Tíminn - 26.08.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1939, Blaðsíða 2
390 TÍMIM, laiigartlagiiin 26. ágííst 1939 98. blatt Þ egmkyldu- viiftiian ^gímmrt Laugardattinn 26. áq. »Baráttan gegn fas- ísma og stríðí« íslenzkir kommúnistar hafa opinberað undirgefni sína og hlýðni við valdhafana í Rúss- landi á þann hátt, að frekari sannana ætti ekki að þurfa í þeim efnum. Á undanförnum áxum hafa kommúnistar um allan heim tal- ið það helzta markmið sitt, að berjast gegn stríði og fasisma. Þeir hafa notað hin sterkustu orð til að lýsa ógnum stríðsins og fasismans. Þeir hafa beitt öll- um áróðurstækjum sínum til að reyna að sanna, að ekkert land í heiminum væri eins einlægurog ákveðinn andstæðingur stríðs- ins og fasismans og Sovét-Rúss- land og þess vegna ætti verka- lýður og millistéttir allra landa að sameinast undir forystu þess til að berjast gegn þessum hætt- um. Fylgi kommúnismans utan Rússlands seinustu árin hefir fyrst og fremst byggst á því, að menn hafa lagt trúnað á þenn- an áróður kommúnistaforingj - anna og þeim hefir tekizt að halda þessari trú nokkurn veg- inn lifandi fram til seinustu daga. Ástæðan er sú, að ekki hefir reynt til fullnustu á ein- lægni Rússa í þessum málum fyrr en síðastl. vor, þegar Bretar og Frakkar leituðu til þeirra og buðu þeim bandalag með það hvorttveggja fyrir augum, að af- stýra stríði og hindra frekari yf- irgang fasismans. Samkvæmt áróðri sínum á undanförnum árum hefði mátt telja víst, að Rússar tækju þessu tilboði tveimur höndum. Hafi þeím mislíkað undanhald Breta og Frakka við fasistaríkin átti þeim að vera það enn kærkomn- ara að fá þessar þjóðir til að bindast bandalagi gegn frekari yfirgangi fasistaríkjanna. Úrslit þessara málaleitunar Breta og Frakka eru nú kunn. Öllum þeim, er hafa treyst So- vét-Rússlandi sem andstæðingi stríðsins og fasismans hljóta þau að verða sárustu vonbrigði. Þau hafa afhjúpað eina svívirðileg- ustu blekkingu veraldarsögunn- ar. Ríkið, sem þóttist vinna öll- um öðrum frekar gegn stríði og fasisma, grípur fyrsta tækifæri til að svíkja þessa yfirlýstu stefnu sína, gerir friðar- og hlut- leysissamning við voldugasta fasistarikið og fremur þetta ó- heyrilega verk án vitundar þeirra ríkja, sem eru að semja við það um að fylgja fast fram hinni margyfirlýstu stefnu þess. Afleiðing þessara svika eru nú þegar augljós. Á hverri stundu vofir yfir, að Þjóðverjar fari inn í Danzig og Pólland og hefji.með því blóðugasta hildaríeikinn, sem enn hefir verið háður. Allar lík- ur mæla hins vegar með því, að Þýzkaland hefði ekki treyst sér til að sýna slíkan yfirgang, ef Rússland hefði fylgt fast þeirri fyrri stefnu, að gera sitt ítrasta til að hindra frekari yfirgang fasistaríkjanna og því heitið Póllandi sama stuðningi og Bret- land og Frakkland hafa gert. í fyrsta sinn, sem Sovét-Rúss- land gafst tækifæri til að hindra stríð og frekari yfirgang fasista- ríkjanna, sveik það ekki aðeins þá stefnu sína, að berjast gegn stríði og fasisma, heldur gerði jafntframt samning við öflug- asta fasistaríkið — samning, sem