Tíminn - 08.07.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.07.1939, Blaðsíða 2
310 TÍMIM, lawgardaglim 8. jiilí 1939 78. Iilað „Lnxniskípið^ Eftir Jón Arnason framkvæmdastjóra Ttö gnllbrnðkaup '^Uninrt Lauyardatfinn 8. jjúlí Fólksflóttinn á mölina í nýkomnum mannfjölda- skýrslum Hagstofunnar fyrir ár- in 1931—35 sést aS fólki i sveit- um hefir fækkað um 1.586 á þessu tímabili, en fjölgað um 8.627 1 kaupstöðum og kauptún- um. Þegar sum blöð birta frásagnir eins og þessar, virðist gæta hjá þeim nokkurs illgirnislegs fagn- aðar. Þau segja, að þetta sýni gleggst, að barátta Framsóknar- flokksins fyrir aukinni ræktun og umbótum í sveitum hafi ekki borið árangur, því enn haldi fólk áfram að streyma til sjávarsíð- unnar. Öll barátta flokksins hafi .verið unnið fyrir gýg og- þjóðin eigi ekki að láta blekkjast af henni lengur. f raun og veru eru slík ummæli ekki svaraverð. Hverjum hugs- andi manni hlýtur að vera það ljóst, að fólksflóttinn úr sveit- inni hefði orðið langtum meiri á undanförnum árum, ef Fram- sóknarflokkurinn hefði ekki komið mörgum af brýnustu hagsmunamálum sveitanna í framkvæmd. Það verður að vísu aldrei sýnt með tölum, hversu miklu flokkurinn hefir áorkað í þessu efni, en það er eigi að síð- ur jafnvíst, að nýræktin, húsa- bæturnar og aðrar hliðstæðar framfarir í sveitum hafa mjög dregið úr fólksflóttanum þaðan. Sá árangur er vissulega öflug hvatning til þess, að þessari bar- áttu fyrir hagsmunamálum sveitanna beri að halda áfram með sízt minna kappi og dugn- aði en gert hefir verið á undan- förnum árum. Sveitirnar eiga líka fullkomna heimtingu á því, að þeirra hlut séu gerð enn betri skil en verið hefir hingað til, þótt mikið hafi unnizt til leiðréttingar málum þeirra. Ríkið hefir nú á stuttu tímabili tekið ábyrgð á tveim stórum milljónalánum fyrir Reykjavíkurbæ, annað til að reisa rafveitu og hitt til að koma upp hitaveitu. Það hefir jafn- framt tekið ábyrgð á hliðstæðum lánum fyrir Akureyri, ísafjörð og fleiri kaupstaði og kauptún. Fulltrúar sveitanna hafa sýnt þessum framfaramálum kaup- staðanna fullan skilning og greitt fyrir framkvæmd þeirra. En þeir vænta í þess stað gagn- kvæms skilnings. Meðan kaup- staðirnir fá þessi auknu þægindi, hafa sveitirnar ekki fengið neitt hliðstætt. Hin auknu þægindi í kaupstöðum hljóta vitanlega að hæna fólk þaðan, sem þægindin eru minni, ef ekkert er að gert. Þessvegna er það ekki aðeins réttlætiskrafa sveitanna, heldur þjóðfélagsleg nauðsyn að á næstu árum verði reynt að bæta hlut þeirra svo, að hin auknu þægindi í kaupstöðum verði ekki til að auka flóttann á mölina. Til þess munu forvígismenn kaup- staðanna heldur ekki ætlazt, því þeim mun vel ljóst, að atvinnu- möguleikarnir leyfa ekki meiri fólksfjölda þar. Þessvegna ætti að mega vænta stuðnings þeirra við málefni sveitanna. Það ættu líka þeir, sem hyggja til flutnings úr sveitunum, að gera sér ljóst, að ekki er allt fengið með þægindunum í kaup- stöðunum. Þau kosta veruleg út- gjöld og til þess að fá risið undir þeim þurfa menn að hafa at- vinnu. En það eru hvergi nærri allir, sem eiga hennar kost. Það er vissulega