Tíminn - 01.07.1939, Side 2

Tíminn - 01.07.1939, Side 2
298 TfollM, lawgardaginm 1. júlí 1939 75. blað ‘gtmtnn Luugardayinn 1. jjúlí Lausn hita- veitumálsíns Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hefir borgar- stjóri fyrir nokkru gengið frá samningum við firmað Höjgaard & Schultz um lagningu hita- veitunnar frá Reykjum. Er ráð- gert að verkið verði hafið í september næskomandi og að því verði lokið um áramótin 1940 —41. Áreiðanlega munu allir Reyk- víkingar fagna framkvæmd þessa verks, og utan Reykjavík- ur ríkir fullur skilningur á því, að hitaveitan sé ekki hagsmuna- mál Reykvíkinga einna, heldur allra landsmanna, þar sem hún mun spara stórfé í erlendum gjaldeyri innan tiltölulega skamms tíma. Það væri freistandi nú, þegar hitaveitumálið er leyst, að rifja upp afstöðu stjórnmálaflokk- anna til þess, bæði fyrr og síðar. Að sinni verður þó látið nægja, að minna á það, að með lausn málsins hefir verið hrundið tveimur aðalstoðum Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórnarkosn- ingunum 1938. í fyrsta lagi var því hald,ið fxam af Sjálfstæðisflokknum, að Framsóknarmenn og Jafnaðar- menn væru fjandmenn málsins og vildu tefja fyrir því á allan hátt. Sjálfstæðisflokkurinn kom með málið inn í kosningabar- áttuna mjög illa undirbúið, svo ekki var hjá því komist, að gagn- rýna það. Þessa gagnrýni notaði flokkurinn síðan sem sönnun þess, að andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins væri á móti málinu! í öðru lagi var því haldið fram af Sjálfstæðisflokknum, að borg- arstjórinn væri búinn að útvega hagkvæmt lán til hitaveitunnar og þyrfti Reykj avíkurbær hvorki að njóta aðstoðar ríkisins eða bankanna í þeim efnum. Aðstoð ríkisins væri líka einskis virði, því Eysteinn Jónsson væri búinn að skapa slíkt álitsleysi á fjár- hag þess. Hinsvegar væri hagur Reykjavíkur í slíkum blóma, að borgarstjórinn væri búinn að út- vega lán ríkisábyrgðarlaust! Þessu hvorttveggja hefir nú verið hrundið eins greinilega og verða má. Það hefir meira að segja orðið hlutskipti Sjálfstæö- isflokksins að (Jmerkja þessar fullyrðingar sínar. Eftir að hafa fullreynt, að hann gat ekki leyst málið einn, bað hann andstæð- ingana um hjáip. Hann varð að viðurkenna, að málið yrði ekki leyst, nema með aðstoð þeirra, en hún var vitanlega óhugsandi, ef þeir voru málinu andvígir. Hann varð að játa, að skrif flokksblaðanna um glatað láns- traust ríkisins, hefðu verið ó- sæmilegar kosningablekkingar og engir möguleikar væru til þess að fá lán handa Reykja- víkurbæ, án ríkisábyrgðar. Aðalvopn Sj álfstæðisf lokks- ins í bæjarstjórnarkosningun- um 1938 hafa þannig verið mulin mélinu smærra og það er flokkurinn sjálfur, sem hefir orðið að gera það. Slíkt má vissulega nefna kaldhæðni ör- laganna. Það mun skyggja nokkuð á gleði sumra yfir hitaveituláninu, að það er mjög óhagstætt og hitaveitan verður því dýrari en ella. Eru þetta mönnum meiri vonbrigði, sökum þess, að hita- yeitan virðist fjárhagslega mjög alitlegt fyrirtæki. Vafalaust má rekja til þessa ýmsar orsakir, en i augum flestra mun sú þykja einna veigamest, að ekki skyldi vera reynt í upphafi að hafa ríkið og bankana í ráðum og leitast við að skapa samvinnu flokkanna um málið. En það átti ekki samleið með framangreind- um kosningavopnum Sjálfstæð- isflokksins og þess vegna var sú leið ekki farin. Hún hefir þó reynzt óhjákvæmileg að lokum, og hefir það vissulega bæði taf- ið og spillt fyrir hagkvæmri lausn málsins, að hún skyldi ekki valin fyrr. Ólafur Ólafsson ■ Nkálarík sevfiijíiir í sveitum landsins hefir þróazt merkileg menning, sem fengið hefir svip af