Tíminn - 29.08.1939, Side 2

Tíminn - 29.08.1939, Side 2
394 TtMIM, þrigjjndagmn 29. ágiíst 1939 99. blað Þá kvað bóndí vors húss: ,Þú er samvizkuliðugur' Kaupíélag Skagfirðinga fímmtíu ára ‘g'ímtnn Þriðjudat/inn 29. ágúst Fordæmí franskra verkamanna AfstaSa íslenzku kommúnista- foringjanna til vináttusamnings Sovét-Rússlands og Þýzkalands tekur af öll tvímæli um tak- markalausa hlýðni þeirra við valdhafana í Moskva. Árum saman eru þessir menn búnir að prédika „ósáttfúsa bar- áttu gegn fasismanum" og átelja alla hlutleysis- og vináttusátt- mála, sem gerðir hafa verið við Þýzkaland. Þeir hafa sagt, að hlutleysi væri sama og „hjálp við fasismann" og það væri um óverjandi svik við friðinn og lýðræðið, ef einhvert riki skærist úr leik um að veita „viðnám gegn fasismanum“. Menn geta því hæglega imynd- að sér, hvaða dóm Englendingar hefðu hlotið hjá kommúnistum, ef þeir hefðu gert vináttu- og hlutleysissamning við Þjóðverja og látið þeim eftir, að ráða mál- efnum Pólverja og Rúmena eftir vild sinni. Slíkur samningur myndi á- reiðanlega hafa verið stimplaður sem svik hinnar úrættuðu og gerspilltu ensku auðvaldsklíku við friðinn, lýðræðið og sjálf- stæði hinna máttarminni þjóða. Því myndi hafa verið lýst meö sterkum orðum, að slíkur samn- ingur væri til einskis annars fallinn en að æsa Þjóðverja til aukins ofbeldis og yfirgangs. Hann væri þeim enn meiri hvatning til hermdarverka en Munchensáttmálinn í fyrra. En þegar Stalin gerir slíkan samning við Hitler heitir það á máli íslenzku kommúnistafor- ingjanna viðleitni til að vernda heimsfriðinn og hindra frekari yfírgang fasismans! Mörgum mönnum hér á landi hefir verið kunnugt um þjón- ustu íslenzku kommúnistafor- ingjanna við valdhafana í Moskva. Mönnum hefir lika ver- ið kunnugt, að félagsbundnum kommúnistum er gert að skyldu að sýna foringjum sínum tak- markalausa hlýðni og sérstak- lega er lögð á það rík áherzla, að flokksforingjarnir í hinum ýmsu löndum sýni yfirstjórn Al- þjóðasambands kommúnista í Moskva skilyrðislausa undir- gefni. En þrátt fyrir þetta mun þó fæstum hafa órað fyrir því, að þessi agakenning kommún- ismans hefði náð slíkri rótfestu í hugum íslenzku kommúnista- foringjanna, sem sumir hverjir eru óheimskir menn, að hún hef- ir gjörsamlega skert þá öllu skoðanalegu sjálfstæði og skap- að hjá þeim óhagganlega trú á óskeikulleika valdhafanna í Moskva. Hínir óbreyttu liðsmenn kommúnistaforingjanna, bæði hér á íslandi og annarsstaðar utan Rússlands, hafa ekki viljað trúa því, að flokkur þeirra væri undir yfirstjórn rússnesku vald- hafanna. Þeir hafa reynt að telja sér trú um, að það væri til- búningur borgarablaðanna svo- nefndu, sem hyggðust að spilla fyrir kommúnistaforingjunum með slíkum söguburði. Tilraunir kommúnistaforingj- anna utan Rússlands til að verja vináttusamning Rússa og Þjóðverja hafa svift þessari svikablæju frá augum þeirra. í Frakklandi, þar sem kommún- isminn hefir átt mest fylgi seinustu árin, hafa þúsundir verkamanna gengið úr kommún- istaflokknum seinustu dagana. Þeir hafa séð svik og fals for- ingja sinna, neitað að hlýða þeim lengur og skipað sér í flokk hinnar þjóðlegu einingar, sem þar er risin til varnar gegn auknum yfirgangi einræðisríkj- anna. Þeir hafa fundið, að yfir- lýsingar kommúnistaforingj - anna um „baráttu fyrir lýðræði og frelsi“ og „viðnámi gegn fasisma" byggðust ekki á neinni innri sannfæringu heldur voru framkomnar til að grímubúa er- indrekstur þeirra fyrir Moskva. Þeir hafa