Tíminn - 11.07.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.07.1939, Blaðsíða 3
79. blað TÍMIM. þrlðjmlagiim 11. jálí 1939 315 B Æ K U R Búnaffarskýrslur áriff 1937. Gefiff út af Hagstofu íslands. Skýrslur þessar skiptast eins og venjulega í fjóra kafla, um búpening, ræktað land, jarðar- gróða og jarðabætur. í fardögum 1937 var búpen- ingseignin, sem hér segir: Sauðfé 655.356 og varþað heldur fleira en árið áður. Hæstu tölu hefir sauðfénaður náð í bún- aðarskýrslum 1933, er hann taldist 728 þús. Á fardagaárinu 1936—37 fækkaði sauðfénaði á Vesturlandi um 5%, á Norður- landi um 2%, en fjölgaði um 4% á Suður- og Austurlandi. Nautgripir töldust 37.886 eða hafði fjölgað um 891. Tiltölulega mest var fjölgunin á Austur- landi og Vestfjörðum. Hross voru talin 47.272 og hafði fjölgað um 1227. Hænsni voru talin 84.675 eða nokkru færri en árið áður. Svín voru talin 323. Endur og gæsir voru taldar 1.526. Loðdýr voru talin 2.650. Ræktað land var talið sem hér segir: Túnastærðin 34.156 ha., en var 33.399 ha. árið áður. Mat- jurtagarðar voru taldir jafnstór- ir og árið áður, en þeir voru þá 657 ha. Kornræktarland var talið 361/2 ha. Jarðargróðurinn á árinu 1937 varð, sem hér segir: Taða 1006 þús. hestar eða um 150 þús. hest- um minni en árið áður. Úthey 1.046 hestar eða nær 100 þús. hestum minna en 1936. Jarðepli 64.587 tn. eða um 20 þús. tn. minna en árið áður. Rófur og næpur 14.936 tn. eða um 10 þús. tn. minna en árið áður. Óhag- stæð veðrátta átti meginþátt- inn í þessari rýrnun jarðar- gróðans frá því árið áður. Mótekjan varð 143.262 hestar og hrísrif 13.037 hestar. Jarðabætur á árinu 1937 námu 574 þús. dagsverkum á móti 610 árið áður. Voru þær aðallega þessar: Safnþrær og áburðarhús 14.373 teningsmetrar, nýrækt túna 646 ha., túnasléttur 253 ha., matjurtagarðar 108 ha., opnir framræsluskurðir 94.850 ten- ingsmetrar, lokræsi 68.530 m., girðingar 389 km., grjótnám 16.358 teningsmetrar, hlöður 119 þús. teningsmetrar, engjasléttur 14.600 ferm., gróðurskálar 557 ferm., heimavegir 2573 ferm., veitugarðar 1.455 teningsmetrar, vatnsveitugarðar 13.117 tenings- metrar. um tveim sýslum eru margar ár sérlega vel fallnar til fiskirækt- ar. En lax kemur ekki í aðrar ár, en þar sem hann er alinn upp. Og í þessum tveim sýslum var engin „fóstra“ til nema Laxá úr Mývatni, sem náttúran hafði gert ríka, en mennirnir fátæka. Fyrir nokkrum árum tók Vil- hjálmur Þór sér fyrir hendur, vegna Kaupfélags Eyfirðinga, að koma á fiskarækt í Eyjafjarð- ará. Hann reyndi að koma á fót klakstöð við Laxá, til að fá þaðan seiði, en sú tilraun mis- heppnaðist, án þess að honum væri um að kenna. Nokkru síð- ar bar ég fram frv. i þinginu um klakstöð við Laxá og um heimild til að taka Laxá, eða hluta af henni eða vatnahverfi hennar leigunámi um nokkurra ára skeið. Alþingi gerði frv. þetta að lögum. Var reist klak- stöð á Brúum, skammt ofan við Grenjaðarstað. Ólafur Sigurðs- son á Hellulandi stýrði því verki. Hefir nú verið klakið út í þessu húsi í tvö ár, og seiði flutt það- an í nálega allar ár í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu, sem til mála geta komið um fiski- rækt, nema Hörgá í Eyjafirði. Seiðin hafa verið látin í ána í Reykjahverfi, Laxá sjálfa, og hennar vegna í Mývatn, Reykja- dalsá, Skjálfandafljót, Djúpá, og