Tíminn - 09.09.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, Iau^ardaginii 9. sept. 1939 104. blað Mynd þessi er tekin nokkru áður en styrjöldin liófst og er frá hátíðahöldunum, sem haldin voru í Vilna til minn- ingar um þann atburð fyrir 20 árum síðan, þegar Pólverjar hrökktu rússneskar kommúnistahersveitir úr borg- inni. Sjást pólskir hermenn ganga framhjá minnismerki Pilsudskis, en á heiðururspallinum er forseti Póllands og margir aðrir helztu menn ríkisins. Áhrif styrjaldarinnar á utanríkisverzlun þjóðarinnar Undírbúníngur ríkísstjórnarinnar Enn verður ekki sagt um það með neinni vissu, hvaða áhrif styrjöldin muni hafa á siglingar til landsins og utanríkisverzlun þjóðarinn- ar. Eins og sakir standa er allt í óvissu með þá hluti. Eins og kunnugt er hafa Eim- skipafélagsskipin haldið kyrru fyrir seinustu dagana, eitt í Kaupmannahöfn, tvö i Englandi og þrjú hér heima. Hefir verið beðið eftir því að skipin fengust stríðsvátryggð og barst tilkynn- ing um það í morgun, að vá- tryggingin væri fengin og munu því skipin, sem eru erlendis, leggja af stað heimleiðis í dag, og Gullfoss, sem er ferðbúinn hér, áleiðis til Kaup- mannahafnar. Að öðru leyti mun ekkert afráðið um siglingar skip.anna í framtíðinni. Ríkis- stjórnin mun hafa óskað eftir því, að ferðir þeirra yrðu ekki ákveðnar, án vitundar hennar. Stjórninni barst sú tilkynning frá Englandi í gær, að þeir samn- ingar, sem veittu okkur leyfi til að selja ísfisk og frystan fisk í Englandi, væru fallnir úr gildi. Fyrirspurn, sem send var héðan í gær í tilefni af þessari uppsögn, var í morgun svarað á þá leið, að litið væri svo á, að innflutn- ingur frá íslandi á þessum vör- um væri orðinn frjáls. Hér í landinu eru nú um 400—500 smál. af frystum fiski og hrogn- um, sem hefir verið selt fyrir- fram í Englandi. Um ísfiskveiðar togaranna mun ekki neitt end- anlega ákveðið. í landinu eru nú um 26 þús. smál. af saltfiski. Rúmlega y3 hluti þessara birgða eða 9 þús. smál. hafa nýlega verið seldar til Portúgals, en skipakostur hefir en ekki fengizt til að annast flutninginn. Um útflutning síldarafurð- anna hefir ekkert verið afráðið. Skömmtun nauðsyiija. Samkvæmt upplýsingum við- skiptamálaráðherra er undir- búningi að skömmtun ýmissa nauðsynjavara svo langt komið, að hún mun hefjast síðari hlut- ann í næstu viku. Hefir undir- búningurinn tekið þennan tíma, sökum þess að ætlast er til að skömmtunin hefjist um allt land samtímis. Ríkisstj órnin hefir þessi mál öll til vandlegrar athugunar og mun gera eins fljótt og unnt er ráðstafanir til þess að fá úr því skorið, hvernig viðskiptum við útlönd og siglingum þangað verður bezt fyrir komið. Þarf þar að taka tillit til margra atriða og verða menn því að vera und- ir það búnir að þetta gangi ekki eins greiðlega og ákjósanlegt væri og gexa mætti ráð fyrir á friðartímum. Sennilega mun ríkisstjórnin skipa nefnd til að hafa eftirlit með útflutningnum og fleira því, sem til greina kemur í sambandi við hann. Innkaup erlendra vara fara vitanlega fyrst og fremst eftir því, hvernig tekst til með sölu og flutning útflutningsvaranna. Fimm þýzk skip samtals 17,500 smál. hafa flúið híngað Hin útlendu kaupför, sem leit- að hafa hafnar í Reykjavík vegna stríðsins, eru nú orðin