Tíminn - 08.07.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.07.1939, Blaðsíða 3
78. hlaft Tí^lixrv. laujgardajgmn 8. júlí 1939 311 ÍÞRÓTTIR tþrótlalíf í Skag’afirði Knattspyrna er allmikið iðkuð víðsvegar í Skagafirði, mest á Sauðárkróki og Hólum og hafa Hólamenn og Sauðkræklingax háð árlega kappleiki um áratuga skeið og þann síðasta 1. maí í sumar, er lauk með sigri Hóla- manna, 3:0. Þá fór fram á Hólum kapp- leikur milli Hólamanna og Hvanneyringa 9. júní s. 1., sem lauk með jafntefli, 0:0. Pjórum sundnámskeiðum er nýlokið í sýslunni: Við Barðslaug í Fljótum, kennari Jómundur Guðmundsson á Laugalandi. Við Víðivallalaug í Blönduhlíð,kenn- ari var Hjalti Jónsson í Valadal. Við Reykjalaug í Hjaltadal, kennari Páll Sigurðsson, Hólum, og við Steinsstaðalaug í Lýtings- staðahreppi, kennari Páll Sig- urðsson. Hvert þessara námskeiða stóð um i/2 mánuð og sóttu þau um 150 manns, þar af um 60 við Steinsstaðalaug. Áhugi manna fyrir skíða- íþróttinni fer vaxandi og hafa skíðaferðir verið allmikið stund- aðar að Hólum og í Fljótum og munu þar vera beztu skíðamenn sýslunnar. Tvö íþróttamót hafa verið háð í sýslunni í vor. Á Hofsós annan hvítasunnu- dag, að tilhlutun Varmahlíðar- deildar Hofshrepps. Var þar keppt í hástökki, langstökki, 100 m. hlaupi og 3000 m. víðavangs- hlaupi. Beztum árangri náðu: í hástökki: Sigurbjörn Stef- ánsson 1,55 m., Magnús Guð- mundsson 1,50 m., Höskuldur Skagfjörð 1,50 m. í langstökki: Magnús Guð mundsson 5,50 m„ Höskuldur Skagfjörð 5,50 m„ Sigurbj. Stef ánsson 5,35 m. 100 m. hlaup: Magnús Guð mundsson 12 sek„ Höskuldur Skagfjörð 13 sek. 3000 m. víðavangshlaup: Kári Steinsson 10 mín. 13 sek., Hall dór Jónsson 10 mín. 14 sek„ Páll Júlíusson 10 mín 15 sek. 17. júní hélt samband ung mennafélaganna í Skagafirði héraðsmót að Hólum í Hj altadal. Þar var keppt í hinum sömu í- þróttagreinum, hástökki, lang- stökki, 100 m. hlaupi og 3000 m. víðavangshlaupi. Árangur varð þessi: í hástökki: Sigurbj. Stefáns- son 1,55 m„ Guðm. Stefánsson 1,50 m„ Maron Pétursson 1,45. í langstökki: Höskuldur Skag- fjörð 5,90 m„ Bjarni Pétursson 5,83 m„ Magnús Guðmundsson 5,73 m. í 100 m. hlaupi: Magnús Guð- mundsson 12,4 sek., Hösk. Skag- A BT N Á L L Dánardægur. Séra Þórarinn Þórarinsson á á Valþjófsstað í Fljótsdal varð bráðkvaddur að Brekku i Fljóts- dal 3. júlí, 75 ára gamall. Hann var af bændaættum kominn, sonur Þórarins bónda Stefáns- sonar á Skjöldólfsstöðum i Jök- uldal og konu hans, Þóreyjar Einarsdóttur prófasts Hjörleifs- sonar í Vallanesi. Sér Þórarinn lauk stúdentsprófi árið 1886 og guðfærðiprófi fjórum árum síð- ar. Hann vígðist í fyrstu til Mýr- dalsþinga, en fluttist þaðan að Valþjófsstað eftir fá ár; þar var hann prestur í 45 ár. Séra Þór- arinn var kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur prests á Hofi í Vopnafirði. Áttu þau mörg börn og eru fimm þeirra á lífi. Séra Þórarinn var vinsæll maður og vel látinn af þeim, er hann þekktu. Salbjörg Einarsdóttir, fyrr- um húsfreyja í Akureyjum í Helgafellssveit, andaðist 30. júní síðastliðinn að heimili dóttur sinnar í Skógum á Fellsströnd, nær 103 ára að aldri. Hún var dóttir Einars Einarssonar bónda á Kýrunnarstöðum og Jóhönnu, konu