Tíminn - 13.06.1939, Blaðsíða 2
266
TlMITVIV. |»rig.|udagiim 13. jimí 1939
67. MatS
Reykvískur bæjaríulltrúí
fer óvarlega í míklu hagsmunamálí
bæjaríns
l)a n mcrliii rski |»-
AmerikuNkip
Framsóknarflokkurinn hafði
sitthvað að athuga við hita-
veitutilboð firmans Höj gaards
& Schulz.
Jónas Jónsson bar á bæjar-
stjórnarfundi fram helztu at-
hugasemdirnar, en þar var þó
ekkert minnst á hina verkfræði-
legu hlið málsins, sem að fróðra
manna dómi er þó engu síður
athugaverð en f j árhagshliðin,
þar sem þetta mun vera fyrir-
tæki sem ekki á neitt annað
fullkomlega hliðstætt, og firm-
að Höjgaard & Schultz hefir þá
eðlilega enga sérþekkingu eða
reynslu um hitaveitur af þess-
ari gerð. Tilgangurinn með
framkomnum athugasemdum
var að sjálfsögðu sá, að ná betri
samningum, enda var tilboðið
eins og það lá fyrir, á þá lund,
að heita mátti að gengið væri
mjög freklega nærri sæmd
Reykjavíkurbæjar og þjóðarinn-
ar í heild sinni.
Árangurinn af framkomnum
athugasemdum varð sá, að firm-
að féllst á að breyta strax til-
boði sínu í því mikilsverða at-
riði, að Reykj avíkurbær skyldi
hafa rétt til að leysa til sín hita-
veituna, þótt hann vegna van-
skila, yrði að láta hana af hendi
við firmað Höjgaard & Schultz,
en samkvæmt tilboðinu átti
bærinn ekki að hafa þennan
rétt, heldur gat veðhafi gert við
hitaveituna hvað sem hann
vildi.
Enda varð niðurstaðan í máli
þessu sú, að hvorki ríkisstjórn,
stjórn þjóðbankans, né heldur
bæjarstjórnin, sáu sér fært að
ganga að tilboðinu eins og það
lá fyrir, heldur sendu allir þess-
ir aðiljar fulltrúa til þess að
reyna að fá hagfeldari samninga
en þá, sem fyrir lágu.
Ætla mætti, að landsmenn, og
þá ekki sízt Reykvíkingar,
myndu hafa nokkurn hug á að
erindi þessara fulltrúa mættu
heppnast sem bezt. En hvað
skeður? Einn af bæjarfulltrúum
höfuðstaðarins, Helgi H. Eiríks-
son, veður fram á vígvöllinn, og
það sem telja má þó enn furðu-
legra, að annað aðalmálgagn
bæjarstjórnar meirahlutans,
dagblaðið Vísir, ljær þessum
manni rúm fyrir svæsinn og ó-
smekklegan málflutning fyrir
tilboð og málstað firmans Höj-
gaard & Schulz.
Helgi Hermann Eiríksson tel-
ur það hina mestu goðgá, að
fundið sé að því, að lánstíminn
sé of stuttur, þar sem allt á að
greiðast upp á 8 árum. Kemur
það úr hörðustu átt, að bæjar-
fulltrúi amist við því, að reynt
sé að lengja lánstímann, þar
sem hann veit, að Reykjavíkur-
bær er í fjárhagskröggum, og
vantar, auk danska lánsins, a.
m. k. um tvær miljónir króna
til þess að koma upp hitaveit-
unni.
í grein sinní fullyrðir Helgi,
að „það hafi aldrei verið ætlun
bæj arstj órnar, að þau hús tækju
heita vatnið, sem ekki hefðu
pípukerfi". Hlýtur þetta að vera
sagt mót betri vitund, þar eð í
frv. því um hitaveituna, sem
lagt hefir verið fyrir bæjar-
stjórn, er ákvæði, sem heimilar
bæjarstjórn að skylda alla
húseigendur, sem ná til hitaveit-
unnar, að nota vatn úr henni til
upphitunar á húsum. Er þar
engin undantekning gerð um þá
menn, sem ekki hafa miðstöðvar
í húsum sínum, enda er áætlun
um tekjur hitaveitunnar byggð
á því, að þessir húseigendur
verði teknir að nota heita vatn-
ið þrem árum eftir að hitaveit-
an tekur til starfa.
