Tíminn - 08.07.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1939, Blaðsíða 4
312 TÍMIM, langardagiim 8. júlí 1939 78. blað tJR BÆNIM Færeysku knattspyrnumennimir halda heimleiðis á mánudagskvöldið með Lyru. Annað kvöld heyja þeir síðasta kappleik sinn af þremur og þá við K. R., sem bauð þeim hingað. Áður en sá kappleikur hefst, sýna þeir fær- eyska þjóðdansa á vellinum og mun vissulega æðimarga fýsa að sjá þessa sérkennilegu list færeysku þjóðarinn- ar. í gær fóru Færeyingarnir austur á Þingvöll í boði ríkisstjórnarinnar, en áður höfðu þeir farið austur að Gull- foss og Geysi og að Sogsfossum í boði bæjarstjórnarinnar. íslendingum mætti vera það ánægjuauki, að treysta kynn- ingarböndin við minnstu þjóðina á Norðurlöndum og nánustu frændþjóð sína. Sjálfir hafa íslenzkir knatt- spyrnumenn notið gestrisni í Færeyj- um. íþróttamót Borgíirffin&a við Hvítá verður háð á morgun og verða ferðir héðan úr Reykjavík, bæði með Laxfossi, er fer tvær ferðir þenna dag, hina síðari úr Borgarnesi kl. 1 að nóttu, og með bílum. Á mótinu fer fram íþróttakeppni, ræðuhöld, söngur og dans. Mönnum, sem eru undir á- hrifum áfengis, verður ekki leyfður aðgangur að skemmtistaðnum. Leiffrétting. Þegar myndin af kennimönnunum, sem viðstaddir voru biskupsvígsluna, var birt hér í blaðinu á dögunum, hafa ruglazt nöfn þeirra séra Bjöms O. Björnssonar á Höskuldsstöðum og séra Sigurjóns Guðjónssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, þannig að séra Sig- urjón er sagður vera Björn, og séra Björn Sigurjón. Þessi misgáningur er hér með leiðréttur. Árskógrarskóli. Timanum hefir borizt þessi leiðrétt- ing á frásögn um barnaskólabyggingar í ár, sem birtist í' blaðinu 10. júní: Umræddur skóli er byggður í landar- eign Stærra-Árskógar (en ekki hjá Hellu). Neðri hæð var steypt í fyrra og gerð nothæf til bráðabirgða. Á þessu ári er hæpið að framhald verði á verk- inu, en á næsta ári er aðalfram- kvæmdarinnar vænzt. Þjórsármótiff. íþróttamót ungmennasambandsins Skarphéðinn verður háð við Þjórsár- brú á morgun. Verða þar íþróttir sýndar og ræður fluttar, sungið og dansað. íþróttamót þessi eru mjög fjölsótt úr hlutaðeigandi héruðum, Ár- nessýslu og Rangárvallasýslu, auk þess sem þangað sækir margt manna ann- ars staðar að. Héðan úr Reykjavík verða bifreiðaferðir austur. Fólki, sem verður undir áhrifum áfengis, verður ekki leyfður aðgangur að samkomu- staðnum. Messur á morg;un: í dómkirkjunni kl. 10, prestsvígsla. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 8.30 síðdegis, séra Jón Auðuns. — Að Bessa- stöðum kl. 2, séra Garðar Þorsteinsson. „Fjallamenn“ heitir félag, er Guðmundur Einars- son frá Miðdal gekkst fyrir að stofna ekki alls fyrir löngu. Eru í því nokkrir áhugasamir fjallgöngumenn. Þýzkur fjallgöngumaður, sem hér er staddur, Leutelt að nafni, ætlar að halda nám- skeið á vegum félagsins og kenna ýmis- legt það, er lýtur að fjallgöngum. Prestsvígsla. Á morgun verður vígður cand. theol. Ragnar Benediktsson, er verður settur prestur á Stað á Reykjanesi. Er þetta fyrsta prestsvigslan, sem Sigurgeir Sig- urðsson biskup framkvæmir. Dönsk menntaskólabörn, 20 alls, komu hingað til Reykjavíkur í gær með Brúarfossi, undir leiðsögu Ejnar Andersens, rektors við Östre Borgerdydsskóla í Kaupmannahöfn. Dvelja þau