Tíminn - 29.07.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1939, Blaðsíða 2
346 TÍMIM, laiigardaginn 29. jjúli 1939 87. Mað Eftír norræna heimsókn (Framh. af 1. síöu) uppspretta allra framfara á ís- landi. Þúsund ára reynsla hefir kennt íslendingum, að engir kunna að nota gæði þessa lands og engir að stjórna því, nema íslendingar. Hver umbót á ís- landi frá því sögur hófust, er bergmál af starfi þjóðarinnar. Hver niðurlæging og hörmung, sem gengið hefir yfir ísland, hefir verið oein afleiðing af stjórn erlendra og ókunnugra manna af málum íslendinga. Hér kemur aftur hliðstæð reynsla í Danmörku. Meðan sú hin sama yfirstétt Dana, sem hélt íslandi í ánauð, fór með óskorað drottinvald yfir málefn- um fátækari stéttanna í Dan- mörku, voru þær líka vanrækt- ar, kúgaðar og lítilsvirtar eins og íslendingar. Á undaníörnum árum hafa góðkunningjar mínir í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi af og til leitt talið að því, hvað við ís- lendingar myndum gera i sjálf- stæðismáli okkar, þegar liðinn er aldarfjórðungur frá _því að sáttmáli var gerður milli íslands og Danmerkur 1918. Ég hefi vit- anlega ekki getað spáð neinu, frekar en aðrir um það, hvað þá myndi gerast. En ég hefi bent á þróun heillar aldar. Alla þá stund hafa íslendingar barist fyrir að vera sjálfstæð þjóð. Þeim hefir aldrei fundizt frelsi sitt of mikið. Þeir hafa aldrei hikað við að taka á móti því mesta þjóðfrelsi, sem þeim var unnt að fá. Og hver ný frelsis- taka hefir komið fram í aukn- um manndómi og vaxandi fram- förum. Þessi reynsla bendir ó- tvírætt í þá átt, að ef íslending- ar eru ekki breyttir frá því sem forfeður þeirra voru, muni þeim aldrei þykja frelsi sitt nóg fyrr en það er orðið jafnt því, sem var á gullöld landsins, eftir að Alþingi var stofnsett og frjáls stjórnarskipun. Ég hefi stundum spurt góð- vini mína í Svíþjóð, sem hafa álitið að við ættum, sökum mannfæðar og efnaleysis, að ætla okkur minni rétt og þjóð- armetnað en hinum stærri þjóð- um, hvort Svíar myndu g eta hugsað sér að hafa sama keis- ara og Þýzkaland, hvort Svíar myndu hafa unað því að senda forsætisráðherra sin með sænsk lög til Berlínar til að fá þar undirskrift og hvort það hefði hugnast Svíum, að fá Vilhjálm II. dótturson hinnar góðu drotn- ingar, Vilhelminu, t. d. fimmta hvert ár í heimsókn til Stock- hólms. Ég hefi spurt þessa góð- vini mína, hvort þeim myndi hafa þótt það skipta máli, með góðan keisara, ef móðurmál hans hefði verið þeim framandi. Ég hefi jafnframt leitt huga þessara velviljuðu frænda að því atriði, hvort Svíar myndu hafa óskað að hafa sameiginlegan þegnrétt með þýzkum borgurum og þýzk gæzluskip í landhelgi Svíþjóðar. Og við þá Norðmenn, sem hafa bent mér á með nokkrum rök- um, að okkur myndi veitast erfitt að gæta utanríkismála okkar, hefi ég leitað til réynslu þeirra og spurt: Hvers vegna vilduð þið ekki hlíta forsjá Svía í þeim efnum? Hversvegna lág- uð þið í stöðugum deilum við Svía í næstum heila öld út af því að þið vilduð sjálfir gæta utanríkismála ykkar og að lok- um slituð þið sambandinu við Svía á þessu máli og settuð frá völdum gáfaðasta og bezt mennta konung, sem þá var uppi í álfunni? Mér finnst að þessar röksemd- ir hafi gert gott þessum góðvin- um úr grannlöndunum, sem hafa álitið, að við íslendingar myndum, sökum mannfæðar og efnaleysis, sætta okkur við minni rétt, en þeir hafa kosið sér sjálfum. Reynslan er fyrir löngu búin að sýna Norðurlandaþjóðun- um, að öll pólitísk, valdboðin samtök hafa orðið þeim til óláns og sorgar. Eftir margar aldir