Tíminn - 08.07.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.07.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, laugardagiim 8. júlí 1939 78. blað Minni samvinnudagsins Ræða Ragnars Ólafssonar á aðal- fundi S. í. S. í Reykholti Sú venja hefir tíðkazt um nokkurt skeið, að sam- vinnumenn hvarvetna í heiminum héldu hátíðleg- an fyrsta laugardag í júlí- mánuði ár hvert. Var það Alþjóðasamband samvinnu- manna, sem fyrir þessu gekkst. Hér á landi var dagsins minnst á aðalfundi S. í. S., sem stóð þá yfir í Reykholti, með eftirfarandi ræðu, sem Ragnar Ólafsson lögfræðingur flutti: Góðir samvinnumenn! Um 17 ára skeið hafa sam- herjar okkar í öðrum löndum komið saman til gleðifunda fyrsta laugardag júlímánaðar og þeir gera svo einnig í dag. Regnbogafáninn, fáni sam- vinnustefnunnar, blaktir nú yf- ir fjölmörgum samkomustöðum bæði í bæjum og til sveita eins og hann blaktir hér yfir fundar- stað okkar. Það var ekki tilviljun ein, sem réði að þessi dagur var val- inn sem hátíðisdagur samvinnu- stefnunnar. Allt norðurhvel jarðar er nú magnað af blíðu vorsins, en annir sumarsins eru þó ekki byi'jaðar. Það er því sér- staklega ánægjulegt og þægilegt fyrir samvinnumenn, sem flestir eru bændur og verkamenn, að hvíla sig um stund frá erfiði vinnunnar og minnast hinna mörgu sigra i þágu frelsis, mannréttinda og friðar, sem unnið hefir verið undir merki samvinnustefnunnar, og til þess að sækja nýjan áhuga og þrótt í hinni þrotlausu baráttu sam- vinnuhreyfingarinnar við for- réttindastéttir þjóðfélagsins. Það var heldur ekki af tilvilj- un að hinir fögru litir regnbog- ans voru valdir, sem merki sam- vinnustefnunnar. Eins og regn- boginn sameinar í samræmda heild alla liti litrófsins, sam- einast innan samvinnuhreyfing- arinnar menn úr ólíkum stétt- um, af öllum kynflokkum og af Ragnar Óla/sson. öllum þjóðum til að vinna á sama hátt að sama marki. Það er ef til vill meiri nauð- syn í dag, en nokkru sinni áður, að gera sér grein fyrir hverja þýðingu hugsjónir hennar og störf, hafa fyrir okkar daglega líf, fyrir aðstöðu hins minni máttar í þjóðfélaginu og fyrir sambúð þjóða í milli. Samvinnustefnan er sprottin upp úr og nærð af þeim hug- sjónum, sem djarfastar eru og fegurstar í vestrænni menningu. Hún er byggð á þeirri trú, að hverjum beri laun í hlutfalli við það starf, sem hann ynnir af hendi. Hún er byggð á þeirri trú, að öll vandamál megi leysa á friðsamlegan hátt, án þess látið sé undan hótunum þeirra, sem telja sig borna til að njóta ríf- ari skerfs af gæðum lífsins, en aðrir eiga kost á að veita sér. Undir merki þessara hugsjóna hafa verið byggð upp í mörgum löndum sterk samvinnusamtök, sérstaklega þó í þeim nágranna- löndum okkar, sem eru skyldust okkar að ætterni, menningu og hugsunarhætti. Hér á landi hefir samvinnú- hreyfingin vaxið jafnhliða auknu frelsi, framtaki og mann- dáð þjóðarinnar. Umbótamenn 19. aldarinnar, Jón Sigurðsson og Tómas Sæmundsson, skrif- uðu um verzlunarhætti síns tíma svipað og fyrirrennarar samvinnuhreyfingarinnar í Eng- landi. En það féll i hlut manna úr alþýðustétt, hér eins og þar, að finna virkt skipulag til að framkvæma lýðræðishugsjónir samvinnustefnunnar. Þáð er önnur aðstaða að vinna að samvinnumálum nú en þegar vefararnir