Tíminn - 13.06.1939, Síða 3

Tíminn - 13.06.1939, Síða 3
67. blað TjMEVN, |>r 138jndagiim 13. jiim 1939 267 B Æ K II R Vaka. Annað hefti Vöku er nýskeð komið út, í sama búningi og á fyrsta hefti þessa árs. Af grein- um þeim, sem í þessu hefti eru, skal sérstaklega vakin athygli á grein, er nefnist Hverjir eiga að spara, eftir ritstjórann, Valdimar Jóharinsson. í grein- inni er drepið á mörg þjóðfé- lagsleg vandamál, en einkum fjallar hún þó um launamál og skiptingu verðmætanna milli þeirra, sem sinna framleiðsl- unni, og hinna, er lifa af ýms- um fastlaunuðum störfum. Eru þar dregin fram ýms atriði, sem um of hefir verið gengið á snið við, þegar um þessi mál hefir verið fjallað hingað til, þannig að hlutur þeirra, er við fram- leiðslustörfin hafa fengizt, hefir verið fyrir borð borinn. Meðal annars ræðir Valdimar um evðsluhneigð ungra manna og einhleypra, sem gegna fast- launuðum störfum. Ber hann fram þá merkilegu tillögu, að viss hluti af föstum launum ein- hleypra manna, verði ekki út- borgaður til hlutaðeigenda, heldur lagður í banka til ávöxt- unar, og komi þá fyrst til út- borgunar, er aðili hefir kvong- ast og myndað sitt eigið heim- ili, eða að öðrum kosti við visst aldurstakmark. Með þessum hætti væri það tryggt, að marg- ir menn, sem annars hefðu ekk- ert handa á milli, ættu nokkur fjárráð til að mynda sitt eigið heimili, eða fjárfúlgu sér til viðurværis á elliárum sínum að öðrum kosti. Grein þessi öll er þess fyllilega verð, að henni sé mikill gaumur gefinn. )anmerkurskip — Ameríkuskip. Sumarskóli Guðspekinema verður haldinn að Þrastalundi frá 29. júní til 6. júlí. — Allar upplýsingar gefa Steinunn Bjartmarsdóttir, Freyjugötu 35, sími 3793, og Marta Indriðadótt- ir, Bröttugötu 3 A, sími 4944. Grænmeti. in. Spinat: Blöðin eru tekin af spinatplöntunni í garðinum um leið og þau skal matbúa. Gæt þess vel að hreinsa burtu öll ormétin blöð og skemmd. Þvo þau síðan vel úr mörgum köld- um vötnum. Bezt að láta renna af þeim í gatasigti. Spinat er á- gætis jurt, sem þyrfti að vera á hverju heimili. Spinat í jafningi. % kg. spinat, 3 1. vatn, 25 gr. salt, 40 gr. smjör, 30 gr. hveiti, 2 y2 dsl. rjómi, eða mjólk, 2 harðsoðin egg. Hreinsað spinat er sett í salt- að, sjóðandi vatn, og soðið í 5 —7 mín., fært upp í kalt vatn, síðan kalda vatnið látið renna vel af í gatasigti. Vatninu þrýst niður með sleif. Spinatið saxast á fjöl með hníf eða járni, og hveitið hrærist saman við það. Smjörið bræðist í gleruðum potti og spinatið látið þar ofan í, hrærist vel saman ásamt sjóð- andi rjómanum eða mjólkinni. Allt látið sjóða í 1 mín., og hrært í meðan sýður. Spinatið saltist eftir smekk, leggist upp á heitt fat, og harðsoðin, niðurskorin egg lögð ofan á til skrauts. Berist á borð með fiski, steiktu kjöti, eða saltkjöti. Spínatbúðingur. 