landinu og stað- háttunum, baráttu fólksins þar og lífi. Dreifbýlið, veðráttan — og öll skilyrði hins íslenzka land- búnaðar — eru þann veg, að sá, sem sigur á að fá í þeirri lífs- baráttu, verður að eiga þá eðlis- kosti, hljóta það uppeldi og þá sjálfstamningu, sem verðugt er að tefla móti örðugleikum, sem óhjákvæmilega verða á vegi ís- lenzka bóndans. í flestum til- fellum fær íslenzki bóndinn þjálfun sína og þekkingu í þeim harða skóla lífsins, sem Bjarni Thorarensen getur um í kvæði sínu ísland: „Fjör kenni oss eld- urinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná.“ Varla er heiglum hent að nema í þeim skóla, en hann hefir myndað kjarnann í íslenzkri bændastétt. Einn þeirra manna, sem ég tel, að vel hafi farnazt í þeim stranga skóla, skóla lífsins — er Ólafur Ólafsson bóndi í Skálavík í ísafjarðardjúpi. Hann stendur nú á sextugu. Hann er fæddur 13. júní 1879 í Lágadal í Naut- eyrarhreppi. Foreldrar hans, Salvör Kristj ánsdóttir og Ólafur íbúðarhúsið í Skálavík. Jónsson, fluttu þaðan aö Reykj- arfirði í Reykjarfjarðarhreppi árið 1890. Bjó Ólafur þar miklu myndarbúi í mörg ár. Dvelur hann nú í Reykjarfirði hjá Sal- vari syni sínum, bónda þar. Ól- afur í Skálavík vann að búi föð- ur síns og stundaði sjóróðra á vertíðum hér við Djúp, allt til 27 ára aldurs. Árið 1906 giftist hann Guðbjörgu Friðriksdóttur. Næstu sex ár voru þau í húsmennsku í Reykjarfirði hjá föður Ólafs. Árið 1912 kaupir Ólafur jörðina Skálavík í Reykjarfjarðarhreppi og hefir búið þar síðan. Eg hefi það fyrir satt, að efni hans hafi verið næsta lítil í fyrstu. Þegar tillit er til þess tek- ið, um leið og augum er litið yfir framkvæmdir Ólafs, í þessi 27 ár, þá verður ljóst, að bóndinn í Skálavík hefir þurft á hagsýni og festu að halda. Árið 1922 byggir hann peningshús fyrir 240 fjár, 14 stórgripi, áburðarhús, votheysgryfjur og hlöðu fyrir allan þennan búpening. Árið 1928 byggir hann 7 hestafla raf- stöð. Var það fyrsta raf- Ólafur í Skálavík. stöð í sveit hér í Norður- ísafjarðarsýslu. Fór vel á því. Þá sögu hefi ég heyrt, að fyrsti olíulampinn, sem komið hafi hér í Inn-Djúpi, hafi komið í Skálavík. íbúðarhús byggir Ól- afur árið 1934. Er það 13 X 8,5 m., kjallari og ein hæð. Árlega hefir hann aukið og bætt tún sitt og garða. Allar þessar fram- kvæmdir eru með mesta mynd- arbrag, *mikið til þeirra vandað og frágangur í bezta lagi. Um- gengni öll, bæði úti og inni, er til mikillar fyrirmyndar. Til allra þessara framkvæmda, en byggingarnar og rafstöðin hafa kostað um 56 þúsundir kr., hefir Ólafur auðvitað orðið að taka allmikil lán, en honum hef- ir tekizt að standa svo í skilum, ekki þurft á neinni kreppuhjálp að halda, að ég tel mjög eftir- tektarvert. Bú hans er að vísu stórt og vel í meðallagi afurða- Skálavík, en það, sem skiptir gott, nokkur hlunnindi fylgja langmestu máli er það, að Ólafi hefir tekizt að framfleyta sínu stóra búi með hóflegum tilkostn- aði. Hin ágætu húsakynni og mikil ræktun valda þar nokkru um, en þó fyrst og fremst hag- sýni, verkhyggni og snyrti- mennska Ólafs. Þau hjónin, Ólafur og Guð- björg, eiga eina dóttur, Kristínu. Er hún búsett í Reykj avík og gift Oddi Kristj ánssyni. Auk þess hefir Ólafur alið upp fimm börn. Meðal þeirra er kjördóttir hans, Jórunn Ólafs, kona Eiríks Stef- ánssonar kennara við Reykja- nesskólann, dóttursonur hans, Ólafur, og 3 fósturbörn vanda- laus. Á heimili hans eru nú að alast upp tvö smábörn. Ólafur er mikill barnavinur. Á sumrin dvelja þar oft börn úr þorpum og kaupstöðum og mun þykja vist- in góð. Það, sem einkennir Ólaf bónda í Skálavík mest, er hagsýni hans, áreiðanleiki 