lif- ir enn í minning Svía beiskja eftir hið fjarlæga Kalmarveldi Dana. Meðan Svíar og Norðmenn voru hlekkjaðir saman með valdboði Kílarsáttmálans var stöðug gremja milli þessara frændþjóða. En eftir að Norð- menn voru orðnir jafn frjálsir Svíum hefir tekizt hin ástúð- legasta og virðulegasta sambúð milli þessara frændþjóða, og fer bróðurhugur þeirra þjóða vax- andi með hverju ári. Úr sambúð íslendinga og Dana er hið sama að segja. Eftir því sem fækkað hafa þau bönd, sem á óeðlilegan hátt binda saman Dani og ís- lendinga, því meir hefir þróazt gagnkvæm velvild og virðing. Það má þess vegna fullyrða, ef athuguð eru hin sögulegu rök, að Norðurlandaþjóðir una aldrei húsbóndavaldi annarrar þjóð- ar, en hafa mikla hneigð til góðrar og drengilegrar viðbúðar, ef þær finna að þær eru frjáls- ar, hver í sínu landi. Þau rök sem hingað til hafa verið færð fram eiga jafnt við allar Norðurlandaþjóðirnar og eru allar byggðar á sögulegri reynslu. En um tvö atriði hafa íslendingar nokkra sérstöðu. Noregur, Svíþjóð og Danmörk hafa jafnan haft konungsstjórn og aldrei svo mikið sem reynt að koma á þjóðveldi. Jafnvel eftir að verkamannaflokkar hafa náð miklum völdum í þess- um löndum, hefir engin breyt- ing orðið á í þessum efnum. r Aróður og innilokun Churchill svarar Göbbels Englendingar hafa nýlega stofnað sérstakt útbreiðslu- ráðuneyti, sem einkum hefir það hlutverk, að kynna fyrir erlendum þjóðum afstöðu Bretlands í alþjóðamál- um. Forstöðumaður þess hefir verið kjörinn Perth lá- varður, sem undanfarið hefir verið sendiherra Breta í Róm og áður var skrifstofustjóri Þjóðabandalagsins. Þessi ráðstöfun hefir hlotið harða dóma í Þýzkalandi, enda mun Göbbels, sem stjórnar áróðursstarfsemi naz- ista, telja henni einkum beint gegn starfsemi sinni, og óttast að Bretar muni hér eftir nota útvarp og önn- ur fréttatæki meira en áður til að kynna þýzkum al- menningi afstöðu Breta. — í eftirfarandi grein, sem er lauslega þýdd, gerir Winston Churchill þessa gremju Göbbels að umræðuefni og jafnframt þann áróður hans, að Bretar vinni nú að því að einangra þýzkaland í alþjóðamálum. ^ímirm Fimmtudafiinn 27. jjnlí Furðulegur Slokkur Það mun vafasamt, hvort nokkurntíma hefir þekkst jafn furðulegt fyrirbrigði á stjórn- málasviðinu og hinn íslenzki kommúnistaflokkur. Helzta markmið þessa flokks virðist það, að berjast í verki gegn öllu, sem hann þykist vera með í orði. Hann þykist unna lýðræði og frelsi. En í blöðum sínum ver hann rúminu að miklu leyti til að dásama og lofsyngja helzta harðstj órnarríki vesturálfunnar og lætur iðulega í ljós, að raun- ar þrái hann ekkert heitara en samskonar stjórnarfar hér á landi! Hann þykist vera andvígur atvinnuleysinu. En meginstarf hans er í því fólgið að koma verkalýðshreyfingunni yfir á þann grundvöll, að sífeld verk- föll og ranglátar kaupkröfur leggi atvinnuvegina í rústir! Hann læzt vera andvígur dýr- tíðinni. En jöfnum höndum lætur hann halda því fram í blöðum sínum, að kaupfélögin séu engu skárri en heildsalarnir, en þau hafi það umfram þá, að vera verstu kaupkúgarar lands- ins og með því virðist liðsmönn- um flokksins gefin nægileg bending um það, að réttara sé að verzla við heildsalana. Hann segist vera andvígur okri. En „flokksforinginn út á við“' er manna kunnugastur einu mesta okrinu, sem viðgengst í landinu, — en það er olíuokrið — og hvorki hann eöa flokkur- inn gerir neitt til að fá úr því bætt! Hann þykist vera fjandsam- iegur fjárbröskurum. En þegar hingað koma umboðslausir og ó- þekktir útlendingar og bjóðast til að braska með