200 gr. spinat, 50 gr. smjör, 40 gr. hveiti, 3 desil. mjólk, 3 egg, salt, pipar. Smjörið er brætt, hveitið hrært saman við og hreinsað, soðið, saxað spinat og mjólkinni smám saman hrært út í og lát- ið sjóða. Takist af eldinum, lát- ið kólna og eggjarauðunum hrært út í. Síðast eru hrærðar saman við stífþeyttar eggja- hvíturnar. Látið í smurt, eldfast form og steikt í heitum ofni í 20 mín. Borið strax á borð með hrærðu smjöri. J. S. L. Ágæt sauðatólg í skjjöldum og tnnnnm, til sölu. Samband ísl. samvínnufélaga Símt 1080. ir myndast með þeim sjálfum, taka ekki undir í almennum söng, hvorki í skóla eða utan. En það er hlutverk kennarans, að kenna barninu sem syngur falskt, að syngja ekki falskt, og börn eiga ekki að sleppa úr söng í barnaskólunum vegna tilbú- inna hugmynda um hæfileika- leysi fremur en úr lestri og skrift. í gagnfræða- og héraðsskól- um er að vísu ekki hægt að bú- ast við, að tveggja vetra nám geti gert söngfólk úr þeim, sem aldrei hafa reynt að syngja. Því síðar, sem byrjað er, því erfið- ara er það. En þó er enginn efi á því, að þar má ná miklum árangri. Hinsvegar held ég, að okkuT, sem haft höfum á hendi söngkennslu við slíka skóla, hafi yfirsést í því, að leggja of mikla áherzlu á kórsöng, en of litla á almennan einraddaðan söng. Mér er það a. m. k. ljóst, að ég hefi gert það. Ekki þannig, að ég álíti, að það eigi ekki að æfa kórösng í skólunum, það álít ég sjálfsagt, en það má ekki gleymast, að hið almenna takmark, sem söngkennslan hefir, er, að búa fólkið undir að verða þátttak- endur í söng við sem flest tæki- færi. Og sá maður eða kona, sem ekki er þess albúin að taka þátt í almennum söng með sín- um félögum við hin ýmsu tæki- færi, er ekki líklegt að verði dugandi kórfélagar heldur. Und- irbúningur skólanna getur að svo miklu leyti verið sá sami fyrir hvorutveggja, og hvoru- tveggja er svo þýðingarmikið fyrir þjóðina, að það á rétt hinn ar fyllstu tillitssemi. í stuttri blaðagrein er ekki hægt að ganga nánar inn á ýms atriði í sambandi við þetta mál. a. m. k. ekki að svo stöddu. En að lokum vil ég þó ekki láta hjá líða að taka fram, að tónlista þroski þjóðarinnar verður að byggjast á undirstöðu, sem lögð er í barnaskólunum og fram- haldsskólum þeirra. Á meðan þar er ekki ötullega unnið, með hagnýtri og vekjandi kennslu er ekki við öðru að búast, en að fólk loki fyrir viðtæki sín þegar útvarpið flytur æðri tónlist, sæki ekki söngskemmtanir og hljóm- leika, þar sem flutt er æðri tón- list, heldur fari á mis við flest þau verðmæti sem tónlistin hef- ir bezt að bjóða. Og slíkt ástand er menningarþjóð ekki sam boðið. Síðar gefst svo ef til vill kostur á, að fara nokkrum orð- um um almennan söng utan skólanna, nánar en hér er gert og eins um það, hvað helzt sé að gera til umbóta. En takmarkið er: söngur inn á hvert einasta heimili, inn hverja einustu samkomu, við vinnu, ferðalög og hvar sem ís- lenzkir menn og konur, með heilbrigðan hug og hendur, hafa aðstöðu til þess að syngja. Og sé því takmarki náð með vitur legu og hagnýtu starfi, rennur upp önnur öld á s^iði tónlista þroska þjóðarinnar. (Framh. af 2. síðu) allra óheppilegasta afkvæmi dansk-íslenzkrar menningar. — Hann var dýr, ákaflega óhent- ugur sjóveiku fólki og efnin að mestu keypt erlendis. Eitt sinn ætlaði fjárveitinganefnd að setja 3að að skilyrði fyrir styrk til fé- lagsins, að íslenzkar afurðir væru keyptar til fæðis skipshafnar og farþega. En því máli var þverlega synjað af forráðamönnum fé- lagsins og situr við það enn. Kaupgreiðslur til yfirmanna