1 öllum viðskiptum, rausn og snyrtimennska. Hans heit eru áreiðanlega betri en handsöl flestra annarra manna. Framkvæmdir hans bera þessu öllu glöggt vitni, búrekstur hans sannar það og viðkynningin við hann leiðir í ljós góðan dreng og mannkostamann. Hann er tryggur í lund, hreinlyndur og vinfastur. Fáa þekki ég, sem betur sameina námkvæmnina í viðskiptum og höfðinglega rausn. Ólafur er bjartsýnn fram- faramaður, sem veit fótum sín- um forráð, stillir vel í hóf, en er þó íhaldssamur, í þess orðs beztu merkingu. Það þarf mikinn per- sónuleik, til að sameina þessa þætti í skapgerð, án þess að til sundurgerðar komi. Traust og virðingu nýtur Ól- afur, meðal þeirra, er hann þekkja. Sveitungar hans hafa falið honum mörg trúnaðarstörf. Þeim hefir hann gengt af mikl- um trúleik og samvizkusemi. Símstjóri hefir hann verið síð- an hann kom í Skálavík. Það er mikið starf nú á síðari árum, síðan stöðvum fjölgaði, en svo illa launað, að Landsímanum er vafasamur heiður að. í skóla- nefnd hreppsins hefir hann ver- ið frá árinu 1914 og skólanefnd Reykjanesskólans frá stofnun hans. Þar hefir viðkynning okkar orðið mest. Tel ég hann meðal traustustu vina skólans. í því starfi hafa mannkostir hans notið sín vel og samstarf- ið við hann verið okkur öllum (Framh. á 3. síðu) Peningshúsin i Skálavík. (rullbrnðkanp Á morgun, 2. júlí, eiga gull- brúðkaup merkishjónin Sólveig Eggertsdóttir og Jón Pétursson að Hofi á Höfðaströnd í Skaga- firði. Mega þau þá líta yfir langa ævi og óvenjulega farsælar sam- farir. Solveig Eggertsdóttir. Sólveig er fædd á jóladag ár- ið 1869 og ólst upp á heimili afa síns og ömmu, séra Jóns Sveins- sonar, læknis, Pálssonar í Vík og maddömu Hólmfríðar Jónsdótt- ur, prests í Reykjahlíð Þorsteins- sonar. Gekk hún á kvennaskól- ann að Ytri-Ey, og fór þá þegar mikið orð af henni fyrir fríðleik og gáfur. Jón Pétursson fæddist 3. júlí 1867 og var yngsti sonur Péturs Pálmasonar, bónda í Valadal og konu hans, Jórunnar Hannes- dóttur, og er sú ætt alkunn í Skagafirði. Hann nam gull- og silfursmíði í æsku og mun um hríð hafa hugsað að stunda þá iðn, þó að annað yrði úr. Þótti hann fyrir margra hluta sakir í fremstu röð ungra manna í héraðinu á sinni tíð; hestamaður svo að af bar, hagmæltur vel, gleðimaður við hæfi og hinn gjörvulegasti. Vorið 1889 giftust þau Jón og Sólveig og settu saman bú að Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi. Árið eftir fluttust þau að Löngu- mýri í Hólmi, en næsta ár að Valadal og bjuggu þar 6 ár, unz þau fluttust að Nautabúi í Lýt- ingsstaðahreppi vorið 1897. Þar bjuggu þau 15 ár til 1912, en þá keyptu þau Eyhildarholt í Hegranesi og voru þar síðan til 1923. Þeim hjónum hefir orðið 13 barna auðið, 8 sona og 5 dætra. Lifa þau öll nema drengur, sem dó í æsku. Alls munu þau eiga nálægt 40 afkomendur á lífi, myndar- og manndómsfólk allt. Börn þeirra eru: Eggert, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum; Pétur, gjaldkeri við Tryggingar- stofnun ríkisins; Jón, bóndi og sýslunefndarmaður að Hofi;‘ Hólmfríður, gift Axel Kristjáns- syni, stórkaupmanni á Akureyri; Jórunn, ráðskona á Vífilstöðum; Pálmi, gjaldkeri hjá Kvöldúlfi; Steinunn, gift á Akureyri; Pá- lína, ógift á Akureyri; Björn og Ólafur, bændur að Felli í Sléttu- Jón Pétursson. hlíð; Herdis, ógift og Stefán, stúdent og búfræðingur. Þrátt fyrir barnahópinn var Jón jafnan gildur bóndi. Hann kom sér upp ágætum fjárstofni, fór vel með allar skepnur og átti gagnsamlegt bú. Oft var glatt á hjalla á heimili þeirra hjóna, þegar börnin tóku að vaxa upp. Söfnuðust þangað unglingar úr sveitinni, svo að