ekki skiptandi á sæmilegum torfbæ í sveit og kjallaraíbúð með óþverralegri malargötu fyrir framan glugg- ana. Starf bóndans er einnig á margan hátt skemmtilegra, — þó erfiðara sé, — en starf verka- mannsins eða skrifstofuþjónsins og hann er jafnframt sinn eig- inn húsbóndi. Sveitakonan getur líka verið fullviss um það, að hún velur börnum sínum óhentugri uppeldisskilyrði með því að fara með þau úr sveitinni á götuna. Kaupstaðalíf hefir sínar glæstu hliðar og mörgu þægindi. En það hefir líka hinar dökku hliðar og þegar allt kemur til alls þolir það engan samanburð við sveitalífið í hollum uppeldislegum áhrifum og frjálsræði. Fólki þarf að vera það ljósara Morgunblaðið og Vísir hafa verið að ónotast út af því, að hér í blaðinu hafa birzt nokkrar athugasemdir við þá ráðstöfun Eimskipafélagsstjórnarinnar, að gera samning um kaup á stóru farþegaskipi, sem manna á milli hefir verið kallað „villan“ eða „luxusskipið". Á aðalfundi Eimskipafélagsins 1938 var samþykkt heimild fyrir stjórn félagsins, til að láta smíða slíkt skip. Ég var ekki á þeim fundi, en hefi heyrt að ráða- gerð þessi hafi mætt nokkrum andmælum, þó heimildin væri samþykkt með yfirgnæfandi atkvæðamagni. Formaður stjórnar Eimskipa- félagsins hr. Eggert Classen, hef- ir, að því er ég bezt veit, beitt sér manna mest fyrir þessu máli. Meginástæðan, sem færð er fyrir nauðsyn þessarar ráð- stöfunar, eru farþegaflutningar milli íslands og Danmerkur og Englands. Er ráðgert að selja Gullfoss, sem meirihluta Eim- skipafélagsstjórnarinnar ekki þykir lengur hæfur í slíkar ferð- ir, og nota andvirðið upp í greiðslu fyrir nýja skipið. Þetta nýja skip átti í vetur að kosta 3,8 milj. króna, og var þá ráðgert að tekjuhallinn yrði um 237 þús. krónur á ári. Við geng- islækkunina hækkaði skipsverð- ið svo, að það kostar með nú- verandi gengi 4,6 milj. króna. En þó hefir tekjuhallinn stað- ið í stað. Ekki gert ráð fyrir auknum tekjuhalla þó kaup- verð skipsins hækki um rúm 20%. — Formaður Eimskipafé- lagsstjórnarinnar hefir réttlætt þennan tekjuhalla með því, að landið muni græða svo mikið á aukningu ferðamannastraums- ins, að hallinn vinnist upp ó- beint. Ég hefi jafnan litið svo á, að það væri óverjandi af stjórn Eimskipafélagsins að ráð- ast í bersýnilega tekjuhallaút- gerð, til að flytja hingað erlent skemmtiferðafólk; það sé fyrst og fremst Alþingi, sem eigi að gera slíkar ráðstafanir, þar sem líka vitað er, að við höfum enn sem komið er heldur litla mögu- leika til að taka á móti miklu fleiri erlendum ferðamönnum, en verið hefir, að oft bxeytir um til hins verra, þegar flutt er úr sveit í kaupstað. Því þurfa að vera ljósir þeir kostir sveitalífs- ins, sem vega gegn þægindum kaupstaðanna. Baráttan gegn fólksflóttanum úr sveitunum byggist á því jöfnum höndum, að gera kunn þessi sannindi og vinna að auknum umbótum og framförum, sem minnka muninn á þægindum í sveit og kaupstað. NIÐUBLAG. Merkur erlendur rithöfundur hefir sagt, að ef maður ætti að velja hinum síðustu tímum eitt- hvert táknrænt merki, þá ætti það að vera metrakvarðinn. í heimi metrakvarðans, segir hann, eru menn alltaf að mæla