Tíminn - 12.08.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.08.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, laugardagimi 12. ágnst 1939 92. blað Landbnnaðnr á Vestf jörðum Frá ferdalagi búnadarmálastjóra og formanns Búnaðarfélags íslands Steingrímur Steinþórs- son búnaðarmálastjóri og Bjarni Ásgeirsson, formað- ur Búnaðarfélags íslands, ferðuðust í sumar um Vest- firði til þess að kynna sér búnaðarhagi þar um slóðir. BúnaðarsambandVestfjarða hafði fyrir alllöngu óskað þess, að búnaðarmálastjóri færi slíka kynnisför um sambandssvæðið. Steingrímur hefir látið Tím- anum í té ýmsar upplýsingar um ferðalag þeirra félaga. Hófu þeir för sína snemma í júlímán- uði og héldu norður Stranda- sýslu til Ófeigsfjarðar. Þaðan fóru þeir vestur að ísafjarðar- djúpi og norður um, allt norður á Hornstrandir. Síðar fóru þeir um Önundarfjörð, Dýrafjörð og Barðastrandarsýslu. Ýmsir for- ystumenn búnaðarsamtakanna vestfirzku fylgdu þeim um sambandssvæðið og varð kynn- isför þessi þeim þar fyrir til meira gagns og þekkingarauka en ella hefði orðið. Búskapurinn er að sjálfsögðu rekinn með margvíslegum hætti, svo víðáttumikið og sundurskor- ið svæði, sem hér er um að ræða. En víða er þar mikill myndar- skapur og mikið um venjufrem- ur þróttmikil og glæsileg heim- ili. Fráfærur eru enn við líði í sumum vestfirzkum byggðarlög- um, einkum í Jökulfjörðum, við ísafjarðardjúp og í Önundar- firði. Á einum bæ sáu þeir fé- lagar hundrað ær í kvíum. Al- staðar annarsstaðar á landinu mun þetta aldagamla búskapar- lag lagt niður. Þeir bændur, sem haldið hafa við fráfærun- um, telja ekki orka tvimælis, að þær veiti fjárhagslegan hagnað. Eínkennilegt, ef satt er Umrnæli Staunings um aístöðu Slokkanna til sambandsmálsins í Morgunblaðinu er skýrt frá þvi í einkaskeyti i morgun, að Stauning forsætisráðherra Dana hafi eftir heimkomuna átt sam- tal við „Social-Demokraten“ og segi hann þar m. a.: „Ég minntist á sambandsmál- ið í einkasamtölum meffan ég dvaldi í Reykjavík. íslenzku stjórnmálaflokkarnir hafa ekki aff svo stöddu tekiff afstöffu til þessa máls“. í þessum ummælum Stau- nings, ef fregn þessi er rétt, kemur fram ótrúlega mikil van- þekking á íslenzkum stjórnmál- um. Á þingi 1928 bar Sigurður Eggerz, þáv. þingmaður Dala- manna, fram svohljóðandi fyrir- spurn til ríkisstjórnarinnar: „Vill ríkisstjórnin vinna að því, að sambandslagasamningn- um verði sagt upp eins fljótt og lög standa til, og í því sambandi ihuga eða láta ihuga sem fyrst, á hvern hátt utanríkismálum vorum verði komið fyrir, bæði sem haganlegast og tryggileg- ast, er vér tökum þau að fullu í vorar hendur". Tryggvi Þórhallsson forsætis- ráðherra svaraði fyrirspurninni á þessa leið fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar og Framsóknar- flokksins: „Ríkisstjórnin og Framsókn- arflokkurinn telur þaff sjálfsagt (Framh. á 4. síBu) Þeir, sem skýrslur hafa haldið um arð sinn af kvíaánum, telja mj ólkur af urðirnar sumarlangt eftir hverja á yfir tuttugu króna virði. Hinsvegar er lítill sem enginn munur á graslömbum og dilkum til ásetnings, en til frá- lags eru þau að sjálfsögðu rýr- ari. Engu að síður hafa ýmsir bændur á þessum slóðum orðið að leggja niður fráfærurnar vegna fólkseklu. Það er