hans, fædd 10. október 1836, og vantaði því þrjá mánuði og tíu daga á að vera 103 ára. Mun hún hafa verið elzta kona landsins. Salbjörg giftist um fertugt Sigmundi bónda' Guð- brandssyni í Akureyjum í Helga- fellssveit í Snæfellsnessýslu og bjó þar í fimmtíu og fimm ár. Síðustu árin dvaldi hún í Skóg- um. Eru nú á lífi þrjár dætur þeirra hjóna, átján barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Dætur þeirra eru Margrét húsfreyja í Skógum, Ólöf húsfreyja í Akur- eyjum og Ingveldur fyrverandi skólastýra á Sandi á Snæfells- nesi. Salbjörg var ern lengst af og hafði fótavist þar til hún var hálftíræð. Hún var kona mjög vel gefin og sómi sinnar stéttar í hvívetna. fjörð 12,8 sek„ Bjarni Pétursson 13,2 sek. 3000 m. víðavangshlaup: Kári Steinsson 11 mín. 15,8 sek„ Frið rik Rósmundsson 11 mín. 45 sek„ Pétur Sigurðsson 11 mín. 50 sek. Ræðu flutti Josef J. Björnsson á Vatnsleysu. Veður var ágætt og sóttu mótið yfir 300 manns. Vín sást á einum manni. Samband ungmennafélaganna í Skagafirði, sem legið hefir niðri undanfarin ár tók til starfa á ný og skipa nú stjóm þess: Halldór Benediktsson, Fjalli, Sig. Ólafs son, Kárastöðum, og Páll Sig urðsson, Hólum. P. Mest og bezt fyrir krónuna með því að nota þvotta- duftið Perla ^rhi'hninlætis : Réykíd Tvö gullbrúðkaup. (Framh. af 2. síSu) og Magnús önduðust fulltíða, en tveir synir þeirra lifa, Jón bóndi á Meðalholtum og Ingvar múr- arameistari í Reykjavík. Hafa öll þau systkin verið búin ágætu atgervi, andlega og líkamlega. Systurdóttur Vigdísar, Aðalheiði, fóstruðu þau frá fæðingu, og mörg fleiri börn um lengri eða skemmri tíma. Barnabörn þeirra eru 16. Ingunn og Einar byrjuðu bú- skap á Hólum, en fluttu árið 1891 að Tóftum og bjuggu þar 36 ár samfleytt. 1928 brugðu þau búi og fengu jörðina í henduT syni og tengdadóttur, og hafa dvalið á heimili þeirra síðan. Þrjóta þeim nú óðum kraftar, en hafa þó, allt til þessa, gengið að heyskap á sumrum, enda hafa litt bilaða sjón og heyrn. Níu börn eignuðust þau. Ein dóttir dó í bernsku og þrír syniT fullorðnir, Sigurður Kristinn, Ingólfur og Hjalti. Lifandi eru Sigrún húsfreyja í Selhaga í Stafholtstungum, Jarðþrúður kennari í Reykjavík, Sighvatur bóndi á Tóftum, Guðbjartur, bú- settur á Stokkseyri og Sigurjón garðyrkjumaður á Akureyri. Auk þess ólu þau upp eina fóst- urdóttir og var heimili þeirra jafnan mikið barnaheimili. Barnabörn þeirra eru 15.. Framan af æfi stundaði Einar nokkuð sjómennsku, en hafði þó meiri hug á landbúnaði og var áhugamaður bæði um jarðabæt- ur og garðyrkju. Heimili beggja þessara hjóna báru sömu höfuðeinkennin. Starfsemi og gestrisni, glaðværð En nú er mér nær að halda, að íslenzk æska sé meir við því búin, en oft áður, að taka á sig skyldur fyrir þjóðfélagið, og þá kem ég að því úrræði í þjóðar- uppeldinu, sem fyrir mér hefir fyrst og fremst uppeldisgildi, en þar næst þjóðhagslegt gildi, en það er þegnskylduvinnan. Hugmyndin um þegnskyldu- vinnu hér á landi er orðin nokk- urra áratuga gömul, og langir tímar hafa liðið svo, að á hana hafi verið minnzt. Hleypidóma og þröngsýni hafa haldið þess- ari viturlegu hugmynd niðri. Hún hefir verið borin saman við herskyldu í hernaðarlöndunum