Tíminn - 11.07.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1939, Blaðsíða 4
316 TfonM, liri«jtida»inti 11. jiilí 1939 79. blað tTR RÆMJM S j ómannasýningin verður enn opin í nokkra daga. Yfir 8000 manns höfðu skoðað sýninguna síðastl. laugardagskvöld. Færeyski knattspyrnuflokkurinn hélt heimleiðis með Dronning Alex- andrinu i gær. Þeir háðu seinasta kappleik sinn hér við K. R. í fyrra- kvöld og töpuðu með 8:1. Með Lyru í gær kom hingað dr. Arne Möller, ásamt 17 dönskum kennaraskólanem- endum, sem mun fara í nokkurra daga ferðalag um landið. Dr. Arne Möller er þekktur fyrir þekkingu sína í íslenzkri kirkjusögu. Hefir hann m. a. skrifað bækur um Hallgrím Pétursson og Jón Vídalín. Hann er formaður Dansk- íslenzka félagsins og er mikill íslands- vinur. Boðhlaup kringum Reykjavík fór fram í sam- bandi viö fimleikasýningu Ármanns á íþróttavellinum í gær. Tvær sveitir kepptu. Sveit Ármanns var 18 mín. 23,6 sek., en sveit K. R. 18 min. 27.6 sek. Vegalengdin er um 7 km. Ný blómaverzlun, Iris, var opnuð í gærmorgun í Aust- urstræti 10, þar sem Hatta- og skerma- búðin var áður. Leiðrétting. í ræðu Ragnars Ólafssonar í sein- asta blaði höfðu setningar fallið niður á tveim stöðum. í ræðunni sagði svo: „Samvinnustefnan er sprottin og nærð af þeim hugsjónum, sem djarfastar eru og fegurstar í vestrænni menningu. Hún er byggð á þeirri trú, að allir menn hafi jafnan rétt til aö lifa. Hún er byggð á þeirri trú, að hverjum beri laun í hlutfalli vjð það starf, sem hann ynnir af hendi.“Á öðrum stað segir: „En það er ástæðulaust að kvíða barátt- unni. Við höfum reynslu undanfarinna ára að baki okkar. Við höfum vorliug og hugsjónir œskunnar með okkur.“ Skáletruðu setningarnar höfðu fallið niður í setningunni. Sala mnflutnings- dcildar S, I. S. (Framh. af 1. síðu) aukinn innflutning til landsins eins og sumir keppinautar okkar gera Við heimtum ekki mikinn eða aukinn heildarinnflutn- ing, því að við skiljum gjald- eyrisörðugleikana. Það, sem við heimtum er ekkert annað en það, að samvinnufélögunum sé úthlutað af þeim leyfum, sem veitt verða, — hvort sem þau verða mikil eða lítil, — í réttu hlutfalli við aðra, svo að sá hluti þjóðarinnar, sem samvinnufé- lögin þurfa að sjá farborða, verði ekki fyrir borð borinn. VÖRUVÖNDUN. Framkvæmdarstjórinn vék að því, að samkvæmt tilgangi og stefnuskrá kaupfélaganna legðu þau vitanlega á það ríka áherzlu, að keyptar væru sem beztar vör- ur og því sjónarmiði hefði inn- flutningsdeildin jafnan reynt að fylgja. Ýmsir erfiðleikar væru á þessu og m. a. sá, að vörurnar þyrftu líka að vera sem ódýrast- ar og það færi opt ekki saman. Innflutningsdeildin hefði ástæðu til að ætla, að kaupfélögin væru yfirleitt sæmilega ánægð með hvorutveggja, bæði verð og gæði, enda hefði verið reynt að vanda innkaupin eftir föngum og full- nægja óskum félaganna eftir því, sem kostur hefði verið á. Laxá í Mngeyjarsýslu (Framh. af 3. síðu) annars standa að laxræktinni í þessum sýslum einstakir menn eða veiðifélög. Um sýnilegan árangur af fiskirækt er ekki að ræða fyr en eftir nokkur ár. En hér er hafið þýðingarmikið starf. Af hinum fátæklegu leifum rányrkjunnar