beinlinis hvetur það til aukins yfirgangs og ofbeldis. En þótt Rússar brygðust þann- ig í baráttunni gegn striði og fasisma þurftu þá kommúnista- flokkarnir annars staðar að svíkja líka? Vissulega ekki. Þeim átti að vera þetta málefni svo heilagt, ef marka mátti fyrri yfirlýsing- ar þeirra, að það átti ekki að hafa nein áhrif á afstöðu þeirra, þótt flokksbræður þeirra í Rúss- landi gerðust svikarar við stefnu sína. Þeir áttu þvert á móti að sýna og sanna einlægni sína með því, að mótmæla svikunum, taka upp baráttu á móti þeim og láta valdhafa Sovét-Rússlands þann- ig finna sem allra sterkasta and- úð gegn hinu fyrirlitlega athæfi þeirra. En í stað þess, að standa þann- ig við fyrri orð sín og yfirlýsing- ar — yfirlýsingar, sem þeir töldu áður óbifanlega sannfæringu sína og hjartansmál — hafa kommúnistaf oringj arnir utan Rússlands frá sömu stundu og Ribbentrop og Molotoff undir- rituðu samninginn í Moskva, strikað yfir öll hin stóru orð sín um „hlífðarlausa og ósáttgjarna baráttu á móti fasismanum“ og gert sitt ítrasta til að afsaka og gylla svik valdhafanna í Moskva. Af hverju stafar þetta? Það er ekki til, nema ein ein- asta skýring og hún er líka rétt. Kommúnistaforingjarnir lúta allir fyrirskipunum Alþjóðasam- bands kommúnista, sem hins- vegar er verkfæri rússnesku valdhafanna. Þeim hefir verið innrætt, að það sé meiri dyggð að hlýða þessum fyrirskipunum í blindni en að hafa sjálfir nokkra sannfæringu. Á sama hátt og hermenn verða að hlýða fyrirmælum yfirmanna sinna í styrjöld, þótt það kosti þá bráð- an bana, hlýða kommúnistafor- ingjarnir utan Rússlands fyrir- skipunum valdhafanna í Moskva, enda þótt það kosti þá dauða sannfæringarinnar og samvizkunnar. Það var til þessa fyrirkomu- lags á þýzka kommúnistaflokkn- um, sem Hitler sótti fyrirmynd sína, þegar hann byrjaði að skipuleggja nazistaflokkinn og krafðist blindrar hlýðni flokks- mannanna við foringjann. Hinir íslenzku kommúnista- foringjar hafa trúlega fylgt for- dæmi kommúnistaforingjanna annars staðar um blinda hlýðni við Alþjóðasamband kommún- ista í Moskva. Bezta sönnunin hefir fengizt nú eftir að vináttu- samningurinn milli Rússlands og, Þýzkalands var undirritaður. Þeir reyna að bera í bætiflák- ana fyrir hann á allan hugsan- legan hátt. Öll fyrri orð þeirra um „ósáttfúsa baráttu gegn fas- ismanum og stríðshættunni11 eru ómerk gerð. Þeir slá striki yfir hin hörðu fordæmingarorð sín um Stauningsstjórnina dönsku, þegar hún gerði hlut- leysissamninginn við Þýzkaland fyrir nokkru. Það er alveg eins og þeir hafi tapað minninu og geti því með jafnaðargeði fót- umtroðið það, sem þeir töldu sér helgast áður. Svo máttug er hin þýlundaða undirgefni þeirra við valdhafana í Moskva. í gegnum allt gum þeirra um þennan mikla „stjórnmálasigur sovétstjórnarinnar“, sem þeir nefna svo, má þó glöggt finna, að þeir hafi eitthvert innra hug- boð um að alþýðufólkið, sem hafi trúað þeim áður, taki þetta ekki sem góða og gilda vöru og telji þetta önnur endalok á bar- Þegar hinar rómversku her- sveitir byrjuðu að leggja