komizt að raun um þá hættu, sem fólst í þvi fyrir frelsi og sjálfstæði Frakklands, að heill stjórnmálaflokkur starfaði eins og þýlundað málalið annars ríkis og vann að því eftir megni Stundum hefir verið svo að orði kveðið, að Morgunblaðið væri „heimskasta blað“ lands- ins. Hafi þetta einhverntíma verið sannleikur, þá er það ekki sannleikur lengur. Nú er það Þjóðviljinn, sem á þessa nafnbót og er vel að henni kominn. Skrif hans um heimspólitík- ina undanfarið hafa verið með slíkum fádæmum um heimsku, fals og ósannindi, að lengra verður naumast komizt. Hann hefir nítt og skammað Englendinga óbótaskömmum fyrir það, að þeir hafi setið hjá, meðan Hitler hrifsaði til sín hvert landið á fætur öðru, enda þótt öllum fullvita mönnum sé Ijóst, að þeir, ásamt Frökkum, hafa staðið í eldinum sleitu- laust, þótt þeir hafi í lengstu lög viljað hliðra sér hjá að steypa öðrum eins voða og styrjöld yf- ir heiminn. Hinsvegar hefir þetta fávísa blað ekki borið við að undrast það, hvers vegna Rússar hafa ekki að fyrra bragði hreyft litla fingur til þess að stemma stigu fyrir ógnum nazismans. Þeir eru að auka úlfúð og sundurlyndi, þegar örlög þjóðarinnar ultu á því, að hún væri samhent og einhuga. Þeim mönnum, sem fylgt hafa íslenzkum kommúnistaforingj- um að málum, getur ekki dulizt hér eftir undirgefni þeirra við valdhafana í Moskva. Þeim ættí jafnframt, eins og frönskum verkamönnum, að vera ljós hættan af takmarkalausum undirlægjuhætti við erlenda valdhafa og hversu fjarri fer því, að slíkt sé til styrktar sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar. Þær ógn- ir, sem nú vofa yfir heiminum, gera íslenzku þjóðinni líka nauðsynlegt eins og öðrum þjóð- um, að vera samhuga og sam- taka í því, að sigrast á erfiðleik- unum. Hópurinn í kring um eTind- reka Moskvavaldsins á ís- landi niun því þynnast fyrr en varir. Hinir heilbrigðu, afvega- leiddu verkamenn munu hverfa frá villu síns vegar og koma til samstarfs við þau öfl, sem hafa skipað sér til varnar um frelsi íslands og ávexti þeirra sigra, sem samtök íslenzkra alþýðu- stétta hafa unnið seinustu mannsaldrana. Sorinn verður hinsvegar eftir og myndar dán- arkrans um þá pólitísku skip- brotsmenn, sem gáfu Stalin sál sín og ætluðu með tilstyrk er- lends valds og yfirskinsfylgi við frelsi og lýðræði að komast til valda á íslandi. Um nokkur undanfarin ár hefir byltingarstefna Rússa rekið umsvifamikið trúboð hér á landi. í fyrstu var þetta trúboð opinbert. íslenzkir kommúnist- ar viðurkenndu hreinlega að þeir væru undirdeild í alþjóða- bandalagi byltingarmanna, og að tilgangur þeirra væri að und- irbúa og síðan að framkvæma byltingu á íslandi, þar sem kommúnistaflokkurinn tæki sér einræðisvald yfir öðrum lands- mönnum og beitti sömu aðferð- um við valdatöku og stjórn samlanda sinna eins og bolse- vikar hafa gert í Rússlandi. Á þessum árum var ekki dult farið með að Rússar stjórnuðu alger- lega íslenzku kommúnistadeild- inni. Meðal annars sendu þessir íslendingar fulltrúa á þing bylt- ingarmanna í Moskva, og þang- að var skotið deilumálum ís- lenzku kommúnistanna til loka- úrskurðar. Á þann hátt voru ýmsir af leiðtogum kommúnista á íslandi kallaðir til Moskva til að standa fyrir máli sínu og hlíta dómi: Undirlægjuháttur íslenzku kommúnistanna var í þessu efni fullkominn og tak- markalaus. Aldrei virtist bóla á hjá þessum mönnum þeim þjóð- lega og persónulega metnaði, að langfjölmennasta þjóð álfunn- ar, ráða yfir óhemju herstyrk og