og meta, lönd, peninga, hrávör- ur o. s. frv. En ef svo á að fara að leggja mælikvarðann á mannlega sál, á guð, þá virðist hvorugt vera til, metrakvarðinn grípur ekki þær stærðir; þær fyrirfinnast ekki. Ef til vill erum við íslending- ar ekki komnir eins langt inn í heim metrakvarðans eins og sumar aðrar þjóðir, sem betur fer, en það liggur nærri að ætla, að sú hætta liggi ekki langt frá okkur, fremur en öðrum, að mæla menninguna í stikum og hestöflum. Annar ennþá frægari snilling- ur, skáldið Göthe, hefir ein- hversstaðar sagt: „Ef maður ætlar sér að deila skynseminni í tilveruna, þá gengur það reikningsdæmi aldrei upp. Það gengur alltaf eitthvað af, og þessi afgangur er sá leyndardómur, sem öll heimsins speki og guðfræði árangurs- laust glímir við.“ en hingað geta komið með nú- verandi skipakosti. Útreikning- ur hr. E. Cl. um gróðann af ferðamönnum er algerlega út í bláinn. Hann miðar við, að hver erlendur ferðamaður skilji eft- ir viölíka mikla peninga og þeir gera í Noregi. Norðmenn hafa fullkomin hótel og ágætar sam- göngur innanlands. Viö höfum hvorugt. — Laxveiðimenn þykja hér góðir sumargestir. En ég veit mörg dæmi þess, að þeir eru látnir greiða kr. 6.00 — sex krón- ur á dag fyrir fæði og húsnæði. Halda menn að landið græði á slíkum viðskiptum? Þá mætti láta sér detta í hug, að eitthvað af þeim gróða, sem nýja skipinu er ætlað að færa landsfólkinu með auknum er- lendum ferðamannastraum, kynni að renna út úr landinu aftur með auknum siglingum ís- lendinga með því sama skipi. Vísir, eða einhver, sem skrifar sig a, furðar sig á því, að hvor- ugur okkar Sigurðar Kristinson- ar, sem báðir vorum á aðal- fundi Eimskipafélagsins, skyld- um andmæla skipakaupunum, úr því við höfum látið Tímann gera það. — Á þessum fundi skýrði formaðurinn frá því, að búið væri að gera samning um kaup á „luxusskipinu". Mér fannst nú sannast að segja næsta tilgangslítið að fara að munnhöggvast við formanninn um orðinn hlut og hygg að Sig. Kristinsson hafi litið líkt á það. — Ég hafði líka á stjórnarfundi í Eimskipafélaginu þann 3. apríl 1939, lagt fram til bókunar svohljóðandi mótmæli gegn kaupum á hinu nýja „luxus- skipi“: „Ég álit það óverjandi ráð- stöfun, að kaupa farþegaskip með tiltölulega litlu lestarrúmi til vöruflutninga, fyrir allt að 4 milj. króna, þar sem stjórn fé- lagsins áætlar að árlegur rekst- urshalli skipsins verði 345 þús. kr.* Hinsvegar er ég því fylgj- andi, að félagið kaupi eitt eða fleiri vöruflutningaskip, annað- hvort með tiltölulega litlum far- þegarúmum eða án þeirra. Það vantar mjög mikið á, að félagið geti fullnægt flutningaþörf landsmanna og reynslan hefir sýnt, að vöruflutningaskip gefa góðan arð. Auk þess má á það benda, að talsvert almennur ótti er í mönnum um að styrjöld geti skollið yfir þá og þegar. Rætist sú spá, kemur svona skip lands- mönnum að litlu liði, en hins- vegar nauðsynlegt að auka flutningaskipastól landsmanna, *) Þessi áætlun um tekjuhalla var síðar lækkuð í kr. 237 þús. Það, sem veröld metrakvarð- ans vantar í dag, er þessi dýr- mæta reynsla. Hana vantar rétt mat á verðmætum. Það gagnar ekki