Tíminn - 29.07.1939, Page 3

Tíminn - 29.07.1939, Page 3
87. blað TtMINN, langardagiim 29. jjúlí 1939 347 ÍÞRÓTTIR Knattspyrnuinótiii. Tvö knattspyrnumót standa nú yfir hér í bænum, landsmót 1. fl. og íslandsmótið. Reykjavík- urfélögin fjögur taka þátt í báð- um mótunum og auk þess tekur úrvalslið úr knattspyrnufélög- unum á ísafirði þátt í fyrsta flokks mótinu. Fyrsti kappleikur 1. fl. mótsins fór fram á þriðjudaginn og var milli ísfirðinga og Fram. Lauk honum með jafntefli. ísfirðingar áttu meira af leiknum. Þeir eru duglegir, en kunnu minna en knattspyrnumenn hér. Fyrsti leikur íslandsmótsins fór fram á miðvikudaginn og kepptu þá Fram og K. R. Fyrri hálfleik lauk með sigri K. R. 3:2. í þessum hálfleik átti Fram þó engu minna. í seinni hálfleik setti K. R. tvö mörk, en Fram ekkert. Geta má þess, að í seinni hálfleik gat aðalmarkmaður Fram ekki keppt vegna lítils- háttar meiðsla og þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum, meiddist einn bezti maður liðs- ins, Jörgensen. Hefir þetta átt sinn þátt í því, að draga kjark úr Framliðinu seinni hálfleikinn, enda veitti K. R. þá mun betur. Annar kappleikur íslands- mótsins fór fram á fimmtudag- inn og kepptu þá Valur og Vík- ings. Fyrri hálfleik lauk með sigri Vals 1:0. í þessum hálfleik hallaði á Viking, og áttu Vals- menn ýms tækifæri á markið, er misheppnuðust. Markvörður Víkings lék einnig mjög vel. í seinni hálfleik sóttu Víkingar sig og var hann nokkurnveginn jafn. Settu Víkingar þá eitt mark en Valsmenn ekkert, svo leiknum lauk með jafntefli, 1:1. Víkingar sýndu öllu meiri dugnað en Vals- menn, en standa þeim ekki sem heild jafnfætis í samleik og með- ferð knattarins. Þeir eru í greini- legri framför. Meistaramót f. S. f. Meistaramót í. S. í. í frjálsum íþróttum 1939 verður háð dag- ana 14.—18. ágúst n.' k. á í- þróttavellinum í Reykjavík. — Keppt verður í þessum íþrótta- greinum: 100, 200, 400, 1500 og 10.000 metra hlaupum og 110 metra grindahlaupi; hástökki, langstökki, þrístökki og stang- arstökki; kúluvarpi, kringlu- kasti, spjótkasti og sleggjukasti; 4X100 m. boðhlaupi, 1000 m. boðhlaupi (100—200—300—400), fimmtarþraut og 10.000 metra göngu. — Keppendur gefi sig skriflega fram við stjórn í- þróttafélags Reykjavíkur, eigi eigi síðar en viku fyrir mótið. bandalag svo víðtækt og öflugt sem framast er unnt. En þessari einangrun er aðeins beint gegn hugsanlegri árás af hálfu naz- ista, og hún verður ekki raun- veruleg fyr en Þjóöverjar gera árás á eitthvað af nágranna- ríkjum sínum. Þýzkaland verð- ur ekki einangrað nema með sínum eigin gerðum. Ef þýzka þjóðin lætur sér nægja að lifa venjulegu, sæmilegu og mann- legu lífi og lætur nágranna sína óáreitta, mun enginn skipta sér af gerðum hennar eða með hvaða hætti hún kýs að láta stjórna sér. Með tilliti til ör- yggis óska Englendingar og Frakkar einskis þess, sjálfum sér til handa, sem þeir eru ekki reiðubúnir að unna Þjóðverjum. Ef Þýzkaland æskir öryggis, þá getur það fengið það tryggt samdægurs, svo að segja, af hálfum hnettinum. Líf og velmegun hinnar þýzku þjóðar hefir mikla