Tíminn - 16.05.1939, Side 2
222
TfMIW. j»rIgjutlaginn 16. maí 1939
56. blað
^ímimt
Þriðjudaginn 16. mat.
Víðtökur
þjóðstjórnarínnar
Frjáls verzlnn
i.
Nú um stund stySja flestir
fylgismenn kaupfélaga og kaup-
manna á íslandi sömu ríkis-
stjórn, við að leysa sameiginleg
viðfangsefni, sem leiða af heims-
kreppunni, og þeirri miklu ný-
skipun, sem orðið hefir á íslandi
við hina öru myndun kaupstaða
og kauptúna. Aðeins eitt af þeim
vandamálum er fátækrafram-
færið. Reykjavík ein hefir heilan
her, um 5000 manns, sem ekki
vinnur, er verður að fá framfæri
sitt af vinnu annarra manna.
Ríkissjóður leggur í einu 700 þús.
kr. til fátækraframfærslu í illa
stöddum bæjum. Auk þess hefir
óhemjufé verið varið til hinna
svo kölluðu atvinnubóta, sem er
í raun og veru beinlínis fram-
færslustyrkur. Samhliða þessu
vantar fólk í stórum stíl við
gagnlega vinnu víðsvegar á land-
inu. Þetta vandamál og mörg
fleiri, sem snerta undirstöðuna
að framtíðargengi íslendinga, á
að fást við af öllum lýðræðis-
flokkum í landinu.
En þó að kaupmenn og kaup-
félagsmenn og það lið, sem þeim
fylgir á báða bóga, finni höfuð-
nauðsyn samstarfs um allmörg
stór þjóðmál, þá verða samt eftir
til nokkurrar meðferðar sum af
hinum gömlu, varanlegu hags-
munamálum þessarra aðila. Þar
er efst á baugi skipting viðskipt-
anna milli kaupmanna og kaup-
félaga. Vísir hefir hreyft nokk-
þess að framkvæma hvert mál,
eingöngu frá sjónarmiði al-
menns réttlætis og alþjóðar-
heilla — en án tillits til krafna
frá félagsheildum, stéttum eða
einstaklingum, framar því, sem
þetta sjónarmið markar.
Ef félagsheildir, stéttir eða
einstaklingar, sem standa að
baki ráðherrum í ríkisstjórninni,
sýna ásælni í því að fá dreginn
sinn taum eitt fet framar því,
sem réttlátt er, samanborið við
aðra, og framar því, sem alþjóð-
arheill leyfir, og látið verður
undan þeirri ásælni, þá mun
samstarfið, að mínu áliti sem
forsætisráðherra, mistakast.“
Menn viðurkenna orðið til
fulls réttmæti þeirrar viðleitni,
sem forráðamenn Pramsókn-
arflokksins hafa beitt sér fyrir,
að reyna að fylkja þjóðinni sam-
an á hættutímum. Þjóðstjórn-
inni hefir því verið vel tekið.
En dómurinn um hana sjálfa
fer vitanlega ekki eftir því,
heldur hinu, hver verk hennar
verða og hvernig henni og ein-
stökum ráðherrum hennar tekst
að rækja hagsmunamál heild-
arinnar og víkja á bug órétt-
mætri ásælni stétta og ein-
staklinga.
urri óánægju um þetta efni, frá
sjónarmiði kaupmanna. Ég benti
þá á, í grein hér í blaðinu,
skömmu eftir að núverandi rík-
isstjórn tók til starfa, að mér
fyndist að nú um stund væri
hægt að ræða þessi ágreinings-
mál með fullum rökum og engum
kala til þeirra, sem hafa aðra
skoðun. Ég ætla að freista að
leggja nokkurn skerf til umræð-
anna um þetta mál á þessum
grundvelli. Málinu er í eðli sínu
þann veg háttað, að það mun
auðveldara að leysa það á frið-
samlegan hátt, heldur en með
hinni löngu, harðfengu hitabar-
áttu undangenginna manns-
aldra.
II.
