Tíminn - 29.04.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.04.1939, Blaðsíða 4
196 TÍMKViy, langardaglnn 29. apríl. 1939 49. Mað MOLAR Seinasta dag þingsíns urðu talsverð átök milli þingmanna Eyfirðinga og Árnesinga. Þing- menn Eyfirðinga höfðu flutt tíl- lögu um ríkisábyrgð handa raf- veitu í Ólafsfirði, en þingmenn Árnesinga vildu láta verða sam- flota samskonar ábyrgðarheim- ild handa þorpunum austan- fjalls. Óttuðust hinir, dð það myndi aðeins tefja málið og urðu því nokkrar deilur. Eirikur Ein- arsson, sem. er uppbótarþing- tíll BÆIVUM Framsóknarfélögin £ Reykjavíb héldu sameiginlegan fund í Kaup- þingssalnum í fyrrakvöld. Sóttu hann rösklega hundraS manns. Vigfús Guð- mundsson hafði framsögu um byggingu samvinnuheimilis í höfuðstað landsins. Urðu um það nokkrar umræður og hlaut málið mjög góðar undirtektir og kom fram ákveðinn vilji á því að hrinda þessu í frámkvæmd. Að þessum umræðum loknum hófust umræður um þjóðmálaástandið í landinu og tóku margir t'l máls. Að lokum var sam- þykkt framkomin tillaga þess efnis, að þakka Skúla Guðmundssyni mikið og gott starf í þágu lands og lýðs, meðan hann sat í ráðherrastóli. Tilkynniné iim liaim við fjárflutmngiim, vegna garna- veikinnar (paratuberculosis). 1. Frá bæjum, sem garnaveikinnar hefir orðið vart á, má hvorki flytja fé á aðra bæi, ná taka þangað fé frá öðrum bæjum, grunuðum eða ósýktum. En leyfi- legt er að flytja fé milli bæja, sem veikinnar hefir orðið maður. úr .Árnessýslu, .studdi þingmenn Árnesinga og minntist þess m. a. i rœðu, að Eyjafjarð- arsýsla hefði þrjá uppbótarþing- menn og vœðu Eyfirðingar því uppi í þinginu eins og síldar- torfur. Um það var þetta kveðið: Óttakennd um Eirlk fer, ekki eru góðar horfur. Eyfirðingar eru hér eins og síldartorfur. * * * Albanskur málsháttur hljóðar á þessa leið: — Ef þú þarfnast góðs ráðs, farðu þá ekki til vinar þíns, farðu heldur til óvinar þíns og gerðu gagnstœtt því, sem hann ráðleggur þér. — Það hefir oft verið sagt, að Zogu konungur hafi fylgt þessu ráði og þessvegna hafi hann leitað frekar eftir vináttu við Mussolini en aðra. Honum hefir nú reynzt þessi aðferð nokkuð á aðra leið, en málshátturinn gef- ur til kynna. * * * Þýzki flugforinginn Dieterle, hefir nýlega sett nýtt heimsmet í hraðflugi. Flaug hann með 746,4 km. hraða á klukkustund. Fyrra metið var 709,2 km., sett af italska flugmanninum Age- leo 1934. Handavinnusýningar. Á morgun verður í öllum barnaskól- um bæjarins haldnar sýningar á handavlnnu skólabarnanna, smíðum, teikningum og vinnubókum. Verða sýningarnar opnaðar klukkan tíu ár- degis og verða opnar þar til klukkan tiu að kvöldl. Klukkunni flýtt. í kvöld kl. 11 verður klukkan færð fram um einn klukkutíma. Endurvarp frá heimssýningunni. íslenzka ríkisútvarpið mun gera til- raun til þess að endurvarpa frá opnun heimssýningarinnar í New York, ræðu Roossevelts Bandaríkjaforseta og ræðu formanns amerísku sýningarnefndar- innar. Verður það kl. 6—7 annað kvöld samkvæmt sumartíma. Skemmtikvöld. Nemendur Samvinnuskólans halda skemmtikvöld í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld. Hefst það klukkan 9. Sameiginleg kaffidrykkja, söngur og dans, góð músík. Aðgöngumiðar fást við innganginn meðan húsrúm leyfir og kosta 2,50, kaffi innifalið. