Tíminn - 11.07.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.07.1939, Blaðsíða 2
TmrVTV. f>rI5judagiim 11. Júlí 1939 79. blað Mataræði og: markaður Eitir Jóhannes Davíðsson Á nýafstöðnum sambands- fundi samvinnufélaganna, var nokkuð rætt um markaðsmögu- leika fyrir ísl. afurðir og mögu- leikana á því að koma væntan- legri framleiðsluaukningu í verð. Eins og kunnugt er, ráðum við lítt eða ekki yfir erlenda mark- aðinum, þó að sjálfsagt megi vinna þar ný lönd að einhverju leyti með auglýsingastarfsemi o. fl. ráðum. Aftur á móti ætti okkur að vera meir í sjálfs vald sett, að þröngsýni, að geta ekki skilið þörf og vilja fólksins,sem býr við þessa erfiðleika, til þess að fá bætt úr þeim. Jón Þorláksson, er mun réttilega hafa verið talinn íhaldssamur maður, skildi þetta, því fyrir nokkrum árum síðan ritaði hann bækling, þar sem sýnt var fram á, að þessar sam- göngur væru óhagstæðar, og fékk hann því þá til leiðar komið um nokkurt skeið, að millilanda- skipin komu við á Austfjörðum á leið sinni til og frá útlöndum. Þetta kom að vísu ekki að fullum notum, en var þó mikil úrbót. Nú hefir þessum ferðum verið hætt. Sú skoðun virðist gægjast fram hjá Morgunblaðinu, að Eimskipafélagið eigi að hafa einskonar einokunaraðstöðu í samgöngumálum þjóðarinnar og a. m. k. megi engin innlend félög hafa neitt að segja á því sviði. En blaðinu mætti vera það full- ljóst, að Eimskipafélagið tryggir sér ekki slíka aðstöðu með upp- hrópunum um „þjóðþrifafyrir- tæki“ og „óskabarn þjóðarinn- ar“. Það getur því aðeins unnið sér verðskuldaðar vinsældir hjá þjóðinni, að það láti sjást, að það sé starfi sínu vaxið og vilji bæta úr þörfinni fyrir auknar samgöngur.þar sem hún er mest. Það verður að sýna svart á hvítu, að það vilji láta vöruflutningana komast í hendur íslendinga sjálfra, og reyni að gera þá hent- ugri og ódýrari en nú. Stjórn Eimskipafélagsins virðist full- komlega skorta skilning á þessu tvennu, þar sem hún, í stað þess að reyna að bæta úr því, hyggst að láta byggja tekjuhallaskip fyrir 4 y2 millj. kr. til farþega- flutninga milli íslands og út- landa. Meðan hún sýnir slíkt skilningsleysi og ráðleysi, verður hún að sætta sig við það, ef menn snúa sér eitthvað annað til að bæta úr þeim ágöllum, sem nú eru mestir í samgöngumálum þjóðarinnar. gæta þess vandlega, hvort inn- lendir sölumöguleikar fyrir ís- lenzkar afurðir eru svo notaðir sem skyldi, en á því tel ég mik- inn misbrest. Mjólkurframleiðsla okkar vex svo að segja hröðum skrefum, og gæti vaxið enn örar, ef bændur og þeir menn, er sölu- málin hafa með höndum, sæju nokkra leið til að selja fram- leiðsluaukann. Vegna mæðiveikinnar hafa margir bændur horfið að því ráði að fjölga kúm og auka mjólkurframleiöslu. Sýnist það ekkert óráð, ef þeir markaðs- möguleikar og framleiðsluform eru notuð út í yztu æsar, er til eru í landinu (aukin mjólkur- sala, smjörsamlög). Hitt sýnist vafasamara, að hleypa upp stóð- hrossaeign í þúsundatali, þar sem sölumöguleikar fyrir íslenzk hross úr landi munu ekki batna, og innanlandsmarkaður mjög takmarkaður. Um mjólkurvörurnar og mjólkina er allt öðru máli að gegna. Þar eru markaðsmögu- leikarnir til, ef nægur skilningur væri fyrir hendi, hjá neytend- unum, á því hvílík þjóðarnauð- syn það er að nota sem allra mest þessa ágætu og hollu fæðu- tegund. Nýmjólkursala frá mjólkurstöðinni hér mun vera til jafnaðar 15—17000 lítrar á dag. Eitthvað er auðvitað selt beint úr fjósum einstakra manna, en það er hverfandi