Tíminn - 15.06.1939, Síða 4

Tíminn - 15.06.1939, Síða 4
272 TÍMOny, fimmtiirtagiim 15. jiiní 1939 68. blað MOLAR Ríkisverndari Bœheims og Má- hren, von Neurath, hefir flutt frá höllinni Hradshin og býr nú á gistihúsi. Sú saga gengur með- al Tékka, að Masaryk sálugi hafi gengið aftur og ákaft varað von Neurath við því að kúga Tékka, og þess vegna hafi hann ekki getað haldizt við í höllinni. Þetta er auðvitað aðeins draugasaga, en liún er ákaflega útbreidd bœði meðal þeirra, sem trúa henni og hinna, sem ekki trúa henni. Sagan er líka mjög merki- leg fyrir það, að hún sýnir um- talið á bak við tjöldin, og það, hvað fólkið brýtur heilann mikið um viðhorfið til Þjóðverja. Það er og víst, að andi Masaryks lifir í tékknesku þjóðinni, þótt ólík- legt sé, að hann gangi Ijósum logum. * * * Fágœt atkvœðagreiðsla fór fram nú fyrir skömmu i New York. 50 þús. giftra kvenna og karla létu í Ijósi álit sitt um tengdamóðurina. Syurningin, er sett var fram, var svohljóðandi: Fellur yður vel við tengdamóður- ina? Af konunum sögðu 92% já, en 51% karlmannanna sögðu nei. * * * Skrítinn atburður gerðist í Paris fyrir skömmu siðan. BUnd- ur beiningamaður, horaður og aumlegur ásýndum, hefir lengi haldið sig fyrir framan St. Ger- main de Pres kirkjuna. Einn prestanna komst svo við af út- liti betlarans, að hann lánaði honum stól til að sitja á. Bein- ingamaðurinn fór œtið heim til sín í strœtisvagni, og þar var hann ekki vel liðinn, þar eð hann lét rigna ókvœðisorðum yfir hvern þann mann, sem kom ná- lœgt honum. Um daginn fór vagnstjórinn eitthvað að skipta sér af honum. Betlarinn flaug þá á hann og beit hann í kinn- ind. Vagnstjórinn kallaði á lög- regluna og farið var með þá báða til lögreglustöðvarinnar. Úrslit málsins urðu þau, að hin- um blinda beiningamanni var gert að greiða 4 franka, þ. e. borgun fyrir að kallað var á lög- reglubifreið. Máttu þetta heita góð málalok fyrir beininga- manninn, en hann neitaði samt að borga, og sagðist enga pen- inga eiga. Lögregluþjónarnir leituðu þá á honum og fundu leðurpoka, sem hann hafði í snúru um hálsinn. í pokanum voru 250 þús. frankar. Lögreglu- þjónarnir tóku 4 franka, en létu betlarann hafa afganginn, eða 249,996 franka. Ætti þetta að nœgja honum í framtíðinni, sér- staklega ef hann heldur áfram sinni fyrri iðju frammi fyrir kirkjunni. * * * Gibraltar-viginu er nú veitt töluverð athygli, og er það mjög að vonum, eins og á stendur um stjórnmál á Spáni. Það er ekki úr vegi að rifja nokkuð upp ein- stök atriði úr sögu Gibraltar, og þá einkum hersögu þess. Á fyrri hluta miðalda voru mikil átök um Gibraltar milli Mára og Spánverja. 1540 undirbjuggu sjó- rœningjar í Algier árás mikla á Gibraltar, og hugðust með því að tli BÆJVUM F. U. F. efnir til útilegu að Þingvöllum um helgina, ef veður leyfir. Verður lagt af stað á laugardagskvöld og komið aft- ur til bæjarins á sunnudagskvöld. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í förinni, skulu sem fyrst tilkynna það á skrif- stofu Tímans, sími 2353. Kaffi og syk- ur verður sameiginlegt, en menn sjá sér sjálfir fyrir nesti og drykkjarílát- um, svo sem venja er. Séð verður fyrir tjöldum þeim, sem þess óska, og er æskilegt að menn láti vita um hvort þeir hafa tjald sjálfir, um leið og þeir tilkynna þátttöku sína. Slys. Það slys vildi til að afliðnu nóni á þriðjudaginn hér í Reykjavík að Finn- bogi Kristófersson frá Galtalæk í Rangárvallasýslu varð fyrir bifhjóli og fótbrotnaði. Var Finnbogi á gangi, ásamt öðrum manni, er tveir menn á bifhjóli komu á móti þeim og varð þá Finnbogi fyrir hjólinu. Var hann fyrst fluttur á sjúkrahús og þar gert að meiðslunum, en síðan var hann fluttur til fólks þess, er hann dvelur hjá hér í bænum. Síldarafli hefir ennþá enginn orðið fyrir Norð- urlandi svo teljandi sé. Hafa aðeins tvö herpinótaskip lagt afla á land, en það eru þau Dagný frá Siglufirði með 370 mál og Helga frá Hjalteyri með um 100 mál. Síldveiðiskip eru alltaf að streyma til veiðisvæðanna. Norrænt stúdentamót verður haldið i Osló dagana 23.