Einn af helztu verkfræðing-
um landsins, Geir G. Zoéga
vegamálastjóri, sem annars
virðist mjög fylgjandi því að
hitaveitutilboðinu sé tekið í
meginatriðum, telur það þó einn
af helztu ágöllum tilboðsins,
að vatnsleiðslupípurnar skuli
ekki eiga að steypa hér heima.
En Helgi H. Eiríksson telur þetta
hégómamál og er þar samur við
sig í málsvörninni fyrir Höj -
gaard & Schulz. En vafamál er
hinsvegar að verkamenn
Reykj avíkurbæj ar séu bæj ar-
fulltrúanum sammála um að
hér skuli ekki freistað að fá
neinu um þokað.
Höjgaard & Schulz heimta
7%% umboðsþóknun fyrir þann
hluta verksins, sem unninn er
eftir reikningi, og að auki 60
þús. krónur fyrir að gera áætl-
anir og vinnuteikningar fyrir
allt verkið.
Miklu fróðari maður um
verkfræðileg efni en Helgi H.
Eiríksson hefir látið uppi það
álit, að þessi umboðslaun séu ó-
hæfilega há, og venjan sé að
greiða 1 y2—2% fyrir samskonar
umsjón.
Danska ríkið (útflutnings-
lánadeild þess) á samkvæmt
tilboðinu að fá 5% í þóknun
fyrir að ábyrgjast lánið, þótt
fyrir því sé af Höjgaard &
Schulz heimtuð ríkisábyrgð,
bæjarábyrgð, yfirfærsluábyrgð
Landsbankans og veð í hitaveit-
unni, og að auki í öllum vatns-
réttindum bæjarins.
I.
Eimskipafélag íslands stendur
nú á merkilegum tímamótum.
Það á að baki sér aldarfjórðungs
sögu. Innan skamms heldur það
aðalfund sinn í 26. sinn. Það
hefir að mörgu leyti verið vin-
sælt félag. Það tók við sigling-
unum úr höndum frændþjóðar,
sem mergsaug landið og sýndi
öllum almenningi lítilsvirðingu
og ókurteisi í daglegum viðskipt-
um. Eimskipafélagið kom sem
þjóðlegur bjargvættur í þessum
efnum. Það hefir haft tvo ó-
venjulega duglega og óvenjulega
vinsæla forstjóra. Og öllum ís-
lendingum sem þekktu til gömlu
siglinganna, hefir verið sérstakt
fagnaðarefni að fara með þess-
um skipum með ströndum fram
eða til útlanda, heyra íslenzku
í mæltu máli og við stjórn skips-
ins, sjá röska menn við siglinga-
störfin og kurteist og ánægjulegt
þjónustufólk. Allt þetta og ýmis-
legt fleira hefir orðið til þess að
menn hafa valið Eimskipafélag-
inu ýms hlý gælunöfn. Og þeir
menn, sem talið hafa sig svo að
segja eiga félagið, hafa reynt að
koma þeirri trú inn hjá lands-
mönnum, að stjórn þessa félags
væri í öllum sínum aðgerðum
Nú mun það hafa áunnizt, að
Höjgaard & Schulz hafa fallið
frá að heimta veð í öðrum
vatnsréttindum en heita vatn-
inu á Reykjum og Reykjahvoli.
Ef Helgi Eiríksson og hans jafn-
okar hefðu um þetta fjallað, er
enginn vafi á því, að meira að
segja neyzluvatn bæjarbúa hefði
verið veðsett fyrir hitaveitu-
láninu
Ef til vill mest særandi fyrir
íslnezku þjóðina, er það ákvæði
Höjgaard & Schulz, að danska
ríkið taki 5% umboðsþóknun af
láninu, svo sem áður var greint,
þrátt fyrir allar ofannefndar
tryggingar.
