Tíminn - 15.08.1939, Side 3
93, Jílað
rmiXTV, ftriðjudajgiirn 15. ágúst 1939
371
Mmskelð.
Næstkomandi vetur verða haldin tvö námskeið fyrir ungar
stúlkur að Sjávarborg, sem standa yfir hvort fyrir sig í 3 mánuði.
Fyrra námskeiðiö byrjar 1. nóvember en það síðara 15. febr.
Kennt verður samsvarandi því, sem kennt er í kvennaskól-
um landsins, svo sem: Matreiðsla, þvottur, ræsting, saumur á
kvenmanns- og barnafatnaði, útsaumur, handprjón og þar að
auki fyrir þær sem vilja, undirstöðuatriði í tóvinnu.
Af bóklegum fögum verður kennt: íslenzka, danska, reikn-
ingur, fæðuefnafræði, heilsufræði og söngur.
Umsóknir skulu sendar fyrir septembermánaðarlok til und-
irritaðrar, sem gefur allar nánari upplýsingar.
Sauðárkróki, 30. júlí 1939.
Rannveig H. Líndal.
Til auglýsenda.
Tíminn er gefinn út í fleiri eint'ökum
en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi
almennra auglýsinga er í hlutfalli við
þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er
Íöruggasta boðleiðin til flestra neytend-
anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna
vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr
þess vegna í Tímanum
Hraðferðir B. S. A.
Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. —
M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan f Reykjavfk á
Bifreiðastöð íslands, sími 1540.
BifreiðasÉöð Akureyrar.
Húðir og skinn.
Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar
HIJÐIR og SKITViV sem falla til á heimilum
þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt
að koma þessum vörum í verð. — SAMBAJVD
ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur IVAUTGRIPA-
nÚÐIR. RROSSHtJÐIR, KÁLFSKIM, LAMB-
SKITVTV og SELSKIIVTV til útlanda OG KAUPIR
ÞESSAR VÖRUF TIL StTUTVAIt. - VAUT-
GRIPAIItÐIR, HROSSHÚÐIR og KALFSKEVTV
er bc/t að salta, en gera verður það strax að
lokinni slátrnn. Fláningu verður að vanda
sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn-
unum, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt-
að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum
vörum sem öðrum, borgar sig.
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
IViðursuðuverksmiðja. — Bjjúgnagerð.
Reykhús. — Frystihús.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt
og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð,
mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt
allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma-
kröfum.
Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um
allt land.
HEIMILIÐ
Smáiðja og heimilis-
iðnaður í sveitum.
Frá fornu fari hefir hvar-
vetna í sveitum landsins verið
lagt hið ítrasta kapp á það, að
búa sem mest að sínu. Enn er
sú regla víðast og af flestum í
heiðri höfð, enda áreiðanlega
affarasælust. Þó hefir sú mikla
ekla, sem víða er á vinnukrafti,
þrengt mörgum bóndanum til
þess að kaupa ýmislegt það að,
sem annars er auðvelt að afla
eða búa til heima fyrir, ef tími
og starfskraftar ynnust til. Það
er því mikils um vert að nýta
vel tímann, þegar daglegar annir
vegna búrekstursins eru minnst-
ar, til ýmissa verka, er geta orð-
ið til sparnaðar eða tekjuauka
í búskapnum. Einstöku mönnum
hefir jafnvel tekizt að koma á
laggirnar tiltölulega arðvænleg-
um smáiðnaði á heimilum sín-
um, sem heimilisfólkið vinnur
að öllum stundum, þegar aðrar
annir leyfa. Ég skal nefna tvö
dæmi: Merkur bóndi í Norður-
Þingeyjarsýslu tók upp þá ný-
breytni að búa til skinnhúfur í
hjáverkum. Nú eru skinnhúfur
hans mjög eftirsóttar af öllum,
sem af þeim hafa spurnir, og
heimilisfólkið allt önnum kafið
við franjleiðslu, þegar búverk-
um linnir. Kona í Árnessýslu
spinnur og jurtalitar ógrynni af
bandi, sem hún selur, og meðal
annars er mestmegnis notað í
sumum af húsmæðraskólum
landsins.
Á mörgum fleiri sviðum er
líklegt, að vinnugefið, verklagið
og ötult fólk gæti skapað sér
aðstöðu til arðvænlegrar smá-
iðju á heimilum sínum. Senni-
lega gætu til dæmis hagir menn
aflað sér drjúgra aukatekna með
ýmiskonar smíðum um það leyti
árs, sem annars er minnst um
arðgæfa vinnu. Síðastliðinn vet-
ur var í fremur fámennu sveit-
arfélagi suðvestan lands keypt
skíði fyrir mörg hundruð krónur.
Ef verið hefði í byggðinni ein-
hver sá smiður, sem hefði haft
aðstöðu og getu til þess að leysa
þetta vandasama smíði af hönd-
um, hefði það áreiðanlega verið
tekjugóð vinna, jafnvel þótt
kaupendurnir hefðu einnig
hagnazt á þeim skiptum. Hið
sama gildir náttúrlega um ýmis-
leg húsgögn, innanstokksmuni
og margt fleira.
En þótt það sé vel farið, að
einstakir menn og einstök heim-
ili geti skapað sér arðgæf auka-
störf við smíðar eða smáiðnað,
þá er hitt þó meira um vert og
hefir víðtækara gildi, að bænd-
ur almennt og skyldulið þeirra
búi til sem allra mest af þeim
munum, er þarf til daglegra
flákum, sem gerði flýjandi liði
erfitt undankomu og vonlaust
að taka sér stöðu að nýju, nema
það fengi þeim mun lengri tíma
til að koma sér fyrir.
Þann 23. ágúst hóf Samonovs
sókn með því að sækja beint á-
fram. Hann mætti þar hinni
þunnskipuðu varnarsveit Þjóð-
verja, sem varðist með mikilli
hreysti, en hörfaði þó hægt und-
an. Móttökur henna’r voru svo
öflugar, að Samsonov taldi víst,
að þar væri meginhluti þýzka
hersins til varnar og grunaði því
engin launráð. Hann lagði því
megináherzlu á, að láta aðal-
her sinn sækja fastar fram, en
til þess höfðu líka Hindenburg
og Ludendorf ætlazt.
í þrjá daga voru Þjóðverjar að
undirbúa hliðar- og bakárásirn-
ar. Þann tíma urðu varnarsveit-
irnar að verjast hinu mikla
rússneska ofurefli og er vörn
þeirra annáluð fyrir hetjuskap.
Þegar árásirnar áttu að byrja,
fengu Hindenburg og Ludendorf
fregnir um að Rennenkampf
hefði hafið sókn á norðurvíg-
stöðvunum. Þeir létu það samt
ekki hafa nein áhrif á fyrirætl-
anir sínar og kusu frekar áhætt-
una, sem af því stafaði, en að
hætta við þær.
Þann 26. ágúst hóf þýzki her-
inn hliðar- og bakárásirnar á
aðalher Samsonovs. Rússar urðu
fullkomlega ráðvilltir. Hvert,
sem þeir snéru sér, áttu þeir
annaðhvort fjandmönnum að
mæta eða komust ekki áfram
fyrir torfærum. Þeir höfðu flutt
flestar fallbyssur sínar í fremstu
víglínuna og fyrir herdeildirnar,
A N N Á L L
Uáuardægur.
Björn Kristjánsson, fyrrum
alþingismaður, andaðist hinn 13.
ágúst, á níræðisaldri. Hann var
fæddur að Hreiðurborg í Flóa
26. febrúar 1858, sonur Þórunn-
ar húsfreyju Halldórsdóttur
bónda í Þorlákshöfn, Guð-
mundssonar, og Kristjáns bónda
í Hreiðursborg, Vernharðssonar.
Hann dvaldist ytra fram undir
tvítugt, nam síðan skósmíði.
Dvaldi meðfram og síðar í Kaup-
mananhöfn og nam söngfræði.