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, séra Friðrik Hallgrímsson, ferming, kl. 2, séra Bjarni Jónsson, ferming. — í fríkirkj- unni kl. 12 séra Árni Sigurðsson ferm- ing. — í Laugarnesskóla verður engin siðdegismessa og engin barnaguðsþjón- usta vegna handavinnusýningar skól- ans. — í Hafnarfjarðarkirkju kl 5 séra Garðar Þorsteinsson — í Bessastaða- kirkju kl. 2, séra Garðar Þorsteinsson. — í Keflavíkurkirkju kl. 2, séra Eiríkur Brynjólfsson, kl. 5, bamaguðsþjónusta. vart á, ef þeir hafa samliggjandi lönd. Ef fé frá ó- sýktum bæ eða grunuðum, hefir verið á fóðri þar sem veikin er, má ekki skila því heim, heldur skal það litarmerkt á sama hátt og það fé, er það var fóðrað með, og vera í umsjá búenda þar, unz öðruvísi verð- ur ákveðið. 2. Milli bæja, sem grunur er að veikin geti verið á, má ekki flytja fé, nema leyfi framkvæmdastjóra komi til. Ekki má flytja milli grunaðra bæja og ósýktra. 3. Þegar fé er rekið til afréttar eða frá, eða til slátrunar, ber að gæta þess vandlega, að fé af sýktum bæjum eða grunuðum komi ekki í hús eða þröng girðingar- hólf, sem ósýkt fé gengur um. Hreppstjórar skulu sjá um það, hver í sínum hreppi, að fyrirmælum þessum sé framfylgt. Framkvæmdastjóri ákveður hvaða bæir skuli telj- ast sýktir og hverjir grunaðir. Reykjavík, 28. apríl 1939. Halldor Pál^on (í umboði landbúnaðarráðherra). Sameignarsjóðir og innstæda K. E. A. (Framh. af 1. síðu) greiða félagsmönnum af tekju- afgangi félagsins 8% arð af kaupum þeirra af ágóðaskyldum vörum, brauðvörum og lyfjavör- um. Sömuleiðis var ákveðið að úthluta til félagsmanna arði af kola- og saltkaupum og greiða verðuppbætur á ull. Endanlegt verð á kjöti var stjórninni falið að ákveða, þegar allir reikning- ar lægju fyrir. Á síðastliðnu ári greiddi félagið til félagsmanna 203 þús. kr. í arð og verðupp- bætur. Leiðrétting. í viðtalinu um íslandskvik- mynd S. í. S., sem birtist í síð- asta tbl. Tímans, hafði að nokkru leyti víxlast meining í svarinu við spurningunni um það, hvort myndin væri tekin á breiðfilmu. Svargreinin átti að Gestir í bænum. Níels Ingvarsson útgerðarstjóri. í Neskaupstað í Norðfirði, Eiríkur Ein- arsson bóndi í Hlíðarhúsum í Fljóts- dalshéraði, Helgi Sæmundsson í Vest- mannaeyjum, Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri á Húsavík, Sigfús Þor- leifsson útgerðarmaður í Dalvík við Eyjafjörð, Kristján Finnbogason í Hítardal. hljóða á þessa leið: — Nei, hún er tekin á mjó- filmu. Það fer nú mjög í vöxt af því að það þykir oft bæði hentugra og ódýrara. Slíkar myndir má sýna hvar sem er, án eldshættu, en það er ekki hægt, ef um breiðfilmu er að ræða. Mjófilman hefir því þann kost að auki fram yfir, að hana má sýna hvar sem er, jafnt í al- mennum fundarsölum sem í kvikmyndahúsum, en breiðfilm- una aðeins í leikhúsunum. Mjó- filmunni má breyta í breið- filmu ef vill, þótt að vísu sé enn auðveldara að breyta breiðri filmu í mjóa.