Andstæðingar Sambandsins og
kaupfélaganna halda því fram,
að Framsóknarmenn hafi á ó-
eðlilegan og óvenjulegan hátt
dregið taum samvinnufélaganna
í landinu, þannig að viðskipta-
velta landsins síðan 1931 hafi
ranglega dregizt frá kaupmönn-
um til kaupfélaga. Þeir telja að
innflutningsnefnd hafi látið
Sambandið og kaupfélögin fá
tiltölulega of mikil innflutnings-
leyfi, og að Sambandið hafi auk
þess haft umráð yfir öllum sín-
um gjaldeyri til eigin þarfa. Efni
þessara ritgerða verður að miklu
leyti það, að sýna fram á að báð-
ar þessar kenningar séu rangar.
Og til að gefa strax nokkra hug-
mynd um hve mikils ókunnug-
leika hefir gætt í þessum áróðri,
vil ég strax taka það fram, að
Sambandið og kaupfélögin hafa
síðan innflutningshöftin byrj -
uðu, alltaf verið afskipt um inn-
flutning á þeim vörum, sem
mestur hagur þykir að verzla
með, og að Sambandið lætur ár-
lega allt af % af gjaldeyri fyrir
vörur sínar til annarra. Mikill
hluti af þeim gjaldeyri gengur
til að greiða vöruinnflutning
kaupmannastéttarinnar. Fyrir
þessum tveim staðhæfingum,
mun ég leggja fram rök, sem
ekki verða véfengd.
III.
Orðið „frjáls verzlun" hefir
verið vígorð nokkurra af mál-
svörum íslenzkra kaupmanna á
undanförnum árum. Þeir hafa
með réttu fundið að verzlun
landsins var bundin. Sú nýjung
hefir að vísu skapað sumum
þeirra mikla fjáraflamöguleika,
en í heild sinni bakað öllum, sem
við verzlun fást, margháttaða
erfiðleika, sem jafnvel hafa orð-
ið hinum gróðasælu kaupmönn-
um hugstæðari en óvænturgróði.
Mörgum kaupmönnum hefir því
farið líkt og Gyðingunum 1 út-
legðinni. Þeir þráðu að komast
heim til ættlands síns og Zions-
borgar. íslenzka verzlunarstéttin
hefir táknað sitt hugsjónaríki
með orðinu „frjáls verzlun“. í
huga margra þeirra mun það
hafa verið það Nýja ísland, þar
sem ekki væru neinar innflutn-
ingshömlur, engin gjaldeyris-
skömmtun, engar ríkisverzlanir,
ogekki alltof umsvifamikið Sam-
band eða kaupfélög.
Ég hygg, að allir fylgismenn
kaupfélaganna muni vera fúsir
til að vænta, með leikbræðrum
sinum úr kaupmannaverzlunun-
um, að lifa aftur það Paradísar-
ástand, þar sem ekki þarf að
skammta innflutning og gjald-
eyri fremur en var fyrir heims-
styrjöldina. En því miður er
þetta framtíðarríki ekki alveg
við hendina. Við íslendingar
þurfum að verzla tiltölulega
mikið við aðrar þjóðir, af þvi að
framleiðsla landsins er ekki
nógu fjölbreytt. Og af viðskipta-
stríði stórþjóðanna erum við ís-
lendingar fjötraðir svo að segja
á höndum og fótum með verzl-
unarsamningum. Bændur á ís-
landi fá of þröngan og alveg tak-
markaðan markað fyrir saltkjöt
í Noregi og frosið kjöt í Englandi.
Útvegsmenn hafa alveg tak-
markaðan markað fyrir fisk í
Þýzkalandi, Englandi og Ítalíu.
Spánn er svo að segja lokaður
fyrir innflutningi saltfisks,
vegna fátæktar landsins síðan
borgarastyrjöldinni lauk, en
þangað var árið 1930 flutt fyrir
20 miljónir króna. Jafnvel ostur
hefir sinn stranga „kvóta“ í því
eina landi,sem kaupir þá vöru af
íslendingum. Pólverjar kaupa
nokkuð af síld, en í stað þess
verðum við að kaupa af þeim kol.