þýðingu fyrir allar þjóðir. Maður getur ekki hugsað sér Evrópu, sem horfist í augu við framtíðina, án þess að hinn hugdjarfi, duglegi og hugkvæmi þýzki andi sé þar þátttakandi. Það er aðeins eitt, sem firrir Þýzkaland öruggs friðar og velmegunar í framtíð- inni. Það er ótti hverrar ein- ustu af landamæraþjóðum þess um að nazistaflokkurinn veit- ist að þeim með eldi og stáli, vegna erfiðleikanna heima fyr- ir. Enginn mun grípa fram fyr- ir hendur Þýzkalands, nema því aðeins að eitthvað slíkt komi fyrir. En ef þetta kemur fyrir, ef friðsöm þjóð verður fórnar- dýr árása eða ásælin, þá er það B Æ K U R Feröabækur Vilhjálms Stefánssonar. Fyrir nokkrum árum síðan hóf Ársæll Árnason útgáfu á ferða- bókum Vilhjálms Stefánssonar með þeim hætti, að gefa þær út í smáheftum, sem síðan væri hægt að binda saman. Er 21. heftið nýlega komið út og er þar með lokið útgáfu allra ferða- bóka Vilhjálms í íslenzkri þýð- ingu. Er það vissulega góður fengur fyrir íslenzkar bókmennt- ir, enda hefir almenningur sýnt þessari útgáfu mikinn skilning, því hún hefir haft rúmlega 2000 fasta áskrifendur. Þetta seinasta hefti er niður- lagið á þriðja bindinu um heim- skautalöndinu unaðslegu. Alls er útgáfan fimm bindi, Veiðimenn, Meðal Eskimóa og Heimskauta- löndin unaðslegu í þremur bind- um. Bindin eru samtals 107 ark- ir. Hvert hefti hefir kostað kr. 2.50 og kosta því allar ferðasög- urnar óbundnar kr. 52.50. Um Noreg og Þýzkaland 1938. Ferðamininngar. Kver þetta, sem er 82 síður, hefir Tímanum nýlega borizt. Höfundurinn er H. H. Eiríksson, skólastjóri Iðnskólans. Segir það aðallega frá iðnsýningum, sem höfundurinn skoðaði í Oslo og Berlín, og hefir þessi frásögn hans áður birzt í Tímariti iðnað- armanna. Þá birtist þarna sér- stök grein, Hlutverk konunnar, og lýsir hún þegnskylduvinnu ungra kvenna í Þýzkalandi. Sú starfsemi er fyrir márgra hluta sakir athyglisverð, en frásögn höfundarins verður þó ekki tekin sem hlutlaus, því aðdáun hans á núv. valdhöfum Þýzkalands og skipulagi þeirra, skín úr öðru hverju orði. Enn um jarðhitann (Frcimh. af 2. síðu) í fyrrnefndu bréfi úr Árnes- sýslu er minnst á ýms jarðhita- svæði, meðal annars í Biskups- tungum. Þeir Þorsteinn Sigurðs- son og Grímur Ögmundsson hafa skrifað sína greinina hvor vegna tilefna, sem gefin voru. Þar sem mér er mikið áhuga- mál að viturlega verði farið með jarðhitann og ég tel jarðhita- svæðin betur komin í höndum hins opinbera en einstakra manna, langar mig að bæta hér við nokkrum orðum. Grímur Ögmundsson blandar okkur hér í Laugardal inn i þetta mál og minnist á sölu Út- eyjar, sem er „ heitur staður“. Hálf þessi jörð var seld fyrir nokkrum árum kaupmanni úr Reykjavík. Laugardalshreppi hefir aldrei verið gefin þessi jörð og því verr treysti hrepps- nefndin sér ekki til að nota forkaupsrétt sinn, ríkir Reykvík- ingar buðu í jörðina, en Laugar- dalshreppur er lítill. Það er sannarlega allt annað fyrir smáhrepp að stríða í sam- keppni við auðuga Reykvíkinga eða fyrir stórt hreppsfélag að varðveita gjöf. Ekki er vist að bréfritari sá, sem G. Ö. vitnar í, hafi vitað um