Tíminn - 26.08.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.08.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, laug'ardag'iiui 26. íig'úst 1939 98. blað Eins og skýrt var frá í seinasta hlaði Tímans hefir í sumar verið sprengd,- ur um 200 m. langur fiskvegur meðfram BreiðavaðsflúSum í Blöndu og var aðallega farið eftir gömlum farvegi. í þessum fiskvegi eru 12 smáir fossar, 50—70 cm. háir. Undir hverjum fossi er alldjúpur hylur og á þremur stöð- um eru mjög góðir hvíldarhyljir fyrir laxinn. Fyrr á öldum var laxveiði í Blöndu fyrir ofan Breiðavaðsflúðir, en talið er að þœr hafi breytzt síðan og orðið ógengar fyrir lax. Meðfylgjandi mynd sýnir nokkurn hluta af hinum nýja fiskvegi og gefur hún til kynna að liann sé haganlega gerður. Verk- inu var stjórnað af Zophoníasi Jónassyni á Akureyri og kostaði það um 2500 krónur. Helmíngi íleíri stúlkur haía sótt um inntöku í húsmæðra- skólana heldur en komast að Frá æfingum enska flotans, sem er viðbúinn styrjöld á hverri stundu. Oll Evrópulöndin viðbúin styrjöld Einbeitni Breta heíír þó aukið íriðarhorfurnar í bili Styðja Ungverjaland, Jugoslavia og Búlgaría ekki ,,öxulríkin“ ? Aðsóknin að húsmæðra- skólum dreifbýlisins er sí- fellt að aukast og hefir á þessu ári verið mun meiri heldur en nokkru sinni fyrr. Öllum húsmæðraskólunum hafa borizt miklu fleiri um- sóknir um skólavist á vetri komanda heldur en þeir geta sinnt og til sumra þeirra hafa jafnvel fleiri stúlkur sent umsóknir um skólavist veturinn 1940—41 en húsrúmið leyfir að veitt sé inntaka. Tíminn hefir átt tal við for- stöðukonur og ráðamenn hús- mæðraskólanna og fengið glögg- ar upplýsingar um aðsóknina. Fer hér á eftir yfirlit um það. Kvennaskólinn á Blönduósi er elztur og stærstur þessara skóla, tekur 32 nemendur. Um skólavist í vetur hafa hins vegar miklu fleiri stúlkur sótt, alls 61. Er það óvenjulega mikil aðsókn. í fram- haldsdeild skólans komast 10 stúlkur, en 16 hafa sótt um inn- töku í hana. Umsóknir um inn- töku veturinn 1940—41 eru einn- ig farnar að berast og eru þeg- ar komnar yfir 20. Forstöðukona Blönduóssskólans er Sólveig Benediktsdóttir frá Húsavík. Að Staðarfelli í Dölum hefir skólahúsið verið endurbætt á ýmsan hátt í sumar og getur húsmæðraskólinn þar veitt 30 nemendum viðtöku í vetur í stað 24 áður. Fyrir haustið verður komið þar á raflýsingu, sem ekki hefir verið hingað til. í byrjun júlímánaðar höfðu skólanum borizt eins margar umsóknir og hann getur sinnt og hafa síðan borizt fjölmargar umsóknir um inntöku veturinn 1940—41. Hef- ir aðsóknin aldrei verið jafn ör sem nú. Staðarfellsskóli var upp- haflega einkaskóli, en var bxeytt í ríkisskóla árið 1930 og hefir verið starfræktur á þeim grund- velli síðan. Forstöðukona hans er Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri og hefir verið tvo undanfarna vetur. Húsmæðraskólinn að Hall- ormsstað getur tekið 25 nem- endur. Honum hafa borizt yfir 50 umsóknir, eða fyllilega helm- ingi fleiri en hann getur tekið til greina. Er það meiri aðsókn heldur en venjulega. Húsmæðra- skólinn að Hallormsstað var upphaflega einkaskóli, þá starf- ræktur að Mjóanesi, stofnaður 1918, en varð ríkisskóli árið 1930. Forstöðukona hans er Sigrún P. Blöndal. Hún stofnaði og skól- ann í Mjóanesi, ásamt manni sínum, Benedikt heitnum Blön- dal. Húsmæðraskólinn að Laugum í Reykjadal getur veitt 18 nem- endum viðtöku. 