Tíminn - 28.09.1939, Síða 4

Tíminn - 28.09.1939, Síða 4
448 TÍMINIV, fiiniiitiiclagiim 28. sept. 1939 112. bla» Yfiir landamærin 1. Mbl. birti ritstjórnargrein í gœr undir fyrirsögninni: „Nú verður að spara“. í greininni er síðan ymprað á nokkrum tillögum, sem langflestar myndu hafa aukna eyðslu í för með sér. Þykir rétt að benda blaðinu á það, að það œtti sjálft að sýna sparnaðar- viljann í verki með því að spara pappír undir þessar og ýmsar aðrar vitleysur, sem það birtir. 2. Danska blaðið „Social-Demokra- ten“ birtir nýlega ritdóm um bók Hall- dórs Kiljans, „Gerzka æfintýrið", sem nýlega er komin út á dönsku. Er grein- in eftir Jul. Bomholt, einn færasta rit- dómara Dana. Segir Bomholt, að bók Kiljans sé sú allra vitlausasta, sem hann muni eftir að hafa lesið. í bókinni skammi Halldór jafnaðarmenn fyrir svívirðingar um Rússland. Sjálfur liki hann Jagoda, sem um skeið var yfir- maður leynilögreglunnar rússnesku, en komst í ónáð hjá Stalin, við hina verstu glæpamenn veraldar. Myndi Halldór ekki hafa talið slík ummæli jafnaðarmanna um Jagoda meðan hann var á hátindi valda sinna, for- dæmanlega svívirðingu, spyr Bomholt. 3. Halldór Kiljan skrifar í Þjóðvilj- ann í gær og segist ekki skilja, að það sé kommúnistum nein hneykslun, þótt Stalin hafi hjálpað Hitler til að fá 18 milljónir manna undir nazistisk yfirráð, þar sem Stalin hafi fengið jafnmikið. „Mér skilst að slíkt hljóti að vera bolse- vikum fremur fagnaðarefni en ástæða til hneykslunar," segir Kiljan. x+y. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) Þjóðverjum viðnám. Eftir hina stórfelldu ósigra fyrsta hálfa mánuðinn hafi Pólverjar verið búnir að koma sér allvel fyrir á nýjum víglínum og auk þess hafi haustrigningarnar, sem torveld- uðu mjög framsókn Þjóðverja, verið komnar þeim til hjálpar. Á allmörgum stöðum hafi verið útlit fyrir að Pólverjum myndi takast að hindra flutninga á hergögnum og vistum til for- ystusveita Þjóðverja. Stöðugur orðrómur gengur um það, að Þjóðverjar hafi í undir- búningi að ráðast inn í Holland, þaðan yfir Belgíu og inn í Frakk- lnad. Styðst þessi orðrómur við mikinn liðssamdrátt Þjóðverja við hollenzku landamærin. En sennilegra þykir, að Þjóðverjar velji heldur þessa leið en að brjótast inn í Belgíu, þar sem Belgíumenn hafa komið sér upp mjög öflugum víggirðingum í stíl við Maginotlínuna við þýzku landamærin. Franska blaðið „Epoque“ hef- ir svaraö þeim skrifum þýzlcra blaða um friðarsamninga nú, þar sem Pólland sé úr sögunni og þýðingarlaust sé að berjast vegna þess lengur, á eftirfarandi hátt: Við viljum ekki semja frið nú til þess að þurfa að byrja nýtt stríð eftir sex mánuði und- ir mun verri kringumstæðum. Þýzki aðstoðarfjármálaráð- herrann hefir samkvæmt Reut- ersfrétt lýst yfir því í þýzka út- varpinu, að sökum stríðsins verði að hækka skattana upp í 28 miljarða marka. Til saman- burðar gat hann þess, að 1933 hefðu skattarnir verið 7 milj- arðar og 1938 18 miljarðar. Sam- kvæmt upplýsingum hans verð- ur tekjuskatturinn hækkaður um 50%, en vissar lágmarks- IJR BÆIVUM Frönskunámskeið Alliange Francaise. Enn geta nokkrir nemendur komizt að og ættu