hér hálfsmánaðartíma og munu ferðast um landið, en hverfa að því búnu heimleiðis. Verða þá 20 íslenzkir menntaskólanemendur í fylgd með þeim, er fara til svipaðrar dvalar og ferðalaga í Danmörku, ásamt ein- Mlnnl samvfimmlagsins. (Framh. af 1. slðu) um skrefum og fjárhags- og verzlunarstaffa þeirra stórbatn- að. Kaupfélögin, sem áður voru fátæk og sumstaðar lítilsvirt njóta nú alstaðar virðingar og velvildar. Við gleðjumst yfir þessum sigrum samvinnumanna, en við miklumst ekki af þeim. Við vit- um, að þeir eru ekki unnir vegna þess að samvinnumenn séu öðr- um betri, heldur sökum þess, að skipulag samvinnufélaganna, nært af hugsjónum samvinnu- stefnunnar, skapar meira ör- yggi, meira réttlæti og meira frelsi en nokkurt annað skipu- lag, sem við þekkjum. Okkur er sérstaklega nauð- synlegt að minnast þessa nú, því að aldrei hefir harðari hríð verið efld á móti samvinnu- hreyfingunni en nú er gert. í sömu löndum hafa félög sam- vinnumanna verið brotin niður með ofbeldi, í öðrum er þeim stjórnað af ríkisstjórnum, sem eru heiftúðlega fjandsamlegar þeim hugsjónum, sem sam- vinnumenn berjast fyrir, og alls- staðar nota andstæðingar okk- ar öll þau tæki, sem peningar geta keypt, til að vinna gegn samvinnufélögunum. Ofan á þetta bætist að fjórði hluti mannkynsins hefir undanfarið háð og heyir enn blóðuga styrj- öld, sem búizt er við að breiðist á hverju augnabliki til allra landa. Það er því ekki timi til hvíldar. Við verðum miklu bet- ur að búa okkur undir aukið starf, aukna baráttu og aukna erfiðleika. En það er ástæðulaust að kvíða baráttunni. Við höfum reynslu undanfarinna ára að baki okkur. Ef við munum þær hugsjónir, sem regnbogafáninn táknar og látum þær stjórna gerðum okkar, fær engin sigrað okkur. Því að við þær hugsjónir eru tengdar vonir bóndans, sem yrkir jörðina, vonir fiskimanns- ins, sem færir aflann úr sjón- um, og voriir verkamannsins, sem breytir hrávörunni í neyzlu- vörur, um betri lífskjör og meiri mannréttindi. Við fylkjum okk- ur undir fána samvinnustefn- unnar. hverjum menntaskólakennaranna, sem verður fararstjóri þeirra. Knattspyrnuliff Fram kom heim úr utanför sinni með Brú- arfossi í gærdag og var því fagnað af miklum mannfjölda, sem beið á hafn- arbakkanum, þegar skipið kom að landi. Hefir för þess orðið hin fræki- legasta. Vann það þrjá af fjórum kappleikjum, sem það háði í utanför- inni. Hestamannafélagið Fákur efnir til skemmtiferðar í Maradal um helgina. Verður lagt af stað frá Tungu kl. 7 í kvöld og gist að Kolviðar- hóli í nótt. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksiff frá Kolaverzlnn Sigurðar Ölafssonar. F erdalög danskr a kennara iíl ís- lands í sumar koma hingað í kynn- isför um 80 danskir kennarar og kennaraefni, auk þeirra Dana, sem taka þátt í norræna mótinu að Laugarvatni í þess- um mánuði. 