Tíminn - 29.07.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: \
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) \
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ;
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: \
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI: \
PRAMSÓKNARPLOKKURINN. \
)
j RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
l EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
' SÍMAR: 4373 og 2353.
) AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
23. árg.
Reykjavík, laugardaginn 29. jiilí 1939
87. blað
Eftír norræna heimsókn
Efitir Jónas Jónsson
fiormann Framsóknarfilokksins
Undanfarna daga og viku
hefir íslenzk náttúra tekið fram
hátíðabúning sinn. Viku eftir
viku hefir sól, sumar og hlýir
vindar vafið ísland í faðmi sín-
um. Framleiðslustörf lands-
manna hafa verið mikil og góð.
Sjaldan hafa þeir sem byggja
dreifbýlið hér á landi átt að búa
við ákjósanlegri sumartíð.
Atvikin hafa hagað því svo, að
margir góðir gestir hafa heim-
sótt landið síðustu vikurnar.
Hér hafa komið mörg hundruð
norrænar hjúkrunarkonur. Hér
hefir verið þing norræna félags-
ins og í því hafa tekið þátt
margir af höfuðskörungum nor-
rænna þjóða. Alveg sérstaklega
hafa margir af leiðtogum frið-
samra og löghlýðinna verka-
manna af Norðurlöndum komið
hér í heimsókn til félagsbræðra
Jóns Baldvinssonar, sem nú eiga
í höggi við hina alþjóðlegu upp-
reistarbylgju kommúnista.
í hópi þessara gesta hafa
verið tveir leiðtogar stærstu og
áhrifamestu flokkanna í Dan-
mörku, Christmas Möller, for-
ingi danskra íhaldsmanna, og
Þorvaldur Stauning, hinn kunni
,og reyndi foringi löghlýðinna
verkamanna í Danmörku og á-
hrifamesti stjórnmálamaður
Dana á undangengnum manns-
aldri.
Að öllu samtöldu hafa þessar
mafgháttuðu heimsóknir verið
til ánægju fyrir gestina eftir því,
Flugdagur á Sand-
skcíðí á morgun
Það verður líflegt á Sand-
skeiðinu á morgun, á flugdeg-
inum, og fróðlegt að sjá hvað
okkar ungu innlendu áhuga-
mönnum um flug hefir tekizt að
þoka áfram áhugamálum sín-
um á umliðnu ári. Var blaða-
mönnum boðið upp á Sandsikeið
í fyrradag til þess að kynná sér
fyrirkomulag hátiðahaldsins, og
fengu þeir þá jafnframt
skemmtileg hringflug yfir um-
hverfið, og þóttu það góðar
„veitingar“.
Dagskrá flugdagsins er á þessa
leið: 1. Ávarp flutt. 2. Flugvéla-
skírn (fjórum svífflugum gefið
nafn). 3. Byrjunarflug. 4. Mo-
dellflug. 5. sýnt A og B flug, þ.
e. sýnishorn af prófraunum til
A. og B prófs í svifflugi. 6 Til-
raun gerð til að fljúga hita-
uppstreymis- og brekkuflug. 7.
Skemmtiatriði ekki tilgreint fyr-
írfram. 8. Listflug á svifflugu,
Fritz Schauerte, þýzkur svifflug-
kennari. 9. Listflug á vélflugum,
Sigurður Jónsson og Björn Ei-
ríksson flugmenn. 10. Hóplist-
flug á tveim vélflugum og svif-
flugu.
Síðan fer fram hringflug fyrir
almenning, sem kostar 10 kr., en
að lokum póstsvifflug frá Sand-
skeiði til Reykjavíkur, og verð-
ur það ekki sízt til þess að taka
til sín athygli viðstaddra. Sér-
stök bréfspjöld með mynd af
svifflugu verða seld á Sand-
skeiðinu og kosta 35 aura. Frí-
merki á þau kosta 15 aura inn-
anlands og til Norðurlanda, en
20 aura til annarra landa. Bréf-
spjöld þessi verða einnig seld
á pósthúsinu hér til kl. 4 í dag.
Þykja slík bréfspjöld mikil ger-
semi síðar og komast í hátt
verð, er tímar líða.
