Tíminn - 27.05.1939, Side 4
240
TÍMHVN, laugarclaginn 27. maí 1939
60. lilað
Hlnuið kappreíðarnar á
annan hvítasunnudag á
skeiðvellinum kl. 2 e. hád.
TIMMÐ
með vori og iél9
Sjáið nytjajurtum í görðum og
á túnum íyrír nægri næríngu
Hitaveita Reykjavíkur
(Frctmh. af 1. síðu)
réttindi, sem hann á og eignast
kann, þax á meðal neyzluvatns-
uppsprettur bæjarbúa. Virðist
svo sem að veðréttur lánveit-
anda í fyrirtækinu sjálfu, auk
ríkisábyrgðarinnar, sé nægileg
trygging.
5. Hvað tilboði firmans um
framkvæmd verksins viðvíkur,
verður að benda á, að það er
mjög áhættusamt fyrir bæinn að
eigi skuli vera nokkurnveginn
fast verðtilboð í efni og vinnu.
Gæti svo farið, m. a. vegna þess
að bænum sjálfum er yfirleitt
ekki heimilt að leita tilboða í
einstaka hluta verksins eða efni
til þess, að kostnaðurinn færi
mikið fram úr þeirri áætlun, sem
gerð hefir verið, og myndi það
að sjálfsögðu raska öllum út-
reikningum um rekstur veitunn-
ar.
Þar sem mjög hefir verið mælt
með framkvæmd hitaveitunn-
ar nú, vegna yfirvofandi stríðs-
hættu, verður að leggja á það
mikla áherzlu að allt efni til
hitaveitunnar verði flutt hingað
til landsins á þessu ári.
Það verður að teljast ókostur
að ráðgert er að pípurnar í aðal-
leíðsluna veri steyptar í Dan-
mörku, en ekki hérlendis, og
tapast því vinna við það úr land-
inu.
6. Þóknun sú, 7 y2 af hundraði,
sem firmað áskilur sér af rúm-
lega 2 millj. danskra króna af
kostnaði verksins er allt of há.
Ætti að vera í hæsta lagi 1V2—
2%, ef allt reikningshald er þar
með talið. Verður í þessu sam-
bandi að gæta þess, að firmað
hefir sérstaklega áskilið sér 60
þús. kr. greiðslu fyrir að gera
kostnaðaráætlun („project").
7. Mikið vantar til að væntan-
legt lán frá firmanu nægi fyrir
öllum kostnaði við hitaveituna.
Til þess að veitan geti náð til
allra húsa á fyrirhugaðu hita-
veitusvæði og þannig náð þeim
tekjum, sem reiknað er með,
virðist vanta um 2 miljónir
króna, sem þarf að leggja fram á
f.yrstu 4 starfsárum hitaveitunn-
ar. Er þar talið með 650 þús. kr.
fyrir efni í hitakerfi í þau hús,
hem ekki hafa miðstöðvar nú,
sem mjög er vafasamt að húsa-
eigendur geti greitt strax af eig-
in ramleik til viðbótar lagning-
arkostnaði, en sem verður að
framkvæma, þar sem ráðgert er
að skylda húseigendur með lög-
um til að nota heita vatnið. Auk
þess má gera ráð fyrir að bærinn
þurfi að veita fjárhagslega að-
stoð mörgum af þeim húsaeig-
endum, sem þurfa að gera breyt-
ingar á miðstöðvarkerfi í húsum
sínum.
Ekkert liggur fyrir um mögu-
leika bæjarins til útvegunar á
láni, sem þessu nemur til við-
bótar aðalláninu.
8. Ef tilboðinu verður tekið er
nauðsynlegt að verktaki setji
fullnægjandi tryggingar fyrir
því að verkið verði í alla staði
vel framkvæmt, svo að hitaveit-
an komi að fullum notum. Sér-
staklega er þessarar tryggingar
þörf vegna þess, að nota á teg-
und af pípum í aðalæðarnar,
sem er tiltölulega lítt reynd fyrir
hitaveitur.
