Tíminn - 04.05.1939, Síða 4

Tíminn - 04.05.1939, Síða 4
204 TÍMPnV, fimmtndagiiin 4. maí 1939 51. blað MOLAR Píus XI. páfi var viðfrœgur fyrir áhuga sinn á fjallgöngum. Eftirmaður hans, Píus XII., er einnig dugandi íþróttamaður. í páfagarði er salur mikill, búinn öllum hugsanlegum leikfimí- áhöldum, og á hverjum morgni er páfinn einn klukktíma við cef- ingar í þessum sal. Að morgun- œfingunum loknum gengur hann stuttan spöl og fer afar hœgt. Slðan byrjar hann starf sitt, er oft varir langt fram á kvöld. Meðan hann gegndi kardi- nálastörfum og bar nafnið Pa- celli, var hann í ferðlögum víða um heim í erindagerðum páfa. Lét hann þá í Ijós mikinn áhuga á flugi og ferðaðist oft með flugvélum. * * * f ensku tízkublaði birtist ný- lega allmikð af málsháttum um konur og þeirra háttsemi. Ekki var það allt hrós, sem þar var sagt um hið blíða kyn. Eru hér nokkrir málsháttanna, valdir af handahófi: Djöfullinn freistar allra; fal- legar konur freista djöfulsins. Þótt karlmaður heitist við þig og hóti að vinna þér mein, þá gakk rólegur til sœngur. Ef kona hefir í hótunum við þig, þá gœttu þln að sofna ekki í nótt. Ein kona veitir lœknunum meiri atvinnu en sex karlmenn. Þrennt er það, sem þú mátt aldrei treysta á: Haft á hesti þínum, orð konu og ást unglings. Minni manns er oft svikult, eins og kvenfólkið. Konur gráta, þegar þœr eru sorgbitnar og þegar þcer œtla að ginna þig. Guðmundur Bjarnason (Framh. af 3. síðu) sem kennd er við nafn föður Guðmundar og geymir hálfan höfuðstólinn á í framtíðinni að annast skógrækt sandgræðslu og fóðurtryggingar í hreppnum. Önnur deildin, sem tengd er við nafn móður hans og geymir einn fjórða hluta höfuðstólsins, á að hjálpa fátækum gamalmennum, mæðrum og börnum í hreppnum. Og þriðja deildin, sem tengd er við nafn stjúpu hans og fóstru og sem geymir einn fjórða hluta sjóðsins á að styrkja kristilegt safnaðarlíf og stuðla að fræðslu barna og unglinga í hreppnum — á kristilegum grundvelli. Skipu- lagsskránni má breyta er tímar líða, en aðalmarkmiði sjóðsins má aldrei breyta, því: að styrkja og efla gróður jarðar og bætta meðferð búfénaðar, — að styrkja fátæka og efla kristilegt safnað- arlíf- — Þegar athuguð er þessi sjóð- stofnun og skipulagsskrá hans, hvarflar hugurinn ósjálfrátt tæp sextíu ár aftur í tímann og nem- ur staðar við lítið fjallakot í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Þar er fjögra vetra drengur að yfirgefa fæðingarstöðvar sínar — eina heimilið, sem hann þá hafði gjört sér grein fyrir að væri til. Það var fátækt og óbrotið, — en það var heimilið hans, þar sem hann hafði notið allrar þeirrar ÚR BÆIVUBl Hekla, heitir bamablað, er skólaböm í Ása- og Holtahreppum í Rangárvallasýslu hafa gefið út. Verður blaðið selt á -ötunum í dag. Blað þetta hafa nær 30 börn innan fjórtán ára aldurs skrif- að og er hið yngsta níu ára gömul telpa. Auk þess eru í því myndir og teikningar. Þeim ágóða, er kann að verða á útgáfu blaðsins, verður varið til að standast kostnað við skemmti- för skólabama úr hlutaðeigandi sveit- um. Menn ættu að bregðast vel við, ef þeim verður boðið þetta blað hinna ungu Rangæinga á