En bæjarfulltrúanum Helga
Hermann finnst það vera hinn
mesti aumingjaskapur að taka
ekki þessum kostum með undir-
gefni hins sigraða manns, og án
allrar möglunar.
Hvar mundi komið viðreisn
þjóðarinnar í stjórnmálum og
fjármálum, ef við hefðum átt
marga slíka fulltrúa sem Helga
Hermann, í viðureigninni við
sambandsþj óðina ?
Sem betur fer, er slíkur aum-
ingjaskapur fáheyrður á síðari
árum, þegar um er að ræða við-
skipti vor við aðrar þjóðir.
Þá telur Helgi Hermann hina
mestu goðgá, að fundið skyldi að
óskeikul eins og páfinn. Þeir
hafa viljað láta líta svo út að öll
gagnrýni á stefnu forráðamanna
þess stappaði nærri landráðum.
II.
í notum þess, að hafa bjargað
íslendingum frá að þurfa ein-
göngu að treysta á danskar sigl-
ingar og fyrir að hafa gert þá
Dani sem nú sigla hér við land
prúða og hversdagsgæfa í allri
framkomu, hefir Eimskpafélag-
ið fengið ýmiskonar sérréttindi
Það hefir liggjandi í kassa um
eina milljón króna, sem er gróði
frá undangengnum missirum.
En nafn Eimskipafélagsins fyr-
irfinst ekki í hinni blóðugu út-
svarsskrá Reykjavíkur, þar sem
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga með rúmlega 100 þús-
uund króna skatta, og á það
þó eftir almannarómnum að
vera útsvarsfrjálst. Eimskip
borgar, að því er kalla má, enga
skatta til ríkis eða bæja og er
þó eina fyrirtækið, sem grætt
hefir mikið á íslenzkan mæli-
kvarða á síðustu árum.
Allur almenningur í landinu
hefir tekið þá landsföðurlegu trú
að halda skiptum sínum til Eim-
skipafélagsins. Undanteknir eru
því, að firmað H^jgaard &
Schulz setti enga tryggingu fyr-
ir því, að verkið yrði vel af hendi
leyst. Þegar þess er gætt, að hér
er um að ræða að koma upp
fyrirtæki, sem ekki á, svo vitað
sé, fullkomna hliðstæðu ann-
arsstaðar, og þess vegna ekki til
að dreifa neinni fullkominni
sérþekkingu á þessu sviði, þá
virðist það koma úr hörðustu
átt, þegar bæjarfulltrúi amast
við því, að hér yrði bót á ráðin.
En það fór líka svo, að firmað
Höjgard & Schulz féllst strax
á að ábyrgjast leiðslupípurnar í
átta ár, þegar bent var á þenn-
an agnúa tilboðsins, og liggur
ekkert fyrir um það, að samn-
ingamennirnir geti ekki fengið
fullkomnari tryggingar fyrir
framkvæmd verksins í heild
sinni.
Að sjálfsögðu eru allir Reyk-
víkingar á einu máli um nauð-
syn hitaveitunnar, en hitt má
telja mikla furðu, að nokkur
íslenzkur maður sé svo skapi
farinn, að hann kjósi að ganga
erinda erlends gróðafyrirtækis
og hafi í frammi lítilsvirðandi
ádeilur á þá menn, sem hér vilja
gæta hagsmuna almennings, og
yfir tekur að hann skuli gera
þetta meðan sendimennirnir
eiga í samningum um endur-
bætur á hinu umrædda tilboði.
YSír landamærin
1. Tilsýndar sá ma'ður fyrirsögn í
blaði kommúnista sem að efni var
á þessa leið: „Dagsbrún vann glæsi-
legan sigur í verkfallinu gegn meist-
urunum við húsasmíðar". Minnti þetta
á söguna um oflátunginn, sem spurð-
ur var um úrslit glímu, sem hann
hafði átt við mann: „Og ég lagði ’ann!
