Tíminn - 29.08.1939, Side 4

Tíminn - 29.08.1939, Side 4
396 TtMlM, i>rigjndagiim 29. ágúst 1939 99. bla» Yfir landamærin 1. Mbl. reynir enn á sunnudaginn að læða inn þeim misskilningi, að fram- leiðslan geti ekki borið sig, vegna þess hve skattarnir eru háir. Sannleikur- inn er sá,að engir ríkisskattar leggjast á fyrirtæki, sem ekki bera sig. Hinsvegar leggjast óforsvaranlega háar launa- greiðslur á mörg fyrirtæki, sem bera sig ekki. Það virðist í alla staði eðlilegt, að reynt sé að ná í þetta fé, sem ranglega er dregið frá framleiðslunni, og reyna að koma þvi tíl framleiðslustarísem- innar aftur. Skattarnir eru öruggasta ráðið til að ná því markmiði. 2. Kommúnistablaðið reynir að mála ástandið hér sem dekkstum litum til að draga athyglina frá svikamyllunni í Moskva. Það segir t. d. á sunnudaginn, að „þjóðina skorti allt, sem hún þarf til lífsins, vinnu, húsnæði og mat“! 3. Árni frá Múla er að heimska sig á því, að reyna að telja lesendum Vísis trú um, að allt væri hér í stakasta lagi, ef fylgt hefði verið ráðum Sjálfstæðis- manna á undanförnum árum. Svo heimskur er Árni þó ekki, að nefna ein- hver af þessum „ráðum“. Þeir verða víst heldur ekki margir, sem trúa því, að hér væri allt í stakasta lagi, ef inn- flutningurinn hefði verið frjáls á und- anförnum árum, eða ríkið hefði lagt fram eina milljón króna árlega í svo- nefndar atvinnubætur, sem aðallega hafa verið snjómokstur og klakahögg í Reykjavík. x—y. Frœgasti flugmaðurinn í ameríska hernum í heimsstyrjöldinni, Edward Vernon Rickenbacker, var nýlega á ferðalagi um Norðurlönd og hafa blöð- in þar riffað upp hinn œfintýralega feril hans. Hann er fœddur 1890 og er af þýzk- svissneskum œttum. Foreldrar hans voru fátœkir. Þegar hann var 12 ára gamall fórst faðir hans af slysi. — Rickenbacker vann síðan fyrir sér með ýmsu móti. Um tvítugt var hann orðinn þekktur hraðakstursmaður. Hann gerð- ist sjálfboðaliði í heimsstyrjóldinni og var um skeið bílstjóri ameríska hers- hójðingjans Pershings. Síðan gekk hann í flugherinn og hafði náð flug- prófi eftir 25 klst. nám. Hann óx stöðugt i áliti og varð innan skamms tíma orðinn flugdeildarstjóri, Flug- tJR BÆIVIJM Höfuðdag'ur er í dag. Við hann hefir löngum verið bundin trú manna um veðrabrigði til regns eða þurrviðra, eftir því hvort hefir verið ráðandi næstu vikur á undan. Ekki er laust við að sú trú eigi sér enn nokkuð traustar rætur. Samkoman við Þfastalund. Félög ungra Framsóknarmanna aust- an fjalls og Framsóknarfélögin í Reykjavík hafa ákveðið að halda sam- eiginlega, almenna samkomu við Þrastalund á sunnudaginn kemur eins og skýrt var frá hér í blaðinu í síð- ustu viku. Samkoman verður sett klukkan 1 og verður í höfuðdráttum hagað þannig, að þá fara fram úti, ef veður leyfir, ræðuhöld, söngur og íþróttaatriði. Munu Jörundur Brynj- ólfsson alþingismaður, Þórarinn Þór- arinsson, formaður S. U. F., og Guð- brandur Magnússon forstjóri flytja að- alræður. Kvartett syngur. Þá fer og fram kappglíma og reiptog og ef til vill fleiri skemtiatriði. Síðdegis hefst dans í Þrastalundi og verður dansað þar fram á nótt. í sambandi við samkom- un halda ráðamenn félaga ungra Framsóknarmanna í Árnessýslu og stjórn Sambands ungra Framsóknar- manna með sér fund, þar sem rætt verður um félagsmálefni og ýmsar fyr- irætlanir þeirra í Árnessýslu