Tíminn - 21.09.1939, Page 4

Tíminn - 21.09.1939, Page 4
436 TtMIM, fiinnitnilagliiii 21. sept. 1939 109. blað Yfir landamærin 1. Stjórnmálaritstjóri Vísis lætur ó- spart skína í það þessa dagana, að nú sé hin rétta stund til þess að afnema gjaldeyrisnefnd og þær hömlur, sem hún hefir lagt á ógætilegar ráðstafanir gjaldeyris okkar. Honum mun þykja sú ráðstöfun hyggilegust á erfiðleika- tímunum að láta allt skeika að sköp- uðu um afkomu þjóðarbúskaparins, ef heildsalarnir geta um skamma hríð auðgazt á því hátterni. En varla mun þjóðina fýsa að stiga á þann hátt um borð í lettnesku skútuna með Árna frá Múla og stýra beint út í tundur- duflasundin. 2. Þjóðviljinn hefir í gær ill orð um viðleitni gjaldeyrisnefndar um að hamla svo gífurlegum innflutningi til landsins, að leiða hlyti til stórkostlegs viðskiptahalla. En í sama blaðinu er fjandskapazt yfir því, að þrátt fyrir góða viðleitni gjaldeyrisnefndar og vegna hins ótrygga ástands að undan- förnu, er verzlunarjöfnuöur enn óhag- stæður. Ekki skýra þeir það, Þjóðvilja- menn, hvernig þeir ætlast til að sinnt sé báðum kröfum þeirra, að ná hag- stæðum verzlunarjöfnuði og „hlúa“ að því „eftir mætti, að menn fengju að kaupa“ erlendar vörur. Enda líklega sá einn tilgangurinn, að gera óbilgjarn- ar kröfur. FYRIRSPURN! Er Þórbergur lífs eða liðinn? Var lykkjan af hálsinum sniðin? Hér lagðist smátt fyrir halinn, að hengja sig fyrir Stalin. Tilraunir um notkun síldarolíu. (Framh. af 1. síðu) herða svo mikið af síldarolíu á þenna hátt, að nokkxu nemi til iðnaðar, þarf hins vegar mikið af dýrum tækjum og vélum. Jafnhliða tilraunum um að gera síldarolíuna að nothæfri matarfeiti, hefir verið leitazt við að breyta henni í það ástand, að hún verði hæf til annarrax vinnslu, einkum sápugerðar og málningarvinnslu. Til sápugerðarinnar er síldar- olían hert lítilsháttar, til þess að lýsislyktin hverfi, og er ein sápu- gerðarverksmiðj an að gera til- raunir um að nota hana í blaut- sápu. Til málningarvinnslunnar er síldarolían hreinsuð á annan hátt. Er það nú á góðum vegi statt, að hægt sé að nota hana við málningarframleiðslu og er raunverulega dálítið byrjað á því. Fer hreinsun sú, sem nauð- synleg er, svo að síldarolían verði hæf við málningariðnað- inn, fram hér í bænum. Á krossgötum. (Framh. af 1. siðu) bandið, íþróttasamband íslands, skátar, samband ungmennafélaganna, Sam- band bindindisfélaga í skólum, Slysa- varnafélagið, Bandalag kvenna og fjögur verklýðsfélögin í Beykjavík, Dagsbrún, Sjómannafélag Reykjavíkur, Iðja og Framsókn, heitið fulltingi sínu. Stúlka óskast í vist til Guðmundar Kr. Guð- mundssonar, skrifstofustjóra, Bergstaðastræti 82, frá 1. o kt. næstkomandi. IJR BÆMJM Vörubirgffir í Reykjavík reyndust að vera, samkvæmt vöru- talningunni 16. september 116.4 smá- lestir af kaffi, 139 smálestir af sykri, 538,4 smálestir af hveiti, 101,8 smálest- ir af rúgmjöli, 131,4 smálestir af hafra- mjöli og bygggrjónum og 80.8 smálestir af öðrum kornvörum. Handa Reykvík- ingum einum nægðu þessar birgðir sem hér segir: Hveiti í fjóra mánuði, rúgmjöl einn mánuð, haframjöl og bygg þrjá eða fjóra mánuði, sykur í röskan mánuð og kaffi í eitt ár. En að sjálfsögðu verða þessar birgðir að skiptast milli fleiri en Reykvíkinga. Samkvæmt ákvörffunum nefndar þeirra, er undirbúið hefir matvælaskömmtunina, getur fólk, ef einhver tegund af skömmtunarvörum fæst ekki í þeirri verzlun, sem það er vant að skipta við, keypt af hvaða ann- ari verzlun, sem