Tíminn - 12.08.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.08.1939, Blaðsíða 4
368 TÍMIM, langardaginn 12. ágást 1939 92. blað Yfír landamærm 1. Barði Guðmundsson, sem talinn er sagnfræðingur, hefir vakið undrun erlendis. Hann hefir á norrænum sagnfræðingafundi þótzt vita betur en Landnáma og haldið því fram að landnámsmennirnir hafi aðallega ver- ið Danir og Svíar! Sennilega fær Barði kross hjá Stór-Dönum fyrir þessa kenningu, en meðal annarra hefir hún vakið spaug og hlátur. 2. Kommúnistablaðið segir að árlega megi byggja hér stórvirki eins og hitaveituna og Sogsvirkjunina, ef komið væri á kommúnistisku stjórnar- fari. Það sanni framfarirnar og nýju verksmiðjurnar í Rússlandi. Blaðið hefði öllu heldur mátt nefna Þýzka- land, ef það hefði viljað vitna í verk- legar framfarir, því þar eru þær enn stórfelldari. En í tilefni af þessum hug- leiðingum væri ekki úr vegi að spyrja blaðið: Heldur það að kommúnista- bylting myndi skapa þau hráefni í landinu og þann erlenda gjaldeyri, sem þarf til þess að gera verk eins og hitaveituna og Sogsvirkjunina eða verður þá hægt að gera þau úr engu? Það væri alveg tilvalið fyrir Arnór að spreyta sig á þessu. 3. Kommúnistablaðið segir í gær, að „þjóðin hafi ekki efni á því að ala hálaunaða braskara“. Er þetta sneið frá formanninum „inn á við“ til for- mannsins „út á við“? 4. Vísir og Morgunblaðið halda á- fram að rugla um það, að Kaupfélag Rvíkur sé kommúnistiskt. Þetta hef- ir verið marghrakið hér í blaðinu, svo ekki gerist þörf fyrir að hrekja það enn einu sinni. En það lýsir því vissu- lega, að íhaldsblöðin séu lengi að læra af reynslunni, því frá fyrstu tíð hafa þau reynt að stimpla allt, sem var andstætt þeim kommúnistiskt, kaup- félögin, Pramsóknarflokkinn, Tímann o. s. frv. Þetta hefir engan árangur boriö í þá átt, sem blöðin hafa ætlazt til, og eins verður það nú. En afleið- ingin getur orðið sú, að menn fari að skella skolleyrunum við öllum hrópun- um um kommúnistahættu og varist hina raunverulegu hættu því ekki eins og vera ber. Sagan um strákinn, sem hrópaði alltaf: Úlfur, úlfur, og fékk svo enga hjálp, þegar úlfurinn kom, getur endurtekið sig. Ef íhaldsblöðunum er annt um raunverulega baráttu gegn kommúnistum ættu þau að leggja þessi fíflslætí niður, og stimpla kommúnisma það sem kommúnismi er, en ekki annað. x+y. Töðnfciiguriim og fóðrun kúnna í vetur. (Framh. af 2. síSu) í nautgriparæktarfélögum eru, kúm sínum vothey. En það þurfa að vera allir, 100%. Minnist þessa, þegar þið farið að slá hána. Setjið hana beint i gryfj- una. Sparið ykkur tíma með því. Tryggið ykkur betra fóður með því. Tryggið kúnum betri heilsu með því. Látið mig sjá að hlut- fallstala bændanna, sem gefa vothey, vaxi, svo ég að ári geti nefnt hærri tölu en 60%, er ég tala um þá, er gefa vothey. Víða á landinu er fé gefin taða að meira eða minna leyti. Sú taða er nú víða ágæt. En þvi fylgir líka sá galli, að hættara er við því að ormalirfur, sem í henni eru, hafi ekki drepizt, og féð geti því aftur fengið í sig orma, þó að þeir séu hreinsaðir úr því einu sinni. Verið því við því búnir að þurfa að gefa oi;ma- lyf tvisvar í vetur, þar sem þið fóðrið fé á grænni töðu. Páll Zóphóniasson. Cr bæmum Kvennasamtökin Vorboðinn hefir starfrækt á' þessu sumri tvö barnaheimili, þar sem um sjötíu börn hafa fengið ókeypis tveggja mánaða- dvöl. Barnahæli þessi hafa verið starfrækt í skólahúsunum að Flúðum í Hrunamannahreppi og Brautarholti á Skeiðum. Af þessum börnum hafa 38 verið í Brautarholti og 32 að Flúð- um. Öll eru börnin á aldrinum 6—11 ára. Á Flúðum hefir Stefán Jónsson kennari verið umsjónarmaður í sum- ar, en