þetta Úteyjarmál. Vel má vera, að hreppsnefndin hér hafi einnig átt skilið ámæli í þessu sambandi, en ósambærileg er sala Úteyjar við sölu Stóra- Fljóts. Á hinum helmingi Út- eyjar býr allstór fjölskylda. Ég hefi góðar vonir um, að einhver hluti barnanna þurfi ekki að fara úr foreldrahúsum einmitt vegna þeirra tekna, sem útlit er fyrir að jarðhitinn skapi fjölskyldunni. Vegna þess að ég var hrifinn af framsýni og rausn Jóns Hall- dórssonar, er hann gaf Bisk- upstungnahreppi Stórafljót með Reykholtshver, vil ég einnig nota tækifærið og minnast á það mál. Eftir að ég hefi lesið grein Þorsteins á Vatnsleysu skil ég ekkert í þessu máli. Hann talar um gjafabréf Jóns Halldórsson- ar. Skyldi gjafabréfið hljóða um annaðhvort, jörðina Stórafljót heilög skylda allra þjóða og allra stétta að rísa gegn árásar- mönnunum frá öllum hliðum. Xýja dilkakjötið er komið á markaðinn. Enniremur nýtt Utsvör — Dráttarvextir. Matardeíldín Hafnarstræti. Sími 1211. Matarbúðin Laugaveg 42. Sími 3812. Kjötbúðin Týsgötu 1. Sími 4685. Kjötbúð Sólvalla Sólvallagötu 9. Sími 4879. Nú um niánaðamótiii falla dráttarvextir á fyrsta hluta (l/r,) utsvara til liæjarsjióðs Reykjavíkur 1939. Gjaldcndur eru vinsainlega bcðnir að greiða átsvör sín fyrir mánaðaniótin. Reykjavík, 27. júlí 1939. BORGARRITARIM. Kjötbúð Austurbæjar Laugaveg 82. Sími 1947. Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Eoston. Massachusetts Please enter my subscripfion to The Christian Sclence Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue. including Magazine Section- 1 year $2.60. 6 issues 25o 9arnþle Cofiy on Requeit T I M IIV ]\ er víðlesnasta auglýslngablaðið! Skrifslofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykjavíkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokksstarfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Austur að Laugarvatni alla þriðjudaga kl. 5 e. h. alla fimmtudaga kl. 5 . h. alla laugardaga kl. 5 e. h. Frá Laugarvatni: alla sunnudaga kl. 7,30 e. h. alla miövikudaga kl. 10 f. h. alla föstudaga kl. 10 f. h. Til Geysis í Haukadal alla virka daga. BIFREIÐASTÖÐIN GEYSIR Sími 1633. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. 5 Mest og bezt fyrir krónuna, með því að nota þvotta- duftið Perla Gistihúsið í Þrastahmdi tekur á móti gestum til sumardvalar. — Gisting og eða andvirði hennar í peningum. Mér þætti sennilegt, ef gefandi hefir haft heimild til að selja eignina án vitundar hrepps- neíndar og hreppsbúa, að hann gæti enn keypt einhverja aðra fasteign fyrir andvirði Stóra- Fljóts og afhent Biskupstungna- hreppi. Þ. S. upplýsir, að hreppsnefnd- in hafi aldrei neitt um söluna ákveðið og mér er ekki kunnugt um að hreppsbúar hafi sam- þykkt söluna. Þó er Reykholts- hver seldur fyrir smánarverð hollenzkri konu. Hún er að vísu ekki sá formlegi kaupandi, en hún leggur til peningana og ráðin. Hver átti þessa eign og hver seldi hana? Sá einn getur selt fasteign, sem á hana. Ég tel mjög óráðlegt af hreppsnefnd að selja hreppseign, sem væri á við Reykholtshver í Biskups- tungum, án samþykkis mikils meirahluta