er, án þess að þurfa að öðru leyti að binda viðskipti sín við hana. Undir slíkum kringumstæð- um þarf fólk aðeins að hafa, i hönd- um gögn, er sýna að varan fæst ekki í þeirri verzlun, sem það hefir aðal- viðskipti sín við. Síðiistn fregnlr. (Framh. af 1. síðu) kvað Rússa og Þjóðverja ætla í sameiningu að skapa frið í Norð- urálfunni. En Pólland myndi aldrei rísa upp aftur í fyrri mynd. Við munum aldrei gefast upp, þótt stríðið vari 4, 5, 6 eða 7 ár, sagði Hitler. Hin þýzka þjóð er gagntekin af anda Frið- riks mikla. Bretar og Frakkar hafa gefið margar yfirlýsingar um það, að stríðinu myndi haldið áfram, þar til yfir lyki. Daladier hefir gefið skýrslu til franska ráðu- neytisins og Chamberlain flutti ræðu í brezka þinginu í gær og var hún að nokkru svar við Dan- zig-ræðu Hitlers. Hann kvað Breta ekki leggja í vana sinn að viðhafa hótanir og vera stór- orðir og væri það ef til vill á- stæðan til þess, hve Þjóðverjum gengi illa að skilja þá. Hann mótmælti staðhæfingu Hitlers, að þýzki herinn hefði gætt mannúðar í hernaðargerðum í Póllandi. Markmið okkar, sagði Chamberlain, er að bjarga Norð- urálfu, leysa þjóðirnar frá stöð- ugum ótta við ágengni og of- beldi. Hann sagði, að innrás Rússa í Pólland hefði engin á- hrif á ákvörðun Breta, að standa við allar sínar skuldbind- ingar gagnvart Pólverjum. Hann ræddi og um viðureignina á sjónum, kvað brezka flotann halda uppi stöðugri sókn gegn þýzkum kafbátum og sagði eitt af helztu verkefnum brezku her- skipanna vera það að vernda siglingar Breta og verzlun við önnur lönd. Færri kaupskipum kvað hann hafa verið sökkt upp á síðkastið heldur en fyrstu vikuna. Uppreist mun hafa brotizt út meðal Tékka. Enskar fregnir segja, að hún hafi hafizt í Prag með bardögum milli tékkneskra verkamanna og þýzku lögregl- unnar í borginni, en síðan breiðst út um landið, jafnvel til Slóvakíu. Samkvæmt þessum ensku fregnum hefir fjöldi manna verið handtekinn og margir líflátnir. Konur hafa einnig tekið þátt í uppreisninni og þeir, sem ekki hafa byssur að Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) Á hinu sama árabili og til var greint Pupphafi hafa verið flutt inn í landið ógrynni jarðvinnslu- verkfæra og heyvinnuvéla. Inn- fluttar dráttarvélar á þessu tímabili eru um 90, sláttuvélar talsvert yfir hálft þriðja þúsund, rakstrarvélar nær 700 og mesti sægur af plógum og herfum. Verðmæti allra þessara véla og verkfæra er afar mikið; sláttu- vélarnar einar munu hafa kost- að rösklega eina miljón króna. * * * Það orð hefir legið á, að um- hirðu á þessum dýru verkfær- um væri ærið óbótavant. Víða hefir það átt sér stað, að þau hafi verið látin dúsa þar yfir veturinn, sem þau voru síðast notuð sumarið áður. Maður einn, sem ferðaðist norðan lands snemma vetrar fyrir tveim eða þrem árum, taldi í tveim sveit- um sjö sláttuvélar og rakstrar- vélar, sem hann á leið sinni sá standa niðurfrosnar á túnum og engjum. Og þetta mun ekki eins dæmi. Ekki þarf að fara um það mörgum orðum, hve slík meðferð er fjarri allri skynsemd og hví- lík sóun á verðmætum hún er. Ending þessara véla er að miklu leyti undir meðferð og umhirðu komin. Nú, þegar allt þarf að spara og borin von hvað hægt verður að flytja inn, ekki sízt af vélum, ættu menn að hugleiða þetta. * * * Á sama hátt og jarðvinnslu- og heyvinnuvélar ryðga oft og tíðum og skemmast og ónýtast miklu fyrr en eðlilegt er vegna vanhirðu, fara margir verð- minni hlutir forgörðum. Það eru ekki undantekningar, heldur