þeir, sem ætla sér að taka þátt í þeim, að gefa sig fram sem allra fyrst í Aðalstræti 11 eða í sima 2012. Guðjón Pétursson sjómaður á Ránargötu 9A er fimmt- ugur í dag. Símon Jóh. Ágústsson heldur uppi fræðslu í barnasálarfræði og uppeldisfræðl í háskólanum í vetur. Kennsla þessi er einkum ætluð starf- andi kennurum i Reykjavík og ná- i grenni og öðrum mönnum með kenn- araprófi, sem vilja afla sér framhaldsf! menntunar. Kennslan hefst 16. október í háskólanum og stendur til vors. Kennslustundir verða 4 á viku, en auk þess æfingatímár, ef þörf kröfur. Kennt veröur á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 5—7. Kennslan er ókeypis, en tala nemenda, sem hægt er að veita við- töku, er takmörkuð. Væntanlegir nem- endur eru beðnir að gefa sig fram við Símon Jóh. Ágústsson kl. 1—2 í síma 5063 kl. 4—5 fyrir 15. okt. tekjur eru þó undanskildar þeirri hækkun. Tollar á áfengi og tóbaki og fleiri munaðarvör- um hafa verið stórhækkaðir. ítölsk blöð skrifa orðið miklu vingjarnlegar um Frakka og franslca stjórnmálamenn en þau hafa áður gert. T. d. hefir blað- ið „Regime Fascista" nýlega lokið lofsorði á Daladier. Franska stjórnin hefir ákveðið að banna kommúnistaflokkinn. Bretar telja sig þegar hafa sökkt a. m. k. 6 kafbátum og Frakkar munu einnig hafa sökkt nokkrum. Þýzkir kafbátar hafa nú sökkt öðru sænsku skipi og hafa þeir þá sökkt fjórum Norðurlanda- skipum. Fer andúð gegn Þjóð- verjum vaxandi á Norðurlönd- um vegna þessara atburöa og hafa sænsk blöð í hótunum, að Svíar muni hætta að selja járn- málm til Þýzkalands, en það væri Þjóðverjum óbætanlegt tjón. ítalska biaðið „Relazioni int- ernationali“ birti nýlega grein, þar sem því er haldið fram, að Rússar geti ekki selt öðrum þjóðum hráefni, nema með því móti að draga úr iðnaðarfram- leiðslu sinni og hætta við ýms- ar áætlanir sínar um aukningu iðnaðarins. HrúUsýniagarnar (Framli. af 1. síðu) Erfitt var að kveða á um, hver af fimm beztu hrútunum, er til lokakeppni komu, skyldi hljóta skjöldinn. En sá, er talið var að næstur stæði Núp, var eign Magnúsar Sigurðssonar bónda í Bryðjuholti, undan Norðra á Hrafnkelsstöðum. Á sýningunni kom mjög greinilega í ljós mikill árangur af fjárræktarstarfi Hruna- rnanna. í Gnúpverjahreppi hlutu 11 hrútar fyrstu verðlaun og 8 á Skeiðum. Á báðum þessum sýn- ingum voru einnig sýndir mjög góðir hrútar. Næsta hrútasýning verðux í Selvogi á laugardaginn. Matvorubírgðir utan Reykjavíkur Samkvæmt upplýsingum frá skömmtunarskrifstofu ríkisins, munu birgðir af skömmtunar- vörum utan Reykjavíkur endast sem hér segir: Haframjöl í um 5 mánuði. Rúgmjöl í um 5 mánuði. Kaffi í um 3 mánuði. Sykur í um 3 mánuði. Hveiti í um 4 mánuði. Aðrar kornvörur í um 5y2 mán. Tölur þessar eru miðaðar við það, að vörurnar verði eingöngu notaðar samkvæmt matvæla- seðlum þeirra, sem eru búsettir utan Reykjavíkur. Ekki er tekið tillit til þess rúgmjöls, sem auka- lega er veitt í slátur, né til auka- leyfa, sem veitt kunna að verða í matsöluhúsum og sjúkrahúsum. Síðan birgðatalningin fór fram 16. þ. m.. hefir talsvert flutzt af skömmtunarvöru til landsins, m. a. um 800 smál. af rúgmjöli og 228 