Tíminn - 12.08.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.08.1939, Blaðsíða 2
366 TÍMIM, langardagimt 12. ágúst 1939 93. blað ‘jgímmn Laugardaginn 12. ág. Þeir mega fá langt sumarleyfi Töðufengurínn og fóðrun kúnna í vetur Eftir Pál Zophóníasson ráðunaut. Túnannirnar eru liðnar og komin engiverkin. Túnin eru öll slegin og taðan komin í hlöðu eða hey. Túnin spruttu í vor við sól og hita, og taðan var kraft- góð. Hjá þeim er fyrst byrjuðu slátt, var byrjað í sjöundu sum- arviku, margir byrjuðu í níundu vikunni, en almennt var byrjað um 10 vikur af sumri. Túnin voru yfirleitt vel sprott- in, undantekning var þó með tún, sem eru mjög harðlend. Þau brunnu sum svo töðufengur varð lítill. í heild er þó taðan eftir fyrri slátt meiri en í meðallagi, en há sprettur víða illa, svo ó- víst er enn hvert heildartöðu- magnið eftir sumarið verður nema í meðallagi. En heyskapar- tíðin hefir verið góð. Taða hef- ir ekki hrakizt, nema lítillega á Austurlandi, og því er taðan í ár óvenjulega góð. Hjá nokkrum hefir þó hitnað verulega í henni. Sumir hafa dregið hana upp, en aðrir bíða að sjá, hvort hún ryð- ur sig ekki. Þeir, sem hafa hita í töðum sínum, mega vel fylgj- ast með honum. Venjulega er það svo, að hitinn helzt í hlöð- unum, trúin á, að hann hlaupi upp í það, sem ofan á er látið, er bara trú, og trú, tsem mörgum verður hált á, því oft er hiti fal- inn þannig í djúpum hlöðum. Hann helzt fram um rétt- irnar og veturnæturnar, og þá fyrst blossar upp úr — taðan brennur. — Þið, sem nú hafið hita í heyjunum, látið það ekki henda ykkur! Leysið þau held- ur upp og fáið hitann úr. Annars er það oft svo, að þegar taðan sprettur við slík skilyrði sem í vor, og verður sérstaklega kraftgóð, vara menn sig ekki á því, að hún þarf meiri þurk en venjulega, og því hirða þeir hana of djarft, og fá hita í hana. í vetur er líklegt, að allar kýr, sem venj ulega komast ekki í nema 14 merkur eftir burðinn, þurfi engan fóðurbæti með töðunni .Þær eiga að geta haldið þeirri nyt eðlilega á sér af töð- unni einni saman, hafi ekki hitnað í henni, og hún þessvegna skemmst. Hinar, sem fara í hærri nyt þurfa aftur fóðurbæti með, eigi þær að geta haldið henni eðlilega á sér. Þó er það svo, að horfur eru fyrir, að þeir, sem fyrst byrjuðu að slá, eigi sumir hverjir það góða töðu, að ætla má að kýr af henni einni geti haldið á sér 15 og jafnvel 16 merkum, en það er aðeins á ein- staka stöðum, sem um það er að ræða. Fyrir hver 3,5—3 kg., sem kýr- in mjólkar fram yfir 14 kg. á dag, þarf að gefa henni um 1 kg. af fóðurbæti. Áreiðanlega er taðan nú svo góð, að ekki er rétt að gefa með henni neitt af tómu síldarmjöli, og það er í raun réttri aldrei rétt. Hvaða fóðurbætir verður ódýrastur í haust, en enn óvíst, en líklegt er að það verði blanda af síldar- mjöli og maís, eða síldarmjöli og rúgmjöli, og þarf þá uhi y4 til i/3 af því að vera síldarmjöl. Margir eru hræddir um að mikið veröi um doða í kúm í vetur. Ég hygg að ekki sé sérstök hætta á því. Ann- ars má alltaf nokkuð fyrir- byggja það, með því að sjá um það að kýrin sé ekki í kalk- hungri. Má það t. d. með því að gefa henni fóðursalt, eða með því að gefa henni beinamjöl, eða með því að gefa henni mysu. Það er mikið fóður, sem tilfellst á mjólkurbúunum í mysunni, og væri kúm gefin hún frá