— ofan á mig“, sagði oflátungurinn.
2. Vísir, blaö hins nýja fjármála-
ráðherra, gerir sér far um að deila
á úrræði fyrverandi ríkisstjórnar í
fjármálum, innflutningshöftin, há-
tekjuskattinn og verzlunarfrelsi borg-
aranna að því er snertir hvort þeir
skuli frjálsir að því að skipta við kaup-
menn eða koma sér upp eigin verzlun-
um. Jafnframt reynir blaðið að gera
lítið úr þeim árangri, sem náðst hefir
um fjárhagsafkomuna á undanförnum
hættutímum. En leyfist að spyrja, hver
eru úrræði hinnar nýju fjármála-
stjórnar, að hverju eru þau frá-
brugðin stefnu fyrri stjórnar. Vill Vísir
ekki biða þar til hann getur bent á
hin nýju bjargráð og þá jafnframt
á árangurinn í opinberum málsgögn-
um. y+x.
þó ýmsir af meiriháttar gróða-
mönnum í verzlunarstéttinni, er
flytja mikið af vörum með er-
lendum skipum, af því þeir fá
miklu ódýrari farmgjöld. Þrátt
fyrir hina almennu trú á Eim-
skip, og þá skoðun að ekki ætti
að hafa aöra guði í siglingamál-
efnum, þá hefir sú venja kom-
izt á, að í stjórn félagsins hafa
af og til lent einna helzt þeir
menn, sem mest héldu sig
að útlendum leiguskipum.
Eitthvert mesta lán fyrir Eim-
skipafélagið er að hafa haft ó-
skiptan stuðning Sambandsins.
Það hefir verið langstærsti og
öruggasti viðskiptaaðili þess. Þó
undarlegt sé, hefir hluthöfum
þeim, sem koma á aðalfund, al-
drei dottið í hug að kjósa ein-
hvern af framkvæmdastjórum
S.Í.S. í stjórn félagsins, heldur
jafnan eingöngu fylgismenn
kaupmannastefnunnar. En frá
hálfu landstjórnarinnar hafa
tveir samvinnumenn, fyrst Hall-
grímur Kristinsson og síðar Jón
Árnason, verið skipaðir í stjórn
félagsins. Sambandið hefir ekki
látið þessa áberandi vöntun á
smekk frá hálfu hluthafafunda
hafa áhrif á viðskiptin. Hefir þar
jafnt komið til greina viður-
kenningin á hinni miklu menn-
ingarþýðingu félagsins, og viður-
kening á Emil Nielsen og Guð-
mundi Vilhjálmssyni, sem báðir
hafa í óvenjulega ríkum mæli
veriö duglegir fyrir hönd félags-
manna og sívinnandi þjónar al-
mennara hagsmuna.
III.
Þrátt fyrir vinsældir og viður-
kenningu, var Eimskipafélagið
svo sem vænta mátti á ýmsan
hátt barn þjóðar sinnar. Þjón-
ustufólkið var hlýlegt og gott,
en það var ekki komið á sama
veg og í löndum, sem hafa langa
siglingareynslu. Maturinn var
(Framh. á 3. síðu)
Páll H. Jónsson
Sönguríim og fólkið
^tminn
Þriðjjudatiinn 13 .júní
Sterkír flokkar
Sterkir flokkar eru lífsskil-
yrði, ekki aðeins fyrir lýðræðið,
heldur og fyrir sérhverja lýð-
frjálsa þjóð. Nægir í þessu efni
að vitna til Þýzkalands, þar
voru það hinir mörgu en mátt-
litlu flokkar, sem urðu lýðræð-
inu að fótakefli og ruddu naz-
ismanum braut.