60 umsóknir eru komnar um skólavist í vet- ur, eða rösklega þrefalt fleiri en hann getur sinnt. 27 stúlkur hafa sótt um inntöku veturinn 1940—41 og nokkrar hafa sótt um skólavist 1941—42. Lauga- skólinn er því sá skólanna, sem langmesta aðsókn hefir, þótt enginn þeirra geti veitt öllum viðtöku, er komast vilja að.Svip- uð hefir aðsóknin að honum ver- ið undanfarin ár. Veturinn, sem nú fer í hönd, verður ellefti starfsvetur skólans. Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum er forstöðukona skólans og hefir verið alla tíð frá stofnun hans. Laugalandsskólinn er yngstur (Framh. á 4. síðu) Ungur maður, Skúli Pálsson að nafni, Vestfirðingur að œtt, hefir í hyggju að byrja á algerðri nýjung í fiskirækt hér á landi. Hefir hann tryggt sér land við mynni Varmár í Mosfellssvelt, þar sem hann ætlar að byggja klakhús og upp- eldisstöð og rækta fisktegund eina, sem er nefnd regnbogasilungur. Mun hafinn undirbúningur að þessu fyrirtæki efra. Þessi fiskirækt er stunduð í stórum stíl í Danmörku og víðar, og skapar þar mikinn útflutning. Er mikið af regnbogasilungi flutt þaðan til Eng- lands, en auk þess ýmissa annarra landa, bæði lifandi í vatnskössum og frystur. Regnbogasilungurinn er alinn upp í stórum baugmynduðum kerjum og er venja, að um tuttugu þúsundir fiska séu í keri, sem er fjórir metrar milli barma. Piskarnir eru látnir verða þriggja ára, en þá eru þeir 130—170 grömm að þyngd. Klakfiskarnir verða hinsvegar að ná meiri aldri og þroska. Regnbogasilungurinn er fóðraður á ým- issum fiskúrgangi. Búnaðarfélag ís- lands styrkti Skúla til utanfarar í sum- ar og kynnti hann sér margt það, er að þessari starfsemi lýtur. Er hann nýkominn heim úr þeirri för. Hann býst við að hefja í vetur tilraunir sínar um ræktun og uppeldi þessarar fisktegundar og mun fá um 40 þús. seiði frá Danmörku í haust til bráða- birgða. Útlendur maður mun fyrst í stað gæta klakhússins og • uppeldis- stöðvarinnar meðan reynsla er að fást um fiskirækt þessa og innlendir menn að kynnast umhirðu og meðferð silung- Frá öllum löndum Evrópu berast fregnir, sem benda til þess, að almennt sé álitið að styrjöld muni hefjast næstu dagana. í þeim löndum, sem lent geta í væntanlegri styrjöld hefir aukið herlið verið kvatt til vopna, enda þótt stóxfelldar heræfingar stæðu yfir og ó- venjulega mikill fjöldi manna væri undir vopnum. Undirbún- ingi loftvarna virðist einnig fulllokið í þessum löndum og ráðstafanir gerðar til að flytja fólk úr stórborgunum í skyndi. Fólk, sem hefir verið erlendis í sumarleyfum sínum, hraðar sér heim eins og mest það má, einkum þó Bretar, Þjóðverjar og Frakkar. T. d. eru allir enskir blaðamenn í Þýzkalandi komnir heimleiðis. í stuttu máli sagt virðist ekki bresta á neina þá ráðstöfun, sem gerð er, þegar styrjöld er talin á næstu grös- um. Dagurinn í gær virðist þó heldur styrkja þær veiku vonir, að enn sé mögulegt að afstýra ófriði. Margir höfðu gert ráð fyrir, að Þjóðverjar myndu nota tækifærið til að taka Danzig strax eftir undirritun þýzk-rúss- neska samningsins