Nokkur frjáls og óbundinn
markaður hefir verið síðustu
missirin, þrátt fyrir allar hömlur
um síld til Svíþjóðar, saltfisk til
Portugal, og síld, ull, og lýsi í
Bandaríkjunum. Vitaskuld dreif-
ist nokkuð af íslenzkum vörum
víðar, en langmestur hluti hins
íslenzka útflutnings er bundinn
við vissar þjóðir og við vöru-
skipti. Og þessi bundnu viðskipti
er algerlega óhugsandi að nota,
nema með því að leyfum sé skipt
milli innflytjenda eða þá að láta
ríkið taka alla erlendu verzlun-
ina í sínar hendur, eins og Rúss-
ar gera í sínu landi.
Nokkur hluti kaupmannastétt-
arinnar stendur að nokkuð að-
súgsmiklu tímariti, sem heitir
„Frjáls verzlun". En vafalaust er
stuðningsmönnum þessa rits
fullkomlega ljóst, að eins og
heimsviðskiptunum er nú háttað,
er algerlega óhugsandi fyrir ís-
lendinga að tala um frjálsa
verzlun við útlönd. Þó að myndað
væri á morgun ráðuneyti, þar
sem sæti ættu fimm stærstu
heildsalar landsins og þó að þeir
hefðu jafnöruggan stuðning
eins og núverandi ríkisstjórn, þá
myndi sú stjórn þurfa að hafa
sína innflutnings- og gjaldeyr-
Hallgrímskirkja
Fyrir nokkrum árum síðan
var, sem kunnugt er, hafizt
handa til fjársöfnunar kirkju-
byggingar að Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, sem reisa skyldi
þar til minningar um sálma-
skáldið Hallgrím Pétursson.
Sýndu forgöngumenn þessa mál-
efnis mikla einbeitni og dugnað
við fjársöfnunina, enda má segja
að málefnið, sem fyrir var unnið,
yrði landsfólkinu hugnæmt á-
hugamál, innan þeirra tak-
marka, sem í upphafi voru því
ákveðin af forgöngumönnum
þess. Hefi ég heyrt að um 100
þús. krónum sé þegar safnað, og
eigi þegar á næstkomandi sumri
að hefja byggingu hinnar miklu
kirkju að Saurbæ — Hallgríms-
kirkju —, en þó í von um að
meira fé safnast fljótlega, þar
sem kirkjan mun kosta miklu
meira.
Frá upphafi hefi ég verið and-
vígur því, að kirkja sem þessi
yrði reist að Saurbæ í hinni litlu
og afskekktu sveit. Tel ég það
vera gáleysislega með fé .fa-rið að
ofbyggja svo eina sóknarkirkju,
þegar vitað er, að fjöldi safnaða
hér á landi, bæði stórra og
smárra, eru svo að segja kirkju-
vana fyrir fátæktar sakir, Auk
þess tel ég, að Hallgrímskirkja
að Saurbæ ynni ekki það hlut-
verk, sem hæfði minningu hins
heittrúaða andans manns.
Hallgrímskirkja má ekki verða
kaldir og þöglir steinveggir og
steinhvelfingar, þótt fagrar
kunni að vera frá listrænu
sjónarmiði. En sú hlýtur til-
vera Hallgrímskirkju að verða, sé
hún byggð innan fámenns safn-
aðar, í afskekktri byggð, þar sem
sjaldan er messað. Slíkur minn-
isvarði hæfði ekki trúarskáldinu
mikla.
Það er mín bjargföst skoðun,
að dýr og mikil kirkjubygging
isnefnd. Eini munurinn yrði þá
sá, að Oddur Guðjónsson,
en ekki Einvarður Hallvarðsson,
hefði forsæti í nefndinni. Út á
við yrði starfið hið sama. Út á
við yrði verzlunin jafnharðfjötr-
uð eins og hún er nú vegna of
lítils gjaldeyris. En inn á við
gætu orðið breytingar. Kaupfé-
lögin fengju ef til vill enn minni
innflutning heldur en þau hafa
nú.