í Rockdale mynduðu sitt litla samvinnufélag eða þegar bændurnir norður í Þing- eyjarsýslu fyrst heyrðu orðið kaupfélag. Fulltrúar samvinnu- stefnunnar á íslandi eru nú jafnframt fulltrúar fyrir stærstu og áhrifaríkustu verzlunarsam- tök, sem nokkurn tíma hafa ver- ið starfandi hér á landi. Sam- vinnubúðir eru svo nálægt hverju íbúðarhúsi hér á landi, að öllum er auðvelt að sækja nauðsynjar sínar til kaupfélag- anna. Undanfarin ár hefir fé- lagsmannafjöldi og umsetning samvinnufélaganna aukizt hröð- (Framh. á 4. síðuj Kosningarnar í Finnlandi ,Fegurst hinnaíögru* Islendingur verður heiðursdoktor við Oregonháskólann Tíminn flytur hér mynd af Barða G. Skúlasyni lögfræðingi í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna. Barði er Skag- firðingur. Foreldrar hans fluttu úr Lýtingsstaðahreppi vestur til Dakota, þegar Barði var á fimmta ári, en nú er hann rúm- lega sextugur. Barði er talinn eitt hið mesta glæsimenni í hópi íslendinga í Vesturheimi. Hann er auk þess afburða mælskur og hefir hlotið mikla frægð, sem málafærslumaður í Bandaríkj- unum. Barði hefir nýlega verið sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í lögum við háskólann í Oregon- ríki, þar sem hann á heima. Mildred Anderson heitir hún þessi íslenzka Winnipeg-stúlka, sem Vesturheimsblöð kalla „hina fegurstu hinna fögru“ þúsunda ungra kvenna í starfs- liði New York-sýningarinnar. Var hún valin til þess að sýna og bera hina verðmætu grávöru af hinum svonefnda platínuref, þegar krónprinsessan norska heimsótti sýningardeild þjóðar sinnar á New York-sýningunni. I byrjun þessa mánaðar fóru fram alþingiskosningar í Finn- landi. Úrslita þeirra var beðið með nokkurri eftirvæntingu, en þau urðu á þá leið, að þau hafa engar breytingar í för með sér á stjórnarfar landsins. Síðan 12. marz 1937 hefir samvinnustjórn þriggja flokka farið með völdin í landinu. Flokkarnir sem styðja stjórnina eru Alþýðuflokkurinn, sem hafði 83 þingsæti, bændaflokkurinn, sem hafði 53 þingsæti, og Fram- sóknarflokkurinn, sem hafði 7 þingsæti. Framsóknarflokkurinn finnski hefir aðalfylgi sitt með- al frjálslyndara fólks í bæjum. Hann hefir löngum verið eins- konar sáttasemjari milli Al- þýðuflokksins og bændaflokks- ins, sem er talsvert íhaldssam- ari en t. d. Framsóknarflokkur- inn hér. Framsóknarflokkurinn finnski á tvo fulltrúa í stjórninni, Caj ander f orsætisráðherra og Erkko utanríkisráðherra. Eins og framangreindar tölur bera með sér hafði stjórnin stuðning 143 þingmanna fyrir kosningarnar, en alls eiga 200 menn sæti í finnska þinginu. í stjórnarandstöðu voru í- haldsflokkurinn, sem hafði 20 þingsæti, fasistaflokkurinn, sem hafði 14 þingsæti, sænski flokkurinn, sem hafði 21 þing- sæti og smábændaflokkurinn, sem hafði 2 þingsæti. í íhalds- flokknum eru stórbændur og efnaðir menn í kaupstöðum að- alkjarninn, en í sænska flokkn- um sænskumælandi fóik. Sænski flokkurinn er mjög íhaldssamur. Kommúnistaflokkurinn er bann- aður í Finnlandi. Fyrir kosningarnar var því spáð, að Alþýðuflokkurinn og íhaldsflokkurinn myndi auka fylgi sitt, en bændaflokkurinn myndi tapa. íhaldsflokkurinn gerði sér vonir um að vinna fylgi, bæði frá nazistum og bænda- flokknum. Fylgi nazista hefir mjög þorrið á undanförnum ár- um, en það