fjármál lands- ins, lætur flokksblaðið og „flokksforinginn út á við“ það vera fyrsta verk sitt að gera málefni þessara manna að sín- um málstað og reyna á alla lund að fegra þá og gylla! Hann segist hafa römmustu óbeit á hátekjumönnum. En „flokksforinginn út á við“ er einn mesti hátekjumaður lands- ins! Hann segist ekki vilja leyfa útlendingum að hagnýta auð- lindir landsins. En þegar hingað koma vafasamir enskir fjár- plógsmenn og vilja kaupa námu- rétt í fjalli á Vestfjörðum fyrir sama og ekkert verð, telja for- ingjar flokksins það mestu goð- gá af ríkisstjórninni að verða ekki strax við þeim óskum og það áður en nokkuð er vitað um verðmæti þeirra auðæfa, sem á að selja! Hann segist vilja vinna að ein- ingu verkalýðssamtakanna. En samt beita nú foringjar hans öllum árum til að reyna að sundra þeim og hafa tvö verka- lýðssambönd í landinu! Hann segist vera á móti íhald- inu. En alstaðar þar sem for- ingjar hans hafa átt þess færi, hafa þeir leitazt eftir samvinnu við þann hluta íhaldsins, sem er afturhaldssamastur og fastast heldur á hlut heildsala og ann- ara auðmanna í þjóðfélaginu! Hann segist vilja vinna að stjórnarsamvinnu frjálslyndu flokkanna. En í verki hefir öll viðleitni hans beinzt að því að eyðileggja Alþýðuflokkinn og reyna að spilla stjórnarsam- vinnu milli hans og Framsókn- arflokksins með allskonar verk- fallsóeirðum og æsingum! Hann segist vera á móti öllum utanstefnum og yfirráðum út- lendinga hér á landi. En hann er eini íslenzki stjórnmálaflokk- urinn, sem stendur undir er- lendri yfirstjórn og hefir iðu- lega látið „stefna“ foringjum sínum utan til að sækja fyrir- skipanir til yfirmannanna í Moskva! Það mega kallast undarlegir menn, sem lengi taka mark á slíkum flokki. íslenzk alþýða er áreiðanlega mikið breytt, ef þess verður langt að bíða, að menn minnist á kommúnista- flokkinn öðruvísi en sálað flokksfyrirbrigði, sem barðist gegn öllu, er það þóttist fylgja. Margir deila á Englendinga, fyrir að þeir láti sér ekki nægi- lega annt um að tala fyrir sjón- armiðum sínum. Þessar ádeil- ur svara sér sjálfar að langmestu leyti. Þegar Hitler eða Göbbels málpípa hans, láta í ljós skoðan- ir sínar um upphaf heims- styrjaldarinnar, hampa þeir rök- um, sem ekki geta talizt sann- færandi í alla staði. Þeir segja frá því, að Englendingar hafi fengið Belgíu fyrir mútur Gyð- inga, til þess að ráðast á Þjóð- verja og ræna þá nýlendum þeirra, sem þeir gátu ekki án verið, hvorki með tilliti til oln- bogarúms né daglegra nauð- þurfta. Þýzka þjóðin hafi síðan verið afvopnuö og herstyrkur Belgíu hefði hæglega, með að- stoð allra Gyðinga að vísu, getað tekið Berlín herskildi, ef Hitler hefði ekki staðið i vegi fyrir henni á hinu rétta andartaki. Það má vel vera að ámóta þvaður og þetta hafi einhver áhrif inn- an Þýzkalands, ef það er sagt nógu oft og ákaft. Það hefir að minnsta kosti sýnt mikinn ár- angur utan Þýzkalands. Gagnvart enskumælandi al- menningi, er ekki hægt að hugsa sér æskilegri áróður en þann, er Göbbels beitir. Stjórnir Bret- lands og Bandaríkjanna ættu að sjá svo um, að skoðanir hans væru fluttar sem oftast og kæm- ust sem víðast. Ekkert gæti haft betri áhrif en að hlusta á hann svo sem hálfa klukkustund á hverju kvöldi. Göbbels er sá á- Þróunin hefir þvert á móti geng- ið í gagnstæða átt. Verkamanna- flokkar allra þessara landa munu hafa haft lýðveldi á stefnuskrá sinni, en í verki hætt við allar slíkar breytingar. Og þetta er ofur skiljanlegt. Frægð og veldi þessara þjóða er nátengt skipulagi konungdóms- ins. Noregur var