heldur, þótt alinmál gamla tímans yrði upp tekið, jafnvel sígild verðmæti eins og kristin- dómurinn geta fallið í verði, og ef til vill er það verðfall slíkra verðmæta, sem þjakar okkar menningu meir en sjálf heims- kreppan í viðskiptaheiminum. Á slíkum krepputímum neyðir fátækt lífsins mennina til að ganga út um stræti og gatna- mót og kaupa sér lífsgleði. Kapphlaupið um skemmtistað- ina nú á tímum ber ekki vott um mikla innri auðlegð. Þegar Gunnar á Hlíðarenda hætti við utanför sína, og reið heim að búi sínu aftur til að setjast þar að, eins og frjáls maður, þá vissi hann að það var í trássi við lög landsins, sem höfðu dæmt hann útlægan um stund. Strengur löghlýðninnar hefir aldrei verið sterkur í brjósti íslendingsins. Strjálbýlið hefir alið hér upp þjóð með lítt mótaða sambúðarhætti, og sam- búðarmenningu, og allt, sem heitir agi hefir verið heldur ó- vinsælt. hvort sem til ófriðar kemur, eða ekki.“ Eftir að ég lagði fram til bók- unar áðurnefnd mótmæli, sam- þykkti stjórn Eimskipafélagsins að senda framkvæmdastjóra svo- hljóðandi símskeyti, en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn: „Direktör Vilhjálmsson, Angle- terre, Köbenhavn. Félagsstjórn Eimskips hefir samþykkt að semja við Bur- meister & Wain aðallega um skip samkvæmt tilboði þeirra 14. 1., ef ljóst verður næstu daga að ríkissjóðsstyrkur fáist, til vara, um farmskip ca. 265 feta, 14 mílna hraða, hlaðið, reynsluför, með farþegaplássi á þilfari. Félagsstj órnin felur yð- ur að tryggja, með bráðabirgða- samningi við Burmeistr & Wain, hvort skipið sem væri, fullsmíð- að marz/apríl 1941“. Eimskip. Ég tók eftir því á aðalfundi Eimskipafélagsins, að Eggert Claessen vildi með engu móti láta kalla þetta nýja skip „luxus- skip“, mótmælti því hreinlega, að þetta væri „lúxusskip“. Það er nú svo hvert mál, sem það er virt, og tel ég líklegt að um það megi þrefa, hvað sé „luxus“, og hvað ekki. Sennilega kallar Egg- ert Claessen ekki því nafni ým- islegt, sem aðrir leyfa sér að nefna svo. Morgunblaðið fárast yfir þeim „fáfróðu" mönnum, „sem eru svo gersamlega sneiddir allri vit- neskju um hvað vakti fyrir for- göngumönnum Eimskipafélags- ins“, og virðist blaðið álíta þessa „fáfræði“ vera aðalástæðuna fyrir því, að margir menn eru nú mótfallnir því, að Eimskipa- félagið ráðist í fyrirsjáanlegan tekjuhallarekstur, svo fyrirsjá- anlegan tekj uhallarekstur, að jafnvel harðsnúnustu formæl- endur „luxusskipsins“, eins og Eggert Claessen, treystast ekki til að færa neinar líkur fyrir því, að komizt yrði hjá tekjuhalla — mörg hundruð þúsundum króna tekjuhalla á ári á þessu fagra fleyi. Og ég verð nú að segja það, að ég læt mig það engu varða, hvað fyrir forgöngumönnunum að stofnun Eimskipafélagsins hefir vakað, þegar um kaup á þessu tekjuhallaskipi er að ræða. Það, sem máli skiptir er, að Eim- skipafélagið fullnægi flutninga- þörf og samgönguþörf lands- manna á sem hagsýnastan hátt. Þetta finnst mér félagið hafa vanrækt. Okkur hefir tilfinnan- lega vantað flutningaskip. Úr þessari þörf átti félagið að bæta. Nú er svo komið, að vegna van- rækslu Eimskipafélagsins með að útvega