hefir nokkuð bætt aðstöðu þeirra, að stjórnin lét banna starfsemi þeirra, en hæstiréttur ógilti þá ákvörðun. Aðstaða bændaflokksins var tal- in veikari nú en áður, sökum samvinnunnar við Alþýðuflokk- Móvinnslan í Miðfirði. — Síldveiðin á Akranesi. — Álaveiðarnar. — Starf- semi Hvanneyrings. — íslenzk málverkasýning vestan hafs. Vélasamstæður þær, sem keyptar hafa verið frá Esbjerg í Danmörku til móvinnslunnar í Miðfirði, munu koma hingað til lands með næstu skipsferð. — Er fyrirhugað, að setja þær saman hér syðra og ganga frá smíði þeirra að fullu og reyna þær einhversstaðar hér í grenndinni. Ríkið hefir keypt vélar þessar, og er búizt við að heildarkostnaðurinn nemi 10— 12 þúsund krónum, en vinnsluna ann- ast Kaupfélag Vestur-Húnvetninga. Gert er ráð fyrir, að með vélum þess- um sé hægt að vinna 80 þúsund mó- stykki á dag eða sem næst þrjátíu smálestum af þessum mó. Mónum er mokað upp á flutningaband, sem flyt- ur hann i vél, er eltir hann og mótar, en síðan er hann fluttur á þurkvöll og þurkaður þar á venjulegan hátt. Vél- arnar ganga fyrir hráolíumótor. Vinnsluna á að hefja í landi jarðar- innar Skarfhóls í Miðfirði ,um 15 kíló- metra frá Hvammstanga. Eru þar mó- mýrar víðlendar. Vonast er til, að hægt verði að vinna allmikið af mó í sumar, ef til vill allt að 1000 smálestir. r t t Togarinn Bragi fór í fyrradag af stað með síðasta síldarfarminn frá Akranesi, sem hægt er að selja til Þýzkalands. Er það tólfta síldarsend- ingin, sem fer þaðan til Þýzkalands. Hafa síldveiðar þessar fært dágóðan arð. Líklegt er, að bátar Haraldar Böð- varssonar haldi áfram síldveiðunum, þótt Þýzkalandsmarkaðurinn lokist, og leiti annars færis um sölumöguleika. t t t Eins og frá var skýrt hér í blaðinu fyrir nokkru hóf Þorvaldur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri niðursuðuverk- smiðju fisksölusamlagsins, tilraunir með álaveiðar í vor, ásamt dönskum manni. Var állinn fyrst í stað veidd- ur í Skógtjörn á Seltjarnarnesi. Síðan hafa þeir leitað allvíða fyrir sér, bæði í sjó úti og annarsstaðar, þar sem áls er von. Hafa þeir allsstaðar orðið varir. Hefir álaveiðin meðal annars verið reynd í Arnarnesvogi, Viðeyjarsundi, Grafarvogi, Eiðsvík, Leirvogi og austur í Ölfusi. t r t Samkvæmt fréttum, sem Tíminn hefir fengið, munu næturfrost, er nokkuð gætti um síðastliðna helgi, hafa valdið einhverjum skemmdum i görðum í sumum byggðarlögum. Hefir kartöflugras sumstaðar fallið til muna og má búast við, að þetta hamli um stund sprettuna, sem annars leit víð- ast hvar mjög vel út með. t t r Hvanneyringur, félag nemenda bændaskólans á Hvanneyri, hélt, eins og frá hefir verið skýrt, nemenda- mót og aðalfund sinn í sambandi við fimmtíu ára afmælishátíð skólans. Guðmundur Jónsson kennari skýrði þar frá störfum félagsins síðastliðin tvö ár. Árið 1937 keypti félagið ritið Búfræðing og gerði ári síðar samnnig við Hólamenn um útgáfu þess. Ákvað fundur að fela félagsstjórn að velja tvo Hvanneyringa úr hverri sýslu til að þess að vera ritstjóm ritsins til að- stoðar um fregnir um jarðyrkjufram- kvæmdir, störf og heimili Hvanneyr- inga og fleira. — Félagið stóð einnig að útgáfu minningarrits Hvanneyrarskól- ans, sem að öðru leyti er sérprentun úr Héraðssögu Borgarfjarðar. Loks átti það hlut að hátíðahöldunum á Hvann- eyri á dögunum. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Runólfur Sveinsson, skólastjóri, formaður, Guð- mundur Jónsson, kennari á Hvanneyri og Þorgils Guðmundsson kennari í Reykholti. r t t The American Federation of Art hef- ir tekið að sér að hafa með höndum sýningu á íslenzkum listaverkum síðari hluta þessa sumars og fram eftir haustinu. Mun sýningin hefjast í New York, en síðan verða umferðasýning í helztu borgum Bandaríkjanna. Stofn- un sú, er getið er um í upphafi, er ein sú virðulegasta, sem til er í sinni grein vestan hafs. 36 málverk voru send áleiðis vestur með Gullfossi ný- lega til viðbótar málverkum, sem áður voru komin vestur. Málverkin valdi nefnd frá Bandalagi íslenzkra lista- manna. Vainö Tanner, sem er aðalleiðtogi finnskra jafnaðar- manna. Hann er nú fjármálaráðherra og hefir í allmörg ár verið forseti Al- þjóðasambands samvinnumanna. inn. Vegna borgarastyrjaldar- innar, þegar bændur og verka- menn stóðu á öndverðum meið, er samvinna milli þeirra á ýms- an hátt erfiðari en annarsstaðar á Norðurlöndum. Bændaflokkur- inn hafði einnig slegið nokkuð af kröfum sínum til samkomu- lags við Alþýðuflokkinn, sem þó hafði gengið lengra frá baráttu- málum sínum. En það kom ekki að jafnmikilli sök fyrir hann, þar sem hann hafði engan flokk vinstra megin við sig til að nota það sem árásarefni. Sérstaklega hefir Alþýðuflokkurinn breytt um stefnu í vígbúnaðarmálum. Kosningaúrslitin urðu þau að Alþýðuflokkurinn fékk 85 þing- sæti, vann tvö, bændaflokkurinn 55 þingsæti, vann tvö, Fram- sóknarflokkurinn 8 þingsæti, vann eitt, íhaldsflokkurinn fékk 24 þingsæti, vann fjögur, smá- bændaflokkurinn fékk 3 þing- sæti, vann eitt, nazistar fengu 7 þingsæti, töpuðu sjö, og sænski flokkurinn 18 þingsæti, tapaði þremur. Stjórnarflokkarnir hafa þann- ig bætt bætt við sig fimm þing- sætum. Sérstaklega má telja úr- slitin hagstæð fyrir bændaflokk- inn, þar sem aðalsókn stjórnar- andstæðinga var beint gegn honum. Fyrif kosningarnar lýstu allir flokkar því yfir, nema nazistar, að þeir vildu stuðla að aukinni samvinnu við Norðurlönd og vernda hlutleysi Finnlands. Talið er vist að kosningarnar hafi ekki neina breytingu í för með sér á stjórn landsins. NÝJA ESJA Nýja strandferðaskipinu, sem Skipaútgerð ríkisins hefir látið smiða, verður hleypt af stokkun- um í skipasmíðastöðinni í Ála- borg í dag og því gefið nafnið Esja. Fer sú athöfn þannig fram: Fyrir framan skipið verður settur upphækkaður pallur. — Verður pallurinn og skipið prýtt með íslenzkum og dönskum fán- um. Yfir nafn skipsins verða breiddir íslenzkir fánar. Milli pallsins og skipstefnisins, sem er örlítið bil, hangir kampavíns- flaska í silkisnúru. Athöfnin hefst með því, að Sveinn Björnsson sendiherra heldur'* ræðu. Því næst leiðir framkvæmdastjóri skipasmíða stöðvarinnar Ingrid krónprins essu upp á pallinn. Heldur hún stutta ræðu og skírir skipið. Er hún hefir lokið máli sínu klippir hún á silkisnúruna og þá skellur kampavínsflaskan á bóg skipsins og brotnar svo kampavínið freyðir um skipsstefnið. Um leið þrýstir hún á hnapp og þá fer skipið á hreyfingu niður. í sömu (Framh. á 4. siðu) A víðavangi Ritstjóri Vísis hlýtur að vera meira en í meðallagi ógreindur, ef dæma má eftir þeim mis- skilningi, sem kemur fram í skrifum hans í gær. Hann segir að Tíminn hafi í fyrradag „tal- ið Vísi það til lasts, að blaðið hafi barizt fyrir að íslenzka jjóðin gæti lifað menningarlífi landinu.