10. júlí kemur dr. Arne Möller, kennaraskólastjóri í Haderslev og formaður Dansk-íslenzka fé- lagsins með um 20 kennaraefni, auk þriggja kennara frá Haders- lev-skólanum, sem er einn af fremstu kennaraskólum þar í landi. Þeir koma einungis í kynnisför á vegum Dansk-ís- lenzka félagsins hér. Ráðgert er að þeir ferðist um Suðurland og Borgarfjörð og ef til vill norður í Mývatnssveit. Auk þess.dvelja þeir hér í bæn- um sennilega vikutíma. Dr. Arne Möller er þjóðkunn- ur maður, hér á landi sem heima fyrir. Hann er og íslenzkur í móðurætt. Auk þeirra verka, sem hann hefir ritað um íslenzk efni og starfs hans í þágu Dansk-ísl. félagsins, en þar hef- ir hann verið formaður um 20 ár, hefir hann greitt fyrir fjölda íslenzkra manna, kennara, námskvenna og fleiri á margvís- legan hátt. Ef tækifæri býðst, er í ráði að hann flytji erindi hér í bænum annaðhvort um skólamál Suður-Jótlands eða þjóðernisbaráttuna þar við landamærin. Skiptikennarinn danski, Braae Hansen, er var hér s. 1. haust, er starfsmaður við kennaraskóla A. Möllers. Hefir hann, eftir heimkomuna, flutt um 20 erindi um ísland og bor- ið okkur hvarvetna vel og rétti- lega sögu. Þá er ráðið að hingað komi 60 manna kennarahópur, danskur, seint í ágúst. Er þar um að ræða beina kynnisför. Eru það kenn- arar frá lýðháskólum og land- búnaðarskólum. Dvelja þeir um vikutíma að Laugarvatni, og flytja þar 12—15 íslendingar fyrirlestra fyrir þá um marg- vísleg efni, er snerta m. a. sögu okkar og tungu, fræðslumál, at- vinnuhætti, kirkjumál, stjórn- mál og margt fleira efni. Er það stjórn Dansk-ísl. fé- lagsins hér, sem annast mót- tökur og dvöl flokksins, í sam- ráði við J. Th. Arnfred skóla- stjóra frá Askov, sem kemur hingað nokkru fyrr Samtímis dvölinni á Laugar- vatni verða farnar smáferðir um Suðurlandsundirlendið og skoð- aðir helztu og merkustu staðir, en að henni lokinni, verður ferðast um nágrenni Reykjavík- ur og Borgarfjörð, og ef til vill víðar. Fara kennararnir að því loknu heimleiðis fyrri hluta september. Dr. Jón Helgason, fyrv. biskup, formaður Dansk-ísl. félagsins hér, sér um útvegun fyrirles- ara, en i nefnd, sem annast mót- tökur flokksins, dvöl og ferða- lög eru, sendiherra Dana i Rvík., Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni og Hallgrímur Jón- „LuxnsskipiS“. (Framh. af 2. síðu) skipafélagsins, og getað komið landsmönnum að hagfelldari notum. Á aðalfundi félagsins 1927, stakk ég upp á því, að fé- lagið yki skipakost sinn með flutningaskipum, en slíkt fékk þá engan byr. Morgunblaðið segir, að Eim- skipafélagið keppi að því jafnt og stöðugt, að ná öllum sigling- um til landsins og frá 1 sínar hendur. Það er langt frá því, að þessu marki sé náð. Við íslend- ingar þurfum mörg skip en smá, vegna fámennis og strjálbyggðar landsins, ef við ætlum að ná öllum siglingum að og frá land- inu í okkar hendur. Með því að selja Gullfoss, en kaupa stóra skipið, stendur Eimskipafélagið í stað með tölu skipanna. Hér verður því ekki verulega bætt úr flutningaþörf lands- manna, þó vel sé séð fyrir far- þegaflutningunum, a. m. k. frá og til Reykjavíkur. Um hið svokallaða „Ameríku- skip“, segir Morgunblaðið, að „samkvæmt óvéfengjanlegum skýrslum og áætlunum, sem fyrir liggja, yrði rekstursafkoma þessa skips margfalt verri en f arþegaskipsins". Þetta svokallaða „Ameríku- skip“, er vöruflutningaskip með litlu farþegarými, sem Alþingi mælti með að Eimskipafélagið léti smíða í stað farþegaskipsins. Fullyrðingar Mbl. um saman- burð á rekstri þessara skipa, eru mjög ábyrgðarlausar, að ekki sé meira sagt. Engar „óvéfengjan- legar skýrslur“ geta legið fyrir um rekstur þessa skips. Allt sem fyrir liggur, eru lauslegar áætl- anir. Og mér er ekki grunlaust, að þeim sem létu gera þessar á- ætlanir, hafi