nokkrar smáár í Köldukinn, Fnjóská, á í Höfðahverfi, Eyja- fjarðará, Svarfaðardalsá og ána í Ólafsfirði. í þessar ár hefir verið látið mismunandi mikið af seiðum. Sumstaðar aðeins nokkur þúsund, en í aðrar rúm- lega 100 þús., en flestar þar í milli. Englendingur, sem er kennari við Eton-skóla, kaupir seiðin í Fnjóská, og heldur því áfram í 20 ár. Kaupfélag Ey- firðinga ræktar Eyjafjarðará, en (Framh. á 4. síSu) A N N A L L Dánardægnr. Jón Pétursson, fyrrum bóndi að Stöpum á Vatnsnesi, andaðist «á síðastl. vori að heimili sínu, Tjörn á Vatns- nesi, 78 ára að aldri, fæddur 3. apríl 1861 í Deildarkoti á Álftanesi. Jón fluttist ungur norður í Húna- vatnssýslu og átti þar heima ávallt síðan. Hann kvæntist árið 1887, Mar- gréti Magnúsdóttur frá Valda- læk, og bjuggu þau um 30 ára skeið á Stöpum á Vatnsnesi. Af 7 börnum, sem þau hjón eignuð- ust, náðu þessi 6 fullorðinsaldri, og eru þau öll á lífi, Sigríður, húsfreyja á Tjörn, Ari, er nú í Vesturheimi, Ámundi, nú í Reykjavík, Pétur Theodór, bóndi í Tungukoti á Vatnsnesi og Sig- urður, skólastjóri í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi. Margrét kona Jóns lézt árið 1921. Hætti hann þá búskap og fluttist að Tjörn til dóttur sinn- ar og tengdasonar, Helga E. Thorlacius, sem þar búa. Jón heitinn var heilsuhraust- ur alla æfi, en sjóndapur síðustu árin. Gat þó lesið og skrifað, en hann skrifaði mjög fagra rit- hönd. Ungur lærði hann söðla- smíði og stundaði þá atvinnu eftir því, sem tími vannst til jafnhliða búskaparstörfunum. Mataræði • og markaður. (Framh. af 2. síðu) tízkunni í þá átt, að allir neyttu hafragrautar og mjólkur til morgunverðar í stað kaffis, væri um feikna aukningu á nýmjólk- ursölu að ræða og miklum á- hyggjum létt af framleiðendum og mikill gjaldeyrir sparaður fyrir kaffi og sykur. Vil ég óska þess og vona, að nefnd sú, er nú vinnur að rannsóknunum ■ á matarhæfi landsmanna, gefi þessu gaum og segi fyrsta orðið til þess að bannfæra óholla, dýra og óþjóðlega nýbreytni í matarhæfi okkar íslendinga, og að forsvaxsmenn samvinnufé- laganna og aðrir verzlunarmenn og heilbrigðisverðirnir, fylgi fast eftir þeirri öldu, sem vakin yrði, að hún mætti rísa sem hæzt og ná sem víðast. Öðru atriði langar mig einnig að vekja athygli á og beina til matvæla- og mataræðisrann- sóknanna, það er notkun kinda- mörs og þorskalýsis í stað smjör- líkis. Okkar land er sérlega vel fallið til að framleiða feitmeti, bæði til lands og sjávar. Þrátt fyrir það kaupum við er- lendis frá efni í smjörlíki fyrir stórfé, en vitum varla hvað við eigum að gera við þorskalýsið okkar, sem er viðurkennt fyrir hollustu og ágæti. Einnig er erfitt að selja kinda- mör, eða var a. m. k. áður en farið var að frysta kjöt fyrir Englendinga. Nú er mörinn víðast á landinu bræddur í tólg. Á Vestfjörðum og e. t. v. víðar, hefir hann verið hnoðaður og notaður þannig til viðbits, blandaður þorskalýsi og bræddur út á soðinn fisk. Nú er það álit þeirra manna, er dóm- bærir eru um hollustu matar- efna, að hnoðaður mör sé miklu hollari og betri til matar en tólg. Það er viðurkennt að því hærra, sem bræðslumark feitarinnar er, því tormeltari sé hún og snauð- ari af bætiefnum. Tólgin er miklu harðari og hefir hærra bræðslumark en mör. Svo mun hnoðunin á