konungsríki á hinni fornu gullöld, og tók upp aftur hin fornu heiti, þegar landið varð alfrjálst að nýju. Reynsla norrænu þjóðanna á meginlandinu í þúsund ár er sú, að það henti þeim að binda ör- lög sín við veldi arfgengra kon- unga. Allt öðru máli er að gegna með ísland. Það byggðist nálega eingöngu af mönnum, sem fluttu þangað, af því að þeir vildu ekki hlíta konungsvaldi. Og eftir að þeir höfðu byggt landið, mynduðu þeir þar lýð- veldi, sem stóð með miklum blóma í margar aldir. Á þeim öldum var ekkert lýðveldi til í hinum vestræna heimi, nerna á íslandi. Það er því ef til vill engin tilviljun, að þessi litla, frjálsa þjóð var eina þjóðin i Evrópu, sem hafði á þeim tíma þann andlega mátt að geta skapað sígildar bókmenntir, sem hafa þýðingu fyrir andlegt líf í öllum hinum vestræna heimi. íslendingum reyndist rétt trú sín um að þeim hentaði ekki konungsstjórn jafnvel og frænd- um þeirra. Um leið og ísland komst undir veldi konunga í grannlöndunum byrjaði féflett- ing þess, hnignun og kúgun. Frá þessum öldum hafa íslend- ingar engar minningar eins og Norðmenn um ætt Haralds, Dan- ir um Valdimarskonungana eða Svíar um afkomendur Gustafs Vasa. Norðurlandaþjóðirnar á meginlandinu hafa hallast að konungsstjórn, af því reynslan hefir sýnt að það átti vel við þessar þjóðir. Reynsla íslend- inga bæði í fornöld og á mið- öldunum hefir gengið í gagn- stæða átt. Síðan 1874 hefir ís- lenzka þjóðin átt þrjá konunga, sem hafa verið dyggir og skyldu- ræknir embættismenn. íslend- ingar hafa metið það og viður- kennt, en sú reynsla hefir ekki á sýnilegan hátt breytt lífsskoð- un þeirra. íslendingar hafa aldrei litið svo á, að konungar hefðu fengið vald sitt með guð- legri ráðstöfun, heldur að tign þeirra væri mannlegt skipulags- atriði. íslendingar virtu festu og kjark Kristjáns IX., þó að stjórnarhættir hans og Estrups væru þeim ógeðfelldir. Friðrik VIII. og Kristján X. hafa verið sérstaklega skylduræknir kon- ungar og starfað vandlega á þingræðisgrundvelli. íslending- ar hafa metið þá líkt og Banda- rikjamenn gera við forseta, sem þeir hafa valið sér og þykir róðursmaður, sem er allra æski- legastur og afkasta- og áhrifa- mestur fyrir andnazista um gjörvallan heirn. Vinnandi fólk í Bretlandi, Bandarikjum, Frakk landi, Póllandi og öðrum minni ríkjum, ættu að fá tækifæri til þess að hlýða á hvert einasta orð, sem hann segir, svo fremi að hægt sé að koma því við. Samtök Gyðinga ættu að ráða hann fyrir há laun til þess að halda áfram á sömu braut. Ef honum þætti erfiðið of mikið, gætum við Eng- lendingar séð sendimönnum frá útbreiðslumálaráðuneyti Göbb- eis fyrir tækifærum til ræðu- halda í Englandi. Eg efa ekki, að Bandaríkin myndu veita slíkum trúboðum fulla lögregluvernd, meðan þeir væru að sinna störf- um sínum þar í landi. Við mynd- um telja það ólán, ef eitthvað kæmi fyrir Göbbels. Líf hans er dýrt og 'rödd hans tilheyrir mannkyninu. Það er næsta undarlegt, að Þýzkaland nazistanna skuli ótt- ast orð svo mjög sem raun ber vitni um, þrátt fyrir allar þess flugvélar, fallbyssur, stormsveit- ir, flokkslögreglu og hersveitir. Þessi ákveðna og ósveigjanlega þjóð hræðist hvíslið eitt, þótt hún sé reiðubúin að veita hern- aðarlegt viðnám. Nazistar segja, að við séum úrkynjaðir vesaling- ar, lýðræðissinnar, gersneiddir allri föðurlandsást, en samt lát- um við okkur það engu varða, hvað um okkur er sagt. Okkur er gerð mikil þægð, með því að skoðanir nazista séu fluttar, og við stuðlum að því. Bismarck við- mikið til koma í vandasamri tignarstöðu. Þessi aðstaða íslendinga er