Tíminn - 06.07.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.07.1939, Blaðsíða 4
308 TfMIATV, funmtiiclasinii 6. júlí 1939 77. blaO Sjoðcignir sambandsfélaganna. (Framh. af 1. slðu) framleiðslu og voru eftirfarandi tillögur samþykktar í því máli: „Aðalfundur S. í. S., haldinn að Reykholti 2. júlí 1939, skorar á stjórn S. í. S. að beita sér fyrir því, að kaupfélögunum verði veittar leiðbeiningar og aðstoð til að koma upp rjómabúum og smjörsamlögum. í sambandi við væntanlega aukningu smjörframleiðslunnar telur fundurinn nauðsynlegt. að takmörkuð sé framleiðsla á smjörlíki, annaðhvort beinlínis eða með aukinni smjörblöndun, og skorar fundurinn á þing og stjórn að breyta gildandi ákvæð- um um þau efni, til þess að tryggja markað fyrir smjörið. Jafnframt sé lögð áherzla á að auka smjörneyzlu með auglýs- ingastarfsemi. Ennfremur beinir fundurinn því til Alþingis að setja lagafyrirmæli um heiti á smjörlíki eins og öðrum gerifi- vörum og sé hætt að nefna það nafni, sem minnir á smjörið“. „Fundurinn skorar á stjórn S. í. S. að fela hæfum mönnum að rannsaka og gjöra tillögur um á hvern hátt undanrenna geti orðið bændum að mestum not- um og verðmætust og gefa skýrslu um árangur þeirra rann- sókna á næsta sambandsfundi, ef unnt er“. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt um iðnaðarmál: „Fundurinn felur stjórn S. í. S. að skipa nefnd, er rannsaki hina ýmiskonar iðnaðarstarf- semi, sem hafin hefir verið á landinu hin síðari ár, meira og minna í skjóli innflutningshaft- anna og leitist nefndin við að leiða í ljós, hvað af þessum iðn- aði geti talizt eiga rétt á sér við venjuleg skilyrði. Ætlast fund- urinn til að áliti nefndarinnar verið komið á framfæri við milli- þinganefnd þá í tolla- og skatta- málum, sem nú starfar“. Ennfremur var samþykkt að fela stjórn S. í. S. að athuga, hvort ekki væri rétt, að S. í. S. setti á stofn ýms ný iðnfyrirtæki og væri þá jafnframt athugað, hvort ekki væri rétt að velja þeim aðsetursstað í sveit. Þá var samþykkt að hefjast handa um aukna fræðslustarf- semi um samvinnumál eins og t. d. með útgáfu á smáritum og námskeiðum. Gengið var frá stofnun á líf- eyrissjóði fyrir starfsfólk S. í. S. og samþykkt að láta rannsaka, hvort ekki væri tiltækilegt að stofna lifeyrissjóð fyrir starfs- fólk kaupfélaganna. Eitt félag gekk í Sambandið á fundinum, Verzlunarfélag Norðurfjarðar á Norðurfirði. Mættir voru fulltrúar á fundin- um frá öllum sambandsfélögun- um, nema tveimur. Fyrsti júlí var alþjóðasam- vinnudagur, en hann er haldinn hátíðlegur fyrsta laugardag júlímánaðar ár hvert. Var þá samvinnufáninn dreginn að hún í Reykholti og dagsins minnst með ræðu. Þá var og að tilhlut- tH BÆ3VUM Jóannes Patursson kóngsbóndi í Kirkjubæ í Færeyjum, hinn þekkti forvígismaður sjálfstæðisbaráttu Fær- eyinga, kom hingað til lands með Lyru síðastliðið mánudagskvöld, ásamt frú sinni. Munu þau dvelja hér nokkurn tima. Þau eru hingað komin í heim- sókn til dætra sinna tveggja, sem gift- ar eru Scheving Thorsteinsson lyfsala og Júlíusi lækni Sigurjónssyni. Nú sem stendur eru þau