lít- ið í þessu sambandi. Mun það því láta nærri, að mjólkurneyzlan hjá Reykvíking- um sé i/2 lítri á mann, í stað 1 litra, sem talið er að hver maður þurfi og eigi að nota af mjólk á dag, til þess að lífi og heilsu og líkamlegri vellíðan sé sæmilega borgið. Þegar þetta er athugað, er augljóst, að ennþá eru miklir markaðsmöguleikar fyrir ný- mjólk i höfuðborginni og þyrft- um við ekki að kvíða offram- leiðslu á mjólk fyrst um sinn, ef höfuðstaðarbúar vildu al- mennt hverfa að því ráði, að auka mjólkurneyzlu sína að verulegum mun frá því sem nú er. Nú er víðast almenna við- kvæðið, þegar um þetta er tal- að: mjólkin er of dýr neyzlu- vara. Ekki er ég við því búinn að hrekja þá fullyrðingu með full- gildum rökum. En allmjög eru þó skiftar skoðanir meðal neyt- enda í Reykjavík um þetta. Þekki ég t. d. alþýðumann í Reykjavík, er notar daglega um 1 1. af nýmjólk á mann til mat- ar (heimilið barnlaust) og tel- ur hann mjólkina síst dýrari en aðrar fæðutegundir, er hann á kost á að kaupa hér, en miklu betri og hollari. Heimili munu einnig vera hér í höfuðstaðnum er nota mjög lítið af mjólk, þrátt fyrir sæmilegar og mjög góðar efnahagslegar ástæður, af því húsráðendur halda að mjólkin sé dýrari en annar mat- ur, og svo mun matartízkan eiga sinn drjúga þátt í því að draga úr mjólkurneyzlunni. Þegar íslendingar, illu heilli, tóku upp þá nýbreytni að fækka máltíðum sínum í tvær á dag í stað þriggja áður, og nota kaffi með brauði, oft sætum kökum í stað morgunverðar, er áður var venjulega grautur og mjólk, var að minni hyggju, að miklu leyti horfið að óráði, sem hefir orðið þjóðinni dýrkeypt, bæði efna- lega og heilbrigðislega séð. Fyrir einum mannsaldri voru 3 máltíðir á dag og svo mola- kaffi eða annar drykkur tvisv- ar til þrisvar. Nú er drukkið kaffi með brauði jafnoft á dag, og víða daglega notaðar sætar kökur, sem flestir álíta mjög ó- hollan og dýran mat. Allir vita, að óhollt er að skola lítt tuggðu brauði niður með kaffi eða öðrum drykk, sem neytt er jafn framt brauðinu, vegna þess að kolvetnin í korn- mat þurfa að blandast sem bezt munnvatninu, til þess að þau geti melzt vel, og þar af leið- andi orðið líkama mannsins að notum. Út frá þeim forsendum mætti brauðát með kaffi minnka, en haframjölsgrautar og nýmjólk koma í .staðinn til morgun- verðar. Hafragrautur og nýmjólk mun vera einhver ódýrasta, bezta og hollasta fæða, er við eigum völ á, og sem betur fer, eru margir íslendingar enn svo hyggnir að nota hann til morg- unverðar, í stað kaffis, einkum í sveitum. En að hitt sé ráðandi tízka, kaffi og brauð, sézt bezt á opinberum matsölustöðum, þar þarf að panta graut og mjólk sérstaklega, en kaffiboll- arnir eru sjálfsagðir á borðið annars. Þetta þarf sannarlega að breytast, bæði frá heilsufars- legu og þjóðhagslegu sjónarmiði séð. Það er ekki nóg að börnin séu látin borða hafragraut og mjólk á morgnana, ef þau sjá þá fullorðnu drekka kaffi, það er eins og að banna þeim að blóta og nota tóbak, sem þeir fullorðnu áskilja sér þó rétt til. Börnunum finnst þau kúguð til að halda sér frá því sem er í raun og veru eftirsóknarvert og gott. Ef að hægt væri að breyta (Framh. á 3. síSu) JÓNASJÓNSSON: Laxá í Þingeyjarsýslu 314 ^ímtrm Þri&judayinn 11. jttií Vöruílutníngar Kaupfélaganna Á síðasta aðalfundi S. í. S. var samþykkt áskorun til sambands- stjórnarinnar um að athuga möguleikana fyrir því, að það tæki vöruflutninga félagsins al- gerlega í sínar hendur með eigin skipum eða leiguskipum, en