smál. af hveiti. Stórveldisdraumar Rtissa. (Framh. af 1. síðu) væru alveg einangraðir og á- hrifalitlir um stjórnmál Ev- rópu. Þessa breyttu afstöðu sína mega þeir fyrst og fremst þakka Hitler og má það sannarlega teljast kaldhæðni örlaganna, að nazistar skulu hafa orðið til þess að auka þannig veldi rúss- nesku kommúnistastj órnarinn- ar og leggja stór lönd undir yf- irráð hennar. Með því tiltæki hafa nazistar gereyðilagt einn aðalþáttinn í stefnu sinni, bar- áttuna gegn kommúnismanum, og sýnt að þjóðernisjafnaðar- stefnan er þeim ekki nein hug- sjón heldur gríma æfintýra- manna. Rússneski einræðisherrann hefir jafnframt fallið í sömu gröfina. Hann hefir einnig glat- að því aðalmarkmiði sínu, að berjast gegn nazismanum og koma fram sem verndari og vin- ur smáþjóðanna. í stað barátt- unnar gegn nazismanum hefir hann komið nokkrum miljónum Pólverja undir yfirráð hans. Stalin hefir afhjúpað sig sem rússneskan heimsveldissinna og klætt sig úr gerfi hins alþjóðlega kommúnista. Hann fetar nú ekki lengur í fótspor Lenins, heldur Péturs mikla, sem er nú sam- kvæmt fyrirmælum Stalins ann- ar mesti þjóðardýrðlingur Rússa. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síðu) Slysavarnafélagið efnir í byrjun októ- bermánaðar til námskeiðs, þar sem kennt verður björgunarsund, almennt sund og lífgun úr dauðadái. Námskeið þetta er ætlað sjómönnum og verður haldið bæði í sundhöllinni og sundlaug- unum. Slík námskeið hefir Slysavarna- félagið haldið tvö undanfarin ár. Óbreiðið TÍMANN 262 William McLeocL Raine: Kinnar Oaklands voru rauðar fyrir, en nú urðu þær sótrauðar af bræði. Hann starði á manninn, sem lá þarna og diríðist að gera gys að hótunum hans. Þessi Barnett, eða hvað hann hét, kom bræðinni til að sjóða í honum, svo að hann átti bágt með að stilla sig. Oakland hafði þegar barið Taylor með svipunni, svo að blæddi úr kinn hans. En reiðin gaf honum undarlegan kraft til andstöðu. Hann var óbeygjanlegur og það brá ekki fyrir ótta í augum hans. Nei, hann myndi horfast í augu við dauðann án þess að blikna. Flannigan kom ríðandi, með viðar- drumb í togi, til að höggva á eldinn. Annar endinn á snöru hans var bund- inn um viðarbútinn, en hinn í hnakk- kúluna. — Við þurfum varla meira en þetta, kallaði hann. Oakland snérist á hæli og leit hvasst á Flannigan. — Þú ættir að bregða þér upp á hæðarbrúnina og hrópa eins hátt og þú gætir, að við værum hér. Kallaðu á allt nágrennið, settu þetta í blöðin, hengilmænan þín! — Hér er enginn nálægt, Clem, sagði Flannigan. — Hvað á það að þýða að fara að verða hræddur? Oakland skálmaði til hans. Flóttamaðurinn frá Texas 263 — Ætlar þú að halda því fram að ég sé hræddur, eða hvað? Farðu af baki, ef þú þorir, og ég skal búa til úr þér plokkfisk! Flannigan varð óskaplega hræddur. Hann gat ekki riðið burt, því að viðar- drumburinn var bundinn við hnakkinn. Hann stökk af baki og gekk undan, aft- ur á bak. — Nei ekki, Clem, ekki! Mótmæli hans urðu að nístandi sársaukaópi, því að svipuól Clems vafðist um fætur hans. Flannigan reyndi að losa sig og æpti á hjálp. Að lokum hratt Oakland hon- um burtu og hann slagaði til hestsins. — Þú