Tíminn - 29.07.1939, Síða 4

Tíminn - 29.07.1939, Síða 4
348 TÍMlNiy, langardagiim 29» júlf 1939 87. blað Yfir landamærín 1. Vísir heldur þvi réttilega fram í gœr að það „sé varhugaverð og óvið- eigandi, þegar íslenzkir stjórnmála- flokkar sækja fé og ráðleggingar til erlendra stjórnmájaflokka, og gefa þannig tækifæri til íhlutunar um ís- lenzk stjórnmál". Blaðið gleymir hins- vegar að geta þess, að einn af yngri fyrirliðum Sjálfstæðisflokksins, Gunn- ar Thoroddsen, hefir fyrir skömmu síð- an lagt til, að við ættum að tryggja okkur vináttu Þjóðverja með því „að fullnægja vissum skilyrðum um stjórn- arfar vort innanlands". Slik stefna er vissulega betur til þess fallin en nokkuð annað, að gefa erlendum stórveldum íhlutunarrétt um innlend mál. 2. Vísir ásakar Alþýðuflokkinn fyrir samningamakk hans við kommúnista, meðan Héðinn Valdemarsson var í flokknum. En blaðið getur ekki um annað samningamakk við kommúnista, sem er mun yngra. Það er t. d. bæjar- stjórakosningin í Neskaupstað, verk- fallsrósturnar í Hafnarfirði síðastl. vet- ur og atkvæðagreiðsla í Dagsbrún síð- astliðið haust. Hverjir-unnu þá með kommúnistum og í hvaða markmiði? Vísir á ekki erfitt með að upplýsa það, ef hann vantar ekki viljann. 3. Kommúnistablaðið spyr í gær, hvað líði afnámi hálauna. Hefir það sent fyrirspurn til h. f. Olíuverzlunar íslands eða aðalbankastjóra Útvegs- bankans? 4. Kommúnistablaðið segir, að Cham- berlain sé „þarfasti þjónn“ fasista- ríkjanna. Láti Pólland undan í Danzig- deilunni, verði það honum að kenna. Blaðið getur þess ekki, að Bretar hafa lofað Pólverjum fullum stuðningi fyrir löngu siðan en Rússar hafa enn ekki heitið þeim neinni aðstoð. Vegna land- fræðilegrar aðstöðu væri slíkt loforð Rússa miklu meira virði fyrir Pólverja en loforð Breta. Hefðu Pólverjar vissu fyrir hjálp Rússa, myndu þeir. ekki láta undan síga. Kommúnistablaðið heggur því nærri vinum sínum, þegar það fer að tala um „þarfasta þjóninn" í þessum efnum. x+y. Erlend blöð skýra frá því, að rúmlega 1000 Pólverjar hafi þeg- ar lofað því, ef styrjöld brytist út, að stýra eldsprengju, sem skotið er á óvinaskip, en mað- urinn sem stjórnar henni, deyr vitanlega samstundis og hún springur. Hafa þeir menn, sem gefið hafa slíkt loforð, myndað með sér félagsskap. Það var með slíkum hœtti, sem Japanar grönduðu fjölda rússneskra skipa í striðinu 1905. * * * Enska þingið er stöðugt að auka fjárveitingar til hermál- anna. Á fjárlögum nœsta fjár- hagsáirs er gert ráð fyrir að verja 260 milj. sterlingspunda til flughersins. Til samanburð- ar má geta þess, að siðan 1918 hefir Lundúnarborg látið rifa verstu fátœkrahverfin og byggja ný hús fyrir 800 þús. íbúa. Allar þessar framkvœmdir hafa kost- að tœpar 130 milj. sterlings- punda — eða meira en helmingi minna en ríkið ver til flughers- ins á einu ári. Slikt er brjálœði vigbúnaðarins. * * * Sérkennilegur reipdráttur fór nýlega fram í dýragarðinum í Árhúsum í Danmörku. Börn sem vógu samtals 1500 kg., tókust á við fil, sem einnig vóg 1500 kg. Börnin unnu allar þrjár loturn- ar. Fíllinn var kvendýr, sem átti kálf. í seinustu lotunni var kálf- tlR BÆNUM Messur á morgun: í Dómkirkjunni kl. 11 árdegis, séra Friðrik Hallgrímsson. í Hafnarfjarð- arkirkju kl. 5 síðdegis, séra Garðar Þorsteinsson. í Laugarnesskóla kl. 2 síðdegis, séra Garðar Svavarsson. Dráttarvextir falla á fyrsta hluta útsvaranna (%) um næstu mánaðamót. Kvikmyndahúsin. Gamla Bíó sýnir í fyrsta sinn í kvöld ameríska mynd: Persneski nœt- urgalinn. Er þetta gamanmynd með nokkrum söng og hljómlist. — Nýja Bíó sýnir spennandi „cowboy“-mynd, sem nefnist: Hefnd Indiánanna. íslandsmótið. Annar