því mán- aðartíma fyrir burðinn og fyrst eftir hann mundi mjög mega fyrirbyggja að doðinn kæmi. Þetta ættu bændur á mjólkur- sölusvæðunum að athuga. Allir bændur, sem þekkja kýr sínar, eiga í haust að athuga hvað þeir þurfi af fóðurbæti handa þeim í vetur. Þeir, sem eru á mjólkursvæðunum, þurfa að athuga hvað þeir þurfa til þess að láta kýrnar halda á sér eðlilegri nyt og haga innkaupun- um á fóðurbæti eftir því. Hinir, sem enga mjólk geta selt, athuga hve þeir þurfi að hafa margar kýr til að full- nægja mjólkurþörf heimilisins, þegar þeir gefa hverri svo að hún sýni fullt gagn. Og þeir hafa kýrnar ekki fleiri, en kaupa svo fóðurbæti, svo að þeir hafi fullt gagn af hverri einstakri. Með því að fullnota hverja kú, og hafa þær ekki fleiri en þörf heimilisins krefur, fá þeir fóðr- ið ódýrast, og mjólkina mesta að tiltölu við fóðrið. En fóður kúnna má helzt ekki vera einhliða þurfóður. Þær þurfa helzt að fá nokkuð af því sem vothey. Seinni slátturinn er eftir, og þó að fram að þessu hafi gengið vel að þurka töð- una, er óvíst hvernig það verð- ur með hána. Hana eiga menn að búa sig undir að setja í vot- hey. Það er miklum mun betra fyrir kúna að fá um y3—y2 af gjöfinni sem vothey, en fá það allt sem þurhey. Síðastliðið ár gáfu 60% af þeim bændum, sem (Framh. á 4. síðu) Ei síldveiðin bregst Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti hagstofunnar nam innflutn- ingur til landsins frá því um áramót til júlíloka 36.6 milj. kr. en útflutninguxinn 25.1 milj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn var því ó- hagstæður um 11.5 milj. kr. Á sama tíma 1 fyrra var verzl- unarjöfnuðurinn óhagstæður um 8.2 milj. kr. og er hann því 3.3 milj. kr. óhagstæðari nú en þá. Að sumu leyti byggist aukn- ingin á innflutningi að krónu- tali á því, að gengið hefir breytzt og er því ekki að ræða um raun- verulega aukningu. Að öðru leyti er um raunverulega aukningu að ræða á vörum til síldarút- gerðar, efni til nýrra mótorbáta o. fl. af því tagi, en raunveruleg hækkun er hinsvegar ekki á þeim liðum, sem höftunum er mest beint gegn. Þessi niðurstaða hlýtur að verða mönnum talsvert áhyggju- efni og þá sérstaklega sökum þess, hversu erfiðlega síldveið- arnar hafa gengið til þessa. Þrátt fyrir langtum stærri skipa- flota var bræðslusíldaraflinn um seinustu helgi lítið eitt meiri en á sama tíma í fyrra, en saltsíld- araflinn mörgum sinnum mínni. Siðan hefir verið nokkur söltun en þó margfalt minni en sömu dagana síðastliðið sumar og bræðslurnar standa yfirleitt tómar. Öll von um það, að hægt verði að eyða þessum mun á verzlun- arjöfnuðinum og ná hagstæðum viðskiptum við önnur lönd a ár- inu, byggist á því, að síldveiðin verði óvenjulega mikil næstu vikurnar. En því miður eru horfurnar ekki glæsilegar í þeim efnum, jafnvel þótt eitthvað rættist úr. Það er alltaf gott að vera bjartsýnn og í lengstu lög munu áreiðanlega allir vona, að síld- veiðin bregðist ekki gjörsamlega úr þessu. En eigi að síður er samt fullkomin ástæða til þess, að menn fari að gera sér ljóst, hvernig ástandið verður, ef síld- veiðin bregst, og hvaða ráðstaf- anir verði þá nauðsynlegt að gera. Það er augljóst mál, að verði sildaraflinn ekki mikið meiri en hann er orðinn nú, verður verzl- unarjöfnuðurinn óhagstæður, í stað þess að hann hefir vexið