gerir svo vel og verður kyrr, lags- maður, sagði Oakland hranalega. — Og allir skemmtu sér mjög vel, var sagt með háðskri rödd. Oakland snérist aftur á hæli. — Nú, svo þú ert þá kominn, hreytti hann út úr sér. Brad Dean kom labbandi í hægðum sínum og horfði sviplausum augunum á Oakland. — Ég hélt að þú hefðir átt von á mér. Ég kom rétt áðan, meðan þið voruð að æfa leikþáttinn, þið Ed. — Það var líka kominn tími til þess að þú kæmir, lagsmaður, sagði Oakland. Hjólbeinótti maðurinn hló, en ekkert varð séð í augum hans. Nokkrar endur- J minningar (Framh. af 3. siðu) una í fang sér og segir: „Nei, þú átt að vera kyrr hjá okkur, elsk- an mín.“ Móðir mín fann sárt til þess að vera komin á sveitina. Mér þótti þetta leiðinlegt, að vera kominn á sveitina og fyrir- varð mig, þegar ég kom í stráka- hóp, en lítið var um það að strákar lítilsvirtu mig; þó átti i það sér stað. Ég get hugsað, að sumt af gamla fólkinu, sem nú lifir, hafi líka sögu að segja og ég, því að fleiri voru fátækir en foreldrar mínir og fleiri voru á sveitinni í þá daga en þau, en fáir eins ömurlega, og gæti ég trúað því, að ungu kynslóðinni þætti sag- an ótrúleg því að unga fólkið hefir lítið af harðrétti að segja, sem betur fer. Framhald. ■°*~**“GAML BÍÓ***°" ****"' „Frú X« Áhrifamikil og vel leikin Metro-Goldwyn-Mayer- kvikmynd, eftir hinu víð- fræga leikriti ALEXAND- RE BRISSON, sem leikhús- gestir hér kannast við frá því það var leikið hér fyr- ir mörgum árum. — Aðal- hlutv. leika: GLADYS GEORGE, WARREN WILLIAM og JOHN BEAL. Börn, yngri en 12 ára, fá ekki aðgang. — —NÝJA BÍÓ— Hertur til hetjudáða j Amerísk kvikmynd frá | Columbia Film, sem er tví- í mælalaust langhlægileg- asta skemmtimynd, er sést hefir hér í mörg ár. Aðalhlutv. leikur hinn ó- viðj afnanlegi skopleikari JOE E. BROWN, ásamt June Travis og Man { Mountain Dean (heims- ■ meistara í frjálsri glímu). ? Aukamynd: l Þegar skyldan kallar. i Amer. skopmynd, leikin af Andy Clyde. Lærið að synda. Sundnámskeið í Sundhöllinni hefjast að nýju mánudaginn 2. október. — Þátttakendur gefi sig fram í dag og á morgun kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Upplýsingar á sömu tímum í sima 4059. Sundhöll Reykjavfkur. Skömmtiinarskrif- stofa rikisins ■r . vekur athygli á, að samkvæmt auglýsingu útgefinni 14. þ. m. teljast undir „Aðrar kornvörur" í 1. gr. reglugerðar um sölu og úthlutun á nokkrum matvörutegundum, þessar kornvörutegundir: Hrísmjöl Semulugrjón Bygggrjón Mannagrj ón Maisenamjöl og ber því að krefjast skömmtunarseðils fyrir þeim. Hinsvegar ber ekki að krefja skömmtunarseðla fyrir sago, sagomjöli og kartöflumjöli. Reykjavík, 27. september 1939. 2O°|0' 3O°|0 45°|« O S T A B firá Mjólkursamlagi Eyiírdinga alltafi fiyrírlígfgjandi í heildsölu. Samband ísLsamvínnufélaga Símf 1080. Lii. Réykíd Fést / áHum . 