sér flutningaskip, eru önnur félög og fyrirtæki hér á landi búin að eignast fimm vöruflutningaskip. Rekstur þess- ara skipa virðist hafa gengið vel. Og allar líkur mæla með þvi, að rekstur þeirra hefði átt að vera mun ódýrari í höndum Eim- (Framh. á 4. siðu) Á heimilunum og í skólunum hefir aginn, í hugum manna, staðið í sambandi við hýðingar og aðrar líkamlegar refsingar, sem að maklegleikum voru nú búnar að fá sinn dóm, og í þjóð- félaginu í sambandi við mis- beitingu ákæruvaldsins og dóms- valdsins, sem þjóðin hafði líka fengið nóg af á umliðnum öld- um, svo þegar meiri menningar- bragur fór að færast yfir þessa hluti, héldu menn í bjartsýni sinni, að aginn heyrði aðeins fortíðinni til. Flestir hlutir áttu að vera frjálsir, jafnvel börnin áttu að fá að ráða sér sjálf, bæði á heimilunum og skólum. Af- leiðingar þessa hafa líka sézt greinilega, meðal annars í stór- kostlega auknum drykkjuskap í landinu, og þá einkum unglinga og kvenna. Er þessi barnalegi, og frum- stæði skilningur eftirstríðsár- ann á hinu dýrmæta frelsi, er nú smátt og smátt að þoka fyrir þroskaðri skilningi á þessum hlutum, en þó gætir áhrifa hans enn svo mjög, að ég hika ekki við að segja, að okkur vantar meiri og markvissari aga. Okk- ur vantar meiri aga á heimilin, skólana, meiri þjóðfélagslegan aga, að ógleymdum sjálfsagan- um, sem ef til vill er undirstaða alls hins. Hér er ekki átt við harðstjórn með tilheyrandi refsingum fyr- ir hinar smæstu yfirsjónir. Þær uppeldisaðferðir skulum við eftirláta öðrum, heldur aga, sem Þann 29. júní síðastl. áttu gullbrúðkaup tvenn hjón í Stokkseyrarprestakalli, þau Vig- dís Magnúsdóttir og Þorvarður Jónsson á Kirkjubóli á Stokks- eyri og Ingunn Sigurðardóttir og Einar Sigurðsson á Tóftum í sömu sveit. Bæði þessi hjón voru gefin saman i Gaulverjarbæjar- kirkju af sr. Jóni Steingríms- syni 29. júní 1889. Einar Sigurðsson. Vigdís er fædd á Bjalla í Land- sveit 1. sept. 1865, dóttir Magn- úsar bónda Jónssonar frá Aust- vaðsholti og konu hans Arnheið- ar Böðvarssonar frá Reyðar- vatni. Fluttist síðan með for- eldrum sínum að Holtsmúla og Laugarvatni og ólst þar upp. Þorvarður er fæddur 1. sept. 1861 að Flagbjarnarholti í Landsveit, sonur Jóns bónda Einarssonar úr Grindavík og Ingveldar Þorvarðardóttur frá Stóra-Klofa. Fluttist 6 ára með foreldrum sínum að Hólum í Stokkseyrarhreppi og ólst þar upp. Ingunn er fædd 12. nóv. 1864, dóttir Sigurðar bónda ívarsson- ar á Gegnishólaparti og konu hans, Guðrúnar Halldórsdóttur frá Elliðakoti. Ólst hún upp í felst í festu og myndugleik í allri stjórn, hvort sem er á heimilum, skólum eða þjóðfé- laginu. Aga, sem krefst þess, að öllum lögum og reglum, bæði skráðum og óskráðum, sé hlýtt hvort sem er á hærri eða lægri stöðum í þjóðfélaginu. Slíkur agi myndi verða einn hinn traustasti hornsteinn okkar unga sjálfstæðis. En vanti þessa tegund af aga, þá liggur í því mikil hætta fyrir heilbrigt upp- eldi, og þá ekki hvað sízt þegn- skaparuppeldið. Þeir, sem ekki læra snemma að hlýða þessum lögum og reglum heimilanna, skólanna og þjóðfélagsins, eru ekki líklegir til að sýna mikinn þegnskap, eða