stundum var heldur annasamt fyrir húsfreyjuna og lítill frið- urinn, en aldrei sá henni bregða. Þau hjónin bæði kunnu það bet- ur en flestir aðrir að gleðjast með hinum glaða, unga hópi og skilja, að bak við erli og ærsl bjó lífsnautn og táp. Og þetta kunna þau enn. — Vorið 1923 brugðu þau Jón og Sólveig búi í Eyhildarholti og seldu jörðina. Síðan hafa þau dvalizt að mestu hjá börnum sínum, nú síðast um allmörg ár að Hofi. Er það heimili annálað fyrir rausn og myndarbrag, og þar una nú gömlu hjónin góðri elli, enda kunna þau bezt við sig í sveit. Bæði eru þau furðu- lega ungleg, og mundi fáum, er ekki vissu annað, koma til hug- ar, að þau ættu að baki sér 70 annasöm ár. Á morgun verður mann- kvæmt að Hofi. Börn þeirra öll og tengdabörn koma þar saman og væntanlega fjöldi fornra sveitunga, vina og venzlafólks. Vafalaust verður þar glatt á hjalla, eins og fyrri, þó að ár- um hafi fjölgað og hárin- grán- að á hópnum, sem húsvanastur var á heimili þeirra fyrr. Og margar hlýjar kveðjur munu þau fá víðs vegar að, því að vin- fátt er þeim ekki. P. H. Ræða íorsætisráðherra á aímælishátíð Hvanneyrar- skólans Háttvirta samkoma! Góðir útvarpshlustendur! Á þessum tímamótum bænda- skólans á Hvanneyri, á þessari stund og á þessum stað, færi ég fram af hálfu alþjóðar djúpar þakkir til þeirra, sem komu þessum skóla á, til skólastjóra, kennara og þeirra annarra, er stutt hafa þennan skóla í orði og verki. Það gagn, sem þessi skóli hef- ir unnið íslenzkum landbúnaði þá fimm áratugi, sem hann hef- ir starfað, verður ekki metið né vegið. Það er hægt að gera sér nokkra grein fyrir þessum áhrif- um þegar vitað er að skólinn hefir útskrifað um 800 nemend- ur. — Við höfum gott af því á þessum tímamótum að rifja þetta upp. Okkur hættir svo gjarnan til að gleyma því, sem við höfum fengið og átt um skeið. Hvítá rennur hér fyrir neðan bakkana, og þið bændur teljið það alveg sjálfsagt að hún beri á engjar ykkar á hverju ári og sé full af laxi hvert sumar. Ykkur myndi bregða í brún, ef þið mistuð hana, og, sem betur fer, eru engar líkur til að svo muni verða. En sum verðmæti eru þannig að það verður að muna eftir þeim og standa vel að þeim, ef þau eiga að ná til- gangi sínum. Öflug samtök fólksins sjálfs til stuðnings við bændaskóla, héraðsskóla og hús- mæðraskóla, eru óhjákvæmileg skilyrði fyrir því að þessi menntasetur sveitanna efli og skapi i sveitum landsins nýja menningu. Mun ég koma nokk- uð nánar að því síðar. Þessi 50 ár sem bændaskólinn á Hvanneyri hefir starfað, hafa verið miklir umbreytinga- og umrótstímar í íslenzku þjóðlífi. Gullæðið til sjávarsíðunnar hef- ir komist í algleyming á þess- um tíma, og það hefir verið erfitt viðfangs fyrir íslenzkan landbúnað. Þessi skóli hefir þó oftast eða ætíð hina síðustu ára- tugi verið fullsetinn. Svo ræki- lega hefir hann staðist tímans og tízkunnar tönn. Hann hefir því verið eitt af öflugustu varn- arvirkjum landbúnaðarins og þeirra, sem trúað hafa á fram- tíð hans, þrátt fyrir hverskonar umbreytingar. Hve vel skólinn hefir verið sóttur, sannar okkur það, að bændur hafa kunnað að meta skólann og þótt mikils virði það, sem þeir höfðu þangað að sækja. Það er heldur ekki gott um það að segja, hvernig útlits hefði verið í þessu héraði og víða annarsstaðar á landinu, ef bændaskólinn á Hvanneyri hefði ekki starfað þessi 50 ár. Við sjá- um, að það er mikill myndar- skapur í búskap víða hér um Borgarfjörð. Það er ekki líklegt, að það væri riærri þvi með sama hætti, ef bændaskólans á Hvanneyri og áhrifa hans hefði ekki notið við. En eins og ég sagði áðan, þetta verður aldrei mælt né vegið. — Eins