og fleira. Fyrirhugað er, að sumir Reykvíkinga komi á samkomustaðinn á laugardags- kvöldið op- verða þá kyntir varðeldar, ef veður verður hagstætt, og ýmislegt haft til skemmtunar, söngur, drauga- sögur og aðrar frásagnir. — Allar veit- ingar fást í Þrastalundi, eftir því sem fólk óskar. Far austur. Fólk héðan úr Reykjavík, sem hefir í hyggju að sækja samkomuna, er á- minnt um að tilkynna þátttöku sína tímanlega og mun þá verða hægt að sjá því fyrir mjög ódýru bílfari fram og til baka. Allar upplýsingar um sam_ komuna er hægt að fá í síma 2353. Þeir, sem kynnu að vilja fá gistingu í gisti- húsinu í Þrastalundi á sunnudagsnótt- ina í sambandi við samkomuna, eru einnig beðnir að tilkynna það í sama síma, 2353. Meistaramót í. S. í., sem hófst á sunnudaginn, heldur á- fram í kvöld klukkan 8. Keppa þá fjór- ar sveitir í 4x100 metra boðhlaupi, 7 menn kepDa í kringlukasti, 5 í 800 m. hlaupi, 8 1 langstökki og 3 í 110 metra grindahlaupi. Golfkeppni Samiylkingariundur (Framh. af 1. síðu) í skiptingu ræðutímans, þax sem þeir ætluðu sér 9/10 hluta fundartímans, en andstæðingum 1/10. Sézt glöggt á því, hvaða málfrelsis og jafnréttis mætti vænta, ef öfgamenn úr hópi kommúnista og jafnaðarmanna kæmust til einhverra áhrifa hér á landi. Annars má það telja furðu- legt, að Alþýðublaðið skuli vera kampakátt yfir slíkum fundi sem þessum. Mönnum finnst nefnilega heldur lítið mark tak- andi á bannfæringarskrifum þess um samvinnu við kommún- ista meðan flokksbræður þess á Siglufirði eru jafnmiklir tagl- hnýtingar kommúnista þar og raun ber vitni. Og það er vissu- lega grátbroslegt að sjá Finn Jónsson í þessari samfylkingu, eins mikið og hann er búinn að skrifa um fals og fláræði kom- múnista og það, að þeir noti „samfylkinguna“ fyrst og fremst til að tvístra jafnaðar- mannaflokkunum. Friðnr helzt ennþá, en ófríðarhorturnar aukast (Framh. af 1. siðu) Göring og fleiri valdamenn á fund sinn. Hann lýsti yfir því, að hann myndi svara brezku stjórninni aftur skriflega. Ekk- ert hefir verið birt um efni þessara orðsendinga, en gert er ráð fyrir, að þær fjalli um gagn- kvæmar tillögur og geti ef til vill orðið undirstaða friðsam- legs samkomulags. Þær vonir mega þó teljast mjög veikar og það má alveg eins gera ráð fyr- ir, að þær séu aðeins orðaleikur líkt og orðsendingar Daladiers og Hitlers, gerðar til þess að teygja tímann. En telja má lík- Hitler til að réyna að komast hj á styrjöld. Mörg erlend blöð telja það enn möguleika, að ítalir muni finna ráð á seinustu stundu til að vera hlutlausir. Segja þau, að ítalir gætu haft mjög sterka afstöðu að lokinni styrjöld, ef þeir væru hlutlausir, eða gripu síðar inn í styrjöldina til hjálpar þeim aðila, er betur mætti. BANDAMENN BRETA í AUSTUR-EVRÓPU. Það hefir vakið mikla ánægju í Englandi, að Tyrkir hafa lýst yfir því, að þeir munu í einu og öllu halda samninga sína við Breta. En með stuðningi Tyrkja þykir víst, að Bretar geti drottn- að yfir Miðjarðarhafinu. Tyrkir hafa kvatt eina miljón manna til vopna. Talið er að Rúmenir hafi svip- aðan mannafla undir vopnum. Rúmenska stjórnin hefir látið uppi ósk um, að Rúmenar verði hlutlausir, ef til styrjaldar kem- ur, en sennilegt þykir, að þeir muni þó fljótlega dragast inn í styrjöldina, þar sem hún snýst raunverulega um frelsi smá- þjóðanna í Mið-Evrópu