Við þurfum heldur ekki langt
að leita, til þess að sannfærast
um þetta. Hefði Framsóknar-
flokkurinn ekki verið „sterkur
flokkur“ í Kveldúlfsmálinu á
þinginu 1937, þegar Héðinn og
þáverandi fylgismenn hans ætl-
uðu að misbeita þingvaldinu í
viðskiptamálum og láta ofstæki
og hefndarhug koma í veg fyrir
að lánstofnanir næðu til sín
tryggingum, sem að verðmæti
námu heilli miljón. Hefði Fram-
sóknarflokkurinn ekki verið
„sterkur flokkur" í gerðardóms-
málinu, þegar leysa þurfti hina
geigvænlegu sjómannadeilu á
vertíðinni 1938, og hefði hann
ekki verið „sterkur flokkur" í
vetur í gengismálinu, þegar báð-
ir ábyrgu flokkarnir til hægri
og vinstri, voru klofnir í málinu,
er hætt við að framleiðsluat-
vinnuvegirnir hefðu fengið litla
leiðréttingu mála sinna, og
minni áhuginn að búa skipa-
flotann til síldveiða, en nú á sér
stað.
Ef Framsóknarflokkurinn
hefði þá ekki verið sterkur
flokkur með þingrofsvald.ð í
annarri hendi og góðan mál-
stað í hinni, í hinum vanda-
sömu og mikilsverðu úrlausnar-
málum, hefði allt lent í glund-
roða og öngþveiti og engin úr-
lausn fengizt.
Og enn meir veltur á því nú
en fyr, að einmitt miðflokkur-
inn sé sterkur, þegar nábúa-
flokkarnir til beggja handa hafa
misst talsvert af fólki sínu út í
öfgastefnurnar, nazisma og
kommúnisma.
Framsóknarflokkurinn hefir
orðið að sjá á bak einum þing-
manna sinna. Þess vegna fer nú
fram aukakosning í Austur-
Skaf taf ellssýslu.
Er það að sjálfsögðu metn-
aðarmál fyrir Framsóknarflokk-
inn að hann haldi þessu gamla
og gróna Framsóknarkjördæmi.
En kosningin hefir enn meiri
þýðingu fyrir Framsóknar-
flokkinn.
Með atkvæði þingmanns Aust-
ur-Skaftfellinga hafði flokkur-
inn úrslitalóðið í neðri deild.
Með þessu atkvæði var flokkur-
inn þar nógu sterkur til þess að
geta ráðið málum, hvort heldur
sem hann vildi, með Alþýðu-
flokknum eða Sjálfstæðisflokkn-
um. Án þessa atkvæðis yrði þessi
mikilsverða aðstaða ekki fyrir
hendi.
Austur-Skaftfellingar vita vel
hvers virði Framsóknarflokk-
urinn hefir verið málstað hinna
dreifðu byggða. Þeir vita, að
enginn flokkur skilur betur
nauðsyn atvinnuveganna til
sjós og lands. Þeir verða að gera
sér grein fyrir hversu mikið
veltur á því, hvað snertir valda-
aðstöðuna á Alþingi og í lands-
stjórn, að Framsóknarflokkur-
inn haldi hvarvetna sínu og
bæti jafnvel við sig, hvar sem
til átaka kemur.
Ætla ekki Austur-Skaftfell-
ingar að láta á sannazt, að þeir
standi með sínum gamla flokki.
Eða á Framsóknarflokkurinn að
tapa kjördæmi og þar með jafn-
vægis- og úrslitaaðstöðunni í
neðri deild. Ætla þeir að auka á
glundroðann með því að kjósa
utanflokkamann.
Ætla þeir að veikja sterkan
flokk!
