Tíminn - 12.08.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1939, Blaðsíða 3
92. blað TÍMIM, langardagiim 12. águst 1939 367 B Æ K U R A \ X Á L L Árbók Slysavarnafélagsins. Árbók Slysavarnafélagsins 1938 er fyrir skömmu komin út. Eru í henni ítarlegar skýrslur um starfsemi félagsins þetta ár, ástand björgunarmálanna og fleira. Þetta ár voru fleiri slysa- varnadeildir stofnaðar heldur en nokkru sinni fyrr síðan Slysavarnafélagið tók til starfa, alls níu. En slysavarnasveitir þessar eru, í Austur-Landeyjum, Súðavik, Vestur-Landeyjum, Fljótshlíð, Hvolhreppi, Ása- hreppi í Ranárvallasýslu, Þykk- vabæ, Reyðarfirði og Holtum í Ranárvallasýslu. Björgunarskútan Sæbjörg veitti allmörgum bátum, er voru í nauðum staddir, aðstoð sína, sömuleiðis varðskipið Æg- ir, varðbáturinn Óðinn og varð- skipið Þór. Auk þessa voru ýms önnur skip fengin til hjálpar, þegar það þótti hagkvæmara. Alls voru 25 bátar með bilaða vél eða af öðrum sökum ósjálf- bjarga á hafi úti dregnir til hafnar af þessum skipum. Samkvæmt skýrslum árbókar- innar um björgun frá drukknun þetta ár, björguðu Vestmanna- eyingar tveim bátshöfnum, alls tólf manns, af vélbátum, er sukku í fiskiróðri þar við eyj- arnar. Tveim mönnum, er féllu útbyrðis af síldveiðiskipum, var bjargað af félögum þeirra, er syntu eftir þeim. Drengur bjarg- aði yngri leikbróður sínum, er féll út af bryggju á Seyðisfirði. Danskur bifreiðarstjóri bjarg- aði manni frá drukknun í Tungufljóti. Alls 17 manns. Árið 1938 var eitt af þeim mannskæðustu, hvað sjóslys snerti síðan starfsemi Slysa- varnafélagsins hófst. Af togara, vélbát og tveim hreyfilbátum, er fórust, drukknuðu alls þrjá- tíu manns. Með hreyfilbátunum tveim fórust fjórir menn og voru allir að fuglaveiðum. Tveir menn fórust í lendingu, þannig að brimsjór tók þá út. Tveir menn féllu útbyrðis og drukknuðu. Sex manns féllu út af bryggjum og drukknuðu. Sex manns drukknuðu i ám eða vötnum. Enginn drukknaði við skrip- strand þetta ár og enginn féll ofan um ís. Alls drukknuðu 46 manns þetta ár. Tíu íslenzk skip og bátar strönduðu eða töpuðust hér við land árið 1938, þar af einn tog- ari. Af þeim varð gert við þrjá vélbáta, er náðust aftur á flot. Auk þess strandaði hér enskur togari, sem varðskipið Ægir dróg á flot litlu seinna. Tala björgunarstöðva hér við land var 36 og var fjögur þús- Dánardægur. Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholti andaðist að heimili sínu hér í bænum hinn 6. ágúst síðastliðinn, tæplega sextúgur að aldri. Hann var maður víð- þekktur, meðal annars fyrir skáldskap sinn og baráttu í björgunarmálefnum Vest- mannaeyja. und krónum varið til endurbóta á þeim og meðal annars fengnir tveir nýir björgunarbátar, sem komið var fyrir á Akranesi og í Garði, og byggt yfir björgunar- tækin í Þorlákshöfn og á Stokks- eyri og að nokkru leyti á Harð- bak á Sléttu. Ýmsar stórgjafir hlaut félagið þetta ár, meðal annars 25 þús- und krónur frá hjónum í Ólafs- firði. Fulltrúi félagsins um slysa- varnir á landi er Jón Oddgeir Jónsson. Hann gekkst fyrir nám- skeiði meðal bifvélavirkja og bifreiðarstjóra, þar sem kennt var um slysahættu af völdum kolsýrlings og benzíns og fleira. Ennfremur voru haldin nokkur námskeið, þar sem verkstjórum, skátum, íþróttamönnum,slökkvi- liðsmönnum, járnsmiðum og baðvörðum var kennt hjálp í viðlögum og íleira slíkt. Fjöl- menn námskeið voru haldin til þess að kenna lífgun úr dauða- dái og sjómönnum björgunar- sund og almennt sund. Utan Reykjavíkur voru námskeið haldin í Vestmannaeyjum, Keflavík, Vatnsleysuströnd, Eyrarbakka og Hafnarfirði. — Ennfremur var haldin svonefnd umferðavika og eldsvarnavika. Á annað hundrað manns færðu Slysavarnafélaginu stærri og smærri peningagjafir árið 1938, auk um sextíu áheita. í árslok 1938 voru alls 72 deildir í Slysavarnafélaginu og meðlimir þess alls rösklega 9500. Fjárhrútar bæði veturgamlir og lamb- hrútar, eru til sölu næsta haust, tilheyrandi fjárbúinu. Rangá 3. ágúst 1939. Björn Hallssoo. Mest og bezt fyrir krónuna, með því að nota þvotta- duftið Pcrla hremkfk f Hraðlerðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — IW.