fé- lagsins hafa verið mjög frek- legar og allt öðruvísi en hjá rík- inu. Rekstur félagsins hefir verið vinsæll, en dýr. Dýrtíðin í Rvík hefir að sjálfsögðu sett sitt mark félagið og starfsemi þess. — Farmgjöldin hafa verið nokkuð há, svo há, að sumir af stjórnar- mönnum hafa talið það alveg sjálfsagða búmannsskyldu, að senda mikið af þungavöru verzl- ana sinna til landsins og frá landinu með erlendum skipum, og með erlendri skipshöfn. í augum manna sem standa utan við félagið, sem velviljaðir áhorfendur, mátti telja einsætt, að félagið ætti ekki að láta sér nægja sín litlu en góðu skip, eins og „Fossa“ þá, er það hafði látið smíða. Auk þeirra mátti telja sjálfsagt að kaupa vöru- skip, og hafa í förum, fyrst og fremst með þá vöru, sem lands- menn þurftu að flytja, og þar næst í erlendum siglingum. Hér skorti ekki ágæta sjómenn, bæði skipstjóra og háseta. Enginn vafi er á, að íslendingar geta að því er manndóm og mannval snert ir, fullkomlega staðið Norð- mönnum á sporði. Og þar sem Eimskipafélagið hafði bak við sig mikla velvild, skattfrelsi í allar áttir og gat valið úr hinum vöskustu sjómönnum, þá mátti telja eðlilegt verkefni, að það tæki sér til fyrirmyndar hina miklu sægarpa, Norðmennina og reyndi að koma upp siglinga- flota, þó að þar í væru eins og í Noregi, nokkuð af gömlurn og ódýrum skipum. Ekkert af þessu var gert. Á sama hátt eins og Reykjavík eyddi seglskútum sínum, og fækkaði togurunum, en byggði í þess stað hverja vill- una annarri glæsilegri, þannig sýndist forráðamönnum Eim-1 skipafélagsins ekki ráð aö fjölga skipastól félagsins eftir fordæmi venjulegra gróðafélaga í Noregi, heldur varð það hugsjón margra af hinum mætustu mönnum fé- lagsins, að byggja nú til ferða milli Danmerkur og íslands nokkurskonar fljótandi „villu“. Eimskipa,félagið setti sér það takmark, að halda aldarfjórð- ungsafmæli sitt, með því að láta smíða veglegt skip til að halda uppi föstum ferðum milli Dan- merkur og íslands með viðkomu í Englandi. Skipið átti að geta farið milli Reykjavíkur og Leith á rúmlega tveim sólarhringum, og hafa gott farrými fyrir 200 menn. Hálft skipið var til vöru- flutninga, þar af allmikið kæli- rúm. Þvílíkt skip hefir marga góða kosti, Það er fallegt á að líta. Það fullnægir metnaði þjóðar- innar um farþegaskip. Það er fljótt milli landa og sparar ferðamönnum miklar veikinda- þjáningar. Auk þess myndi það gera léttara fyrir erlenda menn að koma til landsins. En einn galli er á þessum góða grip. Hann myndi verða mikið tekjuhallafyrirtæki. Hann myndi kosta ísland, félagið, landið, eða þá sem senda með því vörur, 1000 kr. í hreint tap hvern einasta af hinum 365 dög- um ársins. Menn kynnu að ímynda sér að þetta tap stafaði af óstjórn á rekstrinum, en svo er ekki. Skip af sama tagi sem Norð- menn hafa í siglingum yfir Norðursjóinn, tapa stórfé árlega, sem ríkið bætir, eða skip félags- ins vinna upp á vörukoppum sínum. En þessi skip draga ferðamenn til Noregs, og þau fullnægja metnaði þjóðarinnar. Og Norðmenn eru nógu ríkir til að geta staðizt útgjöld við nokk- ur farþegaskip, sem rekin eru með tapi. Hvort íslendingar eiga að byrja á slíku fyrirtæki ein- mitt nú, er