ef það þætti ekki hagfellt, að vinna þá að því að fá bættar samgöng- ur við hinar afskekktari hafnir. Einkum var óskað eftir fleiri við- komum Hamborgarskipa Eim- skipafélagsins og þeirri áskorun beint til Skipaútgerðar ríkisins að auka strandferðirnar. Þótt undarlegt megi virðast, hefir Mbl. notað þessa samþykkt sem árásarefni á samvinnufélög- in og kallar hana m. a. „hótun til Eimskipafélagsins“. Hinsveg- ar kvartar blaðið undan því, að í samþykkt sinni hafi aðalfund- ur S. í. S. ekki gert neinar kröf- ur til Skipaútgerðarinnar. Þetta er fullkomlega ósatt, enda af- sannar blaðið sjálft þessi ósann- indi sín með því að birta tillög- una, sem samþykkt var, því þar er þetta tekið skýrt fram. Það hefir ekki verið athugað nákvæmlega hvað mikið S.Í.S. og sambandsfélögin greiða fyrir vöruflutninga milli íslands og útlanda, en þegar allar vörur eru taldar, — þar á meðal vörur, sem fluttar eru í heilum förmum og Eimskipafélagið flytur því yfir- leitt ekki, en það eru kol, salt, byggingarefni, síld og saltkjöt, auk vara, sem fluttar eru við leiguskipum á hafnir, er milli- landaskipin koma aldrei á, t. d. Hornafjörð og Eyrarbakka — mun láta nærri að öll flutnings- gjöld, sem félögin greiða, nemi allt að 1.5 millj. kr. á ári. Þegar það er því athugað, hversu mikið vöruflutningarnir kosta samvinnufélögin, er það ekkert undarlegt, þótt þau vilji láta rannsaka, hvort ekki sé hægt að fullnægja flutninga- þörf þeirra á ódýrari og hag- felldari hátt. Þetta mál er heldur engan veginn nýtt á aðalfund- um S.Í.S. Það hefir oft verið rætt þar og fyrir 20 árum síðan mun- aði minnstu að ráðizt væri í skipakaup. Sambandsfélögin hafa nú orðið það mikla flutn- inga, að þau eiga auövelt með að safna saman í heila skipsfarma og komast á þann hátt að betri kjörum en áætlunarskip geta veitt. Eimskipafélagið hefir ekki viljað auka skipakost sinn til að fullnægja þessari þörf, þótt oft hafi verið bent á, að það gæti bæði verið félaginu sjálfu hag- kvæmt og gefið þeim, sem mikið hafa að flytja, kost á ódýrari flutningum. Annað er það, sem hlýtur að valda eðlilegri óánægju hjá kaupfélögunum í garð Eimskipa- félagsins. Þegar félagið var stofnað, keypti það tvö skip og átti annað að annast samgöngur við Norður- og Austurland, en hitt við Suður- og Vesturland. Síðan hefir skipum félagsins fjölgað, en það er eins og Norð- ur- og Austurlandið hafi alltaf orðið hornreka, að undanskild- um Siglufirði og Akureyri, en þangað koma flest skip félagsins. Aðeins eitt skip, Lagarfoss, hefir reglubundnar ferðir til Austur- og Norðurlands. Það fer 8 ferðir milli íslands og útlanda. Auk þess fer Goðafoss eina ferð norð- ur um og frá Austfjörðum til út- landa og Brúarfoss fer 2—3 ó- reglubundnar ferðir til að taka útflutningskjöt á þeim höfn- um, þar sem frystihús eru. Það eru því mjög margar hafnir, þar sem starfandi eru stór kaup- félög, sem hafa mjög ónógar sámgöngur við útlönd. Má nefna Djúpavog, Fáskrúðsfjörð, Reyð- arfjörð, Eskifjörð, Norðfjörð, Borgarfjörð, Vopnafjörð, Þórs- höfn, Kópasker, Húsavík (sem hefir þó fengið nokkrar úrbætur seinustu árin), Hofsós, Sauðár- krók, Skagaströnd, Blönduós, Hvammstanga, Borðeyri, Hólma- vík, Reykjarfjörð og Norðurfjörð. Þegar á þetta allt er litið, hið mikla flutningamagn félaganna og óhagstæðar samgöngur til margra smærri hafnanna austan og norðanlands, er það hrein I. Það er erfitt að fá endanlega og óumdeilda dóma um fegurð. Menn eiga erfitt með að koma sér saman um hvað sé fegursta