sex, fimm þýzk og eitt norskt. Toll- gæzlumenn hafa innsiglað vöru- birgðir skipanna og lögreglan loftskeytastöðvarnar og skips- mennirnir verða að hafast við í skipum sínum, nema skipstjórar fá landgönguleyfi til þess að tala við ræðismenn þjóðar sinnar. Tveimur skipum, sem fyrst komu, hefir verið lagt inn í sund- um. Heita þau Erik Henrik Fis- her, 3300 smálestir brúttó, og Sardinia, 4200 smálestir. Þau voru bæði tóm, er þau komu hingað. Á ytri höfninni liggja Byanca, 1200 smálestir, er hefir meðferð- is talsvert af kolum, Lúbeck, 3700 smálestir, er kom frá Vestur- Indíum með ýmiskonar vörur, einkum sykur, kaffi, romm, ka- kao, hunang, tóbaksvörur, sút- unarefni, húðir, hamp, baðmull (Framh. á 4. síöuI Hrun kommúnismans í Frakklandi Það er einróma álit erlendra blaðamanna í Frakklandi að sú skyndilega stefnubreyting rúss- nesku stjórnarinnar, að leggja baráttuna gegn fasismanum á hilluna og styðja óbeint ágengni þýzku nazistanna á hendur Pól- verjum, hafi nær útrýmt franska kommúnistaflokknum í einni svipan. Til sönnunar þessu þykir rétt að tilgreina frásögn tveggja norrænna blaða, sem meira en flest önnur blöð hafa gagnrýnt stefnu Chamberleins, en hins- vegar verið vinveitt í garð Sovét- Rússlands. Þessi blöð eru ,,Dag- bladet" í Oslo og „Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning" í Gautaborg. í „Dagbladet“ 30. f. m. skrifar fréttaritari blaðsins i París, Hans Heiberg, á þessa leið: „Önnur umskipti á útliti barg- arinnar eru þau að kommúnist- arnir eru fullkomlega úr sög- unni. Þýzk-rússneski sáttmálinn særði þá ólífissári. Vegna langr- ar þjálfunar í blindri flokks- hlýðni reyndu foringjarnir enn einu sinni að fylgja fyrirskipun- um, en tilraunin til að sanna að Sovét-Rússland stæði enn í fylkingarbrjósti friðarvinanna og að samningurinn væri ósigur fyrir nazismann, varð árangurs- laus og mætti svo mikilli andúð, að gizka má á, að flokkurinn hafi misst um helming hinna virku liðsmanna á einum degi. Það bætti ekki neitt úr skák, þótt flokksforingjarnir lýstu yfir há- tíðlega því, að þeir myndu ekki bregða fæti fyrir hernaðarráð- stafanir stjórnarinnar, og héldu fast við hina andnazistisku og lýðræðissinnuðu afstöðu sina. Franski kommúnistaflokkurinn hafði verið mizkunnarlaust tor- tímt og það kom þvi engum á óvart, þótt Daladier notaði tæki- færið til að banna blöð komm- únista og stigi með því alvarlegt skref fyrir franskt lýðræði, en sem ekki tjáði að sakast um eins og ástatt var.“ í „Göteborg Handels- och Sjö- farstidning“ 25. f. m. skrifar fréttaritari blaðsins í París á þessa leið: Síldveiðarnar. — Úr Eyjafirði. — Kornræktin að Klauf. — Etirlit með fjár- flutningum á bifreiðum. — Síldarrannsóknir. — Nýr hrossaræktarráðunautur. Síldveiðarnar eru nú að daprast aft- ur og líklegt að flest skip hætti veiðum hvað úr hverju. Reknetabátar fengu þó nokkurn afla í gær. Margir af tog- urunum, sem voru norðan lands í sum- ar, eru komnir til Reykjavíkur og liggja nú hér á höfninni. Eru það Tryggvi, Kári, Jón Ólafsson, Baldur, Hilmir, Sindri, Þorfinnur, Hafstein, Gulltopp- ur, Þórólfur og Belgaum. Aðrir eru á leið til Reykjavíkur. Einn vélbátur úr Reykjavík, Víðir, er kominn heim af síldveiðunum. Allmargt af fólki, er síldarvinnu hefir sinnt í sumar, er