og á Balkanskaga. Grikkir hafa einnig boðið út miklum her. HLUTLAUSU RÍKIN. Mikill viöbúnaður er í þeim löndum, sem ætla að reyna að vera hlutlaus. Þannig hefir her- væðing verið fyrirskipuð í Bel- gíu og Hollandi og að mestu leyti í Sviss. Herlið hefir verið stóraukið í öllum þessum lönd- um við þýzku landamærin. Norðurlandaþjóðirnar hafa einnig gert margháttaðar ráð- stafanir og eru reiðubúnar að verja hlutleysi sitt með vopn- um, ef á það verður xáðizt. Munch utanríkisráðherra Dana hefir í viðtali við enskan blaða- mann látið í ljós þá von, að Danir geti haldið áfram núver- andi viðskiptum sínum við Þýzkaland og England, þótt styrjöld sé milli þessara rikja. Svipað fyrirkomulag hefði heppnast á styrjaldarárunum 1914—18. Hann sagðist trúa því, að Danir þyrftu ekki að verja hlutleysi sitt með vopnum, því það væri hagur beggja aðila að Danmörk væri hlutlaus. Hann sagði ennfremur, að það hefði mikla þýðingu að nokkur ríki gætu verið alveg hlutlaus, þvi þau gætu borið friðarorð á milli að styrjöld lokinni. ÞÝZK-RÚSSNESKI SÁTTMÁLINN. Það virðist samróma álit að þýzk-rússneski sáttmálinn sé meginorsök þess, að Þýzkaland hefir gengið jafn langt í kröfum sínum til Póllands og raun er á orðin. Eru lágmarkskröfur Hit- lers t. d. miklu víðtækari nú en á síðastliðnu vori. Þykir flestum liklegt, að ekki hefði komið til styrjaldar að þessu sinni, ef Rússar hefðu heitið Póllandi stuðningi sínum, líkt og Bretar og Frakkar, því að Þjóðverjar hefðu þá séð, að við ofurefli liðs var að etja. Rússar reyna að koma af stað fregnum um það, að Bretar hafi unnið að því að æsa Þjóðverja til styrjaldar gegn Rússlandi. Hversu fjarstætt þetta er, má bezt marka á því, að Bretar tóku ábyrgð á landamærum Pól- lands og Rúmeníu í vetur, en Þjóðverjar geta ekki komizt inn í Rússland, nema þeir hafi áður lagt undir sig þessi lönd. Þýzk árás á Rússland þýddi því fyrst stríð við Pólverja, Rúmena, Breta og Frakka. Oddf ellowhúsíð s e 1 u r: EINSTAKAR MÁLTÍÐIR. MÁNAÐARFÆÐI. VIKUFÆÐI. — Spyrjiff um verff. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksiff frá Kolaverzlnn Sigurðar Ölafssonar. Símar 1360 og 1933. tltbreiðið TÍMANN deildin, sem hann stjórnaði, skaut alls niður 69 þýzkar flugvélar og 26 af þeim skaut hann sjálfur niður. Sérstaklega frœgur varð hann fyrir það, að skjóta niður 11 flugvélar á einum mánuði. Rickenbacker er nú forseti amerísks flugfélags og hefir 30 þús. dollara árs- laun. Rickenbacker hefir skrifað endur- minningar sínar frá stríðinu. Þar segir hann m. a. að hann hafi einkum fylgt þeirri reglu ag halda sig ofarlega í þykkum skýlögum og svifa svo niður að fjandmönnum sínum óvörum. „Hœttulegasti andstœðingurinn í loft- inu er sá, sem maður ekki sér“, segir hann. * * * Víða er i landi pottur brotinn og það er víðar en hér, sem fátœkrafram- fcerið er komið út í öfgar. Þannig skýrir t. d, norska blaðið „Nationen“ frá því að í smábœ einum í Noregi sé á fátœkraframfœri maður nokkur, sem eígi luxusbifreið og láti skrifa konu sína fyrir henni. Bílinn nota þau ein- göngu í þágu fjölskyldunnar, m. a. til að fara í búðir og sœkja mjólk. Það fylgir ekki sögunni, segir blaðið, hvort þau fari í bílnum til að scekja fá- tœkraféð á bœjarskrifstofuna, en það er engan veginn ólíkleg tilgáta! hefir staðið yfir að undanförnu og úrslit orðið