fjármagni. Þeir hafa, eftir því sem Þjóðviljinn upplýsir, talið sig fremstu verndara lýðræðis í heiminum. Og þeir hafa, einnig eftir upplýsingum Þjóðviljans, talið nazismann erkifjanda sinn. Það væri því ekki að undra, þótt menn spyrðu, hvers vegna þessir lýðræðisunnendur og féndur nazismans hafi ekki sett hnefann í borðið og sagt: Hing- að og ekki lengra? Eða vill Þjóðviljinn skýra frá því, hvað Rússar höfðust að, þegar Þjóðverjar óðu inn í Wien, eða þegar þeir sundruðu Tékkó- slóvakíu? Raunar þarf hér engra upp- lýsinga. Það vita allir, að þeir litu ekki einu sinni í þá átt hvað þá meira. En á sama tíma hafa þeir staðið í stórfelldum manndrápum heima fyrir og hafa nú komið fyrir kattarnef elztu og helztu foringjum sín- um. Þjóðviljinn hefir fárazt yf- ir samningatilraunum Englend- inga og Rússa nú undanfarið og skellt allri skuldinni á Englend- inga, fyrir það að þeir séu ekki nógu auðmjúkir og undirgefnir, rétt eins og þeirra sé eingöngu þægðin. Rússa á svo sem ekki að vera þágan á neinn hátt. Þeir eru ekki skyldugir að teygja sig hið minnsta. Þeir þurfa ekki að leggja neitt á sig til verndar lýðræðinu, sem Þjóðviljinn segir þó, að þeir elski. Það eru aðeins Englendingar og Frakkar, sem eru hvers manns níðingar, ef þeir krjúpa ekki í duftið fyrir húsbændunum í austri. Nýlega óskaði Danmörk, sem er lítið land og varnarlaust, að standa utan við deilurnar. Þá ætlaði Þjóðviljinn að tryllast og hellti skömmum yfir Stau- ning og Dani og taldi þá æru- lausa svikara. En hvað skeður svo? Nú eru það Þjóðverjar og Rússar, sem hafa gert með sér hlutleysis- samning. Sjálfur erkióvinurinn rétti höndina austur í hið kom- múnistiska vé — og handtakið er endurgoldið. Nú skyldi maður ætla, að Þjóðviljinn, ásamt öll- um íslenzkum kommúnistum, hefði blátt áfram sprungið af bræði og hellt úr skálum reiði sinnar yfir lýðræðissvikarana, Rússa. Nú skyldi maður ætla, að kom- múnistarnir hér hefðu snúið baki við sínum gömlu húsbænd- um og sagt upp vistinni, líkt og hjú, sem hefir verið svikið um kaupið. Nei takk. Þeir leggjast bara ennþá hundflatari í duft- ið og segja: Verði ykkar vilji, við eigum enga aðra sannfær- þykja skömm að þessum utan- stefnum. Sá metnaður var svo ríkur í Norðmönnum, að verka- mannastétt þeirra neitaði alger- lega að vera undirlægja Rússa og gerðist eftir það þjóðlegur og algerlega sjálfstæður stjórn- málaflokkur. En eftir að Hitler hafði náð einræðisvaldi í Þýzkalnadi, gert bandalag við ítali og styrkt aðstöðu sina á margan hátt, snéri Stalin við blaðinu og skip- aði kommúnistum í lýðræðis- löndunum að dulbúa sig, láta í veðri vaka, að kommúnistar hvers lands væri lýðræðisflokk- ur, og að þeir vildu hafa vinsam- legt samstarf við alla, sem væru á móti „fasistum“. Þó fór það ekki leynt, að ekki átti að breyta stefnu eða lokatakmarki, heldur að svíkjast að lýðræðisflokkun- um, gera þá ósamþykka, veika og sundraða, en hirða síðan hinar tvístruðu leifar, þegar tími væri til kominn að framkvæma of- beldisverk og koma á blóðstjórn hinnar fámennu einræðisklíku, sem þá gengi fram 1 dgasljósið í sinni réttu mynd sem undir- deild í liði Stalins. Samfylk- ingarboð kommúnista í öllum lýðræðislöndum við alla lýðræð- isflokka er framkvæmd þessa rússneska herbragðs. Má sjá 30. júlí í Skagafirði. Við dag- mál er þoka í fjöllum og sólar- laust um hérað. En í Drangey er sólskin. Það boðár blíðan dag. Á sléttum grundum fyrri sunn- an húsaþyrpinguna á Sauðár- króki, eru tvö stór samkomu- tjöld. Milli