götunum í dag. Skemtun í skíðaskálanum. Félög ungra Framsóknarmanna í Ölfusi og Reykjavík halda sameiginlega skemmtun í skíðaskálanum á laugar- dagskvöldið. Þeim, sem sækja vilja samkomuna héðan úr Reykjavík, verð- ur séð fyrir ódýrum ferðum fram og til baka og eru þeir beðnir að tilkynna þátttöku sína fyrir hádegi á laugardag í síma 2353. Verður lagt af stað frá Edduhúsi við Lindargötu kl. 8.15 rétt- stundis á laugardagskvöldið. Til skemmtunar í skíðaskálanum verður stutt ræða, söngur og dans. Pétur Lárusson, skrifstofumaður á skrifstofu alþingis, á fimmtugsafmæli í dag. Gísli Sighvatsson, útgerðarmaður á Sólbakka í Gerða- hreppi, er fimmtugur í dag. Dagheimili Sumargjafar. Þeim, sem hafa í hyggju, að koma börnum sínum á dagheimili Sumar- giafar í ár, skal bent á að kynna sér auglýsingu á 3. síðu í blaðinu í dag. Bryndís Zoega, dóttir Geirs G. Zoega vegamálastjóra, hefir verið ráðin forstöðukona barna- heimilis Sumargjafar í Vesturborg í sumar. Undanfarin ár hefir Bryndís dvalið í Kaupmannahöfn við nám, er lýtur að þeim störfum, er hún tekst á hendur i Vesturborg. Gestir í bænum. Páll Þorsteinsson kennari á Hnappa- völlum í Öræfum, Björn Lárusson í Grímstungu í Vatnsdal, Kristleifur Jónsson á Varmalæk í Borgarfirði. umönnunar og ástríkis, sem unnt var að veita honum. Hann hafði undanfarna daga séð ærnar hans pabba síns hníga niður örmagna hverja af ann- arri og sömuleiðis lömbin, sem hann hafði fagnað svo mikið vorið áður og bundizt tryggð- um um veturinn. Allt hvarf þetta sjónum hans smátt og smátt. Hann kemur eftir langt og erfitt ferðalag í nýtt heim- kynni. Allt er svo ólíkt því, sem var heima. Hann legst út af þreyttur og sorgbitinn og grætur innilega allt þetta, sem hann var búinn að missa. En fóstran situr við rúmstokkinn les með honum bænirnar hans — og undir bless- unarorðunum breytist sorgin í væran svefn og blíða drauma. Hann dreymir að hann sé orðinn stór og sterkur; hann er kominn heim að Haga — hann gefur fén- aðinum hans föður síns nýtt líf — og byrjar voryrkjuna, sem átti að fara að hefjast þegar hann flutti að heiman. Þessum draum gleymdi hann aldrei — og nú á hann að fara að rætast — ekki aðeins í Haga, heldur og í allri hinni víðlendu sveit Haga og Hjörseyjar — og sem nú er að verða einskonar landnám fátæka drengsins, sem aldrei gleymdi æskustöðvunum. Bjarni Ásgeirsson. TILKYNNING. Áætlun Reykjavík — Kjalames og Kjós frá og með 1. maí til 1. október 1939: Alla virka daga frá Rvík kl. 6l/2 e. h., nema laugard. kl. 2y2 e. h. Alla virka daga frá Laxá kl. 7 f. h. og auk þess á laugard. kl. 7 e.h. frá Reykjavík kl. 8 f. m. Sunnudaga og helgidaga frá Reykjavík kl. 5.30 e. m. frá Reykjavík kl. 10 e. m. frá Laxá kl. 10 f. m. frá Laxá kl. 7.30 e. m. Júlíus Jónsson. Bifreiðastöð Reykjavíkur. Svefnpokar og kerrupokar margar gerðir fyrirliggjandi. — Einnig HLÍFÐARDÚKAR. — Maglii ll. f., Þingholtsstræti 23. — Simi 2088. —QAMLA BÍÓ* GRlMUDANS- LEIKUR („Háxnatten") Hrífandi fögur og skemmti leg sænsk kvikmynd. Aðalhlutv. leika mesti leikari Norðurlanda: GÖSTA EKMAN og hin nýja, glæsilega leik- kona SIGNE HASSO. - IfÝJA bíó*0—<H SUEZ Söguleg stórmynd frá Fox- félaginu, er sýnir tildrögin til þess, að hafizt var handa á einu af stærstu mannvirkjum veraldarinn- ar, Suez-skurðinum, og þætti úr hinni ævintýra- ríku æfi franska stjórn- málamannsins Ferdinand de Lessep’s, sem var aðal- frumkvöðullinn að því mikla verki. Aðalhlutv. leika: TYRONNE POWER, LORETTE YOUNG, ANNABELLA O. FL. Jainvel ungt iólk eykur velliðan sína ineð því að nota harvötn og ilmvötn Víð framleiðum: EAU DE PORTUGAL EAU DE QUINEVE EAU DE COLOGIVE RAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum vlð hafið framleiðslu á ILMVÖTXUM úr hinum beztu erlendu efnum, eg eru nokkur merki þegar komin á markaðinn.- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum iimvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg- ar þær þurfa á þessum vörum að halda.- Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr r é 11 u m efnum. — Fást allsstaðar.-- Aiengísverzl. ríkisins. BílaYerkstæði Hafnarfjarðar h.f. Strandgötu 13, sími 9163, tilkynnir: Höfum opnað fyrsta flokks viðgerðaverkstæði (verkstæðisform. Sigurður Þorsteinsson). — Framkvæmum allskonar bíla- og mótorviðgerðir. — Höfum varahluti, smurningsolíu og gúmmí. Abyggileg vlnna. — Saiingjarut verð. Hreinar Samvinnuskólinn (Framh. af 1. síðu) Ragnar Pétursson, Neskaup- stað í Norðfirði. Salómon Einarsson frá Selár- dal, Arnarfirði. Sigfús Jónsson, Neskaupstað í Norðfirði. Sigurður Jóhannesson, Gilja- landi í Dalasýslu. Sigrún Pálsdóttir, Blönduósi. Stefán Einarsson, Stóra- Steinsvaði, Múlasýslu. Stefán H. Halldórsson, Króki í Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu. Sveinbjörn R. Jónsson, Hvylft í Önundarfirði. Sveinn Guðmundsson, Siglu- firði. Vernharður Bjarnason, Húsavík. Hæstu einkunn hlaut Númi Kristjánsson, 9,13 í aðaleinkunn. Aðrir, er fengu meira en 8 í aðaleinkunn, voru Björn Guð- mundsson, er var næsthæstur, 8,17, Sigrún Pálsdóttir, 8,08 og Stefán Einarsson og Kristján Guðmundsson, 8,03. Skilyrði fyrir mó- vinnslu hér á landí (Framh. af 1. síðu) þess að birta fleira af því, sem Guðjón Samúelsson hafði að segja um þetta merkilega mál. En ósjálfrátt varð manni hugsað til þess nú, snortnum af hinum óvenjulega áhuga húsa- meistarans, að maður las fyrir nokkrum áxum mikla grein eftir þennan mann um stór- fellda kartöflurækt, saltvinnslu og samvinnubyggðir, sem sjálfs- bjargarúrræði gagnvart gjald- eyrisskorti og atvinnuleysi. „Loftkastalinn“ um kartöfl- urnar er á leiðinni niður á jörð- ina. Og úr því að við erum orðn- ir í vanskilum fyrir útlendar vörur, sem svarar þriggja ára kolaúttekt, þá verður það að teljast óeðlilegt að við höldum áfram að kaupa eingöngu er- lent eldsneyti, og séum jafn- framt í standandi vandræðum með hvað við eigum að finna okkur til að gera, eftir að búið er að benda okkur á úrræðið um móinn! Og hefir ekki margt ótrúlegra E.s. Lyra fer héðan í dag, fimmtudaginn 4. maí kl. 7 síðdegis til Bergen um Vestmannaeyjar og Thors- havn. Flutningi veitt móttaka til há- degis í dag. Farseðlar sækist sem fyrst. P. Smith & Co. S e n d u m yður gegn póstkröfu: REIÐHJÓL og alla varahlutí. BAKPOKA, SVEFNPOKA, FILMUR, SAUMAVÉLAR. Öllum