Veitingar fást á staðnum. —
Aðgöngueyrir er króna fyrir full-
orðna en 50 aurar fyrir börn.
Fargjald kr. 1.50 hvora leið, en
flestar bílstöðvar annast fólks-
Jlutninga. Athöfnin hefst kl. 4.
sem þeir hafa sjálfir sagt. Þeir
vita, að vísu, að það er ekki allt
af sól og sumar á íslandi. En
þeir hafa séð, að ísland á
fegurð og margháttuð náttúru-
gæði. Þeir hafa séð, að þjóðin
er bæði ung og gömul. Hún ann
sínu gamla máli og sinni þjóð-
legu menningu. En hún tekur
líka móti því nýja, sem hún tel-
ur sér vera til gagns. ísland
stendur mitt í gagngerðri um-
bótaþróun, sem myndi vekja
mikla eftirtekt, ef hún gerðist
hjá fjölmennri þjóð.
Heimsókn hinna tveggja
dönsku stjórnmálaleiðtoga er að
því leyti merkileg, að þeir munu
vera fyrstir þvílíkra manna til
að dvelja á íslandi í sumarleyfi
sínu, sér til hvíldar og ánægju.
Ef allt verður með felldu munu
margir slíkir menn síðar feta í
þeirra spor. Ekki vegna íslands,
heldur vegna sjálfra sín. ísland
hefir í fjalldölum sínum mörg
óvenjuleg skilyrði til að vera
griðastaður og heilsulind fyrir
menn úr stærri löndum, sem
starfa í ys og glaumi heimsborg-
anna. Að þessu leyti eru þeir
Stauning og Christmas Möller
forgöngumenn um heppilegt val
á stað fyrir sumarleyfi handa
annamiklum stjórnmálamönn-
um.
Við komu Staunings til
Reykjavikur var honum fagnað
með meiri ytri hlýleik en ís-
lendingum er títt að beita við
gesti eða heimamenn. Ég hygg,
að þær hlýju kveðjur hafi hvorki
stefnt sérstaklega að dönsku
þjóðinni eða flokki þeim, sem
hann stýrir, þó að þar sé margs
góðs að minnast frá starfsárum
hans. Ég hygg, að íslendingar
hafi alveg sérstaklega fagnað
Stauning sem þeim manni, sem
hefir í mannsaldur verið aðal-
foringi fátækustu og mest nið-
urbældu stéttar í Danmörku í
leit þessarar stéttar eftir fullu
frelsi og fullri viðurkenningu á
persónurétti og manndómi.
Undir forustu Staunings hefir
verkamannastéttin danska háð
langa og erfiða frelsisbaráttu.
Og þegar sigurinn var fenginn,
hefir Stauning og samherjar
hans ekki óskað að gera stétt
sína að kúgandi yfirstétt. Þeir
hafa ekki barizt fyrir „alræði
öreiganna“. Þeir hafa látið sér
nægja, að vera ein af stéttum
Danmerkur. Þeir hafa tekið sinn
rétt, án þess að troða á rétti
annarra. Af þessum ástæðum
unir danska þjóðin vel þingfor-
ustu Staunings og liðsmanna
hans. Menn í öðrum flokkum
viðurkenna, að frelsisbarátta
danskra verkamanna hafi verið
réttlát og eðlileg, og að núver-
andi valdhafar í Danmörku hafi
að fengnum sigri beitt gætni og
hófsemi i meðferð fengins valds.
Gagnvart íslandi hefir gætt
sömu einkenna í skiptum þjóð-
anna síðan 1918. Stauning og
allir nánustu samstarfsmenn
hans hafa skilið, að nokkur
leyniþráður lá milli þeirra og
íslendinga. Bæði hin fátæka
verkamannastétt Danmerkur og
hin útpínda íslenzka þjóð var
að sækja frelsi sitt og mann-
dómsmöguleika í hendur sömu
valdhafa, hinnar fornu yfir-
ráðastéttar í Danmörku. Hin
kúgaða stétt í Danmörku og hin
kúgaða þjóð á íslandi hafa með
hliðstæðri baráttu unnið marga
sigra. Hin forna yfirráðastétt
Danmerkur gætir nú hófs í
hinni stjórnmálalegu baráttu
bæði inn á við og út á við. En
vel má vera, að sú kynslóð, sem
nú ber hita og þunga starfs og
ábyrgðar á íslandi, eigi eftir að
þreyta nokkur fjármálaleg átök
við fésýslumenn, sem eru hlið-
argrein af ætt Estrupsmanna í
Danaveldi.