í einni á, verður hægt með framsýnni vinnu að skapa nýja arðbæra atvinnu við margar ár í tveim stórum héruðum. En svo sem réttlátt má teljast, verður þó mest breytingin við Laxá og í vatnahverfi hennar. Þar eru skilyrðin örugg, svo að ekki verð- ur um deilt. Á fundi að Hólma- vaði í Aðaldal nú í vor var kosin níu manna nefnd úr þrem hreppum, sem lönd eiga að Laxá og hliðarám hennar. Þessi nefnd á í sumar og haust að gera til- lögur um samþykktir fyrir sam- eiginlegt fiskiræktarfélag í öll- um þessum byggðum. Fer vel á því, að enda þannig áttatíu ára deilu, sem staðið hefir um fram- kvæmd veiðimálanna við þessar ár. Keppnin milli ósbænda og landeigenda ofar við Laxá og hliðaxvötn hennar hefir endað með sameiginlegu tjóni allra. Nú á að byrja nýjan þátt í sögu veiðimálanna í þessum héruð- um, leggja til hliðar gömul og úrelt sjónarmið, en byrja með samhjálp og góðviljuðum félags- skap. Reynslan ein sker úr því hvort betur gefst héraðsbúum. En eftir öllum líkum verður friðunin giftudrýgri en stríðið. VI. Laxá hefir að sumu leyti reynst prýðileg til klakiðju, en þó fylgja kostunum erfiðleikar. Vatnið er ákaflega kalt allan veturinn, kaldara en nokkurt venjulegt lindarvatn. Af þess- ari ástæðu verða seiðin úr klak- húsinu hjá Brúum óvenjulega harðger og þola flutning ágæt- lega. En í stórhríðum á vetrum getur áin svo að segja stíflazt, við hólmana upp undir Mývatni, þegar norðvestangarðar koma skyndilega til sögunnar. Meðan klakmanninum, Páli Kristins- syni úr Reykjavík, hafði ekki tekizt að leiða í húsið lindar- vatn, sem öryggisráðstöfun, varð hann, þegar slíkar stíflur komu í ána, að bera vatn í föt- um inn í húsið í verstu veðrum heilar nætur. Bændur á bökk- um árinnar, eins og Björn í Presthvammi og Þorgeir á Brú- um hlupu þá undir baggann og hjálpuðu til með þeirri góðfýsi, sem er líftrygging þeirra manna, sem búa í dreifbýli. Og prest- urinn á Grenjaðarstað, sr. Þor- grímur Sigurðsson, endurnýjaði átök fyrirrennara síns, prests- ins í sveitinni, sem fyrir 80 árum hafði opnað ólöglegar stíflur ósabóndans. Nú voru verkefni breytt, svo að presturinn gat látið laxræktinni í byggðinni stuðning í té með þvi að hjálpa klakverðinum að halda lífi i nokkur hundruð þúsund laxa- seiðum i grimmdar stórhríð, i stað þess að eiga í hörkubaráttu við yfirgangssöm sóknarbörn. Þessir byrjunaröxðugleikar munu nú að miklu leyti vera yf- irstignir. Auk þess mun verða leitt ódýrt næturrafmagn yfir ána í klakhúsið frá rafstöð Ak- ureyrax,til að halda þar hæfi- legum lofthita. Auk þess mun vatnsmiðlun rafveitunnar í framtíðinni tryggja jafnrennsli í ánni þar sem klakhúsið er. Málið horfir nú þannig við, að innan fárra ára muni klakstöð- in bera sig, og að vegna hennax verði með seigri elju komið á nýrri og arðvænni atvinnugrein, sem snertir bændabýli er skifta hundruðum í tveim sýslum, svo að ekki sé meira sagt. Það má nú þegar fullyrða, að sá áhugi er vakinn í Þingeyj arsýslu og Eyjafirði um klakmálin, að þar mun ekki látið staðar numið fyr en búið er að fylla allar lax- gengar ár í þessu héraði með dýrmætasta fiskinum, sem ís- lendingar veiða. VII. Klakhúsið við Laxá er