byggingin, fegursta málverkið, fegursta höggmyndin eða feg- ursta konan í tilteknu landi, þó að eigi sé víðar leitað. En ef talað er um hvað sé fegursta fallvatnið á íslandi, þá held ég að um það sé fullt samkomulag meðal þeirra, sem séð hafa flestar ár hér á landi. Almannarómurinn virðist vera eindregið með því að Laxá úr Mývatni sé fegursta áin á ís- landi. Þessi á hefir ýmislegt fleira sér til ágætis en fegurðina eina. Þar er ein hin bezta aðstaða til virkjunar, og er Akureyrarbær að gera þar mikla rafstöð. Með orku Laxárfossanna hjá Grenj- aöarstað má hita og lýsa allt Norðurland, þegar þjóðin hefir efni til að leggja leiðslur um dreifbýlið. Á bökkum Laxár og Mývatns hafa fæðst upp nálega öll hin sjálfmenntuðu skáld Þingeyinga. Vatnið í Laxá er svo frjótt, að hvar sem það snertir gróðurmoldina, er jörð- in vafin hinu kjarnmikla grasi eða þróttmikla trjágróðri. Mý- vatn og Laxá eru full af lífefn- um, líkamlegum og andlegum. II. En þeir, sem fundu og byggðu ísland, sáu í þessu fallvatni enn önnur gæði. Áin var þá full af laxi, og sá auður réði nafni hennar. Fræöimenn í þeim efn- um telja Laxá úr Mývatni vera í eðli sínu alveg frábært heim- kynni fyrir þessa fisktegund. Þeir telja skilyrðin til stór- felldrar laxaræktar í þessari á alveg óvenjuleg, líka þó að leitað sé út fyrir íslenzka land- steina. En þessi góða. á er samt ekki auðug af laxi, nú sem stendur. Þekktasta veiðijörðin við ána er Laxamýri, skammt ofan við ós- ana. Sú jörð á hólma i ánni og lönd á báðum bökkum og hefir hin beztu veiðiskilyrði. Samt telur bóndinn þar, Jón Þor- bergsson, að í fyrrasumar hafi öll veiði hans í laxakistum, og þær eru aðal veiðitækið á Laxa- mýri, ekki verið nema 113. Á nokkrum bæjum ofar við ána, er nokkur veiði, bæði í net og á stöng. En af arðinum á Laxa- mýri, eins og hann er nú, má sjá hve hörmulega hefir tekizt til fyrir mönnunum, sem átt hafa þessa gullkistu, að gera hana að þeirri auðlind, sem náttúran hefir ætlað henni að vera. Það hlýtur að vera einhver veigamikil ástæða til þess, að svo auðug veiðielfa er orðin svo snauð. Og almannarómurinn hefir aldrei verið í vandræðum með svarið. Rányrkjan við þessa veiði hefir verið sterkari en gjafmildi árinnar. Alveg sér- staklega hafa kisturnar á Laxa- mýri í síðastliðin 80 ár, verið þyrnir í augum allra skyn- bærra og óhlutdrægra manna, sem um málið hafa hugsað. Nú er líka svo komið, að Laxamýri er eina jörðin á landinu, sem notar kistur við laxveiði, og með þeim fátæklega árangri, sem að framan er lýst. III. Fyrir 80 árum tók ríkur og athafnamikill bóndi á Laxamýri upp þann sið að þvergirða ána með girðingum og laxakistum, enda átti hann lönd á báðum bökkum. Þótti búendum ofar í dalnum einsýnt að með þessu athæfi væri frá þeim tekin öll veiðiskilyrði. Gengu bændur og prestur í miðri Þingeyj arsýslu þá í félag til að afnema þessa nýjung. Tóku þeir í votta viður- vist girðingarnar úr ánni og töldu þær með öllu óheimilar. En þegar bóndi fór sínu fram engu að síður, kom Benedikt Kristjánsson prestur í Múla með fjölda bænda og kastaði kist- unum niður fyrir fossinn. Stóðu prestur og allir hinir þróttmestu bændur í þeim hluta héraðsins að þessum aðgerðum. Benedikt Kristjánsson var skörungur í héraði og á Alþingi. Hann var lengstan hluta æfi sinnar einn af merkismönnum í liði Jóns Frá Tímamönnum: Hundrað prósent. Innheimtu Tímans hafa þessa dagana borizt skil frá nokkrum trúnaðarmönnum blaðsins. Hafa þau yfirleitt verið mjög góð og sumir jafnvel