kappleikur íslandsmótsins fer fram annað kvöld og keppa þá Valur og Fram. Eitir norræna heimsókn (Framh. af 2. síðu) að alvöru, unz réttlætið fær njóta sín líka í því máli. Á þeim mannsaldri sem lið- inn er síðan Stauning varð á- hrifamikill maður í Danmörku, hefir réttlæti og virðing fyrir rétti nábúans vaxið meir á Norðurlöndum en á öllum und- angengnum árum, sem menn hafa búið í norrænum löndum. Og í þessari þróun aldarandans hefir Stauning verið einn hinn einlægasti brautryðjandi. ís- lendingum munu jafnan verða kærar heimsóknir hans. Þess mun lengi minnst, að hann gerist landnámsmaður í því að móta ísland sem sumardvalar- stað fyrir stjórnmálamenn úr heimsborgunum. Hans mun þó enn lengur minnst hér á landi, sem hinn framsýna og tillögu- góða stjórnmálamanns í Dan- mörku, sem um langt árabil og oft undir mjög erfiðum kring- umstæðum hefir átt mikinn þátt í að láta réttlæti en ekki vald hins sterkara ráða í skipt- um Dana og íslendinga. En lengst af öllu munu íslendingar minnast Staunings sem þess manns, sem tók ungur forustu í málum fátækustu og vanrækt- ustu stéttar í Danmörku. Hann gerðist baráttumaður í fylking- arbrjósti í máleínum þessarar stéttar. Og undir forustu hans varð þessi stétt frjáls og sterk, án þess að misbeita styrk sínum. Með þessu langa og þýðingar- mikla lífsstarfi hefir hann ó- beðið gerst hollvinur íslendinga. Þeir hafa tekið sér til fyrir- myndar fordæmi hans. íslend- ingar sækja líka fram til að ná aftur fullu frelsi, og þeir hafa hvorki löngun eða aðra aðstöðu til að misbeita þeim sigrum, er þeir kunna að vinna. Norðurlandaþjóðirnar á meg- inlandinu óttast stundum, að einbúinn í Atlantshafi kunni að urinn hafður fyrir framan mömmuna svo hún sœkti heldur þangað, sem hún líka gerði. En það hjálpaði ekki — og börnin unnu. „Qnebeck6 minknr Nokkux hreinræktuð Övre-Boe karldýr til sölu. Sel einnig nokkur pör af Alaska bláref. Helgi Ingvarsson, Vífilsstöðum. Tilkynniné firá vinnuhælinu á Litla-Hrauni Heimsóknartími til fanganna á vinnuhælinu er hér eftir aðeins á sunnudögum kl. 13 til 15. Aldrei á öðrum tímum. Símakvaðningum til fanga verður ekki sinnt. Litla-Hrauni 29. júlí 1939. Teitur Eyjólfsson AdTÖrun I»eir, sem eiga matvörur geymdar í fryst- ingu h|á okkur, verða að vitja þeirra fyrir 15. ágúst n. k. Frystihúsið Herðubreíð Fríkirkjuvegi 7. VIDtækjarafgeyigr ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. villast burtu frá frændum sín- um. Sá ótti er tilefnislaus. Bönd frændsemi og uppruna eru sterk og raunar órjúfanleg. íslending- ar finna vel, hve sterk eru frændsemis- og menningar- 162 William McLeod. Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 163 forðar þú þér burt úr fylkinu. Hvað væri sanngjarnara? — Ég — ég ge-get ekki haldið þannig áfram að dre-drepa hvern einasta lög- gæzlumann, sem ég sé. — Þetta er undir sjálfum þér komið, ég hefi sagt þér hvernig það á að fara, sagði Oakland skipandi. — En-en hva-hvað um hinn mann- inn? — Hann tekur til fótanna þegar þú hefir skotið Walsh. Kærðu þig kollótt- an um hann. Heldurðu að snaps mundi styrkja taugarnar, ha? — Taugar mínar eru í góðu lagi, lags- maður, sagði Taylor gortandi. Ef annað hvort er að hrökkva eða stökkva, þá stekk ég og sé um þennan náunga fyrir þíg. — Ekki fyrir mig, heldur fyrir þig sjálfan, sagði Oakland og glotti slægð- arlega. — Jæja þá, hafðu það eins og þér sýnist. Hann er hér að þvælast á sína eigin ábyrgð. Það er ekki við mig að sakast, ef hann vill endilega lenda í illdeilum. — Nei, sannarlega ekki, sagði Flanni- gan og leit út undan sér á húsbónda sinn. — Ég vissi það alltaf að þessi Walsh kæmi