og styrjöld- anna. Þegar fram líða stundir er ekki ólíklegt, að slík fiskirækt gæti orðið til stuðnings með öðrum búrekstri, þar sem skilyrði eru hentug, gott vatn, þægileg aðstaða til fóðuröflunar og auðvelt að verða af með silunginn. t t r Undanfarin ár hefir verið unnið að hafnargerð á Skagaströnd. Er þar orðin sæmileg aðstaða fyrir síldarskip til löndunar, en langt er í land, að höfnin sé fullgerð, enda mikið mann- virki. Fyrir tíu árum var hreyfilbáta- útgerð allmikil á Skagaströnd, en eftir 1930 dróg mjög úr henni, bæði vegna erfiðrar afkomu útvegsins og meðfram vegna þess, að hávaði verkfærra manna stundaði hafnargerð á sumri hverju, sem þannig varð til að draga úr fram- leiðslu þorpsbúa í bili. Á þessu sumri vetri endurbyggðir 7—8 hreyfilbátar og keyptar í þá vélar fyrir milligöngu kaupfélagsins. Frá því um miðjan júnímánuð hafa 8—9 hreyfilbátar gengið á veiðar. Afli hefir verið mjög tregur, svo að gamlir menn muna vart eftir svo tregum sumarafla, en gæftir hafa verið frábærlega góðar. Kaup- félag Skagstrendinga hefir starfrækt í sumar hraðfrystihús, sem byggt var síðastliðiö ár, og hefir sjómönnum orð- ið að því hinn mesti styrkur. Myndi lítið hafa orðið úr aflanum, ef þess hefði ekki notið við með ýsu og ann- an fisk, sem er lítt verðmætur til in því byrja strax í gær. Þetta hefir ekki orðið og ásamt því, aö hin ákveðna afstaða Breta virðist hafa komið nokkru hiki á forystumenn Þjóðverja, eyk- ur það þær vonir, að friðsamleg lausn sé ekki ennþá útilokuð. Helztu tíðindi í einstökum löndum eru þessi: BRETLAND: Enska þingið samþykkti í fyrrakvöld að veita stjórninni einskonar einræðis- vald í ýmsum hernaðarmálum. Aðeins fjórir þingmenn voru á móti. — í gær var undirritaður í utanríkismálaráðuneytinu gagnkvæmur hernaðarsáttmáli milli Breta og Pólverja. Stjórn- arandstæðingar og öll blöð landsins styðja stjórnina ein- dregið. Samveldislöndin Ástra- lía, Nýja Sjáland og Kanada hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bretland, ef styrjöld brýst út, og sömuleiðis margir furst- ar í Indlandi. Fullvíst þykir, að Suður-Afríka muni gefa sam- hljóða yfirlýsingu. Brezka heimsveldið virðist þvi sam- stilltara nú en nokkru sinni fyrr. FRAKKLAND: F r a n s k a stjórnin hefir endurnýjað lof- orð sitt um stuðning við Pól- söltunar. Lítið hefir borizt af kola, vegna aflatregðu, eins og víðar á þessu sumri. Alls er búið að frysta um 45 smálestir af fiski í húsinu. Síldarsölt- un hefir veriö hér i sumar eins og undanfarið. Er búið að salta um 8500 tunnur og barst sú síld að mestu á land nú síðsumars og var að því hin mesta atvinnubót. r r r Að undanförnu hefir verið unnið að því að útbúa húsakynni þau, sem ætl- uð eru humarniðursuðuverksmiðjunni, sem Sölusamband íslenzkra fiskfram- leiðenda er að hleypa af stokkunum í Vestmannaeyjum. Er líklegt, að hún geti tekið til starfa áður en langt um líður. í reynsluskyni hefir lítilsháttar verið sent út af niðursoðnum humar einingu. Var vélbáturinn Aðalbjörg tekin á leigu til þessarar veiðitilrauna. Var leitað að humar allt vestan frá Jökli og suður um og austur um til Vestmannaeyja. Eðlilega reyndust miðin misjafnlega auðug af humar og virtist einna mest vera af honum