undir sig Austurheim fyrir meira en tveim þúsundum ára, komust þær í kynni við þjóðina, sem trúði á ósýnilegan guð. En Róm- verjar landvinningatímans voru frjálslyndir í trúarefnum. Eins og Bretar nútímans vöruðust þeir að hrófla við siðvenjum sigraðra þjóða. Viðurkenning hins rómverska valds var þeim fyrir öllu. Rómverska ríkið við- urkenndi meira að segja smátt og smátt guði þeirra þjóða, sem yfirunnar voru og leit með vel- þóknun á dýrkun þeirra. í sjálfri Rómaborg fjölgaði fórn- arölturunum jafnótt og skatt- löndunum, því að fólk frá þess- um löndum, sem settist að í hinum mikla höfuðstað, varð að geta dýrkað guði sína. Eflaust hefir þetta verið hyggileg póli- tík og sparað líf margra róm- verskra hermanna. Hví skyldi ekki guð ísraels líka geta orðið rómverskur guð? Þannig hugsuðu hinir róm- versku sigurvegarar. Þeim kom ekki til hugar að meina Gyðing- um trú sína fremur en öðrum. En vegir þessarar þjóðar, sem trúði á ósýnilegan guð voru þeim óskiljanlegir. Hinn ósýni- legi guð heimtaði, að sjöundi hver dagur í lífi mannsins væri FRAMHALD IV. í greinarköflum þeim um þegnskylduvinnuna, er birtust í síðasta blaði, var farið nokkrum orðum um það tvennt, sem eink- um liggur því til grundvallar, að margir telja að lögfesting slíkrar þegnkvaðar sé bráð nauð- syn. Þar var annarsvegar bent á kaupstaðaunglingana,- sem sum- ir hverjir alast upp í iðjuleysi, og hver þörf væri á að þroska þá í skóla vinnunnar; hins vegar þörf landsmanna fyrir áfram- haldandi umbætur, er styðja at- vinnuvegina og skapa aðstöðu til aukinnar framleiðslu. Vita þykist ég, að ýmsir sjái vandkvæði á framkvæmd þegn- skylduvinnunnar og telji, að hún muni vart koma að tilætl- uðum notum. Ég vil hér taka til nánari íhugunar þær helztu mótbárur, er fram hafa komið og vit er í. Margir óttast, að þegnskyldu- vinnan muni lenda í handaskol- um í landi, þar sem enginn þekkir til raunverulegs aga. Að áttu kommúnista gegn íasisma og stríði en það hafði gert sér vonir um. Til að draga athygl- ina frá þessu, er reynt að magna áróðurinn gegn núverandi rík- isstjórn og stuðningsflokkum hennar. En kommúnistaforingj- arnir þurfa ekki að halda, að það muni villa almenningi sýn. Þeir hafa nú berlega afhjúpað sig sem erindreka Moskva- stjórnarinnar. Þeir hafa sýnt sig sem viljalaus og skoðanalaus verkfæri erlendrar ofbeldis- stjórnar. Þeir hafa sýnt sig al- búna til að fótumtroða það, sem þeir telja helgast af öllu þessa og þessa stundina. Þeir hafa fyr- irgert rétti sínum til að verða teknir alvarlega og að nokkur geti átt það á hættu að treysta orðum þeirra og loforðum. Það mun aðeins auka fylgisleysi þeirra og gera hin pólitísku endalok þeirra ennþá ömurlegri, ef þeir ætla að nota seinustu stundir hinnar pólitísku tilveru sinnar til að auka úlfúð og sundrungu meðal þjóðarinnar, þegar allt ríður á, að hún standi sameinuð. Kommúnistar hafa lokið bar- áttu sinni „gegn stríði og fas- isma“, þeim eina þætti í starf- semi þeirra, sem gat aflað þeim nokkurs fylgis meðal lýðræðis- þjóðanna. Það, ásamt því hvern- ig