hagstæður um nokkrar milj. kr. á undanförnum árum. Þjóðin getur þá ekki flutt inn eins mik- ið og undanfarin ár, án þess að safna skuldum, og hefir, að ó- breyttum innflutningi, engan eyrl afgangs til að mæta duldum greiðslum. Þegar þannig er komið, verður um tvær leiðir að velja: Önnur er sú, að reyna að halda svipuðum innflutningi og verið hefir undanfarið, safna heldur verzlunarskuldum, unz láns- traustið er þrotið til fulls, og bregðast skuldbindingunum um greiðslur á vöxtum og afborgun- um umsaminna lána. Hin leiðin er sú, að fella nið- ur um skemmri eða lengri tíma innflutning fjölmargra vöru- tegunda, sem að þessu hefir ekki fengizt samkomulag um að láta vanta, þ. á m. byggingarefni, ýmsar almennar neyzluvörur o. s. frv., nota sem allra mest framleiðslu landsins, og komast þannig yfir þá erfiðleika, sem sildarleysið og fiskileysið skapa sameiginlega, án þess að þurfa að fella niður greiðslur af lán- um. Fyrri leiðin myndi óhjákvæmi- lega hnekkja lánstrausti þjóð- arinnar. Jafnvel þótt við fengj- um einstakt góðæri á næsta ári eða næstu árum, myndi ekki verða hægt að bæta það tjón, sem orðið hefði. Með því að velja síðari kost- inn væri brugðizt karlmannleg- ar við erfiðleikunum. í næsta góðæri gæti þjóðin haldið fram- farabaráttunni áfram, án þess að þessir bráðabirgðaerfiðleikar hefðu skert möguleika hennar til frambúðar. Seinni leiðin krefst mikilla sjálfsfórna af einstaklingum í bili, en hin leiðin væri líklegri Fyrir nokkrum missirum samþykktu þingmenn úr öllum núverandi stjórnarflokkum lög um nýjan dómstól, hinn svo- kallaða félagsdóm. Verkefni hans á samkvæmt lögum að vera að skera úr allskonar ágreiningi milli verkamanna og atvinnu- rekenda. Hann á að koma í stað- inn fyrir hinn opinbera og stór- fellda ófrið, sem lamað hefir at- vinnulíf margra þjóða, verkföll- in og verkbönnin. í staðinn fyrir opna styrjöld um atvinnumálin átti að koma dómur, þar sem réttlæti en ekki ofbeldi væri lagt til grundvallar fyrir úrslit- um þessara þýðingarmiklu mála. Á Alþingi var Alþýðuflokkur- inn lengi tregur í þessu máli, og hélzt mótþrói meðan Héðinn Valdimarsson var í flokknum. Hann hafði alla sína tíð, meðan hann var Alþýðuflokksmaður, lagt hina mestu stund á að of- beldi væri beitt i vinnudeilum. Þó að hann teldi sig fylgja lýð- ræðisflokki, var hann að þessu leyti fullkominn kommúnisti. Við meðferð félagsdóms á Al- þingi var Héðinn og núverandi félagar hans, kommúnistarnir þrír, æfir mótgangsmenn hins að krefjast ennþá stærri fórna í framtíðinni. Undanfarin ár hafa þorsk- veiðar brugðizt gífurlega og verðlag lækkað. Síld hefir veiðst allvel, en aðeins eitt ár er hægt að telja að veiðin hafi verið yf- ir meðallag. Þrátt fyrir þetta höfum við haldið i horfinu undanfarin ár og meira að segja byggt upp síldveiðarnar sem atvinnugrein að miklu leyti með margra milj. stofnkostnaði, fjölmargan ann- an iðnað, lagt stórfé í nýjar afl- stöðvar (Sogið) o. s. frv. Verzlunarjöfnuður hefir þrátt fyrir þetta allt orðið hagstæð- ur að meðaltali um 7 milj. kr. síðustu 3 árin. — Þetta sýnir það, að til fram- búðar á þjóðin ekki að þurfa að vera í verulegri hættu, því að það er ómögulegt að líta öðru- visi á, en að það sé algjörlega óvanalegt að hvorttveggja bregðist svo að segja algerlega á sama tíma þorskveiðin og