Tíminn - 26.08.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.08.1939, Blaðsíða 4
392 TÍMIM, laugartlagiiin 26. ágiist 1939 98. blað Yfir landamærin 1. Barði Guðmundsson heldur því fram að ísland hafi aðallega byggzt af Dönum, en ekki Norðmönnum, því hér á landi hafi ekki verið settur óðalsrétt- ur eins og í Noregi. Með slíkri rök- semdafœrslu mætti alveg eins komast að þeirri niðurstöðu að mongólar eða blökkumenn hefði numið ísland, því óðalsréttur mun ekki hafa verið ríkj- andi í löndum þeirra. 2. Barði Guðmundsson heldur því fram að Danir hafi aðallega numið ís- land, því hér hafi til forna verið minni stéttaskipting en í Noregi. Með sams- konar röksemdafærslu mætti halda því fram, að brezkir menn hefðu ekki verið helztu landnámsmennirnir í Banda- ríkjunum, því ekki hafi verið mynduð þar nein aðalsstétt eins og í Englandi. 3. Pramangreindar röksemdir Barða og nokkrar fleiri, sem sanna eiga land- nám Dana á íslandi, virðast stafa af vöntun á þeirri sagnfræðilegu þekk- ingu, að útflytjendur frá einhverju landi flytja yfirleitt ekki með sér til hins nýjan lands allar þær venjur og siði, sem tíðkuðust í þeirra fyrri heim- kynnum. Ástæðan til þess er sú, að skílyrðin eru oft mjög ólík og þau ráða mestu um breytni manna og venjur. Hefði Barði gert sér þetta fullljóst, myndi hann sennilega aldrei hafa uppgötvað landnám Dana á íslandi! 4. Kommúnistablaðið veit tæpast upp á hverju það á að taka til að dreifa athyglinni frá svikum Rússa- stjórnar og sambræðslu hennar við fas- ismann. Til þess að reyna að sanna, að islenzku kommúnistaforingjarnir séu ekki eins djúpt soknir, krefst kommún- istablaðið þess á fimmtudaginn, að all- ir fasistar verði tafarlaust reknir úr Reykj avíkurlögregiunni! 5. Vesalings kommúnistablaðið er seinheppið í vörn sinni fyrir vináttu- samning kommúnista og fasista í Moskva. Seinasta röksemd þess er sú, að Stalin hafi ekki þorað að semja við Breta af ótta vlð það, að Chamberlain myndi svíkja samninginn! Stalin hefir eftir þessu að dæma haft það álit á Hitler, að hann væri manna líklegastur til að virða og halda samninga og stingur það álit talsvert í stúf við það, sem íslenzkir kommúnistar hafa hald- ið fram um orðheldni Hitlers! x—y. MOLAR Samkvœmt „Götéborgs Handels- og Sjöfartstidning" hafa Frakkar í hyggju aS byggja ski-p til Ameríkuferða, sem yrði langtum stœrra en ,JJormandié‘ og „Queen Mary". Rússneskur verk- frœðingur hefir þegar lokið fyrsta upp- drœttinum. Samkvœmt honum á skip- ið að verða um 100 þús. smál., 350 m. langt og fara 34 hnúta (knots á klst. Það á að geta flutt 5000 farþega, en með nokkuð breyttum útbúnaði er því œtlað að geta flutt 13 þús. hermenn, ef þörf krefur. Líklegt þykir, að Frakkar muni ráð- ast í byggingu skipsins, ef ekki yrði a) styrjöld. Helsti ókosturinn við slíkt stórskip er sá, að ekki er enn til nein þurkví, sem getur tekið það. Öll Evrópa viðbúin styrjöld (Framh. af 1. siðu) BANDARÍKIN: Amerísku blöðin fordæma mjög harðlega þýzk-rússneska samninginn, telja hann svik af hálfu Rússa, en mikinn