Tíminn - 21.09.1939, Qupperneq 3

Tíminn - 21.09.1939, Qupperneq 3
109. blaSS TnilIW. fimmtudagiiui 21. sept. 1939 435 HEIMILIÐ IÞRÓTTIR Sláturtíðin. Drcngjainót í Kjós. Sláturtíðin er byrjuð, þessi erfiði og vandasami tími fyrir húsfreyjurnar, sérstaklega sveitakonurnar. Þá eru kaupa- konurnar venjulega farnar, þótt þær hafi verið einhverjar. Út- þráin og skólaþráin hefir gripið unglingana, og húsfreyjurnar sitja einar eftir með öll heimil- isverkin og matreiðslu á öllum haustmatnum, allt slátrið, allan undirbúning undir veturinn og undirbúning undir allt árið. Oft ber það til, að ýmislegt af slátrinu verður ekki notað eins vel og skyldi, vegna þess að það kemst ekki í verk að hirða það allt. Það kemur líka fyrir, að ekki þykir borga sig að kaupa vinnu til þess að koma því í mat, þó hægt væri að fá hana, sem getur líka brugðizt sumstaðar. En nú ríður á að gera sér sem mestan mat úr hverju einu, sem til fellur. Það er óvíst hve vel gengur að afla sér útlendrar fæðu, og „hollt er heima hvat“. En hvernig verður úr þessu bætt. Geta húsfreyjurnar unnið meira en venja er til í slátur- tíðinni? Ég býst ekki við að þær geti það. Þær leggja þá oftast fram krafta sína til þess ýtrasta. En karlmennirnir gætu mikið betur hjálpað til í sláturtíðinni en þeir almennt gera. Það ríður svo mikið á því, að öll meðferð haustmatarins fari vel úr hendi, að slíkt ætti að vera áhugamál hvers einasta húsföður og allra heimilismanna. Ég veit líka, að það væri mörgu heimili til mikillar hjálp- ar, ef skólarnir, sérstaklega ung- lingaskólár og húsmæðraskólar, sem sveitafólk sækir mest, byrj- uðu ekki fyrr en um veturnætur. Fyrir það fengi fjöldi heimila meiri vinnukraft þennan dýr- mæta tíma og frágangur allur og meðferð á haustmatnum gæti orðið betri. Á hverju heimili þarf að vera einhver staður, þar sem hægt er að kæla mat. Þeir, sem ekki ná til frystihúsa eða geta haft kæliskápa, gætu þá allflestir haft snjógryfju, þar sem snjór geymist í yfir allt árið. í snjó- gryfju má geyma allskonar slát- ur, svið og mör fram á vetur, og verður þá hægra að matbúa það smátt og smátt, heldur en að þurfa að taka það allt í einu. J. S. L. grunsamt og einnig tungan milli Jökulsár á Brú og Jökulsár á Fjöllum, þótt miklar líkur séu til þess, að nokkrar sveitir á þessu svæði séu enn lausar við veikina. í Skagafirði er veikin mjög út- breidd í Hólahreppi og nokkur tilfelli eru kunn í Viðvíkursveit og Hofshreppi. Þarf þar þó að rannsaka tiltölulega fátt fé, samanborið við á Austurlandi, til þess að nokkurnveginn sé víst, að komizt verði út fyrir út- breiðslusvæðið. í Árnessýslu eru allar líkur til þess að veikin sé innilokuð í hólfi því, sem myndast við vörzl- una með Hvitá og Þjórsár og giröinguna neðan við Skeið- arnar. Það sem gert verður: Nú hefir enn verið ákveðið að vinna að því með eins miklu kappi og unnt er, að stöðva frek- ari útbreiðslu þessarar veiki og halda áfram óslitinni baráttu við útrýmingu hennar. Var gert ráð fyrir að rannsaka þyrfti nú í haust og vetur 70—80 þúsund fjár, til þess að nokkurnveginn örugg vissa væri fengin fyrir því, að komist væri út fyrir út- breiðslu svæðin. Hvort hægt verði að fram- fylgja þessari áætlun er nú ó- mögulegt að segja, vegna þess að engin vissa er fyrir því, að við getum fengið nægilegt af rannsóknarlyfinu „johnin“ frá Englandi, úr þvi styrjöld- in skall á. Allt verður þó gert, sem hægt er, til þess að fá lyf- ið innflutt. Bændum verður að vera það ljóst, að okkur getur lítið orð- ið ágengt við útrýmingu þess- arar veiki, nema þeir séu allir fúsir að