Þorgerður Jónsdóttir kennslu- kona að Brautarholti. — Vorboðinn hefir starfað um fimm ára skeið og hefir á hverju sumri starfrækt barna- heimili í Brautarholti. í ár færðist fé- lagið það í fang, að hafa þessi dvalar- heimili tvö. Þrjú síðastliðin ár hefir félagið notið lítilsháttar styrks frá ríki og bæjarfélagi til starfsemi sinnar. Þingstúka Reykjavíkur hefir tekið land á leigu skammt frá Elliðavatni, alls rösklega þrjátíu dag- sláttur að stærð. í fyrra haust og sum- ar hafa templarar unnið að girðingu um leiguland sitt, vegalagningu frá Elliðavatni, gróðursetningu trjáplantna og skálabyggingu. Er í ráði að vígja þetta landnám templaranna á morg- un sem skemmtidvalarstað. Landið er að mörgu leyti vel til þess fallið; nokkur hluti þess er í hraunjaðrinum með gróðursælum lautum og verður það svipfrítt þegar skógarplönturnar þroskazt og vaxa, enda hentugt til skóggræðslu. í knattspyrnukappleiknum, sem þreyttur var á íþróttavellinum milli meistaraflokks Vals og K. R., sigr- aði Valur með 6 mörkum gegn engu. Sundsýning í Hveragerði. Á morgun verður sundsýning hald- in í sundlauginni í Hveragerði. Munu sundmenn og konur héðan úr bænum heyja þar kappsund og vatnsknattleik. Verða þar meðal annars margt af hinu bezta sundfólki úr Ármanni, Ægi og K. R. Sundlaugin í Hveragerði hef- ir nú verið starfrækt um rösklega eins árs skeið. Ungmennafélag Ölfusinga byggði laugina við lítil efni og naut til þess forgöngu Lárusar Rist sundkappa. Er laugin þó að flestu leyti vönduð og 33% metri að lengd. Næsta sumar er f"rirhugað að lengja laugina, svo að hún verði 50 metra löng, og þá lengsta laug landsins. Að laugarinnar hefir verið mikil þörf sést meðal annars á því, að yfir 100 manns á dag hefir oft synt í lauginni í sumar og stundum jafnvel á þriðja hundrað manns. — í sambandi við sundsýninguna á sunnudaginn mun Ungmennafélag Öl- fusinga efna til hlutaveltu í Hvera- gerði og danskemmtunar að henni lokinni. Helgi Hávarðsson heitir nýsmiðaður vélbátur, er var hér í Reykjavík nýlega. Er hann einn af þremur bátum, sem verið hafa í smíðum í Innri-Njarðvíkum hjá Peter Vigelund skipasmíðameistara. Bátur- inn er eign Sveinlaugs Helgasonar á Seyðisfirði, 27—28 smálestir að stærð og einn af bátum, er fiskimálanefnd styrkti smíði á. Minningarrit Kvennaskólans á Blönduósi var gefið út í sumar, í tilefni af 60 ára afmæli skólans. Ritið er saga kvennaskólanna á Norðurlandi, yfir tímabilið frá 1879 —1939. Bókin er prýdd fjölda mynda og byrjar með tveimur ágætum kvæðum. Minningarritið fæst keypt hjá Jóninnu Pétursdóttur, Gimli, Reykjavik. I»cir mega fá langt siiniarírí. (Framh. af 2. síðu) vona, að lýðræðisflokkarnir byrji innbyrðis deilur og þá bera byltingarmenn olíu á eld- inn. Og þá vilja þeir að félags- dómur sé í engu eða litlu áliti, og traðka megi dómum hans. Fyrir nokkrum árum, þegar Framsóknarmenn stóðu fyrir harðri sókn til að umbæta dómaskipun landsins, varð ég þess var, að verkamenn í Hafn- arfixði fylgdu þeirri umbóta- viðleitni með fullri samúð, og töldu það sitt mál. Hinn fátæki erfiðismaður finnur flestum bet- ur hver andstygð er að hafa spillt og úrelt réttarfar. Nú hafa þessir sömu menn fundið alveg sérstaklega hve óafsakanlegur er svefn félagsdóms á réttlætis- máli þeirra. Þeir skulu vita það, að Framsóknarflokkurinn hefir ekki tekið sér ævarandi sumar- leyfi í réttarfarsmálum. Eftir fáar vikur kemur Alþingi saman aftur að nýju. Og eitt af þeim málum, sem barizt mun verða fyrir af hálfu manna í Fram- sóknarflokknum mun verða djúptæk umbót á félagsdómi, til að tryggja það, að hann vinni sleitulaust eins og sæmilegur kviðdómur að því að