sigur fyrir Þjóðverja. Roosevelt forseti hefir sent Hitler, Póllandsforseta og Ítalíu- konungi orðsendingu og beðið <JR BÆNUM Messur á morgun: í dómkirkjunni klukkan 11, séra Garðar Svavarsson. í fríklrkjunni kólukkan 5, séra Árni Sigurðsson. Meistaramót í. S. í. hefst á íþróttavellinum á morgun. Áður en hinir venjulegu kappleikar fara fram keppa stjórnir íþóttafélag- anna í bænum í boðhlaupi og sömu- leiðis gamlir íþróttamenn. Hvidbjörnen, hið danska eftirlitsskip hér, var skyndilega kvatt heim í gærkvöldi, litlu eftir klukkan níu. Lá það þá í höfn hér í Reykjavík. Margir skips- manna voru í landi, er þessi fyrir- skipun kom og var hafin leit að þeim frá skipinu. Allmargt sjóliða var í Gamla Bió og var sýning nýbyrjuð, þegar þeir fengu fyrirmælin. Hurfu þeir þá þegar brott og til skips. Annarra var leitað um bæinn á bifreiðum og fannst sá síðasti ekki fyrr en langt var liðið á kvöld. Hvidbjörnen lét úr höfn um miðnætti. Hitaveitan. Skrifstofa, sem Reykjavíkurbær hef- ir sett á stofn vegna hinnar fyrirhug- uðu hitaveitu í bænum, hefir sent út tilkynningu, þar sem öllum er byggja ný hús eða breyta gömlum, er ráðlagt að haga hitalögnum þannig, að fullt tillit sé við það tekið til hinnar nýju hitaveitu. Stallari Kristjáns konungs X. er á ferðalagi hér á landi um þessar mundir. Hann heitir Olaf Dalberg ofursti. Hann hefir komið hingað til lands nokkrum sinnum áður og var meðal annars í fylgdarliði konungs á alþingishátíðinni 1930. Hann mun dvelja hér í einn mánuð. Enskir laxveiðimenn, sem verið hafa í Borgarfirði í sum- ar, komu með Laxfossi í fyrradag hingað til bæjarins. Suðurferð skips- ins hafði verið fiýtt og náðu þeir því Lyra og fóru utan með henni um kvöldið. í grein Jónasar Jónssonar, Stefánsljós i Skagafirði, i síðasta tölublaði Timans hafa slæðst prent- villur. í fimmta dálki á annari síðu, í níundu línu neðan frá stendur orðið gufuorka í stað hitaorka. í sjötta dálki á annari síðu í 4.—9. línu neðan frá stendur: „Litlu síðar vorum við Mag- nús Guðmundsson að því komnir að fá Varmahlíð viðurkennda sem vænt- anlegan héraðsskólastað í Skagafirði." Þessi setning á að hljóða þannig: Litlu síðar fengum við Magnús Guð- mundsson Varmahlíð viðurkennda o. s. frv. í þriðja dálki á þriðju siðu, 17.—19. línu að neðan, stendur: „þess- vegna verður að reisa stóran, einfald- an vinnuskóla." Á að vera: .. stóra, einfalda vinnuskála. Loks er sú prent- villa í fjórða dálki á fjórðu síðu, að í 16. línu að ofan stendur „fyrir haust- ið“, en á að vera: fyrir héraðið. Lokadansleikur verður haldinn við Hreðavatnsskála á morgun. Sumargistihúsinu þar verð- ur lokað nú um mánaðamótin. Óvenju- lega mikill berjavöxtur hefir verið þar um slóðir í sumar, eins og reyndar við- ar, mest krækiber og bláber, en einnig nokkuð af hrútaberjum, einiberjum og jarðarberjum. þá að’ vinna að friðsamlegri lausn málanna. RÚSSLAND: Rússneska þing- ið, sem er í svipuðum stíl og þýzka þingið, hefir verið kvatt saman næstkomandi mánudag til að samþykkja þýzk-rúss- neska samninginn. „Times“ og fleiri áreiðanleg blöð telja, að Rússar og Þjóðverjar hafi gert baktjaldasamning um skiptingu Póllands. UNGVERJALAND: Það hefir vakið mikla athygli, að ung- verska stjórnin hefir bannað hátíðahöld, sem nazistar ætl- in.