verið ósárt um það, þó vöruskipið sýndi lakari út- komu en farþegaskipið. En ég verð nú samt, þrátt fyrir allar skýrslur, áætlanir og fullyrðing- ar, að draga það stórlega í efa, að erfiðara sé að láta vöruflutn- ingskip „bera sig“ í siglingum milli íslands og útlanda, heldur en farþegaskip. Vöruflutninga- skip eru yfirleitt talin gróðafyr- irtæki, en farþegaskip ekki, nema á allra beztu siglingaleið- um. Það er af öllum talið alveg sjálfsagt, að mikill tekjuhalli verði á rekstri þessa „luxus- skips“. Eg hefi margsinnis bent meðstjórnendum mínum í Eim- skipafélaginu á það, að þessi tekjuhalli við farþegaflutning- ana, geti hvergi lent, nema á vöruflutningunum, nema því að- eins að ríkið taki á sig allan hallan. Mér finnst það hreint ekki mest aðkallandi nú, að í- þyngja almenningi á þann hátt, sem hér horfir við, að gert muni verða. Og ég held, að nóg sé búið að berjast við tekjuhalla- rekstur undanfarin ár, þó ekki sé að nauðsynjalausu bætt við einu fyrirtækinu enn, sem fyrir- sjáanlega vantar nokkur hundr- uð þúsunda króna á ári, til að svara kostnaði. Jón Árnason. Símar 1360 og 1933. asson kennari. Orðsending til Tímamaiina. 126 William McLeod Raine: Prescott var samt hálf hissa. Þetta var ólíkt Molly, að hætta svona fljótt við það, sem hún hafði byrjað á. Hann hefði líka undrast enn meir, ef hann hefði séð, hversu fljótt þreytan hvarf, er hún var horfin í myrkrið. Gypsy komst fljótt að því, að hús- móðir hans vildi nú hraða sér, svo að hann brokkaði greitt niður hæðina. Molly komst á sporin að húsabaki, og hélt þaðan á slóð þeirra Walsh til Sjö- mílnakofans. Vindur hafði verið nokkur um kvöldið, og því skafið allmikið. Viða hafði skafið svo mikið, að auðvelt var að fylgja harðsporum einstakra hesta. Molly reið nokkrum sinnum milli bæj- arins og lækjarins, til þess að ekki yrði unnt að rekja spor flóttamannsins. Að þessu loknu, fór hún yfir lækinn og fylgdi slóðinni upp dalinn. Hún hvatti Gypsy, og reið aftur og fram, meðfram hæðóttum læknum, meira en mílu veg- ar. Hún hafði nú gert hvað hún gat. Hún varð að koma heim á undan föður sín- um, og lagði því af stað. Hún spretti af í hesthúsinu, og komst að því, sér til mikillar ánægju, að faðir hennar var enn ókominn. Síðan hélt hún til bæjar, og læddist upp til herbergis síns. Hún afklæddi sig, án þess að kveikja. Þegar hún lagðist á koddann, fann hún Flóttamaðurinn frá Texas 127 þó, að hún hafði sagt föður sínum eitt satt. Hún var þreytt. En hún átti ekki gott með að stilla huga sinn. Hún gat ekki sofnað, og hver hugsunin rak aðra. Hún hataði sjálfa sig, fyrir að hafa brugðizt föður sinum og Steve, eftir að hún hafði lofað, áð grípa ekki fram í oftar. Hversvegna hafði hún gert það? Var hún svo langt leidd, að ekkert gæti ráðið gerðum hennar, nema tilfinningarnar til þessa glæpa- manns? Jæja, þetta var allt búið og gert, og hún myndi aldrei sjá þennan yfirlýsta glæpamann oftar. Hann yrði að þurkast út úr huga hennar og lífi, hún skyldi kenna sér það. Hún vildi ekki hugsa um hann og afréð, að reyna að telja sig í svefn. — Einn .. tveir . . þrír .. fjórir . . fimm .. Ó, hvernig hún hafði hallazt að honum í stjörnuskininu--------nei, og aftur nei. Sex . . sjö .. átta .. níu . . tíu. Hann var horfinn af leið hennar, fyrir fullt og allt. . . En