og ykkur er kunnugt, hefir fyrirkomulagi skólans verið breytt á þann veg, að nú er meiri áherzla lögð á hið verklega nám, og það er trú mín, að skólinn hafi skilyrði til þess að verða enn öfugri lyfti- stöng fyrir landbúnaðinn í þessu formi. Til þess að gera sér þess nokkra grein, hvaða takmark slíkur skóli sem þessi hefir, verð- um við að athuga landbúnað- inn og aðstöðu hans um skeið. — Gegnum ánauð og hörmung- ar íslenzku þjóðarinnar í alda- raðir, varð slík kyrrstaða og kirkingur I landbúnaðinum að teljast má með fádæmum. Við sjáum af sögunni hve þróttur hans var þó oft lítill eða falinn, hvernig hin stóru bú drógust saman. Bændur höfðust við í illum húsakynnum. Böðin, sem voru á mörgum sveitaheimilum til forna, hverfa. Rányrkjan veldur þvi að minna verður að ræna. Myndarskapurinn minnk- ar og búskapurinn verður hvíld- arlaus þrældómur án nokkurra þæginda, fyrir því einu að draga fram lífið og hafa lélegt þak yf- ir höfuðið. Vinnutíminn er oft langt fram úr því sem hóflegt getur talist. íslenzkur landbún- aður átti á nútímamælikvarða engan byggingarstíl, og stíll í húsgögnum hvarf fyrir löngu síðan af sveitaheimilunum inn á forngripa- og þjóðminjasafn- ið. — Ofan á íslenzkan landbún- að þannig fyrirkallaðann, kem- ur svo stærsta breytingatíma- bilið i sögu íslands. Stórútgerð- in kemur til sögunnar, hún fær- izt í aukana og sogar til sín vinnukraftinn frá sveitunum, þegar þær þurftu hans mest með til endurreisnar. Það sem þá var eftir af mannmörgum heimilum í sveitum hverfur og einyrkja- búskapurinn verður almennur. Baráttan, sem háð hefir verið af bændum, og þeim, sem hafa staðið við þeirra hlið, til þess að koma í veg fyrir að sveitirn- ar eyddust í þessum hildarleik við vélaiðnaðinn við sjóinn, hefir verið háð með miklum dugnaði og talsverðum myndarskap og fyrirhyggju. Það sem gripið var til fyrst og fremst, var að bæta húsakynnin 1 sveitunum, auka rætkun og vélaiðju, dráttar- vélanotkun og meiri notkun hestaflsins. Og ég get ekki látið það vera, að skjóta því hér inn í, vera, að skjóta því hér inn í, að það er merkilegt hve seint bændur hafa lært að nota hest- ana nema til áburðar og reiðar, og hve dráttarafl þeirra hefir verið illa notað allt fram á þenn- an dag, þótt þar hafi orðið á mikil breyting. Jafnhliða aukinni ræktun og bættum húsakynnum var verzl- un bændanna byggð upp með nýjum hætti. Þeir byggðu slát- urhús og mjólkurbú til þess að koma afurðum sínum í betra verð, og hefir það reynzt þeim til mikillar viðreisnar. Það er til- tölulega auðvellt að vera hygg- inn eftir á. En þó að við nú hug- leiðum, hvað hefði átt að gera í baráttunni við fólksflóttann úr sveitunum, þá efast ég um, að við sjáum önnur ráð betri en þau, sem gripið var til. Árangur- inn af þessari baráttu hefir orð- ið sá, að þrátt fyrir fólksfækk- un í sveitunum, er nú aflað meiri heyja og garðávaxta en nokkru sinni fyrr og framfleytt stærri bústofni eri áður þekktist. Bændur hafa betri tök á að koma vörum sínum 1 verð en nokkurntíma áður. Við þökkum það sjaldan nægi- lega, og hugleiðum það jafnvel alls ekki, hvílíkt óhemju stór- virki hér hefir verið unnið á ör- fáum árum. Vitanlega er auðvelt að benda á það, að í húsagerðinni hafi orðið mistök, að ræktunin sé sumstaðar og jafnvel víða illa gerð, að vélar hafa oft verið skammarlega meðfarnar og ó- sæmilega hirtar. — Já, vissulega kvelur það mann ósegjanlega, bændur góðir, að sjá arfann í görðunum, sjá járnið á húsun- um ryðga í sundur, vegna þess að hirðusemi vantar, en hún kostar tiltölulega lítið fé. Það

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.