reist við ána miðja, við þá hina miklu og fögru stxengi, sem Akureyri hefir valið til raforkufram- leiðslu. Frá rafstöðinni og upp að Mývatni eru um 20 km. Á því svæði fellur áin eftir göml- um hraunstraumi, í ótal kvísl- um, vefur sig um óendanlegan eyjagrúa, með sífelldum og sí- breytilegum, léttum fossaföll- um. Allax eyjar og hólmar í Laxá eru vafðar hinum unaðs- legasta gróðri. Hvergi á land- inu eru slík skilyrði til stanga- veiða eins og á þessu 20 km. svæði, ef takast má að láta laxinn ganga fram hjá raf- stöðinni hjá Brúum. í hinum langa og kyrláta Laxárdal gætu hundrað menn sinnt laxveiði í einu allt sumarið, hver með sína stöng, og hvex við sína hólma, strengi og smáfossa, án þess að vera nábúanum til óþæginda. Þetta er mesta óráðna gátan í sambandi við klakiðju Þingey- inga. Laxinn hefir frá ómuna- tíð aldrei komizt nema eftir hálfri ánni og í hliðarvötn henn- ar. En nú liggur fyrir höndum það verkefni, að hjálpa laxin- um yfix Bxúarfossa og skapa þar fyrir ókomnar kynslóðir hinn mesta laxveiðagarð, sem þjóðin getur eignazt. Rafveita Akureyrar torveldar að nokkru leyti þessa fram- kvæmt. Bæjarstjórinn, Steinn Steinsson, og bæjarstjórnin öll hefir tekið vel i að greiða að nokkru fyrir þessu máli. Nú þegar hefir bæjarstjórnin á- kveðið að láta steypa laxaveg, um 20 m. langan, gegn um stíflugarðinn. Auk þess er um- tal um að bæxinn hjálpi til að gera annan erfiðan kafla af laxaveginum fram hjá stöðvar- húsinu. En samt er eftir erfiður kafli, um 650 metrar að lengd, sem bændur í Laxárdal, sýslu- sjóður og ríkissjóður þuxfa að hjálpa til að opna fyrir laxinum. Því að þá er björninn unninn. Eftir þúsund ára byggð á íslandi tækist þeim, sem landið byggja, að gera Laxárdal í Þingeyjar- sýslu að glæsilegustu laxveiða- stöð á íslandi. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra er einn af þeim mörgu »Brúarfoss» fer á þriðjudagskvöld 11. júlí vestur og norður. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir fyrir hádegi á þriðjudag; verða annars seldir öðrum. Fer 20. júlí til Grimsby og Kaupmannahafnar. »Goðafoss« fer á fimmtudagskvöld 13. júlí um Vestmannaeyjar til Leith og Hamborgar. 130 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 131 undankomulikur voru fyrir hann með því, að hverfa út í óbyggðina, svo að , vitni yrðu engin um ferðir hans. Hann vildi sérstaklega sneiða hjá Summit. Það væri óheppilegt að hitta Clem Oakland eöa einhvern af vinum hans núna. Hann átti erfitt með að telja sér blesótta klárinn, meðan hann var í nágrenni Oaklands. Þegar Blesi ruddist gegn um skaflana fann Taylor, að eiganda hans myndi ekki alls varnað. Hann þekkti hesta, að minnsta kosti. Þessi klár var bæði fljót- ur og þolinn. Taylor hafði getið rétt til um bylinn. Snjórinn minnkaði með hverri mílunni, sem hann skildi að baki sér. Að lokum var hann kominn svo langt suður á bóg- inn, að ekki var snjór nema á stöku stað. Eftir nokkurra stunda ferð stanzaði Taylor í dalverpi einu, þar sem aðeins var eitt og eitt tré á stangli. Hann tjóðraði klárinn, kveikti eld og skreið svo í svefnpokann. Er hann vaknaði, var sólin komin upp. Hann bjó til