^-ihn M. s. ,,Esja“ fer frá Danmörku kringum 15. september n. k. beint til Vestmannaeyja og Reykja- víkur. Tekur farþega og flutning eftir því sem rúm leyfir. í Danmörk fást nánari upplýsingar hjá: Samb. ísl. samvinnufélaga, Khöfn og Johs. Utzon, Aalborg. uðú að haida í Budapest á morg- un. Undanfarnar vikur hafa verið miklar viðræður milli þýzkra og ungverskra stjórn- málamanna og er talið, að Þjóð- verjar hafi m. a. krafizt þess, að Horthy ríkisstjóri og núverandi ríkisstjórn færi frá völdum, þýzkum her yrði leyft að fara í gegnum landið o. s. frv. Það er talið að Ungverjar hafi hafnað þessu, enda er gott samkomulag milli þeirra og Pólverja. Ung- verjar munu einnig hafa leitað sér hjálpar hjá ítölum, en milli þeirra hefir verið náin vinátta síðastl. 15 ár. Hinsvegar stend- ur þeim ógn af Þjóðverjum og vilja hafa sem minnst saman við þá að sælda. BÚLGARÍA: Það vekur at- hygli, að Búlgaría hefir bannað útflutning hráefna og fyrir nokkrum dögum var tilkynnt, að búlgarski forsætisráðherrann ætlaði til London. Þykir þetta benda til að Búlgaría ætli ekki að bindast of nánu sambandi við „öxulríkin". JÚGÓSLAVÍA: Það þykja mik- il tíðindi að sættir hafa náðst í deilum Króata og Serba. Paul ríkisstjóri hefir nýlega verið á ferð í London og bæði hann og ríkisstjórnin eru mjög vinveitt Bretum. Talið er að stjórnin hafi synjað beiðni Þjóðverja um að mega fara með her yfir landið, ef þörf krefði, og hótað því, að reyna að hindra slíkt með vopn- um. Framkoma stjórnanna í Ung- verjalandi, Búlgaríu og Júgó- slavíu virðist bera þess merki, að þessi lönd ætli ekki að ganga Þýzkalandi á hönd, heldur reyna að verja hlutleysi sitt til hins ítrasta. Yfirlýsingar Hitlers um rétt Þjóðverja til að ráða einir málum í Mið-Evrópu og á Balk- anskaganum lætur þeim að von- um illa í eyra og gerir þau vin- veittari Bretum. Þessi afstaða þeirra getur haft mikil áhrif á Mussolini, þar sem Ungverja- land og Júgóslavía myndu fylgja honum eindregið, ef hann reynir að miðla málum og eins, ef hann færi úr bandalaginu við Þjóð- verja. Börn Abrahams og saga peírra (Framh. af 3. síðu) inn í Ungverjalandi, Bela Kun, var Gyðingur. En hvorki Lenin né Stalin eru af Gyðingaættum. Og fjármála- og kaupsýslu- mennirnir í hópi Gyðinga, höfðu beinlínis hagsmuna að gæta í því að viðhalda ríkjandi þjóðskipu- lagi, enda urðu margir þeirra mjög hart úti í rússnesku bylt- ingunni. Þýzkir nazistar segja, að Gyðingar hafi svikið Þýzka- land í ófriðnum og viljað láta standa við skaðabótagreiðslurn- ar. Þar vitna þeir löngum í Rat- henau, Gyðinginn og heimspek- inginn, sem varð þýzkur ráð- herra eftir stríðið, en myrtur af æsingamönnum. Það er satt að Rathenau vildi, að Þýzkaland stæði í skilum. En Wirth og Stresemann, sem báðir voru hreinir „aríar“ voru áreiðanlega eigi síður ákveðnir í því efni, þótt um það