eftirtektarvert, hve fé getur á þenna hátt gefið mik- inn arð, þar sem ær mjólka jafn vel og á sér stað á Vestfjörðum. Það er jafnvel athugandi, hvort ekki sé rétt að gera eitthvað til þess að stuðla að fráfærum, þar á landinu, sem skilyrðin til þess eru hagfelldust. Ef stríð brytist út, gæti ef til vill þjóðarnauð- syn heimtað, að hin forna venja yrði tekin upp að nýju, svo að síður brysti matföng og feitmeti. Skilyrði til túnræktar eru víða slæm á Vestfjörðum, land- rými litið og jarðlag grýtt. Víða eru þar þó blettir, sem mjög eru álitlegir til ræktunar, einkum í Strandasýslu, Önundarfirði og á Barðaströnd. Ræktunarfram- kvæmdir hafa ekki almennt verið gerðar í stórum stíl, en þó er þar yfirleitt um áfram- haldandi, jafngenga jarðyrkju að ræða. Halda Vestfirðingar ræktunarmálum áreiðanlega vel í horfinu. Kartöflurækt hefir víðast ver- ið aukin á Vestfjörðum hin síð- ustu ár, enda hefir búnaðar- sambandið gert mikið til þess að glæða áhuga fyrir henni. Víða eru þar enda hin allra ákjósan- legustu skilyrði til kartöflu- ræktar, eins og til dæmis á Barðaströnd, og reyndar viðast við norðanverðan Breiðafjörð. Kartöflugarðar munu vera á langsamlega flestum bæjum á Vestfjörðum, einnig í hinum nyrztu byggðarlögum. Yfirleitt leit mjög vel út um kartöflu- sprettuna í ár. í Súðavík voru kartöflur teknar upp til matar laust eftir miðjan júlímánuð og í Jökulfjörðum stóð kartöflu- grasið í mjög miklum blóma. Á ferðalagi sínu kynntu þeir Steingrímur sér sérstaklega að- stöðu nokkurra sjávarþorpa til ræktunar, sem ærið er misjöfn á Vestfjörðum. í Hólmavík vanhagar þorps- búa mjög um aðgang að rækt- unarlandi og verða að sæta slæmum kjörum í því efni. Land, sem dável er til ræktunar fall- ið, er þó í grennd við þorpið. í Súðavík er þegar búið að rækta allmikið og eiga þorpsbú- ar völ á sæmilega góðu landi til jarðyrkju sinnar. Hafa þeir bæði kýr og kindur, svo sem víðar er í vestfirzku kauptúnunum. ísafjarðarkaupstaður á all- mikið land innan við bæinn, allt frá fjallinu og niður að sjónum. Eru það hallandi mýrar, all- grýttar og ræktun þar dýr og erfið. Bæjarstjórinn er mjög á- hugasamúr um ræktunarmálin og mun hugmynd hans sú, að taka þetta land til vinnslu og selja það í hendur fólks úr kaupstaðnum, er efna vill þar til landnáms og stofna smábýli. Búnaðarfélag íslands mun láta í té aðstoð sína við undirbúning og skipulagningu þessa ræktun- arstarfs, er bæjarstjórann fýsir að hefja þarna. Þingeyrarkauptún hefir feng- ið til umráða kirkjujörðina Sanda, þar sem nú er hafin framræsla í allstórum stíl. Ræktunarskilyrði eru þar ágæt og myndarlega af stað farið hjá Þingeyringum. Eru allar líkur á, að ræktunarmál þorpsins verði brátt komin í hið ákj ósanlegasta lag, ef svo verður haldið áfram sem nú horfir. Á Vatneyri við Patreksfjörð eru skilyrði til ræktunar ein hin verstu, sem nokkurt sjóþorp á við að búa hér á landi. Mögu- leikar til úrlausnar eru litlir. Þó hafa þorpsbúar með ærnum kostnaði ræktað smáskákir í fjallshlíðinni. Þeir Steingrímur og Bjarni hafa að endingu beðið Tímann að flytja öllum Vestfirðingum, sem greiddu götu þeirra, sínar alúðarfyllstu þakkir, og róma mjög framúrskarandi gestrisni og greiðasemi þeirra. Hér á myndinni sést myndastytta af Joffré hershöföingja, sem