Tíminn - 16.05.1939, Blaðsíða 3
56. blað*
TÍlllTVjV. jtrigjwdagum 16. mai 1939
223
B E I M I L I B
Kvennaskóli
Húnvetninga.
60 ára afmælishátíff.
Á þessu áti er Kvennaskóli
Húnvetninga 60 ára gamall. —
Það eru liðin 60 ár síðan sú
hugsjón ruddi sér til rúms, hér
í sýslu, að skylda bæri til þess að
veita konum nokkra menntun
eins og körlum. Þessi hugsjón
ýmsra manna og kvenna setti
sér það takmark að stofna
kvennaskóla og var það gert
haustið 1879.
Skólinn fékk fyrst húsrúm á
Undirfelli í Vatnsdal, en var þar
aðeins einn vetur. Næsta vetur
fluttist hann að Lækjamóti í
Víðidal, þar sem Þorvaldur víð-
förli boðaði fyrst kristna trú á
íslandi, og var þar tvo vetur. Þá
fluttist hann að Hofi í Vatnsdal
þar sem Ingimundur gamli reisti
bæ sinn. Þar var hann einn
vetur. Þá var keypt hús handa
honum á Ytri-Ey á Skagaströnd.
Þegar það hús brann, var skól-
inn fluttur á Blönduós og hefir
staðið þar síðan.
Nú í vor er ákveðið að halda
hátíðlegt afmæli skólans, dag-
ana 17. og 18. júní. Fyrri dagur-
inn er aðallega ætlaður kenn-
urum og nemendum skólans frá
eldri og yngri timum, en síðara
daginn verður haldin almenn
samkoma fyrir héraðið og alla,
sem vilja taka þátt í henni.
Auglýsing um samkomuna verð-
ur sett bæði í víðlesnustu blöð-
in og útvarpið.
Ég vil sérstaklega vekja at-
hygli á því, að nauðsynlegt er
að þeir kennarar og nemendur,
sem ætla sér að koma fyrri dag-
inn, tilkynni það forstöðukonu
skólans eða einhverjum úr
skólaráðinu fyrir 1. júní. Vegna
væntanlegrar mikillar þátttöku
þarf mikinn undirbúning, sér-
staklega með það að sjá öllum
fyrir verustað yfir nóttina, þótt
allir séu beðnir um að hafa
með sér ábreiður, til frekari
tryggingar, ef ekki verður mögu-
legt að útvega öllum viðunan-
leg rúm.
Minningarrit verður gefið út
á þessum tímamótum. Verður
þar rakin saga skólans frá upp-
hafi, tildrög hans, stefnumið og
áfangastaðir. Ritið mun hafa
inni að halda fjölda mynda af
forvígismönnum skólans, for-
stöðukonum og kennslukonum.
Auk þess fjórar myndir af skóla-
húsunum, þar sem skólinn hefir
verið starfræktur.
J. S. L.
stíl í húsagerð og húsgagná
heldur en þær hafa nú. í mörgu
þurfa þær að eignast sinn
eigin stíl — sína eigin tízku.
Framhaldsskólar sveitanna eiga
fyrst og fremst með vinnu-
kennslu sinni að geta kippt
þessu í lag. Félagssamtök þeirra
geta þar veitt mikilsverða að-
stoð. Bændabýlin eiga að halda
áfram að „bjóða vina til“, þeim
sem að garði koma. Þess vegna
þurfa þau að vera aðlaðandi og
stílhrein.
Félagsmál dreifbýlisins á
einnig að leggja mikla rækt við.
Vegna fólksstraumsins þaðan
vantar þar nú víða félagslega
leiðtoga. Það ætti þó að vera
metnaðarmál sveitafólksins að
þurfa ekki að sækja svo marga
forustumenn sína á opinberum
vettvangi til kaupstaðanna.
Héraðsskólarnir eiga að geta
lagt sveitunum til marga slíka
menn og konur. — Þeir eiga
ekki sérstaklega að leitast við
að senda frá sér lærða menn.
Heldur hugsandi æsku, sem hef-
ir aflað sér nægilegrar færni til
sjálfsnáms. Mikil málfunda-
starfsemi og skipuleg æfing í
framsetningu hugsananna get-
ur í þvi sambandi orðið nem-
endunum þroskavænleg mjög.