í ferðalagi norðan lands og munu í dag vera stödd að Hólum í Hjaltadal. Patursson hefir all- oft komið til íslands, síðast alþingis- hátíðarárið 1930. Norræna mótinu, sem haldið var á Laugarvatni, lauk með samsæti í Oddfellowhöllinni í fyrrakvöld. Aðalræðuna þar flutti Ivar Wennerström landshöfðingi í Svíþjóð, sem dvelur hér nú ásamt frú sinni, Lóu Guðmundsdóttur frá Nesi. Ræða landshöfðingjans fjallaði einkum um norræna samvinnu og var hin snjall- asta. Margir þátttakendur í mótinu fluttu ræður. Hefir mót þetta tekizt mjög vel. Tvöroyrar Boldfelag og Valur keppa á íþróttavellinum kl. SVz í kvöld. K. R. sigraði Færeyingana í fyrrakvöld með 5 : 1. Leikur Færey- inganna var þó betri en þessi úrslit gefa til kynna. Ósigur þeirra mun líka hafa stafað nokkuð af því að þeir eru vanir grasvelli og að þetta var fyrsti leikur þeirra hér. Má vænta betri leiks hjá þeim móti Val í kvöld. Karlakór Reykjavíkur heldur samsöng í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.15. Einsöngvari er Stefán Guð- mundsson. Er þetta síðasta tækifæri til að hlusta á Stefán í bili, þar sem hann fer utan í kvöld. Leiðfétting. Nokkrar prentvillur hafa orðið í grein Sigurðar Ólasonar lögfræðings um umferðamál, sem nýlega birtist hér í blaðinu. í niðurlagi greinarinnar er meinleg prentvilla. Þar stendur: „i hverju þessi tilfelli hefir hann skaða- bótarétt," en á að vera: „hvorugu þessu tilfelli" o. s. frv. Þetta leiðréttist hér með. Landbiinaður í Revlijavík. (Framh. af 2. siðu) sem orsakaði óeðlilega verð- hækkun á löndum og vinnulaun- um. Eftir að skipulagið kom, ætl- aði einn slíkur að nota það til að gera fyrirtæki sitt að ríki í ríkinu og sjálfan sig að nokk- urskonar einræðis- eða yfirráð- herra yfir mjólkurmálunum, en sú ríkisstjórn stóð nú ekki öllu lengur en ríkisstjórn Jörundar forðum. Mjólkurmálið var þegar í byrjun skipulagsins dregið inn í illvígar pólitískar flokkadeilur, til mikils tjóns fyrir það á marga vegu, og ýmsax aðrar plágur hafa að því sótt, þó þeirra verði ekki getið að þessu sinni. Ég hefi hér að framan, fyrst allir aðrir þegja, leitast við að skýra rétt og hlutlaust frá flest- um megin atriðum þessa máls, ef verða mætti til nokkurs skiln- ingsauka þeim, sem um það eiga að fjalla, og öðrum þeim, er um það vilja hugsa á sanngjörnum og hlutlausum grundvelli. Sigurður Þorsteinsson. un sambandsstjórnar minnst Benedikts Jónssonar bókavarð- ar frá Auðnum, sem lézt á árinu. En hann var einn af frumherj- um samvinnustefnunnar hér á landi. íþrótfamót Borgíirðinga vift Hvítá verður haldið næstkomandi sunnudag og hefst kl. 1. DADSKRÁ verður í aðalatriðum þessi: 1. íþróttakeppni: Sund, stökk, hlaup, stutt og löng, kringlu- kast, kúluvarp og handknattleikur, — kvennaflokkar frá Akranesi keppa. 2. Kórsöngur: Karlakór iðnaðarmanna. 