fá hik- lausan úrskurð á hverju máli. Vel má vera að formsbreyting verði ekki nægileg, heldur þurfi aðrar umbætur, er snerta val manna í dóminn. Mega dóm- endur í félagsdómi vel minn- ast þess, að Framsóknarmenn hafa haldið fast á málum við ó- fullkomna dómstóla, þó að við þá menn væri að etja, sem meira höfðu sér til ágætis en sumir þeir nýliðar, sem sofa nú á máli Hafnfirðinga, og urðu þó þær lausnir á málunum, að alþjóð manna fékk rétt sinn betur tryggðan. En þeir þing- flokkar, sem stóðu að myndun félagsdóms með margra ára starfi, munu ekki láta þennan nauðsynlega dómstól verða að engu, vegna ófullkominna vinnubragða. Þess mun verða minnst, að ofbeldi Héðins Valdi- marssonar og núverandi félaga hans hefir um mörg undanfarin ár verið skaðsamleg sýking í ís- lenzku félagslífi. Þeirri sýki verður ekki útrýmt nema með viturlegum lögum og viturlegri framkvæmd réttra laga. Alþingi það, sem saman kemur í vetur, má ekki hika við að gefa þeim starfsmönnum, sem sofa á verðinum, ævarandi sum- arleyfi úr þjónustu ríkisins, ef ekki er unnt með öðru móti að tryggja vinnufriðinn í landinu. J. J. SILFURREFIR. Ég hefi ákveðið að selja silfurrefi í haust með mjög mikið lækkuðu verði frá því sem verið hefir. Að kaupa á réttum stað sparar peninga. Ásgeir Guðmundsson, Krossanesi, Strandasýslu. — Símstöð Norðurfjörður. 'T í M I N N er víðlesnasta auglýsingablaðið! 182 William McLeod Raine: FlóttamaSurinn frá Texas 183 þverlækur í aðallækinn, eftir lægð ofan úr hæðinni. Hafði Barnett haldið áfram, niður með aðallæknum, eða farið upp með litla læknum? Á lækjamótunum sáust för eftir hross, en lítið var upp úr þeim að hafa. Eina örugga leiðin var að fylgja báðum lækj- unum. Clint fannst miklu sennilegra að Bar- nett hefði fylgt aðallæknum, svo hann ákvað að láta Bob fara upp með litla læknum. — Farðu gætilega, drengur minn, sagði hann. — Ef þú sérð hann skaltu koma þér í skjól og hleypa af skoti og þá flýti ég mér til þín. Þú skalt ekki reyna að handtaka hann einn. Hefir þú skilið mig? — Já, pabbi. — Hafðu opin augun og farðu hægt. Ef þú kemur að stað, þar sem hann gæti legið í launsátri, skalt þú ganga úr skugga um hvort svo sé, áður en þú held- ur lengra. Clint reið hægt áfram. Hann horfði niður með læknum og gætti hvort hann sæi ekki hesti Barnetts bregða fyrir. Hann leit einnig upp geirann, upp með litla læknum, alltaf öðru hvoru. Eitt sinn, er hann leit upp með litla læknum, sá hann manni bregða fyrir um leið og hann fór framhjá efstu runnun- um í geiranum. Hann hélt til krikans, þar sem hálsarnir lágu saman. Prescott rak upp veiðimannaóp, keyrði hest sinn sporum og hleypti þvert úr leið. XIX. KAFLI. Taylor vissi að nú myndi draga að úr- slitunum, þegar hann sá reiðmennina tvo koma niður í dalinn. Hann hefði getið sér þess til, þó hann hefði ekki séð glampa á rifflana. Þessir menn höfðu stanzað við réttina, spurt og fengið svör og þess vegna fóru þeir þessa leið. Taylor treystist ekki að komast undan með hraðanum einum saman. Þarna var bert land, að undanteknum skógarslæð- ingnum á lækjarbökkunum og hann yrði því fljótlega handsamaður. Hann varð að bíða kyrr unz leitarmennirnir væru komnir niður í dalinn. Þegar hann kom að lækjamótunum beygði hann til vinstri og vonaði að leitarmennirnir myndu fylgja fylgja þeirri leiðinni, þar sem skógarrunnarnir væru þéttari. Hann var í hvarfi við runna, meðan feðgarnir stönzuðu við lækjarmótin og sá þá fara sína leiðina hvorn. Snöggvast lék þetta bitra glott um munn hans. Sífellt sama óheppnin. Engir rúnnar voru ofar til að skýla honum. Hann yrði annaðhvort að berjast eða láta flæma sig út á bersvæði, nema