Tíminn - 11.05.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.05.1939, Blaðsíða 3
54. blað TlMBVIV^ fimmtutlagiim 11, maí 1939 215 A V V A L L Fágætt afmæli. Fágætt þykir það nú orðið, ef vinnuhjú er í ársvist árinu leng- ur á sama stað. Nú hendast menn landshornanna á milli, til þess að leita að sem hæstum vinnulaunum og eru svo jafnvel til með að gera verkfall, ef ekki er nóg borgað, og ganga margir heldur iðjulausir en að vinna fyrir lágu kaupi. Myndin, sem hér er sýnd, er af manni, sem nú í þessum mán- uði er búinn a.ð vera í vist á sama bæ í 50 ár. Bjarni Hall- dórsson heitir hann og heimil- ið, sem hann hefir unnið fyrir öll þessi ár, er Birtingaholt í Árnessýslu. Bjarni er fæddur á Ósabakka í Skeiðahreppi 1855. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum með mörgum systkinum og vandist við mikinn dugnað og sparsemi. Eftir að foreldrar hans voru bæði dáin, var hann 1 ár vinnumaður á öðrum bæ á SkeiÖunum, en vorið 1889 fór hann í ársvist til Helga Magnús- sonar í Birtingaholti og var hjá honum og svo ekkju hans í 3 ár, og þegar Ágúst sonur þeirra tók við jörðinni eftir þau, réð- ist Bjarni til hans og nú er hann kominn til þriðju kynslóð- arinnar í Birtingaholti, Sigurð- ar Ágústssonar. Bjarni Halldórsson var verka- maður góður, hafði lengst af á hendi fjárhirðingu á vetrum og fórst það vel. Meðan allir að- drættir til sveita fóru fram á hestum, var Bjarni löngum í ferðalögum á sumrum fram að slætti og fórst honum það einn- ig mjög.vel. Kom aldrei fyrir að hestur meiddist hjá honum und- an reiðingi í hinum löngu ferða- lögum, sem var þó alltítt hjá sumum ferðamönnum og aldrei kom fyrir að hann yrði kenndur af víni, þótt hann hefði oftast eitthvað með sér á flöskunni, B Æ K F R Gangleri. Rit Guðspekifélagsins, Gang- leri, 1. hefti þessa árs, er nýkom- inn út, 96 blaðsíður að stærð. Helztu greinar ritsins eru eft- ir Grétar Ó. Fells, Þorlák Ófeigs- son, Jón Árnason og Steinunni Bj artmarsdóttur. Fj alla grein- arnar flestar um guðspekileg efni. Nokkur kvæði eru í ritinu, tvær dulrænar smásögur frá Vestmannaeyjum og fleira. Daginn eftir dauffann. Daginn eftir dauðann heitir bók, sem komin er út fyrir skömmu, þýdd af Einari Lofts- syni kennara. Snæbjörn Jónsson hefir ritað langan formála að þýðingunni, mjög fróðlegan á köflum. í bók þessari er lýst því, „sem fyrir menn ber á fyrstu áföng- unum eftir andlátið.“ Ex hún rituð í sambandsástandi við ó- sýnilegan höfund. Þessi bók ætti að vera kærkomin þeim, sem á- huga hafa á sálarrannsóknum og mikið hugsa um þau efni og hvað við tekur, þefar holdið er sálað. Morgunn. Fyrra hefti þessa árgangs Morguns kom út í gær, 128 blað- síður að stærð. Hefst það á tveim minningargreinum um Harald Níelsson prófessor eftir þá séra Jón Auðuns og séra Kristinn Daníelsson. Þá er ræða eftir séra Kristinn Daníelsson, flutt á tuttugu ára afmæli Sálarrann- sóknafélagsins. Eru þetta veiga- mestu greinar ritsins, Eins og að líkum lætur, eru þó margar fleiri greinar í ritinu, bæði frumsamdar á íslenzku og