3. Ræðuhöld: Sigurður Einarsson dócent o. fl. 4. DANS: Fyrsta flokks músik. Veitingar verða seldar á staðnum. aður aðgangur. Ölvuðum mönnum bann- Laxfoss fer tvær ferðir frá Borgarnesi: Klukkan 7,30 um kvöldið og kl. 1 að nóttu. Uiigmeimasamband Rorgarfjarðar. Þegnskaparuppeldi. (Framh. af 3. síðu) legt að lifa án þess að vinna. Og ég veit enga hættulegri fals- kenningu en þá, að iðjuleysið, hóglífið, séu eftirsóknarverðir hlutir. Hún er leið til úrkynjun- ar og allskonar þjóðfélagsvand- ræða. Hitt er svo annað mál, að sá æfilangi þrældómur, sneydd- ur flestum tækifærum til að njóta lífsins er þyngra böl en tárum taki. En þrátt fyrir allt, er það samt vinnan, starfið, sem er okkar hollasti skóli. Verð- mæti hennar eru ekki fyrst og fremst fólgin í því, að hún er vara, sem hægt er að selja, held- ur af hinu, að hún er hlutverk, eitthvað að lifa fyxir, eitthvað, sem gefur lífinu tilgang og gildi. Framhald. Stórbrunl í sænska frystihúsinu. (Framh. af 1. síðu) magnaður þegar slökkviliðið kom á vettvang. Nokkru eftir að slökkvistaxfið byrjaði, varð mik- il sprenging og flaug stór hluti af þakinu í loft upp. Asparse- sementsplöturnar, sem húsið var klætt með, sprungu og brotin úr þeim þeyttust í allar áttir. Héldu plöturnar síðan áfram að springa og má telja mesta lán að þær skyldu ekki valda slysi. Þykkan reykjarmökk lagði yf- ir bæinn frá brunastaðnum og þusti þegar fjöldi fólks á vett- vang. Lögreglan gætti þess, að það héldi sér í hæfilegri fjar- lægð. Fyrirspurn. Hefir merkingin í orðinu „ekkja“ breytzt í nútímamáli? Ef ekki, er það þá rétt að nota orðið öðruvísi en í hinni almennu merkingu þess? Sv. Þ. Báðum þessum spurningum má vafa- laust svara neitandi og skal viður- kennt, að nokkurs misgánings hefir gætt um notkun þessa orðs í frásögn, sem nýlega birtist hér í blaðinu. ÞÚR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlun Sigurðar Olafssonar. Simar 1360 og 1933. 122 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 123 um hvað við eigum að segja og hlust- aðu nú á uppástungu mína: Við heyrð- um lýsingu á Webb Barnett í útvarpinu. Seinna komst ég að þeirri niðurstöðu, að Taylor væri maður sá, sem lýst var eftir og ætlaði að handtaka hann, en hann sá hvað til stóð, sló mig í höfuð- ið með byssuskeftinu og forðaði sér. Ef þetta ekki nægilega sennilegt? — Ég sé ekkert að því, samsinnti Prescott. — Steve ætti ekki að fara út í kvöld, sagði Molly. — Hann gæti fengið kvef, eða jafnvel lungnabólgu. — Þú ert svei mér orðin umhyggju- söm um hann, sagði faðir hennar háðs- lega, — Þó þú hafir gefið þessum Bar- nett tækifæri til að drepa hann, er hann var að sleppa. En þetta er satt hjá þér, og hlustaðu nú á mig, Steve. Ég legg á Blakk og lít sjálfur í kring um mig í þinn stað. Það verður ekki auðvelt að sjá hvaða leið hann fór, því að piltarnir hafa skilið eftir sig spor í allar áttir, þegar þeir voru að huga að fénaðinum, en ég skal gera hvað ég get. — Þetta er mitt verk, Clint. Ég er sýslumaður. — Molly hefir hér á réttu að standa, drengur minn, þú hefir ekkert að gera út núna. Ég verð fulltrúi þinn í nótt og ég held að mér sé óhætt að segja, að ég geti rekið spor rétt eins vel og þú. — Betur, sagði Walsh. — En það er engin ástæða til------- — Þá verður þú kyr. Er við höfum komist að, ef hægt verður, hvert hann heldur, þá dreg ég mig til baka, en þú