leggja lið sitt til á alla vegu, til þess að vinna að fram- gangi þessa máls. Verður þeim að vera það ljóst, að verið er að Ungmennafélagið „Drengur“ í Kjós hélt íþróttamót fyrir drengi yngri en 18 ára sunnudaginn 3. septembermánaðar, við Bugðu í Kjós. Keppt var í sjö íþrótta- greinum og voru þátttakendur tólf. Úrslit í einstökum greinum voru þessi: í 80 stiku hlaupi var hlut- skarpastur Axel Jónsson á Hvíta- nesi, sem hljóp þessa vegalengd á 9,8 sek. Annar varð Alexíus Lúthersson á Ingunnarstöðum á 10,2 sek. og þriðji Sigurjón Jóns- son í Hvítanesi 10,5 sek. í langstökki stökk lengst Axel Jónsson, 5,91 metra. Næstur varð Sigurjón Jónsson, stökk 5,30 metra og þriðji Gunnar Ragn- arsson i Þúfukoti, 4,92 metra. í hástökki varð hlutskarpast- ur Sigurjón Jónsson, stökk 1,50 metra. Annar varð Axel Jónsson, 1,48 metra, og þriðji Alexíus Lúthersson, stökk sömu hæð. Þrístökki lyktaði þannig, að lengst stökk Axel Jónsson, 12,20 metra. Sá næsti, Alexíus Lúth- ersson stökk 11,85 og þriðji, Sig- urjón Jónsson, 10,88 metra. í kúluvarpi kastaði Axel Jóns- son lengst, 12,12 metra. Annar varð Alexíus Lúthersson, 12,10 metra, og þriðji Sigurjón Jóns- son 9,24 metra. í kringlukasti varð beztur Axel Jónsson, kastaði 33,30 metra. Annar Haukur Hannesson í Hækingsdal, 27,21 metra, og þriðji Alexíus Lúthersson, kast- aði 26,07 metra. í spjótkasti varð röðin sú, að Sigurjón Jónsson kastaði 32,40 metra, Axel Jónsson 31,87 metra og Haukur Hannesson 27,30. Þetta er annað mótið, sem fé- lagið heldur á þessu sumri. Það fyrra var snemma í vor, en á milli þeirra var haldið uppi æf- ingum um helgar. Þátttakendur eru margir efnilegir íþrótta- menn og enginn eldri en 17 ára. Áhugi fyrir íþróttum er tölu- verður, en aðstæður til æfinga slæmar. ÞÉR ættuð að reyna kolin og boksið frá Kolaverzlnn Sigurðar Ólafssonar. Símar 1369 og 1933. vinna að þessu fyrst og fremst fyrir þá sjálfa. Ómögulegt er að komast hjá því að baka hlutaðeigandi bænd- um ýmsa örðugleika í sambandi við þær ráðstafanir, sem gerð- ar verða og nokkrir einstakling- ar hljóta og að verða fyrir nokkrum skaða við sumar ráð- stafanirnar. Gert er þó ráð fyrir, að slíkt tjón, ef mikið verður, verði bætt að einhverju leyti úr ríkissjóði. Ráðstafanir gerðar nú í haust. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar nú á þessu hausti, til þess að reyna að hindra, eftir því sem frekast er unnt, meiri útbreiðslu garnaveikinnar. Fjárflutningar milli ýmissa landssvæða hafa verið bannaðir, t. d. yfir stóru árnar á Norð- austur- og Austurlandi Ákveðið hefir verið að reyna með öllu móti að fyrirbyggja að veikin berist vestur fyrir Jökulsá á Fjöllum. Verður þess vegna aö lóga öllu því fé, sem farið hefir yfir þá á í sumar. Allmikil hætta er á því, að ó- skilafé og annað, fé af hin- um sýktu svæðum, sem kemur fyrir fjarri átthögum sínum, og sem þarf að reka langar leiðir heim til sín, geti útbreitt veik- ina mjög tilfinnanlega. Hafa því verið gefin út fyrirmæli um að lóga skuli sliku flækingsfé á ýmsum svæðum, þar sem það er hættulegast, einkum þegar þaö kemur fyrir seint á haustin, eða eftir að kominn er vetur, og ó- gerlegt er að koma því heim til sín nema reka það bæ frá bæ. Til þess að sem fæst fé lendi í vanskilum og verði því lógað vegna þessara ráðstafana, hafa verið gefin út fyrirmæli um breytingu á fjallskilum, þar sem þess þótti með þurfa á hinum grunuðu og hættulegu svæðum, þannig að samliggjandi lönd Reykjavík. Simi 1249. Símnefni: Sláturfélag. MðnrsnðoverksmUIja. — BJúgnagerð. Reykhús. — Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrvai. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt,' viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma- kröfum. Egg frá Eggjasölusamlagf Reykjavíkur. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENjCHEIN. allt land. í f af umsóknum ýmsra skrifstofa og stofnana í bæn- um, um aukaskammt af kaffi og sykri vegna kaffidrykkju starfsfólksius, á viimustaðnum, telur nefndin sig ekki hafa heimild til að veita slíkan aukaskammt og telur eðlilegt að starfsfólkið leggi sjálft fram af sínuni eigin skammti. Úthlutunarnefnd Reykjavíkur. Bændur! Munið að liafa ávalt hin ágætu Sjainar-júgursmyrsl við liendina. yrðu ætíð gengin samhliða, og það brýnt fyrir hlutaðeigandi hreppsnefndum að sjá um að þeim fyrirmælum verði fram- fylgt. Þótt nokkru af fé þurfi að lóga í haust, vegna þessara ráð- stafana, þá er ekki í það horf- andi, ef það nær tilætluðum á- rangri, að draga mjög úr út- breiðslu þessarar plágu. En all- staðar hefir verið reynt að sigla milli skers og báru og fyrirskipa ekki slátrun á fé, ef líklegt þótti að um mjög margt fé yrði að ræða. Bændur, gætið varúðar! Bændur geta gert mikið til þess að fyrirbyggja að garna- veikin komist í fé þeirra og draga úr skakkaföllum af völd- um hennar, þótt hún sé þegar komin í féð, með því að gæta skynsamlegrar varúðar, án þess að það kosti nokkur fjárútlát. Fyrst ættu allir að hafa það hugfast, sem á sýktum og grun- uðum svæðum búa, að koma frá sér öllu ókunnugu fé strax og þess verður vart við samanrekst- ur, og sjá um að það sé rekið beinustu leið heim til sin. Forðast skulu þeir að láta ó- kunnugt fé, af grunuðum svæð- um, inn í fjárhús, eða láta það standa í þröngum girðingum yf- ir nætur. Ef endilega þarf að hafa slíkt fé yfir nætur, þá er bezt að hafa það í réttum eða í hesthúsum. Fjárkaup og fjárflutninga alla á grunsömum svæðum ættu all- ir að forðast, eftir því sem unt er, jafnvel þar, sem slíkt er ekki bannað. Þeir, sem endilega þurfa að kaupa fé, t. d. hrúta, ættu held- ur að kaupa lömb en fullorðið, vegna þess að af lömbum ætti alls ekki að vera mikil hætta, því að þau munu yfirleitt ósýkt að haustinu. Fóðratöku fjár ættu líka allir að forðast á hinum grunsömu og sýktu svæðum, þar sem nokkrar líkur eru til þess að garnaveikin geti borizt á heim- ilið með fóðra fénu. í haust ættu þeir bændur, sem búast við því að hægt verði að rannsaka fé þeirra, áður en farið verður að taka fé til hýsingar, að reyna að forðast að láta féð inn í húsin, heldur raga í því í réttum, svo að bakteríur geti ekki komizt í húsin á þessu hausti. Verður reynt að rann- saka féð úti og í tjaldi á þeim bæjum, þar sem slíkrar varúðar sem þessarar, hefir verið gætt í haust. Þegar farið verður að taka féð í hús og gefa því, verða allir að hafa það hugfast að svo framarlega sem þeir ganga á sömu skóm á fjárhúsgólfinu og í görðum og heystæðum, þá eru þeir að gera leik til þess að sýkja féð,ef veikar kindur kunna að vera í því. Sömuleiðis þarf að gæta vel að því, að vatnsílát séu ekki höfð svo lág, að féð geti sparkað í þau, þvi að þá geta sýklarnir borizt beint frá sjúkri kind í heilbrigðar með drykkjarvatn- inu. Bezt er að brynna úti, hvar sem því verður við komið. Hafið garða svo háa að féð geti ekki sparkað upp í þá, og mokið taði út þegar líður á vet- urinn, ef of lágt verður þá á garða. Látið enga kind stökkva upp í jötur eða tóftir. Hafið slíkar kindur í kró sér, þar sem mörg garðabönd eru hvert fyrir ofan annað, eða að öðrum kosti slátr- ið þeim. Að lokum þetta: Fækkið fé ekki að svo stöddu vegna hræðslu við