-27. þ. m. Héðan fara 13 stúdentar á mót þetta, en nokkrir eru erlendis, bæði í Noregi og Danmörku, svo alls verða rúmlega tuttugu íslenzkir stúdentar á mótinu. Á undan stúdentamótinu sjálfu verður haldið mót læknanema, og geta íslenzkir læknanemar, en þeir eru nokkrir í hópi stúdentanna, sem héðan fara, tekiö þátt í því, þar eð þeir verða komnir til Osló tveim dögum áður en mótið hefst. Alls munu þátttakendur í stúdentamótinu verða nær tveim þús- undum. Fararstjóri íslenzku stúdent- anna er Einar Magnússon mennta- skólakennari. „Selfoss" fer á laugardag 17. júní um Vestmannaeyjar til Antwerpen. Brúarfoss“ fl fer á mánudag 19. júní um Vest- mannaeyjar til Grimsby og Kaupmannahafnar. ná lyklavöldum að Miðjarðar- hafi. Spánverjar komust að ráða gerðinni í tœka tið og sjórœnihgj- arnir guldu afhroð mikið. Sam- einað lið Hollendinga og Eng- lendinga tóku Gibraltar, undir stjórn Sir George Rooke árið 1704. Siðan hefir Gibraltar verið í eigu Englendinga. Árin 1779— 83 sátu Frakkar og Spánverjar um Gibraltar, en 7000 Englend- ingar vörðu vígið. Höfðu þeir verið þvínœr matarlausir í mán- uð, er umsátinni lauk með þvi, að Englendingar létu Spánverja hafa nýlendur sinar á Florida fyrir Gibraltar. Spánverjar töp- uðu aftur þessum nýlendum í frelsisstríðinu. K. R. og Víkingur mefstaraflokkar. Kappleikur á íþróttavellmum I kvöld kl. 8.30. KOMIÐ og s jáið FRITZBUCHLOH í markl Víkings. BiinatSarbankmn tíu ára. (Framh. af 1. siöu) bú á Akureyri seint á árinu 1930 og lagði fram sem stofnfé þess 300 þús. krónur. Síðan hefir stofnféð verið aukið um 200 þús. krónur. Sparifjárinnstæður útibúsins um síðustu áramót voru 145 þús. krónur. Skuldlaus eign Búnaðarbank- ans var í árslok: 1930 ..... 4 milj. 860 þús. 1938 ..... 8 — 375 — Teiknistofan. Ein mjög þýðingarmikil starfsgrein, sem bankinn starf- rækir, er Teiknistofa landbún- aðarins. Henni veitir forstöðu Þórir Baldvinsson. Vinna þar, auk forstöðumanns, tveir fastir starfsmenn og aðstoðarmenn eftir þörfum. Af því sem nú hefir verið greint, verður að álykta, að Bún- aðarbankinn hafi fyllilega látið þær vonir rætast, sem tengdar voru við stofnun hans í upp- hafi. Aðalbankastjórar Búnaðar- bankans hafa verið Páll E. Óla- son, Tryggvi Þórhallsson og Hilmar Stefánsson. En aðstoðar- bankastjórar til ársloka 1937 voru þeir Bjarni Ásgeirsson og Pétur Magnússon. Er bankanum nú flutt sú ósk, að hann í framtíð megi jafnan reynast styrk stoð hinum far- sæla atvinnuvegi, landbúnað- inum, og megi með honum bless- ast og blómgvast. Á víðavangl. (Framh. af 1. síðu) að fullu liði. Það er svo um margt stritið og stríðið, að ekk- ert gengur, nema tekið sé á með karlmennsku, barizt með hnú- um og hnefum. Og það er þess- vegna sem mér finnst svo bjart og vistlegt hér á íþróttavellin- um; íþróttirnar stæla vöðvana, styrkja heilsuna, magna kjark og áræði; drengirnir okkar, sem alast upp á íþróttavellinum, þeir eru manna líklegastir til að nema landið á ný, elska landið, græða landið, ganga þar fram, sem erfiðast er og berjast með hnúum og hnefum. Verið því velkomin, og vitið fyrir víst, að þessi nýgirti íþróttavöllur hérna i höfuðstaðnum, — hann er einn fegursti sólskinsblettur þessa blessaða lands.