undan Selvogsvík og alllangt austan við Eyjar. Þegar allra bezt veiddist fengust 44 körfur í einu hali. Humar- inn heldur sig á 75—90 faðma dýpi. Að loknum þessum rannsóknum tók sölusambandið bátinn á leigu til hum- arveiða í mánaðartíma. Veiddi hann (Framh. á 4. síðu) verja og lýst fullkomnu sam- þykki sínu á aðgerðum ensku stjórnarinnar. Öll blöð landsins taka í sama streng, nema helzt kommúnistablöðin, sem eru að afsaka þýzk-rússneska samning- inn. Verkalýðssamtökin hafa lýst fullkomnum stuðningi við stefnu stjórnarinnar. Hundruð þúsunda varaliðsmanna hafa verið kvaddir til vopna. PÓLLAND: Pólska stjórnin hefir endurtekið þá yfirlýsingu sína, að hún muni aldrei sam- þykkja innlimun Danzig í Þýzkaland. Blöðin segja, að orð- ið sé greinilegt það markmið Þjóðverja, að vilja gera Pólland ósjálfstætt. Stöðugir herflutn- ingar eru til landamæranna og margir nýir árgangar hafa ver- ið kvaddir til vopna. Ró almenn- ings er annáluð af öllum er- lendum fréttariturum og stríðs- óttinn talinn jafnvel minni þar en í nokkru öðru landi. ÞÝZKALAND: Það virðist greinilegt, að Þjóðverjar hafa ekki gert ráð fyrir jafn ein- dregnum stuðningi Breta við Pólverja eftir að Rússar höfðu dregið sig til baka. Þeir hafa reiknað dæmið sálfræðilega rangt eins og Attle lét ummælt í þingræðu í fyrradag. Mikil fundahöld voru hjá foringjum nazista og yfirmönnum hersins í fyrrakvöld og í gær, og virðist það benda til þess, að þess hafi þótt þörf að ræða betur þær fyr- irætlanir, sem búið hefir verið að gera. Þá kvaddi Hitler á fund sinn sendiherra Breta, Frakka, ítala og Japana, en ekki hef- ir verið gert kunnugt um erindi hans. Engin sérstök ánægja virðist yfir þýzk-rússneska sátt- málanum, enda er hann mjög í ósamræmi við fyrri áróður naz- ista gegn kommúnistum. Meðal almennings virðist enn gæta þeirrar skoðunar, að ekki muni koma til styrjaldar og Þjóðverj- ar muni fá Danzig með friðsam- legum hætti. Játað hefir verið að Þjóðverjar hafi ógrynni hers við pólsku landamærin. ÍTALÍA: í ítölskum blöðum kemur fram sú skoðun, að Dan- zigmálið sé svo lítilvægt mál, að óþarft sé að láta það leiða til styrjaldar. Virðast ítölsku vald- hafarnir mótfallnir stríði, enda myndi sókn Breta og Frakka fyrst og fremst beinast gegn ít- ölum. Það hefir því verið talið líklegt, að Mussolini myndi gera sitt itrasta til að afstýra ófriði, en þýzk-rússneski vináttusamn- ingurinn virðist heldur hafa dregið úr þessum áhuga hans, því hann getur nú vænzt meiri hjálpar frá Þjóðverjum en áður. ítölsku blöðin eru líka mjög hreykin af samningnum og telja hann mikinn sigur fyrir Þýzka- land. Það er samt ekki útilokað, að Mussolini reyni sáttatilraun á seinustu stundu. JAPAN: Japönsku herforingj- arnir eru mjög óánægðir yfir þýzk-rússneska vináttusáttmál- anum. Hinsvegar mun stjórnin, sem var andvíg hernaðarbanda- lagi við Þýzkaland, fagna samn- A víðavangi Norska stjórnin hefir nýlega fyrirskipað að auka smjörblönd- unina í smjörlíki úr 22% í 24%. Er þessi fyrirskipun athyglis- verð fyrir okkur og sýnir vel hversu viö stöndum Norðmönn- um miklu aftar í þessum efnum, iar sem hér hefir nýlega orðið að hætta smjörblöndun í smjör- líki, sökum smjöreklu. * * * Samkvæmt frásögn danska