Það er enginn vafi á, að sú
tilfinning fyrir menningargildi
íslendinga, sem gildir meir og
meir í skiptum norrænna frænd-
þjóða við þá, sem búa á íslandi,
er nálega eingöngu sprottin af
pólitískum sigrum íslendinga og
dugnaði þjóðarinnar að nota
frelsið. Ef ísland væri einn
hreppur í Danmörku, eins og
forráðamenn Dana 1849 vildu
láta það vera, myndi islenzka
þjóðin vera enn þann dag í dag
jafn fátæk, jafn vanrækt og lít-
ilsvirt af stærri og auðugri þjóð-
um, eins og hún var þá. Frelsið
og hið byrjandi sjálfstæði er
(Framh. á 2. slðu).
Átökin um Churchill
Chamberlain porir ekki að láta Churchill Sá
sæti í ensku stjórninni
Seinustu mánuðina hefir ríkt
óvenjulega mikill friður í
stjórnmálalífi Englendinga. Hin
nýja utanríkisstefna stjórnar-
innar, sem komið hefir fram í
samningunum við Pólverja,
Tyrki, Rúmena og Grikki og
samningaumleitunum við Rússa,
hefir verið samþykkt jafnt af
samherjum hennar og andstæð-
ingum. Sama má segja um
framlögin til vígbúnaðarins.
Aðeins herskyldulögin vöktu
dálítinn styr á tímabili. Önnur
mál, sem ágreiningur gæti ver-
ið um, hafa alveg þokað fyrir
þessum málum og vekja ekki
verulega athygli almennings
eins og sakir standa.
Um eitt hafa þó staðið hörð
átök og þeim er enn ekki lykt-
að til fulls. Þau eru um það,
hvort Winston Churchill skuli
fá sæti í stjórninni.
Það er vafasamt, hvort nokk-
ur maður nýtur meira álits í
Englandi um þessar mundir en
Winston Churchill. Hann hefir
í mörg undanfarin ár verið eins-
konar hrópandi á eyðimörkinni,
sem hefir beint athyglinni að
styrjaldarundirbúningi Þjóð-
verja og hvatt ensku þjóðina til
að vera undir það búin að mæta
hættunni. Lengi vel var orðum
hans lítið skeytt, en reynslan
hefir smátt og smátt verið að
sanna spádóma hans, og telja
má, að stjórnin fylgi nú orðið
að mestu leyti þeirri stefnu,
sem hann hefir barizt fyrir.
Margir munu telja, að með
þessu hafi Churchill unnið
nægilegan sigur. En áreiðanlega
mikill meirihluti þjóðarinnar
vill að þeim sigri sé fylgt eftir
á þann hátt, að Churchill taki
sæti í stjórninni. Það myndi
líka sýna Þjóðverjum betur en
allt annað, að hin nýja stefna
ensku stjórnarinnar væri eng-
inn leikaraskapur heldur full-
komin alvara. En sannleikurinn
er sá, að mikill hluti ensku þjóð-
arinnar tortryggir Chamberlain
og telur að stefnubreyting hans
sé ekki fullkomlega einlæg,
heldur hafi hann aðeins látið
undan til að þóknast almenn-
ingsálitinu.
Styrkur Churchill liggur einn-
ig í því, að hann er viður-
kenndur óvenjulegur dugnaðar-
A. IKIIE^OSSGi-ÖTTXIM:
Friðun Faxaflóa. — Kartöfluuppskera. — Síldveiðin. — Ferðalag um Kjöl.
Slátrunin. — Hátíðahöld Kaupfélags Skagfirðinga.