Það er þessvegna nauðsynlegt
fyrir menn að athuga það, að öll
átök um „frjálsa verzlun" á ís-
landi, fyrst um sinn eru aðeins
innanlandsmál. „Frjáls verzlun"
í daglegu máli mun fyrst um
sinn ekki þýða annað en mis-
munandi viðhorf um það, hversu
innflutningur á þeim vörum, sem
íslendingar telja sér fært að
kaupa og borga, skiptist milli
ríkisverzlana, kaupmanna og
kaupfélaga. Frh. J. J.
eigi ekki að framkvæmast að
Saurbæ. Þar á að byggja snotra
en íburðarlausa sóknarkirkju,
sem hæfði söfnuðinum og þeim
sögulegu minjum, sem við hann
eru tengdar. Ég lít svo á, að meg-
inhluta þess fjár, sem safnast
hefir til Hallgrímskirkju og sem
safnast kann, eigi að verja til
kirkjubyggingar á þeim stöðum,
sem kirkna er mest þörf á hverj-
um tíma og séu slíkar kirkjur
nefndar Hallgrímskirkjur. En
höfuðkirkja sú, sem reist yrði
fyrir þetta fé yrði reist í Reykja-
vík nú þegar. Þar er hennar þörf.
f Reykjavík myndi hið veglega
guðshús, sem fremur öðrum sé
helgað minningu Hallgríms Pét-
urssonar, verða í vissum skiln-
ingi kirkju allra landsmanna.
í Reykjavík eru öll þau skil-
yrði, fyrir hendi, sem stuðla að
því, að Hallgrimskirkja þar gæti
orðið voldugt vígi til viðhalds og
þroska kristilegrar menningar
meðal þjóðar vorrar.
Frá Hallgrímskirkju í Reykja-
vík myndi hið talaða orð í anda
Hallgríms, lestur og söngur
hinna sígildu sálma hans, berast
að eyrum landsfólksins á öldum
ljósvakans. Myndi sá minnis-
varði, betur en nokkur annar,
verða reistur í anda Hallgríms
og í samræmi við þessa bæn hans
sjálfs:
Gefðu að móðurmálið mitt,
minn drottinn, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt útbreiði,
um landið hér,
til heiðurs þér,
helzt má það blessun valda,
meðan þitt ráð,
lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Ég veit, að því verður borið við,
að ekki sé hægt að víkja frá
hinni fyrirhuguðu kirkjubygg-
ingu að Saurbæ, vegna þess að
hin mikla fjárhæð hafi fyrst og
fremst safnast til hennar. En
þær rökfærslur met ég léttvæg-
ar. — Fénu er safnað, og féð er
gefið, til þess að heiðra minn-
ingu Hallgríms, af unnendum
kristindómsins í landinu. Það er
því þegnleg skylda við þjóðfé-
lag okkar fátæka lands, að hinu
mikla fé, sé varið á þann hátt,
sem verða má kristindómi og
trúarlífi landsmanna til mestrar
blessunar í nútíð og framtíð.
Það þarf eigi að undrast, þótt
sá hluti þjóðarinnar, sem and-
vigur er kristindómi, láti sig
litlu eða engu skipta, hvar reist
verði minnismerki Hallgrími
Péturssyni til virðingar. Hitt
má telja öllu undarlegra, þegar
áhugamenn um trúarlíf og and-
leg málefni þjóðar vorrar, koma
eigi auga á það, að minnismerki,
sem reist verður Hallgrími Pét-
(Framh. á 4. siðu)
Jón Emíl Guðjónsson:
§yeltaþættlr
Nú er liðinn mánuður síðan
að þjóðstjórnin kom til valda.
Yfirleitt hefir þeirri forgöngu
miðstjórnar og þingmanna
Framsóknarflokksins að reyna
að sameina þjóðina sem mest á
hinum viðsjárverðu tímum, ver-
ið vel tekið. Þrátt fyrir hina
hörðu flokkabaráttu á undan-
förnum árum og tilraunir ým-
issa til að draga menn í fjand-
samlegar og ósættanlegar fylk-
ingar, hefir sá skilningur reynzt
ríkari, að nauðsynlegra sé að
standa saman, þegar óvenjulegir
aðkomandi örðugleikar ógna
fxelsi og fullveldi þjóðarinnar.