áreiðanlega meira en vafasamt. ir. I sumar sem leið eða haust sneri félagsstjórnin sér til þá- verandi ríkisstjórnar með ósk um aö stjórnin tryggði félaginu mjög ríflegan styrk, ef það réðist í að byggja þetta skip, auk hinna eldri hlunninda. Stjórnin taldi geta komið til mála að mæla með styrk til hins nýja skips, ef gjald- eyrisástæður leyfðu, og ef rekst- ur skipsins sýndist horfa álitlega við þjóðarbúinu. Nokkru eftir nýár fer forstjóri félagsins í ferð um England, Holland og Danmörku, að leita fyrir sér um hentug lán og tilboð í hið nýja skip. Vann hann með elju að þessu máli seni vænta mátti og fékk ýms fremur álitleg lánstilboð. En bezta tilboðið að byggja skipið fékk hann í Kaup- mannahöfn. Með núverandi gengi mun verð þess nema nokk- uð á fimmtu milljón króna. Upp í það á félagið a. m. k. eina mill- jón króna 1 íslenzkum pening- um. Stjórn félagsins mun hafa komið til hugar að selja Gullfoss úr landi og láta andvirðið ganga til smíðis á hinu nýja skipi, sem yrði þá öndvegisskip íslendinga á siglingaleiðinni milli ríkja Danakonungs. Félagsstjórnin var yfirleitt hlynnt þessari skipsbyggingu. Hún ráðfærði sig ekki nánar um málið við ríkisstjórnina, eða Al- þingi. Heldur ekki við Lands- bankann, sem er aðalviðskipta- banki félagsins. Fyrrverandi atvinnumálaráð- herra mun hafa álitið þetta ó- þarflega einhæf vinnubrögð. Skömmu áður en hann lét af völdum, kallaði hann tvær þing- nefndir til sín upp í stjórnarráð og skýrði þar gang málsins. — Flestir þingmenn, sem töluðu á þessum fundi, álitu ótímabært að byggja þetta mikla farþega- skip einmitt nú. En einn merkis- maður úr Sjálfstæðisflokknum mælti mjög eindregið með mál- inu. Eftir þennan fund ritaði Skúli Guðmundsson bréf, fyrir hönd þáverandi ríkisstjórnar um málið, og taldi sig ekki geta mælt með af fjárhagsástæðum, að ríkið veitti þann mikla fjárstyrk sem með þurfti í rekstur þessa skips. Með þessu bréfi hafði rík- isstjórnin neitað að fallast á grundvöll félagsstjórnarinnar. En svo sem að líkindum lætur, hafði félagsstjórnin jafnan talið sér ókleift að byggja svo stórt og mikið farþegaskip, með vísum tekjuhalla, nema ríkið væri samningsbundið með mikinn styrk. Skömmu áður en hér var kom- ið sögunni, hafði Guðmundur Vilhjálmsson símað stjórn fé- lagsins að hann gæti fengið samkvæmt útboði hið mikla mannflutningaskip, sem yrði 320 fet á lengd, eða vöruskip, sem væri 265 fet á lengd með litlu farþegarúmi á þilfari. Þessi viðbót mun hafa komið af því, að á stjórnarfundi í félaginu hafði fulltrúi ríkisins, Jón Árna- son, mælt eindregið gegn því að kaupa farþegaskip, en vildi auka ffotann með ódýrum skipum. Hafði þá orðið að samkomulagi í nefndinni, að forstjórinn mætti festa „númer“ í áðurnefndri (Framh. á 4. síðu) Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Húðir og skinn. Ef bændnr nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKIM, sem falla til á heimilnm þcirra, ættu þeir að biðjja KAUPFÉLAG sitt að koma þessnm vörnm í verð. — SAMBAJVD ÍSE. SAMVINIVUFÉLAGA selnr AAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KALFSKITVA, LAMB- SKIAA og SELSKIAA