tekur við. Það er sú rétta leið. Walsh vissi, að Prescott hafði þarna á réttu að standa, höfuðhöggið gerði hann valtan á fótunum. — Jæja þá. Ég fer að hátta, en þú lætur mig vita, ef þú verður einhvers vísari, sagði hann. Prescott fór inn til sín og klæddi sig. Molly beið hans í anddyrinu, er hann kom niður. — Lof mér að koma með þér, pabbi, bað hún. Til hvers? — Þú þarft að hafa einhvern með þér. Piltarnir eru þreyttir og ég get ekki sofið hvort sem er. Ég er of æst til þess. Mér þætti gaman að koma með þér, og ég gæti ef til vill orðið að liði. Hann hélt að þetta stafaði af iðrun hjá henni, og kenndi í brjósi um hana. — Ertu vel klædd, spurði hann. — Já. — Jæja, kom þú þá. Þú getur snúið heim, þegar þú ert orðin þreytt. Prescott stakk á sig vasaljósi og síðan Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir míg Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT i BsFREYJA” ViKiÍoV •^CTBmHIWMWnwiHi ■„V- •■■■■ X 1,1, KAFFiaÆTiíN^aaa Húsnæði tíl leigu á Fríkirkjuveg 11. Til sýnis kl. 2—4 þessa viku. — Nánari upplýsingar í síma 1140. ‘GAMLA EÍÓ* Heímþrá Framúrskarandi vel leikin ov efnismikil UFA-kvik- mynd, gerð samkvæmt hinu þekkta leikriti: ,,Heimat“ eftir Herman Su- dermann. Aðalhlutverkið leikur hin fagra sænska söng- og leik- kona ZARAH LEANDER. NÝJA BÍÓ-~°*~— Daisy g’erist glettin Amerísk skemmtimynd frá Warner Bros., um kenjótta dollaraprinsessu. Aðalhlutverkin leika: Bette Davis og George Brent. Hér kynnast hinir mörgu aðdáendur þessarar frægu leikkonu listhæfileikum hennar frá nýrri hlið, því hlutverk hennar hafa hingað til verið alvarlegs efnis, en hér leikur hún gamansamt hlutverk af mikilli snilld. Aukamynd: Talmyndafréttir Karlakór Reykjavíkur Söngstjóri: Sigurðup Þórbarson. Samsöngur í Gamla Bió fimmtudaginn 6. þ. m. kl. 7.15l Einsöngvari: STEFANO ISEANDI Við bljóðfærið Guðríöur Guðmiindsdóttir. Aðgöngumiðar verða seldir í hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Samsöngurinii verður ckki enclurtekinn. Hraðferðír B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Að röntgendeild Landsspítalans verður ráðinn fastur deildarlæknir frá 1. ágúst næstkomandi. Mánaðarlaun kr. 600,00 hækkandi upp í kr. 700,00. Umsóknir sendist fyrir lok þessa mánaðar. Reykjavík, 1. júlí 1939. Stjórnurncfnú ríhisspítulannu, Arnarhvoli. Flskhöllin Frá og með deginum í dag, flytjum við fiskverzlun okkar í hin nýju húsakynni í Tryggvagötu 2 (á horni Tryggvagötu og Norðurstígs — móti vélsm. Hamar h.f.). Munum við sem áður hafa á boðstólum flestar tegundir af nýjum fiski, þegar á sjó gefur, og alltaf fyrirliggjandi hraðfrystur fiskur. Væntum við þess, að neytendur virði viðleitni okkar til að bæta meðferð og sölu á nýjum fiski í bænum, og láti okkur njóta viðskiptanna, ekki síður en áður. Virðingarfyllst, Jón & Steingrímur Sími 1240 (3 línur) ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Tvöroyrar Boldfelag og Valur keppa í kvöld kl. 8,30. Nú er tækifærid að sjá Færeyjameístarana keppa við íslands- og Reykjavíkurmeístarana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.