koss hans brann á vörum hennar, og hún fann hvernig hún hafði þrýst sér að honum í faðm- lögunum, svo ákaft og fagnandi. Molly andvarpaði. Til hvers var að segja að hann væri horfinn úr lífi henn- ar, úr því að hugur hennar drógst að honum, eins og járnduft að segulstáli, Tíminn biður Tímamenn, hvar sem er á landinu, að senda við og við fréttabréf úr byggðarlög- um sínum. Ekki hvað sízt væri kært að fá slík bréf úr byggð- arlögum, sem annars er sjaldan getið um í fréttaflutningi blaða og útvarps. í öllum slíkum bréfum verður að skýra greinilega og ítarlega frá hverju einu, sem um er rit- að, og vanda alla frásögn, svo að hvergi skeiki þar réttu máli né um misskilning geti orðið að ræða, og ókunnugir geti gert sér það skýrt í hugarlund, sem ver- ið er að lýsa. Loks er mjög þýð- ingarmikið, að allar fréttir, sem bréfin herma frá, séu sem allra nýjastar. Hið sama gildir um dánarfregnir og afmælisfregnir, sem eru blaðinu sendar. Minni háttar fréttir, t. d. um samkomur og fundi, félagsaf- mæli og fleira, er lítilsvirði, þegar um langt er liðið, þótt fréttnæmt sé um það leyti, sem það gerist. í slíkum fréttabréfum getur verið gott að miða frásögnina við það, sem gæti orðið öðrum héruðum til fyrirmyndar. "“.■■■GMm EÍÓ~°~~* Heímþrá Framúrskarandi vel leikin op4 efnismikil UFA-kvik- mynd, gerð samkvæmt hinu þekkta leikriti: „Heimat“ eftir Herman Su- dermann. Aðalhlutverkið leikur hin fagra sænska söng- og leik- kona ZARAH LEANDER. •o—— NÝJA Bíó—~ * Daisy gerist glcttin Amerísk skemmtimynd frá Warner Bros., um kenjótta dollaraprinsessu. Aðalhlutverkin leika: Bette Davis og George Brent. Hér kynnast hinir mörgu aðdáendur þessarar frægu leikkonu listhæfileikum hennar frá nýrri hlið, því hlutverk hennar hafa hingað til verið alvarlegs efnis, en hér leikur hún gamansamt hlutverk af mikilli snilld. Aukamynd: Talmyndafréttir i Ljósmóðurstaðan í Leiðvallarlireppi í Vestur-Skaftafellssýslu er laus. Umsækjendur snúi sér til undir- ritaðs sýslumanns. §krifstofu Skaftafcllssýlsu, 5. jiilí 1939. Blómaverzlunin IRI§ opnaði í gær í Austurstræti ÍO Síini 2567. Hurðir -- Gluggar o. fl. til liiisabygginga. MAGNÚS JÓNSSON trésmiðja. Vatnsstíg IO A. — Sími 3593. Jafnvel ungt fólk eykur vellíóan sína með |»ví að nota hárvötn og ilmvötn Við framleiðum: EAU DE PORTUGAU EAU DE QUEVIIVE EAU DE COLOGAE BAYRHUM ÍSVATY Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum viff hafiff framleiðslu á ILMVÖTIVUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn.--- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg- ar þær þurfa á þessum vörum að halda.--- Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úi r é 11 u m efnum. — Fást allsstaffar.--- w (. Afengisverzl. ríkisins. i Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við pann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum. — IVýja Esja. (Framh. af 1. síðu) mund falla flöggin af stefni skipsins og nafnið kemur í ljós. Því næst verður það dregið upp að bryggju, þar sem lokið verður við smíði þess, innréttingu og þess háttar. Skipið verður sennilega tilbúið í lok ágústmánaðar. Smíði þess hefir gengið nokkru seinna en ráðgert var, vegna þess að af- greiðsla á sumum hlutum til skipsins hefir dregist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.