komið til bæjarins, en aðrir koma á næstunni. Af Akureyrarskipum er Jarl- inn hættur síldveiðum. / t r Samkvæmt símfregn úr Eyjafirði er heyskap þar lokið á flestum bæjum. Er heyfengur manna, þar svo sem víð- ast annars staðar, um venju fram að gæðum og einnig nokkuð yfir meðal- lag að vöxtum. — Göngur og réttir hefjast í Eyjafirði um og upp úr ann- arri helgi. Haustslátrun byrjar eftir röska viku og áætlað að álíka mörgu verði slátrað i haust og undanfarin ár, 22—24 þúsund kindum í fjórum slát- urhúsum Kaupfélags Eyfirðinga, Akur- eyri, Dalvík, Svalbarðseyri og Greni- vík. t t t Þessa dagana er verið að ljúka við að slá kornið á ökrunum að Klauf í Eyjafirði. Þreskingin hófst í morgun. Gizkað er á, að á annað hundrað tunn- ur af byggi fáist af akurlendinu, en auk þess er dálítið af höfrum og rúgi. Alls var byggi sáð í 8 hektara lands í ár, en fyrirhugað er, að byggekrurnar verði 20 hektarar næsta sumar. Verða í því skyni brotnir 10 hektarar af nýju landi í haust. Allt korn, sem fæst í Klauf í haust, á að nota til útsæðis að ári. Þykir þriggja ára reynsla, er fengizt hefir í Klauf, benda til þess, að kornyrkja geti verið bændum í Eyja- firði * til talsverðra hagsbóta. Mun Kaupfélag Eyfirðinga því stuðla að aukinni kornrækt þar um slóðir og er ráðið, að forstöðumaður kornræktar- búsins í Klauf, Erlingur Davíðsson frá Hámundarstöðum, leiðbeíni bændum í þessum efnum, ferðist i vetur um hér- aðið í því skyni og skrifi um komrækt. Má því búast við, að verulegur skriður komist á kornræktina í Eyjafirði á sumri komanda. r r t Dýraverndunarfélag íslands hefir þrjú undanfarin ár haft á sínum veg- um mann til eftirlits um meðferð og aðbúnað að fénaði, sem fluttur er á bifreiðum til sláturhúsanna í Reykja- vík og Hafnarfirði. Hefir bóndi austan úr sveitum haft þetta starf með hönd- um. í fyrrahaust ferðuðust einnig tveir menn um Norðurland og litu þar á ýmsum stöðum eftir sláturhúsum og aðbúnaði að sláturfé. Samkvæmt upp- lýsingum, sem Tímin hefir fengið hjá Þórarni Kristjánssyni hafnarstjóra, en hann er formaður Dýraverndunarfé- lagsins, er eftirlitsmaður félagsins tek- inn til starfa fyrir nokkru. Mun hann verða til eftirlits fram í októbermánuð að venju. Annars má gera ráð fyrir, að í minnsta lagi verði gert að fjárflutn- ingum á bifreiðum í haust. t t t Árni Friðriksson fiskifræðingur hefir i sumar, svo sem endra nær, starfað að rannsókn á síldarmögum og öðrum síldarrannsóknum norðan lands. Er þetta níunda sumarið, sem slíkar at- huganir eru framkvæmdar. Hann er nú um það bil að ljúka störfum sínum nyrðra að þessu sinni. Árni hefir 1 sumar rannsakað um 2500 síldir og komizt að raun um, að átan hefir nú hagað sér allt öðru vísi en að undan- förnu. Mðalátumagn er talið 6—7 rúm- sentimetrar í síldarmaga, en ef það fer niður úr 6 rúmsentimetrum, er ekki hægt að búast við að veiði haldist. Síð- ustu daga júnímánaðar var átumagnið mikið um venju fram. Síðan fór það minnkandi og var um miðjan júlímán- uð komið niður fyrir lágmarkið. Minnst var átumagnið hinn 5. ágúst, en hefir aukizt síðan. t r r Stjórn Búnaðarfélags íslands ákvað nýlega á fundi, að ráða Gunnar Bjarnason búfræðikandidat frá Húsa- vík sem hrossaræktarráðunaut í stað Theodórs Arnbjarnarsonar frá Ósi, er