endir þessarar baráttu þeirra hefir orðið, mun nægja til að tryggja kommúnismanum enda- lok meðal þessara þjóða. hvíldardagur. Þá mátti ekkert verk vinna. Hermenn ísraels létu jafnvel brytja sig niður af óýinum sínum fremur en að ganga til orustu á þeim degi*). Þetta var heimskuleg trú í aug- um Rómverjans, en hún hafði undravert vald yfir mönnunum. Og hinn ósýnilegi guð var að þvi leyti ólíkur hinum róm- versku eða grísku, að hann þoldi ekki að nokkrum öðrum guði væri virðing sýnd. Hinn vitskerti rómverski keisari Kaligula, sem gerði sjálfan sig að guði, heimt- aði að líkneskja af sér væri sett upp í musterinu í Jerúsalem og tilbeðin þar. í augum rómversku yfirvaldanna þar eystra var þessi tilskipun að vísu óvenju- leg en meinlaus. Enginn bann- aði Gyðingum að dýrka sinn eig- in guð eins og áður, ef þeir að- eins vildu færa keisaralíkneskj - unni fórn einstaka sinnum. En þjóð hins ósýnilega guðs var lostin óumræðilegri skelfingu og foringjar hennar sögðu við land- stjórann: Lát þú heldur her- menn þína eyða landi voru með *) í kristnum löndum síðar varð laugardagshelgi Gyðinga líka að ásteytingarsteini, og þýddi m. a. það, að þeir urðu a. m. k. víða útilokaðir frá verk- smiðjuvinnu 19. aldar. bresta muni menn, sem færir séu um að stjórna svo umfangs- miklu fyrirtæki, þannig að vel fari. Þegnskylduvinnan yrði sýnishorn þess, hvernig ekki ætti að starfa, háðung ein og til málamyndar. Þá gæti svo farið, ef vinnukvöðin væri almenn og án undanþágu fyrir fram- leiðslustéttirnar, að unglingar væru teknir frá arðgæfum störfum i þágu fiskiveiða, land- búnaðar eða iðnaðar og settir til vinnu, sem væri yfirskin eitt og kák. í stað þess að kenna fólki að vinna, þá yrði þegn- skylduvinnan sýningarverk þess, hvernig ekki ætti að starfa. Jafnframt drægi hún niður alla virðingu, sem unglingarnir kynnu að bera fyrir almennum starfsreglum og aga og veitti miður holla hugmynd um stjórnarfar og opinbera starf- semi í landinu. Af sömu ástæð- um yrði enginn fjárhagslegur á- vinningur að þegnskylduvinn- unni. Vinnuafköstin yrðu svo lítil, að umbæturnar yrðu jafn- dýrar eða dýrari en ef þær væru unnar á venjulegan hátt með keyptu vinnuafli. Þannig væri bæði hinn uppeldislegi og fjár- hagslegi gróði rokinn út í veð- ur og vind. Við þetta bætist ótti um, að þegnskylduvinnan verði þeim, sem með framkvæmd hennar fer, jata, er á má raða mikilli hjörð bitlingamanna, ef til vill hátt launaðra. Ofan á stjórn- leysið bættist þá mikill tilkostn- aður, jafnvel svo þungur baggi, að gróðanum, sem ókeypis vinnuafl átti að gefa, væri snúið í gífurleg fjárútlát. Áður en lengra er haldið út á þá braut að rekja mótbárur þeirra, sem öll tormerki sjá á gagnsemi og réttmæti þegn- skylduvinnunnar, skal vikið að því, sem hér hefir verið fram fært. Ef á þennan hátt færi um þegnskylduvinnuna, væri hún vitanlega sjálfdæmd. Ef vinnu- brögðum yrði ekki skynsamlega hagað.stjórnsemi ekki í góðu lagi eða fleiri eða hærra launuðum mönnum búið starf við fram- kvæmdina heldur en bráð nauð- syn krefur, þá væri betra að málinu