afhjúpaö var i vor í París með mikilli viöhöfn og voru bœöi Lebrun forseti og Daladier forsœtisráöherra viðstaddir. Myndin er tekin rétt eftir afhjúpun. Joffré var yfirhershöföingi Frakka, þegar heimsstyrjöldin hófst í ágústmánuði 1914 og gegndi því starfi til ársloka 1915. Honum er sérstaklega þakkaður sigur Frakka viö Marne. — Sjá neðanmálsgreinina í blaðinu. Norðurlönd og næsta styrjöld I pólska blaðinu „Express Koryanny“ birtist nýlega viðtal við þekktan enskan stjórnmála- mann, sem blaðið vill ekki nafn- greina en segir að hann hafi nýlega verið ráðherra, eigi nú sæti í neðri málstofunni og njóti mikilla vinsælda. Þýzk blöð, sem mikið hafa rætt um þetta við- tal, telja að þessi maður sé Duff Cooper fyrv. flotamálaráðherra. í viðtalinu gefur þessi ónafn- greindi stjórnmálamaður upp- JL Mannfjöldinn í landinu. ræktarmál Önfirðinga. - — 99 hvalir komnir á land á Suðureyri. — Jarð- - Vegabætur á Gemlufallsheiði. — Trjárekinn. — Samkvæmt yfirliti hagstofunnar hafa landsbúar verið 118,888 talsins um síðastliðin áramót. Fólkstalning þessi er miðuð við manntal prestanna, nema í Reykjavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum er farið eftir mann- tölum, sem bæjarstjórnirnar létu taka haustið 1938. Landsmönnum hefir því fjölgað um 1196 manns árið 1938 og er það mun meiri fjölgun en næsta ár á undan, en þá var hún 812. Sömu- leiðis er hún meiri en árin 1936 og 1935, en minni en 1934; þá nam hún um 1400 manns. í kaupstöðum lands- ins hefir fólkinu fjölgað um 1679 manns, mest í Reykjavík, um 1263, þar sem mannfjöldinn er nú orðinn 37,366. Talsverð mannfjölgun hefir einnig átt sér stað á Akureyri og í Siglufirði, Vestmannaeyjum og ísa- firði. í Neskaupstað í Norðfirði og Hafnarfirði hefir fólkinu heldur fækk- að. í sveitum og kauptúnum hefir fólkinu fækkað um 483 og er þar nú 61,839. Örlítil fjölgun hefir átt sér stað í fjórum sýslum, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Barðastrandarsýslu og Strandasýslu, en allstaðar annars stað- ar fækkað, sums staðar verulega, t. d. um 124 í ísafjarðarsýslu og 111 í Húnavatnssýslu. Raunveruleg fólks- fjölgun í sveitum virðist hafa átt sér stað, þótt lítil sé, í Borgarfjarðarsýslu og Strandasýslu, því að þar hefir fólk- inu heldur fækkað í kauptúnunum. 24 kauptún höfðu yfir 300 íbúa, Akra- nes efst á blaði með 1704. Eitt kaup- tún, Dalvik, hefir bæzt í þann hóp. í 14 þessara kauptúna hefir átt sér stað fækkun, er nemur 198 manns, en í tíu kauptúnum hefir fólkinu fjölgað. Raunverulega hefir fólkinu í sveitum og smáþorpum, með færri íbúa en 300, fækkað um 476 manns. — Af mann- fjöldanum í landinu í árslok 1938 voru konur alls 60,079, en karlar 58,809. Á móti hverjum 1000 karlmönnum eru því 1022 konur í landinu. I t t Tíminn hefir aflað sér upplýsinga um hvalveiðarnar, sem reknar eru frá hvalveiðastöðinni á Suðureyri við Tálknafjörð. Eins og áður hefir verið frá skýrt eru skipin, sem veiðarnar stunda, þrjú talsins, öll norsk, tekin á leigu yfir veiðitímann. Hafa þau veitt 99 hvali alls í sumar. Er það að tölu til heldur meira en á sama tima í fyrra sumar, en yfirleitt mun hval- urinn vera magrari í ár heldur en í fyrra. Þokur á miðunum hafa stund- um verið til baga við veiðarnar í sum- ar. Hvalkjötið er allt fryst og flutt út til Noregs til refafóðurs þar og mun fást fyrir það dágott verð. Er það sent út mánaöarlega með Nova. Hval- olían hefir lækkað í verði í sumar, en þó er verðlag á henni skárra heldur en var í fyrra. — Að venju verður veiðunum haldið áfram fram til 10.