trúnað, þegar út í lífið kemur. Þeir verða lélegir þegar, hvar sem þeir eru. Þetta er eitt af þeim mörgu og stóru verkefnum, sem kalla nú á sam- vinnu heimila og skóla, og þá erum við komin að orsökum ýmsra þeirra barnasjúkdóma, sem menning vor er haldin af, en þær eru hnignun heimilislífsins, og nú langar mig til að gera eina fullyrðingu enn: Endurreisn hins þjóðlega, fastmótaða heim- ilislífs er eitt stærsta verkefni næstu tíma. Við getum stofnað skóla, góða skóla, allskonar hæli og uppeldisstofnanir, sem allt er ómissandi í nútíma-þjóðfélagi, en ekkert af því getur komið í staðinn fyrir góð heimili. Hvergi nema á heimilunum er hin raun- verulega menningarlega sál- festa. Hvergi nema þar verður foreldrahúsum, en fór ung í vist til frú Margrétar og sr. Páls Sig- urðssonar í Gaulverjabæ unz frú Margrét flutti burt, að manni sínum látnum. Einar er fæddur 21. júní 1856, sonur Sigurðar bónda Einarsson- ar að Hólum og konu hans, Kristínar Maríu Hansen frá Reykjavík. Ólst hann upp í for- eldrahúsum og voru þeir Þor- Ingunn Sigurðardóttir. varður leikbræður frá barnæsku og trúfastir vinir alla æfi síðan. Var Þorvarður öllu fjölhæfari til verka, en Einar hneigðari fyrir öll fræði, og bætti þar hvor ann- an upp. Vigdís og Þorvarður reistu bú á Meðalholtum í Gaulverjabæj- arhreppi og bjuggu þar 41 ár unz þau brugðu búi 1930 og fluttu til Stokkseyrar. Hafa þau dvalið þar síðan, eru vel ern og starfandi, en Þorvarður er nú sjónlaus orð- inn. Þótt þau byggju sveitabúi svo lengi, var Þorvarður enn hneigðari fyrir sjómennsku. Var hann formaður í Loftsstaðasandi fjöldamörg ár, aflasæll og hepp- inn. Sjö börn eignuðust þau. Þrjár dætur dóu í bernsku. Ingibjörg (Framh. á 3. síðu) numið hið fyrsta stafróf sambúðarmenningarinnar og þegnskaparins. í meir en þús- und ár hefir þyngdarpúnktur al- þýðumenningarinnar hvílt á heimilunum, og með fyllsta trausti á okkar mörgu og góðu skólum, er ég ekki í vafa um, að svo verður það að vera áfram, ef vel á að fara. Skólarnir geta því aðeins mannað unga fólkið, sem þangað sækir, að það eigi sér einhversstaðar rætur annars- staðar, en á þetta er sjaldan lit- ið þegar verið er að dæma störf skólanna. Við höfum undanfarin ár háð mikla og glæsilega menningar- baráttu út á við. Allskonar mannvirki og menningarstofn- anir víðsvegar um landið bera glæsilegt vitni um stórhug og bjartsýni þeirrar þjóðar, sem finnur að hún er að verða frjáls þjóð í frjálsu landi, en mér virð- ist þegar meiri kyrrð fer að fær- ast yfir, eftir þetta fyrsta, stóra áhlaup, að sú barátta þurfi nú meir og meir að snúast inn á við að heimilunum, skólunum, en í dýpstum skilningi, að hverjum einstaklingi sjálfum. Og enn sem fyrr verður þetta hljóða upp- byggingarstarf að beinast að æskunni. Það þarf umfram allt að skapa henni meiri fótfestu í veruleikanum, og samband við menningu og lífsbaráttu þjóð- arinnar að fornu og nýju, án þessa skilur hún ekki hlutverk sitt, án þessa verður þegnskapur hennar aldrei traustur. Hannes J. Magnússon kennari Þegnskaparuppeldi Þorvarður Jónsson og Vigdís Magnúsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.