sérkennileg fyrir þá. Þeir meta einkis tildur konungdómsins, heldur eingöngu alvöru og festu trúnaðarmanns þjóðfélagsins í æðstu stöðu. Hneigð íslendinga að þjóð- veldisstefnu, er arfur frá fyrstu forfeðrum, sem byggðu landið. En lega landsins skapar íslend- ingum aðra sérstöðu. ísland er mitt úti í Atlantshafi og nær Ameríku en Evrópu. Þegar Ev- rópustyrjöld skellur á, þar sem England er annarsvegar en meg- inlandsþjóð hinn aðilinn, er ís- land svo að segja um leið hætt að hafa tengsli við meginlandið. í Napóleonsstríðinu og í heims- styrjöidinni miklu hafði ísland mjög lítil skipti við Norðurlönd, einkum er á leið og styrjöldin harðnaði. í bæði skiptin höfðu íslendingar nokkur skipti við England, og í heimsstyrjöldinni við Bandaríkin. Ef til styrjald- ar kemur á næstu árum, er eitt víst. ísland og Norðurlönd munu lítið ná saman með verzlun og viðskipti. Hvort ísland verður algerlega að lifa af því, sem landið gefur af sér, eða að það getur átt skipti við Ameríku, skal engu spáð um. En hvað sem líður góðum vilja frænd- þjóðanna norrænu, þá mun þeim undir þvílíkum kringum- stæðum verða erfitt um vik, að eiga skipti við einbúann í At- lantshafi. Mér hefir þótt hlýða, eftir hina miklu heimsókn tíginna og ágætra frænda frá Norður- löndum, að freista að líta yfir skipti norrænna þjóða. Reynsl- an virðist sanna, að engin Norðurlandaþjóð geti notið sín nema að hún sé fullkomlega frjáls og finni engin formleg bönd hlekkja sig við aðra þjóð, þótt skyld sé. En um leið og Norðurlandaþjóðirnar . hafa komið málum sínum fyrir á þeim grundvelli, þá eru hin beztu skilyrði fengin fyrir vin- samlegri sambúð, með marg- háttuðum gagnkvæmum ávinn- ingi. í skiptum Dana og íslendinga er eitt viðkvæmt atriði, auk þeirra, sem samband.ssáttmál- inn fjallar um. Og þetta atriði eru handritin að gullaldarbók- menntum íslendinga, sem geymd eru í Danmörku frá þeim tíma. þegar Kaupmannahöfn var raunverulega höfuðborg ís- lands, og háskóli Danmerkur vísinda- og embættaskóli ís- lendinga. í augum íslendinga verða þessi handrit hið sama í viðbúð Dana og íslendinga eins og Elsass og Lothringen voru í augum Frakka frá 1871 til 1918. íslendingar vita að þeir eiga þessi handrit að guðs lögum, og munu fylgja því fram með fullri (Framh. á 4. síöu) hafði einu sinni orð, sem við megum gjarna minnast: — Ef rikið Austurríki-Ungverjaland hyrfi, þá yrði maður að búa það til. — Það er einmitt þannig með hinn mælska vin okkar. Söknuðurinn yrði mikill og sár. Perth lávarður hefir víða farið og er gamalreyndur sem starfs- maður utanríkismálaráðuneyt- isins brezka. Hann hefir lengi verið ritari Þjóðabandalagsins og sendiherra Englendinga í Ítalíu og auk þess er hann „fæddur heiðursmaður“, eins og Ameríkumenn segja. Hann getur ekki gert sér neina von um að keppa við Göbbels. Hann mun að vísu láta í ljós ýmsar staðreyndir öðru hvoru, en það verður aðeins sem und- irleikur undir einleik hins mikla meistara. Þjóðverjar voru mjög óánægðir með skipun hans og töldu hana jafnvel einskonar hnefahögg, en til þess er engin önnur ástæða en óttinn við sannleikann. Það er i sjálfu sér ægileg á- kæra gegn ríkisstjórn, ef hún óttast utanaðkomandi orða- sveim. Sú stjórn, sem stendur á heilbrigðum grundvelli, kærir sig kollótta um erlenda gagn- rýni. Sé gagnrýnin réttmæt, tekur stjórnin hana til greina og breytir um háttu samkvæmt henni. Sé gagnrýnin aftur á móti óréttmæt, styrkir hún að- eins aðstöðu stjórnarinnar gagnvart þjóðinni. Stjórn Hitlers lætur gera hvert einasta erlent blað upptækt, ef í því er eitthvað, sem