þau, að Hallgrímur Fr. Hallgrímsson hefir sigrað í meistara- keppni karla 1 lokaviðureign við Daníel Fjeldsted. Herdís Guðmunds- dóttir varð hlutskörpust í meistara- keppni kvenna og sigraði í lokaviður- eign við Unni Magnúsdóttur. Landakotsskólinn verður að venju settur 1. september. Setningin mun fara fram klukkan 10. Bæjarverkfræffingi var á síðasta bæjarstjórnarfundi fal- ið að gera tillögur um fyrirkomulag á sorphreinsun í bænum. Torgsala. Bæjarráð hefir tekið þá ákvörðun, að leyfa torgsölu grænmetis og annars garðagróðurs einungis klukkan 7—12 árdegis virka daga. Skekkja var það í frásögn Tímans á laugar- daginn, að seiði verði flutt frá Dan- mörku hingað til lands til uppeldis- stöðvarinnar við Varmármynni, þar sem fyrirhugað er að gera tilraun með ræktun regnbogasilungs. Það verða augnahrogn en ekki seiði, sem flutt verða hingað. Ilerbergi óskast til leigu frá 1. október næstk., helzt í miðbænum. — Upplýs- ingar í síma 2186 og 4373. legt, að styrjöldin dragist alltaf enn í 2—3 daga eða þangað til Þjóðverjar hafi fengið heim skip sín, sem brezki flotinn myndi óðara klófesta, ef til styrjaldar kæmi. Á meðan þarf Hitler að aðhafast eitthvað til að halda hernum rólegum. AFSTAÐA ÍTALA. Tónn ítalskra blaða hefir breytzt nokkuð um helgina, en þangað til gerðu þau sér vonir um, að ekki kæmi til styrjaldax. Nú virðast vonir þeirra orðnar minni og þau leggja áherzlu á að telja lesendum sínum trú um, að það sé Bretum að kenna, ef til styrjaldar kemur. Jafnframt gera þau mjög mikið úr þeim sigri Þýzkalands, að hafa tryggt sér hlutleysi Rússlands. Þau lýsa því mjög eindregið að ítalir standi fast við hlið Þjóðverja. Ýmsir halda, að fullkomin ein- lægni sé ekki á bak við þessi skrif blaðanna, heldur eigi þau að vera til þess að hjálpa Þjóð- verjum í „taugastríðinu". Nokkrar orðsendingar hafa farið milli Hitlers og Mussolinis. Talið er, að Mussolini hafi hvatt 210 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn Jrá Texas 211 — Það er áreiðanlegt. — Kannske að þetta sé satt hjá hon- um, að Clem Oakland hafi skotið hann. Eitt atriði er ekki auðveldara að skýra með öðru móti, en það er að hann fór háðan með byssu Stevese að vopni, en þegar hann sést næst, er hann með riff- il. Hvar gat hnan fengið hann? Einhver hefir orðið til þess að sjá honum fyrir riffli og hví skyldi það ekki geta hafa verið Clem, eins og hver annar? Setjum svo, að þeir hafi hitzt og síðan farið til Sjömílnakofans og setið þar fyrir Steve. Barnett segir, að Clem hafi flutt hann þangað sem fanga. Því trúi ég ekki, enda kemur það illa heim við að hann var með riffilinn, þegar hann sést næst. Hann segir ennfremur, að hann hafi sært Clem, en ég mun nú brátt komast að raun um, hvort það er rétt. — Hvernig þá? spurði Wagner. Prescott lygndi augunum. Hann ætlaði ekki að fara að ræða það, hvort hann hefði njósnara í herbúðum óvinar síns. — Skiptir engu máli, hvernig ég fer að því, sagði hann ákveðinn. Barnett heldur því fram, að Clem hafi í hyggju að sprengj a Featherhead-stífluna, og að þessi för hans hafi staðið í sambandi við það. — Guð komi til! hrópaði læknirinn. Gæti það átt sér stað? — Hann myndi gera hvað sem væri, ef hann héldi að það gerði mér skaða, það getur þú reitt þig á, svaraði Prescott. — En ekkert er sennilegra, en að sak- laust fólk yrði fyrir