hefði hvergi verið hreyft. En um þegnskylduvinnuna verð- ur að gilda hið sama og um alla aðra opinbera starfsemi. Það verður að gera ráð fyrir, að rík- isvaldið reyni að framkvæma þegnskylduhugmyndina með sæmilegum hætti, meðal annars af almennum áhuga sérhvers valdamanns fyrir viðunandi nið- I urstöðu þess, er hann leysir af eldi og járni, því að ef skipun þín verður framkvæmd, er lífið oss einskis virði. Hinir starfsömu íbúar landsins lögðu hendur í skaut og létu akra sína ósána. Allur hinn kristni heimur þekkir sögu gamla testamentis- ins um uppruna og hlutverk ís- raelsþjóðarinnar. — Samkvæmt þeirri sögu leiddi hönd Drottins forföðurinn Abraham austan úr Mesopotamíu við fljótið Eufrat (þar sem síðar stóð borgin Nin- ive og nú í Bagdad) í áttina til Miðjarðarhafs, í dalinn þar sem Jordan rennur gegnum Genes- aret út í saltvatnið, sem hylur hinar tvær syndugu borgir, So- doma og Gomorra, og kennt er við dauðann. í hungursneyð flýðu afkomendur hans til E- gyptalands. Þaðan kom þjóðin aftur eftir fjórar aldir yfir eyði- merkur Arabíu inn í hið „íyrir- heitna land“ og hafði á þeirri ferð eignazt „lögmál“ sitt, er jafnan síðan hefir greint hana frá öðrum þjóðum. En löngu síð- ar var landið hertekið af hinum voldugu herkonungum Meso- potamíu og íbúarnir fluttir til Assyriu og Babylon. Á 6. öld f. Kr. kom nokkur hluti þjóðar- innar til baka og endurreisti ríkið. En víst er um það, að á 1. öld e. Kr. voru Gyðingar orðin fjölmenn þjóð. Þeir voru ekki eingöngu í Kanaanslandi. í Al- exandríu á Egyptalandi bjó fjöldi þeirra og víðsvegar á aust- ur- og suðurströnd Miðjarðar- hafs voru Gyðingabyggðir. í Rómaborg urðu þeir fjölmennir, er stundir liðu. Og sagt er að hendi, og í öðru lagi vegna þess aðhalds, sem þjóðfélagsþegn- arnir ávallt skapa. Engin á- stæða virðist til að ætla, að framkvæmd þegnskylduvinn- unnar verði opinberum starfs- mönnum ofurefli fremur en önnur opinber starfsemi, til dæmis rekstur banka, síma, pósts og margra verzlana. Mikinn kostnað í sambandi við hana er óþarfi að óttast, ef ekki yrði beinlínis til þess seilzt að skapa sem flestum starf við það. En hvert það fyrirtæki, hvort það væri framkvæmd þegnskylduvinnunnar eða annað, sem menn stofnuðu til með slíku hugarfari, væri að sjálfsögðu falli vígt frá upphafi. Með eðli- legum hætti myndi umsjón með framkvæmd flestra verkefn- anna, sem innt yrðu af hönd- um, og yíirstjórn þeirra, falla á herðar ýmsum föstum starfs- mönnum ríkisins og opinberra stofnana, svo sem starfsmönn- um vegamálanna, vitamálanna, Búnaðarfélagsins, skógræktar- innar, sandgræðslunnar o. s. frv., án þes að til aukalauna kæmi. Hins vegar þyrfti að hafa með því fullkomið eftirlit, að allir sem skyldir væru til vinn- unnar, inntu kvöð sína refja- laust af höndum og sömuleiðis þyrfti einhverju að kosta til verkstjórnar og tilsjónar með því, að alstaðar. ríkti fullur agi og reglusemi og vinnubrögð væru viðunandi. Að svo stöddu liggur ekki fyrir, hve mikill þessi óhjákvæmilegi kostnaður yrði. En vart þyrfti það að vera tilíinnanlegur