í tilboðið vantar ákvæði um
slíkar tryggingar.
Þótt ástæða væri til að geta
um marga aðra annmarka í
sambandi við þetta mál verður
það eigi gert hér að svo stöddu,
En af framansögðu má það vera
Ijóst, að þess er mikil þörf að fá
allverulegar breytingar á tilboði
þessu áður en samþykkt verður.
Er þess að vænta að það takizt,
svo að þetta nauðsynjamál
Reykjavíkur verði hið fyrsta til
lykta leitt á farsællegan hátt.
Reykjavík
(Framh. af 3. siðu)
Það, að halda áfram að byggja
íbúðarhús fyrir miljónir króna
árlega í kaupstað, þar sem
framleiðslustarfsemi Qg lífsskil-
yrði fyrir fólkið eru sífellt
minnkandi, er engu skynsam-
legra heldur en ef einhver ís-
lenzkur bóndi byggði hvert í-
búðarhúsið á eftir öðru á jörð
sinni, án þess að hirða nokk-
uð um ræktun landsins, aukn-
ingu bústofnsins eða aðra við-
leitni til aukinnar framleiðslu,
sem gæti skapað lífsskilyrði
fyrir það fólk, sem ætlaði að
búa á jörðinni.
Niðurlagsorð.
Vel getur svo farið, að ein-
hverjir, sem lesa þessa grein,
telji að þar komi fram óvild til
Reykjavíkur. Gagnrýni sú, sem
hér kemur fram, er alls ekki af
slíkum rótum runnin. Sá, sem
þetta ritar óskar þess, eins og
sennilega allir aðrir landsmenn,
að höfuðstaður landsins verði
að sem flestu leyti fyrirmyndar-
bær. í Reykjavík hafa aðsetur
allar helztu stofnanir landsins,
svo sem Alþingi, stjórnarráð,
helztu menntastofnanir, pen-
ingastofnanir o. s. frv. Þar eru
samankomnir, og munu verða
framvegis, flestir embættis-
menn ríkisins og þeir menn
aðrir í þjóðfélaginu, sem vinna
andleg störf. En á því sviði eru
ekki verkefni nema fyrir lítinn
hluta af þeim þriðjungi þjóð-
arinnar, sem nú á heima í
Reykjavík. Mikill fjöldi af bæj-
arbúum þarf því að hafa önnur
störf sér til lífsframdráttar.
Hér hefir verið lýst nokkuð á-
standi atvinnuveganna í bæn-
um nú sem stendur. Sjávarút-
vegurinn, sem er eina útflutn-
ingsframleiðslan, er í afturför,
og Reykvíkingar eyða nú árlega
10—20 miljónum króna af er-
lendum gjaldeyri þjóðarinnar
umfram það sem þeir afla. Iðn-
aðurinn veitir að vísu mörgum
atvinnu í augnablikinu, en hætt
er við að hann eigi örðugra upp-
dráttar þegar viðskipti íslend-
inga við aðxar þjóðir verða greið-
ari en þau eru nú, og þegar í-
búar annarra landshluta koma
auga á það, að þeim geti verið
hagkvæmt að auka iðnaðar-
starfsemina heima hjá sér. Vel
má einnig gera ráð fyrir, að
hagnaður Reykvíkinga af verzl-
un við aðra landsmenn verði
minni, eftir að innflutnings-
höftum verður aflétt. Og ef lít-
il eða engin arðgefandi fram-
leiðslustarfsemi verður rekin í
bænum, hljóta augu peninga-
manna og forráðamanna bank-
anna að opnast fyrir því, að
varhugavert geti verið að leggja
eigið fé og annarra í miljóna-
tali í húsabyggingar þar á
hverju ári eins og gert hefir
verið um skeið, en við það myndi
atvinna við húsabyggingar
minnka. Hér styður því allt þá
fullyrðingu, að ef Reykjavík á
framvegis að geta hýst þriðja
hluta þjóðarinnar eða jafnvel
meira, þá þarf að skapast þar
einhver framleiðsla á útflutn-
ingsverðmætum. Ef fólkinu
heldur áfram að fjolga í Rvík,
án þess að nokkur arðgefandi
framleiðslustarfsemi hefjist þar
til viðbótar þeirri sem nú er, þá
er fjárhagslegt hrun bæjarfé-
lagsins og íbúa þess á næsta
þrepi.