G. M.
Langt er síðan, að það var
viðurkennt, að söngurinn hefði
svo mikla þýðingu fyrir þjóð-
irnar, að sjálfsagt væri að ætla
honum allmikið rúm á stunda-
skrá skólanna. Hefir söng-
kennslan þar verið jöfnum
höndum til þess ætluð, að auka
áhuga fólksins og hæfni til þess
að syngja og verða skólanum
sjálfum mikilsverður þáttur í
hinu daglega lífi þar. Það er
með réttu litið svo á, að í hinu
daglega lífi fólksins sé söngur-
inn svo þýðingarmikill þáttur,
að þess vegna vérði skólarnir að
láta hann til sín taka. Hitt er
kannske ekki af eins mörgum
viðurkennt, en er þó dagsanna,
að söngurinn og söngmenntun
fólksins er undirstaðan að viður-
kenningu og skilningi á allri
æðri tónlist.
Öllum söng má í raun og veru
skipta í þrennt: hinn lærða ein-
söng, kórsöng og það sem kalla
mætti almennan söng eða ein-
raddaðan söng, og um hann vil
ég fara nokkrum orðum í þess-
ari grein.
Fyrir nokkrum árum var ég
staddur á héraðssamkomu í
einu nágrannalandi okkar, sam-
bærilegri við 17. júní héraðs-
samkomur þær, sem alloft eru
haldnar hér á landi. Á sam-
komunni voru 3—4 þús. manns.
Það vakti þegar athygli mína,
þegar ég sá dagskrána, að eng-
inn söngflokkur söng á samkom-
unni. Söngur var þó mikill. En
hann fór þannig fram, að text-
unum var dreift á milli fólksins,
hljómsveit aðstoðaði og söng-
kennari nálægs skóla stjórnaði
söngnum. Síðan söng fólkið með
mjög almennri þátttöku, ein-
raddað. Mér varð hugsað til
míns héraðs og varð að viður-
kenna það, að mjög erfitt, ef
ekki ómögulegt, hefði reynzt að
gera á þennan einfalda sjálf-
sagða hátt langflesta samkomu^
gesti beina þátttakendur í sam-
komunni.
Hér á landi mun það víðast
vera svo, að ekki séu haldnar
samkomur án þess að einhver
söngur sé þar um hönd hafður.
Svo er það a. m. k. þar, sem ég
þekki til. Allvíða hagar svo til,
að kostur er æfðra kóra eða ein-
söngvara, en þar sem svo er ekki,
er reynt að hafa almennan söng.
Sú sorglega reynsla mun þó
vera all víða fyrir hendi, að
þátttakan í slíkum söng er svo
lítil og léleg, að söngurinn verð-
ur verri en ekki neitt. Til munu
þeir staðir vera, þar sem alls
ekki er reynt að hafa nokkurn
söng um hönd á samkomum, ef
ekki er fyrir hendi kór eða ein-
söngur.
Nú er það ekki mín meining
að lasta það þó æfðir séu kórar,
og enn síður að þeim sé sómi
sýndur, með því að fá þá til að
syngja á samkomum. Sú söng-
félagastarfsemi, sem hér hefir
verið síðan eftir þjóðhátíðina
1874, er í mesta máta merkileg
og virðingarverð. Hefir- slikt
starf verið rekið með svo mikl-
um dugnaði og óeigingirni víða
á landinu, að til stór sóma er.
Ég vil þó nota tækifærið til þess,
að láta það álit í ljós, að ég tel
of mikla einhæfni í okkar söng-
flokkum, um of lögð áherzla á
karlakóra, en vanta tilfinnan-
lega blandaða kóra. En hvað
gott sem um þessa starfsemi er,
þá eru það vitanlega ekki nema
fáir, sem orðið geta þess að-
njótandi, að syngja í kórum, og
höfuð-verðmæti söngsins fyrir
fjöldann allan af fólki er ein-
mitt ekki það, að heyra söng,
heldur að syngja sjálft. Þá er
og mjög mikið af ýmiskonar
mannamótum þann veg farið,
að engir möguleikar eru á því
að hafa þar æfðan söng.