Til er samt lítill hópur manna,
sem er þrungin mikilli óánægju
yfir hinni vaxandi einingu þjóð-
arinnar. Það eru leiðtogar kom-
múnista. Það er eins og þeim
finnist, að gæsin sé sloppin úr
höndum þeirra. Þeir höfðu ætl-
að sér að hagnast á sundrung-
unni í þjóðfélaginu. Hún átti
að skapa það umrót, er bæri þá
næstum sjálfkrafa í valdastól-
inn. Hefir þeim vonum þeirra
nýlega verið lýst hér í blaðinu
með ummælum þeirra Brynjólfs
Bjarnasonar og Einars Olgeirs-
sonar sjálfra. Fyrir þremur
mánuðum síðan stikaði Héðinn
Valdimarsson um í þingsölun-
um með þóttabragði Jörundar
hundadagakonungs. Það mátti
næstum halda að honum finnd-
ist hann eiga allt landið og
þjóðina. Þá stóð hin illræmda
deila í Hafnarfirði sem hæst.
Lögleysismönnunum veitti betur
í fyrstu atrennu og kommúnist-
ar voru farnir að gera sér vonir
um að hægt yrði að nota þessa
deilu til að brjóta vinnulöggjöf-
ina niður. Með slíkum deilum og
róstum átti smámsaman að
eyðileggja þjóðfélagið allt. Héð-
inn virtist gera sér góðar vonir
um að allmargir sjálfstæðis-
flokksmenn myndi fást til að-
stoðar við þetta starf, en þakk-
lætið, sem þeim var ætlað fyrir
það, var svipað og nazistar í
Þýzkalandi auðsýndu Thál-
mann og Torgler. — Frá
þessum heilabrotum Héðins
stafar nafnið „hinn frjálslyndi
hluti Sjálfstæðisflokksins.“ Nú
virðast þessar draumahallir
kommúnistanna hrundar, a. m.
k. í bili. Þingræðisflokkar lands-
ins hafa skipað sér í sameigin-
lega varðstöðu gegn erlendum
hættum — og þá ekki sízt gegn
erlendum öfgastefnum. Komm-
únistaleiðtogarnir eru „hljóðir
og hógværir menn“ um þessar
mundir. Héðinn Valdimarsson er
hættur að leika hundadagakon-
unginn. Óánægja og vonleysi
markar andlitsdrættina í stað
yfirlætisins áður.
Þegar undan er skilinn hinn
fámenni hópur kommúnista-
leiðtoganna hefir þjóðstjórnin
undantekningarlítið fengið góð-
ar viðtökur. En hinn endanlegi
dómur, sem hún fær, byggist
vitanlega ekki á þeim viðtökum,
sem hún hlýtur í fyrstu. Hann
,fer eftir störfum hennar og þeim
framkvæmdum, sem hún beitir
sér fyrir. Hún fær til viðfangs
margt stórra verkefna, sem
þjóðin þráir að séu leyst. Engin
íslenzk ríkisstjórn hefir haft
þvílíka aðstöðu til að fylgja fram
stórum málum. Fyrverandi
stjórnir hafa oftast haft veikan
þingmeirihluta og átt i höggi við
liðsterka og harðsnúna and-
stæðinga. Þessi stjórn hefir
hinsvegar næstum allt þingið að
baki sér og nýtur stuðnings allra
þeirra stjórnmálaflokka, sem
áhrif hafa í landinu.
Vegna þessarar óvenjulegu að-
stöðu vænta menn mikils af
þjóðstjórninni. Menn hafa fund-
ið, að eins og nú er ástatt, sé
nauðsynlegt að ríkisstjórnin hafi
nægan styrkleika' til fram-
kvæmda. En þrátt fyrir þetta
vofir ein hættan yfir þjóðstjórn-
inni. Enginn hefir lýst því jafn-
skýrt og. forsætisráðherrann,
þegar hann tilkynnti stjórnar-
myndunina í þinginu. Hann
sagði:
„Til samstarfsins er stofnað til
þess að stjórnin geti haft nægi-
legan styrkleika og öryggi til
FRAMHALD
íslenzk sveitamenning er nú
stödd á merkilegum tímamót-
um. Ný og margbreytileg áhrif
berast nú svo að segja daglega
til sveitanna í stað þeirrar ein-
angrunar, sem áður var. Þetta
hefir eðlilega haft mikil áhrif á
menningarlíf þeirra. — Breyt-
ingarnar hafa verið svo miklar.