Ég hygg, að framvegis ætti
ræðumennska að vera sjálfsögð
námsgrein í héraðsskólum okk-
ar. —
En ekki mega þessir skólar
eingöngu miða starf sitt við
yngri kynslóðina. Einnig þurfa
þeir að vera í nokkrum tengsl-
um við þá, sem eldri eru, svo
B Æ K U R
Skinfaxi.
Síðasta hefti blaðs ungmenna-
félaganna, Skinfaxa, er komið
út fyrir nokkru. Hefst það á
alllangri grien eftir Sigurð Þór-
arinsson stúdent, þar sem hann
leggur til að efnt verði hið fyrsta
til safns um verklega menningu
þjóðarinnar fyrr á tímum. Með
breyttum tímum og atvinnu-
háttum eru mörg þau verkfæri
og áhöld horfin úr sögunni, eða
að hverfa, sem áður voru notuð
daglega víða um land og máske
á nær hverjum bæ. Nefnir hann
sem dæmi færikvíar, áhöld, er
notuð voru við meltekju, svo sem
mölunarkvarnir og þreskitæki,
hákarlavaði, taðkvarnir, skinn-
klæði, gamla róðrarbáta, mel-
reiðinga, kolur, gamlar spíkur,
hornístöð og fleira. Leggur Sig-
urður til að slíku safni yrði fyrst
um sinn komið fyrir í húsakynn-
um einhvers alþýðuskólans.
Sjálf söfnun slíkra muna, sem
nú munu margir hverjir orðnir
næsta fágætir, væru tilvalið
verkefni fyrir ungmennafélögin
Af öðrum greinum skulu þess-
ar nefndar: Stefán Jónsson
skrifar um íþróttir og æskufólk.
Hallcfór Kristjánsson á Kirkju-
bóli um bindindismálin og ung-
mennafélögin. Hallgrímur Jóns-
son í Ljárskógum um Sólvang,
hið nýja samkomuhús ung-
mennafélagsins „Ólafur pái“ í
Laxárdal. Aðalsteinn Sigmunds-
son skrifar tvær greinar, aðra
um heilsuvernd, hina um Þjórs-
ártún og hjónin þar, Guðríði Ei-
ríksdóttur og Ólaf ísleifsson.
Skýtur Aðalsteinn þeirri spurn-
ingu fram, hvort héraðssam-
band ungmennafélaganna sunn-
anlands og búnaðarsamband
Suðurlands geti ekki í samein-
ingu keypt Þjórsártún og gert
að miðstöð margháttaðrar starf-
semi sinnar. Gæti jafnvel komið
til mála, að nota hin miklu
húsakynni að Þjórsártúni fyrir
safn, slíkt sem Sigurður Þórar-
insson ritar um í fyrstu grein
heftisins og rakin er hér á und-
an. Emil Ásgeirsson í Gröf skrif-
ar um Haukadalsskólann. Sig-
urður Greipsson um allsherjar
íþróttamót ungmennafélaganna
á Akureyri árið 1940. Sigurður
Helgason ritar alllanga grein
um Benedikt heitinn Blöndal.
Daníel Ágústsson skýrir frá fé-
lagsstarfinu.
Hreinar
léreftstnskur
kaupir
PRENTSMIÐJAN EDDA H.F.
Lindargötu 1 D.
að þeir geti líka átt þangað sín
erindi. Nokkrar tilraunir hafa
verið gerðar í þessa átt með
náms- og skemmtidvölum fyrir
þá, sem komnir eru af skóla-
aldri. — Bókasöfn héraðsskól-
anna munu i framtíðinni verða
bæði mikil og góð. Héraðsbúar
þurfa að eiga þar greiðan að-
gang, einnig til dvalar á staðn-
um, ef þeir vilja leggja stund á
fræðaiðkanir. Þannig á að end-
urvekja hina gömlu fræði-
mennsku og bókmenntastarf-
semi sveitanna, svo að þær séu
ekki aðeins þiggjendur, heldur
jafnframt gefendur í bók-
menntaframleiðslu þjóðarinnar.