morgunmat, át hann í flýti og var innan stundar kominn af stað. Er Taylor kom upp úr dalverpinu, lenti hann í flasið á tveim mönnum. Þeir komu til hans, en voru ennþá fimmtíu metra í burtu. í fyrstu hélt hann að Walsh hefði komizt á slóð hans og væri þegar búinn að ná honum, en varð þess þó brátt viss að svo vax ekki. Hvorugur þessara manna líktist sýslu- manninum. Hann athugaði þá betur, er þeir komu nær. Annar var stór, grófgerður og klædd- ux sem kúreki. Andlitið var stórskorið og hörkulegt og úr því skein bæði á- gyrnd og grimmd. Það lýsti svalli, en ekki veiklun. Augun voru svört og kuldaleg. Félagi hans var miðlungi hár, en svo magur, að skinnið virtist þanið yfir ber beinin. Hvítmatandi augun voru sljó en flóttaleg, hakan veikluleg, tenn- urnar bxotnar og svartar. Taylor vissi að þessir samfundir voru þýðingarmiklir, áður en mennirnir stöðvuðu hesta sína. Þessir menn virt- ust ekki bera með sér hina venjulegu góðvild og vináttu, sem að öllum jafn- aði einkennix viðmót manna, er þeir hittast á hinum stóru óbyggðu svæðum. Ekkert hafði enn verið sagt, en Tay- lor vissi samt að hann var í hættu. Hann sá að stórvaxni maðurinn skipti um hönd á rifflinum, sem lá þvert um hnakkkúluna, svo að hann gæti gripið til hans fyrirvaralaust. Þessi stóri skrokkux, sem áður hafði vaggað eftir Sígurður Ólason & Egíll Sígurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. Sími 1712. SKIPAUTGERÐ I ;11 LH M.s. Skaftfellíngur hleður á morgun til Víkur, Skaftáróss og1 Öræfa. Verður þetta sennilega síðasta ferð skipsins til Skaftáróss og Öræfa á þessu sumri. Maffiur um fertugt, í góðri stöðu, út á landi, ekki í sveit, óskar að kynnast stúlku á aldrinum 30—40 ára. Gifting gæti komið til mála. Öllum bréfum með mynd svarað. Bréfin sendist á afgr. Tímans, Reykjavík og merkist „AMOR“. Islendingum, sem unna mjög stangaveiði. Um nokkur undan- farin missiri hefir hann leitast við að skapa ríkinu möguleika til að geta boðið þýðingarmikl- um erlendum gestum hvíld við stangarveiði í fögrum dal á ís- landi. Sú skoðun hans er vafa- laust rétt, að sú greiðasemi frá hálfu íslenzkra stjórnarvalda myndi geta margborgað sig fyrir land og þjóð. Enn hefir ekki tekizt að finna heppilega á. Vel mætti svo fara, að hætt yrði við að kaupa gamla laxá, held- ur gengi ríkið í félag við bænd- urna í Laxárdal og Akureyrar- bæ um að skapa þessa nýju veiðistöð, 20 km. langa, í fögr- um dal, við tæra á, þar sem vatnið er með hinum ákjósan- legustu litbrigðum, og því eðli og yfirbragði strengja og smá- fossa, sem laxinn metur mest. Laxavegurinn fram hjá Brúar- fossum er því miður svo dýr, að fxamkvæmdin sýnast vera of- urefli bændanna við ána. En ef um þá nýbyggingu yrði sam- komulag milli margra aðila, öllum til hagsbóta, þá yrði sú framkvæmd áframhald af sam- starfi landeigenda neðar við ána. Þar hafa ósar og uppland talið sig í 80 ár hafa gagn- stæðra hagsmuna að gæta, og í þeim átökum hefir hin laxauðga á orðið snauð af gæðum. En eftir að hafa reynt sætleik bar- áttunnar um langa stund, er nú komið annað viðhorf. Samstarf allra, öllum til sæmdar og hags- bóta. Og frá hinum fátæklega arfi í Laxá verður