al- siða, að vagnar, heygrindur, heysleðar standi úti allan vet- urinn. Margan bónda brestur sjálfsagt húsrúm til þess að geyma þessa hluti svo vel sem skyldi og margir þurfa vagna sína til daglegrar notkunar, einnig að vetrinum. Engu að síð- ur ríkir um þetta óþolandi hirðu- leysi, sem mikið er hægt að bæta úr. Ætli það ónýtist ekki líka á ári hverju óþarflega mikið af heyyfirbreiðslum, reipum og fleiru slíku vegna trassaskapar? Um bónda á Suðurlandi er sögð sú saga, að eitt sinn hafi hnakk- ur hans frosið niður á fjós- haugnum um haust, en þar var hann vanur að henda frá sér reiðtýgjunum, þegar hann kom úr ferðalögum. Að sjálfsögðu er slíkt algerð undantekning, og þess vegna á lofti haldið, en ýmsir eru þó í hliöstæðum efn- um í svipuðum sporum staddir og þessi maður, sem átti hnakk- inn sinn í vetrargeymslu á fjós- haugnum. vopni nota haka og kornsigðir. Þýzkar fréttir segja, að nokkrir menn hafi verið teknir fastir í tékknesku héruðunum vegna skemmdarstarfsemi. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. 250; William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 251 — Ég hélt að þú myndir muna eftir mér, sagði sá svolalegi, reif af sér grímuna og hló grimmdarlega. — í þetta sinn ætla ég að gefa þér ástæðu til að minnast mín, einskonar for- smekk helvítis, áður en ég hendi þér þangað. Þú ert á mínu valdi, lagsmaður. Taylor deplaði ekki einu sinni aug- unum. Hann sagði ögrandi og dró seiminn: — Ég sé að þú stingur við, herra Oak- land. Andlit Oaklands varð purpurarautt af reiði. Hann sló til vinstri hendinni og stefndi á andlit fangans. Taylor beygði sig, krepptur hnefinn þaut fram hjá gagnauga hans og lenti í málmklæðningi vagnsins. Höggið var svo mikið, að stálið dalaðist. Oakland öskraði af sársauka og reiði. Hann greip hægri hendinni um háls fangans til að kyrkja hann í greip sinni. Flannigan hljóp til, greip um loðinn úlflið húsbónda síns og reyndi af öllu afli að losa takið. — Hver skrattinn, Clem, stilltu þig, hrópaði hann. — Við þurfum mannsins með við það, sem við þurfum að gera, dreptu hann ekki. Oakland hrinti Flannigan svo fast til hliðar með handleggnum, að hann hraut upp að kletti, stóð þar upp við andartak og lak síðan niður. Þetta var samt nóg til þess, að morð- fýsn Oaklands lægði. Hann beit tönn- unum fast saman, til þess að reyna að ná valdi yfir skapi sínu. Það sem Flanni- gan sagði, var satt, hann þurfti á þess- um manni að halda lifandi — — í bráðina. Rödd hans var loðin og þrungin reiðiofsa, þegar hann tók til máls. — Ég — ég skal rífa þig sundur, í tætlur, ef þú narrar mig. — Það ætti að vera auðvelt, úr því að ég er með handjárn, sagði Taylor háðslega. — Þú hélzt að þú gætir haft mig að fífli, án þess að fá það launað, öskraði Oakland. Þú hélzt að þú gætir komið þér í mjúkinn hjá Walsh og Prescott með því að skjóta mig. Ég skal svei mér sýna þér hvort þú getur haft Clem Oakland að fífli. Fyrirlitningin var augljós í augum Taylors er hann svaraði: — Maður getur ekki haft mann að fífli, sem hugsar eins og þú, því að slík- ur maður er það fyrir. Hvernig narraði ég þig? Miðaðir þú ekki á mig byssu og lagðir við dauðarefsingu ef ég ekki fremdi morð fyrir þig? Ætlaðir þú kannske ekki að skjóta mig eins og KENNSLA. Þeir sem hafa í huga að koma börnum eða ungling- um í kennslu til undirrit- aðs næsta vetur geri svo vel að tala við mig sem fyrst. Ilallgr. Jónasson Sími 2653. SHBPAUTCEPP BrbhisbhsI Vélskipið Helgi hleður til