o. s. frv„ en slíka fjarstæðu er í raun og veru óþarft að ræða við hugsandi menn, en nú loks, á allra seinustu tímum hefir hún eignazt formælendur, og það meira að segja úr hópi æsku- mannanna sjálfra. Ef til vill hefir atvinnuleysi æskumann- anna ráðið þar nokkru um, en ég hygg þó að þar valdi dýpri orsakir, enda á þegnskyldu- vinnan ekki að vera nein bráða- byrgðar atvinnuleysis- og kreppuráðstöfun. Hún á að vera djarflegt menningarspor stigið fyrir ókomna tímann, fyrir ó- komnar aldir, og vissulega væri það gleðilegt tímanna tákn, ef æskan sjálf ætti nú höfuðfrum- kvæðið að því að þetta spor yrði stigið. Eg hefi getið þess, að fyrir mér væri þegnskylduvinnan þýðingarmikið spor í sjálfu þjóðaruppeldinu. Hún á að fylla upp í eyðu bókskólanna okkar. Kenna ungu fólki að vinna undir heilbrigðum aga, og tengja hugi æskumannanna við hið starf- andi líf þjóðfélagsins. Það mun margur ætla, að hin þrotlausa launabarátta síðustu tíma hafi ekki orðið til að brýna egg þegnskaparins, og annarra góðra skapgerðarþátta, þótt hún hafi verið á rökum reist að öðru leyti, og það væri vissulega hverjum ungum manni hollt að færa landi sínu og þjóð þessa fórn á bezta tíma æfinnar, og sannast að segja hefir enginn kynslóð þegið meira, og gefið minna, en sú, sem verið hefir að alast upp hina síðustu áratugi, og mætti því ætla að henni væri það holl reynsla að taka á sig þessa skyldu. Þjóðhagslegu hliðina ber heldur ekki að vanmeta. Hér yrðu leystir úr læðingi þeir kraftar, sem á fáum áratugum gætu unnið stórvirki fyrir land og þjóð við vegalagningar, skóg- græðslu, húsabyggingar, rækt- unarstörf o. s. frv„ og í sambandi við þetta kæmi svo fram vinnu- skólahugmynd Lúðvíks Guð- mundssonar, sem hann hefir gefið svo ítarlegt yfirlit um í útvarpinu. Ég vænti þess fast- lega, að öll æskulýðsfélög og M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 10. þ. m. kl. 6 síðd. til Kaupmannahafnar (um Thorshavn og Vestmannaeyjar). Farþegar sæki farseffla sem fyrst. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Sklpaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. sambönd fari að taka þetta mál til íhugunar, og undirbúa það í hendur þeirra, sem koma til með að hrinda því í framkvæmd. Það væri eitt hið djarflegasta spor sem íslenzk æska gæti stig- ið. — Ég byrjaði þessi orð mín meö tilvitnun í eina hina glæsileg- ustu fornsögu vora. Ég vil að lokum hverfa margar aldir aft- ur í tímann til hinna fornfrægu Spörtu. Spartnesk kona átti fimm syni í stríðinu, og nú bíður hún í eftirvæntingu eftir fregnum þaðan. Loks kemur sendiboði og seg- ir: „Synir þínir eru allir fallnir.“ „Aumur þræll, var ég að spyrja að því?“ „Við sigruðum,“ sagði sendi- boðinn. Þá gekk hin hugprúða kona til musterisins og færði guðunum þakkarfórnir. Milli Kolskeggs Hámundar- sonar og spartversku konunnar liggja aldir og órafjarlægðir, en þau eiga bæði þann þegnskap og þjóðhollustu, sem eru hverri þjóð gulli betri. Við skulum vona að þær dyggðir fyrnist aldrei á ís- landi, og mun þá vel fara. Hannes J. Magnússon. og hjálpfýsi voru þar sterkir þættir, og andleg verðmæti í hávegum höfð. Eru húsfreyjur þessar ljóðelskar mjög og miðl- uðu óspart börnum sínum