þýddar, meðal annars eftir Ein- ar Loftsson, séra Kristinn Daní- elsson og séra Guðmund Einars- son. svo sem þá var venja. Bjarni var hinn mesti trúmennskumaður og hugsaði í öllu um hag heim- ilisins, eigi síður en sinn eigin. Bjarni er enn við góða heilsu, en kraftarnir til að vinna eru auðvitað á þrotum, þó hefir hann til þessa gengið að hey- vinnu og kann þá bezt við að nota orfið. Gott væri, ef húsbóndaholl- usta, eins og Bjarna í Birtinga- holti, væri enn algeng hjá verkamönnum. Gamall kunningi. Vinttið ötullega fyrir Tímann. §má§ölnyerð á eftirtöldum tegimdum af tóbaki má eigi vera hærra en hér segir: Rjól B. B....................... kr. 14.00 pr. Vz kg. Mellemskraa B. B........ í 50 gr. pk. kr. 1.50 pr. pk. Smalskraa B. B.......... í 50 — — — 1.70 — — Mellemskraa Obel ....... í 50 — — — 1.50 — — Skipperskraa Obel ...... í 50 — — — 1.60 — — Smalskraa Obel ......... í 50 — — — 1.70 — — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til út- sölustaðar. Tóbakseinkasala ríkisíns. Kvennaskólt Húnvetninga 60 ára afmæli Kvennaskóla Húnvetninga verður haldið á Blönduósi dagana 17. og 18. júní n. k. Allir kennarar og námsmeyjar, eldri og yngri, sem verið hafa við skólann, eru velkomin og verður veitt móttaka fyrri daginn, og er óskað að gestir verði komnir kl. 4. Veitir skólinn þeim kaffi og kvöldverð þann dag. Næsta dag, 18. júní, verður opinber sam- koma á kvennaskólanum. — Skemmtiatriði auglýst síðar. Sýning á handavinnu nemenda verður haldin sömu daga. Óskað að nemendur tilkynni þátttöku fyrir 1. júní. Skólaráðið. HJARTANS ÞAKKIR fœrum við öllum Villingaholts- hreppsbúum, bœði fyrr og nú, fyrir auðsýnda hjálp, og ekki sízt þá rausnarlegu gjöf frá Flögu og Hróarsholti, sem okkur barst nýlega. Guð blessi ykkur öll! GRÓA JÓNASDÓTTIR, GÍSLI BRYNJÓLFSSON, Vœlugerðiskoti. Grasið grær- Gleymið ekki að trvggia ykkur g ó ð a sláttul jái í tæka tíð. Eylandsljáirnir frá Brusletto reynast bezt. Þeir eru handslegnir og liertir í viðarkolum. Til húsetgenda. Samkvæmt ákvæðum heilbrigðissamþykktarinnar skal hverju húsi fylgja sorpílát úr járni meff loki. Sömuleiðis er skylt aff hreinsa af húslóffunum allt skran, grjót, mold og annaff, sem veldur óþrifnaffi og er til lýta. Ber húseigendum þegar í stað að bæta úr því, sem ábóta- vant kann að vera um þetta. Reykjavík, 9. mai 1939. llcilbrigðisfulltráiiin. Útbreiðið T I M A IV \ Hreinar Max Mauser (Jonas Lie): Hákarl í kjöliarinu er komin út á íslenzku. Bók þessi hlaut norsku verfflaunin — 10 þúsund krónur á Norffurlandasamkeppninni í vetur. Fæst hjá öllum bóksölum. Gólfdúkalím kr. 1.00 kílóið — hefi ég til sölu. Sig- Ingímundarson Baldursgötu 0 A. Sími 2097. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlfkið. 