henni Enn um jarðhitann Eitír Bjarna Bjarnason alpingismann Nokkrar umræður hafa orðið í Tímanum nú í sumar um jarð- hitann. Tel ég það vel farið. í greinum um þetta efni hafa komið fram atriði og sjónar- mið, sem ætla mætti að væru á annan veg en raun ber vitni um, sjónarmið, sem virðast vera svipuð eins og almennt áttu sér stað fyrir 10—20 árum, þegar lítil reynsla var fyrir hendi um ágæti jarðhitans. Nú hafa menn yfirleitt um allmörg undanfarin ár notið skýringa og uppeldis í sambandi við þetta stórmerka mál. í bréfi úr Árnessýslu, sem birtist í Tímanum í vor og varð þess valdandi að nokkrar grein- ar hafa birzt um nýjar aðgerðir í sambandi við heita staði, var bent á átök Jónasar Jónssonar í þessu máli og nú vill svo vel til, að hann ritaði í síðustu blöð Tímans um Reyki í Ölfusi. Hann rifjar upp sögu jarðakaupanna þar, hvað framkvæmt hafi ver- ið nú þegar á þessari eign, enn- fremur bregður hann upp mynd af því, sem hann hugsar sér að þarna beri að gera í framtíð- inni. Enn er þetta ný lexía fyrir almenning til viðbótar því, sem reynzlan er búin að kenna í sambandi við skólana, sem jarð- hita njóta, athafnir ríkis og Reykjavíkurbæjar í sambandi við hitaveituna o. fl. mætti nefna. Ég treysti því opinbera: sveita-, bæja- eða sýslustjórn- um og einkum þó ríkisvaldinu betur til þess að fara skynsam- lega með þessi ómetanlegu verð- mæti en einstökum mönnum. Á þessari skoðun minni er það byggt, að ég hefi nokkur undan- farin þing verið meðflytjandi að frv. um eignar- og notkunar- rétt jarðhita og meðferð á jarð- hitasvæðum. Vegna sérstakfa sjónarmiða ýmissa þingmanna, sjónarmiða, sem við flutnings- menn þessa frv. telj um þröng og óviturleg, hefir málið verið tafið. Samkvæmt þessu frv. eignast rikissjóður forkaups- rétt á öllum jarðhita, þá fær þjjð opinbera sérstaka eignarnáms- heimild á jarðhita, ennfremur er ger't ráð fyrir aðstoð ríkisins til borunar og annarra rann- sókna á jarðhitasvæðum. Milliþinganefnd hefir nú starfað í sambandi við þetta mál og þegar skilað áliti. Vænti ég fastlega aö frv. okkar Jörúndár Brynjólfssonar, máske eitthvað breytt, verði lögfest á þessu ári. , (Framh. á 3. síðu) fellur miður. Njósnarar eru sendir urn hverja einustu götu í þýzkurn borgum til að grennsl- ast eftir hvort „grunsamlegur“ borgari hlustar á útvarp frá Englandi eða Frakklandi. Einka- bréfin eru jafnvel háð ritskoð- un, hvað þá annað. Sú stjórn, sem þannig breytir, hlýtur að efast um sinn eigin grundvöll. Það hlýtur að vera hræðilegt að lifa á þenna hátt. Það er ekki einungis að ýmsar stefnur og hugmyndir frá Englandi, Ame- ríku, Norðurlöndum, Sviss og Frakklandi seitli inn í landið, þrátt fyrir allar þessar hindr- anir, heldur eru þær athugaðar með sérstaklega nákvæmri at- hygli, af þeim fjölmörgu Þjóð- verjum, sem þær ná til. Því meira sem stjórnin reynir að halda þessurn skoðunum frá þjóðinni, þess áhrifaríkari verða þær, þegar þær seitla gegn um hindranirnar. Þýzka stjórnin gerir sér mikið far um að sannföéra þjóðina um að verið sé að eiri- angra landið. Sennilegt er, að hinu öfluga þýzka útbreiðslu- málaráðuneyti takist með þeim sterku tökum, sem það hefir á blöðum og útvarpi, að útbreiða þessa kenningu -meðal þjóðar- innar. Enda er nokkur sann- leikur í þessu, og það er aldrei til neins að fela sannleikann. Það er einmitt verið að koma á bandalagi hervæddra og her- væðandi þjóða til þess að veita í sameiningu viðnám gegn vænt- anlegum árásum af hálfu naz- ista. Við reynum að gera þetta i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.