Nú þegar hafa verið byggðir
nokkrir heimavistarskólar barna
í sveitum. Vonandi munu marg-
ir nýir verða reistir í mjög ná-
inni framtíð. Dreifbýlisfólkið
hefir líka víða mikinn áhuga
fyrir að koma slíkum uppeldis-
stofnunum á fót. Enda eru þær
í nálega öllum héruðum lands-
ins hin eina heppilega lausn
barnafræðslunnar, þótt jafn-
framt verði lögð áherzla á
heimanámið. Er þess mikil
nauðsyn, að fræðslumálastjórn-
inogkennarastéttin í heild vinni
í þessu máli mikið leiðbeiningar-
starf og hvatningar. — Um all-
langt skeið munu eigi verða til
héraðsskólar í nærri öllum
byggðarlögum landsins. Það
hlýtur þess vegna allvíða að
falla I hlut hinna föstu barna-
skóla, að rækja þar að nokkru
leyti hlutverk héraðsskólanna,
enda mun unglingakennsla
verða starfrækt í mörgum
I
HANGIKJftT
er meðal þjóðrétta íslendinga. En það á ekki saman nema nafnið.
Lélegt hangikjöt er illur matur og óhollur, á sama hátt og gott
hangikjöt er eitthvert mesta sælgæti, er getur.
Enginn ágreiningur er lengur um, að hangikjöt það, er vér höf-
um á boðstólum, sé betur verkað og vænna en nokkurt annað
hangikjöt, sem hér fæst. Það gengur undir nafninu
llólsf jallulia ii£ikjöt
og fæst árið um kring í öllum vandlátustu verzlunum í Reykja-
vík og nágrenni.
Samband ísl. samvínnufélaga.
Sími 1080.
Matar- og kaffistellin
fallegu og margeftirspurffu eru loks komin aftur.
Birgðir aðeins til einnar viku.
K. Einarsson & Björnsson,
Í 11.
Bökunardropar
Á. V. R.
Rommdropar
V anilludr opar
Citrondropar
Möndludropar
Cardemommudropar
Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi.
öll glös eru mcð áskríífaðri liettu.
Aíengísverzlun ríkisins.
Sigurður Olason &
Egill Sigurgeirsson
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 3. — Sími 1712
Kopar
keyptur í Landssmiffjunni.
þeirra. Þessi tvö skólaform
ættu því framvegis að starfa
meira saman heldur en verið
hefir. — Nokkrir munu vilja ein-
angra barnaskóla sveitanna
þannig, að þeir séu aðeins fyrir
kennslustarfið sjálft, en eigi al-
mennur samkomustaður, né
miðstöð félagslífsins í sveitinni.
Að minni hyggju er slíkt eigi
æskilegt. Og jafnvel þótt svo
væri, þá höfum við eigi efni á
því að byggja sér í hverju skóla-
hverfi myndarlegan heimavist-
arbarnaskóla með rúmgóðum
samkomusal, ef til vill með
sundlaug og góðum leikvelli og
einskorða notkunina aðeins við
hið beina skólastarf. — Margir
munu hér vilja benda á það,
hversu skemmtanalíf sveitanna
sé víða spillt orðið. En svo er
eigi að vilja meginþorra sveita-
fólksins. Fremur hið gagnstæða.
Venjulega eru það aðeins örfáir,
sem setja vanmenningarblæinn
á samkomur þess. í sveitunum
er til almennur vilji og áhugi
því að færa skemmtanalífið þar
í betra horf, enda sums staðar
verið þegar hafin sókn í þá átt
með góðum árangri. Eigi finnst
mér það sízt vera kennaranna
að eiga góða þátttöku í þeirri
sókn. — Og vitanlega þarf alveg
sérstaklega að gæta þess, að þær
samkomur, sem haldnar eru á
námsstöðum barnanna, fari að
öllu leyti vel fram. — Með að-
gætni og stjórnsemi getur það
miklu fremur verið skólanum á-
vinningur, að þangað liggi
gagnvegir víðsvegar að úr skóla-
hverfinu. Frh. á 4. síðu.
10 ÁRA ARYRGÐ!