— 15. september, eftir því hversu lítur út um veiðibrögð og veðurfar. t r r Búnaðarfélag Mosvallahrepps keypti dráttarvél í vor. Félagið keypti aðra vél árið 1929, en hún var nú talin ónothæf nema með afardýrri viðgerð. Sú vél vann á hverju ári hér í firð- inum og olli miklum framförum í jarð- rækt. Hún hefir unnið því nær á hverju býli og víðast oft og allmikið. Jafn- hliða hefir sláttuvélum fjölgað mjög í hreppnum, svo að þar eru nú 20, en býli eru talin 31. Nýja dráttarvélin hefir enn ekkert unnið í Mosvalla- hreppi, en á Ingjaldssandi braut hún um 17 dagsláttur í vor. Þetta er Ford- son-dráttarvél og kostaði 4400 krónur. r t r í ár hefir verið unnið að endurbót- um á þjóðveginum frá ísafirði til Gemlufalls í Dýrafirði. Á Gemlufalls- heiði var vegurinn breikkaður á all- löngum kafla. Síðar í sumar verður svo unnið að nýjum vegi á leiðinni milli Mosvalla og Hjarðardals í Ön- undarfirði. t t t Tíminn hefir aflað sér upplýsinga um trjáreka á ýmsum stöðum, þar sem þeirra hlunninda nýtur. Hefir hann verið fremur lítill undanfarin ár, en fyrir skömmu kom þó ágætt rekaár, er mjög mikið af rekavið barst víða að landi. Ekki mun reki fara að neinu ráði þverrandi á Ströndum hin síðari ár, en þar eru víða rekafjörur góðar. Hins vegar berst æ minna að landi af viði Breiðafjarðarmegin. Víðar muri sagan sú, að rekinn fari þverrandi. lýsingar um fyrirætlanir Breta í næstu styrjöld og segir m. a.: — Enski ílotinn er svo öflugur að hann getur sett siglingabann á alla strandlengju Þýzkalands, sem veit að Norðursjónum, en sökum þess að hann getur ekki farið í gegnum dönsku sundin, getur hann ekki sett flutninga bann á Eystrasaltsströnd Þýzka- lands. Þjóðverjar munu því hafa Eystrasalt á valdi sínu, og mun reyna að nota þá aðstöðu til þess að reyna að fá vörur fluttar um Norðurlönd. Þetta verða Bretar að hindra með þvi, að setja einn- ig siglingabann á Norðurlönd, en samt ekki til að „svelta“ þau eins og Þýzkaland. Þau fá leyfi til jafnmikils innflutnings og á friðartímum, en ekki meira, svo þau geti ekki selt neitt af inn- flutningnum til Þýzkalands. Það eina, sem Bretar gætu gert til að hnekkja yfirráðum Þjóðverja í Eystrasalti væri að senda þangað kafbáta og smærri her- skip eftir rússneska Hvítahafs- skurðinum. En vitanlega fer það eftir samkomulagi við Rússa. — Viðtal þetta hefir komið af stað miklum umræðum í þýzkum blöðum og segja þau, að það ætti að vera Norðurlandaþjóðunum umhugsunarefni. Jafnframt mótmæla þau því, að enski flot- inn geti hindrað siglingar til Þýzkalands. Einn af yfirmönnum rússneska flotans hefir nýlega lýst yfir því, að Rússar eigi langtum fleiri kafbáta en Þjóðverjar. Þykir sennilegt, að Rússar ætli sér m. a. að nota þá í Eystrasalti til að gera Þjóðverjum skráveifur, ef til styrjaldar kæmi. Þjóðverjar halda því hinsvegar fram, að þeir geti alveg lokað Eystrasalts- flota Rússa inni, þar sem hann hafi ekki nema eina viðunandi herskipahöfn við Eystrasalt. ÝMSAR FRÉTTIR. Daily