veikina. Með rannsóknunum ætti alltaf að að vera hægt að halda veikinni í skefjum og fyrirbyggja að fé hrynji niður af völdum hennar. Ég bið ykkur alla, hlutaðeig- andi bændur og fjármenn, að gera allt, sem í ykkar valdi stendur, til þess að vinna að því að þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið og gerðar verða, með tilliti til þess að vinna bug á garnaveikinni, verði fram- kvæmdar og komi að tilætluðu gagni. Ég hefi tekið þá stefnu í þessu máli, að slaka hvergi til og vinna af fremsta mætti að því, að allt verði gert, til þess að takmarka tjónið af völdum þessarar veiki, og unnið verði að útrýmingu hennar, meðan nokkur von er um að slíkt megi takast. Halldór Pálsson. Fást hjá kaupfélögum og kaupmönuum um land allt. Bírgðír í Reykjavík hjá Samband ísL samvinnuiélaga Sími 1080. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlikill. f heUdsölu hjá Sambandísl.samvinnufélaga Sími 1080. Fröuskunámskeiö Alliance Francaise í Háskóla íslands hefjast í byrjun október. Kennari verður fyrst um sinn Magnús G. Jónsson, konsúlritari. Kennt verður i byrj- endadeild og framhaldsdeild. Námskeiðið (okt.—des.) 25 kennslustundir, kosta 25 krónur, er greiðist fyrirfram. Áskriftalisti liggur frammi á skrifstofu forseta félagsins í Aðalstræti 11 (sími 2012) og eru væntanlegir nemendur beðnir að gefa sig fram sem fyrst. 252 William McLeod Raine: hund á eftir, hvort sem ég hefði drepið Walsh eða ekki? Þú ert varmenni, og þú veizt ekki einu sinni hvað velsæmi er. Oakland starði á hann og var mállaus af reiði og undrun yfir þessari árás. Það var Flannigan, sem svaraði, með djöfullegu glotti. — Þér fer mæta vel að tala eins og sunnudagaskólakennari, herra Barnett. Við vitum allt um þig, hvernig þú rændir bankann í Somerton og drapst tvo menn um leið. Þú laugst að okkur Clem frá byrjun. Þú hélzt því fram, að þú hétir Taylor, hefðir ekki stolið klárnum og værir frá Wyoming. Þegar Clem gaf þér tækifæri, með því að drepa Walsh, þá hentir þú því frá þér. — Og hélzt að þú mundir sleppa með það, greip Oakland fram í. — Fjandinn fjarri mér! Ég held áfram þar til ég hefi drepið, ef ég ætla að drepa, hverju sem á gengur. Taktu lykilinn, Ed, og losaðu járnið, sem bindur hann við bíl- inn. Við þurfum að fara að komast af stað. Oakland hafði tekizt að vinna bug á ofsanum sem snöggvast, en hann gat logað upp við minnsta tilefni. Hann hafði aldrei lagt hemil á tilfinningar sínar, heldur látið þær leika lausum hala. Félagarnir settu nú fangann á hest- Flóttamaðurinn frá Texas 249 vasann og fannst að hann ætlaði aldrei að ná lyklinum. — Já, já, stamaði hann. — Nokkuð annað, herra minn? Lykillinn féll á jörðina. — Taktu til fótanna! — Meinar þú-------að fara? Kúla reif upp mölina við tærnar á Martin. Hann beið ekki eftir nákvæmari skýr- ingu á skipuninni, heldur þaut niður brekkuna, svo hart sem miðaldra ýstru- belgur getur hlaupið, ef hann á fótum fjör að launa. Hann var kominn hundrað metra burt þegar Malloy náði honum. Tveir menn komu niður skriðuna. Annar þeirra var stór, sver og svolaleg- ur, hinn horaður eins og beinagrind. Báðir voru þeir með grímu, en Taylor þekkti þá er þeir nálguðust. — Ég þori að veðja, að þú ert hjart- anlega ánægður yfir að hitta okkur aftur, sagði sá horaði og glotti svo að sást í svört tannskotin. Sá fjötraði svaraði ekki. Hann horfði fast í augun, sem glóði í undir grímu þess stærri. — Þekkirðu mig, spurði sá stóri og ógnunin í röddinni var auðheyrð. — Já, svaraði Taylor blátt áfram. — Þú ert Oakland.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.