'ir- : Z :—z Rafstöðin viö Laxá (Framh. af 1. siðu) við því, sem búið er að gera eða bæta við nýjum leiðslum. — Nægir sú raforka, sem framleidd verður nú til að byrja með, handa Akureyrarbæ til allra þarfa? — Svo hefir reiknazt til, að 2 þúsund hestöfl, að viðbættri þeirri raforku, er gamla raf- stöðin framleiðir, er að sjálf- sögðu verður viðhaldið, muni nægja handa Akureyrarbæ til Ijósa, suðu, iðnaðar og nokkurr- ar upphitunar. — Hve aflmikil er gamla raf- magnsstöðin? — Gamla stöðin við Glerá var byggð 1923 og þá 330 hestöfl að styrkleika. Síðar var bætt við 165 hestafla dieselvél. Gamla stöðin hefir verið metin á 260 þúsund kxónur. — Hve dýr er Laxárstöðin? — Stofnkostnaðurinn var upp- haflega áætlaður 2400 þúsund króna. Ætla má, að hann komi til með að verða rúmlega 3 milj- ónir, ef með er reiknað andvirði gömlu rafstöðvarinnar og tekið tillit til gengisbreytinga, sem orðið hafa síðan ráðizt var i virkjunina. Af þessu fé hefir Akureyrar- bær fengið 1700 þús. danskar kr. að láni hjá Handelsbanken i Kaupmannahöfn og nokkrum verzlunarfyrirtækjum, sem lagt hafa efnivörur til stöðvar- innar og tekið skuldabréf upp í greiðslu að nokkru leyti. Þessi lán eru veitt til 25 ára með 5% vöxtum. Þau eru afborgunar- laus fyrstu þrjú árin, en borgast síðan með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana. Sé reiknað með þeim afföllum, er voru á sumum af þessum erlendu lán- um til virkjunarinnar, eru raun- verulegir vextir 5,2%. — Er þess vænzt, að fleiri geti notið rafmagnsins frá Laxár- stöðinni heldur en Akureyring- ar? — Það hefir komið til tals, að Húsvíkingar fengju þaðan raf- magn. Mun nú verið að athuga, hvort þeim sé hagfelldara að leggja taugar frá Brúum til Húsavíkur eða nota virkjunar- möguleika, sem nærtækari eru. Einnig hefir verið talað um að miðla Grenjaðarstaðarhverfinu raforku frá Laxárstöðinni. Annars eru starfandi, bæði í Suður-Þingeyj arsýslu og Eyj a- fjarðarsýslu, nefndir, sem kjörn- ar voru til þess að athuga um möguleika og aðstöðu þessara héraða eða einstakra byggðar- laga innan þeirra til þess að njóta góðs af rafmagnsfram- leiðslu Laxárstöðvarinnar. Enska flugvélin strokin. (Framh. af 1. síðu) flugs klukkan sex í morgun, stefndi til hafs og sveigði síðan vestur á bóginn. Tilkynning um atburðinn er væntanleg á hverri stundu frá sýslumanni Þingeyinga. Orðsending til Tímamanna. Tíminn biður Tímamenn, hvar sem er á landinu, að senda við og við fréttabréf úr byggðarlög- um sínum. Ekki hvað sízt væri kært að fá slík bréf úr byggð- arlögum, sem annars er sjaldan getið um í fréttaflutningi blaða og útvarps. í öllum slíkum bréfum verður að skýra greinilega og ítarlega frá hverju einu, sem um er rit- að, og vanda alla frásögu, svo að hvergi skeiki þar réttu máli né um misskilning geti orðið að ræða, og ókunnugir geti gert sér það skýrt í hugarlund, sem ver- ið er að lýsa. Loks er mjög þýð- ingarmikið, að allar fréttir, sem bréfin herma frá, séu sem allra nýjastar. Hið sama gildir um dánarfregnir og afmælisfregnir, sem eru blaðinu sendar. Minni háttar fréttir, t. d. um samkomur og fundi, félagsaf- mæli og fleira, er lítils virði,. þegar er um langt liðið, þótt. fréttnæmt sé um það leyti, sem . það gerist. í slíkum fréttabréfum getur ■ verið gott að miða frásögnina við það, sem gæti orðið öðrum héruðum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Kopar keyptur I Landssmiðjunni. #

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.