Hálfþrítuguf tók hann að stunda
skrifstofustörf í Rykjavík og
hóf verzlun fimm árum síðar. Á
þessum árum hafði hann og með
höndum bæjargjaldkerastörf í
Reykjavík. Hann varð banka-
stjóri Landsbankans 1909 og
hélt því starfi um níu ára skeið.
Fjármálaráðherra var hann um
hríð árið 1917 í ráðuneyti Jóns
Magnússonar. Þingamður fyrir
Gullbringu- og Kjósarsýslu var
Björn óslitið frá því árið 1901,
þar til Hafnarfjörður var gerður
að sérstöku kjördæmi árið 1931.
— Björn hafði um langa hríð
með höndum ýmsar athuganir 1
því skyni að komast að raun um
hvað verðmætra málma væri
hér í jörðu.
þarfa og margháttaðra starfa í
þágu búskaparins. Þetta á jafnt
við allar venjulegar ígangsflíkur
og alla einfalda muni, sem not-
aðir eru utan húss eða innan.
Að sjálfsögðu takmarkast geta
fólks í þessu efni af tvennu,
annars vegar verklægni þess og
kunnáttu, hins vegar önnum við
hin daglegu og óumflýj anlegu
störf. Ef þess er nokkur kostur
vegna anna, ætti hver tindhag-
ur bóndi að smiða sjálfur hluti
eins og amboð, hemlur við jarð-
vinnsluverkfæri og önnur drátt-
arverkfæri, hverfisteinagrindur,
klyfbera, jafnvel vagngrindur og
ótal margt fleira; sömuleiðis
ýms áhöld til notkunar innan-
húss. Á sama hátt er það vafa-
laust skynsamlegast fyrir hvern
sem getur, að vinna sjálfur ull
og hrosshár í reipi, tauma og
hnappheldur, heldur én að
kaupa til þess dýran kaðal.
Hér hefir einnig verið minnst
á heimaunnar flíkur og plögg.
Því miður hrakar, að minnsta
kosti í sumum héruðum, með
hverju ári þessum veigamesta
þætti heimilisiðnaðarins. Það,
sem vinnst með fjölgun spuna-
véla og prjónavéla, tapast á
öðrum vettvangi. Sveitakonur
hafa víðast engan tíma aflögu
til ullarvinnunnar. Ég þori að
fullyrða, að til eru nú orðið
nokkur, ef ekki allmörg, sveita-
heimili, þar sem ekki er til neinn
sem voru aftast eða til hliðar,
var nauðugur einn kostur að
gefast upp. Þann 31. ágúst höfðu
Þjóðverjar unnið algeran sigur.
90 þús. Rússar höfðu verið tekn-
ir til fanga og öll þyngri vopn
þeirra urðu herfang Þjóðverja.
Aðrar leifar hersins voru á ó-
reglulegum flótta austur eftir,og
meðal þeirra var Samsonoc, sem
gafst upp á leiðinni, og er talið,
að hann hafi ráðið sér bana.
Þessi sigur Þjóðverja er talinn
stærsti sigur heimsstyrjaldar-
innar og honum er oft líkt við
hinn fræga Cannæsigur Hanni-
bals, sem unninn var með svip-
uðum hætti. Sigurinn hafði gíf-
urleg áhrif á almenningsálitið
i Þýzkalandi og jók stórum
trúna á hinn ósigrandi og sigur-
sæla þýzka her.
Rennenkampf
Her Rennen- hafði ekkert
kampf sigraður, frétt til hers
Samsonovs fyr
enn honum bárust fregnirnar
um hinn gífurlega ósigur. Hann
hafði sótt mjög hægt fram eða
um 100 km. á 10 dögum, enda
höfðu varnarsveitir Þjóðverja
valdið honum mikils baga. Mjög
er um það deilt, hvort hann
hefði getað komið Samsonov til
hjálpar, því að taka ber tillit til
þess, að flutningar Rússa voru
miklum erfiðleikum bundnir og
því takmarkað, hvað herinn gat
komizt áfram, þótt hernaðarleg
mótstaða væri lítil.