af ljóðaforða minnisins við tó- skapinn á löngum vetrarkvöld- um„ Vinir hvorttveggja hjónanna og vandamenn heimsóttu þau á gullbrúðkaupsdaginn og færðu þeim veglegar gjafir. En sunnu- daginn 2. júlí héldu ibúar Stokkseyrar- og Gaulverj abæj - arhrepps þeim heiðurssamsæti að Stokkseyri. Var þar mann- fjöldi mikill og skemmtun góð. UJiulsiHSiils Timburyerzlun Sítnn.: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn. Afgr. frá Kaupmaimahöfn bæði stórar og litlar pantanir og skipsfarma frá Svíþjóð. S. I. S. og umboðssalar annast pantanir. — EIK OG EFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. — HAVNEM0LLEN KAUPMAMAHÖFN mælir meff sínu viffurkennda RLGMJÖLI OG HVEITI. - . Meiri vörugæði ófáanleg. S. t. S. skiptir eingöngu við okkur. Hraðferðír B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiffslan í Reykjavík á Bifreiffastöff íslands, sími 1540. Rifreiðastöö Akureyrar. 128 Willíam McLeocL Raine: FlóttamaSurinn frá Texas 125 undir eins og hún gaf sér slakan taum- inn? Hún fann líka, að hún fagnaði þessu um leið og hana hryllti við því. Fyrir fáum klukkustundum hafði hún verið barn, en nú var hún kona. Hún vissi að aldurinn reiknaðist í reynslu, ekki árum. Hann hafði sagt, að hann skyldi aldrei, aldrei gleyma, og orðin höfðu komið eins og tilfinningar hans þvinguðu þau fram, gegn vilja hans. Honum hafði áreiðanlega verið þetta alvara. Hann hafði til að bera djúpa hreinskilni, þó hann væri vondur. Vondir menn gátu jafnvel ekki verið vondir að öllu leyti. Hann hafði einu sinni sagt við hana, með sinni háðslegu rödd, að hann væri ef til vildi ekki jafn vondur og hann virtist vera, og hún hafði varnað honum skýringa. Það var skrítið, en eitthvað innst inni í sál hennar, neitaði að dæma hann, jafnvel núna, þegar hún vissi hvað hann hafði gert. Svipurinn í augum hans, til- burðirnir og þau áhrif, sem hann hafði á menn, það gat ekki allt verið blekking. í þessum Webb Barnett, sem nefndi sig Taylor, brann sá logi sj álfsvirðingar, sem mótmælti algerri illmennsku. — Það leyndist eitthvað gott með honum. Hann hafði lofað að gleyma aldrei, og — Við höldum þá á þjóðveginn, sagði hann. — Því lengra sem við förum frá bænum, þess færri verða slóðirnar. Við ríðum siðan meðfram veginum, sjáum hvar hann hefir komið á hann, og at- hugum þá hvort hann hefir stefnt til Tilcup eða Meridian. Ef hann hefir far- ið í áttina til Meridian, getum við Steve stytt okkur leið, með því að fara hjá Fiskivatninu og komist þangað á undan honum. — Já, sagði Molly. Hún fór fljótt að dragast aftur úr, og faðir hennar mátti tvisvar hinkra við eftir henni. — Það hefir ekkert að þýða fyrir þig, að koma með, Molly, ef þú ert farin að þreytast, sagði hann. — Ég held að ég sé orðin slæpt, sagði hún. — Gypsy vill ekki fylgja þér eftir, og ég get ekki hvatt hann nægi- lega. — Snúðu þá heim, góða mín, og farðu í rúmið. — Þætti þér lakara að ég gerði það? — Nei, auðvitað ekki. Þú þarft ekki að spretta af Gypsy, skyldu hann bara eftir í hesthúsinu. Ég skal sjá um hann þegar ég kem aftur. — Ég held ég fari þá. Góða nótt. — Góða nótt, og reyndu að sofna og gleyma þessu, barnið mitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.