áin sjálf fyllt af fiski frá ósum upp að Mývatnsströndum, og jafnhliða miðlað af þessum litla arfi til nokkur hundruð landeigenda í öðrum sveitum, manna, sem fyr ir nokkrum árum létu sig ekki fremur dreyma um laxveiði á jörðum sínum, en að flytja ald- intré úr Kaliforníu heim á bæi sína. En tækni nútímans leysix margar gátur. Og glíman við að skapa lax- iðju í tveim sýslum, er eitt af þeim mörgu skemmtilegu átök- um, sem nútímakynslóðin gerir til að sanna, að ísland sé ekki einungis fagurt land, heldur líka ríkt land, fullt af marg- háttuðum gæðum. J. J. •°~°~°“GAMLA eÍÓ*~°—<>~0- Með kveð ju frá Mister Flow! Spennandi og afar skemti- leg fxönsk sakamálakvik- mynd, gerð af sömu snilld og glæsileik, er einkennt hefir franskar myndir undanfarið. Aðalhlutv. leika: EDWIGE FEUILLÉRE, FERNAND GRAVEY og LOUIS JOUVET. NÝJA BÍÓ- Slíkt tekur engin ineð sér. Amerísk stórmynd frá Col- umbia film. Snilldarvel samin og ágætlega leikin af sjö frægum leikurum: LIONAL BARRYMORE, JEAN ARTHUR, JAMES STEWARD, EDWARD ARNOLD, MISCHA AUER, ANN MILLER, DONALD MEEK. Sjáið þessa mynd, hún veitir óvenjulega góða og eftirminnilega skemmtun. Vegna vaxandi fyrirspurna um hvort endurtekið verði tilboð mitt um fjölbreytt heimilisbókasafn fyrir 10 kr. að viðbættu einnar krónu burðargjaldi, vil ég enn gefa mönn- um kost á slíkum kjörum: Steingrímur Thorsteinson: Ljóðaþ. I. með mynd (208 bls.) og Ljóðaþ. II. með mynd (58). Sawitri II. útg. með mynd (64). Sagan af Kalaf og keisara- dótturinni kínversku (64). Eftir Axel Thorsteinson: Börn dalanna I.—II. (198), í leikslok, sögur úr heimsstyrjöldinni 1.—2. útg. (148). / leikslok II. b. (58), Heim er haustar, og nokkrar smásögur aðrar (96). Dokað við í Hrunamannalireppi og Hannibal og Dúna (76). Greifinn frá Monte Cliristo I. b. (128), II. b. (164), III. (192), IV. (176). — ítalskar smásögur I. (120). ítalskar smásögur II. (80). Ævintýri og smásögur með myndum (64). — Einstœðingur, hin ágæta saga Margaret Pedler (504 bls.) og Ástarþrá, eftir sama höf. (354), líka falleg og skemmtileg saga. Loks: Árgangur af Rökkri (heilir árg.) um 700 bls. — Hefir nokkur boðið yður betri kjör? Hér er einstakt tækifæri til þess að eignast fyrir lítið verð margar skemmtilegar bækur, sem hlotið hafa vinsældir almenn- ings í landinu. (Athugið, að margar af þeim bókum, sem ég hefi auglýst í til- boðum mínum undanfarin ár, eru nú uppseldar. Notið því tækifærið fyrr en seinna. Bækurnar eru þess verðar, að’ eiga og geyma og meðal þeirra eru engin rit hálffull af auglýsingum. Plestar bækurnar eru settar með drjúgu letri og flestar í sama broti og Eimreiðin og Iðunn og gefur blaðsíðufjöldinn, þótt mikill sé, ekki fula hugmynd um hvert kostaboð hér er um að ræða. Rit Stgr. Th. eru sígild listaverk. — Pantendur sendi meðf. pöntunarseðil og 11 kr. (ein króna má vera í frímerkjum) í ábyrgðarbréfi (sendið ekki peninga í almennu bréfi) — eða póstávísun og nægir að skrifa aftan á afklippinginn:: Sendið mér bækurnar samkv. tilb. Tímans þ. 11. júní 1939. Það er ódýrast að senda peninga þannig og tryggt, en biðjið ávallt um kvittun fyrir póstávísun og ábyrgðarbréf, til þess að