Hér á landi og í Danmörku er
fengin 35 ára reynsla fyrir hin-
um óviðjafnanlegu „HAMLET“
reiðhjólum. — Ending í heilan
mannsaldur er öruggasta trygg-
ingin fyrir gæðunum. — Tek 10
ára ábyrgð á „HAMLET“ reið-
hjólunum. — Allt til reiðhjóla
bezt og ódýrast.
SIGURÞÓR
HAFNARSTRÆTI 4. RVÍK.
Útbreiðið T I M A IV IV
Húseigendur
og húsráðendur
hér í bænum eru alvarlega að-
varaðir um að tilkynna þegar,
er fólk hefir flutt úr húsum
þeirra eða í þau.
Tekið á móti tilkynningum í rnann-
talsskrifstofu bæjarins, Póstliús-
stræti 7, og í lögregluvarðstofunni,
og fást þar að lútandi eyðublöð á
báðum stöðum.
Þeir, sem ekki tii-
kynna ilutning-a
verða kærðir til
sekta lögum sam-
kvæmt.
Borgarstj o rinn.
Skrifstoía mín er flutt
í Hafnarliúsið (austurcnda
genglð inn frá Tryggvagötu.
Bernhard Petersen.
40
William McLeod Raine:
Flóttamaðurinn frá Texas
37
þarflega vandfýsin, en henni var þó ekki
jafn illa við neitt og óhreinindi inni við.
Hún sópaði því gólfið, þvoði öll matarílát,
sem hún fann, hreinsaði öskuna úr
stónni og bjó um rúmin. Þegar þessu var
lokið, var orðið áliðið dags og óhætt að
fara að hugsa um miðdegismatinn.
í gegnum gluggann sá hún til félaga
síns, við vinnuna uppi í brekkunni. Axar-
höggin féllu jafnt og þétt og viðarköst-
urinn á skaflinum stækkaði.
Hún heyrði allt í einu að hún var farin
að syngja, meðan hún var að undirbúa
miðdegisverðinn. Þetta var bara gaman,
ef hún ekki gaf sér tíma til þess að
hugsa nánar um,hversu rás viðburðanna
hafði verið óréttlát og hve hún hataði
þenna mann miklu meira en alla aðra.
Það var heldur enginn vafi, að skrafað
myndi um þetta um allt byggðarlagið,
áður en langt um liði.
Kjaftakerlingarnar myndu brosa í-
byggnar og hvísla. Hún gat annars ekk-
ert að þessu gert, og úr því að út í þetta
var komið, var eins gott að hlæja eins
og gráta.
Það voru líka til góðar hliðar á þessu
æfintýri. Henni var sama hvað sagt var
um Clem Oakland, hún var ekki hrædd
við hann. Þó hann væri slæmur, þá var
hann rétt eins og menn gerðust þarna
hnykluðust undir skinninu, þar sem þeir
runnu saman við vellagaðan hálsinn.
Hann var kvikur í hreyfingum eins og
skólastelpa.
Vindurinn var ennþá mikill og mikið
far á snjóþrungnum, skuggalegum skýj-
unum. Molly fór snöggvast út og fann
þá, hversu vindhraðinn var ógurlegur
eftir gilinu. Þannig var það allan daginn,
og er rökkvaði, var ekki neitt útlit fyrir
bata.
Þegar þau höfðu þvegið upp eftir
kvöldverðinn, dró Molly óhrein spil upp
úr kassa, undan bekk í einu horninu.
Þau spiluðu klukkutímum saman, en
Molly var ekki með hugann við spilin.
Það var sama, hve lengi hún reyndi að
fresta því, hún hlaut innan skamms að
leggjast til hvíldar í annað rúmið og vita
af ókunnum karlmanni í hinu rúminu.
Henni fannst hugsunin um þetta illþol-
andi. Þetta var heldur ekki aðeins ó-
kunnur maður, heldur maður, sem hún
hafði árum saman heyrt viðbrugðið fyrir
ruddaskap og siðleysi.
Hún varð hræddari og hræddari og
henni var ómögulegt að vinna bug á
óttanum.
Hann geispaði, leit þreytulega á hana
og sagði:
— Ég er þreyttur. Það er svei mér eng-