síld- veiðin. Komi slíkt fyrir, leiða af því gifurlegir örðugleikar í taili, en með góðum samtökum, skiln- ingi og vilja til þess að herða að sér, ætti að vera hægt að komast yfir þá, örðugleika, án þess að af þvi leiði óbætanlegt tjón fyrir þjóðina. FRAMHALD Löngu áður en Fyrirætlanir ófriðurinn hófst Schlieffens. höfðu herstjórnir landanna gert nákvæmar fyrirætlanir um sókn og vörn hersins í væntanlegri Evrópu-styrjöld. í flestum þessum styrjaldar fyrirætlunum var gert ráð fyrir því, að styrjöldin myndi ekki vara nema fáa mánuði og áreið- anlega ekki lengur en hálft ár. Talið var, að iðnaðurinn og fleiri atvinnuvegir þyldu það ekki til langframa að næstum allir vinnufærir menn á aldrinum 20 —45 ára væru teknir til þess að gegna herskyldu á vígvellinum. Fyrirætlanirnar voru þvi miðað- ar við það, að reynt yrði að vinna skjótan og algeran sigur. Fyrirætlanir þýzku herstjórn- arinnar voru ákveðnar um 1890 af þáverandi yfirhershöfðingja Þjóðverja, Schlieffen greifa. Hann gerði ráð fyrir, að Þjóð- verjar yrðu að verjast Rússum og Frökkum samtímis. Þjóðverj- um yrði ómögulegt að sækja fram á báðum vígstöðvunum samtímis og yrðu þessvegna að vera í algerðri vörn á öðrum staðnum, en einbeita sér í sókn- inni á hinum. Allt benti til þess, að fljótlegra yrði að sigra Frakka, því erfiðara var að flytja fjölmennan her inn í Rússland, og auk þess voru Frakkar lík- nýja skipulags. Þeir drógu enga dul á í umræðunum að þeir vildu láta verkamenn berjast með stólfótum og öðrum þeim tækjum, sem að gagni mættu koma í róstum, þegar um væri að ræða viðskipti verkamanna og atvinnurekenda. Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn höfðu um alllangan tíma verið sammála um nauð- syn félagsdóms. En Framsókn- armenn vildu leggja mikla á- herzlu á að sem allra flestir verkamenn skildu nauðsyn málsins og væru stuðningsmenn hinnar friðsamlegu lausnar. Og um leið og Héðinn Valdimarsson var kominn til kommúnista með þá fáu menn, sem alveg sér- staklega voru byltingarsinnaðir í eðli sínu, kom í ljós, að meg- inþorri verkamanna vildi í raun og veru friðsamlega lausn í vinnudeilum, fremur en upp- reistarkenndar ofbeldis athafn- ir. Þegar til kom, að málinu lauk á Alþingi, mátti segja, að öll þjóðin stæði einhuga um þessa löggjöf nema hið fámenna kommúnistabrot. í dóminn voru skipaðir af hinum tilteknu aðilum lítt þekktir menn. En til formennsku valdi stjórnin Hákon Guð- mundsson frá Hofi á Rangár- völlum, fremur ungan og reynslulítinn lögfræðing. Auk þess að vera formaður félags- dóms, er hann ritari í hæsta- rétti. Félagsdómur hefir haft fá mál til meðferðar og ekki unn- ið sér sérstaklega til frægðar með byrjuninni En nú í vor tók hann á sig rögg og gaf sjálfum sér sumarfrí og algerða hvíld frá allri vinnu þar til í haust. Þá lá fyrir félagsdómi illkynj- að og auvirðilegt, en þó einfalt mál, sem krafðist úrlausnar. Það var ofbeldismál, þar sem kommúnistar í Hafnarfirði höfðu komið fram eins og skyn- skiptingar. Fámenn klíka, sem kommúnistar ráða yfir, hafði rekið mikinn hluta af hinum friðsömu og löghlýðnu verka- mönnum í bænum úr verka- mannafélagi þar í því skyni, að þeir töpuðu atvinnu og yrðu neyddir til að svelta eða kasta sér á bæinn mitt í sumarblíð- unni um bjargræðistímann. Sök kommúnistanna var svo augljós, sem mest