flóðinu, fyrir neðan gljúfrin, og þetta gæti kostað mörg mannslíf. — Dettur þér í hug, að Clem færi að setja það fyrir sig, ef hann á annað borð gæti komið þsesu í framkvæmd? En við vitum ekki, hvort þessi Barnett hefir sagt satt. Hann er í bölvuðum kröggum, og þess vegna gæti átt sér stað, að hann hefði ætlað að ávinna sér hylli mína með þessu. Eg hefi vitað til þess áður, að fangar reyndu slíkt. En þessi náungi er mér hreinasta ráðgáta. Hann er óvenju- legu rmaður, hvernig sem á hann er litið. Eg held, að enginn vafi sé á því, að við höfum handsamað þann rétta mann, þetta er Barnett, enda reynir hann tæp- ast að bera á móti því. En ég botna satt að segja ekkert í athæfi hans. Ef hann er bankaræningi, manndrápari og vand- ræðamaður, þá er hann áreiðanlega ný tegund slíkra fugla. Eg hefi séð margt um dagana, eins og þú, en ég hefi aldrei komizt í kynni við samskonar mann. — Sama segi ég. En það var eitt enn, Clint. Þegar ég var að gera að handlegg hans, tók ég eftir sári, sem hann hefir fengið fyrir ekki alllöngu síðan. —■— nýja bíó-— Hvar varst Jjii í nótt? j Bráðskemmtileg Wienar- kvikmynd með dillandi músik og söngvum eftir hið fræga tízkutónskáld Robert Stolz. Aðalhlutv. leika frægustu gamanleikarar Þjóðverja: PAUL, HÖRBIGER, 2 HANNA WEAY, I LEO SLEZAK, * * HERMANN THIMIG » og gamla konan ADELESANDROCK. í Auélýsing Þeir, sem á komandi hausti og vetri óska að leigja húsnæði sérstaka daga í Alþýðuhúsinu Iffnó eða Ingólfs Café til mann- fagnaðar — veizluhalda, leikstarfsemi, konserta, skemmtifunda, dansleikja o. þ. h. — og fundahalda, eru beðnir að gera aðvart um það fyrir lok ágústmánaðar, skriflega, ellegar i skrifstofunni í Iðnó, Vonarstræti 3. — Skrifstofutími virka daga kl. 4—6 síðdegis. Aðra daga og tíma dags eftir samkomulagi. — Sími: 2350. Austnrbæjarskólinn. Börn á aldrinum 7—10 ára (fædd 1929—1932), sem eiga að sækja Austurbæjarskólann í september n. k., mæti til viðtals miðvikudaginn 30. ágúst (á morgun) sem hér segir: Kl. 9: Börn fædd 1929 (10 ára bekkir). Kl. 10: Börn fædd 1930 (9 ára bekkir). Kl. 11: Börn fædd 1931 (8 ára bekkir). Kl. 14: Börn fædd 1932 (7 ára bekkir). Skólaskyld börn (fædd 1929—1932), sem ekki mæta í september, eiga það á hættu að sitja eftir í bekk. Undirritaður verður fyrst um sinn til viðtals í skrif- stofu skólans kl. 10—11 árdegis. Skólastj órinn. 20°|„ 3O°|0 45°|0 O S T A R Irá Mjólkursamlagi Eyfírðínga alltaf fyrírlíggjandí í heildsölu. Samband ísl.samvínnuíélaga Sími 1080. Auglýsing um verdhækkun á eldspýtum. Verð á eldspýtum er frá og með deg- iiiiim í dag að telja sem hér segir: SVEA eldspýtur, venjuleg stærð í 10 stokka „búntum“. Heildsöluverð kr. 36.00, þúsund stokkar. Smásöluverð 45 au. 10 stokka „biintið“. SVEA eldspýtur, I stórum stokkum. Heildsöluverð kr. 40.00, hundrað stokkar. Smásöluverð 50 aura stokkuriun. SVEA eldspýtur, litlar, í 10 stokka ,,biintum“. Heildsöluverð kr. 33.00, þúsuud stokkar. Smásöluverð 40 au. 10 stokka ,,búntið“. Etan Reykjavlkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði. Mteykjavík, 29. áyúst 1939. TÓRAKSEINKASALA RÍKISINS. § ÚTBREIDIÐ TÍMANNf —GAML BÍÓ~°"°— Söngur móðurinnar Áhrifamikil og hrífandi fögur söngmynd. Aðalhlutvekin leika og syngja: BENJAMINO GIGLI og MARIA CEBOTARI.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.