“ Ritstjóri Vísis um- hverfir hér algerlega því, sem Tíminn sagði. Tíminn taldi Vísi iað til lasts, að hann hefði bar- izt fyrir hagsmunum tiltölulegra fámennra stéttar svo hún gæti átt „luxus“-hús, luxus“-bíla og luxus“-skip á kostnað þess, að alþýðan gæti lifað menningar- lífinu í landinu. Hefir það auð- sjáanlega gert ritstjóra Vísis mjög gramt í geði, að hann hélt að Vísi væru eignuð umbótabar- átta í þágu alþýðunnar, því hann velur Tímanum og Framsóknar- flokknum hin verstu orð. Von- andi rennur honum reiðin, þeg- ar hann sér að þetta hefir að- eins verið misskilningur hans sjálfs. * * * Vísir segir, að síðan Fram- sóknarflokkurinn komst til valda hafi myndazt hér í landi ,frámunalega sauðaleg fríðinda- stétt, nýrík og lítt kunnandi.“ Það er ekki gott að vita, hvað blaðið meinar með þessu, en eft- ir fyrri skrifum íhaldsblaðanna að dæma mun hér eiga að gefa skyn, að Framsóknarflokkur- inn hafi misbeitt aðstöðu sinni til að koma flokksmönnum sín- um í opinberar stöður. Þessu er því bezt til að svara, að ekki mun nema lítill hluti opinberra starfsmanna hér í bæ fylgja Framsóknarflokknum að málum og er sá hópur þeirra, sem styð- ur íhaldið, miklu stærri. Þótt benda megi á nokkur sæmilega launuð störf hjá ríkinu er það víst, að opinberir starfsmenn al- mennt geta ekki lifað neinu eyðslulífi. Launagreiðslur ríkis- ins eru yfirleitt mun lægri en t. d. hjá Reykjavíkurbæ, bönkun- um, Eimskipafélaginu og ýms- um heildsölufyrirtækjum. Með tilliti til afkomu framleiðslustétt anna kann það samt að álítast rétt, að laun ýmsra opinberra starfsmanna séu ofhá, og mun aldrei standa á Framsóknar- flokknum að gera sanngjarnar leiðréttingar í þeim efnum. En hann gerir þá skilyrðislausu kröfu, að slíkrar launalækkanir verði einnig látnar ná til fleiri en þeirra, sem vinna hjá ríkinu, og það verður ekki gert, nema með sköttum. * * * Sé hægt að tala um nokkra „fríðindastétt“ hér á landi, þá eru það heildsalarnir. Þeir hafa grætt stórfé á undanförnum ár- um með því að skattleggja neyt- endur. Þeir hafa auðgað sig á kostnað fjöldans. Það sýna „vill- urnar“ og „luxus-bílarnir“ bezt. Fríðindi þeirra er að vísu sjálf- skaparvíti neytenda að mestu leyti, en það gerir þau sízt betri. Sé það orðinn ásetningur Vísis, öfugt við það, sem verið hefir, að vera á móti „fríðindastéttum, sem auðgast á kostnað fjöldans", hjálpar hann vonandi til að losa almenning undan skattpíningu heildsalanna. * * ❖ Það er næsta furðulegt, að íhaldsblöðin skuli þora að drótta því að Framsóknarflokknum, að hann hafi sýnt hlutdrægni í starfsmannavali, þar sem fjöl- margir íhaldsmenn hafa fengið stöður hjá ríkinu síðan Fram- sóknarflokkurinn kom til valda, en Reykjavíkurbær hefir valið alla starfsmenn sína eftir flokkslit. Sama má segja um ýms önnur hálfopinber fyrir- tæki, sem íhaldsmenn ráða yfir — eins og t. d. Eimskipafélagið. * * * Skrifum Mbl. um Eimskipafé- lag íslands og ályktun aðal- fundar S. í. S. um skipakaup verður svarað í næsta blaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.