Vestmannaeyja næstk. föstudag. Tekur einnig farþega. Losar viff bryggju í Eyjum. T vennskonar trúarbrögð 'Framh. aj 2. síðu) friðnum og ráðizt á þjóð, sem háði blóðuga styrjöld við fas- ismann fyrir frelsi sínu og mætti nú ætla, að kommúnistarnir hér hefðu nú loksins séð hvert stefndi. En því er ekki að heilsa. Aldrei hafa þeir dýrkað Rússa meira en nú. Aldrei hefir trú þeirra á einræðisherranum frá Moskva verið óbifanlegri en nú. Þeir leggja bara hendur í skaut sér og einblína á hann í frosinni heimsku, gagndrepa af þræls- ótta og segja: Yðar vegir eru órannsakanlegir! Verði yðar vilji! „Skýringarnar“ á því, sem er að gerazt, skortir þá auðvitað ekki, þótt þær hafi að vísu aldrei verið þær sömu frá degi til dags. Niðurstaða þeirra hefir alltaf verið á einn veg: Samningurinn við Þjóðverja var gerður til þess að berjast gegn „stríði og fas- isma!“ Síðan hófst stríð. Samn- ingurinn við Japani er líka gerð- ur til þess að berjast gegn stríði og fasimsa! Þeir hafa að minnsta kosti fengið næði til að drepa kínverska verkamenn. Og auðvitað er innrásin í Pól- land líka gerð til að berjast gegn „stríði og fasisma“. Rússar hafa nú allt í einu uppgötvað það, að Pólverjar beittu rússneska minnihlutann þar í landi ó- heyrilegri kúgun. Hið sama höfðu Þjóðverjar líka uppgötv- að um þýzka minnihlutann í Tékkoslóvakíu og nú síðast í í Póllandi. Þessar „uppgötvanir" þeirra virðast vera furðulega skyldar. Flestum heilvita mönnum virðist trú kommúnista á að allt þetta heiti barátta gegn stríði og fasisma, líkust trú þess manns, sem vaknar allt í einu sannfærður um að hann sé orð- inn keisari eða jafnvel guð al- máttugur. Og slíkum mönnum hefir ekki þótt hæfa nema einn staður. Hér hafa verið gerð að umtals- efni trúarbrögð tveggja trú- flokka. Og það er ekki að efa, að kommúnistum finnst hinn trúflokkurinn nauða lítilf jörleg- ur. Þrátt fyrir það er trú hans samanborið við trú kommúnista jafn ólíkt og hvítt og svart. Þeir, sem hafa laugað sig í blóði lambsins, hafa að vísu ekki haft stór orð um það, að berjast gegn stríði og fasisma. Þeir hafa því ekkert svikið. Þeir hafa fund- ið hamingju sína í því, að trúa á það, sem þeim finnst æðst og göfugast. Og þeir vilja leiða aðra með sér inn í dýrðina, án þess að það sé á kostnað nokkurs. Rússadýrkendurnir trúa aftur á móti á málstað,sem hjálpað hefir til að leiða yfir mannkynið hin- ar dæmalausustu hörmungar. í stað þess, að lauga sig í blóði lambsins, lauga þeir sig í blóði saklausrar þjóðar. Gegn slíkum mönnum verður að hefja bar- áttu, ekki méð vopnum, heldur með fyrirlitningu. T. íslenzku skákmemtirnii*. (Framh. af 1. síðu) Jón Guðmundsson 10 í 10 skák- um, Einar Þorvaldsson 5 í 11 skákum og Guðmundur Arn- laugsson 7 y2 í 10 skákum. Mikið ánægjuefni má öllum íslendingum vera þessi frammi- staða skákmanna sinna. -***GAML bÍÓ—~-*—- Heimfararleyfi gegn drengskaparoröi („Urlaub auf Ehrenwort") Framúrskarandi vel gerð og áhrifamikil kvikmynd er gerist á síðasta ári heims styrj aldarinnar. Aðalhlutv. leika: ROLF MOEBIUS, INGEBORG THEEK og FRITZ KAMPERS. —— NÝJA BÍÓ— Höfn þokunnar Frönsk stórmynd, er gerist í I hafnarbænum Le Havre og vakið i hefir heimsathygli fyrir frábært 2 listgildi. Aðalhlutverkin leika: ? Michéle Morgan i og Jean Gabin Höfn þokunnar er eftirtektar- verð mynd. Hún kynnir okkur margt, sem er okkur að ýmsu leyti ekki eins gjörkunnugt og skyldi, hún vekur samúð okkar til lífsins, til þeirra, sem lenda ! í höfn þokunnar eftir