lézt í byrjun þessa árs. Ekki er enn ráðið, hvenær Gunnar tekur við ráðu- nautsstarfinu, en hann dvelur um þessar mundir erlendis. t r r „Eðlileg afleiðing af svikum Rússa er vaxandi fjandskapur gegn stjórn kommúnistaflokks- ins, sem gegn betri vitund reyn- ir að verja Stalin eftir ítrasta megni og segir að Rússar hafi ekki brugðist fyrri stefnu sinni. Þessir furðulegu látaláta-föður- landsvinir, sem fyrir 24 klst. börðust fyrir styrjöld gegn Stal- in, reyna að telja liðsmönnum sínum trú um, að Rússar muni hjálpa Frökkum, ef þeir lenda í styrjöld við Þjóðverja, sökum skuldbindinga sinna við Pólland. Það væri ekkert undrunarefni, þótt þessir málflutningsmenn Moskva yrðu fyrir barðinu af múgæsingum. Innan herbúða kommúnista sjálfra, þar sem hin óvæntu svik Rússa hafa skapað vonleysi og örvæntingu, ríkir takmarkalítill hefndarhugur (lynchningsstámning), sem hin- ir fáu kommúnistaforingjar munu finna til, ef eitthvað ber út af leið.“ í sama blaði 30. f. m. skrifar fréttaritari þess í París eftirfar- andi: ,Nokkru áður en Parísarblöð kommúnista voru bönnuð, hafði risið ágreiningur innan rit- stjórnarinnar og helztu starfs- mennirnir höfðu færzt undan að halda starfi sínu áfram. Mikill ágreiningur hefir risið innan flokksstjórnarinnar og þykir lík- legt að Thorez, vinsælasti mað- ur flokksins, Cachin, brautryðj- andi flokksins, og færasti blaða- maður flokksins í utanríkismál- um munu fara úr flokknum, á- samt fjölmörgum mönnum öðr- um. Þeir mega hinsvegar hraða brottförinni, ef þeir ætla að gera það áður en flokkurinn verður bannaður. En það getur skeð á hverri stundu. Stalínklíkan í flokksstjórninni hefir hafið bar- áttu gegn hervæðingunni með flugritum og haldið þar fram að Frakkland og England vildu heldur fara í stríð en semja við Rússland. Eins og málum er nú komið mun þetta teljast til land- ráða. Stjórn jafnaðarmanna- flokksins hefir skorað á komm únistana, að segja skilið við Moskva. En hvað, sem kann að gerast hér eftir, er það samt öruggt, að Stalinisminn er dauð- ur í Frakklandi í ýmsum bæjum utan Parísar hefir múgurinn ráðizt á kommúnistiska blaða- sala og hefir lögreglan með naumindum bjargað þeim frá meiðingum.“ Til viðbótar þessu má geta þess, að danski „Social-Demo- kraten" skýrir frá því, að á mörgum sellufundum franskra kommúnista hafi kommúnista- blöðunum verið brennt i mót- mælaskyni við túlkun þeirra á þýzk-rússneska sáttmálanum Geta má þess einnig, að kom- múnistar eiga ellefu menn stjórn franska Alþýðusambands- ins. Hún samþykkti fyrir nokkru að lýsa andúð sinni á þýzk- rússneska samningnum með 18 gegn 8 atkv. Þrír af kommúnist- unum sátu hjá við atkvæða greiðsluna. Þessar og aðrar fregnir benda hiklaust til þess, að kommúnism- inn sé að renna skeið sitt á enda í Frakklandi, en þar hefir hann verið langsterkastur, utan Rúss lands, seinustu árin. FRÁ ST YR J ÖLDINNI. ÞJÓÐVERJAR tilkynntu í gær- kveldi að þýzkar hersveitir brynvörðum bifreiðum og skrið- drekum væru að brjótast inn í Varsjá. Samkvæmt síðustu fregnum virðist þessi sókn þeirra hafa misheppnast.Pólverjar hafa útvarpsstöðina þar enn á valdi sínu og tilkynna að 120 þús manns vinni að því að grafa skotgrafir kringum borgina og öflugur her sé þar til varnar og A víðavangi Sökum hinnar