fá leiðréttingu, ef nokkur vanskil verða. Virðingarfyllst. AXEL THORSTEINSON. Sími 4558. Sellandsstíg 1, niðri. Heima 7—9 síðd. Kaupum tómar fíoskur þessa víku til Söstudagskvölds í Nýborg. ÁSengisverzlun ríkísíns. Lærið að synda! Sundnámskeið í Sundhöllinni hefjast að nýju föstudaginn 14. þessa mánaðax. Þátttakendur gefi sig fram á miðvikudag og fimmtudag kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Upplýsingar á sömu tímum í síma 4059. Simdliöll Reykjavíkur. Á víðavangi. (Framli. af 1. siðu) lætur í ljós vilja til að ræða um byggingu vöruflutningaskips. Al- þingi lætux jafnframt sama vilja í Ijósi. Þrátt fyrir þetta ákveður stjórn Eimskipafélagsins í síð- astliðnum mánuði að byggja skipið og gerist nú svo djörf að reyna sjálf til að sanna þau ó- sannindi stuðningsblaða sinna, að hún hafi byggt þessa ákvörð- un sína á loforði fyrrv. stjórnar! Ætli því verði ekki haldið fxam næst, að hún hafi einnig byggt þessa ákvörðun á loforði Al- þingis! * * * Eimskipafélagsstjórnin hefir hagað sér í máli þessu eins og hún væri ríki í ríkinu, sem ekk- ert tillit þyrfti að taka til ríkis- stjórnarinnar, Alþingis eða hagsmuna landsins yfirleitt. Eimskipafélagið verðskuldaði eitt sinn að nefnast „óskabarn þjóðarinnar“, en sú fámenna klíka fésýslumanna, sem stjórn- ar þessum aðförum, stendur eins langt fjarri því, að nefnast þessu nafni. Leiöréttín g Sú leiðinlega villa varð í seinasta blaði, að skipti urðu á nöfnum gull- brúðkaupshjónanna, undir myndum, sem birtar voru af þeim. Voru Þor- varður og Vigdís sögð Einar og Ingunn og öfugt. Biðst blaðið afsökunar á þess- um leiðinlega misgáningi. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Deilan í Tíentsin (Framh. af 1. síðu) hinar viðskiptalegu þvinganir. Þeim getur hún aðallega beitt og margt bendir til, að það muni koma henni að fullum notum í þetta sinn. Það var um 1840, sem Bretar hófu verzlun sína í Kína. Beittu þeir Kínverja þá margvíslegri hörku og ofbeldi og neyddu þá m. a. til að láta sig fá hin svo- kölluðu forréttindasvæði í ýms- um stærstu hafnarborgunum. Höfðu Bretar þessi svæði alger- lega á valdi sínu og höfðu þar aðsetur fyrir verzlun sína. Um 1930 gekk mikil þjóðræknisalda yfir Kína, með Chiang Kai Shek í fararbroddi. Kínverskur her brauzt þá víða inn á forréttindasvæði Breta. Sáu þeir, að það myndi hyggi- legast, að afhenda Kínverjum forréttindasvæðin, en tryggja sér áfram viðskiptalega aðstöðu með góðri sambúð við Kínverja. Var því svo komið, að þegar styrjöldin hófst fyrir tveim áx- um, áttu Bretar ekki forrétt- indasvæði nema í Tientsin og Kanton. Frakkar áttu þá for- réttindasvæði í þremur borgum, Tientsin, Shanghai og Hankow, og svokölluð alþjóðleg forrétt- indasvæði voru í 3—4 borgum. Á forréttindasvæði Breta í Tien- tsin, en hún er helzta verzlunar- borgin í Norður-Kína, búa 3 þús. Bretar og 40 þús. Kínverjai. Ef Kínverjar hefðu átt í hlut, bendir allt til, að Bretar hefðu verið fúsir til að afhenda for- réttindasvæðið í Tientsin, gegn viðunandi skilyrðum að öðru leyti. En þetta horfix öðru vísi við, þegar Japanir eiga í hlut.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.