hann gæti þvingað leitarmenn og „Godaloss“ fer á mánudagskvöld 14. ágúst, um Vestmannaeyjar, til Leith og Hamborgar. M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 14. þ. m. kl. 6 síðdegis til ísafjarðar, . Siglu- fjarðar, Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Skipaafgrelðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. Ctbreiðið TÍMANN Áætlunarferðir að KI r k jubæ ja r klaustri: Frá Reykjavík á þriðjudög- um. — Til Reykjavíkur á föstu- dögum. Afgreiðsla í Reykjavík: á B. S. f. ÁgHstmánuður 1914. (Framh. af 3. síðu) stað austur með borginni til móts við franska herinn. Þessi breyting gaf Frökkum miklu betri vígstöðu en ella, þar sem þeir gátu eftir þetta gert hliðarárásir á þýzka herinn frá París. Þessi breyting á áætlun Schlieffens varð hinsvegar bein afieiðing af því, að hægri armur þýzka hersins var ekki eins sterkur og þörf krafði og mun veikari en Schlieffen hafði gert ráð fyrir. Hann hafði ætlazt til að Þjóðverjar hefðu vinstri arm- inn miklu veikari, en Moltke yfirhershöfðingi hafði styrkt hann á kostnað hægi'a armsins, án þess að þess væri þörf. Auk þess hafði hann látið senda nokkrar herdeildir úr hægra arminum til Austur-Prússlands, án þess að Hindenburg, sem var yfirstjórnandi þar, hefði beðið um slíka aðstoð. Ástæðan til þess að styrkur hægra armsins hafði verið skertur, var fyrst og fremst sú, að þýzka herstjórnin vanmat getu Frakka. Þýzka hernum hafði gengið allt að óskum til þessa og hann taldi sig hárviss- an um sigur. Hann gætti þess ekki, að hér eftir átti hann orðið langtum verri aðstöðu. Hann var kominn langt inn í fjandmannalar.d, járnbrautir og vegir að baki hans höfðu verið eyðilagðir, og allir flutningar til hersins því erfiðir. Her Frakka hafði hinsvegar ágæta aðflutn- inga og íbúarnir veittu honum allan mögulegan stuðning. Þrátt fyrir undanhaldið hafði hann ekki beðið neinn þýðingarmik- inn ósigur og meðal hans var eldlegur áhugi fyrir því að láta fjandmennina finna, að hann gat veitt þeim verðskuldaðar móttökur. í Marneorustunum, sem voru háðar fyrstu dagana í septem- ber, snerist líka stríðsgæfan. Þá var framsókn Þjóðverja hrundið og þeir hraktir til baka. Þar með var sú von þeirar fallin, að geta unnið skyndisigur á Frökkum og horfurnar fyrir þeirra eigin ósigri orðnar mikl- ar, þar sem Bandamenn voru á ýmsan hátt betur búnir undir langvinna styrjöld. En í lok ágústmánaðar 1914 virtist flestum að Schlieffen- áætlunin myndi heppnast, og óneitanlega bendir margt til þess, að hún hefði gert það, ef henni hefði verið nákvæmlega framfylgt. Framh. Þ. Þ. GAmla bíó“*°*~— Samkeppni stálsmiðjanna Afar spennandi mynd um ægilega samkeppni milli verksmiðja vestan hafs. — Myndin er gerð eftir sög- unni ,,BIG“, eftir Oven Francis. Aðalhlutv. leikur: VICTOR MCLAGLEN. Myndin bönnuð börn- um innan 14 ára. nýja bíó— Gull og jörð Söguleg stórmynd frá Warner Bros, gerð eftir hinni frægu sögu Clements Ripley. j Aðalhlutv. leika: GEORGE BRENT, OLIVA DE HAVILLAND, í CLAUDE RAINS o. fl. I Börn fá ekki aðgang. j Heildverzlun Þórodds E. Jónssonar Reykjavík — Hafnarstræti 15. — Sími 2036. kaupir ætíð hæsta verði gegn staðgreiðslu: uu, Ullartuskur. Gærur, Garnir, Hiiðir, Æðardiiu, Kálfskinn, Selskiim, Lambskiim Refaskinn, Hrosshár, Rjiipur. IJ rvalspitgepðir Jónasar Jónssonar Samband ungra Framsóknarmanna gefur á þessu ári út nýtt bindi af ritgerðasafni Jónasar Jónssonar og verð- ur það álíka stórt og það, er kom í fyrra vetur, Merkir samtíðarmenn. Verð þess verður og hið sama, fimm krón- ur óbundið, en 7.50 1 snotru shirtingsbandi. Verður band- ið þrennskonar, brúnt, grænt og rautt. Eins og