mátti vera. Tiltekt þeirra var brot á al- mennu velsæmi og sómasam- legri borgaralegri hegðun. Of- beldi þeirra studdist hvergi við rök eða sæmilegan málstað. legri til að geta brotist inn í Þýzkaland. Þýðingarlaust var fyrir Þjóðverja, ef þeir ætluðu að sigra Frakka fljótlega, að ráð- ast á hin öflugu vígi þeirra við austur landamærin, Verdun, Toul, Epinal og Belfort. Þess- vegna varð þýzki herinn að fara yfir Belgiu, ráðast á norður- landamæri Frakklands, sem voru illa víggirt, og stefna þaðan inn yfir Norður-Frakkland vestur og suður fyrir París, um- kringja hana og beina síðan sókninni aftur norður á bóginn. Á meðan þessu færi fram héldu aðrar hersveitir Þjóðverja uppi stöðugri sókn á þýzk-frönsku landamærunum svo franski her- inn hefði þar nóg að gera. Þjóð- verjum tækist þannig að króa hann inni og hrekja hann upp að Rín og Jurafjöllum, þar sem seinustu leyfar hans yrðu yfir- unnar. Gerði Schlieffen ráð fyr- ir að þetta tæki ekki lengri tíma en 6—7 vikur og þá átti að hefja sóknina gegn Rússum. Til þess að slík fyrirætlun gæti heppnast þurfti að leggja meg- ináherzlu á styrk „hægra arms- ins“, en svo var herinn nefndur, sem átti að sækja í gegnum Belgíu og Norður-Frakkland. Schlieffen lézt í janúar 1913 og er sagt að kveðjuorð hans til samstarfsmanna sinna í hernum hafi verið: Gerið hægri arminn sterkan! Verkamenn í Hafnarfirði vís- uðu þessu máli undir eins til félagsdóms. Hann þvældi því í höndum sér nokkra stund, en hafði ekki andlega orku eða þrótt til að komast að niður- stöðu. í stað þess varð rétturinn samdóma um það eitt, að taka sér frí í allt sumar og lofa rang- lætinu að ríkja óskorað í máli þv:I, sem réttinum var fengið, þar til hauststormarnir byrja og vinna er búin í Hafnarfirði. Og hvaða þrekvirki félagsdómur gerir þá, getur vitaskuld enginn gert sér grein fyrir nú. Þó að allir dómarar í félags- dómi hefðu verið jafn sann- færðir og fullkomnir kommún- istar eins og Þorsteinn Péturs- son, og þó að allt þeirra vensla- fólk og vinnufólk hefði lesið bænir Lenins og Stalins bæði kvölds og morgna, þá gátu hinir nýbyrjuðu dómarar ekkert gert jafn þóknanlegt fyrir trúboð Rússa hér á landi og ofbeldi í verkamálum, eins og það ráð, sem þeir tóku, að þvæla nokkra stund um augljóst og opinbert réttlætismál, þar sem málstaður kommúnista var vonlauá, jafn- vel í höndum lítilfjörlegra úr- skurðarmanna og segja síðan við þjóðina, sem hafði falið þeim trúnaðarstörf: Við erum þreytt- ir, fjarska þreyttir. Við þurfum að hvíla okkur yfir háannatím- ann og alveg fram á haust. Þessir merkilegu dómarar gáfu ekki aðeins sjálfum sér langt sumarfrí. Þeir sýndu jafnframt, að þeir þurftu annað ennþá lengra sumarleyfi. Þeir sýndu, að þjóðfélagið á að heimta allt öðruvísi vinnubrögð af félagsdómi, og ef til vill heimta enn meiri greind, enn meiri þekkingu, enn meiri per- sónukraft í starfinu heldur en þessir nýliðar hafa sýnt. Kommúnistar vilja eyðileggja starf félagsdóms, af því að þeir vilja beita ofbeldi en ekki lög- bundnu skipulagi í vinnudeilum. Frá þeirra sjónarmiði var um tvennskonar athafnir að ræða frá hálfu félagsdóms, sem vel voru fallnar til að rýra gildi hans. Annað atriðið voru lélegir og ranglátir dómar. Hitt atriðið var seinlæti og dráttur á mál- um, sem telja mátti óeðlilegt og óafsakanlegt. Dómar