fyrirspurnum svarað um hæl. Laugavegi 8. Syeitabændur! Þrátt fyrir gengislækkun hækkar ekkert verð á saltfiski og verður hann seldur með sama lága verðinu og undanfarið. Hafliði Raldvinsson. Sími 1456. Takmarkaðar birgðir. — — Pantið tímanlega. skeð en það, að við gætum kom- izt upp á að nota jarðhita til þess að framkvæma sama verk og sólarhitinn er látinn vinna á Suðurlöndum, úr því að salt- magnið í sjónum hér virðist engu mínna en suður í Miðjarð- arháfi. léreftstnskur k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. - Kaup og sala - UHarefni og silkf, (margar tegundir), BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Útbreiðið TÍMANN 18 William McLeod Raine: Ið að lifa, hafði gætt hann mikilli þol- inmæði. Skaðsemi flaustursins er eitt af því, sem fljótt lærist í villtum auðnun- um, enda mundi hann komast að þessu öllu fyr eða síðar. — Við getum ekki hafzt hér við lengi, án matar og að mestu án eldsneytis. Hvað er langt til næstu bæja? — Um fjórar mílur heim og þangað er skemmst, nema til kofa, sem smalar okkar nota. Hann er upp með læknum, svo sem tvær mílur í burtu. — Og þar er matur og eldsneyti? — Já. Sennilega er einn af piltunum þar núna. — Þangað verðum við að brjótast undir eins og lægir, sagði hann. En það verður ekki í kvöld. Við verðum því að gera okkur þetta að góðu í bráðina. Ertu soltin? — Já. Hann fláði kanínuna sem hann hafði skotið fyr um daginn og ætlað til kvöld- verðar, gerði að henni og hjó hana í skaftpottinn. Síðan tók hann salt og lauk úr hnakktösku sinni. Molly hugði að suðunni, meðan hann tók upp úr leðurpokanum, sem hann bar við belti sér, tvo tindiska, hníf og tinskeiðar. Hún hataði þennan mann með ofsa ungrar stúlku, én þó gat hún ekki annað en dáðst að honum af og til. Hann var Flóttamaðurinn frá Texas 19 kaldur og harður, en hann var sterkur og réttlátur. Hann mundi ekki mæla æðruorð þó allt snérist gegn honum í tafli lífsins. m. KAFLI. Stundum er æskan ekki sjálfri sér samkvæm. Tilfinningar hennar eru stundum ærið breytilegar. Hún hafði haft viðbjóð á Clem Oakland árum sam- an, og hún tók það sem einskonar skyldu. Hann var óvinur, sem ekki kom til mála að sættast við og hafði gert margt illt af sér. Hún fann að þetta, að hitta hann í dag, myndi gefa hatri hennar til haps nýja orsök, en ekki draga úr því, það var nú persónulegt, en ekki bara sjálfsögð skylda. Hún fann, hve hún skammaðist sín innilega, þegar sársaukinn minnti hana á svipuhöggin, að hann hafði lagt hendur á hana og hún orðið að biðjast vægðar. En nú voru þau félagar í trylltu æfin- týri og um líf og dauða var að tefla. Úti í myrkrinu æddi stormurinn, en þau voru nú komin í bráðabirgðaskjól. Byl- urinn skyldi þau frá umheiminum jafnt og um úthaf væri að ræða. Þetta var skrítinn og æsandi félagsskapur og krafði samstarfs, þó ekki væri það ljúft. Þau voru eins og hermenn úr tveim „Hcfur þú reynt þvottaduftíð PERLA, sem allír lofa svo míkíð“ „Já, ég held það nú, það er hreint það bezta þvottaduft, sem ég nokkurn- tíma hefi notað. Þú ættir að nota jiað í næsta þvott“.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.