blaðsins ,,Finanstidende“ hefir nýlega verið byggð þurmjólkur- verksmiðja í Kimstad í Svíþjóð. Framleiðir hún þurmjólk með nýrri vinnsluaðferð. Hingað til hefir ekki tekizt að vinna úr 200 1. af mjólk nema um 25 kg., en með þessari nýju aðferð á að vera hægt að vinna 40 kg. úr sama mjólkurmagni. Heitir sá Ninni Kronberg, sem hefir fund- ið upp þessa aðferð. Þessi nýja þurmjólk líkar mjög vel og er gert ráð fyrir að talsverður markaður fáist í Englandi fyrir framleiðslu þessarar verksmiðju, og jafnvel í Frakklandi. Verk- smiðjan er rekin af hlutafélagi og nemur hlutafé þess 250 þús. kr. Er Axel Wenner-Gren einn af hlutafjáreigendum. Fyrir ís- lendinga verður mjög athyglis- vert að fylgjast með afkomu þessa fyrirtækis. Danska blaðið „Jyllands- posten“ skýrir frá því að um seinustu mánaðamót hafi urn 3600 danskir verkamenn verið í Þýzkalandi. Blaðið upplýsir að verkamönnunum hafi verið lof- að miklu betri kjörum áður en þeir fóru, heldur en þeir fengu, er til kom. Birtir blaðið m. a. viötal við einn sveitarstjórnar- oddvita, sem skýrir frá því, að úr sveit hans hafi farið um 50 verkamenn, sem hafi orðið að fá heimfararkostnað sinn greiddan úr sveitarsjóði, og séu þessi útgjöld orðin svo mikil, að sveitarst j órnin haf i verið tilneydd að biðja um hjálp ríkisins. Hann segir, að margir verkamennixnir hafi komið nær klæðlausir aft- ur, verið í rifnum fötum og á gatslitnum skóm. Eftir þessum upplýsingum að dæma ættu ís- lenzkir verkamenn að fara var- lega í því, að ráða sig til útlanda og notfæra sér í þess stað betur þá atvinnu, sem þeim stendur til boða hér heima. Berjaferðir Kaupf é) agsins Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis getur veitt fólki að- stöðu til nokkurra daga dvalar viö berjatínslu austur í sveit- um, t. d. í Haukadal, Syðri- Reykjum í Biskupstungum og Þrastalundi. Er þetta einkum tilvalið tækifæri fyrir atvinnu- lausa pilta. Vonandi nota at- vinnulausir rnenn þetta ágæta tækifæri til að bjarga miklum verðmætum frá því að rotna niður í jörðina og útvega sjálf- um sér atvinnu um leið. Kaupfélagið kaupix berin gegn staðgreiðslu af öllum, sem þess óska. Allar nánari upplýsingar gef- ur Guðm. Tryggvason á skrif- stofu Kron, sími 1727. ingnum, þótt hún láti það ekki uppi, því að hann kveður niður stefnu hersins. Eins og sakir standa styrkir samningur- inn Japani frekar en veikir, því afleiðing hans virðist sú, að Bretar hljóti að draga sig til baka í Austur-Asíu og Chiang Kai Shek missir þar höfuð- stuðning sinn, því frá Bretum hefir hann fengið mest af fjár- magni og vopnum. Hinsvegar eyðir samningurinn þeim vonum japanska hersins, að geta ráð- ist á Rússa, þegar þeir ættu í höggi við Þjóðverja í Evrópu. (Framh. á 4. síðu) Al krossqöttjm Ræktun regnbogasilungs. — Frá Skagaströnd. — Humarniðursuðuverksmiðj- an í Vestmannaeyjum. — Bifreið fer yfir Fljótsheiði úr Bárðardal í Mývatns- sveit. — hefir eigi verið unnið að hafnargerð og hafa þorpsbúar aftur horfið að sjávarútveginum. Voru á síðastliðnum í sumar til ýmissa landa. Tilraunir með humarveiðar hófust um miðjan maí í vor, þá fyrir atbeina fiskimála- nefndar og sölusambandsins í sam- T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.