1 heildsölu hjó Sambandígl.samvinnufélaga Simi 1080. Vanti yður fallega og s t e r k a skó, þá kaupið Iðunnarskó Margar gerðir af öllum stærð- um ávalt fyrirliggjaudi. heimilis. Hér liggja rökin til sljóleika Reykjavikurbarna, en ekki í takmörkun mefffæddra hæfileika, að ég hygg. Börnin í Reykjavík vita það snemma, eða hafa a. m. k. grun um það, að þau mega ekki vera á götunni, og að þau eru þar ut- an við lög og rétt. Að þau lifa daglegu lífi sínu í trássi við lög og reglur, boð og bönn. Þetta gerir að verkum, að þau læra aldrei að virða reglur og boð, og skera allt slíkt niður við eitt trog. Þegax freistingarnar toga svo og ginna frá öllum hliðum, er hæg leiðin út á hálan ís. Börn temjast og mótast á fyrstu árum æfinnar, meira en á nokkrum öðrum aldri. Þess vegna er vandfarið með þau á þeim aldri og ríður mikið á því umhverfi, sem þau lifa og hrær- ast í og mótast af. Mikill hluti mannsins er vani, og vani, sem myndast á barnsaldri, er sterk- ur og gróinn. Miklum örðugleik- um er bundið, að skipta um venjur, uppræta gróinn vana og festa nýjan. — Þegar reykvísk börn komast á skólaaldur, hef- ir gatan skapað þeim fyrirferð- axmiklar og sterkar óvenjur, eins og þegar er lýst. Skólinn reynir að uppræta götuvenjurn- ar og temja börnunum manna- siði. En hann lýtur i lægra haldi fyrir götunni, því að gatan hef- ir náð tökum á undan skólan- um, og hún hefir börnin áfram — lengri tíma dags en skólinn. Vafalitið má hugga sig við það, að hið laklega þroska- og menningarástand nútímaæsku höfuðstaðarins sé .tímabils- ástand, sem breytist til batnað- ar, þegar borgin er komin yfir gelgjuskeiðið, borgarmenning sköpuð og borgarfólk í þriðja og fjórða lið. En þessi huggun er ekki nægileg. Full bót mein- anna er of langt undan, ef bíða á eftir, að hún komi af sjálfu sér, án hugsaðs og röggsamlegs tilverknaðar manna. Hér er of mikið í húfi til þess, fyrir þjóð- ina alla, að menn með ábyrgð- artilfinningu geti sofið rólegir, meðan ekki eru hafnar róttæk- ar gerbreytingar á uppeldi barna í Reykjavík. Því að hér elst nú upp þriðjungur allra barna þjóðarinnar. Það, sem fyrst þarf að gera og áhrifamest mun reynast, er að afnema þann sið, að börn séu eftirlitslaus utan heimila sinna í borginni. Og til þess að það megi takast, verður að breyta borginni svo, að hún sé sniðin fyrir börn og fullorðna, en ekki fyrir fullorðna eina. Það verður að koma upp stöðum, þar sem börnin allt frá blábernsku geta fengið sviplíkan uppeldisað- búnað, þótt tilgerður sé, þeim, sem börnin í sveitinni hafa: Dálítinn blett af „náttúru“, tækifæri og næði til leiks og at- hugunar, viðfangsefni að brjóta til mergjar, þátttöku í starfi, svo lifandi og fjölþætta, sem til- gert starf getur verið. Þessar stofnanir þurfa að rúma öll börn borgarinnar, að t. d. 10 ára aldri og vera allt í senn, leik- vellir, dagheimili, vinnustofur, íþróttastöðvar og garðyrkju- staðir barna. Þær eiga að veita börnunum nauðsynlegt eftirlit og aga, viðfangsefni og tamn- ingu. Og þær þurfa helzt að vera svo vel og ríflega skipaðar starfsfólki, að það geti litið eftir uppeldisstarfi heimilanna og leiðbeint um það, svo að mynd- azt geti hér fyrr en seinna upp- eldismenning, eitthvað í áttina til þess, sem gera verður kröfu til í borg. Ég vona, að mér hafi nú tek- izt að gera yður það Ijóst, hvern- ig á því stendur, að æskan, sem