baggi, ef skyn- samlega væri á haldið. Að sjálf- sögðu yrði ríkið að sjá þegn- skylduvinnumönnunum fyrir uppihaldi meðan þeir væru í þess þjónustu, áhöldum til vinn- unnar og ef til vill vinnufatnaði að einhverju leyti. Hér bætist svo við verkstjórn. Við vega- vinnu nemur kaupgjaldið til verkamannanna venjulega um þrem fjórðu hlutum af öllum kostnaðinum. Væri starfað að vegagerð, og sé gert ráð fyrir svipuðum vinnuafköstum og hjá launuðum vegavinnumönnum, ætti að vera hægt að leggja vegi með alt að fjórum sinnum minni tilkostnaði og nú er. Hið sama gildir til dæmis um framræslu og undirbúning lands undir ræktun. En þar sem dýran efni- við þarf til framkvæmdanna, raskast þessi hlutföll að sjálf- sögðu. Og því meiri fríðindi sem þegnskyldumönnunum yrðu veitt, því minni yrði vitanlega hagnaður ríkisins af ókeypis starfsorku þeirra. V. Aðrir vilja mótmæla lögfest- ingu þegnskylduvinnunnar á þeim grundvelli, að í henni fel- ist nýjar og ranglátar álögur, er gangi jafnt yfir fátæka sem spanskir Gyðingar hafi haft sér það til varnar á miðöldum, að forfeður þeirra hafi verið komn- ir til Spánar fyrir Krists burð og því enga sök átt á krossfesting- unni. Talið er, að alls hafi í rómverska ríkinu verið um 5 miljónir Gyðinga á siðara hluta 1. aldar og má það teljast geysi fjöldi miðað við íbúatölu ríkis- ins alls. Orð lék á, að einn af undirkonungum Rómverj a í Jerusalem, af Herodesættinni, hefði haft viðbúnað til að leggja undir sig öll lönd Rómverja í Asíu og lýsa yfir því, að hann væri sá Messias, sem ætti að gera þjóðina volduga og útbreiða trúna á ósýnilegan guð um alla veröldina. En Messiasar-draumur Gyð- ingaþjóðarinnar á 1. öld fékk hroðalegan endi. Laust eftir miðja öldina gerðu Gyðingar uppreisn gegn Rómaveldi. Bar- áttan stóð árum saman og var afar hörð. En uppreisnin var kæfð í blóði. Titus hershöfðingi, sem síðar varð keisari, settist um Jerúsalem. Sagan segir, að hann hafi boðið hermönnun- um að hlífa hinu undurfagra musteri, því að jafnvel róm- versk hjörtu óttuðust reiði hins ósýnilega. En í árásinni brann hinn mikli helgidómur. Og í borginni var engu hlíft. Þegar Rómverjarnir héldu heim, var rúst ein, þar sem Jerúsalem hafði áður staðið. Þannig höfðu þeir afmáð Karthago áður. Slík var hin rómverska venja. Þegar Rómverjar lögðu undir sig ný lönd, reyndu þeir að fara sæmi- lega með fólk og mannvirki. En ríka. Sé vinnukvöðin án und- anþágu, hljóti hún að koma hart við marga, til dæmis þá, sem eru fyrirvinnur foreldra eða fjölskyldu, þá, sem eru bundnir við vandasöm störf, sem erfitt og jafnvel áhættusamt er að fá aðra til að sinna, og fyrir fá- tæka unglinga, sem eru að skapa sér möguleika til skólagöngu og vinna að sumartímanum fyrir námskostnaði vetrarins. Þessir hafa vissulega mikið til síns máls, þótt því fari fjarri, að ís- lenzka þjóðfélagið legði borgur- um sínum með þessu þyngri skyldu á herðar heldur en tíðk- azt í hernaðarlöndunum. Raun- verulega er það hart að gengið, að krefjast þess af slíkum mönn- um, að þeir fórni þjóðfélaginu margra vikna, sennilega