti íslenzkur maður fæddur og uppalinn við einhverskonar búskap, við sjó frammi eða upp til dala og heiða. Lifði fyrst og fremst á því, sem landið sjálft miðlaði og hafið. Þekkti til hlítar duttl- ungavald náttúrufarsins. Kunni að notfæra sér þúsund ára gamla reynslu kynslóðanna í því að sveigja þetta vald, fara í kring um það eftir föngum, eða þola harðræði þess, ef ekki varð undan þokað. Sigrast á því — eða deyja. Þetta land — þessi jörð, þessi vík eða fjörður var í sannleika snar þáttur af mönnunum, sem hér bjuggu. Svo ramlega getur náttúran,- lifandi og dauð, orðið samgróin manninum, sem á allt sitt undir regni og sól, undir þreki sínu og þolgæði við lýjandi störf, fullvís þess, að allt veltur á því einu, hvað hann getur gert sér úr því, sem hann fær knúið þessa jörð, þessar svipulu bárur til að miðla — að ógleymdri reynslunni af því, hvað þolið við að svelta getur á stundum verið nauðsynlegt skilyrði til lang- lífis. En hér verður heldur ekki gleymt höppunum, sigrunum, örlætisgjöfum ríklundrar nátt- úru hins harðbýla lands, sem með töfrum skammvinnrar blíðu lætur þrautirnar þoka undan og á ávalt nóg í vonum til að mæta næstu harðindum, svo handvís sem þau eru. Ný byltinga og breytingaöld hefir nú slitið allmikinn hluta hinnar nýju kynslóðar úr þess- um tengslum. Hernaður nýs tíma, nýrrar aldar gengur yfir landið og þjóðina. Þar sem byggja verður af nýjum stofni er mikil þörf hinnar fólgnu arf- leifðar. Hennar er nú reyndar allstaðar þörf. Þjóðmenning vor er í hættu stödd. Tunga vor sæt- ir meiri og viðsj árverðari áhrif- um utan frá en nokkru sinni fyrr, áhrifum sem gætu spillt henni til óbóta, ef vér erum ekki sjálfir vel á verði, en þau geta líka styrkt hana og auðgað, ef vel er á haldið. Líkt er að segja um bókmenntir okkar.Viðhöfum um hríð verið helsti bráðfegin nýungunum nýunganna vegna, Ekki nógu athugulir um okkar eigið, ekki nógu minnugir, ekki nógu fróðir, ekki nógu tryggir við þjóðlega menningu okkar sjálfra. Ytri merki þessa ræktar- leysis eru mörg og sum ærið háskaleg. Við eigum enga sögu, ekkert gagngert yfirlit um at- vinnu og menningarlíf þjóðar- innar á liðnum öldum, enga al- menna lýsingu landsins er svari kröfum tímans. Kannske er rétt- ara að halda þetta tómlæti. En þessa tómlætis gjöldum við þunglega. Fátækt er ekki um að kenna, vanþekkingu ekki held- ur, og þó veldur þetta hvoru- tveggja. Við erum að kalla ný- lega byrjaðir að uppgötva feg- urð landsins, byrjaðir að skilja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.