vex upp í göturyki Reykjavíkur, er eins og hún er, eitt alvarleg- asta áhyggjuefni. þjóðarinnar. Að uppeldiságallarnir eru ekki skólunum að kenna, heldur þjóðfélagsfyrirbrigði, sem skól- arnir ná ekki til. Þeir stafa af þjóðflutningnum úr sveit i borg, og vöntun á uppeldismenningu í borginni. Það vantar undir- stöðu undir starf skólans: nauð- synlega tamningu barnanna innan skólaaldurs. Bæði hún og fullkomin starfsemi skólans, er meginnauðsyn, ef hér á að verða menningarþjóð í fram- tíðinni, sambærileg nágranna- þjóðum vorum. Sígurður Olason & Egill Sigurgeirsson Málllutningsskrlístoia Austurstræti 3. — Sími 1712 léreftstnskar kaupir PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1 D. 32 William McLeod Raine: því að hann hafði bjargað lífi hennar. Hann hafði hagað sér óaðfinnanlega í seinni tíð, og enginn hefði getað verið nærgætnari en hann. En henni fór eins og öðrum eftirlætisbörnum, hún vígbjóst gegn ímyndaðri andstöðu. Hann var þegar til í tuskið. — Mér kæmi ekki á óvart þó finna mætti svipu hérna. ístaðsólar eru ekki svo afleitar, til dæmis. Hún hafði verið komin á fremsta hlunn með að segja honum, að hana iðr- aði þess hvað hún hafði sagt, en þessi orð hans komu í veg fyrir það. Ef hann var * * í raun og veru svona gerður, þá verð- skuldaði hann ekki neina afsökun. Að- stæðurnar voru henni ákaflega óhag- stæðar. Clem Oakland hafði engan rétt til þess að fá að bjarga lífi hennar, eftir það, sem hann hafði gert fjölskyldu hennar. Á milli þeirra skildi hat- ur og aftur hatur. Það var þó betra að hann berði hana með svipu — og samt gat hún ekki minnst þess án þess að verða þreifandi vond — en að hún stæði í þakkarskuld við hann. Stærilæti henn- ar gerði uppreisn gegn því. — Faðir minn mun borga þér það, sem þú hefir lagt á þig mín vegna, sagði hún kuldalega. — Ég mun ekki ónáða föður þinn með Verksmiðjuútsalan Gefjun — Iðunn Aðalstræti. Flóttamaöurinn frá Texas 29 Meðan hann var að hita ábreiðu við eldinn, færði hann hana úr treyjunni og fletti af henni samfestingnum, er hann þiðnaði. Hún var í ullarnærfötum, en þau voru vot. En hann lét það eiga sig fyrst um sinn og vafði hituðu ábreið- unni utan um hana. Þar utan yfir vafði hann annari ábreiðu. Hann tók eftir því, að hún hafði opnað augun og horfði á hann, er hann gekk um kofann. Hann var með allan hugann við matarforðann. IV. KAFLI. — Þú hafðir það, sagði hún með veikri svefnþrunginni röddu. — Með naumindum. Hann fór úr treyjunni og gekk eftir gólfinu meðfram veggjunum, til þess að athuga fötin, sem hengu þar á nöglum. Þar voru samfestingar, skór, fóðraðir með ullardúk, leðurfrakki, fóðraður með ullarflóka og fleiri utanhafnarflíkur. í kassa fann hann nokkuð af nærfötum. — Ég met það nú mest að komast í þur föt, sagði hann, eins og til þess að koma í veg fyrir að bláu augun hvíldu óaflátanlega á honum. Enda varð þeim beint í aðra átt. Molly tók að starta í eldinn. Það var líklega logunum að kenna, hvað kinnar hennar sýndust rjóðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.