mörnun, gera mör- inn meltanlegri vegna gerla- starfsemi, er þar á sér stað. Nú er þorskalýsi bragðvont og óaðgengilegt í frumlegu ástandi, en það ætti að vera kleyft nú- tímavísindum og tækni að blanda það óskaðlegum efnum, er gerðu það bragðbetra svo börn og fullorðnir neyttu meir lýsis og bezt yrði að blanda því saman við hnoðaðan mör, er jafnaðist á við smjörlíki að bragðgæðum, en væri margfalt hollara og næringarríkara við- bit. Þyrfti þá að finna þessum „bræðing“ nýtt nafn, er ekki SILFURREFIR Seljum silfurrefahvolpa m. a. undan dýrum frá Svarstad, Oslopels., 1. verfflaunalæffum og refum, er hlotiff hafa heiffurs- verfflaun og verfflaunabikar. Á refasýningunum s. 1. haust sýndum viff 23 silfurrefi og fengum 22 verðlaun og auk þess tvenn heiffursverfflaun og verff- launabikar fyrir bezta silfurrefinn (refhvolp) á sýningunni á Blönduósi. Tryggiff yffur í tíma kyngóffa silfurrefi til aff bæta hjá yffur stofninn effa til að byrja silfurrefarækt meff. Verff frá kr. 300 eftir kyngæffum og verfflaunastigum. Upplýsingar gefur EYSTEINN BJARNASON, Sauðárkróki. Refabiiið á Reynistað. Sýning sjómanna Bæjarbúar, nú fer að verffa hver síðastur aff sjá sýninguna í Markaðsskálanum. Komiff hefir verið fyrir á sýningunni áhaldi, sem sýnir myndir frá atvinnulífi sjómanna okkar. Vegna fjölda áskorana verffur fáninn, sem gefinn var Sjó- mannadeginum hafffur á sýningunni í nokkra daga. Sýningin opin alla daga kl. 2—10. S YNIN G ARNEFNDIN. Aðstoðarljósmóðurstaða á fæðingardeild Landsspítalans er laus frá 1. sept. 1939. Staffan er til 1 árs. Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna í Arnarhváli fyrir 30. júlí næstkomandi. 1. júlí 1939. Stjórnaraefiid ríkisspítalanna. Hraðferðír B. S. A. Álla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiffslan í Reykjavík á Bifreiffastöff íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Húðir og skinn. Ef bændnr nota ekki tU eigin jiarfa allar HÚÐIR og SKIM, sem falla til á heimilum þeirra, ættn þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessnm vörnm fi verð. — SAMBAND tSL. SAMVINNUFÉLAGA selnr AAUTGRIPA- HÚÐIR. HROSSHÚÐIR, KALFSKIAA, LAMB- SKIM og SELSKIM til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUF TEL SÚTUAAR. - AAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKESN er bezt að salta, en gera verðnr það strax að lokinni slátrnn. Fláningu verður að vanda sem bezt ©g þvo óhreinindi og blóð af skinn- nnnm, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessnm vörnm sem öðrum, borgar sig. Ljósmæðraskólí íslands Námsáriff hefst 1. október næstkomandi. Nemendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsuhraustir (heilbrigðisástand verður nánar athugaff í Landsspítalanum). Konur, sem lokið hafa héraffsskólaprófi effa gagnfræffaprófi, ganga fyrir öffrum. Eiginhandarumsókn sendist stjórn skólans á Landsspítalanum fyrir 1. september. Umsókninni fylgi aldurs- vottorff, heilbrigffisvottorff og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er. Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til aff gegna ljós- móffurumdæmi aff námi loknu, skulu senda vottorð um þaff frá viffkomandi oddvita. Landsspítalanum, 24. júní 1939. •■iWiewBsnHsr. Guðm. Tlioroddsen. ACCUMULATOREN-FABRIK, Umsækjendur ljósmæffraskólans eru beðnir að skrifa á um- sóknina greinilegt heimilisfang, og hver sé næsta símastöff viff DR. TH. S0NNENCHEIN. heimiii þeirra. Kominn heím. Oieígur J. Oieígsson læknír. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. Gula bandið er hezta og ódýrasta smjörlfklð. I heUdsölu hjá Samband isl.samvinnuf élaga Sfiml 1989. — SMIPAUTC ERÐ nmiSiw g* Siidin fer vestur um land í hringferff miffvikudag 12. þ. m. kl. 9 síffd. Flutningi óskast skilaff og pantaffir farsefflar sóttir fyrir hádegi á þriffjudag. minnti á hið væmna þorskalýsis- bragð. Fljótvirkar vélar til að hnoða mörinn á sláturstöðunum er auðvelt að útvega, og þyrfti hnoðunin eða iblöndun lýsisins ekki að verða kostnaðarsöm. Ég hefi hér vakið máls á fáum atriðum af mörgum, er ég tel miða til bóta og vera kleýft að framkvæma. Vona ég að áður- nefndir aðilar og aðrir góðir menn og konur gefi þessu gaum, og taki fleiri atriði í þjóðarbú- skap okkar til athugunar og um- bóta. P. t. Reykjavík, 5. júlí 1939. Jóhannes Davíffsson, Neðri-H j arðardal. 132 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 129 hreyfingum hestsins, varð nú stífur og teinréttur. — Þá höfum við náð þér, hvein hor- aði maðurinn ánægjulega og bölvaði hraustlega um leið og hann greip til skammbyssunnar. — Upp með hendurnar! Taylor studdi höndunum á hnakk- kúluna. — Ég skil þetta ekki, herrar mínir, á þetta að vera handtaka, eða hvað, spurði hann hægt. — Hafðu hægt um þig, lagsmaður, ef þú villt ekki láta stoppa þig upp með blýi, sagði beljakinn og rödd hans var illileg. — Mér dettur ekki annað í hug, sagði Taylor. Þið látið mig ef til vill vita bráð- um, hvað þetta á að þýða? — Þú veist fjandans nóg um hvað þetta á að þýða, sagði beljakinn grimmd- arlega. — Stökktu af baki, Ed, og taktu af honum byssurnar. — Aðeins andartak, sagði Taylor. — Hvað viljið þið? Hver haldið þiö að ég sé. — Okkur er andskotans sama hver þú ert, og ef þú hreyfir aðra hendina, þá sendi ég þig umsvifalaust til helvitis með rifflinum mínum. — Hvar fékkst þú þennan hest, spurði Ed og skáskaut flóttalegum augunum. — Klárinn þann arna, sagði Taylor hún skyldi heldur aldrei gleyma, nei, aldrei að eilífu! Æskan er oft skammsýn, og gerir sér ekki ljóst, hvað áraraðirnar fá afmáð. Molly var lika sannfærð um, að þessar tilfinningar hennar, sem nú voru svo ákafar, myndu haldast alla hennar æfi. 14. KAFLI. Taylor vissi ekki hvað mikið forhlaup hann hefði, það yrði undir því komið, hversu fljótt Walsh kæmist á slóð hans. Sennilegast var að sýslumaðurinn héldi, að hann hefði leitað á þjóðveginn og haldið norðureftir, til þess að komast norður eftir, áður en gert yrði við sím- ann. Slíkt væri erfitt. Það gat vel átt sér stað, að búið yrði að gera við símann innan sólarhrings, og þegar því væri lokið væri erfitt fyrir elltan mann að sleppa. Flóttamaðurinn hugsaði sér að leita suður á bóginn, svo sem fimmtíu mílur eða jafnvel meira, og síðan vestur á bóginn til Idaho. Honum fannst senni- legt að bylsins hefði ekki gætt að mun svo langt suður eftir og þar yrði því hægara yfirferðar. í Sjömílnakofanum fékk hann sér matarforða. Hann yröi sennilega nokkra daga á lítt byggðu svæði og hann vildi ekki hitta fleiri af íbúunum en nauðsyn krefði. Mestar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.