náð hinu setta marki, sem er, að allir kaupend- ur blaðsins — 100% — borgi. Guðjón Jónsson á Skeggja- stöðum í Hraungerðishreppi, Árnessýslu, hefir á síðastliðnu sumri og í vor unnið af miklum og lofsverðum áhuga og dugnaði að innheimtu blaðsins. Árang- urinn er sá, að í fjölmennum hreppi með mörgum kaupendum greiða allir, — 100% —. Guðjón hefir staðið í mjög góðu sam- bandi við innheimtumann blaðsins í Reykjavík og verið sístarfandi og hugsandi um blaðið, útbreiðslu þess og inn- heimtu. í Skarðshreppi í Dalasýslu hefir Steingrímur Samúelsson á Heinabergi unnið mjög vel fyrir blaðið og borga nú allir kaup- endur blaðið skilvíslega. Fyrir tveim árum voru aðeins 10% kaupenda í hreppnum, sem borguðu blaðið. Þessa tölu hefir Steingrímur tífaldað — upp í 100%. Einn af ágætustu Tímamönn- um er Sigurjón Árnason bóndi í Pétursey í Vestur-Skaftafells- sýslu. í fyrra vann hann mjög vel að innheimtu blaðsins, svo að langsamlega flestir kaup- endur borguðu þá blaðið, en nú fyrir nokkrum dögum sendi hann innheimtunni bréf, sem hafði þær góðu fréttir að færa, að nú var Sigurjón búinn að ná „takmarkinu“. Enginn óskilvís kaupandi framar. Dyrhóla- hreppur er einn af 100% hrepp- unum. Sigurjón hefir ekki ein- göngu hugsað um innheimtu blaðsins, heldur hefir hann einnig útvegað blaðinu nýja kaupendur, þótt margir væru fyrir í hreppnum. Árangurinn af starfi þessara manna og annarra slíkra fyrir blaðið, er ómetanlegur. Það er ekki aðeins að þeir vinni blað- inu fjárhagslegt gagn, heldur eru þeir einnig fremstir í bar- áttunni við að kveða niður þann landlæga ósið, að taka á móti blöðum, án þess að borga þau. Sú veila, sem liggur í því, að borga ekki blöð, getur haft al- varlegri afleiðingar en margur hyggur, og er því mikils um vert að lækna hana, og að því vinna Tímamenn um land allt. Því er ekki hægt að neita* að aðstaðan við innheimtuna er afar ólík í hinum ýmsu sýslum og hreppum. En ef allir gera það sem þeir geta, verður árang- urinn eins góður eins og hjá þessum þrem mönnum, sem hér hafa verið nefndir. Og ég veit Sigurðssonar í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Eftir þessi átök var sett fast skipulag um kistuveiðarnar, sem átti að tryggja rétt þeirra, sem ofar bjuggu við ána. En í framkvæmdinni báru þeir skarðan hlut frá borði. Stór- bóndinn á Laxamýri hafði bezta aðstöðuna. Hann átti löngum vingott við kaupmanninn á Húsavík og sýslumanninn á Héðinshöfða. Dreifðu smábænd- urnir ofar í dölunum áttu fáa vini, sem voru þess megnugir að veita þeim lið, sem um mun- aði. Að lokum var svo komið, að dalabændurnir voru næstum farnir að trúa því, að það væri samkvæmt yfirnáttúrlegri ráð- stöfun, að næstum enginn lax kom þeim til hagsbóta, í meg- inhluta Laxár, eða hinar tæru bergvatnsár, sem í hana falla. IV. Nokkrum missirum eftir að Framsóknarflokkurinn tók til starfa, vann ég að því með bændum í austurhluta Þingeyj- arsýslu, að Alþingi var send al- menn bænarskrá þaðan úr hér- aði, um að opna Laxá, sem var í raun og veru sama og að upp- hefja forréttindi Laxamýrar, um að mega hafa fastar veiðivélar nærri ósunum. Undir skjal þetta skrifuðu nálega allir landeigend- ur við Laxá og hliðarár hennar, ofan við ósajarðirnar. Ekki sinnti Alþingi þessu máli. Merkir þingmenn litu fyrst og fremst á þörf Laxamýrar og að jörðin væri keypt, seld og virt til arfs og skatts með þessum sérrétt- Athugfasemd í greinum, sem birzt hafa í Morgunblaðinu að undanförnu um skipakaup Eimskipafélags íslands, m. a. í „leiðréttingu“, sem formaður og ritari félags- ins birta í Morgunbl. 