Þjóðin öll — og ekki sízt bænda-
stéttin — hefir á síðustu árum
verið að keppast við að vinna
verk margra kynslóða. Þess
vegna hefir hún tæpast mátt
vera að því að athuga allt það
nægilega vel, sem til hennar
hefir borizt handan yfir djúpa
íslands ála, né heldur að varð-
veita að fullu það, sem henni
hefir dugað vel um aldir. —
Þess gætir nú líka mjög, að ís-
lenzk sveitamenning er að verða
rótslitin og festulaus. — Þó
mun hægt að vinna það aftur,
sem eftirsjá hefir verið að og
skapa að nýju þróttmikið menn-
ingarstarf í hinu breytta um-
hverfi sveitanna.
Hið óleysta verkefni er í stuttu
máli þetta: Menning sveitanna
þarf að verða ríkari af þrótti og
festu. Hún þarf að tileinka sér
kosti nútímatækn(innar, án
þess þó að glata því af fortíðar-
arfi sínum, sem vel hefir reynzt.
Þetta er erfitt hlutverk og get-
I ur aðeins orðið leyst með sam-
Ihygð sveitafólksins sjálfs. Mögu-
| leikarnir eru til. Hér þurfa að-
eins að taka höndum saman
eldri sem yngri. Það skiptir ekki
mestu máli, á hvaða vettvangi
það er. Það getur verið í
menntastofnunum sveitanna, í
hinum ýmsu félagssamtökum
þeirra og eigi sízt innan vébanda
heimilanna sjálfra. Það, sem
mestu máli skiptir, er að þoku-
hjúpar deyfðar og áhugaleysis
sé ekki látinn byrgja útsýn og
varna athöfnum í þessu máli,
sem fyrst og fremst á að vera
metnaðarmál sveitanna sjálfra.
Sú bændakynslóð, sem nú hef-
ir senn lokið dagsverki sínu, var
arftaki hinnar gömlu, sam-
ræmdu sveitamenningar, en
hlaut eigi skilyrði til ytri lífs-
þæginda. Hin yngri kynslóð
sveitanna tekur við miklum efn-
islegum arfi, en rótslitinni og
festulítilli byggðamenningu. Ef
hún reynist hlutverki sínu vax-
in, mun hún gera hvort tveggja
í senn: að halda áfram hinni
atvinnulegu framsókn og end-
urskapa þróttmikið menningar-
líf í hinum dreifðu byggðum
þessa lands.
IV. „Heim að Hólum“.
Á dögum Jóns biskups Ög-
mundssonar hófu Skagfirðing-
ar að segja „heim að Hólum“.
Þótti slíkur myndarbragur á
menntasetri þessu, að það varð
í augum héraðsbúa sem þeirra
annað heimili. Þar var ekki að-
eins merk uppeldisstofnun fyr-
ir þá, sem komu þar til náms,
heldur líka menningarlegt vígi
og höfuðstaður alls héraðsins.
Svo náin tengsl voru milli fólks-
ins sjálfs, menntastofnunar þess
og höfuðkirkju.
íslenzkt dreifbýli hefir á liðn-
um öldum átt allmörg rausnar-
setur, sem hafa gnæft yfir allan
þorra sveitabýlanna, bæði í at-
vinnuháttum og andlegu lífi.