Telegraph skýrir frá því, að 25. f. m. hafi Þjóðverjar sett upp veglegt minnisspjald á þann stað, sem nazistar söfnuð- ust saman áður en þeir fóru í A víðavangi Við flytjum inn tilbúinn áburð fyrir allt að miljón kr. á ári, og þó skortir mikið á, að áburðar- hirðing sé komin í viðunandi horf. Mega sveitii'nar þar herða sig enn betur. En þó skal hér sérstaklega vikið að sjávarþoi'p- unum. Akranes var löngum frægt fyrir kartöflurækt, enda var þar afkoma betri en í öðr- um sjávarþorpum sakir þess, að samhliða var byggt á ræktun og sjávarafla. Næst fór orð af rækt- unarframkvæmdum þorpsbúa á Húsavík, eftir að þeir tóku að hirða slóg og annað sjávarfang til áburðar. En vísast eru þó hinar miklu ræktunarfram- kvæmdir Vestmannaeyinga á síðasta áratug stórfelldasta vitnið um áburðargildi sjávar- fangsins, en þar hefir ekki að- eins venjulegu nytjalandi verið breytt í tún og blómlega mat- jurtagarða, heldur hafa ber hraunlöndin þar einnig verið umsköpuð á þennan hátt. ífí >JC Stingur það mikið í stúf, að koma til dæmis til Keflavíkur og Sandgerðis, ellegar að koma til Eyja. Hinir duglegu sægarp- ar í Keflavík virðast ekki enn hafa uppgötvað verðmæti sjáv- arfangsins sem skyldi. Að vísu munu þeir hirða hausa og hryggi til mjölvinnslu, en slóg- inu mun þar að miklu leyti fleygt. Og þó hafa þeir óþrjót- andi lönd til ræktunar, sem Vestmannaeyingar mundu öf- unda þá af. Stafar þetta af því, að Keflavík er í einkaeign? Eyj- arnar eru þjóðareign, og þar hefir landið lagt fram nokkurt fé til „ræktunarvega“ svo áburð- inum yrði komið út á lendur þær, sem átti að rækta. * * * Framtaksmenn úr Keflavík, Sandgerði og öðrum sjávarþorp- um, þar sem áburðarhirðing sjávarfangs hefir verið vanrækt, ættu að fara pílagrímsferðir til Vestmannaeyja til þess að sjá með eigin augum kraftaverkin, sem þar hafa gerzt á undarlega skömmum tíma, gera sér grein fyrir hversu merkur þáttur ræktun þessi er, ekki aðeins hvað afkomu snertir, heldur hverjir hollustuhættir muni fylgja henni andlega, líkamlega og félagslega! * * * Og sé einkaeign lendnanna, sem unnt væri að breyta í tún og garða, afsökun þeirra, þá verða þeir að hafa samráð, ekki aðeins við aðra þorpsbúa, heldur einnig við banka og önnur stjórnarvöld um það, hvernig verði að því staðið, að koma lóðum og lendum með hóflegu verði í félagseign allra þorps- búa, en ódýrar lóðir og lendur er eitt af frumskilyrðum þess að lífvænlegt sé í þéttbýli. Og ann- að mikilsvert atriði í afkomu- baráttunni er, að allur áburður og allt, sem áburðargildi hefir,sé hagnýtt og notað til framleiðslu á jarðargróði'i. Drukknun Á miðvikudagsmorguninn vildi það slys til, að einn skip- verja á Hafþór frá Reykjavík, Jón Pétursson, Hringbraut 152, féll útbyrðis, er skipið var að síldveiðum fyrir Norðurlandi. Jón náðist fljótlega, en virtist þá örendur, og reyndust allar lífgunartilraunir árangurslaus- ar. Jón var maður hálf sjötugur. heimsókn til Dolfuss Austurrík- iskanslara og myrtu hann. Voru þá liðin fjögur ár frá þessum atburði. Næsta dag var búið að mála yfir spjaldið með tjöru svo taka varð það niður. Blaðið seg- ir, að nefna megi fjölmörg svip- uð dæmi, sem sýni hina þögulu mótspyrnu í Austurríki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.