sé nú fremur þagað Sumt mun þó vera rétt í hinum þýzku ákærum. í menntamanna- og embætta- stétt landsins voru menn af Gyðingaættum áberandi fjöl- mennir og það svo, að óvið- kunnanlegt mátti telja. Þar höfðu þeir orðið öðrum hlut- skarpari. Það mun líka vera rétt, að fjármálamenn Gyðinga- ættar hafi haft séraðstöðu til að græða á gengisfallinu, vegna þess að þeir áttu hægt með að fá erlendan gjaldeyri gegnum viðskiptasambönd við ættbræð- ur sína í öðrum löndum og kaupa upp ódýrar þýzkar eignir. En sjálfsagt hefðu „hreinir Ar- íar“ gert nákvæmlega það sama, ef þeir hefðu getað. Og hvað sem nú er sagt um Gyðinga og siðleysi þeirra í ríki Hitlers, þá er það a. m. k. víst, að þúsundir þeirra þóttu nógu góðar til að deyja fyrir Þýzkaland á vígvöll- um heimsstyrjaldarinnar. Það er talið, að ættstofn Gyð- inga telji nú um 15 miljónir manna víðsvegar um heiminn. Þar af eru 3 miljónir í Rúss- landi, 3 y2 milj. í Póllandi, 1 miljón í Rúmeníu, y2 miljón í Þýzkalandi, auk 300—400 þús. í Tékko-Slovakíu o. s. frv. En fjölmennastir eru Gyðingar þó í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Nú er það eitt mesta vanda- mál heimsins, hvað gera skuli við þessa menn, ef einstök xíki halda fast við þá miðaldahátt- semi að gera þá útlæga eða gera þeim ómögulegt að vinna fyrir daglegu brauði. Því að um allan heim er nú af atvinnuástæðum lokað fyrir innflutning fólks í stórum stíl. í því sambandi er vert að minnast á þá tilraun, sem gerð hefir verið til að fá Gyðingum aftur í hendur hið forna föður- land þeirra í Austurvegi. Seint á 19. öld var stofnaður félags- skapur Gyðinga í því skyni að stuðla að „heimflutningi“ þeirra til hins helga lands. En á stríðsárunum fékk þessi hreyf- ing nýjan vind í seglin. í Bret- landi var á þeim árum — og er enn — mikill vísindamaður af Gyðingaættum, Weissmann að nafni. Þessi vísindamaður gerði stórmerka uppgötvun á sviði hergagnaframleiðslunnar, svo sem lesa má um í endurminn- ingum Lloyd George frá þeim tíma. Þegar brezkir og franskir stjórnmálamenn skoruðu á hann að kjósa sér þá sæmd, er þessi ríki mættu mesta veita í launa- skyni, svaraði dr. Weissmann: Leyfið mér að hjálpa þjóð minni, svo að hún þurfi ekki lengur að reika föðurlandslaus um jörðina. Þá var stofnað hið nýja ríki í Palestinu undir brezkri vernd og innflutningur Gyðinga haf- inn. Nú búa í landinu um 400 þús. Gyðingar. Þeir hafa sýnt aðdáunarverðan dugnað í að rækta landið. Við Jordan, þar sem Jóhannes skírari starfaði forðum, rísa nú voldugar orku- stöðvar, sem lýsa börnum Ab- rahams við hinn nýja arin á landi feðranna og knýja vélar hins uppvaxandi iðnaðar. En það lítur út fyrir, að gleðin yfir heimkomunni ætli að verða „lævi blandin". Hið litla land getur ekki rúmað stóra þjóð, jafnvel þó hún væri ein um það. En hið versta er þó, að ara- biskir menn eru búnir að eiga landið í þúsund ár. Landnáms- mennirnir nýju eru þeim óvel- komnir. Og nú er það ekki leng- ur nóg, að prestar ísraels blási í lúðra til þess að guð láti múra 206 William McLeod Raine: þorparar þurfi