Nýlega hafa þrír stærstu
stjórnmálaflokkarnir í landinu
tekið upp samstarf í ríkisstjórn
um lausn þýðingarmikilla við-
fangsefna í landsmálunum. En
hefir Sjálfstæðismönnunum,
sem stjórna málefnum Reykja-
víkur, aldrei komið í hug að
reyna að ná samvinnu við hina
flokkana um viðreisn heilbrigðs
atvinnulífs þar, sem er það eina,
sem getur bjargað höfuðstaðn-
um frá bráðum voða?
Skúli Guðmundsson.
ÞÉR ættuð að reyna kolin og
koksið frá
Kolaverzlun
Sigurðar Ólafssonar.
Simar 1360 og 1933.
50 ára starfsafmæli
(Framh. af 2. síðu)
Einkum væntum við þess, að
Hvanneyringar ljái þessu eyra
og geri okkur þá ef til vill um
leið þann greiða að taka verk-
færin með sér, ef unnt er. Ella
munum við greiða þann kostnað,
er leiðir af flutningi verkfær-
anna fram og aftur.
Þeir, sem ætla sér að taka þátt
í nemendamótinu þurfa að til-
kynna það fyrir maílok eða í
síðasta lagi fyrir 10. júní og geta
þess, hvort konur þeirra verði í
för með þeim. Ákjósanlegt væri,
ef menn ættu hægt með að hafa
með sér tjöld og teppi.
Sunnudaginn 2ý. júní verður
almenn samkoma. Mun hún
hefjast fyrir hádegi með guðs-
þjónustu. Eftir hádegi verða
ræðuhöld og söngur og verður
því útvarpað. Meðal ræðumanna
verður forsætisráðherra, for-
maður Búnaðarfélags íslands,
búnaðarmálastjóri o. fl. Fleira
verður til skemmtunar.
Við væntum almennrar þátt-
töku Hvanneyringa í nemenda-
mótinu. Það mun verða þeim til
ánægju og gagns að koma að
Hvanneyri í vor og tryggja
gömul vináttubönd.
Hvanneyri, 21. maí 1939
Stjórn Hvanneyrings.
Nýslátrað
Norðlenzkt
Ódýrt
54
William McLeocL Raine:
Flóttamaðurinn frá Texas
inn út, vék hann aftur að nærveru
þessa ókunna manns.
— Þessi Taylor, hvað er hann eigin-
lega að þvælast hérna? Hvernig stend-
ur á því að hann er hér með ungfrú
Molly? Skrattinn hafi það, ef þau hafa
hitzt, þegar bylurinn skall á, þá....
Hann þagnaði, því að Steve Walsh
birtist í dyrunum og kom í áttina til
hans.
— Segðu okkur hvernig það var, Slim,
þá vitum við það, sagði sýslumaðurinn.
— Ég sagði bara-----------
— Eins og þú ert vanur. Ég legg til
að þú verðir kjörinn heiðursforseti í
prjónaklúbb piparkerlinganna.
— Sleppum því, en ef Prescou gamli
vissi, að þessi strákur hefði------
— Kaus hann þig sem fulltrúa sinn,
Slim?
Slim opnaði munninn og ætlaði að
svara, en ekkert varð úr. Sýslumaður-
inn missti einhvernveginn fótanna og
greip í hann. Þeir duttu báðir í skaflinn
við stiginn og kúrekinn varð undir.