til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUAAR. - AAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐm og K ALFSKIAA1 er bezt að salta, en g'cra verðnr það strax að lokinni slátrnn. Fláningn verðnr að vanda scm bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unum, bæði úr holdrosa og hári, áðnr en salt- að er. Góð ©g hreinleg meðferð, á þessnm vörum sem öðrnm, borgar sig. Til tækifærisgjafa Schramberger heimsfræga kunst KERAMIK Handunninn KRISTALL. K. Eínarsson & Björnsson Bankastræti 11. IJtgerðarmeim! Ennþá eigum við óseldar nokkrar tunnnr af ágætu, STÓRHÖGGAU DILKA- OG SAUÐAKJÖTI. Kaupið til síldveiðanna það kjöt, sem ör- uggt er að geymist óskemmt sumarlangt. Samband ísl.samvínnuíélaga Sími 1080. Lesid og útbreiðið T í M A N N 84 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 81 IV. Eimskipafélagið hefir um nokkur ár haft þessa skipsbygg- ingu í undirbúningi og látið gera af skipinu uppdrætti og áætlan- því, hvað Bob Prescott hefði gert hon- um. Molly tók eftir glóðarauga og skrámu á annari kinni. Hún var hálffegin þessu.M — Svo Bob fór að gera athugasemdir 3 við að þú hafðir skilið systur hans eftir í bylnum. Það virðist næstum einkenni- legt. — Hann er stærri en ég, sagði Jim ólundarlega. — Ég segi þér einu sinni enn, að ég skildi þig ekki eftir. Ég snéri við til að gá að þér. — Bob er átján ára, en þú tuttugu og þriggja. Það er leitt að hann skyldi berja þig. Komstu annars til þess að ég gæti aumkvast yfir þig? — Þú veizt til hvers ég kom, Molly. Ég vil losna undan þessu, ég vil að þú skiljir þetta allt. Ef þú segir að þetta hafi ekki verið mér að kenna, hætta allir að láta eins og ég sé eitthvert afhrak. Ég veit ekki um hvað er að sakast við mig. Ég fór auðvitað, ég hélt að þú værir á eftir mér. En þegar ég varð var við að svo var ekki, snéri ég við og leitaði. — En þá vorum við Taylor lögð af stað, sagði hún spottandi. — Var hann — var hann vondur við þig? Ef hann hefir ekki verið eins og hann átti að vera, skaltu segja mér það og ég skal hefna þess á honum. — Ég væri hrædd um að þú mundir — Eg er reiðubúin að hlusta á vitna- leiðslurnar. — En ég er ekki jafn fús á að láta þig heyra þær. Þessi hæðna þrjóska lokaði öllum leiðum fyrir henni. Vonbrigðin drógu úr reiði hennar og á því sá hún, hversu mjög hana hefði langað til að hann réttlætti sig. Það var rétt hjá honum að hún fyrirleit hann ekki, ekki í neinni alvöru að minnsta kosti. Það var eitt- hvað það við hann, sem gerði betur en vega á móti aðstæðunum. Hann var harður, gat verið lögbrjótur, jafnvel glæpamaður, en hann var ekki óþokki. Hún fann að hún var að linast í sókn- inni og ásetti sér, að láta hann ekki verða þess varan. — Ágætt, mér er alveg sama, sagði hún. Þetta var auðvitað ósatt. Hún hafði ekki um annað hugsað en þennna mann, síðan þau fyrst hittust. Hún hafði alið á reiði sinni og leitaði að ástæðu til að fyrirlíta hann. Hann hló hranalega. — Alveg sama, ha? Ég skal segja þér dálítið, frú Katharína. Þú hefir eytt klukkustund eftir klukkustund í leit að leið, til að jafna reikninginn við mig. Ég vil ekki segja þér nákvæmlega hversu oft þú hefir bitið saman þessum fallegu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.