9. júlí, er þess getið að ég hafi, sem ráð- herra,með bréfi dags. 3. nóv. f. á., lofað að leggja til við Alþingi að félaginu yrði veittur sérstakur styrkur úr ríkissjóði vegna kaupa á því skipi, sem félagið hefir nú samið um smíði á. í nefndu bréfi mínu var þetta fyr- irheit um meðmæli til Alþingis því skilyrði bundið, að sú lausn fengist á gjaldeyrishlið málsins, sem framkvæmanleg væri að á- liti ríkisstjórnarinnar og gjald- eyris- og innflutningsnefndar. Eimskipafélagið hefir nú sam- ið um smíði á þessu stóra far- þegaskipi, án þess að uppfylla það skilyrði fyrir stuðningi ráðuneytisins, sem um getur í nefndu bréfi frá 3. nóv. Þegar ég fór úr ríkisstjórninni, hafði ráðuneytið engar upplýsingar fengið frá Eimskipafélagsstjórn- inni um það, á hvern hátt fé- lagiö ætlaði að greiða vexti og afborganir af þeim stóru lánum, sem það tekur erlendis til kaupa á skipinu og ekki hefir félags- stjórnin heldur sent gjaldeyris- og innflutningsnefnd umsókn um leyfi til innflutnings á skip- inu og yfirfærslu á andvirði þess, sem hefði þó átt að gerast áður en sú ákvörðun var tekin að láta smíða þetta stóra og dýra skip. Þar sem stjórn Eimskipafé- lagsins hafði, eins og að fram- an greinir, enga grein gert fyrir því hvernig ætti að yfirfæra andvirði skipsins, ritaði ég fé- laginu annað bréf í s. 1. apríl- mánuði, þar sem var fram tekið að ráðuneytið teldi eigi fært að mæla með því við Alþingi að styrkja félagið til kaupa á far- þegaskipinu, en þess jafnframt getið, að ríkisstjórnin vildi gjarnan eiga tal við félags- stjórnina um möguleika til kaupa á vöruflutningaskipi eða skipum. Taldi ráðuneytið skynsam- legra að fjölga vöruflutninga- skipum, sérstaklega vegna stríðshættunnar, heldur en að kaupa farþegaflutningaskip, þó að stjórn Eimskipafélagsins hafi aðra skoðun á því máli. p.t. Reykjavík, 10. júlí 1939. Skúli Guðmundsson. að í sumar getur Tíminn flutt öðru hvoru fréttir af batnandi ástandi í innheimtumálum blaðsins, og stuttar frásagnir af störfum 100% Tímamanna. E. B. indum. Vár málið svæft að þessu sinni og næsta ár á eftir, ein- göngu af því að Laxamýri átti jafnan sína öruggu talsmenn, þegar bændurnir ofar í dölunum minntu á tilveru sína og rétt til að njóta gæða jarða sinna. Þó kom þar að lokum árið 1932, árið eftir hinn mikla kosninga- sigur Framsóknarmanna, að gerð var ný skipun á um laxa- málin, sunnudagsfriðunin var lengd til stórra muna og þrengd sérréttindin um kistuveiði. Á þessu þingi, 1932, voru hagsmun- ir bændanna ofan við ósana í fyrsta sinn eftir 80 ár, nokkurn- veginn teknir til greina. Þó var jafnvel á þessu þingi nóg um talsmenn fyrir ósa- bændur og var laumað inn í löggjöf, sem yfirleitt má telja heilbrigða, ýmiskonar undan- þágum, sem verið hafa til leið- inda og minnkunar síðastliðin ár. Komu sumar þessar undan- þágur sér miður vel fyrir Laxá, enda sézt árangurinn af óheppi- legri meðferð mannanna á þess- um ágætu náttúrugæðum greinilegast, með þvi að athuga hina sárlitlu kistuveiði 1938. En kistuveiðin hefir jafnan verið talin aðalatriði, þegar rætt hef- ir verið um laxveiði í þessari á. V. Málum var þá svo komið, að í Eyjafjarðará og Suður-Þing- eyjarsýslu mátti heita, að allar ár væru tæmdar af laxi, nema Laxá úr Mývatni, og hún þó svo mögur veiðiá, sem nú hefir verið lýst. Á hinn bóginn var ljóst öll- um hugsandi mönnum, að í þess- I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.