hreppsbúa á al- mennum hreppsfundi (borg- arafundi). Ennþá fráleitara er þó að láta taka af sér slíka eign og selja hana, án þess að ómaka sig til þess að leita rétt- ar síns. Þ. S. telur sem sé vafa- samt að salan sé lögleg. Menn verða að athuga það, að Reykholtshver er talinn einhver allra bezti hver til virkjunar, sem til er í þessu hveraauðuga landi. Sennilegt þykir mér, að sala Stóra-Fljóts til hinnar hollenzku konu sé ólögleg. Ég ræð því Tungnamönnum mjög ákveðið til þess að innbyrða eign sína aftur og njóta henn- ar síðan fyrir sig og sína til margháttaðrar atvinnu, þæg- inda og meninngar. Bjarni Bjamason. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn Sigurðar Olafssonar. Símar 1360 og 1933. matur selt með sanngjörnu verði. — Umhverfið er yndislega fagurt. — Forstöðukona gistihússins veitir leyfi til siluiigsveiði með stöng' í Soginu. Allar upplýsingar gefur Ferðaskrifstofa ríkisins í Reykjavík. 164 William McLeod Raine: Oakland fékk Taylor riffilinn með vinstri hendinni, en hélt skammbyss- unni tilbúinni með þeirri hægri. Skip- anir hans voru stuttar. — Stattu þama á bak við hurðina, snúðu bakinu að okkur og svo læt ég þig vita hvenær þú átt að hleypa af. Taylor gægðist út um hálfopnar dyrn- ar. Mennirnir með baggahestinn voru ekki meira en þrjú hundruð metra í burtu. — Hann er á undan, eða heldur þú það ekki, spurði Taylor. — Jú, en láttu þér ekki of ótt, ég segi þér til. Komumenn höfðu farið yfir lækinn og voru nú á leið upp brekkuna. Hest- arnir gengu hver á eftir öðrum og voru ekki meira en hundrað og fimmtíu metra í burtu. — Núna, ha, spurði Taylor og var áberandi skrækráma. — Bíddu. — Skrattinn sjálfur! Þeir eru alveg að koma ofan á okkur. Óstyrkurinn virtist nú hlaupa með Taylor í gönur. Hann gaut augunum og tifaði með höfðinu er hann miðaði. Svo heyrðist skot. Hestur Walsh prjónaði og aftur heyrð- ist í rifflinum. — Ég hef hann! Svei mér þá, ég hef Flóttamaðurinn jrá Texas 161 Þú gerir eins og ég segi þér. Ef þú gerir það ekki, þá sér Ed um Walsh og ég um þig, strax þegar hann er búinn. Ég er húsbóndi hérna. Oakland dróg upp skammbyssu sína og beindi hlaupinu til jarðar. Það var ógeðslegur glampi í stálhörðum augun- um. — Annað af tvennu, Taylor, hélt hann áfram og svipur hans var illilegur. — Hvað á það að vera? Taylor reyndi að tefja tírnann. — Ég verð auðvitað að gera eins og þú segir, ég er neyddur til þess. Réttu mér riffilinn. Mér er bölvanlega við þetta, ég er enginn morðingi. Það var skjálfti í röddinni og hendur hans titr- uðu. — Þú heldur því fram að þú hafir skotið löggæzlumann í Wyoming, full- trúa sagöir þú. Bættu nú um og veiddu sýslumann í Montana, þetta er íþrótt. Það var Flannigan, sem sagði þetta og glotti um leið, svo að sá svört tanna- brotin. — Ég veit ekki einu sinni hvor þeirra er Walsh, sagði Taylor aumingjalega. — Þú þekkir það nógu fljótt, sagði Oakland hranalega. — Þeir eru ekki nógu nærri ennþá. Hlustaðu nú á! Ég geri þér gott með þessu. Þú skýtur þenn- an náunga, sem er að elta þig, og1 svo

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.