þeirra er græn flöt, skýld að norðan með bárujárns- vegg, en opin móti suðri. Á flöt- inni er komið fyrir ræðustól. Kringum völlinn og yfir ræðu- stólnum er þétt röð fána, bland- ast þar saman hinir bláu, hvítu og rauðu litir íslenzkra fána við ingu en þá, að hlýða ykkur í blindni. Þess vegna leggur Þjóð- viljinn nú blessun sína yfir ein- inguna og gleðst af hjarta, þeg- ar hakakrossfáninn blaktir yfir Moskva. Hann lýsir því að visu yfir, — rétt eins og með hon- um búi þó einhver grunur um, að húsbændur sínir þurfi af- sökunar við —, að Þjóðverjar hafi ekki þorað annað en semja við Rússa. Og þá var auðvitað skammarlegt af Rússum að reka þessa vesalinga frá sér synjandi. Rússar hafa með öðrum orðum samið við Þjóðverja af ein- skærri meðaumkvun og mann- gæzku! Skýringin á þessu fyrirbrigði leynist auðvitað ekki nokkrum heilvita manni. í stað þess, að Rússar vilji vernda lýðræðið, eins og Þjóðviljinn hefir svo fag- urlega gefið í skyn, þá vilja þeir, eins og kommúnistar annars- staðar, lýðræðið feigt. Þeir ala á lýðræðisskrafi sínu aðeins til þess að blekkja saklausar sálir til fylgis við sig. Og nú hafa þeir dregið rýtinginn fram und- an erminni. Nú hafa þeir sann- að það, sem mörgum hefir leik- ið grunur á, að nazismi og kom- múnismi í núverandi mynd væru skilgetnir bræður. Og nú mega kommúnistar hér þakka húsbændum sínum í Rússlandi fyrir þann álitlega skerf, sem þeir hafa lagt af mörkum, til þess að styrjöld geti hafizt. Það er að vísu ekki öruggt, að þeir skilji þetta. En ef þeir skilja það ekkí, þá eru þeir eindæma heimskir. Og ef þeir skilja það, þá eru þeir samvizkulausir lodd- arar. Það virðist kominn tími til þess, að íslenzka þjóðin hugsi sig tvisvar um hvort leyfa eigi slíkum mönnum óhindraða pré- dikunarstarfsemi, hvort ekki sé nú kominn tími til þess að átta sig á því, að fyrir slíka menn hefir hún ekki þörf til ritstarfa, enda þótt þeir gætu verið lið- léttingar við að draga fisk eða bera á völl. T. ljósan árangur í tveim löndum. Fyrir áhrif kommúnista veikti frakkneska þjóðin herveldi sitt og framleiðslumátt svo stór- vægilega, að um stund gat hún ekki neytt sín sem stórveldi. En á stund hættunnar sameinuðust Frakkar og afmáðu eftir því sem unnt var spor kommúnista: Setuverkföll í verksmiðjum og óeðlilega hindrun framleiðsl- unnar. Hér á landi þekkja allir aðfarir kommúnista. Með sam- fylkingarfláræði sínu hafa þeir sundrað verkalýð landsins, og veikt aðstöðu hans til að vinna sem framsæknir og löghlýðnir borgarar á þeim vegi, sem for- ingi þeirra, Jón Baldvinsson, benti þeim á bæði með dæmi sínu og beinum fyrirmælum í því sem kalla mátti pólitíska erfðaskrá hans. II. Eitt af lævísustu áróðursfyr- irtækjum íslenzkra kommún- ista er bókaútgáfa þeirra, sem þeir hafa gerbreytt eftir að Rússar fyrirskipuðu leynilegan undirróður. Fyr á árum höfðu Einar Olgeirsson og félagar hans gefið út ýmsa ritlinga, sem ná- lega eingöngu snertu opinbert byltingartrúboð. Nú byrjuðu þeir að gefa út blandaðan áróður. Aðalkjarninn var jafnan um hin rússnesku trúarbrögð, en innan um var blandað hlutlausu efni, innlendu og útlendu. Síðan lögðu kommúnistar meginá- herzlu á við hina „borgaralegu svikara", að þeir væru hættir við byltingaráróður, að þeir elskuðu ættjörðina yfir alla hluti fram, regnbogaliti samvinnufánans. Sauðárkrókur er í hátíðabún- ingi. í dag minnast bændur og verkamenn í Skagafirði 50 ára afmælis Kaupfélags Skagfirð- inga. Drangey spáir ekki rangt. Þeg- ar