að hafa | barist á öldum hafrótsins í ; mannlífinu. '% Börn yngri en 16 ára fá ekki i aðgang. Kynnist franskri kvikmyndalist. ! Ttlkyniilng:. Járniðnaðarpróf verður haldið í okt. n. k. Þeir, sem óska að ganga undir það, sæki umsóknarbréf til Ásgeirs Sigurðssonar forstjóra í Landssmiðjunni. SKÖMMTUN ARSKRIFS TOFA RÍKISINS Fríkirkjuvegi 11 (Rmdindisliölliii). Afgreiðslutími kl. 10—12 og 13—15. Viðtalstími forstjórans aðeins kl. 10—12. Síiuar: 3946 og 4204. Vegna vaxandi fyrirspurna um hvort endurtekiff verði tilboff mitt um f jölbreytt heimilisbókasafn fyrir 10 kr., að viffbættu einnar krónu burffargjaldi, vil ég enn gefa mönnum kost á slíkum kjörum: Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðaþ. I. með mynd (208 bls.) og Ljóðaþ. II. með mynd (58). Sawitri II. útg. með mynd (64). Sagan af Kalaf og keisara- dótturinni kínversku (64). Eftir Axel Thorsteinsson: Börn dalannal.—/7.(198), í leikslok, sögur úr heimstyrjöldinni 1.—2. útg. (148). í leikslok II. b. (58), Heirn er liaustar, og nokkrar smásögur aðrar (96). Dokað við í Hrunamannahreppi og Hannibal og Dúna (76). Greifinn frá Monte Christo I. b. (128), II. b. (164, III. (192), IV. (176), — ítalskar smásögur I. (120). ítalskar smásögur II. (80 Ævintýri og smásögur með myndum (64). — Einstœðingur, hin ágæta saga Margaret Pedler (504 bls.) og Ástarþrá, eftir sama höf. (354), líka falleg og skemmtileg saga. Loks: Árgangur af Rökkri (heilir árg.) um 700 bls. — Hefir nokkur boSið yður betri kjör? Pantendur sendi meðf auglýsingu og 11 kr. (ein króna má vera í frímerkjum) í ábyrgðarbréfi (sendið ekki peninga í almennu bréfi) — eða póstávísun og nægir að skrifa aftan á afklippinginn: Sendið mér bækurnar samkv. tilb. Tímanum þ. 21. sept. 1939. Það er ódýrast að senda peninga þannig og tryggt, en biðjið ávallt um kvittun fyrir póstávísun og ábyrgðarbréf, til þess að fá leiðrétingu, ef nokkur vanskil verða. í stað „Dokað við í Hrunamannahreppi" sem nú er uppseld kemur „Þöglar ástir" eftir Musæus í þýðingu Steingr. Thorsteinssonar. Virðingarfyllst. AXEL THORSTEINSSON. Sími 4558 Sellandstíg 1, niðri. Heima 7—9 síðd. NB. — Notið þetta óvenjulega tækifæri fyrr en seinna, því að upplög bókanna „Börn dalanna" og „Einstæðingur“ þrjóta fyrirsjáanlega á yfirstandandi ári. THE WORLD#S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Neivspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monltor does not exploit crime or sensation; neither does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the family, including the Weekly Magazine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston. Massachusetts Please enter my subscription to The Christian Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue, Including Magazine Section: 1 year $2.60. 6 issues 25o Name . Sample Copy on Request Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum lnnlicimtumenn Tímans. Muniff aff haustiff er rétti tím- inn til þess aff innheimta blað- gjöld Tímans og vinna fyrir hann á annan hátt. Haustiff veitir mörg tækifæri til þess aff hitta menn aff máli í réttum, sláturtíff og á fundum og sam- komum. — Tíminn er nú bezta og ódýrasta blaff, sem fólk í dreifbýlinu hefir völ á. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Sendiff innheimtu blaffsins í Reykjavík greinargerff um inn- heimtuna sem fyrst. Hvert greitt árgjald er mikill styrkur og hver nýr kaupandi stór stuðningur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.