að hafa bein í nefinu, sagði Frank Oyler. — Þessi er heigull. Peters var ekki viss um að svo væri. Rás viðburðanna benti til þess, en eitt- hvað ákveðið og hart var í vöðvastæltu órökuðu andlitinu, sem ekki gat sam- þýðst neinum aukvisahætti. Andlitið bar vott um viljafestu, var beinabert, kjálkarnir sterkbyggðir, grá augun voru hörð, stöðug og rannsakandi. Þegar þorparinn hafði kastað riffl- inum frá sér í lækinn forðum, hafði enginn ótti lýst sér í augum hans. Það virtist fremur vera af hyggindum sprottið og gert af því, að það væri eina leiðin til að ná vopnahléi. Wagner læknir kom másandi inn í skálann. — Ég er sendur til þess að gera að særðum handlegg, sagði hann. — Hvernig líður Steve, spurði Peters. — Það er langt frá því að hann sé frískur, lagsmaður. Ég vildi síður að ég yrði mataður með því síðar, ef ég hefi ekki rétt fyrir mér, en ég held hann ætli að skjóta tilræðismanninum ref fyrir rass. — Húrra! — Það væri betra að þú færir úr jakk- anum, sagði Wagner við sjúklinginn. Taylor hló. — Eg er enginn töfra- maður. Flóttamaðurinn frá Texas 207 — Losið hendur hans! skipaði lækn- irinn. — Hver skipar svo fyrir, spurði Slim hvatskeytlega. Læknirinn glápti á hann. — Clint Prescott, auðvitað? Ertu hræddur við að losa snöggvast um hend- ur hans af þvi, að þið verðið ekki nema sex hér inni? Peters gekk glottandi fram til þess að losa um böndin. — Þú verður að hafa Slim afsakaðan, læknir. Ef þú kynntist honum betur, myndir þú komast að raun um, að það er ekki allt takandi bókstaflega, sem hann segir. Fanginn fór úr jakkanum og braut upp skyrtuermina. — Ef þú gerir minna að en að taka af mér handlegginn, verður þú ekki vin- sæll hérna, læknir, sagði hann biturt. — Hver skaut þig? spurði læknirinn, þegar hann fór að fást við handlegginn. — Maður með byssu. — Eg hugsa, að það hafi verið eg, læknir, sagði Peters, nema það hafi ver- ið Steve. — Hvar stóðst þú, þegar þú skauzt á hann? — í fyrra sinnið var ég á hestbaki, en í seinna sinni stóð ég r.'iðri í læknum. ~GAML.'. BtÓ"0"0—D* Kreutzer- sónatan Áhrifamikil mynd tekin eftir skáldsögu Leos Tolstoi. Aðalhlutv. leika: LIL DAGOVER, PER PETERSEN og ALBR. CHOENHALS NÝJA BÍÓ— Frjálslynd æska Hrífandi fögur og skemmti- leg amerísk kvikmynd frá COLUMBIA FILM, um glaða og frjálslynda æsku. Aaðalhlutverkin leika: GARY GRANT, KATHERINE HEPBURN, DORIS NOLAN, LEW AYRES. 14 vcdjussiRiiSi'rli heldur Knattspyrnufélag Reykjavíkur þjálfara sínum, Mr. L. Bradbury, n. k. sunnudag kl. 9 sd. að Hótel Skjaldbreið. Sam- sætið hefst með kaffidrykkju og síðan verður dansað. K. R.-félagar fjölmennið! Stjórn K. R. Jerikoborgar hryja, það þarf brezkar hersveitir og brezkar sprengjuflugvélar til að gera börnum Abrahams líft í landi föður síns. G. G. Húsmæðraskólarnír (Framh. a) 1. síðu) húsmæðraskólanna, tók til starfa haustið 1937. Hann getur veitt 30 nemendum viðtöku. Um 60 stúlkur hafa þegar sótt um skólavist, eða því næst helmingi fleiri en til greina getur komið, að fái inntöku. Forstöðukona hans er Valgerður Halldórsdótt- ir frá