margra mánaða vinnu sinni. Þyki sú leið ófær, að veita slíkum mönnum undanþágu frá kvöðinni, þá kemur til að meta, hvort ráða eigi meira, aðstaða þessara manna, sem hér er fyllilega við- urkennd, eða þjóðarnauðsyn, sem áður hefir verið vikið að í greinaköflum þessum. Að flestra dómi hlýtur alþjóðaþörfin að vega meira en hagsmunir frem- ur fárra einstaklinga. Hina leið- ina yrði þá fremur að fara, að láta þá njóta einhverra fríð- inda, einhvers kaupgjalds eða slíks, sem harðast þættu leiknir. Jafnhliða kæmi þá til þess, að setja um slík fríðindi þær regl- ur, að viðunandi réttlæti ríkti í úthlutun þeirra. Framh. J. H. Orðseuding til innheimtumanna Tímans. Munið að haustið er rétti tíminn til innheimtustarfa fyrir blaðið. Notið hvert tækifæri sem gefst, í réttum, sláturtíð, á sam- komum og öðrum mannfundum, til þess að vinna fyrir Tímann. Sendið innheimtu blaðsins í Reykjavík glögga skilagrein um innheimtustarfið á sumrinu og árangurinn af því, eigi síðar en 1. desember n. k. Svarið greið- lega bréfum frá innheimtunni og gefið henni sem fyllstar upp- lýsingar um allar breytingar, sem kunna að verða í sambandi við útbreiðslu og innheimtu blaðsins, í hverri sveit, s. s. flutninga, kaupendaskipti, dán- ardægur o. fl. Á síðasta sumri varð góður á- rangur af hinu skipulagða inn- heimtustarfi áhugamanna um allt land. En í sumar þarf að nást enn betri árangur. Ættu að vera góð skilyrði til þess, þar sem blaðið er nú stærra, fjöl- breyttara, en þó hlutfallslega ó- dýrara en á síðasta ári. Yfirstandandi árg. kostar kr. 10,00. Allir Framsóknarmenn ættu (Framh. á 4. síðu) hver sá, er uppreisn gerði eða að fyrra bragði bar vopn á róm- verskan her, skyldi hljóta þá hefnd, er aldrei mætti gleymast. Á þessum árum og á næstu öldum mátti svo telja, að Gyð- ingum væri útrýmt úr föður- landi sínu. En það kraftaverk gerðist, að þjóðin hélt áfram að vera til. Hún er til með ljóslif- andi ættareinkennum enn í dag, þó að hún yrði föðurlandslaus fyrir nærri 19 öldum. En það er ekki nóg með það, að hún hafi verið dreifð um jörðina og eng- an átt sér samastaðinn, því að það er eins og flestar eða allar þjóðir Norðurálfunnar hafi talið sér það skylt á einum eða öðrum tíma að gera sitt til að útrýma þessum kynþætti úr tölu lifenda, jafnframt því sem þær hafa litið á hina fornu sögu hans sem helga bók. En allt kemur fyrir ekki. Það er hægt að banna Gyöingnum að vinna fyrir sér eða reka hann úr landi. Það er hægt að limlesta hann og brenna. Það er hægt að hrækja í andlit honum og mis- þyrma konu hans og börnum. En það er ekki hægt að afmá þjóðerni hans af jörðunni. En hvernig stóð á því, að hinn föðurlandslausi Gyðingur skyldi ekki sogast niður í þjóðahafið fyrir 1800—1900 árum og bland- ast öðrum kynþáttum, þeim kynþáttum, sem fjölmennari voru í hverju landi? Áður hafði land Abrahams og musterið í Jerúsalem tengt þá saman, einnig hinar dreifðu byggðir á Miðjarðarhafsströndum. En hin- ir „skriftlærðu" forvígismenn Börn Abrahams ©g saga þeirra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.