hátíðin hefst skín sólin bjart i hádegisstað. Mæliféllshnúkur, Glóðafeykir, Tindastóll og Þórð- arhöfði horfa brosandi yfir hinn víða, fagra dal. Fimmtíu ár eruekkilangurtímií sögu þjóðar. Síðustu 50 árin hafa þó markað djúp spor í sögu ís- lenzku þjóðarinnar, jafnt í breyttum atvinnuháttum, í breyttum félagsmálum og í breyttum lífsskoðunum fólksins. Það voru fátækir menn, sem fyrir um 50 árum stofnuðu til samvinnuverzlana í byggðum landsins. Þeir voru fátækir sök- um langrar kúgunar erlends verzlunarvalds og þeir voru fá- tækir sökum harðæra, sem yfir landið gengu á árunum milli 1880—90. En glöggt auga sá, að breyt- ingar voru í nánd. Beztu synir íslenzku þjóðarinnar höfðu undanfarin 100 ár fórnað kröft- um sínum og lífi til að flytja boðskap frelsis og lýðræðis til hins kúgaða fólks og kenna því þau einföldu sannindi, að ham- ingja og framtíð þjóðarinnar og hvers einstaklings hennar bygg- ist ekki á náðarsól erlends né innlends embættisvalds, heldur er hún fyrst og fremst undir því komin, að hver íslendingur -líti á sig sem frjálsan, ábyrgan mann, sem markar sjálfur sín eigin örlög. Ber þær byrðir, sem þeim ákvörðunum fylgja. En krefst jafnframt þeirra réttinda og þeirrar virðingar, sem frjálsum manni ber. Smátt og smátt seytluðu þess- ar skoðanir inn í vitund íslenzku þjóðarsálarinnar. Þeirra vegna sprengdi þjóðin af sér hlekki er- lends stjórnarvalds, þeirra vegna öfluðu islenzkir fiski- menn sér betri skipa og betri veiðarfæra. Þeirra vegna slétt- uðu bændurnir túnin, stækkuðu þau og byggðu upp bæi sína. Þeirra vegna stofnuðu bændurn- ir búnaðarfélög til að afla sér þekkingar og auka búnaðar- tækni. Þeirra vegna stofnuðu verkamenn og sjómenn verka- lýðsfélög til að gæta hagsmuna sinna. Og þeirra vegna hafa bændur, verkamenn og sjó- menn skapað hina sterku, ís- lenzku samvinnuhreyfingu. Samvinnufélögin hafa síðast- liðin 50 ár áorkað miklu til bóta á sviði fjármála, verzlunar og atvinnuhátta. Nægir þar að og væru eingöngu önnum kafnir við að koma góðum, ódýrum' og siðbætandi bókum í hendur lestrarfúsra manna í landinu. Þessi leynilegi undirróður gerð- ist nú undir tveim nöfnum, sem þó voru heiti á sama fyrirtæk- inu. Önnur deildin var kölluð Heimskringla, eftir hinu fræga sagnfræðiriti Snorra Sturluson- ar. Hin deildin nefndist „Mál og menning“. Þar söfnuðu kom- múnistar föstum áskrifendum og beittu liði sínu hvarvetna um land allt til að ginna fólk úr lýðræðisflokkunum til að verða áskrifendur að þessari útgáfu. En svo náið er nef augum, að fyrir fáum dögum auglýstu kommúnistar í blaði sínu að eitt af helzta byltingarverkum Len- ins, sem gefið er út af Heims- kringlu, fengist í islenzkri þýð- ingu fyrir niðursett verð handa félagsmönnum í Mál og menn- ing. Enginn vafi er, að kommúnist- ar hafa fengið fjárgjafir frá er- lendum byltingarmönnum í starfsemi sína, ekki sízt í bóka- útgáfu þessa. Nokkuð af þessu fé er flutt til íslands í útlendum bókum um byltingar, sem kom- múnistum er gefið, en þeir selja hér þessar bókmenntir sér til tekjubóta. Auk þess fá þeir stuðning á ýmsan annan hátt frá útlöndum. Það telja þeir sér leyfilegt, þar sem þeir séu þegn- ar í hinu alþjóðlega byltingar- ríki. Kommúnistar hafa lagt stund á að lokka nokkra ritfæra menn úr lýðræðisflokkunum til að skrifa á þeirra vegum, og tal- ið sig geta borgað mun ríflegri benda á bætta vöruvöndun vegna áhrifa frá þeim, skipu- lagningu afurðasölu fyrir bænd- ur, skipulagningu á útlánum til bænda, mjög