yfirvofandi kolaeklu hefir kennari í kaup- túni einu vestan lands varpað fram þeirri tillögu, að tekin yrði upp sú tilhögun barnafræðsl- unnar í kauptúnum að börnin væru ekki látin koma saman í skólann, nema t. d. tvisvar i viku og væri þá gefin verkefni, sem Dau ynnu að heima, og gætu kennararnir notað tímann þá daga, sem skólinn starfaöi ekki, til þess að fara heim til barn- anna og hjálpa þeim við verk- efnin eftir því, sem ástæða þætti til. Telur þessi kennari að bæði sé athyglisvert að prófa þetta kennslufyrirkomulag og auk sess myndi það hafa talsverð- an kolasparnað í för með sér. Getur hæglega farið þannig, að skólarnir stöðvuðust alveg, sök- um kolaskorts, þegar kemur fram á veturinn og virðist því hyggilegra, að byrjað sé að spara strax. Ætti fræðslumálastjórnin að taka þessa tillögu til athug- unar. * * * Ríkisstjórnin hefir sent áskor- un til almennings um sparnað á eldsneyti og segir þar meðal annars: 1. Leggið ekki í mið- stöðvar þegar hlýtt er í veðri. 2. Notið rafmaghsofn í stað kolakyndingar, þar sem það er hægt. 3. Lokið fyrir miðstöðv- arofna í öllum herbergjum, sem lítið þarf að nota, fyrst og fremst í kjöllurum, á göngum og loftum. 4. Ef lokað er fyrir helming ofn- anna minnkar kolaeyðslan um nærri helming. 5. Gætið sparn- aðar við notkun á heitu vatni. 6. Komið yður upp hitakössum til suðu. Þeir spara mjög mikið eldsneyti. * * * í landinu eru nú allmargar rafmagnsstöðvar, en mikið vant- ar á að öll sú orka, allt það hita- gildi, sem vatnsafliö framleiðir, notist til hlítar. Sogsstöðin með Elliðaárstööinni mun til dæmis búa yfir 3—4 þúsund hestöflum umfram rafmagnsnotkunina eins og hún hefir komizt hæst. — Og enn fleiri þúsundum hestafla nema rétt þá stuttu stund, sem verið er að sjóða mál- tíðir handa Reykvíkingum og Hafnfirðingum. Ekkert af þess- ari miklu orku er komið í gagn. Og á næturnar er rafmagns- notkunin hverfandi. Með hóf- legu verðlagi, sem þá yrði til hagsbóta fyrir báða aðila, raf- veituna og viðskiptamenn þeirra, þarf að búa svo um, að megin- orka hverrar stöðvar notist til hins ítrasta. Hið virkjaða vatns- afl er reiðubúið til þess að hita upp híbýlin, meðan við sofum! En það er með raforkuna eins og tímann, henni verður ekki safn- að í kornhlöður! Raforkan, sem unnt var að nota í gær til gagn- legra hluta, er ekki tiltæk í dag. Hver stund, sem líður fæst aldrei aftur! Þessvegna þurfa rétt stjórnarvöld að snúast við þessu atriði til almennings- heilla, og það við fyrstu hentug- leika. muni hann verjast til seinasta manns. Þjóðverjar halda uppi stöðugum loftárásum á borgina og valda miklum usla. Hafa þeir gert miklar skemmdir á járn- brautarlínum til borgarinnar og torveldar það mjög flutninga til og frá borginni. Konur og börn hafa verið flutt þangað undan- farna daga. Á öðrum vígstöðv- um í Póllandi virðist hafa verið rólegt undanfarinn sólarhring, því Þjóðverjar leggja allt kapp á sóknina til Varsjá. Herinn, sem sækir þangað, er sá sami og lok- aði pólska ganginum, en mun hafa fengið nokkurn styrk frá Austur-Prússlandi. Á VESTURVÍGSTÖÐVUNUM tilkynna Frakkar að þeir sæki fram og hörfi Þjóðverjar undan og sprengi þeir uppi vegi og brýr á undanhaldinu. Byrjað er að (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.