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Bændur! Uliinið að liafa ávalt hin ágætu Sjaf nar-júgursmyrsl við hendina. Fást li|á kaupfélögum og' kaupmönnum um land allt. Byrgðir í Reykjjavík hjá Samband ísl. samvínnuíélaga Sími 1080. 20' 30" 45' O S T A E frá Mjólkursamlagi Eyíirdinga alltaf fyrirliggjandi í heildsölu. Samband ísLsamvínnufélaga Sími 1080. Vinnið ötuUega fyrir Ttmattn. Gula bandið er bezta og ódýríista smjörlíkið. 1 heililsölu hjá Samband ísl. samvinnuf élaga Sími 1080. norðurhluta landsins í kring- um Antwerpen. Um miðj an ágúst Blóðbaðið höfðu Frakkar og byrja'r. Þjóðverjar lokið her- væðingunni og fylkt herjum sínum bak við landa- mærin. Talið er að Frakkar hafi þegar kvatt 3.8 milj. manna til vopna og Þjóðverjar álíka marga. íbúatala Frakklands var þá 40 milj. og Þýzkalands 68 milj. Til vígstöðvanna höfðu Þjóðverjar sent um 1.6 milj. hermanna, Frakkar öllu fleiri, Bretar um 100 þús. og Belgía um 100 þús. Herstjórnum beggja aðilanna olli það ótrúlegum erfiðleikum, að þær fréttu sama og ekkert um herflutninga eða annað það, sem gaf vitneskju um fyrirætl- anir andstæðinganna. Þeir urðu því að byggja ákvarðanir sinar að meira og minna leyti á á- gizkunum og höfðu sjaldnast vissu fyrir því, hvar andstæðing- arnir voru veikastir eða sterk- astir. Þessi óvissa olli Frökkum sér- staklega mikilla erfiðleika. Þeir vissu t. d. ekki fyrr en um sein- an, hversu stórfelldir voru her- flutningar Þjóðverja yfir Belgíu. Á leið Þjóðverja inn í Belgíu voru tvö sterk vígi, Liege og Namur. Þýzk herdeild háfði strax 4. ágúst ráðist yfir landa- mæri Belgíu og þrem dögum seinna höfðu þeir náð borginni Liege á vald sitt, en vígin þar féllu þeim ekki í hendur fyrr en 16. ágúst. Þótti þessi sigur Þjóð- verja, sem var eignaður Luden- dorf, mjög mikilsverður og jók mjög sigurvissu þýzka hersins. Þann 18. ágúst höfðu Þjóð- verj ar fulllokið hervæöingunni og byrjuðu þá fyrir alvöru innrásina í Belgíu. Þann 20. á- gúst náðu þeir höfuðborginni, Brússel, á vald sitt og settust um Namux, sem féll þeim i hendur fimm dögum seinna. Belgiski herinn hafði þá höríað til varnarstöðvanna í norður- hluta landsins, enda hafði hann ekki fengið neina aðstoð til að stöðva framsókn Þjóðverja. Um 20. ágúst var hægri armur þýzka hersins undir það búinn að hefja innrásina í Frakkland. Hann taldi þá um 700 þús. her- menn, en lið það, sem Frakkar og Bretar höfðu þar til varnar, var um 350 þús. manns. Eftir þriggja daga orustur við landa- mærin urðu Bretar og Frakkar að hörfa til baka og þýzki her- inn hélt inn í Frakkland. Samkvæmt áætlun Gagnsókn Joffre hershöfðingja Frakka. hafði hægri armur franska hersins brot- izt inn í Lothringen um miðjan ágúst. Vinstri armur þýzka hers- ins hopaði undan nær orustu- laust. Útlit var fyrir að þessi framsókn Frakka hefði heppn- azt. En undanhald Þjóðverja var aðeins herbragð og 20.