Oft hafa þau verið einskonar
miðstöð menningarlífsins í sínu
héraði. Æskulýðurinn í kring
hefir sótt þangað, oft til nokk-
urrar námsdvalar, eða til að
kynnast þeim myndarskap í
verklegri tilhögun og umgengni,
sem eigi var að finna heima
fyrir. Á slíkum heimilum hefir
oft verið furðu góður bókakost-
ur. Hefir því oft verið þangað
leitað af öðrum bæjum um
bókalán, auk þess sem heim-
ilin sjálf hafa tíðast verið
mjög mannmörg. — Þessi
gömlu íslenzku sveitabýli munu
hafa haft mjög mikla þýð-
ingu fyrir menningu sveitanna
í heild. Mörg hafa þau verið
sem höfuðstaður sveitar .sinn-
ar. — Þau hafa dregið að
sér þá, sem næst dvöldu, og
þannig myndað einskonar tengsl
milli fólksins í byggðarlaginu. —
En hér hefir nú mikil breyting
á orðið. íslenzku rausnarbýlin
eru að vísu til enn. AÖstaða
þeirra og hlutverk hefir hins
vegar gerbreytzt. Þau geta ekki
lengur verið „skólar“ í þeim
skilningi, sem þau voru fyrr.
Breyttir atvinnuhEettir ráða þar
miklu um. —
Sveitirnar hafa líka eignazt
ný heimili — ný menningarvígi.
Þær hafa eignazt sína . eigin
skóla — bæði héraðsskóla og
skóla yngri nemenda. — Slíkt
er sveitunum mjög mikil gæfa,
að hafa þannig fengið sérstakar
menntastofnanir í sínu eigin
umhverfi. Þeim ber líka að ætla
mikið hlutverk. Skólar sveit-
anna verða nú að mörgu leyti
að afreka það, sem áður var
unnið af gömlu myndarbýlun-
um. Heimilismenningu byggð-
anna hefir nú hrakað þannig, að
ekki þýðir að hefja nema að
nokkru leyti sóknina þar íyrir
nýrri framsókn í menningu
sveitanna. — En það á ekki að
gleyma heimilunum. Þvert á
móti. — Arineldur menningar
þeirrar hefir fölvast. Frá sveita-
skólunum þarf að koma sá
andblær, sem lífgar þar hinar
hálfkulnuðu glæður, svo að enn
megi þar tendra þau blys, sem
brugðið geta Ijóma yfir menn-
ingarlíf íslenzku þjóðarinnar.
Ég vil hér sérstaklega taka
fram örfá atriði í sambandi við
héraðsskólana. Þeir þurfa að
vera í nánari tengslum við um-
hverfi sitt heldur en þeir hafa
yfirleitt verið hingað til. Slíkt er
að vísu auðveldara í umtali en
framkvæmd og getur aðeins
orðið með gagnkvæmu samstarfi
skólanna og fólksins í umhverfi
þeirra. Nokkrar athyglisverðar
tilraunir hafa þó þegar verið
gerðar, t. d. við héraðsskólann
að Reykjanesi. — Sérhvert ís-
lenzkt byggðarlag þarf að eign-
ast þánnig menningarsetur, að
það verði í vitund fólksins þar
sem þess annað heimili. Hvert
hérað þarf að eignast sína „Hóla
í Hjaltadal“.
Sveitaskólarnir eiga ekki að-
eins að miða starf sitt við nem-
endurna á meðan námsdvöl
þeirra varir. Þeir eiga að fylkja
sveitaæskunni saman. Láta
hana eigi hverfa frá námi án
tengsla við skólastaðinn og um-
hverfið. Þangað á hún að leita
aftur, þegar tóm gefst til, til að
vera þar að leik og starfi. —
Reykjavík né aðrir kaupstaðir
eiga ekki að vera hið eina fyr-
irheitna land fyrir unga sveita-
fólkið til að skemmta sér í og
finna félagsþrá sinni fullnægju.
Atvinnulíf sveitanna þarf
framvegis að leggja meiri á-
herzlu á í starfi þessara skóla.
Vinnukennsla hefir nú verið
aukin í ýmsum þeirra. í sam-
bandi við hana þarf að taka
húsgagnagerð og byggingarmál
dreifbýlisins til sérstakrar með-
ferðar. Það þarf að vinna að
fegrun sveitalífsins og sveita-
heimilanna. Þar gætir nú mjög
festuleysis og ósamræmis. Sveit-
irnar hafa ekki verið nógu sjálf-
stæðar gagnvart kaupstöðunum.
Þær eiga ekki að kasta sérein-
kennum sínum á glæ né láta
umrót þéttbýlisins hafa sífelld
áhrif á sig. Meðal annars þurfa
þær að eignast samræmdari