Hvanneyri og hefir verið frá upphafi. Auk þessara fimm húsmæðra- skóla, sem hið opinbera starf- rækir úti á landi, heldur Árný Filippusdóttir uppi kvennaskóla í Hveragerði á eigin vegum. Get- ur húsmæðraskóli Árnýjar tek- ið 16 nemendur, en 26 hafa sótt inntöku í hann. Eins og sést á þessu yfirliti er áskipað í öllum húsmæðraskól- um dreifbýlisins löngu fyrir- fram og verða jafnvel fleiri stúlkur frá að hverfa árlega heldur en inntöku geta fengið. Auk hinnar eiginlegu hús- mæðrafræðslu er mikið haldið af námskeiðum, þar sem kennd- ir eru einn eða fleiri þættir al- mennrar húsmæðrafræðslu. Til þessara námskeiða er bæði efnt af einstaklingum, félögum og fé- lagasamböndum. Mörg þessara námskeiða eru haldin í hús- mæðraskólunum að vorinu, að afstaðinni vetrarkennslunni, og njóta kennslukrafta þeirra. Yf- irleitt eru þessi námskeið fjöl- sótt og vilja oftast fleiri kom- ast að en hægt er að veita kost á því. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) yfirleitt vel. Var sá afli lagður á land í Reykjavík. r t r Sunnudaginn 6. ágúst síðastliðinn fóru sex menn á bifreiðinni Þ-12 yfir Pljótsheiði frá Bjarnarstöðum í Bárð- ardal um Engidal að Gautlöndum í Mývatnssveit. Hefir bifreið aldrei ver- ið ekið áður milli Engidals og Gaut- landa. Mennirnir, sem til fararinnar réðust, voru Jón Marteinsson á Bjarn. arstöðum, sem var aðalforgöngumaður hennar, Jón og Þorsteinn, synir hans, Ingvi M. Gunnarsson, fóstursonur hans, og tveir bræður frá Lundar- brekku, Sigurður og Jónas Baldurs- synir. Ók Sigurður bifreiðinni. Vega- lengd milli Bjarnarstaða í Bárðardal og Gautlanda er 21—22 kílómetrar, og voru þgir félagar fimm klukkustundir á leiðinni. Austan til á heiðinni urðu þeir fyrir töfum vegna ókunnugleika. Leiðin var seinfarin og tafsöm, en engar meiriháttar torfærur eru á henni. Mætti gera hana dável færa bifreiðum, án stórmikils tilkostnaðar. Á Fljótsheiði er á þessum slóðum eitt- hvert fegursta gróðurfar, sem er að finna á íslenzkum heiðum, og mundi leiðin verða vinsæl af ferðamönnum. Orðsending (Framh. af 2. síðu) að kaupa, lesa og borga Tímann. Innheimtumenn! Vinnið af fullum krafti og áhuga í haust að innheimtu og útbreiðslu Tím- ans. Hver nýr, skilvís kaupandi er stór ávinningur, og með auk- inni skilvísi kaupenda skapa þeir Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, þvi þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT tsrr** gll//ffp ifgjfö; PFREYJA” 7 1 ■wim NÝk' KBBffgLy* - KAFFIBÆTIrNj—n Áætlunarfcrðir að Kirkjubæjarklaustri: Frá Reykjavík á þriðjudög- um. — Til Reykjavíkur á föstu- dögum. Afgreiðsla í Reykjavík: á B. S. í. Annast kaup og sölu verðbréfa. KE1\TVSLA. ENSKA: Oddný E. Sen. ÞÝZKA: Elisabeth Göhlsdorf. Áhersla lögð á, að tala málið. Sín.i 3172. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. sér sjálfir möguleika til þess að fá enn vandaðra og fjölbreytt- ara blað en nú er. Framsóknar- menn! Vinnið allir sem einn fyrir blað ykkar og um leið fyr- ir flokkinn í heild. Egill Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.