—22. ágúst hófu þeir öfluga gagnsókn og hröktu Frakka aftur yfir landamærin. Um 20. ágúst hafði Joffre feng- ið upplýsingar um herflutninga Þjóðverja í Belgíu og taldi því víst, að þeir hefðu veikt að- stöðu þeirra svo mikið um mið- bik herlínunnar, að Frökkum myndi heppnast sókn þar. Joffre lét því 600 þús. manna her hefja sókn á þessum slóðum imilli Verdun og Meziéres) um 22. á- gúst. Um 450 þús. manna þýzk- ur her var þar til varnar. Eftir tveggja daga orustu höfðu Frakkar orðið fyrir miklu mann- falli og tjóni og voru neyddir til undanhalds. Með þessu var ljóst, að áætlun Joffre um stórfellda sókn og innrás í Þýzkaland var ekki framkvæmanleg. Eftir þetta hlaut franski herinn fyrst og fremst að búast til varnar. Eftir að Bretar og Sókn Frakkar höfðu orðið Þjóðverja. að láta undan síga fyrir hægra armi þýzka hersins í landamæraor- ustunum 20.—23. ágúst, mátti heita að framsókn hans mætti ekki neinni teljandi mótstöðu. Hersveitum Breta og Frakka gafst aldrei tími til að búast til varnar. Þýzki herinn nálgaðist París með risaskrefum, og um tima hafði franska stjórnin á- kveðið, að gefa skyldi upp borg- ina orustulaust. Þeirri ákvörð- un var þó breytt, en um mán- aðamótin flutti franska stjórnin þaðan til Bordeaux, vegna þeirrar hættu, sem yfir borginni vofði. Hinn 30. ágúst er stundum talinn örlagaríkasti dagur Þjóð- verja í heimsstyrjöldinni. Þann dag var ákveðið að breyta þann- ig frá áætlun Schlieffens, að þýzki herinn færi ekki vestur fyrir París, hætti við umsátur um borgina, og beygði í þess (Framh. á 4. síSu) ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn Sigurðar Olafssonar. Símar 1360 og 1933. Nýjar gerðir ai Sportfataefn iini nýkomnar. Verksmiðjuútsalan Geijun — Iðunn Aðalstræti. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 184 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 181 látið þá halda báða sömu leiðina. Litlu síðar þekkti hann Clint Prescott og vissi þá, að þessi síðasta von hans var tálvon. Clint var harður sem stál, og hann myndi aldrei láta bráð sína komast undan án þess að til orustu kæmi. Prescott sá hann einmitt jafn snemma. Hann rak upp veiðióp og hleypti upp brekkuna á harðastökki. Taylor reið niður í krikann, þar sem hálsarnir mættust, en gaddavírsgirð- ing varð á vegi hans. Hann snéri snöggt til vinstri upp á hæðina, en eftir brún- inni lá einnig gaddavírsgirðing og mynduðu gírðingarnar þarna vinkil. Ennþá varð Taylor að snúa til vinstri. Hann var kominn í gildru. Það var enginn tími til þess að leggja girðing- una niður. Ef hann snéri við, kæmi hann í flasið á Prescott, en ef hann héldi áfram myndi hann mæta hinum. Hann heyrði Prescott kalla: — Gættu að þér, Bob! Kúla flattist á kletti rétt fyrir fram- an Taylor. Prescott yngri hafði hleypt af. Taylor stöðvaði hest sinn. — Þú ert króaður, maður minn, kall- aði Prescott til hans. — Fórnaðu hönd- um eða ég sendi þér kúlu. Prescott hafði stokkið af baki. Hann hélt rifflinum í báðum höndum og var drap þá tvo menn. Vitið þið nokkuð hvert hann ætlaði að halda? — Til Meagher-héraðsins, sagði hann. Hann sagðist eiga þar bróður, sem héti Jack Brown. Hann talaði um að póst- stöðin ætti að vera Cottonwood, en ég býst alveg eins viö að það hafi allt saman verið uppspuni. — Kom þú pabbi, sagði Bob ákafur. — Hann kemst undan ef við hröðum okkur ekki. Clint glotti illilega. — Rétt hjá þér, sonur sæll. Reiðmennirnir tveir héldu upp hæð- ina, sem strokumaðurinn hafði horfið af. Af brúninni var gott útsýni. Lækur rann þarna í bugðum niðureftir, niður í langt dalverpi og voru bakkar hans skógi vaxnir. — Hann hlýtur að fylgja læknum, sagði Clint. — Það er sú eina braut, sem hann gæti farið óséður, hér um hæð- irnar. Við skulum hraða okkur niður. Ég vona bara að hann sjái okkur ekki. Þeir hröðuðu sér áfram, en gættu þó vel að sér. Maðurinn var hættulegur og það sem hafði hent Walsh, gat alveg eins hent annanhvorn þeirra og jafnvel báða, ef þeiT færu ekki varlega. Þeir stönzuðu, til að bera saman ráð sín, er þeir voru komnir svo sem mllu vegar niður með læknum. Hér rann litill

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.