Pyrir nokkru síðan komu hingað
fimm menn úr nefnd þeirri, sem Al-
þjóðahafrannsóknarráðið kaus í fyrra
til að athuga friðun Faxaflóa. Þessir
menn voru próf. Johann Hjort, Noregi,
dr. Finn Devold, Noregi, dr. Táning,
Danmörku, próf. Hagmeyer, Þýzka-
landi og próf. Daves, Englandi. Hafa
þeir undanfarna daga unnið að rann-
sóknum í Faxaflóa, bæði meö botn-
vörpu og dragnót, ásamt Árna Frið-
rikssyni fiskifræðingi. Athugun þeirra
er nú lokið og eru nokkrir þeirra
farnir heimleiðis aftur. Um niður-
stöðu þeirra er enn ekki kunnugt, en
nefndinni er ætlað að leggja álit sitt
fyrir fund Alþjóðahafrannsóknarráðs-
ins sem haldinn verður í Gautaborg
næsta sumar. Á þeim fundi verður
það tekið til endanlegrar afgreiðslu,
hvort mæla skuli með friðuninni.
Eins og menn vita, er Faxaflói mikil
uppeldisstöð fyrir lúðu, rauðsprettu,
ýsu og fleiri fisktegundir, sem nú
ganga óðum til þurðar, sökum rán-
yrkjunnar. Hefði það ómetanlega
þýðingu fyrir íslenzkar fiskveiðar, ef
það tækist að fá Faxaflóa friðaðann.
t t t
Uppskera kartaflna er fyrir nokkru
byrjuð á Akranesi og hefir þegar verið
selt þaðan talsvert af kartöflum til
Reykjavíkur. Mun það ekki hafa verið
gert áður, að taka kartöflur svo
snemma upp til sölu, enda er upp-
skeran mun betri nú en hún hefir
verið á sama tíma undanfarin ár.
Sökum hinna miklu þurka hafa kart-
öflur þó vaxið lítið seinustu vikurnar. í
Borgarnesi er byrjað að taka upp
kartöflur fyrir nokkru og einnig á
ýmsum stöðum austanfjalls. Er upp-
skeran allsstaðar betri en hún er vön
að vera um þetta leyti.
t r r
Sama og engin síldveiði hefir verið
nyrðra seinustu dagana, enda hefir
veðráttan verið óhagstæð, strekking-
ur og þoka. Síldarverksmiðjurnar hafa
nú yfirleitt enga síld til bræðslu. í
gær var ekki búið að salta nema 678
tn., en á sama tíma í fyrra var búið
að salta 36,200 tn. Síldveiðin í Faxa-
flóa hefir verið mjög treg undanfarið.
t t r
Aðfaranótt fimmtudagsins komu
hingað til bæjarins fimm ungir Skag-
firðingar, sem komið höfðu á bíl yfir
Kjöl, milli Langjökuls og Hofsjökuls.
Voru þeir á gömlum Buick-bil. Þeir
lögðu af stað frá Sauðárkróki fyrra
föstudag og voru um nóttina í Mæli-
fellsdal. Næsta dag komust þeir ekki
áfram, nema 4—5 km., enda eru veg-
leysur miklar í Mælifellsdalnum og
gil erfið yfirferðar. Á sunnudaginn
Churchill
mað'ur og skipulagsgáfur hans
hafa jafnan verið mikið róm-
aðar. Lloyd George telur að
hann hafi verið gáfaðasti og
dugmesti maðurinn, sem vann
með honum í ensku stjórninni á
heimsstyrjaldarárunum. Chur-
chill var flotamálaráðherra,
þegar heimsstyrjöldin brauzt út,
og er honum sérstaklega þakkað,
hversu vel flotinn var undir
styrjöldina búinn. Margir hafa
því viljað skipa hann flota-
málaráðhera nú, enda er al-
mennt viöurkennt að lávarður
sá, sem tók við því starfi af
Duff Cooper, sé ekki vandan-
um vaxinn.
Þótt Churchill hafi marga
meðhaldsmenn, vafalaust mik-
inn meira hluta þjóðarinnar,
mætir þátttaka hans í ríkis-
stjórninni mikilli mótspyrnu.
Hann er ekki flokksbundinn,
heldur óháður ihaldsmaður.