kunnugt er og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, verða í hinu nýja bindi greinar frá æskuárum Jónasar og birtust flestar þeirra í Skinfaxa, ungmenna- félagsblaðinu, á sínum tíma. Þessar greinar voru þá und- anfari almennrar æskulýðsvakningar í landinu og jafn- framt túlkun á þeim skoðunum, sem ungt fólk ól í brjósti, en ekki höfðu áður fallið í einn farveg. Útsölu á bókunum og áskriftasöfnun verður hagað á sama hátt og áður, þannig að bókaútgáfan hefir um- boðsmenn í öllum sveitum og kauptúnum, sem taka á móti áskriftum og áskriftagjaldi, ef borgað er fyrirfram. En ef menn óska þess geta þeir sent pöntun sína til Jóns Helgasonar, pósthólf 961, Reykjavík, eða hringt í síma 2353. Einnig munu áskriftarlistar liggja frammi á af- greiðslu Tímans í Reykjavík. Bókaútgáfa S. U. F. heitir jafnframt á umboðsmenn sína til dugnaðar í starfi fyrir sambandið og málefni þess og væntir þess, að áskriftalistarnir verði sendir út- gáfunni svo fljótt, sem tími og ástæður til áskriftasöfn- unarinnar leyfa. Einkeimilegt, ef satt er. (Framh. af 1. síðu) „að sambandslagasamningnum verffi sagt upp eins fljótt og lög standa til“, og þar af leiffandi er ríkisstjórnin og flokkurinn reiffubúinn „að vinna aff því“. Ríkisstjórnin og Framsóknar- flokkurinn lítur svo á, aff sam- bandslagasamningnum eigi aff segja upp meffal annars til þess, að „vér tökum utanríkismálin aff fullu í vorar hendur“, og þar af leiffandi er ríkisstjórnin og Framsóknarflokkurinn reiffubú- in til þess aff íhuga effa láta í- huga, „á hvern hátt utanríkis- málum vorum verði komiff fyrir bæffi sem haganlegast og tryggi- legast“, enda telur ríkisstjórnin sér skylt aff gefa því máli al- veg sérstakan gaum“. (Alþt. 1928, D 413—414). Magnús Guðmundsson til- kynnti fyrir hönd íhaldsflokks- ins og Héðinn Valdflnarsson fyrir hönd Alþýðuflokksins, að afstaða þessara flokka væri hin sama og fram hefði komið í yf- irlýsingu Tryggva Þórhallssonar. Til þess að taka af allan vafa um það, að Sjálfstæðisflokkur- inn nýi hefði sömu afstöðu í þessu máli og íhaldsflokkurinn hafði, lýsti Ólafur Thors stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli á þingi 1937 á eftirfarandi hátt: „Viff íslendingar viljum nota heimild 18. gr. sambandslaga samningsins til þess aff kref jast, aff strax eftir árslok 1940 verffi byrjað á samningum um endur- skoffun sambandslaganna. í öffru lagi viljum viff enga samninga gera í staðinn, heldur hagnýta ákvæffi sömu greinar um aff feila samningana meff öllu úr gildi þremur árum eftir að þessi end- urskoðunarkrafa kemur fram“. (Alþt. 1937, D 16.). Hermann Jónasson skýrði frá því við sama tækifæri, að stefna Framsóknarflokksins væri hin sama í þessu máli og hún var 1928 og samskonar yfirlýsingu gaf Héðinn Valdimarsson fyrir hönd Alþýðuflokksins. Héðinn lýsti því ennfremur yfir, bæði 1928 og 1937, að Alþýðuflokkur- inn vildi slíta konungssamband- inu. Frá hinum flokkunum ligg- ur ekki fyrir nein yfirlýsing um afstöðuna til konungsins. Á þingi 1937 var samþykkt að. hefja undirbúning að því, að ísland tæki utanríkismálin í sínar hendur. Allir flokkar stóðu að þeirri ályktun. Nánari til- lögur um þetta mál átti að leggja síðar fyrir þingið, en það hefir enn ekki verið gert. Síðan hefir ekkert það gerzt, sem gefur til kynna breytta af- stöðu hjá flokkunum. Ummæli Staunings um „að íslenzkir stjórnmálaflokkar hafi ekki tekið afstöðu til sambands- málsins", koma því æði hjákát- lega fyrir sjónir, ef þau eru rétt eftir honum höfð, og virðast benda til að honum sé ókunn- ugt um þessar yfirlýsingar flokkanna. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.