Strax eftir þennan mikla sig-
ur snérust þeir Hindenburg og
Ludendorf gegn her Rennen-
kampf. Fengu þeir nú einnig
nokkuð aukinn liðstyrk frá vest-
Framleiðslan
í Reykjavík
(Framh. af 2. síðu)
aðeins megi þeir ekki nota
markaðinn fyrir afurðirnar, sem
þeir framleiða þar, það finnst
mér a. m. k. nokkuð bamaleg
hugsun, og myndu menn þá ekki
fremur vilja fara frá hinum
góðu löndum, þar sem enginn
markaður væri fyrix framleiðsl-
una og í „mógrafirnar og fúa-
mýrarnar“, sem enn kunna að
vera eftir umhverfis Reykjavík,
þar sem þeim væri tryggður
markaður, sem greiddi fram-
leiðslukostnaður, hversu mikill
sem hann kynni að vera. — En
hversu hollt það væri fyrir
Reykjavík og dýrtíðina þar, það
mundi reynslan sýna fljótlega.
Ég sé svo enga ástæðu til að
karpa lengur um svo augljóst
mál, sem hér er um að ræða. Ég
þakka Sigurði Þorsteinssyni fyr-
ir, að hann hóf máls á þessu að
spunarokkur, hvað þá ullar-
kambar. Ég veit líka með vissu,
enda eðlileg afleiðing hins
fyrra, að til eru stúlkur uppaldar
í sveit, sem alls ekki kunna þá
list að spinna úr ullinni. Þetta
er ekki ritað hér sem ádeila á
þá, sem hlut eiga að máli, held-
ur bent á óheillavænlegar og
illviðráðanlegar breytingar á
lífsháttum fólks. Jóh.
urvígstöðvunum, án þess að hafa
beðið um hann. Þann 5. sept.
hófu þeir sókn sína. Eftir 8 daga
orustu höfðu þeir hrakið her
Rennemkampf 100 km. til baka
inn fyrir rússnesku landamærin,
tekið 45 þús. hermenn til fanga
og náð 150 fallbyssum.
í lok ágústmán-
Hver ber aðar 1914 stóðu
ábyrgð á því sakir þannig,
styrjöldinni? að Þjóðverjar voru
sigri hrósandi á
báðum vígstöðvunum. Að vísu
var her Rennenkampf þá enn í
Austur-Prússlandi, en við Tan-
nenberg höfðu þeir unnið einn
glæsilegasta sigur sögunnar. Á
vesturvígstöðvunum höfðu þeir
lagt undir sig Belgíu, mikinn
hluta Norður-Frakklands og
ógnuðu höfuðborg hins franska
heimsveldis.
Um það er oft deilt, hverjir
eigi sök ófriðarins mikla. í Ver-
salasamningnum er því slegið
föstu, að Þjóðverjar eigi sök-
ina. Óneitanlega er sök þeirra
mikil. Þeir höfðu forystuna í
vígbúnaðarkapphlaupinu. Hefðu
þeir kært sig um, gátu þeir ráð-
ið Serajevomálinu til lykta á
æskilegan hátt fyrir Austurríki,
án þess að til vopnaviðskipta
kæmi. Austurríkismenn hefðu
ekki lagt út í ófrið við Serbíu,
ef þeir hefðu ekki verið vissir
um samábyrgð Þjóðverja. Margt
bendir líka til þess, að Þjóðverj-
ar hafi talið æskilegra, að láta
styrjöldina hefjast fyrr en síðar,
því að Frakkar og Rússar, sem
voru skemmra komnir í vígbún-
aðinum, minnkuðu óðum mun-
(Framh. á 4. síðu)
nýju, því að ég veit, að það
hefir orðið til þess, að að skiln-
ingur einhverra a. m. k. hefir
vaxið á því, sem um er deilt, og
er þá vel, því að skilningurinn
er undirstaða allra framfara og
sigra góðra og réttra mála.