þér ekki til að blikna. Taylor einbeitti huga sínum til að reyna að finna einhverja undankomu. Hræðslan var nppgerð. Þeir myndu hafa stöðugt auga á honum, en það var ekki ómögulegt að eftirlitið yrði lélegra, ef þeir héldu hann huglausan. Eina leið- in var að gera þá nógu athugalausa, svo að hann gæti gripið til örþrifaráða. — Ég bað hann ekki að koma hingað og elta mig, hélt Taylor áfram, og virt- ist vera að brýna sig fyrir verknaðinn. — Hann má vita það, að hann er ekki á neinni skemmtigöngu. Það er ekki hægt að saka mig um það þótt ég verji mig. — Ég hefði nú haldið það, sagði Flan- nigan, um leið og hann losaði um skammbyssu sína. Oakland gekk aftur á bak út í horn, tók annan riffilinn og athugaöi hvort hann væri hlaðinn. — Ég hitti hann áreiðanlega, hrópaði Taylor og það var auðheyrt að hann var æstur. — Það er úti um hann þennan náunga, algerlega úti um hann. Meðan hann sagði þetta var hann sem óðast að reyna að finna einhver ráð. Það gerði ekki til þó hann leitaði færis, en ekki var útlitið gott. Það var þýðing- arlaust að reyna að beina rifflinum að þessum mönnum. Kúlurnar úr skamm- byssunum yrðu lentar í heila hans, áð- ur en hann gæti hreyft einn fingur. böndin, sem tengja þá við Norð- urlönd. En þeir kunna að meta uppruna sinn og læra af langri reynslu. Þeir vita að frelsið er þeim jafn nauðsynlegt og lífs- loftið heilbrigðum manni. En eyjan hvíta liggur mitt í hinu mikla úthafi. Evrópa er á aðra hönd og Ameríka á hina. ís- lenzka þjóðin mun á ókomnum árum og öldum bæði kunna skil á uppruna sínum og minnast þeirra mörgu andlegu tengsla, sem tengja hana við þau lönd, sem landnámsmennirnir komu frá. En íslendingar munu líka minnast þess, að þeir fundu Vín- land hið góða, og að það er ná- búi þeirra í vesturátt. Yfir höfin á báðar hendur munu íslending- ar vilja tengja þúsund þræði frelsis og gagnkvæmrar menn- ingaráhrifa. J. J. •GAMLA EÍÓ" Persiieski næturgalinn. „Romance in the Dark“ Fjörug og létt Paramount- gamanmynd, með söng og hljómlist og hressandi fyndni. — Aðalhlutverkin leika: JOHN BARRYMORE, Metropolitan söngkonan GLADYS SWARTHOUT og JOHN BOLES. Aukamynd: SKIPPER SKRÆK °~NÝJA BÍÓ—— Hefnd Indíánanna. Hrikalega spennandi og æfintýramikil Cowboy- mynd. Aðalhlutverkið 1 e i k u r Cowboykappinn DICK FORAN og PAULA STONE. Aukamynd: GLEÐITÓNAR Amerísk músikmynd Börn fá ekki aðgang. Smásöluverð á rafmagnsperum, algeng'ustu g'erðuin. VEDÐ PR. STYKKI: Osram ítalskar Perustterð: kr. kr. 25 Hekalumen eða minni 1.10 25 watt eða minni 1.10 0.95 40 Dlm 1.40 40 watt 1.40 1.25 60 watt 1.75 1.55 65 Dlm 1.75 75 watt 2.20 1.95 100 watt 3.00 2.35 100 Hlm 2.20 125 Dlm 3.00 150 Dlm 3.30 950 watt 4.40 3.40 M © e watt 6.00 4.50 300 watt 8.00 6.20 Raitækjaeinkasala ríkisins. Flngsýning. Svifflutifélay íslands efnir til fluysýninti- ingar tí Sandskeiði n. k. sunnudati kl. 4 e. h. M$öfi fjölbretitt dayskrá. Töfrandi sviffluy oq tauyaœsándi listflug að mestu leyti framkvtemt af íslenzkum flufimönnum. Komið tímanlefia. Ferðir frá flestum bílastöðvum btejarins. VEÍTMGAR A STAÐWM. NORRUR SILFIJRREFAPöK af góðu kyni, til sölu hjá refabúinu „Feldur“ á Sturlureykjum. Upplýsingar gefur Jón Hannesson, Deildartuntiu. Notaða en viðgerða mótora af ýmsum gerðum, frá tveggja til 30 hestafla, tilbúna til notkunar á sjó eða landi, vil ég selja. AXEL BJÖRNSSON, Framnesvegi 6 B, Reykjavík. — Sími 4396. I. s. I. K. R. R. / Islandsmótið og landsmót 1. ilokks heldur áfiram á morgun Ísfirðingar og K. R. 1. flokkur keppa kl. 7. I Frain og Valur meistaraflokkar keppa kl. 8,45. Tveír leíkir - eítt verð

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.