“ — Inntökupróf í Samvínnuskólann byrjar þriðjudagiim 2. maí kl. 9. f. h. Fermíngargjafír 1 fallcgu úrvalí. [ístverzlunín W$MSS& Kirkjuhvolí. Á víðavangl. (Framh. af 1. siðu) verið eftir. Ef nothæft lánstil- boð fæst nú, (sem ekkert skal fullyrt um), er það eigi sízt að þakka þeirri mikilsverðu aðstoð sem fyrverandi ríkisstjórn hefir lagt fram nú í vetur í þessu máli. Og þó að ekki hafi verið lögð síðasta hönd á tilboðið fyr en nokkrum dögum eftir, að þjóð- stjórnin var tekin til starfa, er vitanlega ekkert orsakasamband þar á milli, þótt Vísir ætli ein- földum sálum að trúa því, að svo sé. 10 William McLeod Raine: Hún fór á bak aftur og hvarf út I drlf- una. Löng stund leið áður en hún kom aftur, og þá með reiðskjóta hans í taumi. Kuld- inn hafði aukizt að mun á meðan hún var burtu. — Ég hélt, að ég ætlaði aldrei að finna hestinn þinn, sagði hún afsakándi, um leið og hún teymdi hestinn til hans, svo að hann gæti farið á bak. — Ertu viss um að þú getir setið á hestinum? spurði hún. — Já, frú min! Ég lærði það, þegar ég var svolítill angi. Hún sneri þegar burt, en hann greip í taumana á hesti hennar. — Þú ætlar þó ekki að yflrgefa mig án þess að ég fái að þakka þér vinarhót- ín, eða hvað? Fyrst er það nú kúlan, sem þú sendir mér, síðan listirnar með hnífn- um og loks gælurnar með hnefanum. Finnst þér ekki, að þú ættir að segja mér nafn þessa góða Samverja míns, svo að ég geti minnzt hans í bænum mínum? — Slepptu taumunum, skipaði hún.. — Farðu ekki svona, að skilja bæði riffilinn og hnífinn eftir, þú gætir þurft á þeim að halda aftur. Stúlkan rykkti í taumana til þess að losna og Gypsy prjónaði. Hreyfingin var Flóttamaðurinn frá Texas 11 svo snögg, að maðurinn missti takið á taumunum. Stúlkan hvarf út í bylinn, en varð þess þó brátt vör að hann kom á eftir. Hest- ur hans kom nær og nær unz þau voru samsíða. Hríðin var nú orðin svo þétt, að vind- hvinarins gætti ekki jafnmikið og áður, og ekki sá nema armlengd frá sér. — Hann virðist ætla að verða napur í nótt, kallaði karlmaðurinn. Nú datt henni allt í einu ráð í hug til þess að losna við hann. — Ég er Molly Prescott, sagði hún. — Það er mér ánægja að kynnast þér, svaraði hann í hæðnisróm. Eftir að mað- ur hefir verið stunginn með hníf og orðið fyrir byssukúlu frá stúlku, og hún þolað svipuhýðingu af honum, eru þau, að mér virðist, svo kunnug orðin, að þau verði að vita hvort annars nöfn. Ég heiti Jeb Taylor. — Það er lygi, hvæsti hún. Ég held nú heim og ef þú villt ekki lenda í höndum fjölskyldu minnar, þá er þér eins gott að hverfa á braut. Hann hló háðslega. — Alveg rétt, þetta er lygi, en ég get bara ekki skilið hvernig þú fórst að því að vita það. Hvað það snertir, að hitta fjölskyldu þína, þá er ég áfjáður í það, svo að ég geti óskað þeim til hamingju Meytlð hinna eggjahvítu-auðugu fiski- rétta: Fiskibuff, Fiskibollur, Fiskigratiu, Fiskibúðingar, Fiskisúpur. Allt úr einum pakka af mann- eldismjöli. Fæst í öllum mat- vöruverzlunum. Heildsölubirgðir hjá Es, Nova fer héðan á hádegi þriðjudag- inn 2. maí, samkvæmt