Þungi sýslumannsins þrýsti andliti hans
niður í snjóinn. Slim reyndi af öllum
kröftum að losa sig. Walsh reis á fætur
en datt aftur og tók kúrekann með sér,
einmitt þegar hann var að koma fyrir
sig fótunum. Þeir veltust báðir í snjón-
um og börðust um með höndum og fót-
um.
Langt niðri í snjónum heyrðust veik
andmæli:
— Skrattinn hafi það, sýslumaður.
Það var allt og sumt. Walsh kastaði
handfylli sinni af snjó í opinn munninn
á Slim. Það var eins og honum væri ó-
mögulegt að koma fótunum fyrir sig.
Þegar þeir tvímenningarnir stóðu loks
upp úr fönninni, hristust þau hin af
hlátri.
Walsh hafði stöðvað þvaðrið í Slim
um stund, en hann vissi að töluvert
myndi þvaðrað um Molly og ókunna
manninn. Það var óhjákvæmilegt, þó
þau hefðu bara rekizt saman af hend-
ingu. í jafn strálbýlu héraði og þetta
var, vissu menn undir eins allt, sem
kom fyrir nágrannana. Molly bar höf-
uðið hátt og margir myndu smjatta á
þessu. Það gat ekki á neinn hátt
dregið úr þvaðrinu, þótt stúlkan væri
gersamlega saklaus af öllu misjöfnu.
Steve Walsh var sjálfur forvitinn,
bæði sem sýslumaður og sem vinur
hennar. Hann sá það glöggt, að henni
var í nöp við þennan Taylor, þótt hann
hefði, eftir því, sem hún sagði sjálf,
bjargað lífi hennar. Þeim hafði farið
eitthvað það á milli, sem henni mislík-
aði stórlega. Hvað var það? Taylor hafði
Kjötverzlunín
HERÐUBREIÐ
Fríkirkjuvegi 7. Simi 4565
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Af alveg sérstökum ástæðum
verður
„Tengdapabbi“
Sýndur á annan
í livítasunnu kl. 8.
Seinasta tækifæri til að sjá
þennan bráðskemmtilega leik.
Lægsta verð.
Aðgöngumiðar á 1.50, 2.50 og
3.00 verða seldir frá kl. 3 til 6 í
dag og eftir kl. 1 á annan í
hvítasunnu.
GAMLA EÍÓ
Næsta sýning er Næsta sýníng er
á annan á annan
hvítasunnudag. hvítasunnudag.
Jafnvel ungt fólk
eykur vellíðan sína með því að nota
harvotn og ilmvotn
Við framleiðum:
EAU DE PORTUGAL
EAU DE QULWE
EAU DE COLOGNE
RAYRHUM
ÍSVATY
Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftlr
stærð. —
Þá höfum við hafið framleiðslu á
ILMVÖTNUM
úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur
merki þegar komin á markaðinn.-
Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn-
um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg-
ar þær þurfa á þessum vörum að halda.-
Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá,
sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úi
r é 11 u m efnum. — Fást allsstaðar.-
Áfengisverzl. ríkisins.
Amatörvinnustoía mín
er fluft úr Gleraugnasölunni í Lækjargötu 6 B
í næsta hús Lækjargötu 8.
Carl Ólafsson.
Ljósgráu dragtarefnín
komin aftur.
Verksmiðjnútsalan
Gefjun — Iðunn
Aðalstræti.
Reyktur rauðmagi
ágætur - ódýr.
Samband ísl.samvínnuíélaga
Sími 1080.
Veitíngahúsíð í Hveragerði
er tekið til starfa og er rekið á sama hátt og undanfarin
sumur. — Ennfremur er rekið þar gistihús, sem tekur
á móti gestum til sumardvalar, lengri og skemmri tíma.
Einnig seldar einstakar máltíðir.
Fljót og góö afgreiðsla.
SUMARFRÍINU HVERGI BETUR VARIÐ EN í
HVERAGERÐI.
Upplýsingar í síma nr. 5.
Inga Karlsdóttir og Garðar Jónsson.