Enginn hefir gagnrýnt fyrri
utanríkisstefnu Chamberlains ó-
vægilegar en hann, enda er
hann orðhvassasti og mesti
ræðuskörungur enska þingsins.
Það er því óneitanlega mikill
persónulegur ósigur fyrir Cham-
berlain að taka hann í stjórnina
og auðmannaklíka sú, sem á
vingott við þýzku nazistana,
slær óspart á þá strengi. Chur-
chill er einnig kappsamur og
ráðríkur og óttast því ráðherr-
arnir afskiptasemi hans og að
hann verði fullkomin ofjarl
þeirra í stjórninni. Hefir það
þótt sannmæli um Churchill
að það væri alveg sama hvar
hann væri, hann væri alltaf
fremstur, sökum gáfna sinna og
dugnaðar. Það hefir einnig ver-
ið sagt, að sama væri, þótt Chur
chill fengi lægsta sætið í ensku
stjórninni, hann myndi samt
ráða meiru en forsætisráðherr-
ann, ef stjórnin væri skipuö
sömu mönnum og nú
Bæði blöð frjálslynda flokks-
ins og jafnaðarmanna styðja
Churchill eindregið. Harðfylgn-
asta stuðningsblað hans er samt
Daily Telegraph, sem jafnframt
má telja áhrifamesta stuðnings
blað Chamberlainsstjórnarinnar.
Jafnvel hinn gamli Þýzkalands
vinur Garvin, sem er ritstjóri
Observer og talinn er ritfærasti
blaðamaður Englands, styður
Churchill. Hann segir, að Churc-
hill verði að fá sæti í ríkisstjórn
inni, því enginn maður í Eng-
landi um þessar mundir sé tákn-
xænni fyrir einingu þjóðarinnar.
Öll áhrifamestu íhaldsblöðin
hafa þegar mælt með þátttöku
Churchill í stjórninni, þar á
meðal Times. Sýnir það bezt
hversu öfluglega Churchill muni
vera studdur af almenningsálit'
inu.
Chamberlain þrjózkast samt
enn. Ef til vill óttast hann þá
spádóma, að Churchill eigi eftir
að þoka honum burt úr því sæti
sem hann skipar nú. En Cham-
berlain er orðinn vanur því sein-
ustu mánuðina, að láta undan
bæði innanlands og utan. Það
komust þeir upp á miðja Haukadals-
heiði og á mánudaginn að Ströngu-
kvísl. Urðu þeir að bíða þar til næsta
morguns, en þá komust þeir yfir hana.
Næsta sólarhring urðu þeir að bíða i
Guðlaugstungu við Blöndu, eftir því
að lækkaði í Blöndu. Komust þeir þá
klakklaust yfir, en hún var samt svo
djúp, að vatn rann yfir sætin í bíln-
um. Eftir það voru minni torfærur.
t r t
Slátrun byrjaði í bænum síðastl.
fimmtudag. Dilkar virðast vera með
vænna móti, þegar miðað er við þenna
tíma sumars. Kjötverðlagsnefnd hefir
ákveðið, að fyrst um sinn skuli heild-
söluverðið vera kr. 2.20 pr. kg. og á
lakara kjöti kr. 1.90 pr. kg.
r r t
Á morgun fara fram á Sauðárkróki
hátíðahöld í tilefni af því, að Kaupfé-
lag Skagfirðinga er 50 ára gamalt. Fé-
lagið var stofnað 23. apríl 1889 af
nokkrum deildarstjórum hins gamla
pöntunarfélags Húnvetninga og Skag-
firðinga. Félagið er nú eitt af stærstu
kaupfélögum landsins, viðskiptavelta
þess síðastl. ár var á aðra milljón kr.,
sjóðeignir þess voru í árslok 445 þús.
kr., eignir umfram skuldir 215 þús. kr.
og innstæður viðskiptamanna hærri
en skuldir um 186 þús. kr. Þá rekur
félagið mjólkursamlag og saumastofu. er því ósennilegt, að þess verði
A víðavangi
Það var árið 1913, sem síra
Jakob Lárusson, Sveinn Odds-
son prentari og Páll Bjarnason
kaupmaður í Wynyard lögðu
saman í fyrstu bifreiöina og
fluttu hingað heim. Jón Sig-
mundsson hét bifreiðarstjórinn.