En ég verð víst að biðja „Tím-
ann“ að birta þessar fáu at-
hugasemdir fyrir mig, þó að
hann hafi talið málið nægilega
rætt með fyrstu greinum okkar
Sigurðar Þorsteinssonar — eins
og rétt var. — Hins vegar vona
ég, að tillit verði tekið til þess, að
ég hefi engan aðgang og ekkert
athvarf að með skoðanir minar
í „Vísi“ og öðrum slíkum blöð-
um, eins og Sigurður Þorsteins-
son hefir, og tel ég því víst, að
„Tíminn“ hjálpi til að jafna
þau metin.
Sígurður Olason &
Egíll Sígurgeírsson
Málflutningsskrifstofa
Austurstrœti 3. Simi 1712.
Kopar
ÞÉR ættuð að reyna kolin og
koksið frá
Kolaverzlnn
Signrðar Olafssonar.
Símar 1360 og 1933.
Víimid ötullega fgrir
Tímann.
keyptur i Landssmiðjunni.
188
William McLeod Raine:
fanginn allt í einu.
— Já, það er hann, og ef hann deyr
verður þú hengdur hér í Montana um-
svifalaust, hrópaði Bob æstur.
Taylor ypti öxlum og gafst upp. Eng-
in myndi trúa þeirri ótrúlegu sögu,
sem hann yrði að segja. Hann var
dæmdur fyrirfram. Hann varð að játa,
að það yrði ekki til að hjálpa honum,
þó sögu hans yrði trúað að hálfu leyti.
Það gat skýrt hvernig á því stóð að
hann var með riffilinn. Það myndi aft-
ur á móti enginn trúa því, að hann
hefði orðið að látast ráðast á sýslu-
manninn, til þess að bjarga þeim báð-
um.
Þetta var gamla sagan um að gera
úlfalda úr mýflugunni! Sá dómari, sem
tryði því, að Oakland hefði verið með
honum, er Walsh var skotinn, myndi
telja víst, að þessir tveir misyndismenn
hefðu lagst á eitt, um að koma manni
þeim fyrir kattarnef, sem var þrep-
skjöldur á leið þeirra beggja. Taylor
gat ekki látið sér detta í hug, að öðru-
vísi yrði á málið litið, hvernig sem
hann velti því fyrir sér. Staðreyndirnar,
sem myndu koma fram, kæmu afar vel
heim hver við aðra og myndu mynda
miklar líkur gegn honum, og þessar
líkur væru engu hættuminni þó að þær
væru blekking. Það var alveg djöful-
Flóttamaðurinn frá Texas 185
þess reiðubúinn að miða, ef hinn hreyfði
sig minnstu vitund. Það, sem olli hon-
um mestrar undrunar, var að fanginn
hafði ekki svo mikið sem lagt hönd sina
á riffilinn, sem bundinn var við-hnakk-
inn. Nú studdi hann báðum höndunum
á hnakkkúluna. Clint trúði því samt
ekki ennþá, að fanginn ætlaði að gefast
upp umsvifalaust. Ef hann var sá vand-
ræðamaður, sem sagt var að hann væri,
hvers vegna hafði hann þá ekki barizt
fyrir frelsi sínu, eins og hann hafði gert
við Walsh?
— Hreyfðu þig ekki, skipaði Prescott,
gekk í áttina til hans og horfði stöð-
ugt á hann.
Hestur Bobs nam staðar.
— Við höfum hann pabbi, sagði Bob
ákafur.
— Farðu af baki, en haltu höndunum
samt upp ef þú villt ekki fá sendingu.
Rétt, snúðu bakinu að okkur. Taktu öll
þau vopn, sem hann kann að hafa á
sér, Bob.
Prescott yngri leitaði á Taylor, en sá
eldri batt hendur hans fyrir aftan bák
og festi síðan hinn enda kaöalsins við
hnakk sinn.
— Ég býst við að Walsh eða Dug hafi
gert þetta, sagði hann, er hann kom
auga á sárið á handlegg Taylors.
— Nei.
(Framh. á 4. síðu)