bætt vöruverö á er- lendum vörum og tryggingu þess að hinn svokallaði verzlunar- hagnaður sé kyrr í héraðinu, sem skapaði hann, í stað þess að honum sé eytt í hóglífi af uppgjafa kaupmannafjölskyld- um suður í Kaupmannahöfn. Verksmiðjur samvinnufélaganna og hin góðu verzlunarhús, sem byggð hafa verið og verið er að byggja, tala og sínu máli. Kaupfélag Skagfirðinga hefir lagt fram rífan skerf til þessar- ar þróunar. Það var eitt af fyrstu félögunum, sem þátt tók í starfi Sambands kaupfélaga íslands og nú er það eitt af veigamestu félögunum í sam- bandinu. Er gott til þess að vita, því að íslenzkum samvinnu- mönnum ætti að vera alveg sér- staklegt ánægjuefni, að sam- vinnustefnan þróist í Skaga- firði, því að núverandi nafn á landssamtökuin samvinnufélag- anna: „Samband íslenzkra sam- vinnufélaga“ var ákveðið að Sauðárkróki á aðalfundi sam- bandsins 1910. Ég hefi haft lítil tækifæri til að kynnast félagsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga. Tveim forustumönnum þeirra hefi ég þó kynnzt, hinum vinsæla látna kaupfélagsstjóra, séra Sigfúsi Jónssyni og tengdasyni hans, núverandi kaupfélagsstjóra, Sigurði Þórðarsyni. Báðir þessir menn voru búnir mikilli skap- festu, framsýni og fórnarvilja fyrir félag sitt og hérað. Þeir voru sannfærðir um, að sú bezta gjöf, sem þeir gætu fært héraðs- búum sínum, væri óeigingjarnt starf, til að tryggja þeim heil- brigt, vel rekið kaupfélag. Þegar ég heyrði að félagsmenn Kaup- félags Skagfirðinga höfðu á- kveðið að stofna minningarsjóð um séra Sigfús með þeim til- gangi, að efla samvinnufræðslu í héraðinu, fannst mér þeir hefðu skilið störf hans og óskir. Það er óþarft að lýsa einstök- um atriðum hátíðarinnaT. Hún stóð fram til kvölds með ræð- um og söng og loks dansi. Um kvöldið, þegar bíllinn rann með mig fyrst heim til Hóla og síðan til hins fagra, forna verzlunarstaðar Skagfirðinga, til Hofsós, fann ég, að ég -hafði lifað einn af þeim dögum, sem hafinn er yfir hversdagsleik hins daglega lífs og hvetur til nýs starfs og nýrra dáða. Ragnar Ólafsson. Vinnið ötullcfiu fi/rir Tíntann. ritlaun, heldur en fátæk, ís- lenzk útgáfufyrirtæki. Siðan nota kommúnistar nafn hvers borgaralegs manns, sem vinnur eitthvað á þeirra snærum, sem agn til að leiða nýja menn í gildru sína og blekkja enn fleiri af borgurum landsins. Hafa ein- stakir ritfærir menn látið ginn- ast af þessum fagurgala, og skrumkenndum auglýsingum um hve margir skipti við áróðursút- gáfu þessa, og fengið þeim í hendur ritverk sín. Fór þessu fram þar til hugsandi mönnum í landinu ofbauð frekja og læ- vísi kommúnista í útgáfumál- unum. Er nú svo komið al- mannadómum í þessu máli, að hér eftir munu fáir ritfærir menn úr lýðræðisflokkunum vilja gera nýja samninga við byltingarmenn. Munu kommún- istar innan skamms, svo sem rétt má telja og eðlilegt, sitja með sinn söfnuð og gefa út rit Lenins og Stalins þeim til sálu- bóta, með þeim kaupbæti, sem hinn islenzki byltingarlýður tel- ur sér geðfelldan. III. Árið 1935 byrjuðu íslenzkir kommúnistar að gefa út ársrit, er þeir nefndu „Rauða penna“ og hefir rit þetta komið út síð- an. Er þar að finna kjarnann í hinum leynda áróðri, sem nú fer fram í landinu til framdráttar kommúnisma. Bók þessi er fast- ur liður í útgáfu Máls og menn- ingar“. í ritinu og í allri útgáf- unni er blandað saman bylting- argreinum og nokkru af hlut- lausu efni. JÓNAS JÓNSSON: Hraðfrysting mannssálarínnar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.