áætlun, vestur og norður um land til Bergen. Flutningi veitt móttaka til kl. 3 í dag. Farseðlar sækist sem fyrst. P. Smith & Co. NÝJA BÍÓ»°—'—'~~» Amerísk skyndifrægð (Nothing Sacred) Amerísk skemmtimynd frá United Artists, þar sem ó- spart er dregið dár að því hvernig máttur auglýsing- anna getur á svipstundu gert menn að nokkurskon- ar þjóðarhetjum í Ame- ríku. Aðalhlutv. leika: CAROLE LOMBARD Og FREDRIC MARCH. Aukamynd Mickey í sumarfríi Mickey Mouse teiknimynd. i.'v • : Vinsældir K li O \ í > v meðal manna úr öllum stjórnmálaflokkum, byggjast á því, að félagið heldur fast við eftirfarandi grundvaliarregiur sínar: 1. Félagið er verzlunarsamtök neytenda í Reykjavík og ná- grenni og samvinnufélag samkv. landslögum. 2. Tilgangur félagsins er að útvega félagsmönnum alls- konar vörur, sem vandaðastar að gæðum á sem ódýrastan hátt. 3. Félagið verzlar aðeins gegn staðgreiðslu. Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum þess fram yfir það, sem nemur stofnsjóðseign þeirra hvers um sig. Innganga í fé- lagið er frjáls öllum, er gangast vilja undir lög þess. Félagið er algerlega óháð um stjórnmál, trúmál og önnur mál, sem eru hlutverki þess óviðkomandi. 4. Félagið starfar fullkomlega á lýðræðisgrundvelli og ráða félagsmenn sjálfir öllum rekstri þess, þannig, að þeir kjósa full- trúa á aðalfund, sem kjósa félagsstjórn og endurskoðendur, en félagsstjórn ræður framkvæmdastjórn. Allir félagsmenn hafa jafnan atkvæðisrétt um mál félagsins. 5. Til tryggingar félaginu og til þess að standa fjárhagslega undir rekstri þess, eru sjóðir félagsins, stofnsjóður, varasjóður og aðrir sjóðir, ef stofnaðir verða. Stofnsjóður er séreignarsj óður íélagsmanna, ávaxtaður í vörzlu félagsins, en varasjóður er sam- eignarsjóður allra félagsmanna. FERMINGARGJAFIR: Tösknr — llauzkar — Seðlaveski — Buddiur o. fl. til gjafa. HLJÓÐFÆRAHtSIÐ. Barnaskólaruir ■ Reykjarík. •»» Viuiia skólabarna verðnr sýnd í öll- um barnaskólum borgarlnnar sunnu- daginn 30. apríl. Sýningin er opin frá klukkan 10 árdegis til klukkan 10 að kvöldi. Skólastjórar barnaskólanna. Lögtak. Eftir kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur og að und- angengnum úrskurði, verður lögtak látið fara fram, fyrir ógreiddum fasteignagjöldum og lóðarleigu með gjalddaga 2. janúar sl., svo og dráttarvöxtum af þeim, að átta dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaöurinn í Reykjavík, 28. apríl 1939. Björn Þórðarson. LEIKFÉLAG . REYKJAVÍKUR „Tengdapabbí4* Sænskur gamanleikur í 4 þátt- um eftir Gustaf Geijerstam. Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. — n: n n i .11 VLj-rm Skaítfellingur hleffur til Öræfa og Skaftáróss þriffjudaginn 2. maí n. k. Tekur einnig flutning til Vík- ur, ef rúm leyfir. Útbreiðið TÍMAAA “”°“"GAMLA bÍÓ~°~—‘” Lofttundur- skcyti 48 Afar spennandi og stór- fengleg njósnarkvikmynd tekin með aðstoð sérfræð- inga frá tékkneska her- málaráðuneytinu og hins tékkneska lofthers. Aðalhlutv. leika: OTOMAV KORBELÁR, ANDREJ BARAG Og ZITA KABÁTOVA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.