“ Þannig lauk Guðm. Björnsson ræðunni, sem vígði íþróttavöll en fjallaði um bæjarskóg! Ifrefnar léreftstuskur k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1D. 86 William McLeocL Raíne: Flóttamaöurinn frá Texas 87 Ný flughöfn við Oslo. (Framh. af 1. siöu' göngur innanlands, en hafa ekki ennþá vélar eða menn til þess að taka að sér millilandaflugið, enda láta þeir útlendinga sjá um það. Hollenska flugfélagið hefir tekið að sér flugið milli Oslo og Amsterdam, með holl- enskum vélum og hollenskum flugmönnum, en Noregur kostar þó flugið að hálfu. Danir hafa tekið að sér flugið milli Kaup- mannahafnar og Kristiansand, og fá ákveðna fjárhæð fyrir starfrækslu þess. Enda getur það ekki haft nema gott eitt í för með sér fyrir Noreg, að Dan- ir starfræki fastar flugferðir, sem hljóta að leiða af sér all- mjög aukinn ferðamannastraum frá Þýzkalandi, því þangað liggja flugleiðir þeirra. Þessi að- ferð mun og verða Norðmönnum kostnaðarminni til að byrja með, þótt þeir verði að greiða nokkra fjárhæð fyrir þessar samgöng- ur. Það er auðvitað takmark Norðmanna að annast sjálfir flugsamgöngur við önnur lönd, með norskum mönnum og norsk- um vélum. Hver og einn getur sagt sér sjálfur, ef hann hug- leiðir dugnað þeirra, t. d. í sigl- ingum. Og nú er flughöfnin tek- in til starfa, en hún er frumskil- yrði þessa. En það er að færast nokkuð mikið í fang, að taka þetta allt í einu, og þessvegna er það að þeir láta útlend félög annast flugferðirnar fyrst um sinn. Norðmenn fara hér eftir fyrirfram ákveðinni áætlun, og þeir ná áreiðanlega takmarki sínu. “""““GAMLA EÍÓ"'0*"0—0* Fornmonja- prófessorinn. Sprenghlægileg og framúr- skarandi spennandi ame- rísk gamanmynd, frá Para- mount-Harold Lloyd Pro- duction. — Aðalhlutverkið leikur hinn ódauðlegi skopleikari HAROLD LLOYD, er síðastl. 20 ár hefir verið vinsælasti gamanleikari heimsins, og er þetta 500. hlutverkið hans og um leið það langskemmtilegasta! >—~*°-0*NÝJA bíó“—" „Alexander’s Ragtiine Band“ Stórfengleg og hrífandi skemmtileg músikmynd frá FOX FILM, þar sem á- horfendum gefst kostur á að heyra 27 af vinsælustu lögum eftir frægasta tízku- skáld veraldarinnar IR- VING BERLIN. — Myndin gerist á árunum 1911— 1939. — Aðalhluv. leika: TYRONE POWER, ALICE FAYE og DON AMECHE. Ópernsöng'vari Steián Guðmundsson syngur í Gamla Bíó á kvöld kl. 7.15 ineð aðstoð Árna Kristjánssonar píanóleikara Pantaffir aðgöngumiðar, sem ekki hafa verið sóttir, seldir öðrum. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HUÐIR og SKIM, sem falla til á lieimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessnm vörnm í verð. — SAMBAJYD ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selnr NAUTGBIPA- HÚÐIB, HBOSSHÚÐIR, KÁLFSKFVIY, LAMB- SKINN og SELSKLYN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRIR TIL SÚTUNAR. - NAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLI SKINTV er bezt að salta, en gera verðnr það strax að lokinni slátrun. Fláningn verðnr að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- iininii, bæði úr holdrosa og hári, áðnr en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessnm vörum sem öðrum, borgar sig. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Niðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Reykhús. — Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niffursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Egg frá Eggjasölusamlagi Rcykjavíkur. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um fyrir hann og fyrir, að hann skyldi vilja tala um ást við hana og sýna jafnframt að hann væri aumingi. Heimska hans virtist leggja áherzlu á ómennskuna, sem hann hafði gert sig sekan um. Molly var alin upp í hinu vilta vestri og það krefst þess enn, fyrst og fremst, af íbú- um sínum, að þeir sýni hugrekki. Að hafa áræði var kostur, en að hafa það ekki var óbætanlegur ókostur. Hann duldi ósigur sinn með stærilæti. — Gott og vel, ef þú ætlar að haga þér þannig, sagði hann drembilega. — Þanig ætla ég einmitt að haga mér. — Þú hefir alltaf sett þig á háan hest, eins og þú værir drottningin af Saba, eða eitthvað þess háttar, sagði hann gremju- lega. — Var hún nú líka þannig, spurði Molly sakleysislega. Hann þaut út úr herberginu í reiði og nú var stærilætið gleymt. 10. KAFLI Það var ánægjulegt að hvíla sig í setu- stofunni á Quarter Circle XY. Molly hafði séð um búnað stofunnar. Hún hafði ráðgast við húsbúanda frá Denver og árangurinn var ágætur. Svipur gluggatjaldanna fór mjög vel við hús- gögnin og geysistóran arininn í öðrum enda stofunnar. Jane Macmillan sat í hægindastól og prjónaði. Hún var af gamla skólanum og leið betur ef hún hafðist eitthvað að. Walsh var við spilaborðið og lagði kapal, en Taylor sat nærri arninum og las í bók. Molly var fjórða mannveran í stof- unni. Hún var á eilífu flökti, eirðarlaus, ýmist að fikta við útvarpið, eða hún staðnæmdist snöggvast, til að horfa á kapalinn hjá Walsh. Taylor horfði ekki á hana, en hann var greinilega var nærveru hennar. Fjör hennar fyllti herbergið, hún var létt í svifum og bar sig tígullega, göngulagið var fjörugt og ákveðið. Taylor fannst að María Skotadrottning myndi hafa borið sig þannig, er hún gekk inn í and- dyri Hollyroad, þegar hún heillaði Chastelard. Taylor brosti með sjálfum sér, er honum datt þetta í hug. Hann veitti henni óþægilega mikla athygli. Honum féll hún ekki vel í geð og hon- um mislíkaði framferði hennar alger- lega. Hún var eigingjörn, skemmd af ofmiklu dálæti og villt. Þó var það sjald- gæft að finna, meðal kvenna, slíkan járnvilja, svo ákveðna og ósveigj anlega einbeittni, sem fór svo dásamlega sam- an við mýktina í fari hennar. Hon- um datt ekki í hug að verða ást- fanginn í henni. Hann myndi, síst allra, vilja giftast henni, og er það þó allt land. Sumargestlr sveitaiina (Framh. af 3. síöu) sveitirnar líka. Þetta fólk er helzt á ferðinni um helgar. Má þar sjá málverk með ýmsum litum. Einnig fölleita pilta og veiklulega. Þetta fólk er þrótt- laust að sjá og manndómslítið. En Bakkus er með í förinni og bætir hann upp manngildið. — Þetta fólk stundar ekki útileg- ur eða íþróttir sér til þroska. En á aflíðandi laugardögum og sunnudögum safnast það í bíla sína og ekur út í sveitirnar. Það spyrst fyrir, hvar dans- skemmtanir muni vera og þang- að er svo haldið. Þar unir það sér í góðu næði, því enginn er til eftirlits. En gestrisni heima- fólks er mikil og ekki um það fengist, þó siðferði gesta sé ekki á háu stigi. íslenzkar sveitastúlkur hafa enga Pólverja eða Kínverja til að veita blíðu sína eins og stall- systur þeirra í höfuðstaðnum. En þessir gestir munu áreiðan- lega vera skör lægri en þeir út- lendu í allri framkomu. N. Aðalfundur Sjóvátryggingarfélags íslands h.f. verður haldinn á skrifstofu félagsins mánudaginn 26. júní kl. 2 e. h. Reikningur félagsins fyrir árið 1938 liggur frammi frá í dag, til sýnis fyrir hluthafa. Reykjavík, 14. júní 1939. STJÓRNIN. TilkynnÍDg Ég undirritaður tilkynni hér með, að ég hefi flutt bakarí mitt frá Vesturgötu 14 í "Þingholtsstræti 23, og vænti ég þess, að viðskiptavinir mínir haldi viðskiptum áfram. Virðingarfyllst. S. Jensen, Þingholtsstræti 23. — Sími 4275.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.