Með komu bifreiðarinnar var
brotið biað í sögu samgangnanna
hér á landi. Hraðinn, sem svo
mjög einkenndi lífið í nágranna-
löndunum, hafði haldið innreið
sína. Nú er ,,dagleiðin“ lausríð-
andi, sem áður var,farin á tveim
til þremur klukkustundum og oft
nokkru skemur. Nú vitum við að
auk hins beina gagns, sem bif-
reiðin hefir unnið, hefir hún lyft
okkur yfir dýran lið í þróun
samgangnanna, járnbrautirnar.
Bifreiðarnar eru nú orðnar á-
líka samgrónar samgönguþörf-
inni, eins og íslenzki hesturinn
var áður.
En nú verður enn brotið blað í
íslenzkum samgöngum. Það fer
hægt af stað, eins og vera ber.
Þær urðu ekki margar, bifreið-
arnar, fyrstu árin. Nú er flugvél-
in komin til sögunnar, og fer nú
ekki minna en sex dagleiðirnar
á tveim til þrem klukkustund-
um! Eru þær nú alls þrjár, flug-
vélarnar, sem til eru í landinu.
TF-Lóa elzt, æfingaflugvél í
einkaeign fjögra manna, en
keypt til landsins upphaflega af
Helga Eyjólfssyni flugmanni,
TF-Örn, farþegaflugvél Flugfé-
lags Akureyrar, og TF-Sux,
rannsóknaflugvél Flugmálafé-
lagsins og ríkisstjórnarinnar.
Jafnframt höfum við eignazt
nokkra mjög trausta og álitlega
flugmenn.
* * *
Samhliða hefir svo svifflugið
komið til sögunnar, tvígild í-
þrótt. Áfengi og tóbak þykja ekki
eiga samleið með þeim, sem ætla
sér upp í loftið. Þar þarf óskertr-
ar skynjunar við, auk þolgæðis
og vakandi varfærni.
* * *
Þegar hefir verið unnið nokk-
uð að athugun nothæfra lend-
ingarstaða víðsvegar um land,
og að sjálfsögðu munu héruöin
fús til að afmarka og lagfæra
lendingarstaði hvert hjá sér,
þar sem þetta er á annað borð
tiltækt sakir tilkostnaðar. Og
þegar eru þessar þrjár flugvélar
teknar að vinna hagnýtt gagn í
þágu samgangna, með farþega-
flugi, sjúkraflutningum, póst-
flutningum, auk æfinga- og
rannsóknarflugsins, sem fyrr var
nefnt. Eru það ekki sízt Aust-
firðingar og Skaftfellingar, sem
teknir eru að skynja, hver sam-
söngubót hér er í uppsiglingu.
En þá fyrst kemst skriður á
landflug hér á landi, þegar
Reykjavík hefir komið sér upp
nothæfum flugvelli, en land-
flug er allt að helmingi ódýrara
í rekstri en sjóflug, bæði sakir
þess, að leiðir styttast og burðar-
magn eykst við það að ekki þarf
af fljúga með hina þungu báta
til sjólendinga. Flugdagurinn á
morgun mun vekja eftirtekt.
Kemur þar fram, hvað þokast
hefir í áttina til þess, sem koma
skal.
langt að bíða að Churchill fái
sæti í stjórninni, og telja má það
víst, ef til styrjaldar kemur.
Viöhorf almennings í Eng-
landi má annars nokkuð marka
á aukakosningu, sem nýlega fór
fram i North Cornwall. í sein-
ustu kosningum sigraði fram-
bjóðandi frjálslynda flokksins
með 800 atkv. meirahluta. í-
haldsflokkurinn lagði mikið
kapp á kosninguna nú, Cham-
berlain sendi kjósendunum per-
sónulegt ávarp og þeir voru ein-
dregið hvattir til að fylkja sér
um friðarstefnu hans. Fram-
bjóðandi frjálslynda flokksins
deildi hinsvegar fast á Cham-
berlain. Sigur frjálslynda flokks-
ins varð stórum glæsilegri en í
seinustu kosningum.