Það, sem fyrir hendi verður
að vera til þess að þátttaka fá-
ist í almennum söng er, að menn
kunni eitthvað af lögum og text-
um og að menn vilji taka þátt
í honum eða með öðrum orðum
skilji, að einraddaður söngur er
í sjálfu sér ekki gildisminni eða
ómerkari menningarlega skoð-
að heldur en kórsöngur. Hann
er allt annað. Og á sömu sam-
komunni geta farið mæta vel
saman kórsöngur og almennur
söngur. Ég hefði síður en svo
talið það til lýta á hinni áður-
nefndu erlendu samkomu, þó
þar hefði verið æfður söngflokk-
ur. En ég fann hve hin menn-
ingarlegu verðmæti í þátttöku
fólksins í söngnum voru ómet-
anleg og það voru þau, sem ég
saknaði svo mjög fyrir mitt hér-
að. Og ástæðan til þess, að þar
hefði verið mjög erfitt, ef ekki
ómögulegt að koma þessu til
leiðar, er ekki sú, að íslendingar
séu raddlaus þjóð og ósöngvin.
Úr því ástandi, sem er hér
rikjandi á sviði söngsins, er eng-
inn efi á að skólarnir eiga að
bæta, og geta bætt. Þar verður
að hefja víðtækar umbætur. í
barnaskólunum þarf að auka
kennsluna og bæta. Þar verður
að leggja undirstöðuna. Með
viturlegri aðferð og lægni, er
hægt að kenna hverju einasta
barni að syngja, sem á annað
borð er heilbrigt og sæmilega
viti borið.
Við barnaskóla í smábæ á Jót-
landi, sem margir kannast við,
Vejen, starfar einn duglegasti
og bezti barnasöngkennari Dana.
Hann byrjar að kenna börnun-
um söng 7 ára gömlum og lætur
ekkert barn sleppa úr, jafnvel þó
þau virðist eiga mjög erfitt með
að syngja, fremur en þeim börn-
um er sleppt við að læra lestur
og skrift, sem ekki eru í næm-
asta lagi á þá hluti.
Þegar komið er upp í efri
bekki skólans, er ekkert einasta
barn, sem ekki getur sungið, þó
vitanlega sé alltaf mikill mun-
ur á þeim beztu og þeim lökustu.
Hann lætur jöfnum höndum
syngja einraddað og í kór, en
takmark hans er fyrst og fremst
það, að búa börnin undir að
verða hæfir og dugandi þátttak-
endur í hverskonar söng, þegar
þau ná þroska. Og það er yfir-
leitt ekki hætta á því, að nem-
endur þessa ágæta manns verði
tregir til þess, að taka undir al-
mennan söng á samkomum og
mannamótum.
Sörensen er ekki sérfræðing-
ur í söng eða tónlist, og að mestu
sjáífmenntaður í þeirri grein.
Og þó hann sé meiri hæfileikum
og dugnaði búinn en söngkenn-
arar almennt, að gjöra má ráð
fyrir, þá er ég sannfærður um,
að þeir, sem við söngkennslu
skólanna fást hér á landi, gætu
komist miklu lengra í árangri
af sínu starfi en nú er, ef söng-
kennslunni væri yfirleitt meiri
sómi sýndur og þeim sjálfum,
kennurunum, enn betur Ijóst,
það almenna takmark, sem
söngkennsla í skólum hlýtur að
hafa.
í þau 6 ár, sem ég hefi verið
söngkennari við héraðsskóla,
hefir eftirfarandi samtal milli
mín og nemendanna all oft
komið fyrir:
„Hefirðu sungið í barna-
skóla?“
„Nei.“
„Hvers vegna ekki?“
„Kennarinn vildi ekki hafa
mig með.“
„Hvers vegna vildi hann ekki
hafa þig með?“
„Hann sagði ég syngi falskt."
Eða:
„Ég vildi ekki vera með.“
„Hvers vegna ekki?“
„Ég gat ekki sungið?"
Þeir nemendur, sem þannig
hafa þá trú, að þeir geti ekki
sungið, hvort sem sú trú er feng-
in gegnum kennara eða hún hef-