félagsdóms eru fáir enn, og skal ekki fjölyrt um þá hlið. En drátturinn um HafnarfjarðaTdeiluna í heilt sumar, er algerlega eins og kom- múnistar gætu óskað sér til handa. Ofbeldi það, sem kommúnist- ar hafa beitt og beita enn, er fljótvirkt vopn, ef það bítur. Hættan að beita ofbeldi gegn þjóðfélaginu, er að það mis- takist. Meðan núverandi rikis- stjórn heldur styrk sínum líkt og nú er, þora kommúnistar ekki að beita aðferð sinni. En þeir (Framh. á 4. síðu) Margt bendir til að þessi áætl- un Schlieffen hefði náð tilætl- uðum árangri, ef fylgt hefði ver- ið til fullnustu því ráði hans, að hafa „hægri arminn“ nógu sterkan. Áætlun Schlieffens var aldrei samþykkt af ríkisstjórninni, en Bethmann-Hollweg forsætisráð- herra var henni andvígur. Hann óttaðist að árásin á Belgíu myndi leiða til styrjaldar við Breta. Hann greip þó ekki til þess ráðs, að leggja niður völd í mótmælaskyni, enda var al- mennt álitið, að hernum einum bæri að ráða í þessum efnum. Yfirhershöfðingi Áætlun f r a n s k a hersins, Joffré. Joffré, hafði fulllok- ið hliðstæðri styrj- aldaráætlun og fengið hana samþykkta af herstjórninni og ríkisstjórnirini vorið 1913. Sam- kvæmt henni skyldi leggja aðal- áherzlu á sókn. Strax og her- væðingunni var lokið og herinn hafði tekið sér stöðu meðfram þýzk-frönsku landamærunum, átti að byrja sókn á allri víglín- unni, en mesta áherzlu átti þó að leggja á sókn hægra armsins, sem átti að fara inn í Elsass- Lothringen. Þetta varð þess m. a. valdandi, að vinstri armur franska hersins, sem átti að mæta hinum öfluga hægra armi þýzka hersins, var miklu veikari en ella. Joffré gerði ráð fyrir, að Þjóðverjar myndu fara með her yfir Belgíu, en ekki nándar- nærri eins norðarlega eða í eins stórum stíl og raun varð. Hann hafði því varnirnar þar tiltölu- lega veikar, en til von og vara hafði hann gert ráð fyrir að láta nokkurn hluta hersins ekki fara til vígstöðvanna fyrst um sinn, heldur hafa hann jafnan til taks og senda hann þangað, er þörf krefði. Ekkert hernaðarbandalag hafði verið gert milli Breta og Frakka, en um það rætt milli herstjórna landanna, að kæmi til styrjald- ar milli Breta og Frakka ann- arsvegar og Þjóðverja hinsveg- ar, skyldi brezki herinn sækja fram með vinstra armi franska hersins. Belgiski herinn hafði ekki víg- búizt að ráði, nema í nokkra mánuði, þegar styrjöldin hófst, og herskylda hafði verið inn- leidd þar fyrir tæpu ári. Ákveðið var að hann reyndi að hindra innrás Þjóðverja, en ef það tækist ekki, drægi hann sig til baka og tæki sér varnarstöðu í ÁÆTLUN SCHLIEFFENS. — Feitu krossarnir sýna stöðu hersins við þýzku landamœrin þegar hann byrjar árásina. Línan með auðu deplunum sýnir hversu langt liœgri armur hersins átti að vera kominn 22. daginn frá her- vœðingunni. Hann átti þá að hafa lagt undir sig meginhluta Belgíu og vera á sumum stöðum aðeins kominn yfir frönsku landamœrin. Svarta línan sýnir hver staða hersins átti að vera 31. daginn frá hervœðingunni. Örvarnar sýna hina fyrirhuguðu sókn hœgra armsins, sem átti að umkringja franska herinn. Litlu krossarnir sýna fyrirhugaða stöðu hersins 42. dagsins frá hervœðing- unni. — Landamœri Frakklands og Belgíu eru merkt með smástrikalínu. Agústmánuður 1914 II. Á vesturvígsÉöðvuuum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.